Tíminn - 04.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOPDR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKT.—~:.3FA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardagimi 4. marz 1944 25. Ma3f Erlent yfirlit; Fyrir inn- rásina Griggs hermálaráðherra Breta flutti ræðu í brezka þinginu í fyrradag. Hann vék þar að hin- um miklu sigrum Rússa og sagði, að yfirburðir rússneska flughersins ættu mestan þátt í þeim. Þjðverjar yrðu að hafa mikinn meirahluta flughers síns í Vestur-Evrópu, vegna loftá- rása Bandamanna, og gætu því ekki haft fullnægjandi flug- styrk á austurvígstöðvunum. Talið er, að seinustu mánuð- ina hafi 80% þýzka flughersins tekið þátt í loftorustunum í Vestur-Evrópu og við Miðjarð- arhaf. Aðeins 20% þýzka flug- hersins hefir getað verið á austurvígstöðvunum. Þetta hef- ir vitanlega haft meginþýðingu fyrir sókn Rússa: En það er ekki aðeins flug- herinn, heldur mikið af landher, sem Þjóðverjar hafa orðið að draga frá austurvígstöðvunum, til annara vígstöðva, vegna yf- irstandandi eða yfirvofandi sóknar Bandamanna. Þetta eru höfuðástæðurnar til undan- halds Þjóðverja í Rússlandi. Þótt Rússar hafi barizt vask- lega, eiga Bandamenn þannig raunverulega stærsta þáttinn í sigrunum, sem Rússar eru taldir hafa unnið. Auk þessa er svo hin mikla hjálp, sem Bandamenn hafa veitt Rússum með því að senda þeim ógrynni vopna og vista. Þjóðverjar viðurkenna þetta líka orðið opinberlega, þótt þeir hafi jafnan reynt að gera sem minnst úr Bandamönnum. Þeir eru líka hættir að tala um, að úrslit styrj aldarinnar gerist á austurvígstöðvunum, eins og vandi þeirra hefir verið. Nú segja þeir fullum fetum, að styrjöldin verði útkljáð í Vest- ur-Evrópu. Það er innrásin, sem Banda- menn hafa boðað, og endalok hennar, sem Þjóðverjar munu fyrst og.fremst eiga við. Fréttaflutningur beggja aðila seinustu dagana bendir mjög til þess, að innrásin sé skammt framundan. Bandamenn segja frá því, að búið sé að fullskipu- leggja flugherinn og landher- inn með tilliti til innrásarinnar óg lokaæfingarnar séu þegar afstaðnar. Þjóðverjar segja, að þeir séu líka búnir að ljúka öll- um viðbúnaði til að veita Banda- mönnum boðlega móttöku. Þeir óski þess aðeins, að Bandamenn fari að koma. Almennt virðist talið, að inn- rásin hefjist þó vart fyrr en í apríl. Jafnhliða umræðunum um innrás, vex umtal um leyni- vopnið, sem Þjóðverjar hafa lengi verið að ógna Banda- mönnum með. Ýmsir helztu forráðamenn Bandamanna, þar á meðal Churchill, hafa látið þá skoðun uppi, að Þjóðverjar hefðu slíkt vopn í fórum sínum og gera mætti ráð fyrir, að það gæti ¦ valdið Bandamönnum nokkru tjóni, jafnvel mjög veru- legu. Hins vegar hafa þeir ekki (Framh. á 4. siðu) Seintistu fréttír Finnska stjórnin hefir ekki enn svarað friðarskilmálum Rússa, en þeir eru gagnrýndir í finnskum blóðum. Bandamenn hafa lýst yfir því, að þeir muni fyrst um sinn stöðva allar vopnasendingar til Tyrklands. Ókunnugt er um á- stæður. Á Anziosvæðinu geysa nú aft- ur harðar orrustur, en hlé varð þar nokkra daga um daginn, vegna illviðra. Bandamenn telja sig hafa betur. Vélþurkun á heyí Tillaga Srá fjórum þingmönnum Fjórir þingmenn, Hermann Jónasson, Pétur Ottesen, Har- aldur Guðmundsson og Einar Olgeirsson hafa lagt fram í sameinuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um nýjar heyþurrkunaraðferðir: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta gera til- raunir um vélþurrkun á heyi og heimilar nauðsynlegar fjár- greiðslur úr ríkissjóði til þess- ara framkvæmda." í greinargerð tillögunar segir: „Það er kunnara en svo, að um þurfi að fæða, hve hey- þurrkun er mikill þáttur í hey- öflun landsmanna. Heyþurrk- unin veldur oft úrslitum um