Tíminn - 11.03.1944, Blaðsíða 1
Aukablað
TÍMIlVJy, laugardaginn 11. marz 1944
Aukablað
Hæstiréttur hefir nýlega kveð-
ið upp dómi í máli því, er dóms-
málaráðherra, Einar Arnórsson,
lét höfða gegn Jóni ívarssyni
kaupfélagsstjóra á Hornafirði,
snemma á síðasta ári og var
dómsniðurstaðan 400 króna sekt
auk málskostnaðar. Sökum þess
hversu mál þetta vakti mikla
athygli á sínum tíma, sérstak-
lega vegna þeirrar meðferðar,
er viðkomandi ráðherra taeitti
í því, þykir rétt að fara nokkr-
um orðum um helztu atriði þess
og tildrög.
Jón ívarsson valinn
í Vioskiptaráð.
Um miðjan janúar fyrra árs
fór núverandi ríkisstjóm þess
. á leit við Jón ívarsson, að hann
tæki sæti í Viðskiptaráöi, er
skipa átti samkvæmt lögum, er
Alþingi hafði sett um þær
mundir eftir tillögum ríkis-
stjórnarinnar. Var eins og kunn-
ugt er nokkur ágreiningur á Al-
þingi um þá lagasetningu og
gætti nokkurrar tortryggni
gagnvart stjórninni út af mál-
inu og væntanlegri framkvæmd
laganna, einkum um skipun
ráðsins. Munu þingflokkarnir
hafa viljað fá þar fulltrúa fyrir
sig, en stjórnin hins vegar vilj-
að vera óbundin af þeim um
mannaval. Varð sú niðurstaðan,
sem stjórnin kaus, að hún fékk
heimild til, að skipa ráðið eftir
sinni vild og án flokkssjónar-
miða.
Þegar það réðist, að Jón ívars-
son tækist á hendur að starfa
í Viðskiptaráöi, var það tilskilið,
að hann ^sleppti starfi því, er
hann hafði á hendi fyrir K.f.
Austur-Skaftfellinga, en það var
framkvæmdastjórn þess. Sagði
hann því upp stöðu sinni þar, og
hvarf frá þeim störfum.
Herferðin hefst.
Hleypt af stórskota-
byssunum.
Jafnskjótt og kunnugt var um
skipun Jóns ívarssonar í Við-
skiptaráðið, lét framkvæmda-
stj. Alþýðusambands íslands
útbúa kæru á hendur honum
eða hafði hana tilbúna í fórum
sínum, og sendi hana sam-
stundis að kalla til dómsmála-
raonerra eða dómsmálaráðu-
neytis. Var látið heita, að svo-
kallaður formaður í verkalýðs-
félagi á Hornafirði hefði kært
yfir verðlagsbreytingum til
fiækkunar hjá Kf. Austur-
Skaftfellinga um áramótin, en
hið sanna var, að hann hafði
sent Alþýðusambandinu bréf
um verðlag ýmissa vara og
breytingar á því og óskað eftir
að það yrði „tekið til athugun-
ar", en á kæru er ekki minnst
þar, og myndi það margur mæla,
að í því orðalagi felist nokkuð
takmarkað umboð til handa Al-
þýðusambandinu eða fram-
kvæmdastj. þess, og alveg vafa-
laust er það, að margur er sá,
sem myndi kunna litlar þakkir
þeim, er beðinn væri um að at-
huga tiltekið atriði, en gerði
það á þann hátt, sem þarna var
gert. Brigður skulu að vísu ekki
á það bornar, að kærandinn
hafi svo vel þekkt innrætið —
Efialtesareðlið — og vitað hvað
við átti bréfritarann, að þess
vegna hafi ekki þurft skýrara
umboð til þeirra hluta, sem
hann tók sér fyrir hendur, þ. e.
að koma af stað með hávaða og
gauragangi þessu hégómamáli,
með því að senda kröfu um
rannsókn og sektir. Svo virðist,
sem þetta frumhlaup hafi fall-
ið í góðan jarðveg í höndum
þessa ráðherra, sem leitað var
til. Hann skipaði þegar í stað
einn af fulltrúum sakadómar-
. ans í Reykjavík til þess að halda
rannsókn út af framkominni
kæru Alþýðusambandsins. Var
undir eins gefin út, honum til
handa, svonefnd sérstök um-
boðsskrá, af hálfu ráðherra
þessa og honum heimilað „að
setja rétt innan sérhvérs lög-
sagnarumdæmis landsins og á
sérhverjum þeim stað, þar sem
yður (þ. e. honum) kann að
þykja ástæða til .... og setja
í gæzluvarðhald og hafa í haldi
á hverjum þeim stað, er hent-
ugastur kann að þykja, þá
menn, sem virðist nauðsynlegt
að hefta". ...;. „Svo skal og
hverjum þeim, sem dvelst inn-
an lögsagnarumdæmis þess, þar
Fjöllín tóku jóðsótí
Ágríp af sögu eins einkennilegasta málareksturs síðustu ára
Hverjar eru orsakir hinnar furðulegu herferðar dómsmálaráðherra ?
