Tíminn - 11.03.1944, Side 4

Tíminn - 11.03.1944, Side 4
108 TÍMIM, laiigardagiim 11. marz 1944 27. blað ÚR BÆNUM Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Kaupþingssalnum s. 1. þriðjudagskvöld. Fundinn setti Sigur- vin Einarsson formaður félagsins, en fundarstjóri var valinn Vigfús Guð- mundsson og fundarritari Guðjón P. Teitsson. Hermann Jónasson var frum- mælandi um atvinumálin í framtíð- inni. Flutti hann snjalla ræðu um stefnur þær, sem mest gerðu nú vart við sig í þessum málum í hinum vest- rænu löndum og líkurnar fyrir hver bezt yrðu úrræðin fyrir okkur íslend- inga í íitvinnumálunam. Auk Her- manns tóKu til máls: Guölaugur Rós- enkranz, Eysteinn Jónsson, Gunnar Bjarnason, Kristján Friðriksson, Stein- grímur Steinþórsson og Hannes Páls- son. — Ýmsar athyglisverðar tillögur komu fram í þessum mestu vandamál- um, sem nú eru framundan þjóðinni. — Þrettán menn gengu í félagið. Var íundurinn fjölmonnur og hinn allra ánægjulegasti. Fóru mjög fáir af fundi fyrr en um tólfleytið, að fundinum var slitið með því að allir fundarmenn sungu nokkur lög. Samkoma. Næsta skemmtun Framsóknarfélag- anna í Reykjavík verður n. k. fimmtu- dagskvöld. Árásir. Nokkrir árekstrar hafa orðið nýlega í sambúðinni við setuliðið. 25 ára göm- ul stúlka varð fyrir árás tveggja her- manna á Framnesvegi og meiddist nokkuð. Lögreglan hafði upp á árás- armönnunum. Maður nokkur kom nú í vikunni á lögreglustöðina og tjáði að her'menn hefðu rænt sig 4—500 kr. Hefðu þeir fært sig inn í skotbyrgi og otað að sér hníf. Mál þetta er í rann- -sókn. — Þú var vélbyssukúlu skotið inn um glugga á húsi einu við Víði- mel nýlega. Engan sakaði, samt er það talið sérstakt lán, þvi fólk sat rétt við þar sem kúlan kom inn. Dvalarheimili sjómanna. Hampiðjan h. f. átti tíu ára afmæli í gær og í tilefni af því afhenti hún tíu þúsund króna gjöf til dvalarheim- ilis sjómanna. í bréfi til fjársöfnunar- riefndarinar, sem fylgdi gjöfinni, tók félagið fram að ef einstök herbergi yrð’.j kölluð sérstökum nöfnum, þá yrði eitt herbergið kennt við Hampiðjuna Einnig var tekið fram m. a. í bréfinu, að gjöf þessi væa-i þakklætisvottur frá félaginu til fjölmargra sjómanna, sem það hefði haft mikil kynni af. 300 MYNDIR EFTIR FRÆGUSTU LISTAMENN NOREGS Eilif Petersen Gerhard Munthe Christian Krogh Erik Werenskiold HEIMSKRINGLA SNORRA STLRLLSONAR, liið sígilda foruíslcnzka lisíavcrk, er að koma úí. — Skreytt 300 tcikningum cftir 6 frægustu listamenn Noregs. — Myndirnar gcfa verkinu margfalt mcnningarlegt gildi — ckki sxst fyrir börn og unglinga. — Allt verkið kcmur xit í 2 bindum, 700—800 síður að stærð, MJÖG VANDAÐ að ö 11 u m frágangi. Gerist áskrifcndur að IIeimski*inglu. Útfyllið þennan miða — og skrifið nafn yðar og lieim- ilisfang greinilega — og merkið Rox 2000, Reykjavík. Látið ekki þetta einstaka tækifæri renna yður úr greipum. ' , Gerist áskrifendur að Heimskringlu strax í dag. Verð fer ekki fram lir kr. 140.00. Má sendast ófrímerkt. Eg undirrit gerist hér með áskrifandi að Heimskringlu Box 2000 — Reykjavík. GJAFAKORT útfyllt ef óskað er, og skal þá sérstaklega tilgreint nafn þess er móttaka