Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.03.1944, Blaðsíða 2
94 Tímimi, fimmtudagiiui 2. marz 1944 24. Mað Unirin Fimmtudaaur 2. marz Biðtíminn Það stjórnarfar, sem nú ríkir í landinu, reynir á þolinmæði margra manna. Þeir sjá, að stefnt er til upplausnar og öng- þveitis, og stjórn sú, sem nú hefir völdin, fær við lítið ráðið. Þeir gera því þá'kröfu til þing- manna, að gert verði hið ítrasta til að mynda starfhæfa þing- ræðisstjórn. Það væri ekki óeðlilegt, þótt slíkra óska gætti ekki sízt inn- an Framsóknarflokksins. Hann er miðflokkur og hefir því-bezta aðstöðu til samvinnu á báðar hliðar. Hann hefir og jafnan yerið allra flokka ótrauðastur til ábyrgra aðgerða. Þær viðræður um stjórnar- myndun íhaldsandstæðinga, er fóru fram á síðastl. vetri, leiddu í ljós, að ekki er hægt að mynda umbótastjórn vinnandi manna meðan Sósíalistaflokkurinn nýt- ur óbreyttrar forustu. Slíkt um- bótasamstarf þænda og verka- fólks hefir þó aldrei verið meiri nauðsyn en nú. En forráðamenn Sósíalista vilja ekki slíkt sam- starf, því að fyrir þeim vaklr upplausn og hrun þjóðfélagsins. Meðan þeir skipta ekki um stefnu eða fylgismenn þeirra um foringja, verður því umbóta- samvinna bænda og verkafólks útilokuð. Þá er sá möguleikinn, sem er samvinna Pramsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þótt fyrri viðskipti og við- skilnaður þessara flokka háfi verið með þeim hætti, að ekki horfi vænlega um nýtt samstarf þeirra, myndi ekki standa a Framsóknarflokknum að víkja gömlum væringum til hliðar, ef hann gerði sér verulega von um, að hægt væri að leysa höf- uðvandamálin skaplega í sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. En fyrir' því eru vissulega litlar líkur, eins og foringjar Sjálfstæðisflokksins túlka stefnu sína nú. Forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins vilja nú bersýnilega láta stjórna eftir þrengstu einka- hagsmunum stórgróðamanna. Þeir vilja lækka-skatta, eins og sést á _afnámi verðlækkunar- skattsins. Þeir vilja draga úr framlögum til verklegra fram- kvæmda, eins og sást glöggt á fjárlagafrv. fjármálaráðherra í haust. Þeir vilja stöðva vöxt samvinnufélaganna, eins og sést á innflutningsreglum viðskipta- málaráðherra. Þeir vilja hindra alla skynsamlega skipulagningu atvinnuveganna, eins og skrif Morgunblaðsins sanna greini- legast. Þeir vilja aðeins sam- vinnu hinna borgaralegu afla til að berja niður kommúnista með fasistisku harðræði og grundvalla þannig fasistiska 'stjórn auðmannanna, eins og gleggst má sjá á skrifum Vísis. Á slíka einhliða stjórnar- stefnu í þágu stríðsgróðavalds- ins geta Framsóknarmenn ekki fallizt. Hún myndi aðeins leiða ! til aukins öngþveitis, meiri mis- skiptingar auðsins og stórfellds atvinnuleysis. Hún myndi ekki draga úr vexti kommúnismans, heldur verða hið bezta vatn á myllu hans, því að ill og rang- lát stjórn skapar honum bezt vaxtarskilyrði. