Tíminn - 08.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1944, Blaðsíða 2
102 TÓIIMV. migvikutlagiiiii 8. marz 1944 26. lilaÍY ^ftmtnn Miðvihudagur 8. marz Heíldsalaokríð Það hefir tekizt ótrúlega vel að hamra þá kenningu inn í hugi landsmanna, að dýrtíðin stafi aðallega af verðlagi land- búnaðarafurða og kaupgjaldi verkamanna. Þegar rætt er um orsakir dýtíðarinnar, er vart minnst á nema þetta tvennt. Hinu er jafnan sleppt, sem er veigamesta orsök dýrtíðarinnar, en það er okurstarfsemi heild- salanna og ýmissa iðnaðaror- kólfa. Dýrtíðarvísitalan á mikinn þátt í því, að þessi ranga hug- mynd hefir skapast. Dýrtíðar- vísitalan er aðeins bundin við brýnastan framfærslukostnað félitilla launamanna á kreppu- tímum og gefur því álveg ranga hugmynd um venjulegan heim- ilisrekstur í kaupstöðunum. Þess vegna verður t. d. hlutur landbúnaðarvaranna í dýrtíðar- vísitölunni miklu stærri en hann raunverulega er í heimil- fsrekstrinum. Þess vegna eru líka flestir launamenn mót- fallnir niðurgreiðslu ríkissjóðs á verðlagi landbúnaðarvara, þar sem það er beinn hagur þeirra, að þetta verðlag sé sem hæst, vegna vísitölufyrirkomulagsins. Hver og einn, sem reynir að gera sér nokkra grein fyrir starfsháttum heildsalanna, get- ur ekki heldur gengið þess dul- inn, að þangað er að rekja einn höfuðþátt dýrtíðarinnar. Hér starfa talsvert á annað hundrað einkafyrirtæki að innflutnings- verzluninni, sem öll græða of- fjár, þrátt fyrir stórfellt manna- hald og mikinn skrifstofukostn- að. Það mun ekki ofsagt, að gróði þessara fyrirtækja hafi numið mörgum tugum miljón- um kr. á'undanförnum árum og að öllum líkindum stórum meiri upphæð en samanlagt söluverð þeirra ' landbúnaðarafurða, sem seldar hafa verið í landinu. Þessi blóðskattur, sem hér hefir verið lagður á verzlunina, er vissu- lega ein aðalorsök dýrtíðar- innar. Blöð heildsalanna hafa reynt að verja þá með því, að verð- lagið sé ekki lægra hjá S. í. S. en þeim. Þetta eru hinar stór- felldustu blekkingar. Verðlagið hjá S. í. S. er til jafnaðar stór- um lægra, enda hefir niðurstað- an orðið sú, að almenna álagn- ingin er langminnst á þeim vör- um, þar sem innflutningshlutur S. Í..S. er stærstur ^t. d. mat- vörur). Þar verða heildsalarnir að fylgja fordæmi þess. Hins vegar ræður S. í. S. minnu um almenna verðlækkun þeirra vörutegunda, þar sem innflutn- ingshlutur þess er hverfandi lít- ill. Þar ráða heildsalarnir að mestu. Þar nær okrið að blómstra. Heildsalarnir hafa ekki aðeins aukið dýrtíðarbólguna • með gegndarlítilli álagningu, heldur hafa þeir með því að kappkosta innflutning ýmissa miður nauð- synlegra vara, ýtt undir kaup- fýsn almennings og hún hefir af tur aukið ' kaupkröf urnar. Þetta hefir átt meiri þátt i verð- bólgunni og kaupkröfunum en marga grunar. Um ýmsan innlendan iðn- rekstur mætti líka segja næsta svipaða sögu og heildsalaverzl- unina. Verðhækkun ýmsra slíkra vara og gróði hlutaðeigandi fyrirtækja sýnir bezt, að þar er falin ein af þýðingarmeiri or- sökum dýrtíðarinnar. Þegar hafizt verður handa um varanlega lausn dýrtíðar- innar, má vissulega ékki gleyma þeim veigamiklu orsökum henn- ar, sem hér hafa verið raktar. Það er meira en rétt, að verð- lag landbúnaðarafurða og kaup- gjald verkamanna verður að lækka, ef framleiðslan á ekki að sligast, en slík lækkun væri svipað verk og að fást aðeins við flísina, en