Tíminn - 11.03.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 11.03.1944, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. f RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4372 j AFGREIÐSLA, INNHEIMT. i OG AUGLÝSINGASKF.—r. DFA: i EDDUIIÚSI, Lindargötu 9 A. ! Sími 2323. 28. árjí. Reykjavík, laugarclaginii 11. marz 1944 27. blað Erlent ylirlit: Afstaða Tyrkja Það hefir vakið mikla athygli, að Bretar og Bandaríkjamenn hafa tilkynnt, að þeir hafi frestað vopnasendingum til Tyrkja um óákveðinn tíma. Erlendum blöðum kemur ekki saman um tilefni þessara á- kvarðana Bandamanna. Sum þeirra álíta, að Bandamenn telji, að Tyrkir þurfi ekki leng- ur að óttast árás Þjóðverja, og þess vegna sé óþarft að senda þeim vopn, þar sem þeirra sé meiri nauðsyn annars staðar. Aðrir telja, að Tyrkir hafi ekki viljað fallast á kröfur Banda- manna um þátttöku í styrjöld- inni. Flestum blöðunum kemur þó saman um, að vinátta Bandamanna og Tyrkja hafi ekki kólnað að ráði. Þau blöðin, er skýra svo frá, að staðið hafi yfir samninga- viðræður um þátttöku Tyrkja í styrjöldinni, þykjast jafjiframt hafa heimildir fyrir því, að Tyrkir hafi ekki verið með öllu ófúsir í þeim efnum. Hins vegar hafi þeir haldið því fram, að Þjóðverjar myndu tafarlaust svara slíkri þátttöku þeirra méð innrás í þau héruð Tyrkja, sem er Evrópumegin Bosporussunds- ins, og skorti þá ýmsan herút- búnað til að mæta slíkri árás. Gerðu þeir því þá kröfu til Bandamanna, að þeir sæju sér fyrir tilskildri aðstoð, ef þeir yrðu fyrir slíkri árás, en þess- um skilyrðum gátu Bandamenn ekki fullnægt, nema með því móti að raska stórlega hernað- aráætlunum sínum. Niðurstað- an var því sú, að Tyrkir halda hlutleysinu áfram, en Banda- menn hættu að senda þeim vopn, þar sem þeir telja lika útilokað, að Þjóðverjar ráðist á Tyrki að fyrra bragði, eins og nú er komið. Bandamenn eru taldir hafa haldið því fram í þessum samn- ingaviðræðum, að Þjóðverjar myndu ekki ráðast á Tyrki, þótt þeir færu í styrjöldina, þar sem þeir hefðu ekki bolmagn til slíkr- ar árásar. Tyrkir eru hins veg- ar sagðir hafa haldið því fram, að Þjóðverjar myndu telja sig tilneydda til slíkrar árásar, hvað, sem hún kostaði, bæði til að halda áliti sínu meðal Balk- anþjóðanna og til að hindra af- not Bandamanna og Rússa af Bosporussundinu. Þótt Tyrkir verði aldrei bein- ir þátttakendur í styrjöldinni, (Framh. á 4. síðu) Selntasttt Iréttir Rússar hafa hafið mikla sókn í Suður-Ukrainu og Suður-Pól- landi. Þeir hafa rofið hina mik- ilvægu járnbraut milli Lwow og Odessa, sem er ein helzta flutn- ingaleið Þjóðverja til Rúmeníu. Búizt er við, að Rússar taki Tarnopol þá og þegar. Á nokkr- um stöðum eru þeir komnir að landamærum Rúmeníu frá 1940. Finnska þingið hefir samþykkt með 117:80 atkv. að halda áfram samningaumleitunum við Rússa. Tanner fylgdi meirihlutanum. Ameríski flughérinn hefir flesta daga þessarar viku gert stórfelldar dagárásir á Berlín. Loftbardagar hafa oft orðið miklir og telja Ameríkumenn flugvélatjón Þjóðverja miklu meira.. Rússneska stjórnin hefir hafnað þeirri málamiðlun pólsku stjórnarinnar, að landamæra- deilum þeirra verði frestað fram yfir stríðslok. Jafnframt hefir hún krafizt, að nokkrum ráð- herrum verði vikið úr pólsku stjórninni. Rússneski sendíherr- ann ræðir við blaða- menn Hinn nýkomni sendiherra Rússa á íslandi, Alexei Krass- ilnikoff, boðaði blaðamenn á fund sinn á miðvikudagsmorg- uninn að Hótel Borg, þar sem hann býr enn, ásamt starfsliði Lýðveldísstjórnarsbráín aígreídd einróma frá Alþingí t Akvæðin um kjorgengi, kosningu og synjunarvald iorseta ~ Lýðveldisstjórnarskráin var afgreidd frá Alþingi síðastl. mið- sínu. Alexei Krassilnikoff, fyrsti sendiherra Rússa á íslandi. Sendiherrann kvað stjórn Sóvét-Rússlands það ánægju- efni, að