Tíminn - 08.03.1944, Síða 1

Tíminn - 08.03.1944, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargðtu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKRirrTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. 28. árj*. Rcykjjavík, miðvikudagiim 8. marz 1944 26. lilað Þátttaka Islands í norrænní samvmnu Merkileg yfirlýsing Alþingis Síðastl. föstudag lagði skilnaðarnefnd Alþingis fram í sameinuðu þmgi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um þátttöku íslands í norrænni samvinnu: „Um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til þess, að alda- gömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýð- veldis rætist, ályktar þingið: að senda hinum Norðurlandsþjóðunum bróðurkveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og að lýsa yfir þvi, að það telur sjálfsagt, að islenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frændsemis- og menningarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norð- urlanda, énda er það vilji íslendinga að eiga þátt í nor- rænni samvinnu að ófriði loknum.“ Tillagan mun að öllum líkindum vera til umræðu í dag. Telja má víst, að hún verði samþykkt í einu hljóði. Afmælíshátíð Norrænafél. Ríkisstjóri kjörinn lieiðursfélagi íslandsdeild Norræna félags- ins hafði síðastl. föstudagskvöld fjölmennt og virðulegt hóf að Hótel Borg í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin síðan Norræna félagið var stofnað á Norður- löndum. Samkvæmið hófst með því að formaður féiagsins, Stefán Jóh. Stefánsson alþingismaður, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Meðal gesta voru ríkis- stjórinn, forsætisráðherra, ut- anríkismálaráðherra, og sendi- herrar Norðurlandaríkjanna. Dr. Björn Þórðarson forsæt- isráðherra flutti aðalræðuna. Hann sagði.að starfNorræna fé- lagsins hefði borið þann árang- ur, sem frekast hefði mátt bú- ast við. Starf þess hefði verið viðstöðu- og misfellulaust um tuttugu ára skeið, eða þar til það var rofið af utanaðkom- andi ofbeldi. Það sýndi, að þetta hefði verið lífvænlegt starf og ekki væri ástæða til þess að ef- ast um, að það mundi hefjast að nýju eftir óöld þá, er nú stæði yfir. Þá ræddi forsætisráðherra um þann ótta, sem virtist hafa orðið vart hjá frændþjóðunum, um að „ísland væri á vestur- leið“. En þótt sambúð okkar við Ameríkumenn hefði yfirleitt verið góð, sýndi hún það ekki, að „ísland væri á vesturleið“, heldur aðeins, að umgengnis- menning beggja aðila væri í sæmilegu lagi. Að síðustu sagði forsætisráðherra um stöðu Norðurlandanna í stjórnmálum heimsins: Vér vitum, að þær (Norðurlandaþjóðirnar) muni ávallt vera, ekki aðeins réttu megin, heldur »réttarins megin. Þótt ofbeldið hafi sundrað Norðurlandaþjóðunum og slit- ið sundur norræna samvinnu um skeið, sagði harjn ennfrem- ur, þá megnar það ekki að kúga þann anda, sem ávallt mun sameina þær, anda réttarins og anda frelsisins. Þeim megin í stjórnmálunum, er þessi andi ríkir, viljum vér í slendingar standa og eiga hlut í norrænni samvinnu. Tómas Guðmundsson skáld las upp fagurt. kvæði, er hann hafði orkt í tilefni af afmælinu. Tvöfaldur kvartett, undir stjórn Halls Þorleifssonar söng mörg norræn lög meðan setið var að borðum, við mikinn fögnuð á- heyrenda. Áður en staðið var