Tíminn - 11.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1944, Blaðsíða 2
106 TlMOW, langardaginn 11. marz 1944 27. blað ^ímtnn Lauaardagur 11. marz Lokaþáttudnn Alþingi það, sem nú hættir störfum að sinni, mun jafnan talið í röð merkustu þinga. Þótt ófriðvænlega horfði upphaflega í stórmálinu, sem því var ætlað að leysa, tókst að ná fullu sam- komulagi um allt, sem nokkru máli skipti, og þingið undirbjó einhuga og samhent í hendur þjóðinni, að slíta til fullnustu hin óeðlilegu stjórnmálatengsli við Dani og stofna íslenzkt þjóð- veldi á komanda vori. Það mun vissulega ekki fara hjá því, að þessi einhugur Al- þingis vekji athygli annara þj.óða. Það má tvímælalaust fullyrða, að hann verður okkur mikill styrkur út á við. Það má líka telja fullvíst, að þessi einhugur Alþingis hafi mikil áhrif innanlands. Al- þingi hefir 'sýnt þjóðinni, hvernig vinnubrögðum skuli háttað í þessum málum. Þaö hefir staðið saman, þrátt fyrir deilur og sundurlyndi að öðru leyti. Það hefir gert skyldu sína. Nú er það þjóðarinnar að gera slíkt hið sama. Þegar saga lokaþáttarins í sjálfstæðisbaráttunni, sem nú er að enda, verður skráð, mun margra manna að góðu getið, en án efa mun þó hlutur Her- manns Jónassonar talinn þýð- ingarmestur. Undir forustu hans náðist fullt samkomulag um heimflutning æðsta valdsins 10. apríl 1940, þegar Danmörk hafði verið hernumin. Fyrir atbeina hans" náðist líka fullur samhug- ur, þótt ískyggilega horfði um stund, um yfirlýsingarnar 17. maí 1941. Loks átti hann drýgst- an þátt í því, að þinginu tókst að sameinast aftur um málið við lokaafgreiðslu þess nú. í þessu sambandi má og minn- ast tveggja þýðingarmikilla at- burða í stjórnartíð Hermanns' Jónassonar, er mjög hafa styrkt þjóðina út á við. Annar er synj- unin á beiðni Þjóðverja um flug- hlunnindi hér á landi. Fáir at- burðir hafa vakið meiri athygli á íslendingum né sýnt öllu bet- ur 'vilja þeirra til að varast óeðlilegan ágang stórvelda. Hinn er herverndarsamningur- inn við Bandaríkin. Með honum sýndu íslendingar tvennt: Að þeir höfðu fullan samhug með lýðræðisþjóðunum ' og vildu ástunda góða sambúð við þau stórveldi, er mestu ráða á Norð- ur-Atlantshafi, meðan þau virða frelsi og fullveldi íslands. Þessi tvö atriði hljóta að vera megin- grundvöllurinn undir utanríkis- stefnu íslands á komandi árum. Andstæðingar Hermanns Jónassonar hafa stundum vilj- að rangtúlka þau ummæli hans, þegar brezku hermennirnir komu til landsins, að íslending- ar ættu að taka þeim sem gest- um. Það hefir verið sagt, að þau hafi túlkað of mikla velvild. Góðir gestir ekki aðeins koma, heldur líka fara. Annars mis- bjóða þeir gestavináttunni. Meðan Bandamannaher þurfti að vera hér, vegna öryggis ís- lands og 'frelsisbaráttunnar í heiminum, gátu íslendingar, og áttu að taka þeim sem gestum. En gestavináttan þrytur í þessu tilfelli, eins og öðrum, ef gesturinn verður óeðlilega þaul- sætinn. Með umræddum um- mælum hefir H. J. því vissu- lega túlkað hug íslendinga til setuliðsins, ekki sízt með því tilliti til framtíðarinar, er allt- af verður þeim rikara í huga. Eins og á var minnst í upp- hafi, þíður það verk þjóðarinn- aí að leggja seinustu íiönd á hið mikla frelsisverk, sem beztu menn hennar hafa unnið að um áratugi. Þingið hefir vísað henni veglnn. í atkvæðagreiðslunni 20.