Tíminn - 04.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.03.1944, Blaðsíða 3
25. blatS TÍMIM, laugardagiim 4. marz 1944 99 DMARMIMING: «fou Sigurðsson bóndi í Sióragerði Laugardaginn 26. febr. s. 1. var Jón Sigurðsson smiður og bóndi að Stóragerði í Óslands- hlíð til grafar borinn að Hólum í Hjaltadal. Er þar til moldar hniginn góður þjóðfélagsborgari og afbragðsdrengur. Jón Sigurðsson var Þingey- ingur að ætt, fæddur að Gríms- gerði í Fnjóskadal 26. sept. 1870, og var hann því á fjórða ári yfir sjötugt, er hann lézt. For- eldrar hans, Sigurður Jónsson og Friðrika Kristjánsdóttir, bjuggu á uppvaxtarárum Jóns á ýmsum jörðum í Fnjóskadal. Snemma bar á hagleiksgáfu hjá Jóni. Lærði hann trésmíði og tók próf í þeirri iðn. Jón kvæntist ágætis konu, Níelsínu Kristjánsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau hjón eign- uðust þrjú börn, hvert öðru mannvænlegra, Kristján.sem nú býr í Stóragerði, og Þóru, er var gift Friðrik Guðmundssyni frá Höfða. Þóra var afbragðsmynd- arleg kona, en andaðist að fyrsta barni þeirra hjóna aðeins 26 ára gömul. En barn þeirra hefir ver- ið alið upp hjá afa sínum og ömmu í Stóragerði. Þriðja barn þeirra Jóns og Níelsínu er Gest- ur, viðskiptafræðingur að menntun og búsettur í Reykja- vík. Systir Jóns Sigurðssonar var merkiskonan Þóra, kona Sig- urðar heitins Sigurðssonar bún- aðarmálastjóra. Sigurður réði Jón tii sín að Hólaskóla árið 1910 til þess að vera smíða- kennari við skólann. Fluttu þau hjón þá til Skagafjarðar og dvöldu þar síðan. Jón var all- mörg ár smíðakennari við Hóla- skóla og leysti það starf af höndum með mestu prýði. Hefi ég heyrt marga nemendur. Jóns minnast hans með hlýhug og virðingu. Nokkru eftir að Jón flutti vestur til Skagafjarðar, hóf hann búskap í Stóragerði í Óslandshlíð og bjó þar til æfi- loka samhliða smíðastarfi sínu. Eftir að Jón lét af smíðakennslu við Hólaskóla starfaði hann að smíðum víðsvegar um héraðið samhliða búskapnum. Var hann mjög eftirsóttur til starfa, vegna hagleiks, trúmennsku og dugn- aðar. Jón Sigurðsson var meðal- maður á vöxt og svaraði sér vel, ljós yfirlitum, hýr og góðlegur á svip, en þó festulegur. Jón var prýðilega gefinn, hafði yndi af bókum og hafði aflað sér góðrar almennrar menntunar, þótt tómstundir væru fáar, því að Jóni Sigurðssyni féll því nær aldrei verk úr hendi. Jón var enginn málskrafsmaður og dró sig oft fremur í hlé, en allt, sem hann sagði, bar vott um greind og íhygli. Jón Sigurðsson var frjálslyndur maður í skoðunum, samvinnumaður heill og óhvik- ull og skipaði sér í raðir þeirra manna, er fyrir þeirri stefnu börðust, í þjóðfélagsmálunum. Jón var með létta og lipra lund, oft með létt en hnyttin tilsvör á vörunum og lék þá oft fallegt bros um gáfulegt og góðlegt andlit hans. Kynni okkar Jóns Sigurðsson- ar hófust, þegar ég flutti að Hól- um vorið 1928. Þau árin, sem ég dvaldi þar, var hann oft lang- dvölum við smíðar á Hólum. Veitti hann þar forstöðu mikl- um byggingarframkvæmdum, eins og þegar byggt var upp á brunarústunum. Leysti Jón það allt af hendi með mestu prýði, því að hann var jöfnum hönd- um hagur og listrænn að eðlis- fari, duglegur til starfa og svo var trúmennska hans mikil, að 'ætíð vann hann eins vel fyrir aðra og sjálfan sig. Ég hafði óblandna ánægju af því að koma að hefilbekknum til Jóns og sjá hve verk hans sóttist vel. En jafnframt tók hann manni ætíð með hóglátri glettni og varpaði fram hnittnum og heppilegum tilsvörum. Ég veit, að ég mæli fyrir munn fjölmargra Skagfirðinga, þegar ég þakka Jóni Sigurðssyni hin miklu störf hans í því héraði. Þeir eru orðnir margir, sem hann hefir unnið hjá. Jón hefir bætt húsakynni margra og á þann hátt veitt sól og sumri inn í heimili þeirra. Mér fannst allt- af vera sól og sumar kring um Jón. Hin milda glaðværð og kýmni, sem frá honum stafaði, veitti yl og birtu. Eitt af síð- ustu störfum Jóns var að smíða íbúðarhús fyrir nágranna sinn, sem