Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKT.~r'OFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg’. Reykjavík, fimmtiidagmii 2. marz 1944 24. blað Fjársöfnun til danskra flóttamanna í Svíþjóð Því er treyst, að íslendistgar bregðist iljótt og vel vid Fjársöfnun til lijálpar nauðstöddum dönskum flóttamönnum, sem hafa komizt til Svíþjóðar, er að hefjast hér á landi. Mörg fé- lagasamtök og margt merkra manna gangast fyrir þessari fjársöfnun og framkvæmdanefnd, er stjórnar henni, hefir þeg- ar verið mynduð. Mikil áherzla er lögð á það, að fjársöfnunin verði sem al- mennust og að hún gangi sem f^ótast, enda er þörfin fyrir hjálpina brýn. Ætlazt er til, að söfnunin standi ekki öllu lengur Erlcnt yflrlit: Uppstígning- areyjan Fyrir fáum árum síðan hefðu fæstir getað svarað því hvar Uppstigningareyjan (Ascen- cion) væri. Þeir eru vafalaust margir, sem enn er þannig á- statt um, en það mun vart líða langur tími þangað til, að hún verður alkunn. Þeir, sem bezt fylgjast með flugmálum, telja að Uppstign- ingareyjan muni verða engu þýðingarminni fyrir flugferðir yfir Suður-Atlantshaf en Azor- eyjar fyrir flugferðir yfir Mið- Atlantshaf og ísland og Græn- land fyrir flugferðir yfir Norð- ur-Atlantshaf. Þessi mikilvæga þýðing hennar varð þó ekki ljós fyrr en nokkru eftir að stríðið hófst. Uppstigningareyjan liggur nokkru sunnar en þar sem styzt er milli Brazilíu og Afríku. Flugleiðin þaðan til Accra á Gullströndinni í Afríku er um 1362 mílur, en til Natal í Brazi- líu 1448 mílur. Það er vitanlega auðvelt að fljúga í einum á- fanga milli Brazilíu og Afríku og hefir líka verið gert í stór- um stíl. Hins vegar eykur það stórum öryggi flugleiðarinnar að hafa flugstöð á næstum miðri leið og getur einnig spar- að flutning á brennsluefni, ef menn telja heppilegra að hafa þar slika birgðastöð. Uppstigningareyjan er að mestu leyti gamlir eldgígir, en þeir eru taldir þar um 40. Hún er að flatarmáli einar 34 fer- mílur. Portúgalskur skipstjóri fann eyjuna á uppstigningar- daginn 1501 og dregur hún nafn sitt af deginum. Eftir þenna fund kom þangað enginn í meir en þrjár aldir. Þá komu Bretar þangað og lögðu eyjuna undir sig. Eyjan var þá óbyggð. Bretar hafa haft þar bækistöð síðan. Árið 1941 voru þar um 170 íbú- ar. Hefir því löngum verið við- brugðið, hve einmanalegt og tilbreytingalítið væri að dvelja á Uppstigningarey. Skip komu þangað ekki nema einstaka sinnum á ári. Gróður er þar mjög óverulegur og dýralíf næsta fáskrúðugt. Það hefir heldur ekki bætt vistina, að eyjan er næstum með öllu vatnslaus og hefir því orðið að vinna neyzluvatn úr sjó. Fyrir rúmum tveimur árum hófst blómatíð eyjarinnar. Verk- fræðingar voru búnir að fella þann dóm, að ómögulegt væri að byggja þar flugvöll. Styrjöldin gerði það að brýnni nauðsyn, (Framh. á 4. síðu) Seíoustu fréttir Rússar hafa umkringt Narva og er talið, að þýzka setuliðið komist ekki undan. Frá Narva er skammt til Tallin, höfuðborg- ár Estlands. Þá eru Rússar komnir fast að Pskov. Þýzku borgirnar Stuttgart, Augsburg, Regensburg, Steyr, Schweinfurt og Braunschweig hafa orðið fyrir hörðum loftá- rásum. Bandaríkjamenn hafa gert innrás á Admiraltyeyjar, en þar höfðu Japanir öflugar bæki- stöðvar. Sinclair flugmálaráðherra Breta hefir haldið ræðu og sagt flugherinn albúinn undir inn- rásina. Hann sagði, að meira sprengjumagni hefði verið varp- að