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins er nú meiri þörf fyrir umbótastjórn en nokkurri sinni fyrr. Hér, eins og annars staðar, verður að keppa að því að veita öllum atvinnu og viðunanleg lífskjör, en slíkt er óhugsandi, ef halda á við dýrri auðkýfinga- stétt í landinu: Ef þjóðin fengi Ötula umbótastjórn, væri óþarft að óttast kommúnismann, því að hann hyrfi þá eins og óhrein- indi úr húsi, sem gert er hreint. í umbótasömu þjóðfélagi getur hann ekki dafnað. ' Samvinna Framsóknarflokks- ins til vinstri og hægri er þann- ig lokuð um stund af sömu á- stæðu. Hvorugur aðilinn fæst til að vinna að umbötastjórn. Meðan þannig horfir, er ekki annað að gera en að fylgja því ráði, sem oft heflr gefizt Bret- um vel, að bíða og sjá. En þenn- an biðtíma á jafnframt að nota Páli Zóphéníasson, alþingismaður: Löngum hefir \erið deilt um það, á hvern hátt samgöngur milli Selfoss og Reykjavíkur yrðu gerðar beztar og öruggast- ar, og enn er deilt um þetta. Á síðasta Alþingi fluttu 15 þingmenn tillögu um að fela ríkisstjórninni að láta rann- saka, hvað kosta mundi að gera steinsteyptan veg yfir Hellis- heiði og Svínahraun, og var sú tillaga samþykkt. Móti þessari tillögu var ég, og flutti við hana breytingartillögu þess efnis, að gerður yrði-.sam- anburður á kostnaði við vega- gerð á þeim leiðum, er helzt er rætt um, og þeim flutningaað- ferðum, sem til greina koma, svo að glöggur samanburður fengizt. En breyt.till. mín var felld, meiri hluti þingmanna hafði trú á því, að steypti veg- urinn væri heppilegasta leiðin og kærði sig ekki um að fá ann- að rannsakað. Á þingi nú eru fluttar tvær tillögur um samgönguleiðirnar milli Selfoss og Reykjavíkur. Önnur er um það, að heimila nú " ríkisstjórninni að verja 2.000.000 kr. til lagningar Krýsi- víkurvegar í sumar, fram yfir þau 250.000, sem ætluð eru á fjáxlögum í ár til hans, og þau 250.000, sem ætluð voru í þenri- an veg á árinu 1942, en ekki voru notuð. Hin- er um það, að láta nú rannsaka og bera saman leiðir milli Selfoss og Reykjavíkur, svo og flutningatæki, svo að glöggt fáist úr þvi skorið, hvernig flutningar milli þessara staða verði bezt leystir í framtíðinni. Eftir greinargerðinni, er fylg- ir tillögunni um rannsókn veg- arstæðisins, mætti ætla, að tillagan væri fram komin til þess að tefja fyrir lagningu Krýsi- víkurleiðarinnar, en þess ber að ¦gæta í því sambandi, að grein- argerðin er samin af fyrsta flutningsmanni, og munu fleiri meðflutningsmenn en ég ekki hafa lesið hana, enda meðflutn- ingsmenh af öðrum ástæðum en til að efla málstað umbótastefn- unnar og styrkja Framsóknar- flokkinn. Ef það er gert, getur bað skeð fyrr en varir, að annar hvor aðilinn til hægri eða vinstri eða nægilega mikið frá báðum, gangi til samstarfs við hann og hægt verði að mynda þá um- bótastjórn, er mikill meiri hluti bjóðarinnar þráir. Þ. Þ. greinargerðin tekur fram. Hins vegax voru flestir af flutnings- mönnum tillögunnar móti því í j fyrra, að annað væri rannsakað í þessu efni en kostnaður við steinsteypta veginn, og gæti það bent til þess, að heilindin í mál- inu væru ekki mikil hjá öllum flutningsmönnunum. Þegar ég, bæði í fyrra og nú, studdi að því að rannsókn færi fram á vegarstæði og kostnaði við vegagerð milli Selfoss og Reykjavíkur, ásamt því hver flutningatæki væri bezt að nota, þá lágu til þess eftirtaldar höf- uðástæður: 1. Milli Selfoss og Reykjavík- ur eru nu orðnir svo miklir flutningar að nema mun allt að 70 tonnum af þungavöru að meðaltali á dag allt árið, fyrir utan mannflutninga og flutn- inga hersins. 2. Vegna þessara miklu flutn- inga er viðhaldið á veginum, sem nú er að mestu venjulefur malarvegur, orðið svo mikið, að það nam 1942 um 100 kr. pr. metra (620.000 kr.), og er slikur kostnaður á viðhaldi, sem þó er ónóg, það mikill, að finna verö- ur önnur form á flutningunum í framtíðinni. 