það, hvort heyfengur sumarsins verður viðunandi eða litill og lélegur. Það hefir lengi verið áhuga- mál bænda, að reynt yrði að finna-öruggari aðferðir við hey- þurrkun en þær, sem hér hafa tíðkazt til þessa og allar eru háðar veðurfari, sem hér á landi er mjög ótryggt. Þörfin fyrir nýjar heyþurrkunarað- ferðir er því óvíða eða hvergi meira knýjandi en hér á landi. Nú er það kunnugt, að er- lendis, meðal annars í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, hafa á síðustu árum verið gerðar marg- háttaðar tilraunir um vélþurrk- un á heyi, og af ýmsum er talið, að tekizt hafi að finna viðun- andi lausn á þessu máli, aðferð sem er nægilega stórvirk og þó fremur ódýr. — Það vill nú ein- mitt svo vel til, að ungur ís- lenzkur vélfræðingur er um þessar mundir fyrir vestan haf og hefir meðal annars kynnt sér þar rækilega nýjustu vinnu- aðferðir við vélþurrkun á heyi. Þessi vélfræðingur kemur til landsins mjög bráðlega, og væri því æskilegt, að verkfæranefnd ríkisins gæti, í samstarfi við hann og aðra sérfróða menn, er völ kann .að vera á, hafizt handa þegar á sumrl komanda um prófun hinna nýju hey- þurrkunaraðferða á íslenzku heyi. Það má búast við, að nokk- uð annað muni henta um þurrkun þess en hinna stórgerðu grastegunda, sem ræktaðar eru erlendis og hinar nýjustu hey- þurrkunaraðferðir eru ef til (Framh. á 4. siðu) Rætt um igármál ríkisins á Alpingi s Bráðabírgðaylírlít um ai- komu ríkíssjóðs á síðastLári Tekjurnar 109,5 míij. og rekstrargjöldín 93,1 mítj. krónur Á fundi sameinaðs Alþingis í gær, birti fjármálaráð- herra bráðabirgðayfirlit um afkomu ríkissjóðs á síðast- ltðnu ári. Jafnframt minntist hann nokkuð á horfur um afkomu ríkisins á þessu ári, og taldi þær stórum ískyggi- legri en þær voru álitnar, þegar fjárlög ársins voru af- greidd á síðasta þingi. Þá gat hann þess, að stjórnin myndi telja sér skylt, að taka þessi mál til ítarlegri meðferðar strax að lýðveldis- stofnuninni lokinni, en henni þætti rétt að fresta öllum meiriháttar deilum fram yfir þann tíma. Hér fara á eftir nokkur atriði úr bráðabirgðayfirliti fjármála- ráðherra um afkomu ríkissjóðs 1943: í fjárlögum ársins voru út- gjöldin áætluð 61.2 milj. kr., en tekjurnar 65.8 milj. króna. Gert var því ráð fyrir 4.5 milj. kr. tekjuafgangi. Raunverulega urðu útgjöldin 93.1 milj. kr., tekjurnar 109.5 milj. kr. og tekjuafgangurinn 16.4 milj. kr. Tekjurnar hafa því farið 43.8 milj. kr. fram úr áætlun og út- gjóldin 31.9 milj. kr. Helztu tekj uliðirnir voru þess- ir, taldir í þús. kr. (innan sviga er sú upphæð, sem þeir fóru fram úr áætlun fjárlaga): Tekju-, eigna- og stríðsgr.- skattur 28.181 (6.281), stimpil- gjald 1.841 (641), verðlækkun- arskattur 6.281, vörumagns- tollur 8.949 (2.949), verðtollur 33.871 (12.371), 10% útflutn- ingsgialdið 2.350 (ekki í fjár- lögum), gjald af innlendum toll- vörum 1.372 (372), tekjur af ríkisstofnunum 22.002 (14.245 þús.). Tekj ur af ríkisstof nunum skiptast þannig, talið í þúsund- um króna: Landsíminn 690, Áfengisverzl- unin 16.250, Tóbakseinkasalan 3.585, Ríkisútvarpið og viðtækja- verzlunin 1.147, ríkisprent- smiðjan 400, Landssmiðjan 110, Grænmetisverzlunin 10, ríkis- búin 40. Halli á póstrekstrinum varð 225 þús. kr. Helztu gjaldaliðirnir voru þessir (innan sviga er greind sú upphæð, er þeir fóru fram úr áætlun fjárlaga): Vextir 1.446 (100), æðsta stjórnin 150, Alþingiskostnaður Skíp í stað Laxfoss Skallagrímur h.f. í Borgar- nesi hélt fund fyrir nokkru og heimilaði þar stjórn félagsins að leigja skip næsta sumar í stað „Laxfoss". Hefir verið kostur á að fá norskt skip, e.s. Rauern. En það er h. u. b. 460 smálestir, en ,Laxfoss" er 280. Það hefir svefnklefa fyrir 70 manns og er heldur