stjórnmálasambandi hefði nú verið á komið milli þess og íslands. Hann kvaðst þess fullviss, að það myndi upphaf góðrar samvinnu þessara tveggja þjóða, rússneska stór- veldisins og íslenzku smáþjóð- arinnar. Sendiherrann kvað Rússa held- ur lítil skil kunna á íslandi og íslendingum, sem vonlegt er, því að samskipti þessara þjóða hafa verið harla lítil. En ekki taldi hann óhugsandi, að nokkur verzlunarviðskipti gætu tekizt með þeim, þegar þeir möguleik- ar hefðu verið athugaðir. Sendiherrann lét í ljós áhuga sinn um að kynnast íslenzku þjóðinni, lögum hennar og hátt- um, og sagðist hafa í hyggju að læra íslenzku, þótt sér hefði raunar verið tjáð, að hún væri torlært mál. Tuttugu manns eru í fylgd með sendiherranum, þar af sex starfsmenn. Hitt eru konur og börn starfsmanna sendiráðsins. Heiðursmerki Hinn 5. febrúar þ. á. sæmdi ríkisstjóri eftirtalda Vestur- íslendinga heiðursmerkjum Fálkaorðunnar. Sveinbjörn Jónsson prófess- or, Illinois, fékk stjörnu stór- riddara. E. Hjálmar Björnsson rit- stjóri, Minneapolis, Rjchard Beck prófesor, Grand Forks, og Árni Helgason ræðismaður, Ohicago, fengu allir stórridd- arakross. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson afhenti mönnum þessum heiðursmerkin. Ferð norður Nú í vikunni fóru tvær stórar bifreiðir norður til Sauðárkróks á vegum póststjórnarinnar, með póst og farþega. Komu þær til bæjarins aftur í gærmorgun. Tíminn átti stutt samtal við annan bifreiðarstjórann, Vil- hjálm Heiðdal. Lét hann vel af færðinni úr því kæmi upp í Borgarfjörðinn. Snjór væri ekk- ert mjög mikill á Holtavörðu- heiði né Vatnsskarði og ekkert til farartálma á vegunum. En Vilhjálmur kvað færðina mjög þunga, vegna aurs, fyrir Hval- fjörð og inn með Hafnarfjalli. Alþingí frest- að til 10. júní Tillagan um norræna samvínnu samþykkt í dag mun verða samþykkt tillaga í sameinuðu Alþingi um að fresta þinginu um nokkurt skeið, þó ekki lengur en til 10. júní næstkomandi. Tillaga skilnaðarnefndar um norræna samvinnu var til af- greiðslu í sameinuðu þingi og var samþykkt með 48 samhljóða atkvæðum. Það olli nokkrum leiðindum í sambandi við afgreiðslu tillög- unnar, að kommúnistar reyndu að fá henni breytt þannig, að í henni fælist óbeint kali til Finna og Svía. Varð þetta til þess, að bornar voru fram all- margar breytingartillögur, en þær voru allar ýmist felldar eða teknar aftur, og tillagan sam- þykkt óbreytt með því atkvæða- magni, er áður var greint. Frá Danmörku Fréttir frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn: Eftirtaldir íslendingar hafa lokið fullnaðarprófi í náms- greinum sínum: Ingvar Ingvarsson í raf- magnsfræði, Gunnar Tómasson í verkfræði, Þorvaldur J. Júlíus- son í hagfræöi, Gunnlaugur Pálsson, húsameistárapróf frá Listaháskólanum, Páll Pálsson í dýralæknisfræði (á þá eftir hálfs árs varðstofustarf). Jón Eiríksson læknir tekur nú þátt í námsskeiði fyrir embætt- islækna og mun ekki hafa nein læknisstörf á hendi fyrst um sinn. í októbermánuði s. 1. var Jón Helgason prófessor kosinn deild- arstjóri heimsspekideildar Hafn- arháskóla. Jón Stefánsson málari hefir haldið sýningu á málverkum sínum. Seldi hann nokkur mál- verk, eitt þeirra kennslumála- ráðuneytinu. Frá Noregi Þýzku hernaðaryfirvöldin hafa nýlega dæmt 9 Norðmenn til dauða. Dómnum hefir þegar verið fullnægt. Þjóðverjar í Noregi eru byrj- aðir á því að gefa út blöð, sem svipar til leyniblaða föðurlands- vina. Gera þeir þetta í þeirri von, að þeir geti aflað sér ýmsra upplýsinga á þennan hátt. Fjöldi norskra lækna hefir verið fangelsaður undanfarna daga, m. a. forstöðumenn flestra stærstu spítalanna. Sannanir virðast fengnar fyr- ir því, að Þjóðverjar flytji nú flesta íbúana frá Tromsö og fleiri stöðum í Norður-Noregi. Virðast þeir búast við hörðum átökum þar, sennilega með tilliti til þess, að þýzki herinn í Finn- landi verði fluttur þangað, ef Finnar semja frið við Rússa. vikudag, eins og hún verður lögð fyrir þjóðina til staðfestingar, í atkvæðagreiðslunni, er fram fer 20.