1943 er þetta meira. 3. Margir lifa í trú; einn trú- l ir því, að samgöngurnar milli þessara staða verði bezt leystar með steinsteyptum vegi, annar að það verði bezt gert með járn- braut, enn aðrir með þjóðgati (yfirbyggðum vegi), enn aðrir með sleðum að vetrinum eða flugvélum. Sumir vilja láta veg- inn þræða alla hávaða, aðrir liggja eins og hann liggur nú, enn aðrir vilja leggja hann um Þrengslin o. s. frv. Þó það kúnni að vera gott stundum að trúa einu og öðru að órannsökuðu máli, ætti aldrei að gera það þar sem hægt er að koma við staðreyndum og fá glögga vitneskju um trú- aratriðin. Ég hef þá skoðun, að fyrst eftir að farið hefir fram samanburðarrannsókn á þeim leiðum og samgöngutækjum, er til greina komi, sé von til þess, að menn við að þreifa á, sjá staðreyndir, geti orðið sammála, og þá fyrst er von til þess að stórt áták sé gert í þessu nauð- synlega máli. Alveg óháð þessari tillögu, er svo tillagan um það, að nú sé unnið duglega í Krýsivíkurvegi. Það mun vera ölium mönnum, sem kunnugir eru veðráttu á ís- landi, rjóst, að allir vegir á landi lendinsa hér geta teppzt af snjó, en þeir gera það því sjaldnar því lægra sem þeir liggja og því nær sjó. Þess vegna vita líka allir, að vegur milli Reykjavíkur og Sel- foss um Krýsivík yrði margoft fær að vetrinum, þegar vegir um Mosfells- og Hellisheiði væru bráðófærir. Og hér hefir það iítið að segja, hver gerð yrði á Hellisheiðarvegi, né hvar hann yrði lagður, alltaf yrðu tímabil, sem Krýsivíkurleið yrði fær, en hin ófær („þjóðgatsleið" kann- ske undanskilin, reyndist hún bezt við rannsókn). Vegna þessa er sjálfsagt að hraða því eftir getu að ljúka við Krýsivíkurveg. Hann - verður þrauta vetrarleiðin. En auk þess er hann nauðsynlegur vegna Hafnfirðinga og Selvogsmanna. Það er því mesti misskilning- ur, að menn geti ekki fylgt báð- um tillögunum, er nú liggja fyr- ir Alþingi, enda ættu kjósendur í Reykjavík, Hafnarfirði, Árnes- og Rangárvallasýslu að krefjast þess, að þær næðu fram að ganga. Annars skal það viðurkennt, að Alþingi hefir ekki veitt fé til Krýsivíkurvegar, eins og þurft hefði, enda líka lítill áhugi fyrir lagningu hans hjá þeim, er fara með yfirstjórn vegamálanna. Árin 1939—42 var árlega lagt í hann af benzinskatti 65000 kr. og þó óx féð, sem lagt var til vega, á þessum árum um ca. 50%. Þeim, sem þá réðu mestu í fjárveitinganefnd, hefir ekki þótt ástæða til þess, að hækka fjárveiting til þessa vegar, í hlutfalli við aukið framlag til nýlagninglr vega í heild. 1943 og 1944 er ætlað 250.000 kr. í veginn hvert árið og fyrir það fé hefir aldrei verið unnið. Það er því alltaf hálf-miljón króna til, til að vinna fyrir í sumar, fyrir utan það, sem nú kann að verða bætt við á þessu þingi. Og með nútíma vélatækni, getur stórum köflum í veginum miðað fljótt, fljótara en áætlað hefir ver.ið. Og það þarf hann að gera, það er allra hagur. En jafnframt má ekki gleyma hinu, að flutningsmagnið, sem flytja þarf milli Selfoss og Reykjavík- ur, er orðið það mikið, að flytja verður það öðruvísi en í smá- bílum eftir malarvegi og það verður að rannsakást til hlýtar, hvernig það verður gert á heppilegastan hátti og síðan framkvæma það, sem bezt sýn- ist og heppilegast. Sameining bænda