á Berlín í janúar síðastliðn- um en á London allan styrj- aldartímann. Á síðastl. ári missti brezki flugherinn 2500 flugvélar og 18 þús. flugmenn. Rússar hafa sett Finnum fríðarskilmála Flnnska þingið á fundum. Það er nú opinberlega við- urkennt, að finnska þingið hafi setið á fundum undan- farið og rætt friðarskilmála Rússa. Friðarskilmálarnir og aðdragandi þeirra voru birtir í opinberi tilkynningu I Mosk- vu á þriðjudagskvöldið. Sagði þar á þessa leið: Fyrir nokkru síðan kom sænsk- ur iðjuhöldur að máli við sendi- herra Rússa í Stokkhólmi, frú Kollontay, og bar fram þau til- mæli, að hún ræddi við Paasikivi, sem væri væntanlegur til Stokk- hólms innan skamms. Frú Kollontay sagði, að sov- étstjórnin hefði enga ástæðu til þess að treysta’ forseta Finna né finnsku stjórninni, sem nú færi með völd, en væri samt fús til að ræða um frið, þótt engar breytingar fengjust gerðar á stjórninni. Þann 16. febrúar kom Paasikivi til fundar við frú Kollontay. A*f- henti frú Kollontay Paasikivi þá friðarskilmála Rússa, og voru þeir í sex greinum. Fara þeir hér á eftir: 1. Öllu sambandi við Þjóðverja verði slitið, og þýzki herinn í Finnlandi kyrrsettur, svo og herskip í finnskum höfn- um. Rússar bjóðast til þess að aðstoða Finna við þetta. 2. Landamœri þau milli Finna og Rússa, sem ákveðin voru með friðarsamningunum 1940, gangi aftur í gildi, og fari Finnar með her sinn brott úr þeim landshlutum, sem þeir hafi síðar náð á sitt vald af Rússum. 3. Allir rússneskir • fangar í Finnlandí, hvort sem eru hermenn eða aðrir, verði þegar látnir lausir. 4. XJm afvopnun finnska hers- ins verði rœtt á friðarráð- stefnu í Moskva. 5. Um skaðabœtur til Rússa frá Finnum fyrir styrjaldar- tjón verði einnig rœtt í Moskva. 6. Rússar eru reiðubúnir að taka á móti finnskum samn- ingamönnum til Moskva nú þegar. í tilkynningunni var neitað, að Rússar hafi krafizt skilyrðis- lausrar uppgjafar af Finnum, eða að þeir hafi krafizt þess að hafa setulið í Helsingfors. Finnska stjórnin birti á mið- (Framh. á 4. síðu) 400 maims í setu- líðsvínmmm Samkvæmt tilkynningu, sem herstjórnin hefir sent blöðun- um, vann 401 íslendingur hjá setuliðinu 26. febrúar síðastl. í tilkynningu þessari segir enn- fremur, að síðastl. sex mánuði hafi 400—500 íslendingar verið í vinnu hjá setuliðinu. Það var fyrst 20. júlí 1940, sem brezka setuliðið fór að ráða íslenzka verkamenn i sína þjón- ustu og voru þann dag skráðir hjá því 20 verkamenn. Síðan óx tala íslenzks verkafólks í þjónustu herstjórnarinnar og árin 1941 og 1942 hafði hún oft- ast yfir 3000 íslendinga í vinnu. Á síðasta ári fór að draga úr setuliðsvinnunni, unz svo var komið, sem lýst er hér að fram- an. en í þrjá mánuði. Um síðustu áramót voru komnir 11 þús. flóttamenn frá Danmörku til Svíþjóðar, þar af 2000, er ekki voru danskir ríkis- borgarar. Síðan hefir þeim flóttamönnum fjölgað. Framkvæmdanefnd söfnun- arinnar boðaði blaðamenn á fund sinn í fyrradag og hafði Sigurður Nordal þar orð fyrir henni. Hann sagði m. a.: Við höfum áður rétt tveim- ur öðrum Norðurlandaþjóðum hjálpandi hönd, Finnum og Norðmönnum. Ástæðan til þess, að ekki var fyrr hafin þessi ■ söfnun til danskra fló'ítamanna,1 er sú, að til skamms tíma hefir ■ verið safnað til Norðmanna og þeirri söfnun er alveg nýlokið. Síðan ástandið versnaði í Dan- mörku og fleiri flóttamenn það- an hafa leitað til Svíþjóðar, hefir