—23. maí verður þjóðin að sýna öllum heiminum, að í þessu máli er aðeins til ein stefna og einn vilji á íslandi. Þá er lagð- ur sá grunnur að framtíð hins íslenzka lýðveldis, er eigi verð- ur haggað og eggja mun þjóð- ina til drengilegs starfs og bar- áttu, þegar þörfin er mest. Þ. Þ. Guðmundur Einarsson frá Miðdal: Bygging þjóðminja - og listasafnshúss Fyrir nokkru var að því vikið í Tlmanum, hve brýn nauðsyn vceri á, að hafizt yrði handa um- byggingu mynd- arlegs húss yfir listasöfn þjóðarinnar. Formaður Félags íslenzkra myndlistamanna, Guðmundur Einarsson frá Mið- dal, áréttar fyrri ummceli blaðsins um þetta efni með grein þeirri, sem hér fer á eftir, og bendir sérstaklega á þá lausn, að byggt verði hús, þar sem þjóðminjasafnið og listasafn- ið geti verið í sambýli, um sinn. Jafnframt víkur Guðmundur að því nýmœli, að isienzkum myndlistamönn- um verði kostur á að skipta um myndir í listasafni rík- isins, ef báðum aðilum, forráðamönnum safnsins og höf- undum verkanna, þykir vel á því fara. Einnig stingur hann upp á því, að listamönnum verði gefinn ko'stur á verðlauna- keppni um stór verkefni. Ymsir mætir menn hafa á síðari árum í ræðum og ritum hreyft því, hversu aðkallandi sé að reisa myndlistasafnhús. Mál þetta hefir fengið furðu- lega daufar undirtektir, beinlín- is verið þagað i hel. Fyrir um 20 árum síðan, er háborgar-hug- myndin var rædd sem mest, þá þótti sjálfsagt að ætla safnhúsi fyrir málverk stað við sunnan- vert Skólavörðutorg, við hlið Hnitbjarga. Var það vel til fall- ið og eðlilegt, en svo hefir nú skipazt, að lóð sú hefur verið mjókkuð svo með byggingum við Freyjugötu, að varla eru til- tök að byggja hæfilegt safnhús þarna. Til mála hefir komið að byggja yfir forngripasafnið um leið, og væri það að ýmsu leyti eðlileg ráðstöfun. Skipulagsnefnd borgarinnar hefir nú til umsagnar beiðni um hæfilega lóð fyrir slíkt hús frá þjóðminjaverðinum, Matthíasi Þórðarsyni, og Félagi íslenzkra myndlistarmanna. Efast höf- undur þessarar greinar eigi um, að hinn rétti staður verði fund- inh mjög bráðlega. Eins er vert að geta þess, að listvinur einn hér í borginni hefir gefið 15.000 krónur til verðlaunasamkeppni um teikn- ingar að slíku safnhúsi. Því verður ekki mótmælt, að heppilegt sé, að fé væri fyrir hendi, er lóð og hæfilegir upp- drættir lægju fyrir, og væri eigi ofrausn, þótt jafnhlíða stofnun lýðveldis íslendinga yrði fortíð- ar landsins og framtíðar minnst með því að leggja riflega upp- hæð til slíkrar byggingar. Það má deila um, hvort tími sé til þess kominn að reisa myndlistasafnhús, en eigi um hitt, að reisa verði hús fyrir þjóðminjasafnið. Yrði hins veg- ar reist slík bygging við hæfi framtíðarinnar, myndi verða nægjanlegt rúm fyrir mynd- listasafnið í þeim hluta bygg- ingarinnar, sem þjóðminjasafn- ið þyrfti ekki að nota fyrst um sinn. — Síðar mætti svo aðskilja söfnin og byggja nýtt hús fyrir málverkasafn ríkisins. í sambandi við þetta mál vil ég minnast á atriði, sem snertir myndlistamenn almennt. Væri nú ástæða til að gagn- skoða safn ríkisins og gefa lista- mönnum kost á að skipta um myndir, efbáðir aðiljar teldu, að myndir hefðu verið keyptar til safnsins, sem listamönnum og safninu væri enginn sómi að