Eftir Vígfús Gudmundsson Fyrir einum áratug síðan var mikið talað um sameiningu bænda. Þá voru það einkum nokkrir Framsóknarmenn, sem hæst töluðu um þessa samein- ingu. Þeir kváðu m. a. fjölda íhaldsbænda koma í flokk með sér, ef stofnaður yrði nýr bændaflokkur. Og allmargir íhaldsbændur létu líklega í fyrstu — á meðan verið var að kljúfa úr Framsóknarflokknum. Bændaflokkurinn varð til, en þeir, sem brostu blíðast meðan á tilhugalífinu stóð, drógu sig á gamlar slóðir, áður en til hjóna- bands kom. Og Bændaflokkur- inn hjarði í nokkur ár, en var alltaf að dragast upp, þar til hann veslaðist út af að lokum. Ennþá virðist sagan ætla að endurtakast. Fáeinir Fram- sóknarmenn tala nú mjög um nauðsynina og möguleikana á að sameina alla bændur. Og nokkrir íhaldsbændur brosa blítt á móti. Ekki er að efa, að for- göngumenn þessarar endurfæð- ingar „tíu ára óburðarins", vilja og meina vel. Þeir sjá nauðsyn- ina á því, að bændur standi saman. Og víst væri fagnaðar- efni þeirra, sem sveitunum unna, ef bændur gætu staðið saman um velferðarmál sín. En reynslan hefir því miður verið nokkuð nöpur í þeim efn- um. Þar kemur margt til greina, m. a. að sumir bændur eru þröngsýnir og afturhaldssamir, en aðrir víðsýnir og frjálslyndir. j Af því nokkuð er til af þeim fyr- I töldu, þá hefir flugumönnum |frá hinu síngjarna auðvaldi bæjanna ætíð tekizt að fleka allmarga þeirra til fylgis við sig. Þannig hefir jafnan allstór hóp- ur bænda spyrnt fótum við næstum hverju umbótamáli, sem barizt hefir verið fyrir til hagsbóta bændastéttinni, m. a. af því að þeir hafa fest trúnr að á sögusagnir manna, er þeir gátu ekki trúað að væru á mála hjá eyðingaröflum sveitanna. Fé í blaðaútgáfur o. fl. í blekk- ingarskyni hefir líka lítt verið sparað. Það eru merin eins og Jón á Reynistað, Pétur Ottesen, Ingólfur á Hellu, Jón Pálmason og aðrir slíkir, sem bera aðal- ábyrgðina á því, að bændur eru sundraðir. Þetta eru að ýmsu leyti nýtir og mætir menn, hver á sínu sviði. En sundrungarstarf þeirra meðal bændastéttarinnar hefir valdið óbætanlegu tjóni. Það má segja svipað um þá eins og Matthías kvað um einn mik- ilhæfa Forn-íslendinginn: „Að vera sverð og svipa lands sýnast forlög þessa manns". Nú trúa einstakir menn því, eins og Hjálpræðisherinn, að þessir menn og aðrir slíkir geti frelsazt og bætt ráð sitt og að þeir komi heilir yfir í raðir um- bótamannanna. Gott ef svo væri. En eru nokkrar likur til að menn, sem þekktir eru að því að vera í stöðugum faðm- lögum við auðvald kaupstað- anna um tugi ára, taki allt í einu hugarfarsbreytingum? Eru nokkrar líkur til slíkrar breyt- ingar hjá mönnum, sem hvað eftir annað hafa reynt að sundra samvinnufélögum bænda, reynt að eyðileggja skipulag á af- urðasölu bænda, hjálpað til að reita pólitíska valdið af bænda- stéttinni, stutt skattfrelsi og yfirgangsstefnu kaupsýslu- manna í bæjunum o. s. frv.? Þótt slíkir menn brosi blítt um stund, er varla hægt að ásaka menn fyrir, þó að nokk- urt Tómasar-eðli geri vart við sig. Af hverju brosa þeir blítt? Fyrst og fremst af því, að þeir sjá að bændum hraðfjölgar, sem sjá og skilja, að' Framsóknar- flokkurinn er eini flokkurinn, sem alltaf má treysta til þess að vera sverð og skjöldur sveitanna. Aldrei hafa eins margir bændur og nú fylgt sér saman í raðir þess flokks. Ef ekkert er nú að