gleyma bjálkan- um, ef ekki væri jafnframt tekið fyrir okurstarfsemi milliliðanna. Lækkun afurðaverðs og kaup- gjalds vantaði allan siðferði- legan grundvöll, ef aðeins væri þrengt að* bændum og verka- mönnum, en milliliðir og aðrir Eysteínn J 6 n s s o n: Uppgjöi eða framsókn Pyrir nokkru ritaði ég hér í blaðið hugleiðingar um samstarf bænda og annarra vinnandi framleiðenda. Ég hélt því fram, að brýn riauðsyn væri á sam- tökum þessara stétta um stétta- málefni. En jafnframt lagði ég höfuðáherzlu á, að þau sam- tök væri ekki fullnægjandi. Vinnandi framleiðendur þyrftu einnig að sameinast sem mest um ákveðna þjóðmálastefnu. Þá sýndi ég fram á, að megin þorri bændastéttarinnar fylgdi þjóð- málastefnu Framsóknarflokks- ins, hefði með þeim hætti unn- ið glæsilega þjóðmálasigra og dró þær ályktanir af þessu, að eina leiðin til sameiningar væri súj að Framsóknarflokkurinn væri nú efldur meira en nokkru sinni fyr. Blað eitt, sem telur sig vilja sameiningu allra atvinnurek- enda, virðist hafa dregið þær furðulegu ályktanir af þessum ummælum, að mér væri ekki áhugamál, að bændur og aðrir vinnandi framleiðendur ynnu betur saman en verið hefir. Hef- ir blaðið beint til mín fyrir- spurnum og hreytt að 'mér orð- um á þá Jund, að eigi verður misskilið. Ég á ekki sæti á nein- um spurningabekk hjá blaði þessu né þeim, er að því standa, og mun því eigi binda mig við að svara spurningum þess, og það því fremur, sem mér virð- ist umrætt blað lítil skil gera þeim verkefnum, sem það þó telur sig vilja sinna. Aftur á móti mun ég halda lítið eitt áfram þeim hugleið- ingum, er ég hóf í umræddri grein. Mér er það höfuðáhugamál, að sem flestir landsmenn not- færi sér úrræði samvinnunnar í stórgróðamenn fengju að halda öllu sínu og leika jafnvel enn lausari hala en áður. Það verður því ekki sízt á þessum vettvangi, sem taka þarf öfluglega í taumana, ef ekki á illa að fara. Varanlega verða þessi mál þó ekki leyst fyrr en ræzt hefir sá draumur frum- herja samvinnufélaganna, að öll 'verzlun landsmanna sé f höndum þeirra. Þá fyrst er verzlunin komin í hendur lands- manna og þeim ekki nein hætta búin af okri erlendra eða inn- lendra'kaupsýslumanna, eins og lengi hefir verið. - Þ. Þ. sem allra flestum efnum og geri samvinnuhugsjónina að grundvallarstefnu sinni í þjóð- málum, að dæmi Framsóknar- manna. Mér virðist aðstaða þeirra, sem vinna við sjálf framleiðslustörfin, vera þannig, að þeim ætti að vera ljósara á- gæti samvinnustefnunnar í þjóðmálum en flestum öðrum. Reynslan hefir staðfest þessa skoðun. Á þeim rúmum 25 ár- um, sem Framsóknarflokkur- inn hefir starfað, hafa fleiri og fleiri úr hópi þessara manna fylkt sér undir merki flokksins. Bændur og aðrir vinnandi framleiðendur hafa fundið það betur og betur, að Framsóknar- flokkurinn heldur bezt á mál- um þeirra og hefir um þau for- ustu. Þeir hafa séð það gleggra með hverju ári, að þótt aðrir flokkar léðu málum þeirra stundum lið, t. d. Alþýðufokk- urinn og Sjálfstæðisflokkur- inn, þá kom sá stuðningur við málin vegna forustu Fram- sóknarmanna. En hér kemur einnig annað til en stéttarsjónarmið manna. Bændur hafa fylkt sér í Fram- sóknarflokkinn einnig vegna þess, að flestum þeirra fellur vel umbótastefna flokksins og barátta hans fyrir bættum þjóð- félagsháttum. í Framsóknar- flokknum hafa þeir fylkt sér um ákveðna umbótastefnu, byggða