sýna þjóðinni. Jafnframt vil ég beina þeirri áskorun til hins op- inbera, að það tryggi ríkinu kaup á beztu verkum, er fram koma á almennum sýningum og einkasýningum, einnig að það gefi listamönnum tækifæri til verðlaunakeppni um stór verk- efni. Slíkt hefir verið tíðkað minna en skyldi. Síðustu 25 ár- in man ég ekki til, að nein slík keppni hafi verið háð meðal myndlistamanna. (Framh. á 4. síðu) Itókabálknr LJÓÐASAFN KÁINS. Vestur-íslendingurinn Káinn er kunnast kýmniskáld á ís- lenzka tungu — sannur „Geysir gamanyrða", eins og Guttormur Guttormsson komst að orði í ljóði. Það má því til tíðinda telj- ast í bókmenntaheiminum, að seint á þessu ári kemur vænt- anlega út heildarsafn ljóða hans Guðmundur Einarsson frá Miðdal, formaður Félags islenzkra myndlistamanna. K. N. Júlíus (Káinn) og vísna. Er það Bókfellsút- gáfan, sem gefa mun ljóðasafn Káins út, — nýtt bókaforlag, er hóf útgáfustarfsemi síðastliðið ár og gaf þá meðal annars út „Blítt lætur veröldin", eftir Guðmund G. Hagalín og „Jör- und hundadagakonung", eftir enska rithöfundinn Rhys Da- vies. — Eins og kunnugt er gáfu ýms- ir vinir Káins út „Kviðlinga" hans í Winnipeg árið 1920, en heldur var þeirri útgáfu áfátt. Fylgdu til dæmis engar skýr- ingar vísunum, sem þó hefði verið nauðsynlegt, til fullkomins skilnings á því, sem í þeim felst. Auk þess skorti á, að í þeirri bók væru allir kviðlingar Káins, er þess væru verðir að koma fyr- ir almenningssjónir. Þessi bók er í mjög fárra höndum hér á landi og nú ófáanleg með öllu, svo að það var fyrir margra hluta sakir kominn tími til þess, að ljóðum Káins yrði gerð betri skil. — Annars má hnýta því hér við, að við heima-íslending- ar höfum verið undarlega tóm- látir um vestur-íslenzku skáld- in og verk þeirra. Mörg góðskáld vestra eru þorra manna hér alls ókunn. Fólk kannast jafnvel ekki við nöfn þeirra, hvað þá, að það viti nokkur skil á því, sem þau hafa bezt ort eða ritað. Dr. Rögnvaldur Pétursson tókst á hendur að safna vísum og kvæðum Káins, að honum látnum. En dr. Rögnvaldur dó frá því starfi, og tók þá dr. Ric- hard Beck prófessor upp þráð- inn. Er nú lokið þessu verki og safnið senn búið til prentunar. Hefir Richard Beck skrifað þær skýringar, sem þörf • er á, að fylgi kviðlingunum. Gert er ráð fyrir, að samtíð- armaður Káins vestra riti ævi- sögu hans, sem fylgja skal ljóða- safninu, og enn mun annar skrifa um skáldskap hans. Loks er fyrirhugað, að nafnkenndur Vestur-íslendingur skrifi for- mála að bókinni. Káinn hét Kristján Níels Jónsson áður en hann hvarf vestur um haf. Var Níelsar- nafnið sótt til Níelsar skálda, sem var afabróðir hans. Þegar vestur kom, tók hann síðara nafn bróður síns, er kominn var vestur á undan honum, upp sem ættarnafn. Nefndist hann eftir það K. N.'Júlíus. Síðar breyttist þetta K. N. í Káinn í framburði, og við það nafn er skáldfrægð hans tíðast tengd. Hann var Eyfirðingur að ætt, fæddur 7. apríl 1860, og fór vestur frá Akureyri, átján ára gamall. ísland sá hann aldrei síðan. Var hann fyrst í Winni- peg, en fluttist þaðan til Minne- sóta-ríkis í Bandaríkjunum og síðar til Norður-Dakóta. Hann var sjálfmenntaður að mestu og var fátækur maður alla ævi og all-slarkgefinn. Hann lézt 25. október 1936, þá á 77. aldurs- ári. Hafði hann þá