upp frá borðum tilkynnti formaður fé- lagsins, að stjórn Norræna fé- lagsins hefði kjörið Svein Björnsson ríkisstjóra heiðursfé- laga sinn í viðurkenningarskyni fyrir forgöngu hans að stofnun félagsins hér á landi og fyrir mikla og margháttaða aðstoð við félagið fyrr og síðar. Afhenti Stefán ríkisstjóra síðan heið- ursfélagaskírteini og merki fé- lagsins úr gulli. Ríkisstjóri þakkaði með stuttri ræðu þá sæmd, er hon- um hefði verið sýnd, og minntist á hið norræna samstarf. Hann sagðist stundum hafa verið spurður um það af einstökum mönnum, hvað við hefðum upp úr því að taka þátt í hinni nor- rænu samvinnu. Það væri kannske erfitt að benda á það í krónutali, en að hann hefði nú um langt skeið fylgst með því, sem gerzt hefði í norrænni samvinnu og það væri sín sann- færing, að við hefðum ekki efni á því að taka ekki þátt í hinni norrænp samvinnu. Við íslend- ingar getum hvergi notið okkar betur en meðal frændþjóðánna á Norðurlöndum. Og þrátt fyrir það, að fundum vorum með frændþjóðunum hefir fækkað um skeið hefir vinátta vor og samúð sízt minnkað, sagði rík- isstjórinn að lokum. Að borðhaldinu loknu var dans stiginn af miklu fjöri til kl. 3. í tilefni af afmælinu hélt fé- lagið einnig norræna tónleika í Gamla Bíó á sunnudaginn og á sunnudagskvöldið var afmælis minnst með söng og ræðum í útvarpinu. S j álf stæðismálið: r Askorun sýslunefnd- ar Eyjafjarðarsýslu Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu var haldinn dagana 17.—26. fe- brúar síðastliðinn. í lok fund- arins var borin fram . svohljóð- andi ályktun og samþykkt í einu hljóði: „Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu finnur ástæðu til, í sambandi við atkvæðagreiðslu um sjálf- stæðismál þjóðarinnar, sem fyr- irhuguð er á þessu ári, að brýna fyrir sveitarstjðrnum hreppa sýslunnar og hverjum hrepps- búa, að láta ekkert ógert, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hver einasti kjósandi taki þátt í atkvæðagreiðslunni og telur sýslunefndin, að þar við liggi sæmd og heiður héraðsins. Treystir sýslunefndin því, að aðrar sýslunefndir í landinu taki sömu afstöðu“. Oddviti sýslunefndar, Sig. Eggerz, flutti ættjarðarhvöt, og var hrópað ferfalt húrra fyrir ættjörðinni. Aukafjárveiting til Krýsu- víkurvegaríns samþykkt Alls verður einní míljén króna varíð til vegarins á þessu ári Helzta deilumálið, sem risið hefir á þessu þingi, en það er aukin fjárveiting til lagningu Suðurlandsbrautar um Krýsuvík, var afgreitt frá Alþingi í gær. Var samþykkt að auka fjárveit- inguna til vegarins á þessu ári um hálfa miljón króna. Á fjárlögum þessa árs eru veittar 250 þús. kr. til Krýsuvíkur- vegarins og á fjárlögum síðastl. árs voru einnig veittar 250 þús. kr. til vegarins, sem ekki voru notaðar þá. Alls verður því hægt að verja einni milj. kr. til Krýsuvíkurvegarins á þessu ári. Tillaga um aukna fjárveitingu til Krýsuvíkui'vegarins var upp- haflega flutt af þremur Fram- sóknarmönnum, tveimur jafn- aðarmönnum og einum þing- manni Sosialistaflokksins. Var í upphaflegu tillögunni gert ráð fyrir tveggja milj. kr. fjárveit- ingu. Strax og þessi tillaga- kom fram, var hafin harður áróður gegn henni af ýmsum Sjálf- stæðismönnum. Andstaða þessi var svo öflug, að framgangur málsins var