á hugsjón samvinnunnar. Víðsýnir bændur hafa jafn- an séð og skilið að þjóðfélagið þarf annars og meira með en þröngsýnnar togstreitu milli stéttanna. Þeir munu halda á- fram að líta svo á, og sjá jafn glöggt fyrir því nauðsyn þess að hafa stéttarsamtök. Þeir munu kunna glögg skil á því, hvaða verkefni henta stétta- samtökum, en jafnframt gera sér ljóst, að eigi verða öll við- fangsefni þannig leyst. Þeir munu því halda áfram að efla þjóðmálasamtök þau, sem bezt hafa gefizt. Ég geri ekki ráð fyrir, að í hópi þeirra manna, sem staðið hafa að þjóðmálasamtökum samvinnumanna, séu margir, sem reiðubúnir eru til þess að vinna að „sameiningu", er á að vera fólgin í því, að kasta fyrir borS umbótastefnu Framsókn- arflokksins, sem meira en tveir þriðjungar bændanna aðhyll- ast, og tryggt hefir allar meiri- háttar framfarir í sveitum landsins á undangengnum ára- tugum, en ganga í þess stað í yaranlegt bandalag við stórat- vinnurekendur, milliliðastéttir og auðmenn bæjanna. Ég hygg, að umbótamenn og samvinnumenn í landinu muni ekki vænta sér mikils til fram- búðar af slíkri samsteypu, jafn- vel þótt líklega væri látið á meðan menn væru að leggja niður samtök þau, er bezt hafa gefizt og mestur þyrnir hafa verið í holdi þeirra, sem „sam- einast" ætti. Ég geri ráð fyrir, að æsku- menn í landinu mundu heldur ekki verða hrifnir af slíkum vinnubrögðum, og sízt nú þegar í öllum menningarlöndum eru ráðagerðir um djarflegar þjóð- félagsumbætur. Mér sýnist sú stefna ekki ráðleg, að ganga sig aftur á bak í jörð ofan af ótta við kommún- ista, þótt ég vilji manna sízt gera lítið úr þeirri hættu, sem heilbrigðu umbótastarfi stafar af vinnubrögðum þeirra. — Reynsla þeirra þjóða, sem sem þannig hafa farið að, er ekki svo glæsileg, að freistandi sé að fylgja þeirra fordæmi. Þá er spurningin: Hvernig er heppilegast. að ¦ vinna á næst- unni að málefnum samvinn- unnar og umbótum í landinu? Framsóknarmenn hafa þýð- ingarmikla þjóðmálareynslu, og mun þeim bezt farnast, ef þeir hafa framvegis þær vinnuað- ferðir, sem bezt hafa gefizt, en varast aðrar, sem illa hafa reynst. f landinu hafa lengst af starf- að þrír aðalflokkar. Framsókn- arflokkurinn hefir ekki haft hreinan meirahluta né heldur hinir flokkarnir. Hvernig hefir þá Framsókn- arflokkurinn séð taorgið áhuga- málum umbjóðenda sinna, þótt hann hafi ekki haft meirahluta á Alþingi og þótt nokkur hluti bændastéttarinnar og æði- margir vinnandi framleiðendur við sjóinn, hafi ekki viljað veita honum brautargengi fram að þessu? Hann hefir gert það með því að vera miðflokkur í landinu. Með því að semja við fulltrúa annara þjóðmálasamtaka, og taka tillit.til þeirra að sjálf- sögðu um leið, en aldrei með því að sameinast þjóðmálasam- tökum, sem höfðu aðra megin- stefnu.- Þannig hefir Framsóknar- flokkurinn haldið á málum. Með þessum hætti hefir hann kom- ið stórfelldum umbótum til leið- ar. Til dæmis má nefna, og er þó fátt eitt tekið: héraðsskól- ana, byggingar- og landnáms- sjóðinn, Búnaðarbankann, síld- arverksmiðjur ríkisins, nýbýla- lögin, hraðfrystihúsin, afurða- sölulögin. Þannig mótaði og flokkurinn stefnuna í fjármál- um, verzlunarmálum og sam- göngumálum á þann hátt, sem nú hefir hlotið viðurkenningu nær allrar þjóðarinnar. ^Oftast hefir flokkurinn getað komið mestu til leiðar með samstarfi við fulltrúa umbóta- sinnaðra verkamanna og er