skal gjöfina — einnig þess er greiðir andvirði bókarinnar. — Tilvalin fermingargjöf. Knattspyrnufélagið Valur hefir nú ákveðið að koma upp stór- um malarvelli til _ knattspyrnuiðkana ú landi sínu við Öskjuhlíð. En þar á það fimm hektara lands. Márgar aðr- ar fyrirætlanir hefir félagið í huga, að framkvæma til þess, að gera á landi sínu alhliða íþróttasvæði. — Valur efnir nú til happdrættis um nýja og vandaða bifreið til stuðnings við fyrirhugaðar framkvæmdir. — Æskumenn, sem bindast samtökum til þess að hrinda umbótum fram með samtakamætti og frjálsúm framlög- um frá sjálfum sér, cru góðs stuðn- ingr, maklegir. Björgun. M.b. Ægir frá Gerðum, sem rak upp í Melasveit í mannskaðaveðrinu um daginn, hefir nú verið bjargað. Var það Dráttarbraut Keflavíkur h. f., sem náði bátnum út. Lýðveldísstjórnarskrá (Framh. af 1. siðu) þannig út, að forseti hafi hér minna vald en konungur, má þó segja, að honum hafi verið veitt meira vald með málskotsheim- ildinni en konungur hafði með synjunarákvæðinu, er komið var úr hefð að nota. Nokkur deila var um það á þinginu, hvort lög, sem forseti synjaði staðfestingar, tækju gildi fyrr en eftir atkvæða- greiðsluna, ef hún þá gengi þeim í vil. Beittist forsætisráðherra fyrir því, að lögin skyldu ekki taka gildi fyrr. Meirihluti þing- manna leit svo á, að rétt væri, að Alþingi hefði ekki minna vald en forseti til að gefa út bráðabirgðalög, ef nauðsyn krefði, en forseti hefir nú slíkt vald milli þinga. Ex*lent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) sem er þeim líka vafasamur vegsauki hér eftir, þá hafa þeir samt véitt Bandamönnum ó- metanlega hjálp í styrjöldinni. Þeir hafa lokað fyrir Þjóðverj- um beztu leiðinni til Austur- landa. Hefðu þeir gengið í sveit með Þjóðverjum snemma í styrjöldinni, myndu möndul- veldin nú alls ráðandi við Mið- jarðarhaf. Ekki er ólíklegt, að Tyrkir hafi tregðazt til þátttöku í styrjöld- inni, vegna óttans við Rússa. Rússar hafa lengi haft augastað á Bosporus- og Dardanella- sundunum. Ef Tyrkir hefðu hlotið verulegt áfall fyrir stríðs- lokin af völdum Þjóðverja, mætti vel álykta, að Rússar hefðu notfært sér það. Rygging þjóömmja- og Isókasafnsliúss (Framh. af 2. síðu) Fé, sem listamaður vinnur sér inn fyrir vel leyst verkefni, er meira virði en beinir styrkir. Mörgum listamönnum hefir verið hjálpað til að byggja vinnustofur. Það var nauðsyn- legt. En listin verður framandi og útlæg, nema hægt sé að njóta hennar í hæfilegu umhverfi. Það er í því sambandi nærtækt dæmi, er íbúar höfuðborgar- innar hafa átt kost á að sann- prófa nú nýlega. Mesta einka- safn, sem til er á íslandi, var nú til sýnís í skála mynd- listamanna, alls hátt á annað hundrað listaverk. Markús ívarsson vélsmiðjueigandi varði öllu því fé, er hann mátti, til kaupa á málverkum. Alla sína starfsömu ævi hafði hann glöggt auga með því, er gerðist í heimi listarinnar, heimsótti listamenn, styrkti þá með ráðum og dáð — var þeim sem faðir, góður faðir. Hið mikla safn hans var dreift víðsvegar, og eigi sá hann þann draum rætast, að safnið kæmist undir eitt þak. Þegar maður nú athugar þann skerf, er einn maður