mjög tvísýnn um skeið. Að lokum náðist sam- komulag í fjárveitinganefnd um hálfrar milj . kr. framlag til veg- arin og var sú tillaga samþykkt, eins og áður segir. Þrátt fyrir þessa málamiðlun, fengust þó ekki nærri allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins til að fylgja tillögunni. Við lokaat- kvæðagreiðsluna greiddu sex Sjálfstæðismenn atkvæði gegn henni, þeir Garðar Þorsteinsson, Gísli Jónson, Gunnar Thorodd- sen, Jakob Möller, Jón Pálma- son og Sigurður Bjarnason, tveir sátu hjá, þeir Bjarni Benidikts- son og Sigurður Kristjánsson, og þrír voru ekki mættir, Magn- ús Jónsson, Pétur Magnússon og Sigurður Hlíðar. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli, að enginn af Reykjavík- urþingmönnum Sjálfstæðis- flokksins veitti tillögunni stuðn- ing sinn. Þvert á móti beittu flestir þeirra sér beint eða ó- beint gegn tillögunni. Engum er þó lagning Krýsuvíkurvegarins meira hagsmunamál en einmitt Reykvíkingum, eins og mjólkur- skorturinn í vetur hefir sannað bezt. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins gengu sérstaklega fram fyrir skjöldu til að fella tillöguna. Voru það þeir Bjarni Benidiktsson og Gísli Jónsson. Bjarni gekk meira að segja svo langt að krefjast þess, að til- lögunni væri vísað frá, því að hún bryti í bága við stjórnar- skrána! Gísli reyndi að spilla fyrir málinu meö því að segja ÞORMÓÐSSLYSIÐ: Rannsóknargerð sjódómsíns verður birt í heílu lagi Fyrirspurn Finns Jónssonar og Eysteins Jónssonar til dóms- málaráðherra, varðandi birtingu á rannsóknargerð sjódómsins um Þormóðsslysið, var tekin til umræðu í neðri deild í gær. Finnur Jónsson gat þess í framsöguræðunni, að hann hefði haft tal af öllum meðlim- um sjódómsins, þeim Árna Tryggvasyni borgardómara, Haf- steini Bergþórssyni útgerðar- manni og Jóni Axel Péturssyni hafnsögumanni, og hefði þeim borið saman, að skýrsla sú, sem dómsmálaráðherra hefði látið birta um rannsókn dómsins, gæfi hvergi nærri fulla hugmynd um rannsóknina og vantaði í hana ýms þýðingarmikil atriði, m. a. álit dómkvaddra manna um styrkleika og sjófærni skips- ins. Taldi Finnur, að það væri bæði villandi og skaðlegt, að ríkisstjórnin léti rannsókn sjó- dómsins sæta slíkri meðferð. Það myndi t. d. ekki hvetja menn til að vinna að slíkri rann- sókn framvegis, þegar þeim væri stungið undir stól og þær ekki hafðar að neinu. Þá upplýsti Finnur, að fleki sá, er rekið hafði úr Þormóði, hafi ótvírætt virst leiða í ljós, að skipið hafi ekki haft þann styrkleika, sem lagafyrirmæli krefjast, enda þurfi það ekki að koma neinum á óvart, þar sem sá útdráttur, er birtur hafi verið úr rannsóknargerð sjó- dómsins, sýnir, að leki hafi kom- ið að skipinu a. m. k. 14 sinnum á þeim stutta tíma, er það sigldi hér við land. Finnur beindi að lokum þeim tilmælum til dómsmálaráðherra af hálfu þeirra fyrirspyrjend- anna, að rannsóknargerð sjó- dómsins yrði birt í heilu lagi. Svör dó'msmálaráðherra voru hinar furðulegustu vífilengjur, er gáfu til kynna, að einhverj- ar annarlegar ástæður hefðu valdið því, að hann skyldi lengi þrjózkast við að birta rann- sóknargerðina og síðan láta að- eins gera útdrátt úr henni. Þó lýsti hann yfir því að lokum, að hanh myndi láta birta rann- sóknargerðina, ef