dvalið vest- an hafs í 58 ár. Landar hans í Vesturheimi buðu honum á al- þingishátíðina 1930, en hann vildi ekki þekkjast það — þóttist þá of ^amall til langferða. „UM ÓKUNNA STIGU". Nýtt bókaútgáfu-fyrirtæki, sem nefnist Snælandsútgáfan er nýstofnað hér í bænUm. Send- ir það um þessar mundir fyrstu bók sína, sem bæði er stór og myndarleg, á markaðinn. Heitir hún „Um ókunna stigu" og hef- ir að geyma safn erinda, sem haldin hafa verið í félagi land- könnuða í New York. Herma þættir þessir frá ýms- um framandi löndum og þjóð- flokkum, svo og svaðilförum, landafundum og ýmsum afrek- um merkra könnuða og fræða- þula. Er bók þessi í senn skemmtileg aflestrar og hinn mesti sjóður margvíslegs fróð- leiks. í formála bókarinnar segir svo: „Þeir (þ. e. þættirnir) eru flestir um ferðir ungra manna, sem leita ævintýra og mann- rauna. Einn hefir lent á Suður- hafseyju, líkt og Róbínson, ann- (Framh. á 4. siðu) Páll Þorsteinssón, aipm.: IsleDzk vidliorí Á sjónarhól. Hin ægilega heimsstyrjöld, er nú geisar, hefir þegar staðið fjögur og hálft ár. Allan þann tíma hafa voldugustu þjóðir jarðarinríar vegizt og einbeint orku sinni og auðæfum að tor- timingu. Þótt mörg þau spor, er mannkynið hefir markað á göngu sinni um þennan heim, séu blóði drifin, hefir það aldrei fyrr troðið slíka helvegu sem hin síðustu misseri. Styrjaldaræðið sannar áþreifanlega, að hugvit mannsins og JDekking er eigi einhlítt til farsældar, sé hjarta eigi með, er undir slær. Hug- vitið verður manninum hefnd- argjöf, ef siðgæðið bíður lægra hlut í viðskiptunum, þá er auð- æfum jarðarinnar umsvifalaust sóað í ótakmarkaða eyðilegg- ingu, snilli mannkynsins og orku beint að því að skapa vítisvélar til sóknar gegn því sjálfu, svo að hegðun þess verður einn hrunadans. Röskun sú, er nú- tímastyrjöld skapar ófriðarað- ila, nær til alra þátta þjóðlífsins frá því stærsta til hins smæsta. Hinn aldraði maður sér ávöxt langrar ævi eyðilagðan á auga- bragði, en vá og vonarvöl við hvers manns dyr. Æskumaður- inn er rifinn upp frá störfum og allar fyrirætlanir hans um eigin hag jafnskjótt að engu gerðar. Verðmætin, sem fjöldinn hefir skapað með iðjúsemi og erfiði, verða einskis virði, sjálft lífið lítils metið. Heimsstyrjöld sem þessi markar varanleg spor. Mikið af því, sem eyðist, verður aldrei bætt, og mörg sárin á vettvangi ófriðarins eru svo djúp, að mik- ið þarf til að fylla þau og græða. — En þeir fáu, sem njóta þeirr- ar giftu að geta talizt hlut- lausir áhorfendur, auðgast á ýmsan hátt á neyð annarra. Eins dauði verður annars líf. Fyrir því móta áhrif styrjald- arinnar viðhorf einstaklinga og þjóða á ýmsa lund, efla bölsýni eða bjartsýni, eftir því hvernig aðstæðurnar eru. Aðstaða Norðmanna og ís- lendinga eru glögg dæmi í þessu efni. Norðmenn hafa ekki á- stæðu til bjartsýni. Þeir hafa orðið að þola hinar mestu hörm- ungar og raunir undanfarin ár. Land þeirra liggur í sárum, verðmæti þeirra fótumtroðin, þjóðin sjálf hneppt í viðjar ó- frelsis og kúgunar. En þrátt fyrir allt fá þrautirnar ekki yf- irunnið þrek þeirra og staðfestu eða bölið kúgað þá. Sennilega hefir norska þjóðin aldrei fund- ið betur en nú, hvers virði henni er föðurlandið og hve dýrmætt frelsið. Páll Þorsteinsson. Þrátt fyrir allt halda Norð- menn vörð um