—23. maí næstkomandi. Það var neðri deild, er síðast hafði stjórnarskrána til meðferð- ar. Hún var upphaflega lögð þar fram og hlaut þar meginathug- un, en efri deild gerði síðan á henni örlitla breytingu, og fór hún því til neðri deildar aftur. Báðar deildirnar afgreiddu stjórnarskrána frá sér með sam- hljóða atkvæðum allra viðstaddra þingmanna. Stendur þingið einhuga um stjórnarskrána, eins og hún var afgreidd, þótt á- greiningur risi um nokkur smávægileg atriði. Eins og kunnugt er, var breyt- | Forseti lýðveldisins má ekki ing sú, sem nú var gerð á stjórn- ! vera alþingismaður né hafa með arskránni, eingöngu miðuð við höndum launuð störf í þágu op- það, að konungsvaldið er flutt | inberra stofnana eða einka- inn í landið. Geklc þingið frá atvinnufyrirtækja. þessu á þann hátt, að konungs- valdið er falið innlendum þjóð- höfðingja, forseta íslands, að því þó breyttu, að nokkur önn- ur ákvæði gilda um synjunar- vald forseta en konungs. Þar sem ákvæðin um kjör- gengi, kosningu, frávikningu og synjunarvald forseta eru ný í stjórnarskránni, þykir rétt að birta hér aðalatriði þeirra: „Forseti íslands skal vera þjóðkjörinn. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem full- nægir skilyrðum kosningarrétt- ar til Alþingis, að fráskildu bú- setuskilyrðinu. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Al- þingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosning- arbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn er í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör for- seta, og má þar ákveða, að til- tekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar. Kjörtímabil forseta hefst 1. á- gúst og endar 31. júlí að 4 ár- um liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu. Nú verður sæti forseta lýð- veldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis _og forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forseta- vald. Forseti sameinaðs Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágrein- ingur er þeirra í milli, ræður meiri hluti. Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkyæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi % hluta þingmanna í sameinuðu þingi. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hann var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir sam- þykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæða- greiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.“ Um synjunarvald forseta á lagafrumvörpum segir svo í nýju stjórnarskránni: „Ef Alþingi hefir samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyr- ir forseta lýðveldisins til stað- festingar eigi síðar en tveim vik- um eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því laga- gildi. Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar, og fær þaö þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Eins og kunnugt er, hafði konungur algert synj unarvald samkvæmt stjórnarskránni. Það ákvæði var þó aðeins arfleifð frá gömlum tímum og það orðin við- urkennd venja, að konungur notaði ekki þetta vald, heldur léti þingið einrátt um lagasetn- inguna. Meirihluti þingsins taldi ekki rétt að láta þetta ákvæði gömlu stjórnarskrárinnar standa óbreytt, þar sem þjóðkjörinn forseti væri líklegri til að brjóta hina hefðbundnu venju en kon- ungur. Þótt á pappírnum líti (Framh. á 4. síðu) Þrjú skip Aðfaranótt miðvikudags síð- astl. strönduðu þrjú erlend fiski- skip við svokallaða Mávabót, sem er landspilda mili Veiðióss og Skaftáróss. Kl. 2 e. h. komu nokkrir skip- brotsmenn heim á bæinn Sléttu- ból, sem