atvinnumála- ráðherra og sjódómurinn leyfði það. Atvinnumálaráðherra lýsti yf- ir því, að það hefði aldrei stað- ið á sér að birta rannsóknar- gerðina og myndi ekki frekar gera það framvegis. Finnur þakkaði þessar yfir- lýsingar og kvaðst treysta því, að við þær yrði staðið. alrangt frá meðferð þess í fjá.r- veitinganefnd og taldi Sigurð Kristjánsson heimildarmann sinn. Fannst meira að segja Sig- urði ósannindi Gísla ganga svo úr hófi fram, að hann lýsti yfir því, að allt það, sem Gísli þætt- ist hafa eftir sér, væri „gersam- lega ósatt“! Sá þingmaður, sem einna mest reyndi þó að verða málinu til óþurftar, var annar þing- maður Árnesinga, Eiríkur Ein- arsson. Við fyrri umræða tillög- unnar gat hann þess, að hann hefði ekki enn gert sér neina grein þess, hvort það væri rétt eða rangt að leggja Krýsuvikur- veginn. Nokkru síðar fékk hann allmarga þingmenn í lið með sér til að flytja tillögu þess efnis, að sérstakri nefnd skyldi falið að rannsaka, hvernig vegarsam- bandinu milli Reykjavíkur og Ölfuss yrði bezt háttað í fram- tíðinni. í greinargerðinni kom það skýrt fram, að Eiríkur hugð- ist með þessari tillögu að stöðva aukafjárveitingu til Krýsuvík- urvegarins á þessu þingi, því að þar stendur. „Æskilegt hefði verið, að nú þegar væri ákveðin fjárhæð til framkvæmda vega- bótunum á næsta sumri, en slíkt er varla gerlegt eins og á stend- ur.“ Fjárveitinganefnd fékk þessa tillögu Eiríks til athugun- ar og gerbreytti henni þannig, að vel mátti ákveða aukna fjár- veitingu til Krýsuvikurvegar- ins, þótt rannsóknartillagan væri samþykkt. Þegar svo var komið, sá Eiríkur þann kost vænstan að fylgja aukafjárveit- ingum til Krýsuvikurvegarins. Það hefir kostað Framsóknar- menn harða baráttu að hrinda þannig um nokkurn spöl þessu mikla hagsmunamáli Sunn- lendinga. Þarf þó vissulega mikla skammsýni til að sjá, að vetrarvegur um Krýsuvík er brýn öryggisráðstöfun, hvað sem endurbótum á Hellisheiðarveg inum líður, því að samgöngur geta alltaf teppst þar á vetrum. Samkvæmt framansögðu má telja fullvíst, að rannsóknar- gerð sjódómsins verði birt. Af- staða^blaðanna og Alþingis hefir neytt ráðherrann til að láta undan. Væntanlega skýrast þá jafnframt þær ástæður, er vald- ið hafa hinni kynlegu afstöðu hans. En það má ríkisstjórnin vita, að leiði rannsóknargerðin í ljós, að vissir embættismenn hafi vanrækt stöðu sína, t. d. gefið skipi, sem vart gat talizt sjófært, haffærisskírteini, þá mun almenningur krefjast þess, að þeir sæti fullri ábyrgð verka sinna. Rússneski sendiherr- ann kominn Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Alexei Nicolaywitch Kassilnikov og fjölskylda hans, kona og þriggja ára sonur, er nýkominn til landsins. Með sendiherranum komu einnig sex starfsmenn hans, ásamt fjöl skyldum þeirra. Starfsmenn irnir eru fyrsti og annar ritari sendisveitarinnar, einn fulltrúi og þrír sérfræðilegir ráðunautar. Sendiherrann er fæddur 1909 í Kazan, höfuðborg Tatararík- isins. Faðir hans var lyfjafræð- ingur þar. Sendiherrann út- skrifaðist fyrir nokkrum árum frá fjárhagsverkfræðiháskólan um í Leningrad. Síðan 1940 hef ir hann unnið á vegum rúss- neska utanríkismálaráðuneytis- ins. Landsbankaneíndín kom saman í gær til að kjósa tvo menn í bankaráðið, þar