sem rannsókn er háldin, eða eigi
fjær þeim stað en 3 mílur og
þér finrilð ástæðu til að kalla
fyrir yður .... vera skylt að
koma fyrir dóm yðar (þ. e.
hans)." Ekki skyldi valdið vanta
til hvers er til þyrfti að taka í
þessu ægilega brotamáli. Svona
rétt til áherzlu og væntanlegrar
viðvörunar var það síðan til-
kynnt öllum landslýð í Ríkis-
útvarpinu samstundis, vafa-
laust samkv. sérstakri fyrirsögn
dómsmálaráðuneytisins, að
fyrirskipuð væri opinber rann-
sókri á hendur J. ív., og senni-
lega til þess að undirstrika þá
hættu, sem af því gæti stafað,
ef að þessi rannsókn frestaðist,
var það um leið tilkynnt —
einnig í Ríkisútvarpinu, að flug-
vél yrði send með rannsóknar-
dómarann aústur, þangað sem
J. ív. átti heima, „þegar er veð-
ur leyfir", eins og stóð í tilkynn-
ingunni. Það hafði sem sé verið
stormúr og dimmviðri, þegar
tilkynningjn var samin. — Allt
í einu mátti gefa upplýsingar í
Ríkisútvarpinu um veðurfarið
— þó munu vera til lög, sem
banna birtingu veðurfregna.
Annað hvort hefir ráðuneytið
gleymt að þau voru til, eða þá
litið svo á, að nauðsyn bryti
lö.g þegar um svona stórmál
væri að ræða! Það lagabrot
væri svo smátt í samanburði við,
það glæpsamlega (!) athæfi (!)
sem taka átti nú fyrir, að ekki
mætti horfa í slíkt smáræði, til
þess að hafa hendítr í hári
þessa hættulega manns! Þetta
var eins og yfirvöldin væru
dauðhrædd um, að kærði slyppi
úr greipum sér og skyldi hon-
um ekki verða kápan úr því
klæðinu.
Skothvellirnir
Mjóðna!
Það þykir oftast tíðindum
sæta, þegar fyrirskipuð er op-
inber rannsókn á einstaklinga
eða stofnanir, og venjulega
vekja slíkar rannsóknarfyrir-
skipanir, af hálfu ákæruvalds-
ins, meiri eða minni tor-
tryggni gegn þeim, sem henni
er beint að, enda er þetta til-
valin aðferð til þess að valda
þeim, sem fyrir verða, álits-
hnekki meðal almennings, jafn-
vel þótt farið væri af stað með
nokkurri kurteisi gagnvart
þeim, sem ákærður er, en hvort
svo hafi verið af hálfu ákæru-
valdsins, skal lagt á vald les-.
endanna að dæma um. Slík
framkoma ákæruvaldsins, eins
og i þvi máli, er hér um ræðir,
er eitt hið beittasta vopn, sem
það hefir ráð á, til þess að
hnekkja mannorði þess, sem
fyrir verður og valda honum og
skylduliði hans sem mestum
sársauka. Það sljóvgar heldur
ekki eggjarnar, þegar sá heldur
á vopninu, sem milli 30 og 40 ár
hefir gegnt helztu og ábyrgðar-
mestu störfum, sem þjóðfélagið
hefir ráð yfir eins og kennslu
við háskóla, dómarastörfum í
æðsta dómstóli landsins og ráð-
herrastörfum. Því er betur, að
sú aðferð sem hér var beitt, er
með fádæmum í landi okkar
eða einsdæmiv _ f byrjuninni
mátti hugsa sér að nýir stjórn-
arhættir væru að halda innreið
sína í landið, í stjórn réttarfars-
og dómsmála, og ef svo hefði
verið, að slíkt hefði átt yfir alla
að ganga, sem undir hramm á-
kæruvaldsins kæmu, var að vísu
yfir minna að kvarta og síður
ástæða til undrunar á svona
framferði.
