Tíminn - 11.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1944, Blaðsíða 2
AukablaðS TÍMEVJV, laagardagimi 11. marz 1944 Aukablað ekki heimilt nú, en á því mun þó nokkur vafi, hvort þetta tíðk- ast ekki enn um allar jarðir, hvað sem yfirvaldsákvæðum líð- ur. Svo ætlar viðskiptamálaráðu- neytið að telja landslýðnum trú um það, að ekki sé heimilt að selja nýrri birgðir fyrri en eldri vörur séu þrotnar. Hvers konar barnaskapur er þetta frá hinu háa ráðuneyti? Fyrst hefði þurft að gefa út lög eða önnur jafn- gild fyrirmæli um slíkt og fylgja þeim síðan fram allsstaðar. Viðskiptamálaráðuneytinu er vísast óhætt að endurtaka nokkrum sinnum slíka greinar- gerð áður en hún verður viður- kennd í verki af verzlunarstétt- inni og hæstiréttur má senni- lega dæma nokkrum sinnum í sektir, áður en það kemst inn í réttarmeðvitund þjóðarinnar, að skylt sé að geyma allar vör- ur, sem síðar eru keyptar, þar til hinar eldri eru að fullu seldar. Eins og verzlunin hefir hingað til talið sig hafa rétt til þess að ráða slíku sjálf, mun hún einnig álíta það eftirleiðis. Rétt er þó að taka það fram hér, að 6. gr. í lögum um dómnefnd í verðlagsmálum er svohljóð- andi: „Bannað er að halda vörum, sem keyptar eru og tilbúnar til sölu, úr umferð í þeim til- gangi að fá á þeim hærri verzlunarágóða en venjulegt er á þeim tíma, sem þær hefðu átt að seljast.“ Er hæstiréttnr áttaviltiir? Lagagrein sú, er að ofan get- ur, virðist taka af öll tvímæli um það, að það er leyfilegt að „halda vörum úr umferð“, þ. e. geyma vörur óseldar, sé það gert í sérhverjum öðrum tilgangi en þeim að fá af þeim meiri hagn- að. Greinin er vafalaus heimild fyrir verzlanir að geyma vörur í hvaða tilgangi sem er, öðrum en þessum eina, þ. e. að fá af þeim hærri verzlunarágóða. Nú bera forsendur héraðs- dómsins í máli þessu og réttar- skjöl það greinilega með sér, að vörurnar, sem teknar voru til geymslu, áttu að seljast með sínu verði, er sett var á þær upphaflega, og í samræmi við ákvarðanir verðlagsyfirvalda. Því hefir ekki verið hnekkt né reynt-að hnekkja, eins og glögg- lega kemur fram í málsskjölun- um. Og til tryggingar því, að svo væri með þetta farið, fékk ákærður það samþykkt og á- kveðið af félagsstjórninni á fundi, að allar eldri vörurnar skyldu verða seldar með sínu gamla verði. Þess vegna gegnir það mikilli furðu, að hæstirétt- ur skyldi kveða upp sektardóm út af því og mun öllum þeim, sem þekkja og þekkt hafa til verzlunarhátta, bæði fyrr og síðar, veitast erfitt að finna frambærileg rök fyrir því, að hér hafi verið ástæða til sakfell- ingar. Hæstiréttur virðist líta svo á, að eldri vörurnar hafi verið seldar með hærra verði en á þær hafði verið sett í byrjun, en bersýnilegt er, að það er misskilningur einn. Það sem gerðist, var aðeins það og það eitt, að sala eldri birgðanna var stöðvuð eftir áramótin, en sala á nýrri verðhærri vörum hafin, en verðlagning þeirra var að öllu leyti í samræmi við reglur verðlagsyfirvalda og er það einnig viðurkennt fyrir báðum dómstólum. Það lítur óneitan- lega nokkuð kynlega út, að verzlun, sem verðlagt hefir vör- ur sínar í samræmi við skipanir verðlagsyfirvalda, megi ekki hefja sölu sömu vara, hvenær sem henni þykir hentugur tími til þess, hvað svo sem líður sölú þeirra vara, sem hún hefir áð- ur eignazt. Hvað myndi t. d. vera álitið um það, ef að einhver verzlun