eðlilegt að svo sé, þegar á mál- um þeirra er haldið trúlega og af víðsýni. Þegar því hefir ekki verið til að dreifa, hefir Fram- sóknarflokkurinn reynt að hafa samstarf við flokk samkeppnis- manna. Er skemmst að minn- ast hversu síðasta tilraun í þá átt endaði á árinu 1942. Styrkur Framsóknarflokksins hefir jafnan legið í því að vera trúr samvinnustefnunni og um- bótastefnu sinni í þjóðmálum, vinna með öðrum flokkum eftir þvi sem málefni stóðu til, en höggva hvorki af sér vinstri né hægri höndina, ef svo mætti að orði kveða. Fyrir nokkrum árum kom upp hreyfing í þá átt að leggja um- bótastefnu flokksins á hilluna og gera varanlegt bandalag við stóratvinnurekendur og milli- liðastétt bæjanna. Var þetta ekki þannig fyrir lagt að vísu, en því haldið fram, að sam- eina ætti alla bændastéttina í einn flokk. Sú „sameiningar- tilraun" var studd m. a. af einu ríkasta verzlunarfélagi í Reykja vík og með mörgu móti kom í ljós hvert förinni var heitið. Ýmsir mætir menn höfðu hér stutt að í góðri trú, en þegar sýnt var, hvert stefndi, breyttu þeir að sjálfsögðu afstöðu sinni í samræmi við það. Varð því þjóðmálasamtökum samvinn- unnar ekki hnekkir að til fram- búðar, en þó urðu að þessu leið- indi um skeið, og því verður ekki neitað, að þær sviftingar, sem af þessu stófuðu, töfðu því vöxt flokksins um nokkur ár. Nokkrum mönnum virðist hafa dottið í hug, að tími sé nú til þess kominn, að Fram- sóknarmenn leggi niðúr um- bótabaráttu sína og miðflokks- starfsemi og sameinist að fullu eða geri varanlegt bandalag við stóratvinnurekendur og kaup- sýslustéttir landsins, en loki öðrum leiðum. Allt vegna þess hve brýn nauðsyn sé á því að sameinast gegn kommúnistum. Ef þannig væri á málum hald- ið, þá er alveg víst, að það yrðu ekki samvinnubændurnir í landinu, sem réðu stefnu þeirr- ar þjóðmálafylkingar, sem þannig væri mynduð. Þegar búið væri með þvílík- um vinnubrögðum að tvístra þeim þjóðmálasamtökum sam- vinnumanna, sem eigi aðeins hafa gengið harðast fram fyrir .skjöldu í málefnum vinnandi framleiðenda, heldur einnig löngum borið hita og þunga af stjórn landsins, þá væri ekki framar mikil ástæða fyrir öfga- fylkingar bæjarflokkanna til' hægri né vinstri, að taka tillit til þess, hvað vinnaridi fram- leiðendur og samvinnumenn í dreifbýlinu vildu vera láta. Rétt væri og fyrir menn að athuga í þessu sambandi hver verkefni eru mest aðkallandi næstu árin. Þar ber hátt raf- orkumálin, ræktunina og aukn- ingu skipastólsins. Þessi verk- efni krefjast framlaga af al- mannafé, svo miljónatugum nema, þótt eigi séu fleiri talin af öllu því, sem ógert er. Hvern- ig halda menn að ganga mundi að koma þessum málum í fram- kvæmd, þegar. búið væri að tvístra þeim flokki, sem bezt er til forustunnar treystandi og sú leið ein opin, sem stríðsgróða- mennirnir hafa á sínu valdi. Framsóknarmönnum er ann- að hlutverk ætlað en að bogna fyrir ofstopa kommúnista eða taka afarkostum kyrrstöðu- manna. Framsóknarmenn við- urkenna ekki, að málum sé þannig komið, að velja beri milli þess eins að styðja kommúnisma eða kyrrstöðustefnu til hægri, enda er ljósara með-hverjum degi sem líður, að sú verður ekki rás viðburðanna í nálæg- um lýðræðislöndum. Þar munu menn hafna jafn eindregið ein- ræðisstefnu Stalins, ofbeldis- stefnu Hitlers og íhaldsstefnu þeirri, sem ríkti í mörgum lönd- um fyrir styrjöldina. í