hefir lagt til list- arinnar, vaknar sú spurning, hvort landsmenn allir séu eigi þess umkomnir að reisa safnhús og veita sér aðstöðu til þess að skoða listaverk. Hefir þjóðin at- hugað, að „vorir ungu lista- menn“ eru nú milli 30 og 40 ára gamlir, og gróandi í listinni meðal æskunnar er sorglega lít- ill? Við höfum efni á að sýna æskunni sex kvikmyndir viku- lega ofe búa til smjörlíki handa henni í fimm verksmiðjum. En hvar á æskan að ferðast um heima listarinnar? í skólum er kennd teikning, en við eigum ekkert afsteypusafn. Þó eru gibsafsteypur af öndvegis mynd- höggvaraverkum heimsins svo ódýrar, að erlendis eiga jafnvel barnaskólar álitleg söfn af þeim. Enga þjóð veit ég í heimin- um, sem er jafn annt um mynd- list og Norðmönnum, enda hafa þeir átt mikla listamenn. Borg eins og Stafangur á svo fögur söfn, að í stórborgum megin- landsins mættu þau góð þykja. í smábæjum hinna skandín- avísku landa eru víða bæði byggða- og listasöfn. En yngsta ríkið á ekkert hús fyrir þjóð- minja- og málverkasafn sitt. í stuttu máli: Eitt fyrsta verk hins unga íslenzka lýðveldis verður að reisa veglega bygg- ingu yfir þessi söfn og stofna þar vandað afsteypusafn, til af- nota við teiknikennslu. Tónlistarmenn eignazt einnig sína tónlistarhöll, og þjóðleik- húsið, — sem telja má fegurstu byggingu á íslandi — verður fullgert. Þá mun vel vora. Pétur Þórðarsou (Framh. af 3. síðu) síðustu kosningar hlotið þing- sætið án mótframbjóðanda eða það sem kallað er, verið sjálf- kjörinn. Pétur er sérlega reiknings- glöggur maður, og liggur öll reikningsfærsla mjög opin fyrir honum, enda mun honum að jafnaði hafa verið falin endur- skoðun reikninga í flestum þeim félagsgreinum, er hann starfaði við. Var hann og um skeið end- urskoðandi landsreikninganna, svo og endurskoðandi Búnaðar- banka íslands um nokkur ár, og leysti þau störf af hendi með mikilli samvizkusemi og ná- kvæmni sem ánnað, er hann tók sér fyrir hendur. Enga sér- staka tilsögn mun hann þó hafa fengið í þeim fræðum fremur en öðrum, nema þá, sem lífið sjálft og starfið veitti honum. Er hann gott dæmi þess hve greindum og fróðleiksfúsum al- þýðumönnum varð ágengt í því að afla sér almennrar mennt- unar og margvíslegrar þekking- ar, á eigin spýtur, með þvi að nota sér hinar fáu tómstundir er gáfust á þeim tímum, er allt árið var óslitin röð langra vinnudaga. Af þessu stutta yfirliti er það ljóst, að Pétri Þórðarsyni hefir auðnazt að lifa langan og athafnaríkan ævidag. Hann hefir mikils trausts notið svéit- unga sinna og samtíðarmanna, enda verið mikils trausts verð- ur. Hann hefir jafnan verið starfsfús og starfsglaður og æ- tíð viljað hvers manns vanda leysa þann er hann mátti. Lang- samlega mestur hluti hans mikla starfs hefir því farið til starfa fyrir aðra, beint og ó- beint. Er það nú viðurkennt og þakkað af öllum, sem þar hafa átt hlut að máli. En æði oft mun hann hafa goldið góðmennsku sinnar og hjálpsemi við óverð- uga, og einnig fúslega lagt á sig byrðar og óþægindi vegna þeirr- ar hneigðar sinnar að starfa fyr- ir aðra. En ætíð hefir hann tekið öllu sem að höndum hefir borið með rósömu jafnaðargeði. Karlmennska