hafði orðið fyrir því áfalli, að bær hans brann. Um leið og þessi nágranni Jóns sendi mér kostnaðarreikning um húsbygg- inguna, sem var æði hár, eins og vænta má á þessum tímum, lét hann svo um mælt, að húsið myndi þó hafa orðið allmiklu dýrara, ef hygginda og trú- mennsku Jóns í Stóragerði hefði ekki notið við. Hann bætti því við, að handtök Jóns reyndust enn, þrátt fyrir 70 ár að baki, betri en flestra annara. Þessi dómur um störf Jóns Sigurðs- sonar er í full samræmi við öll mín kynni af honum. Steingr. Steinþórsson. Hressiogarskálínn Hressingarskálinn við Austur- stræti, er ekki hefir verið starfræktur siðan á jólum, var opnaður síðastl. fimmtudag. Hefir gagngerð endurbót farið fram á húsakynnunum, og eru þau nú hin vistlegustu. Meðal annars hefir verið komið upp drykkjuborði (bar), þar sem sem kaldir drykkir eru seldir og svo ís. Eru nú sæti fyrir 120 manns í skálanum, en þegar sumrar, munu einig sett upp borð úti í garðinum, eins og áður hefir verið. Jafnframt þeim miklu endur- bótum, sem gerðar hafa verið á húsakynnunum, hafa ýms ný áhöld verið fengin til reksturs- ins. Eigendur skálans eru nú Ragnar Guðlaugsson, er stjórna mun daglegum rekstri hans, og Brynjólfur J. Brynjólfsson. Saladín soldáu NIÐURLAG. Ríkarður ljónshjarta gat ekki horft aðgerðalaus á framsókn Múhameðstrúarmanna. Hann stefndi því með her sinn til Jöffu og urðu fundir herjanna nokkuð utan við bæinn. Varð sú viðureign bæði löng og hörð. Ríkarður ljónshjarta barðist á fæti eins og liðsmenn hans og gekk djarflega fram. Þegar Saladín sá það, lét hann senda konunginum góðan hest með þeim til- mælum, að hann þægi hann að gjöf frá sér, því að það væri skömm, að svo vígdjarfur konungur hefði ekki hest í orrustu. Ríkarður þáði gjöfina, steig á bak fáknum og hélt áfram að berjast! Nú gekk lengi í þófi og vann hvorugur svo á hinum, að sigur gæti kallazt. Barst leikur víða um nágrenni bæjarins, er ýmist var á valdi Saladíns og Ríkarðs ljónshjarta. Virtust þó báðir ein- ráðnir í að berjast til þrautar. En þá geröist atburður, er réði kaflaskiptum í þessari styrj- öld. Ríkatður ljónshjarta’ tók þunga sótt. Sá hann loks sitt ó- vænna, því að fæstir manna hans voru öruggir til stórræða, ef forustu hans naut ekki við. Gerði hann Saladín sáttaboð, og eftir nokkra vafninga undirritaði hann friðarsamningana á sjúkrabeði sínum. Var í samningum þessum gert ráð fyrir þriggja ára vopnahléi og löndum þeim, sem um var barizt, flestum ját- að á vald Múhameðstrúarmanna, nema nokkrum hafnarbæjum og strandlengju við Miðjarðarhafið. Var Ríkarði þetta þó nauð- ugt mjög, og sama daginn og hann steig á skipsfjöl, 12. októ- bermánaðar 1192, gerði hann Saladín þau orð, að hann myndi koma, þótt síðar yrði, og frelsa Jórsalaborg. Saladín tók þessari orðsendingu af hinni mestu kurteisi og lét skila því svari til konungsins, að sér væri mjög ljúft að missa hina helgu borg í hendur Ríkarðs ljónshjarta, ef sér væru þau forlög búin að láta hana í hendur villutrúarmönnum. Þar með skildust þeir þjóðhöfðingjarnir — Múhameðstrúar- maðurinn, er verið hefir einn mildasti og göfugastur herkon- ungur, sem sögur greina frá, og grimmdarseggurinn og blóð- vargurinn kristni. Fundum þeirra bar eigi saman eftir þetta, enda varð hvorugur þeirra langlífur. Saladín andaðist fimm mánuðum síðar. Hann veiktist eftir næturferð í rigningu. Elnaði sóttin skjótt, og hinn 4. dag marzmánaðar 1193 gaf hann upp öndina. Ríkarður ljónshjarta féll í orrustu tæpum sjö árum síðar. Lenti hann í hinum mestu hrakningum á heimleiðinni og braut skip sitt við strönd Dalmatíu. Lét Leópold Austurríkishertogi taka hann til fanga og selja í hendur Hinriks V. keisara, sem.hann hafði troðið illsakir við í Þýzkalandi. Varð hann að greiða geysi- legar fjárfúlgur sér til lausnar og játa konungsdæmi sínu í Eng- landi undir yfirráð keisarans. Komst hann loks heim til Eng- lands árið 1194. Ekki sat hann þó lengi um kyrrt. Hóf