gert, óttast Thorsarar og aðrir húsbændur útsendaranna, að flestallir bændur sameinist í Framsóknarflokknum. En það má ekki, og þess vegna er nú endurtekið íameiningarhjalið, sem varð til þess að kvarna dá- lítið brot úr Framsóknarflokkn- um fyrir tíu árum.' Kommúnistar kalla sinn flokk „Sameiningarflokk" alþýðu til þess að fleka almenning. Sundr- ungarmenn bændanna vilja svo apa eftir þeim og kalla sitt af- kvæmi sameiningarhreyfingu bændanna! Það er aukin menntun, víð- sýni og félagsþroski bænda, sem er aðalráðið til þess að sameina þá, en ekki marklaust samein- ingarhjál um eitthvað, sem ekki má riefna. En hve þeir hafa ver- ið sundraðir ennþá, er fyrst og fremst af því, hversu margir þeirra hafa ha'ngið nær því blindandi aftan í ýmiskonar bröskurum og . kaupsýslumönn- um bæjanna eða atkvæðasmöl- um þeirra. Þröngir og einhliða stéttar- hagsmunir bænda eru ekki bezta ráðið til þess að auka velferð sveitanna. Það verður að taka því eins og er, að nú er meiri hluti þjóðarinnar kominn að sjávarsíðunni. Og velmegun (Framh. á 3. siðu) ErlciaglJB* gBættir; Fréttír frá Daumllrku Þær fregnir, sem berast hingað frá Danmörku, eru svo strjálar og sundurleitar, aff vart er hægt að fá fulla hug- mynd um ástandið í landinu. Hefir fréttasambandið enn versnað síðan Þjóðverjar tóku yfirstjórnina þar í sínar hendur, því að þeir hafa mjög hert á skeyta- og bréfaskoð- un og eins aukið eftirlit með dönsku blöðunum. Af þeim fregnum, sem hafa borizt, virðist þó mega ráða, að efnaleg afkoma Dana hafi ckki versnað verulega við breytingu þá, er varð á stjórn landsins í sumar, og almenn- ingur þar hafi meira að bíta og brenna en í öðrum her- numdum lóndum Evrópu, þótt höi-gull sé þar á ýmsum vörum. Hins vegar virðist stjórnleysi fara þar í vöxt, því að bæði auka föðurlandsvinir skemmdarstarfsemi og nazistar fremja ýms ofbeldisverk í skjóli hins þýzka hervalds. Hafa mafgir forráðamenn Dana orðið fyrir tilræði danskra of- beldismanna. Hér á eftir verða sagðar nokkrar fréttir frá Danmörku og er aðallega stuðst við blaðið „Frit Danmark", sem gefið er út af frjálsum Dönum í London. Stjórn embættismanna. Síðan stjórn Scaveniusar fór frá völdum siðastl. sumar, hefir engin dönsk ríkisstjórn verið mynduð, konungur engin emb- ættisverk unnið og þingið ekki komið saman. Þýzka herstjórn- in hefir tekið- sér æðsta vald í landinu. Hins vegar hafa emb-' ættismennirnir reynt að. gegna störfum sínum með venjulegum hætti og skrifstofustjórarnir í hinum ýmsu ráðuneytum hafa tekið sér einskonar ráðherra- vald. Það má því með nokkrum rétti segja, að óskipuð emb- ættismannastjórn fari með völd í Danmörku, að svb miklu leyti, sem Þjóðverjar hafa ekki tekið stjórnina í sínar hendur. Emb- ættismennirnir hafa yfirleitt reynt að starfa á grundvelli danskra laga og eiga þeir vissu- lega díjúgan þátt í þyí, að ekki hefir enn orðið eins mikið stjórnleysi í Danmörku og verða myndi, ef Þjóðverjar tækju alla hina borgaralegu stjórn í sínar hendur. Aukin skemmdaverk. Hin auknu afskipti Þjóðverja hafa vitanlega orðið mjög til þess, að föðurlandsvinir hafa hert baráttuna gegn Þjóðverj- um. Það er orðinn daglegur við- burður, að skemmdarverk séu framin einhvers staðar í Dan- mörku, stundum mörg á sólar- hring. Aðallega er ráðist á verk- smiðjur og vinnustofur, er framleiða vörur fyrir