fengi nýrri, verðlægri vörur? Myndi nokkur maður með heilbrigðri skynsemi leyfa sér að halda slíkri firru fram, að ekki væri heimilt að selja þær fyrri en þær eldri, verð- hærri væru að fullu seldar? Þessu myndi • allur almenn- ingur svara á einn veg, þ. e. þann, að slíkt væri sjálfsagt og meira að segja, að ekkert væri við það að athuga. Og ef að heimilt er að selja nýrri verð- lægri vörur á undan eldri birgð- um, og á það verða ekki bornar brigður, þá hlýtur það og að vera heimilt að selja nýrri verð- hærri vörur á undan eldri verð- lægri birgðum. Greinargerð eða álit, þótt frá viðskiptamála- ráðuneytinu sé, vegur ekki á móti þeim eðlilegu rökum, því að þau eru staðreyndirnar sjálf- ar, og jafnvel þótt hæstiréttur hafi komizt að svipaðri niður- stöðu og ráðuneytið, að því er virðist, mun það varla hagga skoðun alls almennings um rétt- mæti þess, sem hér hefir verið haldið fram. 4 Ef ckkcrt cr púðrið ojí cngiii kiílan, |»:i er ]>ó rcynandi að sprengjja Iivollliettu! Þá er það dálítið einkenni- legt að sjá dómstóla gera sök úr því, að verð kaffibætis var leið- rétt ,um 20 aura kgr. um ára- mótin, sem sé sett nákvæmlega eins og dómnefndin hafði á- kveðið þaö, ekki einu sinni broti úr eyri hærra. Og ekki er þá gert mikið úr þeirri yfirlýsingu stjórnarinnar um, að ekki væri unnt að banna að selja vörur fyrir auglýst hámarksverð. í þessu atriði er reynt að hanga á því, að kaffibætirinn hafði verið seldur með 20 aura lægra verði fram að áramótum. En það var margupplýst fyrir rétti, að sú verðlagning hafði verið þannig af vangá, sökum þess hvílíkt sleifarlag var á öllum verðlagstilkynningum dóm- nefndarinnar á seinni hluta ársins 1942, sem henni bar þó skylda til að hafa í fullu lagi, samkv. lögum. Svipað var að segja um kaffiverðið. Hér var um eintóman hégóma að ræða, og því til sanninda skal þess aðeins getið til gamans, að sagt er að sækjandi málsins í hæsta- rétti hafi upplýst það, að verð- hækkunin á. kaffinu hafi getað numið kr. 23.40 alls! Minnir þetta á mál eitt, er einhvern- tíma kvað hafa verið höfðað á Vesturlandi út af 25 aura sjóð- þurrð hjá einhverjum póstaf- greiðslumanni, og mjög frægt var á sínum tíma. Þetta má nú segja að séu hárfínar réttlætis- tilfinningar! Það er varla unnt að verjast því að brosa að þessu, — en vitanlega með mikilli virðingu fyrir þjónum réttvísinnar. Aðal áhlaupið sncrist í alg'crðau ósig'ur. Kolin og salan á þeim, sem kommúnistarnir á Hornafirði voru að gera sér dátt út af í byrjun, urðu ekki til sakfellingar i hæstarétti, enda hefði það nú verið skringileg- astt þáttur þessa máls, ef svo hefði orðið, þar sem vitanlegt er og sannanlegt, að allt þetta ryk, sem þyrlað var upp, í sam- bandi við kolin, var því að kenna fyrst og fremst, að dóm- nefndin skaut sér undan því að gefa fullnægjandi svör við málaleitun kærða um verðið á þeim, en samkv. margnefndum lögum bar henni skylda til að skera úr ágreiningi um það, við hvaða verðlag skyldi miða, og eftir dómi hæstaréttar 5. apríl s. 1. hafði hún „vald og skyldu til að taka ákvarðanir um verð- lag“. Og viðskiptamálaráðu- neytið, sem einnig var leitað til, skaut sér einnig undan því að gefa svör við því, er óskað var eftir, en þar sem út af þessu var sýknudómur að lokum, verður því sleppt hér að gera þetta frekar að umtalsefni. Allur þessi málarekstur er sorglegur vottur þess, hversu