Tíminn - 29.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKT--7 3FA: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, þrlðjudagiim 29. febr. 1944 23. blað Erlent yfirlit: Hópmorðin í Katynskógi Fyrir rúmu ári síðan birti þýzka upplýsingaráðuneytið þá fregn, að fundizt hefðu lík 11 þús. pólskra liðsforingja í Ka- tynskógi, sem er skammt frá Smolensk. Ennfremur sagði í þessari fregn, að rannsókn hefði leitt i ljós, að Rússar hefðu myrt þessa Pólverja sumarið sumarið 1941, þegar þeir urðu að hörfa undan þýzka hernum. Rússar hafi þá ekki treyst sér til að flytja Pólverjana með sér og ekki heldur viljað láta þá falla í hendur Þjóðverjum. Það ráð hafi því verið tekið að taka þá af lífi. Strax eftir að Þjóð- verjar birtu þesa fregn, óskaði pólska stjórnin í London þess, að alþjóðastofnun, t. d. Rauði krossinn, fengi að rannsaka málið. Rússar svöruðu þessu með því að slíta stjórnmálasam- bandinu við Pólverja, eins og kunnugt er. Þjóðverjar tóku það til bragðs, til að gera fregn sína sem trúlegasta, að bjóða ýmsum erlendum blaðamönnum til Katynskógar og töldust þeir, sem þangað fóru, hafa fengið sönnun fyrir því, að frásögn Þjóðverja væri rétt. Síðan þetta gerðist hefir sú breyting orðið, að Rússar hafa náð Smolensk og Katynskógin- um á sitt vald. Tilkynntu þeir næstum því samtímis, að þeir myndu hefjast handa um rann- sókn þessa ægilega morðmáls. Fyrir nokkru síðan birtu þeir op- inbera skýrslu um þessa rann- sókn. Segir þar, að það hafi reynst rétt, að í Katynskóginum séu lík 11 þús. pólskra liðsfor- ingja, er bersýnilega hafi verið myrtir. Jafnframt segir þar, að upplýst sé, að þetta séu sömu Pólverjarnir, sem Rússar hafi látið eftir á undanhaldi sínu sumarið 1941 og Þjóðverjar hafi síðan myrt og urðað í Katyn- skógi í septembermánuði þá um haustið. Rússar hafa nú haft sömu að- ferðina og Þjóðverjar og boðið erlendum blaðamönnum til Kat- ynskógar. Það hefir líka farið eins og fyrri daginn, að blaða- mennirnir telja frásögn þeirra, er buðu þeim til staðarins, óyggj- andi. Það sanna í þessu máli verður tæpast upplýst fyrr en að stríð- inu loknu og máske ekki fyrr en löngu eftir það. Morðin í Katyn- skógi verða jafnan með dular- fyllstu og ægilegustu morðsög- um sögunnar. Það eina, sem er víst og öllum kemur saman um, er það, að þarna hafi 11 þúsund af fræknustu sonum pólsku þjóð arinnar látið lífið fyrir böðuls- hendi. Um hitt verður ekki sagt, hvorir hafi heldur unnið böðuls- verkið, Þjóðverjar eða Rússar, því að báðir geta verið trúlégir til þess og fréttaflutningur beggja er jafn vafasöm heimild. Þótt morðin í Katynskógi séu ægileg, eru þau samt ekki nema lítill þáttur í raunasögu hinnar pólsku þjóðar, er hófst með ráns samningi Rússa og Þjóðverja 1939. Eftir þann tíma unnu báð- ir þessir voldugu nábúar Pól verja markvisst og samhent að því að uppræta þá sem þjóð. Þótt þeir væru ósammála um margt, voru þeir innilega sammála um, að Pólland skyldi aldrei rísa upp aftur og sögu pólsku þjóðarinn- ar skyldi lokið. Jafnt í hinum rússneska og þýska helmingi Póllands voru allir þeir, sem líklegir voru til forustu, vægð- arlaust handsamaðir og síðan skotnir eða fluttir úr landi. Rússar hafa beinlínis viður- kennt.að þeir hafi