Síðan þetta var, er liðið meira
en eitt ár, og ætti nýskipun sú
að vera þegar farin að sýna sig,
ef hún nokkur væri. En svo
virðist, sem þessi ráðherra hafi
ekki ætíð reynst jafn veiðibráð-'
ur', því að ólíklegt er, að ekki
hafi gefizt ýms tilefni. Aldrei
síðan hefir dómsmálastjórnin,
svo vitað sé, látið Ríkisútvarpið
birta þióðinni, að fyrirskipuð
væri opinber rannsókn á tiltek-
inn mann eða stofnun. Það er
alls annars eðlis, þó að sagt sé
frá slíku sem fréttum í útvarpi,
heldur en að birtar séu slíkar
tilkynningar að fyrirmælum
ráðherra eða ríkisstjórnar. Að-
eins skal á það minnst, að um
líkt leyti og ráðherrann hóf
þetta mál, mun ríkisstjórninni
hafa borizt kæra yfir því, að
flutningataxtar með taifreiðum
í einu héraði landsins hefði ver-
ið hækkaðir eftir 18. des. 1942.
Ef sömu aðferð -hefði verið
fylgt, hlaut ráðherrann að fyr-
irskipa opinberá rannsókn, til-
kynna það í Ríkisútvarpinu,
senda dómarann á staðinn í
skyndingu, gefa út sérstaka um-
boðsskrá o. s. frv. til þess að
hefta þann ákærða, en ekki er
vitað, að neitt af þessu hafi ver-
ið gert, allt var látið niður falla
og engum flutningatöxtum
breytt aftur til lækkunar. Þótt
aðeins þetta eina dæmi sé nefnt,
er ótrúlegt að ekki hafi fleira
gerzt af því tagi, sem stríddi
gegn bókstaf laganna frá 19.
des. og augl. sama dag um bann
gegn verðhækkun. En annað-
hvort er, að lögin hafa ekki ver-
ið brotin, eða hlutaðeigandi
ráðherra og aðrir hafa lokað
augunum fyrir brotunum og
með þvílýst velþóknun sinni á
þeim.
Lögin óframkvæm-
anlegur óskapnaour.
Aður en minnst er á dómsnið-
urstöður í þessu máli, skal hér
minnst á lög þau, er núv. rík
isstjórn fékk samþykkt á Al-
þingi og staðfest voru af ríkis-
stjóra 19. des. fyrra árs, svo og
ríkisstjóraaugl. sama dag um
bann gegn verðhækkun. í lög-
unum segir meðal annars svo:
„Ríkisstjórnin getur á-
kveðið með augl., að ekki megi
frá útgáfudegi augl. og þar
til nánar verður ákveðið ....
........ selja nokkra vöru í
heildsölu eða smásölu, inn-
lenda eða erlenda, með hærra
verði en lægst var á henni á
hverjum stað hinn 18. des.
1942. Samskonar bann við
hækkun verðlags má og láta
taka til farmgjalda og flutn-
inga á landi, sjó og í lofti,
viðgerða, smíða, saumaskap-
ar, prentunar og annars sliks.
Ef ágreiningur eða v'afi verð-
ur við hvaða verðlag skuli
miða, sker dómnefnd úr.
Dómnefnd skal hafa eftírlit
með öllu verðlagi, og hefir
, hún bæði af sjálfsdáðum, og
að fyrirlagi ráðuneytisins vald
og skyldu til að ákveða há-
marksverð á hverskonar vöru
og verðmæti sem 1. málsgr.
segir."
Auglýsing sú, sem ráðgerð Var
í lögunum, var síðan gefin út
sama dag, sem bann gegn verð-
hækkun og tók það til alls þess,
sem þar var greint, þar á meðal
til farmgjalds og flutninga á
landi, lofti og á sjó o. s. fry.
Þau atriði sem vert er að veita
athygli í þessum lögum og augl.
eru einkum þessi:
1. Bann við að selja vörur
hærra verði en lægst var á
hverjum stað hinn 18. des. 1942,
svo og bann við hækkun á öðru
því, er lögin greina, svo sem
farmgjöldum og öðru.
2. Ákvörðun um að dómneínd
í verðlagsmálum skeri úr á-
greiningi, sem verða kunni um
verðlag.
3. Dómnefnd er skyldug til
þess að hafa eftirlit með öllu
verðlagi, og fær vald og skyldu
til þess að ákveða~ hámarks-
verð á hverskonar vöru.og verð-
mæti, sem greinir í 1. málsgr.
laganna.