er skammt frá strand- staðnum. Vissi fólk í landi ekki fyrr, að strandið hefði átt sér stað. Var þá liðinn um hálfur sólarhringur frá því skipin strönduðu. stranda Á skipunum voru 43 menn alls. Flestum þeirra, eða 39, tókst að komast til byggða, en einn drukknaði í brimgarðinum og þrír létust af vosbúð eftir á land var komið. Slysavarnaskýli er ekki við strandstaðinn, en hins vegar mun . vitamálastjórnin eiga skýli þarna skammt frá, en um það vissu skipbrotsmenn vitan- lega ekki. Skip þessi munu hafa orðið samferða hér upp að landinu. Á víðavmngi IIIRÐULEYSI í FJÁRMÁLUM. Morgunblaðið gerir sér mjög tíðrætt um ábyrgðarleysi og hirðuleysi ,sem Alþingi og ríkis- stjórn sýni í fjármálum ríkis- sjóðs. ' í tilefni af þessu þykir rétt að taka fram: Meginþorri Sjálfstæðismanna á þingi hafa lagt samþykki sitt á öll útgjöld, sem ríkissjóði er gert að greiða á þessu ári, hvort heldur það er í fjárlögum, sér- stökum lögum eða þingsálykt- unartillögum. Útgjaldatillögur, sem voru studdar af færri eða fleiri þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins og felldar voru á haustþinginu, námu samtals mörgum milj. kr. Jafnhliða því og Sjálfstæðis- menn stóðu þannig að sam- þykkt allra þeirra útgjalda, er ákveðin voru, og reyndu enn- fremur að fá fleiri stórútgjöld samþykkt, beittu þeir sér fyrir því, að skattar á hátekjumönn- um væru lækkaðir með afnámi verðlækkunarskattsins og tekj- ur ríkissjóðs þannig rýrðar. Sé því hægt að saka nokkra menn um ábyrgðarleysi í fjár- málum, eru það þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. ÞAÐ RÉTTA KEMUR f LJÓS. Björn Ólafsson fjármálaráð- herra hreyfði því í fjárlagayfir- liti sínu á dögunum, að ríkis- stjórnin kynni að þurfa að grípa til þess að draga úr fjárlaga- framlögum til verklegra fram- kvæmda, svo að hún þyrfti ekki að nota lánsfé til dýrtíðarráð- stafana sinna. Morgunblaðið hefir við öll tækifæri reynt að hnjóða í Björn síðan hann var ráðherra. En í þetta sinn brá það af venjunni. Það hrósaði honum fyrir þessa yfirlýsingu. Síðan hefir það ver- ið að japla á því, að stjórnin þyrfti heimild til að draga úr verklegum framkvæmdum. Mbl. hefir hér sýnt hinn raun- verulega umbótavilja flokks síns. Hann greiðir aðeins at- kvæði með framlögum til verk- legra framkvæmda til að sýnast. Jafnhliða reynir hann að skerða tekjustofna ríkisins, svo að ríkisstjórnin neyðist til að hafa ekki að neinu þau umbótafram- lög, er.þingið hefir samþykkt. AFNÁM VERÐLÆKKUNAR- SKATTSINS. Þau framlög, sem þingið hefir veitt á þessu ári til verklegra framkvæmda, bera vissulega ekki vott um neitt hirðuleysi út af fyrir sig, heldur það gagn- stæða. Þau sýna skilning á þörf umbóta til handa atvinnuveg- unum og landsfólkinu yfirleitt. Hitt sýnir aftur á móti fyllsta hirðuleysi og ábyrgðarskort, að þingið skyldi ekki afla nægi- legra tekna til að mæta þess- um útgjöldum, vegna hlífni við stórgróðamenn landsins. Framsóknarflokkurinn var eini flokkur þingsins, sem þ|r stóð vel á verði. Hann beittist fyrir framlengingu verðlækkun- arskattsins. Hann studdi síðar tekjuöflunartillögur, sem stjórn- in bar fram, en ekki fengu nægi- legt þingfylgi. Hefði stefnu hans verið fylgt, hefði ekkert þurft að óttast um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. Verði gripið til þess örþrifa- ráðs að draga úr verklegum framkvæmdum, er það ein- göngu afleiðing af þeim verkn- aði íhaldsmanna og verka- mannaflokkanna að fella verð- lækkunarskattinn. Merkilegt má vera, ef alþýðufólk kann verka- mannaflokkunum þakkir fyrir að fylgja íhaldsmönnum þar að málum. Dómsmálaráðherra hefir nú loks sent blöðunum skýrslu sjódóms Reykjavíkur um rann- sókn Þormóðsslyssins. Mun það mál nánar rætt í næsta blaði. •»

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.