hans hefir jafn- an birzt í rólyndi, þrautseigju, bjartsýni og glaðværð, sem sigr- að hefir allar hindranir. Pétur í Hjörsey hefir alltaf minnt mig á lognöldu, sem hægt og rólega þokást að settu marki, en svo öruggt, að þar gætu engir sveip- ar neinu um þokað, hvaðan sem þeir kæmu og hvert sem þeir færu. En það sem þó mest ber á í fari hans eru hinir miklu mannkostir, góðvildin, dreng- skapurinn og grandvarleiki í orðum og athöfnum. Pétur hefir verið gæfumaður í lífinu. Hann hefir líka átt það skilið. Bjarni Ásgeirsson. íslenzk viftliorf (Framh. af 3. siðu) Uppeldismálin eru engin hé- gómamál. Æskan á innan skamms að taka í sínar hendur íslenzka arfinn af eldri kynslóð- inni og ávaxta hann. Það veltur að miklu leyti á uppeldinu, hvernig hún verður þeim vanda vaxin. Framtíð þjóðarinnar er því háð, hvernig um uppeldið fer. Heimilin verða ávallt áhrifa- ríkasti aðilinn um uppeldi barn- anna. Það nema börn, sem á bæ er títt. Þrátt fyrir hina mikils- verðu starfsemi skólanna, mega heimilin hvergi láta sinn hlut eftir liggja. Með uppeldinu þarf að kenna sérhverjum einstakl- ingi þann sannleika, að sæla reynast sönn á storð sú mun ein — að gróa. Rókabálkur (Framh. af 2. siðu) ar með galdramönnum í Zúlú- landi, þriðjl þreytir úlfaldareið um Sahara, fjórði gistir stein- aldarfólk í Austur-Grænlandi, fimmti leitar uppi eitursnáka í myrkviðum Brazilíu, sjötti verð- ur áhorfandi að borgarastyrjöld í Kína, sjöundi villist inn í kvennabúr soldánsins í Mar- okkó, áttundi ríður norður Sprengisand, og þannig mætti lengi telja, því að þættirnir eru þrjátíu að tölu.“ Þýðingu bókarinnar hafa þeir Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur og Pálmi Hannesson rektor annazt. Er hún með ágætum af hendi leyst svo sem vænta mátti. Ytri frágangur bókarinnar, sem er prýdd fjöl- mörgum ágætum myndum, er og hinn vandaðasti. •o—o— nýja bíó . HEFÐARFRÚIN SVONEFNDA („Lady for a Night“). JOAN BLONDELL. JOHN WAYNE. RAY MIDDLETON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. DRAU G ASKIPIÐ („Whispering Ghosts“) Brenda JoYce. Milton Berle Aukamynd: VIÐHORFIÐ Á SPÁNI. (March of Time). Sýnd kl. 5 og 7. Lcikfélag Reykjavíkwi* „Eg hef komid hér áður“ Sýuing annai) kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 1 dag. 'ISKfcT""' Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. AÐALFfUNDUR verður í Kaupþingssalnum, mánudaginn 12. marz, kl. 8,30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt um nýbyggingar. Stjórnin. Jörðín Meyjarland í Skarðshrepni, Skagaf jarðarsýslu, er til sölii. Semja ber við hreppsnefndaroddvita Svínavatnshrepps, Rjörn Pálsson, Ytri-Löngumýri, A.-Hún. Géð atTÍnna Duglcgur maður, vanur injöltuni og sveita- viitnu, getur fengið ársatvinnu á búi í Reykja- vík. Árskaup 8—9 þúsund krónur, auk fæðis, lijónustu og húsmeöis. tpplýsiiij$ar i afgreiöslu Tínians, síini 2323. ►<>« GAMLA BÍÓ«»<x ZIEGFIELD STJÖRNLR (Ziegfield Girl) JAMES STEWART, LANA TURNER, JUDY GARLAND, HEDY LAMARR. Sýnd kl. 6% og 9. Sléttur æning j ar nir (Pirates on the Prairie). TIM HOLT Sýnd kl. 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.