þessum löndum verður upp tekin ný róttæk stefna þjóðfélagsum- bóta og henni stefnt gegn of- beldi og einræði frá hægri og vinstri. Það verður hlutverk Fram- sóknarflokksins að hafa for- ustu um myndun öflugrar .fylk- ingar djarfhuga umbótamanna og leita í því sambandi sam- starfs og samvinnu við alla þá, sem slíka stefnu taka fram yf- ir skiptingu þjóðarmnar í tvær fjandsamlegar fylkingar, sem enda hlyti með einræði í ein- hverri mynd. Mjög er nú rætt um kom- múnista og starfsemi þeirra og (Framh. á 4. síðu) Vilhelm Juiig: Mestu eldsumbrot sögunnar Fyrir sextíu árum varð hið stórfenglegasta jarðrask, er sögur fara af, þegar eldfjallið Krakatá gaus með þvílíkum heljarkrafti, að þess gætti um heimskringluna allá. Og þó að við lifum á byltingatímum, er ekki ófróðlegt fyrir okkur að líta um öxl og virða fyrir okkur þessa feiknarlegu spreng- ingu, sem varð af völdum náttúrunnar sjálfrar. Þegar siglt er inn í Sunda- sundið vestan úr Indlandshafi, á milli eyjanna Súmötru og Jövu, blasir við sjónum manna risavaxinn þríhyrndur berg- veggur. Þetta 832 metra háa, næstum lóðrétta fjall, er nak- inn svartur flötur, sem stingur óhugnanlega j stúf við vinalegu, grænu smáeyjarnar með sínum þétta trjágróðri, sem dreifðar eru um þessa siglingaleið. Það er líkast því, sem tröll hafi reist hér hrikalegan minnisvarða undir miðbaugssólinni í dimm- bláu hafinu. Óg þetta er ekki svo fráleit líking. Tröllið er Vúlkan, hinn gamli guð eldfjallanna, og minnisvarðinn, sem hann hefir reist sínum ótrúlega krafti, eru leifarnar af Krakatá — Krabba- eyjunni, eins og hún líka er nefnd. Fyrir sextíu árum voru hér fjórar smáeyjar: Einmanaey, Langey, Pólverjahatturinn og Krakatá. Þessi litli eyjaklasi var óbyggður. Endrum og sinnum gengu þar þó malajskir fiski- menn á land til þess að taka skjaldbökuegg, sem Kínverjum þykir hið mesta hnossgæti. Inrifæddir menn kunnu raun- ar frá því að segja, að Kraka- tá hefði „spúð- eldi" árið 1680, en síðan var svo langt um liðið, að það var komið í tölu útkuln- aðra eldfjalla. í Austur-Indí- um er grúi geysimikilla eldfjalla, og meðal þeirra var Krakatá agnarkríli. Á Krakatáeyju voru tvö lág fell, Perbuwatan og Danan, og Krakatá, sem eyjan dregur nafn af, nokkru hæst. Og það var í þessum fjöllum, sem fram kom allt í einu svo ógurlegur kraftur, að greina mátti um hnöttinn' allan. Þess eru engin dæmi, að áhrif eldsumbrota hafi verið svo gífurleg. Þegar Krakatá-gígurinn var búinn að sofa Þyrnirósarsvefni sínum í tvö hundruð ár, færði hollenzki verk- og jarðfræðing- urinn Verbeck sönnur á, að Krakatáeyjan stæði í djúpri hafgjá á milli Jövu og Súmötru. Jafnframt benti hann á, hve hættulegar aðstæðurþetta væru. í jöðrum slíkra jarðsprungna verða tiðum hræringar, sem þrýsta á fljótandi hraunleðju í iðrum jarðar. Þannig getur og jsjór seytlað niður í holrúmið og breytzt með stórkostlegum þrýstingi í mjög heita gufu. Þegar þrýstingurinn vex í iðrum jarðarinnar, þrúgast fljótandi og glóðheit hraunleðjan út um gígina, og gufan fer þá annað hvort sömu leið eða sprengir utan af sér jarðskorpuna. Það kom brátt í ljós, að verk- fræðingnum hafði ekki skjátl- azt. Sunnudaginn 20. maí 1883, á ellefta tímanum, tók allt í einu að sjást lífsmark með Perbuwatan. Hið útkulnaða eldfjallskríli hafði þá aðeins verið í dauðadái. íbúar Batavíu, höfuðborgar Jövu, trufluðust í sunnudagsfriði