Skal nú að nokkru athugað
hversu með það var farið, sem
lögin greina, af dómnefnd og
ríkisstjórn, og er þá fyrst að
nefna bannið við að selja#örur
hærra verði en „lægst var á
hverjum stað" tiltekinn dag.
Þetta ákvæði munu allir hafa
1 verið samtaka um að hafa að
engu, enda er hér um slíka reg-
infirru að ræða, að furðu gegnir,
að þeir fjórir menn, þar á meðal
tveir lögfræðingar og þaulæfðir
dómarar, sem ríkisstjórnina
skipuðu þá, skyldu geta verið
sammála og samtaka um að
bera það fram, og enn þá meiri
furðu vekur það, að 52 Alþing-
ismenn skyldu einnig geta
sleppt óskapnaöinum út úr
þinginu við sex umræður.
Hvernig átti t. d. hver verzlun
að geta vitað, hvert lægsta verð-
ið var á sérhverri vörur í þeim
mörg hundruð verzlunum, sem
eru í Reykjavík? Sennilega hef-
ir sérhverri þeirra borið skylda
til þess að láta athuga það, en
nokkuð hefði það verið seinlegt
verk. Enginn mátti t. d. selja
pennaskaft né títuprjónabréf,
saumnál eða vasaklút hærra
verði en sú verzlun, sem lægst
var verðið hjá. Eða hvað segja
menn um verðið á vefnaðarvör-
um og búsáhöldum? Ætli að ekki
hefði verið erfitt að finna
lægsta verðið, og svo hefði verð-
ið getað breytzt meðan á athug-
uriinni stóð. Ef taka átti ákvæði
þetta alvarlega, hlaut afleiðing-
in að verða sú, að flestar verzl-
anir hefðu orðið að hætta að
selja vörur, af ótta við það að
aðrar verzlanir seldu lægra, óg
þær væruþannig að brjóta lögin.
Pljótlega opnuðust augu flestra
fyrir því, að lög. þessi voru al-
veg óframkvæmanleg, fyrst
þeirra, sem fara áttu eftir þeim
og lögin voru stíluð á, þ. e. verzl-
unarstéttarinnar, en síðan allra
sem kynntust þeim.
herra þeirrar stjórnar, er litið
hafði á þessa hluti eins og fyrr
er greint. Framferði dómsmála-
ráðherra í þessu ofsóknarmáli,
rannsóknarfyrirskipun og máls-
höfðun og endurtekning rann-
sóknarinnar, er eins konar
handaþvottur,sem minnir á aðra
háttsetta persónu, er þvoði
hendur sínar og sagði um leið:
„Sýkn er ég," o. s. frv.
Rétt máltæki segir, að sá
valdi miklu, sem upphafinu
valdi,og er óhætt að láta lesend-
ur um að dæma í því, hver það
hafi verið í þessu máli. Og víst
er, að það er ófullkomin rann-
sókn á brotum verðfestingar-
laganna, sem aðeins er látin ná
til gerða Jóns ívarssonar.
Eftirtektarverður
samanburour.
Skal nú hér sett skýrsla um
verðlag nokkurra vörutegunda
hjá Kf. A.-Skaftfelinga í janúar
1944 og til samanburðar sýnt
„hið auglýsta hámarksverð"
dómnefndarinnar frá 23. des.
1942, sem ríkisstj. var einhuga
um að ekki væri unnt að banna
að selja fyrir:
Verð Kf. Rúgmjöl .. A.-Skaftfellinga: .... lke. kr. 0.(54
Hveiti .... — 0,96
Hafragrjón Hrísgrjón . ----- — — 1,37 — 2,00
Strásykur Molasykur Smjörlíki . ..... — — 1,70 — 1,94 — 5,30
Kaffibætir Blautsápa ..... — — 6,80 — 3,40
Eitt rekur sig á
annars horn.
í bókun dómnefndar í verð-
lagsmálum frá 23. des. 1942,
sem vitnað er til í dómi hæsta-
réttar 5. apríl síðastl., kemur
það fram, að nefndin hefir
fljótt rekið sig á erfiðleikana
við framkvæmd þessa atriðis
laganna, því að þá — aðeins 3
dögum eftir að lögin voru sett
— er bókað svohljóðandi:
» „Formaður skýrði frá því,
að hann hefði átt tal við
ríkisstjórnina um mismunandi
verð á vörum og væri ríkis-
stjórnin einhuga um, að þeg-
ar um mismunandi verð væri
að ræðá, væri ekki unnt að
banna að selja vöruna á því
verði, sem dómnefndin hefði
ákveðið sem hámarksverð."