Þjóðverja, og oftast eru notaðar sprengjur. Tjónið hefir í mörgum tilfellum orðið stórfellt. Þá hafa verið unnar margar skemmdir á járnbrautum og vegum. Er talið, að Þjóðverjar -séu í undirbún- ingi að taka upp svipað eftirlit með járnbrautum í Danmörk og víða í Noregi. Þar er það gert að borgaralegri skyldu að gæta járnbrautar á vissri vegarlengd í tiltekinn tíma, og varðar það líflátshegningu, ef skemmdir eru unnar á þessum kafla járn- brautarinnar á þeim tíma. Bíræfni sú, er föðurlandsvin- irnir hafa oft sýnt við skemmdaverkastarfsemina, má heita með algerum einsdæmum. Er saga þeirra verka verð- ur skráð, mun -það vissulega sjást, að Danir hafa ekki unn- ið minni áhættuverk en margir þeirra, er djarfast hafa barizt á vígvöllunum. Allir þeir skemmdaverkamenn, sem Þjóðverjar hafa náð til, hafa hlotið hina þyngstu réfs- ingu, flestir líflátsdóm. Lang- flestir þeirra hafa þó sloppið. Schalburgliðið. Það eru þó ekki aðeins skemmdarverk föðurlandsvin- anna, er aukið hafa agaleysið í landinu. Nazistar eiga sinn þátt í því. Aukin yfirráð Þjóðverja hafa eflt kjark þeirra, en áður gat danska lögreglan haldið þeim í skefjum. Einkum hefir borið mikið á hinu svokallaða Schalburgliði, sem danskir naz- istar stofnuðu í fyrra og átti að vinna gegn skemmdarverk- um nazista. Nokkur hluti þessa liðs er einkennisbúið og er æft sem lögreglulið, en öðrum með- limum þess er ætlað að stunda njósnarstarfsemi. Seinustu mánuðina virðist það hafa ver- ið aðalhlutverk þess að vinna skemmdir á eignum ýmsra fé- laga, sem hafa sýnt Þjóðverj- um mótspyrnu, t. d. stúdenta- félaga, íþróttafélaga, kristilegra félaga, og einnig hefir það stað- ið að árásum á ýmsa forustu- menn þjóðlegra Dana. Illræmd- ast af verkum þess er morð Kaj Munk. Tilgangur Schalburgsliðsins virðist bersýnilega sá, að skapa svo mikið aga- og réttarleysi í landinu, að Þjóðverjum gefizt átylla til að segja, að danska lögreglan valdi ekki hlutverki sínu og þes vegna þurfi nýskip- un á lögreglumálum landsins. Von Schalburgsliðsins er þá, að Þjóðverjar feli því löggæzluna og þannig geti nazistar síðan smásaman fengið völdin í sín- ar hendur. Hingað til liefir það staðið Schalburgliðinu mest fyrir þrif- um, að danska lögreglan hefir getað fylgzt mjög vel með'störf- um þess og ljóstrað upp skemmdarverkum þess. Margir meðlimir þess hafa áður verið dæmdir fyrir afbrot og lögregl- an þekkir þá því frá gamalli tíð og hefir haft auga með þeim. Framkoma dönsku lögregl- unnar er yfirleitt mjög rómuð. Hún hefir yfirleitt hliðrað sér hjá að rannsaka skemmdarverk, er beinzt hafa gegn Þjóðverj- um, og talið sig þar byggja á alþjóðavenju, þar sem refsivald- ið fyrir slík brot sé í hönd- um Þjóðverjanna. Hins vegar hefir hún gengið ötullega fram í rannsókn skemmdarverka og árása, er beinzt hafa gegn dönskum borgurum og þannig átt drjúgan þátt í að halda yf- irtroðslum nazista í skefjum. Morð Kaj Munks. Versta ofbeldisverkið, sem nazistar hafa framið, er morð Kaj Munk. Það er nú talið full- víst hvernig það bar að hönd- um. Kaj Munk var staddur á heimili sínu í Vedersö, þar sem hann var sóknarprestur. Þrír þýzkir hermenn og einn dansk- ur Schalburgmaður sóttu hann þangað og fluttu hann til bæki- stöðva Þjóðverja í Silkeborg. Þar var hann yfirheyrður. Þrír

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.