sem kjörtímabil Jónasar Jónssonar og Ólafs Thors var útrunnið Jónas og Ólafur voru báðir end- urkosnir. Á víáavanfi „EINKENNILEG SUNNLENZK RÖDD“. í aðalritstjórnargrein Dags 24. f. m. er sýnt fram á, að Framsóknarflokkurinn hafi ver- ið sívaxandi flokkur seinustu árin. Blaðið víkur síðan að til- lögu Egils Thorarensen um að leggja -Framsóknarflokkinn nið- ur og stofna nýjan flokk. Far- ast blaðinu þannig orð um þá tillögu: „Nú í vetur hefir fram komið einkennileg sunnlenzk rödd, sem vakið hefir töluverða eftir- tekt. Höfundur hennar kveður sér hljóðs um það efni, að bezt fari á að leggja Framsóknar- flokkinn niður og stofnsetja nýjan flokk í staðinn með nýju nafni. Ef þessi rödd hefði kom- ið úr hópi andstæðinga Fram- sóknarflokksins og samvinnu- manna, hefði hún verið skiljan- leg og í fuliu samræmi við þann anda, sem þar ríkir. En þessu er ekki þannig farið. Röddin um útþurrkun Framsóknar- flokksins kemur frá töluvert þekktum Framsóknar- og sam- vinnumanni, og þess vegna hef- ir hún vakið sérstaka athygli, ekki fyrir það, hvað hún væri viturleg og vel hugsuð, heldur vegna hins, hvað hún er mikil fjarstæða, enda fylgja þessari uppástungu Egils Thorarensen engin frambærileg rök. Eini rök- stuðningurinn, sem nokkurt gildi gæti haft, hlyti að vera sá, að svo mikil dauðamörk væru komin í ljós á Fratnsóknar- flokknum, að honum væri sýni- lega ekki lífvænt, en eins og áður er bent á, er þetta þver- öfugt. Því gild ástæða er til að ætla, að Framsóknarflokkur- inn sé vaxandi flokkur, er eigi sterkari ítök meðal þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. Undir þeim kringumstæðum er það hreinasta Lokaráð að ætlast til, að flokkurinn fremji sjálfsmorð, ekki aðeins gagnvart samvinnu- stefnunni heldur og gegn al- mennum umbótum í landinu." „NOKKRIR UNDAN- VILLINGAR“. Ennfremur segir í áminnstri grein Dags: „Það verður því að líta svo á, að umrædd uppástunga sé bor- in fram í augnabliks fljótræði og án þess að hún sé hugsuð niður í kjölinn. Ekki getur hún stuðst við innra ástand í Fram- sóknarflokknum, því að ekki er vitað að nokkur málefnaá- greiningur eigi sér þar stað. Uppástungan hlýtur því að hjaðna niður eins og „af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið“. Það ætti líka að liggja í augum uppi, að fengi uppástungan nokkurn byr, gætu afleiðingar hennar ekki orðið aðrar en klofningur Framsókn- arflokksins, því áreiðanlega mundi mikill meiri hluti flokks- manna halda fast við stefnu sína eftir sem áður og halda flokksstarfinu áfram, þó að nokkrir undanvillingar villtust af réttri leið“. ÞARF FRAMSÓKNARFL. AÐ BREYTA UM NAFN? Þá minnist Dagur að lokum á þá tillögu að breyta um nafn á Framsóknarflokknum. Blaðið segir: „Um nafnbreytingu Fram- sóknarflokksins er það að segja, að hún virðist vera hreinasti ó- þarfi og ef til vill varasöm. Flokkurinn hefir unnið sér orðstír og álit undir núverandi nafni sínu. Þó skal það játað, að heiti flokksins er aukaatriði, en aðalatriðið er stefna hans og starf. Það er og kunnugt, að tveir af starfandi stjórnmála- flokkum hafa skipt um nafn, en það hefir verið gert í þeim ákveðna tilgangi að breiða yfir fortíð þeirra og villa um lelð á (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.