hraðskreið- ara en Laxfoss. Ósk Borgfirðinga er, ef leigu- skipið verður tekið, að það ann- ist alla fólksflutninga milli Borgarness, Akraness og Reykja- víkur, og áætlunarferðir bif- reiða verði skipulagðar í sam- bandi við leiguskipið ekki færri en voru í sambandi við „Lax- foss" 1943. Þetta er mikið á- huga- og velferðarmál Borg- firðinga, sem óska eindregið eftir samvinnu Akurnesinga og annarra, sem annt ætti að vera um góðar samgöngur þessa fjöl- förnu leið. Þá er vitanlega naúðsynleg samvinna við at- vinnumálaráðherra og að ríkið veiti stuðning sinn. 854 (300), stjórnarráðið 859 (200), utanríkismál 621 (53), dómgæzla- og lögreglustjórn 5.958 (2.382), sameiginlegur embættiskostnaður 1.109 (190), heilbrigðismál 1.651 (-=- 500), vegamál 11.914 (2.041), sam- göngur á sjó 3.998 (1.817), vita- mál og hafnargerðir 3.225, kirkjumál 570, . kennslumál 5.103 (422), vísindi, bókmennt- ir, listir 1.099 (477), atvinnumál 9.622 (270), almenn styrktar- starfsemi 6.347 (477), dýrtíðar- uppbætur 11.250 (1.955), sér- stakar launabætur 787, auka- uppbætur á laun 3.500, óviss út- gjöld 1.153 (903), sérstök lög 19.708, heimildarlög 308, þings- ályktanir 580, væntanleg fjár- aukalög 590. Þá gat fjármálaráðherra þess, að í sjóöum þeim, sem nota ætti til framkvæmda eftir styrjöldina, væri nú þetta fé: Raforkusjóður 10 milj. kr., Framkvæmdasjóður 11.3 miíj. kr. og hafnarbótasjóður 3 milj. kr. Áf þessu fé Framkvæmda- sjóðs, ráðstafaði seinasta Al- þingi 5 milj. kr. fil að styrkja skipabyggingar. Skuldir ríkissjóðs í árslok taldi ráðherrann 51 milj. kr., en þar af væri ekki nema 31 milj. kr., er ríkið þyrfti raun- verulega að standa straum af. Ráðherrann sagði síðan, að reynsla tveggja fyrstu mánaða þessa árs benti til þess, að toll- tekjurnar yrðu stórum minni á þessu ári en gert væri ráð fyr- ir í fjárlögunum. Svipaðar horf- ur væru um fleiri tekjulíði. Af- greiðsla fjárlaganna hefði vissu- lega virzt ógætileg, þegar frá (Framh. á 4. síðu) kemur næst út á miðvikudaginn kemur. Eini til raivírkjunar miklu ódýrara í Sví- þjóð en í Bandaríkj- unum Þingsályktunartillaga um Andakilsár- virkjunina Þingmenn Borgfirðinga, Bjarni Ásgeirsson og Pétur Ottesen, flytja í sameinuðu þingi þingsályktunartillögu þess efnis, að aukin verði heimild sú, sem ríkisstjórnin hefir til innkaupa á efni handa fyrirhugaðri Andakíls- ár-virkjun, þannig, að hún sé ekki aðeins bundin við inn- kaup í Bandaríkjunum, held- ur megi kaupa efnið annars staðar, ef hagkvæmara fæst þar en vestra. í greinargerð, sem fylgir til- lögunni, segir, að komið hafi í ljós við nánari athugun, að mun ódýrara sé að káupa efni til virkjunarinnar í Svíþjóð. Samkvæmt fregnum, er Tím- anum hafa borizt, mun liggja fyrir tilboð frá Svíum um Anda- kílsárvirkjunina, og munar svo miklu á verðinu, að það mun eins ódýrt að reisa 4500 ha. stöð, ef efnið er keypt í Svíþjóð, og að reisa 2400 ha. stöð, ef efnið er keypt í Bandaríkjunum. Sérstök nefnd, sem skipuð er fulltrúum frá sýslunefndum Mýrarsýslu og Borgarfjarðar- sýslu og bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar, vinnur að þessum málum. Formaður hennar er Haraldur Böðvarsson, útgerðar- maður, en ritari Jón Steingríms- son, sýslumaður. Alls er talið að virkja megi 12000 ha. í Andakílsá. Þó ekki væri byrjað á nema nokkrum hluta virkjunarinnar nú, verður þessari framkvæmd þannig hátt- að, að auðvelt verður að stækka stöðina síðar. Tedder ílugmarskálkur Tedder flugmarskálkur gengur nœstur Eisenhower að völdum i stjórn Banda- ríkjahersins, er gera á innrás í Evrópu. Honum mun m. a. fyrst og fremst œtlað það vandaverk að samræma og skipuleggja starf flugherjanna, en viður- kennt er, að flugherinn hafi mikilvœgasta verkið