hann nú ófrið við Filippus II. Frakklandskonung og húgðist hann að styðja Ottó IV. til valda í Þýzkalandi. Féll hann í umsátri um Chalusvígi í Limósíu í Frakklandi árið 1199, eins og fyrr er vik ið að. Hinu heilaga stríði Múhameðstrúarmanna var lokið með brott- för Ríkarðs ljónshjarta. Veldi kristinna manna austan Miðjarð arhafs var að kalla að engu orðið. Filippus II. hafði snúið heim til Frakklands með lið sitt, þegar til fullkomins fjandskapar hafði dregið með þeim konungunum. Friðrik Barbarossa, þriðji þjóð- höfðinginn, er þátt tók í þriðju krossferðinni, drukknaði í Saleffljóti í Tárusskörðum í Litlu-Asíu árið 1191. Hafði hann þá tekið Miklagarð herskildi og ráðizt þaðan yfir Sæviðarsund og reynzt sigursæll mjög. Saladín var mjög harmdauði öllum Múhameðstrúarþjóðum, enda var hann eitt hið mesta stórmenni þess siðar. Ríki það, er hann hóf til vegs, og skilaði í hendur eftirkomendunum, stóðst lengi síðan allar árásir vestrænna þjóða, og enn í dag er frægð og sigursæld Saladíns soldáns Aröbum ein hin drýgsta hvöt til þjóðlegrar viðreisnar. Slíkur er ljóminn um nafn hans, þótt ná- lega átta aldir séu liðnar síðan hann vann afrek sín. JHelaskólinn fyrirhngaði I vor verður hafizt handa um byggingu nýs barnaskóla á Mel- unum. Verður þetta mikil bygg- ing, og er gert ráð fyrir, að tvi- settur geti skólinn tekið á móti 1300—1400 börnum. Skólahverfi hins nýja skóla mun væntan- lega teljast meginhluti Nes- sóknar, að Seltjarnarnesi und- anskildu. og hluti vesturbæjar. Með þessum skóla verður í bili allvel bætt úr brýnni þörf á nýjum barnaskóla í bænum. Nú eru, sem kunnugt er, allir barnaskólar bæjarins yfirsetnir, svo að hrein vandræði eru að. Skólabyggingin á að vera þrí- lyft steinsteypuhús með breið- um svölum framan við kennslu- stofurnar á þriðju hæð. Stór leikvangur verður suðaustun við bygginguna. í kjallara hússins eiga aö vera smíðastofur og hús- næði fyrir annað verklegt nám Einar Sveinsson, húsameistari bæjarins, hefir gert teikningar að þessari skólabyggingu. Samband ísL samvinnufélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir í félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. Útsalan Síðasti dagur í dag. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar. Kraftbranðin IHn margeftirspurðu hrauð, sem framleidd eru eftir fyrirmælum Jónasar Kristjánssonar læknis, eru aftur komin á markaðinn. ATH.: Þessi brauð innihalda eins mikil bæti- efni og völ er á. Þau eru holl og kraftmikil og hæta meltinguna. Borðitf því aðeins kraft- brauð! Útsölustaður Skólavörðustíg 28. Aðrir útsölustaðir auglýstir síðar. F. h. Sveínabakarísins Karl Þorsteinsson. Jorð i á svæðinu frá Rangárvallasýslu til Mýrasýslu (að báðum með- töldum) óskast til kaups nú þegar. Æskilegt er, að ræktunarskilyrði séu góð, að jarðhiti sé í landi jarðarinnar og aðstaða til virkjunar. Útborgun eftir samkomulagi. Verðtilboð séu send í pósthólf 14, Reykjavík. Höfum opnað nýja söluhúð fyrir byggingarvöi’iir og verkfæri á Langavegi 4 7 og munum liafa jiar á boðstólum: Til húsabygginga: skrár, húnar, lamir, rúðugler, kítti, þakpappa, saum og fleira. Fyrir húsgagnasiniði: skrár, lamir, skrúfur, handföng, spón, harðvið og fleira. Fyrir trésmiði: handverkfæri af öllum tegundum svo sem: hamra, sagir, hefla, sporjárn, skrúfjárn o. fl. Rafmagnsáhöld: svo sem: borvélar, smergilvélar, slípivélar og fleira,- Sent gegn póstkröfu um land allt. Skömmtun á ^ m • kaffibæti ^9 HL M Vegna vöntunar þeirrar, er verið hefir á kaffibæti undan- farið, hefir verið ákveðið að taka upp skömmtun á þeim kaffi- bætisbirgðum, sem til eru í landinu. Skömmtun þessi gekk í gildi frá og með 1. marz. p til löln Hefi 100 tonna skip til sölu. Vcrzlunin JHálmey Laugavegi 47 — Sími 3245. Útbú: Garðastræti 2 — Sími 3991. Lysthafendur smii sér til Lárusar Blómvallagötu 13. Þ. Blöndal Sími 1311. + ÚTBREIÐIÐ TIMANN4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.