sínum af þrumu- brestum og dimmum drunum. Var þetta jarðskjálftr eða eldsumbrot? Fólk lagðist á jörðina og hlustaði, en ekkert hljóð var að heyra neðan úr jörðinni. Hér hlaut eldfjall að vera að verki. Daginn eftir bárust þau tíð- indi, að eyðieyjan Krakatá hefði vaknað eftir 203 ára sam- felldan svefn. Strandbúarnir í næsta umhverfi höfðu séð eld- tungur og reyk yfir eynni, og fíngert öskumistur hafði fallið á jörðina. í þrjá mánuði héldu eldfjöllin á Krakatá áfram að rymja, eins og þau vildu vara landslýðinn við þeim ægilegu hamförum, sem í aðsigi voru, en hin ró- lyndu, kaffibrúnu Austurlanda- börn voru ekki fús á að láta ógna sér til þess að flýja sveita- þorp sín og hrísgrjónaakra. Sunnudaginn 26. ágúst 1883 hefir eldfjallið þó þrotið þolin- mæðina. Á Jövu og Súmötru heyrðist skruðningur, sem fór sívaxandi, en yfir hann gnæfðu við og við dimmar drunur og hvellir, líkastir f allbyssuskot- um. Fæstir strandbúanna flýðu eða færðu sig um set upp í land- ið. Enda þótt drunurnar í eld- fjöllunum væru búnar að heyr- ast í þrjá mánuði, og fólkið farið að venjast reyknum og öskufallinu, mátti við öllu bú- ast. Og árdegis á mánudag reið skelfingin yfir, með svo gríðar- legum brestum, að yfir tók allt, sem á undan var gengið. Bik- svart reykský steig upp í loftið, svo að kolniðamyrkur , varð á suðurhluta Súmötru og Jövu vestanverðri. Þó að miður væri dagur og sól hátt á lofti, varð fólk að kveikja Ijós í híbýlum sínum til þess að sjá til. Úti fyrir var svartnættis myrkur, og í skjóli þess* sendi Krakatá dauða og tortímingu á hendur strandbúum Jövu og Súmötru með 35 metra hárri flóðbylgju. Drynjandi og hvæsandi þreif hún allt með sér, fast jafnt og laust. Fólkið leitaði sér athvarfs á hæðunum í nágrenninu, en yfir það rigndi glóandi vikri og heitu mistri, og loftið var mett- að banvænum gastegundum og brerinisteinsgufu. Meiri hluti fólksins, sem forðað gat sér undan flóðbylgjunni, brenndist því til dauðs eða kafnaði. Aðeins eitt af skipunum, sem lágu 'þarna í höfn, komst af, saltflutningaskipið „Marie". Má kraftaverk kallast, að það skyldi ekki, sem hin, verða hinum geig- vænlegu flóðbylgjum að bráð. Fyrsta bylgjan, sem yfir reið, skolaði skipinu langt upp á land, en ein hinna þriggja, sem á eftir komu, losaði það aftur af grunni, og þoldi það~voIk mikið, áður en ósköpum þessum linnti. Hinar fjórar hrikalegu flóð- bylgjur ollu ósegjanlegri eyði- leggingu á ströndum Jövu og Súmötru. Af Evrópumönnum fórust 37, en 36.380 af innfædd- um. 165 sveitaþorp jöfnuðust við jörðu og 132 urðu fyrir miklu tjóni. En æðisgengnar bylgjum- ar geisuðust áfram um úthöfin og snertu strendur bæði Afríku og Ameríku. í Evrópu varð þeirra varð allt til Ermarsunds. Hvað olli því, að eldsumbrot þessi voru svo óvenjulega kraft- mikil? Líklegt er talið, að myndazt hafi holrúm undir Krakatáeyju, þegar eldfjöllin þeyttu hinum firna mikla vikri upp í loftið. Jarðskorpan hefir látið undan þunga eyjarinnar, sem á henni stóð, og svo sem fyrr getur var hún í sprungu á hafsbotninum. Við hamfarir þessar hurfu tveir þriðju hlutar eyjarinnar niður í holrúmið ásamt kynstrum af sjó, sem breyttist í gufu, er hann snart glóandi hraunleðj- una. Af gufunni varð sprenging, hún sundraði hluta af fjallinu og hratt sjónum frá sér með þeim ægikrafti, sem lýst hefir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.