flutt nokkur hundruð þúsund Pólverja til Sí- (Framh. á 4. slðu) Ný, stjórn í Fískiíé- lagi Islands Ályktuii Fiskíþingsins um sjálfstæðismálið. Fiskiþinginu lauk síðastl. sunnudag. Höfðu lagabreyt- ingar þær, sem lýst var í seinasta blaði, þá hlotið formlegt samþykki, og var það seinasta verk þingsins að kjósa stjórn samkvæmt þeim. Fiskimálastjóri og formaður Fiskifélagsins var kjörinn Davíð Ólafsson. Með honum voru kjörnir í aðalstjórnina: Emil Jónsson vitamálastjóri, Ingvar Pálmason alþm., Óskar Hall- dórsson, útgerðarmaður og Pét- ur Ottesen alþm. Varamaður Davíðs var kjörinn Þorsteinn Þorsteinsson í Þórshamri, vara- maður Emils Gísli Sighvatsson á Sólbakka, varamaður Ingvars Einvarður Hallvarðsson skrif- stofustjóri, varamaður Óskars Þorvarður Björnsson hafnsögu- maður og varamaður Péturs Jón Sveinsson útgerðarmaður. Á fundi fiskiþingsins síðastl. laugardag var samþykkt svo- hljóðandi ályktun með lófataki: „17. fiskiþing, saman komið í Reykjavík. 26. dag febrúarmán- aðar 1944, lætur i ljós allshugar fagnað vegna samþykktar þeirr- ar, er náði samþykki á Alþingi í gær með samhljóða atkvæðum, er það „ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fallinn dansk- íslenzki sambandslaga-samn- ingurinn 1918“. Jafnframt lýsir fiskiþingið •eindregnu fylgi við stjórnar- skrárfrumvarp nefndanna á Alþingi um endurreisn lýðveldis á íslandi og treystir afdráttar- laust, að það taki gildi í alsíð- asta lagi 17. dag júnímánaðar í vor. Heitum vér á alla kjósendur íslands, unga og gamla, konur og karla, að styðja einhuga að því, að þjóðaratkvæðagreiðsla til samþykktar þessum málum verði sótt svo rækilega sem bezt má verða, svo að þjóðin nái loks á sem vegsamlegastan hátt hinu langþráða takmarki, sem hún hefir stefnt að fyrr og síðar allt frá þrettándu öld til þess dags.“ Fiskiþingið samþykkti marg- ar athyglisverðar tillögur um sjávarútvegsmál og mun þeirra nánar getið síðar. Þíngi Þjóðræknís- iélagsins lokið Þingi Þjóðræknisfélags Vest- ur-íslendinga lauk 23. þ. m. Eitt af seinustu verkum þess var stjórnarkosning. Richard Beck prófessor var endurkosinn for- seti og séra Valdimar Eylands var endurkosinn varaforseti. Auk þeirra eiga sæti í stjórn- inni: Sr. S. Ólafsson frá Selkirk ritari, frú Johnson aðstoðarrit- ari, Ásmundur Jóhannsson gjaldkeri, dr. Z. Björnsson að- stoðargjaldkeri og Ólafur Pét- ursson skjalavörður. Á þinginu var kosinn sérstök nefnd til að undirbúa útvarp til íslands í tilefni af hinni vænt- anlegu stofnun lýðveldisins 17. júní. Þá skipaði forseti fimm manna nefnd er starfa skyldi á komandi árum að málefnum ís- lendinga austan hafs og vestan. Fundinum lauk með því, að herra biskupinn, Sigurgeir Sig- urðsson, var gerður heiðursfé- lagi og síðan var lesin tilkynn- ing þess efnis, að þeir Sveinn Björnsson ríkisstjóri og jarlinn af Athlone, landstjóri Kanada, hefðu lofað að verða heiðurs- verndarar félagslns. Skipting illa setinna stórjarða til að ba)ta úr iarðnæðisþörfinni Ur álitsgerð Steingríms Steínþórssonar og Pálma Eínarssonar Býlafjölgun í sveitunum mun á komandi árum gerast með j tvennum hætti, stofnun byggðahverfa eða skiptingu stórjarða í tvö eða fleiri býli, þótt eigi geti þar myndast byggðahverfi. Víða í sveitum