þörfin fyrir þessa hjálp vitanlega stórum aukizt. Flótti þessa fólks er oft hinn erfiðasti og enginn veit fyrir- fram, hvort hann muni takast. En það er líka að bjarga frelsi sínu — og stundum lífi — og leggur því allt í sölurnar. Þegar til Svíþjóðar kemur stendur það allslaust uppi. Danska sendiráð- ið í Stokkhólmi og ýmsir hjálp- samir Svíar reyna að hjálpa því eftir megni. Reynt hefir verið að útvega því atvinnu og hafa t. d. 1200 karlmenn verið ráðnir til skógarhöggs. Um 200 dansk- ir stúdentar stunda nám við sænska háskóla og stofnaðir hafa verið tveir menntaskólar fyrir danska unglinga. Hefir hvor þeira um 80 nemendur. Dönsk börn stunda nám 1 (Framh. á 4. síSu) Mokafli í verstöðv* um við Faxaflóa Eiimig í*«ður afli aim- arsstaðar. Þótt gæftir hafi verið í lak- a.ra lagi í verstöðvunum við Faxaflóa í vetur, er aflinn orðinn með mesta móti. Hef- ir nær alltaf mátt heita land- burður af fiski, þegar á sjó hefir gefið. Aldrei hefir þó aflinn verið meiri en seinustu dagana og munu þess ekki dæmi, að áður hafi komið eins mikill fiskur á land á Suðurnesjum á einum degi og stundum undanfarið. Gæftir hafa hins vegar verið frekar tregar. í janúarmánuði fóru t. d. Akranesbátarnir helm- ingi færri róðra en á sama tíma í fyrra, en aflinn í róðri var til jafnaðar þriðjungi meiri en þá. í febrúarmánuði voru gæftir líka tregar og var t. d. ekki farið á sjó í heila viku samfleytt. í Vestmannaeyjum hafa gæft- ir elnnig verið tregari, en afli þar sæmilegur, en þó minni en hér við Faxaflóa. Hornafjarðarbátarnir, er al- mennt byrjuðu róðra um mán- aðamótin janúar—febrúar, hafa einnig aflað vel, þegar á sjó hefir gefið. Svipaðar fréttir er einnig að segja frá Breiðafirði og Vest- fjörðum, en gæftaleysi hefir ekki verið minna þar en hér syðra. Þótt afli hafi þannig verið með bezta móti hjá smærri út- gerðinni, hafa togararnir ekki sömu sögu að segja. Afli þeirra hefir yfirleitt verið tregur und- anfarið. Reykjavík nær raf- magnslausítvo daga Það gerist nú alltítt, að Reykja- vík og þau byggðarlög önnur, er fá rafmagn frá Sogsstöðinni, séu rafmagnslaus tímunum sam- an, í ofanálag á það, sem er dag- legt brauð, að rafmagnið sé mik- ils til of lítið, öllum aðilum til stórkostlegs tjóns. Er ýmsu um kennt af þeim, sem með þessi mál fara fyrir Reykjavíkurbæ. Hefir meðal annars svo verið frá skýrt, að rottur hafi tvíveg- is átt sök á því, að tugþúsundir manna í höfuðstaönum sátu i myrkrinu, iðnrekstur allur stöðv aðist og þeir, sem rafmagn nota til að elda mat sinn og hita híbýli sín, urðu að sætta sig við kuldann. Nú tvo síðustu dagana hefir Sogsstöðin stöðvast gersamlega, og var rafmagnslaust með öllu á miðvikudaginn frá því klukkan hálf níu að morgni til klukkan að ganga níu um kvöldið. Klukk- an eitt á aðfaranótt fimmtudags stöðvuðust vélamar á ný og komst það ekki í lag fyrr en klukkan sex í gærkvöldi, eftir seytján klukkutíma. Elliðaár- stöðin var í gangi allan tímann og yar rafmagni frá henni miðl- að til þeirra staða, sem sízt gátu verið án rafmagns, svo sem (Framh. á 4. slðu) A víáavangt TVENNAR SJÖ MILJÓNIR. Eins og áður er skýrt frá, féll- ust atvinnurekendur nýlega á að veita verkamönnum verulega hækkun á grunnkaupi, eða 35 aura á klst. Samkvæmt útreikn- ingi, sem birtur hefir verið í Þjóðviljanum, nemur þessi hækkun yfir árið, ef reiknað er með stöðugri dagvinnu og dýr- tíðaruppbót, rúmlega 