að vinna i sambandi við innrásina. Það var Tedder, sem stjórnaði flugher Bandamanna í- hinni sigur- sœlu sókn l Afriku og síðar við innrásina á Sikiley og í ítaliu. Nýtur hann síðan einna mests trausts af öllum flugforingjum Bandamanna. Tedder sést á myndinni við skrifborð sitt. Réttindi danskra ríkisborgara í fyrrad. voru afgreidd lög frá Alþingi um réttindi danskra ríkisborgara á íslandi. Þau eru samhljóða frv. frá stjórnar- skrárnefnd og eru þannig: „Þeir, er danskan rikisborg- ararétt hafa öðlazt samkvæmt þeim reglum, er þar um giltu fyrir 9. apríl 1940, eða öðlast hann síðar eftir áðurnefndum reglum, skulu hér á landi njóta þess jafnréttis við íslenzka rík- isborgara, er þeim vav áskilið í 6. gr. sambandslaga íslands og Danmerkur 40. nóv. 1918, fyrst um sinn, þar til 6 mánuðum eft- ir að samningar um það mál geta hafizt milli íslands og Dan- merkur. Lög þessi öðlast gildi um leið og tillaga til þingsályktunar um niðurfellingu dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 30. nóv. 1918." Á víðavangi NÚ ÞARF EKKI RANNSÓKN. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var á fimmtudaginn, kom fram tillaga um rannsókn á hinum tíðu rafmagnsbilun- um í Reykjavík, er valdið hafa íbúum og atvinnufyrirtækjum bæjarmanna stórfelldu tjóni og óþægindum. íhaldsmenn réðust með miklu offorsi gegn þessari tillögu og felldu hana við fyrstu umræðu. Þetta skýtur nokkuð skökku við framkomu þeirra í mjólk- urmálinu í vetur. Þá flutti einn af bæjarfulltrúum þess tillögu um sérstaka rannsóknarnefnd' þingmanna, vegna óvenjulegs mjólkurskorts og óhreininda, er einhverjir þóttust hafa orðið varir við í mjólkurflöskum. Til- lagan var ekki heldur uppátæki þessa eina manns, því að hún var flutt í samráði-við þingflokk Sj álf stæðismanna. KRÝSUVÍKURVEGURINN. í haust var Morgunblaðið einna fremst þeirra blaða, er skammaðist yfir mjólkurskorti í bænum. Nú flytur það dag eftir dag langar greinar, þar sem það skammast yfir því, að fé sé lagt í Krýsuvíkurveginn. Þó er vitanlegt, enda hefir það iðulega gerzt í vetur, að Reyk- víkingar muni oft verða mjólk- urlausir, ef Krýsuvíkurvegurinn verður ekki lagður. Þetta virðist sanna ótvírætt, að það hefir verið eitthvað ann- að en umhyggjan fyrir Reyk- víkingum, er stjórnaði vandlæt- ingu Morgunblaðsins út af mjólkurskortinum í haust. INNFLUTNINGSREGLUR EYSTEINS EÐA BJÖRNS. Bóndinn lætur mjög af því, að hann sé fylgjandi innfluta- ingsreglum, sem sýni kaupfélög- unum fullt réttlæti, en hins vegar gefur hann til kynna, að hann sé lítið hrifinn af inn- flutningsreglum Eysteins Jóns- sonar (höfðatölureglunni). Hvaða innflutningsreglum er Bóndinn þá hlynntur? Eru það kannske innflutningsreglur Björns Ólafssonar? Það væri fróðlegt, ef Bóndinn vill svara því. SKÁLDALAUNIN. Víða af landinu berast fregn- ir af óánægjunni út af úthlut- un skálda- og rithöfundalaun- anna. Svo rammt kveður að óánægjunni, að kommúnistar bora ekki einu sinni að verja úthlutunina. Meira að segja hefur einn af helztu mönnum Rithöfundafélagsins, Friðrik Á. Brekkan, birt langa grein í Þjóð- viljanum, þar sem hann gagn- rýnir úthlutunina harðlega, og bá ekki sízt aukauppbótina til Halldórs Kiljans. Yfirleitt virðast menn sam- mála um að finna verði einu sinni enn nýtt fyrirkomulag fyr- ir úthlutunina. Heígrí Briem heiðraður Utanríkisráðuneytinu hefir borizt frétt um það,- að „Com- merce and Industry Association of New York" (Verzlunarráð New-York-borgar) hafi kjörið aðalræðismann íslands, dr. phil. Helga P. Briem, heiðursfélaga í viðurkenningarskyni vegna góðrar samvinnu við menn íNew York, sem hafa haft viðskipti við ísland, og aðstoðar til þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.