er mikill áhugi fyrir síðargreindu býlafjölgun- inni, enda eru þess mörg dæmi, að margar góðjarðir eru illa setnar á sama tíma og ungir menn verða að flytja burtu, vegna skorts á jarðnæði. Þar sem margar slíkar jarðir eru ríkiseign, virðist hér hægt um vik fyrir ríkið að hefjast handa um fram- kvæmdir. í áliti því, sem Steingrímur Steinþórsson og Pálmi Einarsson hafa samið um stofnun byggðahverfa og getið hefir verið hér í blaðinu, er vikið að þessu verkefni og bent á nokkrar ríkis- jarðir, þar sem slík skipting virtist auðveld og eðlileg. Hefir Tíminn fengið leyfi til að birta þennan kafla álitsins. Er hann svohljóðandi: „Ýmsar jarðir í opinberri eign hafa góð skilyrði til ræktunar og gætu búrekstrarskilyrða vegna skipzt í 2 eða fleiri býli. Margar þessara jarða, sem áður fyrr hafa verið þannig setnar, að á þeim voru rekin stór bú, eru nú vansetnar. Það virðist eðlileg ráðstöfun, að þessum jörðum sé skipt, því með aukinni ræktun á jörðun- um þyrfti ekki að skerða bú- rekstur þeirra, sem ábúðarrétt hafa á jörðunum samkvæmt lögum, svo sem er um prests- setursj arðirnar. Af þessum jörðum verður hér aðeins bent á nokkrar, þar sem til greina gæti komið að rann- sakaðir væru möguleikar fyrir skiptum í fleiri býli. Stafholt í Borgarfirði. Jörðin hefir mikil ræktunarskilyrði og ágætar engjar, ennfremur hlunnindi svo sem laxveiði. StaÖarstaður í Snæfellsnes- sýslu. Jörðin hefir mikil rækt- unarskilyrði og all víðáttumikið beitiland. Brjánslækur á Barðaströnd. Jörðin er víðáttumikil, hefir góð ræktunarskilyrði og ýms hlunnindi, svo sem dúntekju, hrognkelsaveiði, selveiði og skóg. Melstaður í Miðfirði. Jörðin hefir ágæt ræktunarskilyrði, all víðáttumikið land og sérstak- lega gott beitiland. Glaumbær í Skagafirði. Jörð- in hefir nokkur ræktunarskil- yrði, ekki þó mikil víðátta, en henni fylgja ágætar engjar, er miklum endurbótum geta tekið. j Barð I Fljótum. Jörðin hefir góð ræktunarskilyrði, allmikið, landrými, og sumarland mikið til beitar, en vetrarbeit er þar ^ takmörkuð. Möðruvellir í Hörgárdal. Jörð- in hefir góð ræktunarskilyrði, jen þó ekki mikil víðátta. Engjar fylgja jörðinni að nokkru vél- tækar. Svalbarð í Þistilfirði. Jörðin hefir mikil beitarskilyrði, bæði fjörubeit og til landsins. Rækt- unarskilyrði eru góð í landi jarð- arinnar meðfram Svalbarðsá. Vegasamband ekki gott. Eydalir í Breiðdal. Jörðin hef- ir ágæt ræktunarskilyrði, bæði mólendi og mýrar. Land jarðar- innar má telja að hafa betri ræktunarskilyrði en flestar aðr- ar jarðir austur þar. Kálfafellsstaðir í Suðursveit. Jörðin hefir góð ræktunarskil- ■ yrði, en þó ekki mikil víðátta. Engjar fylgja jörðinni, allsæmi- (Framh. á 4. síðu) Sjálfstæðismálin á Alþingi: Lýðveldisstjórnarskrám komin til efri deildar Neðri deild hefir lokið afgreiðslu sinni á lýðveldisstjórnar- skránni. Var hún til 3. umr. í deildinni í gær og vísað til efri deildar eftir stuttar umræður, að viðhöfðu nafnakalli, með atkvæðum allra deildarmanna, nema tveggja, er voru forfall- aðir vegna veikinda (Gísli Guðmundsson og Sveinbjörn Högna- son). Búist er við því, að efri deild afgreiði frumvarpið á skömm- um tíma, þar sem stjórnarskrárnefnd hennar vann með stjórn- arskrárnefnd neðri deildar að athugun þess og það þarf því vart að fara til nefndar. Þormóðs- s 1 y s í ð Fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra. í gær var lögð fram í neðri deild fyrirspurn til dómsmála- ráðherra út af birtingu skýrslu um rannsókn Þormóðsslyssins. Fyrirspyrjendur eru Finnur Jónsson og Eysteinn Jónsson. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvers vegna hefir dómsmála- ráðherra aðeins birt eigin út- drátt úr sjódómsrannsókn Þor- móðsslyssins, eigi skýrslu sjó- dómsins sjálfs um rannsókn- ina?“ í greinargerð segir svo: „Hinn 19. febr. þ. á. sendi dómsmálaráðuneytið blöðunum í Reykjavík skýrslu um rann- sókn Þormóðsslyssins. Eftir því sem fyrirspyrjendur hafa feng- ið vitneskju um, er skýrsla þessi eigi hin sama og sjódómur Reykjavíkur sendi frá sér til stjórnarráðsins. Er úr henni sleppt mjög veigamiklum atrið- um, svo sem áliti skipasmiða um styrkleika Þormóðs, sem þó munu *hafa komið fram við rannsóknina og vera á þá leið, að skipið hafi eigi uppfyllt kröf- ur þær, sem skipaeftirlitinu ber að gera um slík skip. Enn frem- ur mun vanta í skýrslu dóms- málráðherra ýmis önnur atriði, er miklu máli skipta. Þar eð sjódómsrannsókn þessi mun vera hin eina af þessu tagi og hin ýtarlegasta og var gerð út af einhverju hinu hörmuleg- asta slysi síðari ára, í 'því skyni, ef eitthvað mætti af henni læra, að koma í veg fyrir sams konar atburði, verður að teljast mjög misráðið af dómsmálaráðherra að birta aðeins ófullkominn út- drátt úr henni, sem ekki gefur rétta hugmynd um ástand skipsins, en eigi álit sjódómsins sjálfs. Getur þessi aðferð orðið til þess að tefja það, að nauð- synlegar ráðstafanir verði nú þegar gerðar til öryggis, bæði gagnvart skipaeftirlitinu og um traustleika gamalla skipa, sem keypt hafa verið til landsins. Telja fyrirspyrjendur að framangreindum ástæðum at- huguðum, að Alþingi eigi rétt á aö fá að vita, hvað veldur þess- ari aðferð dómsmálaráðherra í málinu.“ Samkeppníum teiko Eins og sagt var frá í seinasta blaði, hófst önnur umdæða um frv. í neðri deild á föstudaginn. Henni lauk ekki fyrr en á laug- ardag. Allar tíllögur stjórnar- skrárnefndar voru samþykktar, en þeirra hefir áður verið get- ið hér í blaðinu. Þjóðluitíð. Þingsályktunartillögunni, sem allmargir þingmenn fluttu fyr- ir nokru um þjóðhátíð 17. júní næstk., í tilefni af stofnun lýð- yeldis, hefir verið vísað til rik- isstjórnarinnar, samkvæmt ósk hennar. Mun stjórnin skipa nefnd til að annast undirbúning þessa máls. Innilutnmgur á skó- iatnaði Innflutningur til landsins á skófatn- aði mun minnkaður verulega, vegna útflutningshamlana hjá viðskipta- þjóðunum. Ríkisstjórnin álítur þó, að aldrei þurfi að taka upp skömmtun. Samkvæmt samningum við viðskipta- þióðir okkar, heflr tekist að fá hjá þeim 68.625 pör á ársflórðungi, er skipt- ast þannig: Verkamannaskór 8100, karlmannaskór 13500, kvenskór 22275, barnaskór 15750 og inniskór 9000. Dálítið er framleitt af skófatnaði í landinu sjálfu. íogu Neskírkju Byggingarnefnd Neskirkju boðaði blaðamenn nýlega á sinn fund og skýrði Alexander Jó- hannesson prófessor, sem er formaður byggingarnefndarinn- ar, frá úrslitum teikni-sam- keppni, sem staðið hefir yfir nú um ársskeið. Var ákveðið, að þrenn