2200 kr. í verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík eru nú 3000 félags- menn. Sé reiknað með slíkri hækkun til þeirra allra, nemur hún allt að 7 milj. kr. yfir árið. Það má telja nokkurnveginn öruggt, að verðuppbætur þær, sem bændum verða greiddar úr ríkissjóði á útflutningsvörur síðastl. árs, nemi ekki hærri upphæð. Forkólfum yerka- manna blöskraði mjög þessi upp- hæð, þegar rætt var um hana á þinginu og létu eins og hún myndi eyðileggja afkomu ríkis- sjóðs og atvinnuveganna í bæj- unum. Hins vegar telja þeir umrædda kauphækkun, er nem- ur svipaðri upphæð, næsta smá- vægilega. Svona er nú þeirra j af naðarmennská. ATVINNUREKENDUR HÉR OG ANNARS STADAR. Ýmsir bjuggust við, að at- vinnurekendur myndu spyrna fótum við þessari kauphækk- un, þar sem þeim mætti vera ljóst, að hún flýtti fyrir stöðv- un atvinnulífsins, en kæmi verkamönnum að litlum notum, vegna aukinnar dýrtíðar, er af henni hlytist. Reynslan vai’ð þó ekki á þá leið. Augnablikshag margra þeirra var hagkvæmara, að kaupið hækkaði en að verkfall yrði um nokkurt skeið. Það reyndist hér, eins og oftar, að íslenzkir stóratvinnurekendur hugsa meira .um augnabliks- hag sinn en framtíðarhag at- vinnuveganna. Þeir vilja græða á stuttum tíma, njóta gróðans síðan í áhyggjuleysi og kæra sig þá kollótta um, hvernig at- vinnulífinu vegnar. í nágrannalöndunum er þessu allt öðru vísi háttað. Þar líta atvinnurekendurnir ekki ein- göngu á atvinnuvegina sem stundarbrask. Þeir finna, að starfsemi þeirra fylgir þjóðfé- lagsleg ábyrgð. Þess vegna berj- ast þeir oft gegn óheilbrigðum kröfum, sem þeir hefðu stund- arhag af að fallast á. Þar hefir því iðulega komið til langra verkfalla. Þessi verkföll hafa ekki aðeins dregið úr hóflitlum kröfum, heldur beinlínis þrosk- að verklýðsfélögin. Þau hafa kunnað sér meira hóf á eftir. Það er von, að verklýðssamtökin hér séu óþroskuð og- heimtu- frek, þar sem næstum viðstöðu- laust hefir verið gengið inn á allar kröfur þeirra hin síðari ár. H AFN ARF J ARÐ ARMETIÐ ÓHAGGAD ENN. íslenzkir atvinurekendur hafa ekki aðeins þá sérstöðu, sem gerð er grein fyrir hér á undan. Þeir hafa gert það, sem er al- gert einsdæmi, að hafa af pólit- ískum ástæðum knúð fram óbil- gjarnari kaupkröfu en kom- múnistar til að látast vera meiri vinir verkamanna en þeir. Af þeim ástæðum er einmitt sprott- in ’ kauphækkun sú, sem nefnd var hér í fyrstu. Sumarið 1942 voru kommún- istar ráðandi í stjórn Dags- brúnar. Þeir fengu þá sam- þykkta verulega kauphækkun. Á sama tíma réðu Sjálfstæðis- menn stjórn verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði. Til þess að sýna fyrir kosningarnar, er fóru fram þá um haustið, að þeir væru betri vinir verkamanna en kommúnistar, fengu þeir ákveð- ið hærra verkamannakaup í Hafnarfirði en í Reykjavik. (Framh. á 4. síöu) Á V A R P Mikill fjöldi danskra flóttamanna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa komizt úr landi slyppir og snauðir og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfa. Fólk þetta er úr öllum stéttum þjóðfélagsins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. íslenzka þjóðin hefir þegar sýnt Finnum og Norðmönnum samúð sína í verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norður- landaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur hefir verið sýnd- ur. Mun það hafa komið af því, að fram til