þjóðerni sitt, tungu og menningu. Það eru þeim blys, sem birtir af gegnum myrkva styrjaldarinnar. Við íslendingar höfum borið giftu til þess að geta staðið ut- an við megin átök ófriðarins. íslenzka þjóðin hefir ekki þurft að horfast í augu við verulega hættu af völdum hans,' þegar frá er tekin sjómannastéttin. Öldurót ófriðarins hefir skolað hér á land meiri auðæfum en dæmi eru til áður í sögu lands- ins. Það hefir aukið bjartsýni þjóðarinnar. En það þarf sterk bein til að þola góða daga. Bjartsýni getur breytzt í léttúð, og margur verður af aurum api. Nokkur ástæða er til að ætla, að velmegun okkar kunni að valda veiklun á ýmsum sviðum þjóð- lífsins. Það er því ómaksins vert ^fyrir íslenzku þjóðina að ganga á sjónarhól á þessum -tímamót- | um, glöggva sig á ástandi þessa ,tíma og gefa gaum að þjóðleg- um verðmætum sínum, máli og menningu. Þjóðinni mun þá bezt farnast á braut frelsisins, að Vér metum ei miljónir einar, vér miðum auðlegð hjá þjóð við landeign í hugsjónaheimi og hluttak í íþróttasjóð. Uppeldismál. Saga fyrri alda sýnir gleggst, að örlögþættir þjóðanna eru spunnir í sál einstaklinganna, hinir sterkustu stundum í sál eins manns eða örfárra. Þetta ber vott um það gildi, er ein- staklingurinn hefir fyrir hvert þjóðfélag, og brýnir fyrir okkur þá ábyrgð, er á hverjum manni hvílir. í sálum mannanna eiga allar framfarir upptök sín og aðalbrunn. Allt, sem mannkyn- ið á, hefir vaxið upp af hug- sjón einhvers einstaklings. En kraftar mannsins eflast aðeins við rétta æfingu. í þeirri æf- ingu er hin sanna menntun fólgin, sem er undirstaða allra þjóðþrifa. Því smærri sem þjóð- in er, því meira virði er henni hver einstaklingur. Því færri sem við erum, því meira verður að treysta á mátt hvers eins. Hver maður er gæddur vissum hæfileikum, háður ákveðnum erfðum. En erfitt er að segja fyrirfram, hvað óræktaður reit- ur getur gefið í arð. Það kemur í ljós, þegar hann er tekinn til ræktunar og sa'nnast fyrst við fullkomna ræktun. Svo er og um hæfileika mann- anna. Uppeldið í hernsku og æsku ræður miklu um vöxt hvers manns og um það, hver vaxtarstefnan verður. En um uppeldið er einkum á tvo aðila að treysta: heimilið og skólann. Heimilið er vé hvers einasta manns, skjól hans og hvíldar- staður, enda verndar ríkisvald- ið friðhelgi þess. Það á einnig að vera hyrningarsteinn upp- eldis og þjóðlegrar menningar. Þar stendur vagga barnsins og þar þurfa að vera að verki hendur, sem hlúa af alúð að veikum vísi mannlegs þroska. Á heimilinu er hverju barni fyrst haslaður völlur til gamanleika og gagnlegs starfs. í þúsund ár hefir íslenzka þjóðin búið dreifð um sveitir landsins. Samgöngur voru treg- ar og samskipti manna lítil. Heimilin voru að jafnaði all- fjölmenn og eins konar ríki út af fyrir sig. Heimafengin gæði voru nýtt til hins ýtrasta. Hver bóndi gat með sanni sagt svipað og skáldið: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Við þessa atvinnuháttu og þau skilyrði, er þeir skapa, var upp- eldi íslenzku þjóðarinnar bund- ið öldum saman. í samlífi við íslenzka náttúru og harðri glímu við erfið framléiðslustörf öðl- aðist öll þjóðin þroska sinn fram til síðustu áratuga. Við þessi skilyrði varð hin þjóðlega menn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.