til- tektir og ákvarðanir stjórnar- valdanna geta verið fálmkennd- ar, eins og verðhækkunarbann- ið, lítt drengilegar, eins og fyr- irskipun um opinbera rannsókn út af hégóma einum, og smá- munasamar, eins og sektin út af kaffinu og kaffibætinum ber átakanlegt vitni um. Ilvers konar dóms- niálastjórn er það sem þjóðin býr vlð? Það er varla unnt að skilj- ast svo við þetta mál, að ekki sé minnst fáum orðum á dóms- málastjórnina, sem þjóðin hefir haft í meira en eitt ár. Á Alþingi haustið 1942 var mikið rætt um misfellur, sem þóttu hafa átt sér stað í sam- bandi við alþingiskosningar á Snæfellsnesi um haustið. Virð- ist svo, að Alþingi hafi ætlazt til þess, að fram yrði látin fara opinber rannsókn út af því, svo fljótt, sem við yrði komið. Hafa víst flestir búizt við að hinn „röggsami“ dómsmálaráðherra léti til sín taka um það. En hvað skeður? Hefir ráðherrann ekki sezt á málið? Ekkert hefir dómsmálaráðuneytið látið Rík- isútvarpið tilkynna um það. Hvernig er með rannsóknina út af Þormóðsslysinu? Sjódómi var víst af atvinnumálaráðu- neytinu falin rannsókn þess í fyrravetur. Svo fer rannsóknin til dómsmálaráðherra fyrir mörgum mánuðum. — Þar liggja rannsóknarskjölin, án þess að þau séu birt. Loks fyrir fáum dögum lætur ráðherann birta útdrátt. Hvers vegna mega landsmenn ekki kynnast rann- sókninni allri? Hví ekki að koma með allt þetta í dagsljósið? Þá eru það olíumálin. Hvað var að gerast í þeim á síðasta hausti? Viðskiptamálaráðherra flutti á Alþingi „stóra“ ræðu um framferði olíufélaganna, að því er við kom olíuverðinu. Miklar umræður fóru fram á Alþingi út af ræðu ráðherráns, og margir alþingismenn úr öllum þingflokkum kröfðust opinberr- ar rannsóknar á félögunum. Hvað aðhafðist dómsmálaráð- herrann út af þessu? Ekki neitt svo vitað sé. Röggsemi hins „röggsama“ ráðherra virðist að hafi hjaðnað verulega síðan í janúar í fyrra, því að ekki er það trúlegt, að margir þing- menn saman hafi ekki verið eins góður bakhjarl fyrir ráð- herrann og verkalýðsfélagsfor- maðurinn var einn. — Nú var bara tveimur mönnum fengin einhver athugun í hendur, utan réttar vitanlega, og sennilega ætlazt til, að þeir framkvæmdu þetta í hjáverkum og í kyrrþey. Ríkisútvarpið var ekkert látið tilkynna af hálfu dómsmála- ráðuneytisins, svo vitað sé, þessu viðkomandi. Þegar núv. dómsmálaráðherra tók við ráðherrastörfum, seint á árinu 1942, var hann hæsta- réttardómari, og kom þá í sæti hans einn af kennurum laga- deildar háskólans, enda gera hæstaréttarlögin ráð fyrir þeirri skipan. Hingað til hefir verið litið svo á, að ráðherrastörf samrýmist ekki dómarastörfum, enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir að dómsvald og fram- kvæmdavald sé aðskilið og æðstu dómarar landsins eru með henni gerðir sem óháðastir ríkisstjórninni. Þannig hefir hún ekki vald til þess að víkja þeim úr embætti. Nú hefir það verið upplýst á sjálfu Alþingi og viðurkennt af dómsmálaráð- herranum sjálfum, að hann — ráðherrann — hafi hvað eftir annað, síðan hann varð ráð- herra, tekið sæti sem dómari í hæstarétti. Handhafi ákæru- valdsins er þannig einskonar tækifærisdómari í æðsta dóm- stóli landsins. Ekki er vitað eftir hvaða lögum eða reglum slíkt getur viðgengizt. Hins vegar segir svo í 5. gr. núgildandi laga um hæstarétt: „Nú verður dómur ekki full- skipaður, sakir þess að dómari eða dómarar