þessa hafa íslending- ar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma. En nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Sví- þjóð vera einna brýnust þeirra Norðurlandabúa, sem unnt er að rétta hjálparhönd eins og sakir standa. íslendingum hefir vegnað svo vel, þrátt fyrir allar hörmung- ar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styrktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátt- takan almenn, erum við færir um að létta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess, að nokkur einstaklingur taki nærri sér. Væntum vér því, að íslendingar liggi nú ekki á liði sínu, held- ur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er bezta hjálpin, enda verði féð sent jafnóðum og það kemur inn. Það má ekki einvörðungu telja rétt, að íslenzka þjóðin efni til slíkra samtaka, heldur siðferðilega skylt. íslendingar mega aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðarmálum. Reykjavík, 1. marz 1944. Sigurður Nordal, prófessor, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis, Lúðvíg Guð- mundsson, skólastjóri, Ben. G. Waage, forseti í. S. í., Stefán Jóh. Stefáns- son.form. Norræna félagsins, Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs, Björn Br. Björnsson, tannlæknir, Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis, Björn Þórðarson, forsætisráðherra, Haraldur Guðmundsson, form. þingfl. Alþfl., Brynjólfur Bjarnason, form. miðstj. Sosialistafl., Ólafur Thors, form. Sjálfst.fl., Eysteinn Jónsson, form. þingfl. Framsóknarmanna, Siguröur Sigurðsson, form. Rauða kross íslands, Jón Hjaltalín Sigurðsson, rektor Háskóla íslands, Guð- mundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Pálmi Hannesson, rcktor Menntaskólans, Magnús Jónsson, prófessor, form. Útvarpsráðs íslands, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, Jakob Kristinsson, fræðsiumálastjóri, Skúli Skúlason, form. Blaðamannafél. íslands, Sigurður Guðmundsson, skólameist- ari, Akureyri, prófessor ÁsmundiÁ Guðmundsson, form. Frestafélags íslands, Ingimar Jóhannesson, form. Sambands ísl. barnakennara, Helgi H. Eiríksson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, Hallgrímur Benediktsson, form. Verzl- unarráðs íslands, Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusamb. íslands, Tómas Guð- mundsson, form. Bandalags ísl. listamanna, Valtýr Stefánsson, ritstj. Morg- unblaðsins, Stefán Pétursson, ritstj. Alþýðublaðsins, Sigurður Guðmundsson, ritstj. Þjóðviljans, Árni Jónsson frá Múla, ritstj. íslands, Þórarinn Þórarins- son, ritstj. Tímans, Bjarni Ásgeirsson, form. Búnaðarfélags íslands, Kristinn Stefánsson, stórtemplar, Kjartan Thors, form. Landssamb. ísl. útvegsmanna, Magnús Pétm-sson, héraðslæknir, form. Læknafélags íslands, Ragnhildur Pét- ursdótth’, form. Kvenfélagasambands íslands, Eirikur J. Eiríksson, forseti sambandsstj. U. F. í., Bjarni Jónsson, vigslubiskup, Steindór Steindórsson, form. Akureyrardeildar Norræna fél., Kristján Jónsson, form. ísafjarðard. Norræna fél., Jakob Jónsson, prestur, Jón Thorarensen, prestur, Garðar Svavarsson, prestur, Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, Helgi Tómasson, dr. med„ Gunnlaugur Einarsson, læknir, Sigríður Einarsdóttir, form. Hjúkrunarkvenna- félags íslands, Þuríður Bárðardóttir, form. Ljósmæðrafélags íslands, Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.