verðlaun skyldu veitt fyr- ir beztu teikningarnar að kirkj- unni, 7000 krónur, 5000 krónur og 3000 krónur. Húsameistararnir Gunnlaugur Halldórsson og Halldór Jónsson (Framh. á 4. siðu) Á viðavangi MORGUNBLAÐIÐ VER HEILDSALANA. Morgunblaðið hefir, eins og vænta mátti, tekið upp vörn fyrir heildsalana, vegna þeirr- ar gagnrýni á starfsháttum leirra, er birzt hefir hér í blað- inu. Vörn Mbl. er aðallega sú að setja kaupfélögin og heildsal- ana í sama „númer“. En í þeim samanburði gleym- ir Mbl. veigamiklum staðreynd- um. 1 fyrsta lagi: Almenn á- lagning er lægst á þeim vöru- tegundum, þar sem innflutn- ingshlutur kaupfélaganna er mestur, því að þar getur áhrifa leirra gætt til hlítar. í öðru lagi: Kaupfélögin endurgreiða verulegan hluta af álagning- unni sem arðsúthlutun til fé- lagsmanna sinna að hverju starfsári loknu. í þriðja lagi: Sá ágóði kaupfélagsins, sem þá er eftir, rennur í sameiginlega sjóði félagsmanna eða til fram- kvæmda í þágu þeirra. Þannig tryggja kaupfélögin að allur verzlunargróðinn renni til félagsmanna sinna. Sá gróði heildsalanna og kaupmanna, er svarar til arðs- úthlutunar og sjóðatillaga kaupfélaga, rennur til þeirra sem einkagróði. Þegar þess er gætt, að arðsúthlutun og sjóða- tillög kaupfélaganna hafa numið miljónum króna á und- anförnum árum, og að heild- salar og kaupmenn hafa enn meginhluta verzlunarinnar, verður bezt ljóst, hversu stór- felldur gróði þeirra hefir verið. Mbl. segir að 9/io hlutar af gróða heildsalanna renni til ríkis og bæjar. Þessu er því að svara, að heildsalarnir njóta þeirra hlunninda, að hluti af gróða þeirra er útsvars- og skattfrjáls samkv. landslögum. Því fer vitanlega fjarri, að % hlutarnir fari alveg í skatta og útsvör. Auk þess hefir Mbl. oft gefið til kynna, að skattafram- töl séu ekki ávallt nákvæm. Á þessum vörnum Mbl. má bezt sjá, hversu óburðugur mál- staður heildsalanna er. HIN „DRENGILEGA ADVÖRUN“. í Bóndanum er nú reynt til hins ítrasta að gera Egil Thor- arensen að nokkurskonar písl- arvætti. Það er sagt, að hann hafi aðeins veitt flokksbræðr- um sínum „drengilega aðvörun“ og fyrir það sé hann ofsóttur í Tímanum af mönnum, sem séu ekki samvinnumenn. Hin „drengilega aðvörun" Eg- ils var m. a. fólgin í þeim á- burði á þingmenn Framsóknar- flokksins, að kommúnistar ættu vissa hjálp þeirra til að koma fram eyðileggingarmálum sínum, og að þeir létu persónu- legan sársauka ráða meira en málefnin. Síðan gerði Eg- ill þá uppástungu, að flokkur- inn yrði lagður niður og at- vinnurekendaflokkur stofnað- ur í hans stað. í þeim greinum Tímans, þar sem þessari „drengilegu aðvör- un“ hefir verið svarað, hefir jafnan verið farið viðurkenn- ingarorðum um störf Egils í þágu samvinnufélaganna fram til þessa, þótt hins vegar hafi ekkí verið hlífzt við að hnekkja framangreindum firrum hans. Þurfa Tíminn og greinarhöf- undar hans ekki að kvíða þeim ÍFramh. á 4. síðu) Aðsendar greínar berast mjög marga^r til Tím- ans. En vegna þess hve rúm blaðsins er takmarkað, en marg- ar greinarnar langar, þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem senda Tímanum greinar, að hafa þær eins stuttar og gagnorðar eins og menn sjá sér fært.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.