Það er eftirtektarvert að rík-
isstjórnin — höfundur verðfest-
ingarlaganna — er orðin ein-
huga um það, að ekki sé unnt að
fara eftir lögunum, aðeins þrem-
ur dögum eftir að þau eru sett
og með því er í rauninni kippt
grundvellinum undan verð-
hækkunarbanninu, sem sett var
með augl. ríkisstjórans. Og þrátt
fyrir þetta er dómsmálaráð-
herrann svo djarfur, að ekki sé
sagt bíræfinn, að fyrirskipa
opinbera rannsókn og siðar
málshöfðun, vegna meintra
brota á lögum þessum, en sem
voru í rauninni aðeins það, að
farið var eftir eða tekin til
greina skýring sú, sem að rík-
isstjórnin lýsti sig einhuga um
þegar lögin voru þriggja daga
gömul.
Hvort halda menn nú að sá sé
sekari, sem tekur skýringuna til
greina og fer eftir henni, eða
sá, sem skýringuna gefur? Ef að
sá fyrrnefndi er sekur, .myndi
þá ekki réttarmeðvitund allra
skynbærra manna telja að hinn
síðarnefndi sé það einnig? Það
sem J. ív. gerir, er það að selja
vörur fyrir auglýst hámarks-
verð eða annað lægra verð og
er dæmdur í sektir að loknum
málarekstri, sem hafinn var og
fyrirskipaður af einum ráð-
Hið auglýsta hámarksverð að
meðtöldum flutningskostnaði til
hafna úti á landi 0,04 á kg.
Rúgmjöl ....... 1 kg. kr. 0,90
ílveiti ......... —
Hafragrjón .... —
Hrísgrjón
Strásykur
Molasykur
Smjörlíki
Kaffibætir
Blautsápa
1,00
1,41
2,32
1,74
1,99
5,40
6,80
4,36
sagt, að þar sem um utanfélags-
mannaverzlun sé að ræða, verði
eins mikið að líta á hana. Því til
andsvara má benda á, að hún
er mjög lítil hjá þessu félagi.
T. d. kéyptu félagsmenn einir
meira en 99% af kolunum, sem
öll þessi rekistefna reis út af,
en utanfélagsmenn rúmlega y2
af hundraði.
Það er einnig ennfremur svo
ákveðið í lögum um samvinnu-
félög, að hagnaður af utanfé-
lagsmannaverzlun skuli lagður
í varasjóð að hverju ári loknu,
og ef að félagi er slitið, á vara-
sjóður, þegar lokið er fullum
reikningsskilum, að geymast
seinni tíma, og notast í þarfir
nýs samskonar félagsskapar, ef
stofnaður verður. Er því' svipað
að segja um hagnað af utanfé-
lagsmannaverzlun í samvinnu-
félögum og um arð af félags-
mannaverzlun. Sá fyrrnefndi er
geymdur síðari tíma, en hinn
útborgaður sem verðlækkun var-
anna strax að árinu liðnip.
Verðlagslögin, að því er tekur
til hámarksverðs og hámarks á-
lagningar, eru algerlega óþörf
gagnvart samvinnufélögunum.
Sannvirðið — hvort sem hærra
er eða lægra en verðlagsyfir-
völd ákveða — verður að gilda
o'g hlýtur að gilda. Ef verðið
væri sett of lágt, yrði hlutað-
eigandi félag að jafna niður
tapi á félagsmenn sína, en út-
hlúta arði ef verðið er óþarf-
lega hátt.
Það stafar af skammsýni og
of lítilli athugun á eðli málsins
að hafa ekki samvinnufélögin
undanþegin verðlagslögunum.
Þótt menn kaupi í samvinnufé-
lögum einhverjar vörur, ofan
við sannvirði þeirra, er það al-
veg sama eðlis, og þegar maður
tQkur einhverja aura úr eigin
vasa og leggur þá til geymslu á
sérstakan stað, til þess að taka
þá þaðan aftur jafngóða að ein-
hverjum tíma liðnum, eða færir
þá úr vasa sínum hægra megin
og lætur þá í þann vinstri. í
kaupmennskunni er græddur
eyrir eign verzlunareigandans
eins, er honum ber engin skylda
að skila aftur • til viðskipta-
mannsins.
Samvizkan rumskar.
Hlákaldur veriileikínu
blasir við.
Skýrsla þessi ber það með sér
glögglega, að hvergi er farið \ipp
fyrir hið auglýsta hámarksverð
og á sumum vörunum er verðið
miklu lægra. Verður það því að
álítast undravert athæíi .af
hálfu ákæruvaldsins, að taera
þarna niður í leit að tarotum
þessara laga. Hvernig sem öllu
þessu er velt í huga sér, taer allt
að sama brunni. Hér var um hé-
gómamál eitt að ræða og yfir-
skin, sem notað var til árása á
einn einstakling og látið heita
svo, að verið væri með því að
halda lögum í heiðri,en að sams-
konar „brot", ef brot skyldi
kalla, voru látin óátalin af hálfu
ákæruvaldsins, jafnvelvþó að
kært væri. Öllu slíku virðist hafa
verið undir stól stungið eða
augunum lokað fyrir því, helzt
af allra hálfu, bæði þeirra, sem
laganna gættu, og hinna, sem
þeim áttu að hlýða?
Og þegar nú ennfremur er
litið á það, að hér var um sam-
vinnufélag að ræða, sem allur
almenningur í hlutaðeigandi
sýslu nýtur félagsmannsrétt-
inda í, þ. e. fær útborgaðan
þann hagnað, sem viðskiptin
gefa að hverju ári liðnu, þá er
það enn augljósara, hvílík firra
og barnaskapur það var, að beita
ákvæðum verðhækkunarbanns-
laganna gagnvart því sérstak-
lega eða verðlagi þess. Féiag
þetta hefir á undanförnum ár-
um' greitt félagsmönnum 9—10
af hundraði (auk þess, sem
lagt hefir verið til sjóða) í á-
góða af vöruúttekt, og ef reikn-
að væri með sömu rekstraraf-
komu 1943 og árin á undan, er
verðlag í félaginu raunverulega
10% lægra en verðskrá sú bend-
ir til, sem birt var hér að fram-
an. Er þá verðlag allra varanna
komið langt niður fyrir hið
margumtalaða auglýsta há-
marksverð. Menn geta að vísu
Meira en mánuði — eða um
40 dögum — síðar en lögin voru
sett, fer viðskiptamálaráðuneyt-
ið að hugsa sig um, og birtir
grejnargerð út af verðhækk-
unarbanninu og er sagt þar, að
ráðuneytið telji „hámarksverð
það, sem auglýst hefir verið af
dómnefnd í vetölagsmálum,
vera það verð, sem heimilt er að
setja á vörur". Það talar þar
einnig um „tvennskonar verð,
og hvorttveggja löglegt". Þar er
ekki minnst á að taannað sé að
selja nokkra vöru hærra verði,
„en lægst var á hverjum stað
18. des. 1942" og er það í sam-
ræmi við það, sem dómnefndin
bókaði hjá sér og stjórnin var
einhuga um. Seinna kemur fram
í bréfi sama ráðuneytis, dags.
10. maí þessa árs, er lagt var
í hendur rannsóknardómara,
svohljóðandi:
„Skilorð þess, að' hækka
mætti vöru til hámarksverðs
er sett hafði verið af dóm-
nefnd í verðlagsmálum, telur
ráðuneytið hafa verið það, að
þrotnar væru allar eldri tairgð-
ir með lægra verði".
Hvaðan kemur ráðuneytinu
heimild til þess að setja slíkt
skilyrði? Er nokkurs staðar í
lögum nokkurt ákvæði, sern
veitir því þetta vald? Og ef svo
væri, hvers vegna vitnar ráðu-
neytið ekki í þau lög? Það er
alveg vafaláust, að hver ein-
asta verzlun á landinu hefir
hingað til talið sér heimilt að
ákveða sjálf, hvort og að hve
miklu leyti, að hún seldi nýrri
vörur fyrr en þær eldri, eða
hvorttveggja samtímis, eða
hvort hún seldi þær eldri fyrst.
Og á því er ekki vafi, að bæði
fyrr og síðar hefir þessu verið
hagað eftir því, sem forráða-
menn verzlunarinnar hafa talið
hagkvæmast. Venjulegast mun
þeirri reglu hafa verið fylgt, ef
nýjar vörur hafa komið með
öðru verði en þær, er fyrir voru,
að jafna verðið, þ. e. lækka þær
nýju og hækka þær eldri og
selja þannig hvort tveggja með
sama verði. Þetta telst að vísu