víkja sæti í máli og velur þá dómsmálaráðherra, að fengnum tillögum dómsins, einhvern kennara lagadeildar háskólans, eða einhvern með- al hæstiréttarmálaflutnings- manna eða einhvern héraðs- dómara, sem fullnægir skil- yrðum þessara laga, til þess að vera skipaður dómari í hæstarétti, og er þeim skylt að taka við þeirri kvaðningu". f Grein þessi er skýr og ákveð- in; eftir henni ber, ef dómari víkur sæti, að velja lagakenn- ara frá háskólanum, hæstarétt- armálaflutningsmann eða hér- aðsdómara, í hans stað. Hér kemur ráðherra alls ekk!i til greina, enria væri þá lítið orðið úr aðgreiningu framkvæmda- valds og dómsvalds, ef ráðherr- arnir gætu lagt undir sig hæsta- rétt, hvenær, sem þeim sjálfum litist svo. Ef núverandi dóms- málaráðherra getur tekið sæti í hæstarétti, gæti hann vafa- laust einnig valið starfsbróður sinn í ríkisstj., sjálfan forsætis- ráðherrann, í annað sæti dóms- ins, ef autt væri um stund og væri þriðji ráðherrann löglærð- ur, gæti hann fullskipað hæsta- rétt með ríkisstjórninni einni.- — Það væri óneitanlega dálítið einkennilegt ástand í réttar- farsmálum þjóðarinnar, þegar svo væri komið, og gætu menn látið sér detta í hug í því sam- bandi, það sem haft var eftir Hitler vorið 1934, þegar „hreins- unin“ fór fram í Nazistaflokkn- um, Schleicher og Röhm o. fl. voru látnir hverfa, þ. e. að hann hefði einn verið hæstiréttur Þýzkalands þann daginn. Efnir Sviffiugfélagið til sýníngar i sumar? Svifflugfélag íslands sam- þykkti á aðalfundi sínum, er haldinn' var fyrir nokkru, að kjósa þriggja manna nefnd, sem ynni, ásamt félagsstjórninni, að undirbúningi að þátttöku fé- lagsins í hátíðahöldum þeim, sem fyrirhuguð eru í tilefni af lýðveldisstofnuninni í sumar. M. a. skal athugað, hvort ekki verður hægt að efna til flug- •sýningar, og að hlutast til um það á annan hátt, að þátttaka svifflugmanna geti orðið sem myndarlegust í hátíðahöldun- um. í nefndina voru kosnir Agnar Kofoed-Hansen, Björn Jónsson, flugstjóri félagsins, og Sigurður H. Ólafsson verzlunarmaður. Á aðalfundinum var upplýst, að 714 flug voru flogin á vegum félagsins á síðastl. ári. Lengsta flugið stóð í 5.5 klst. (Helgi Filippusson flugkennari) og hæst var flogið 1200 m. Félagið hefir til umráða ein byrjunar- flugu og tvær flugur fyrir þá, sem lengra eru komnir. Auk þess hefir það tvær flugur í smíðum. Miklu fleiri hafa sótt um að æfa sig hjá félaginu en komizt hafa að til þessa. í stjórn voru kosnir: For- maður Sigurður Ólafsson flug- maður, varaformaður Björn Jónsson, gjaldkeri Þorsteinn Þorbjörnsson, ritari Guðbjartur Heiðdal og meðstjórnandi Sig- urður B. Finnbogason. Bendt Bendtsen, er verið hefir for- maður félagsins í fimm ár, skoraðist undan endurkosningu. Svifflugfélagið ber þess óræk merki, að áhugi fyrir fluglist- inni er mikill og vaxandi meðal íslenzkra æskumanna, og er það vel farið, því að flugið er holl í- þrótt og getur einnig orðið þýð- ingarmikil atvinnugrein hér í framtíðinni. Aðaliundur Félags ísl. símamanna Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna var haldinn 24. f.m. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur íslenzkra síma- manna lýsir yfir eindregnu fylgi við stofnun lýðveldis á Is- Iandi. Skorar fundurinn á alla símamenn að vinna að því, að þátttaka í atkvæðagreiðslu um lýðveldismálið verði sem fjöl- mennust og á þann veg, að hún megi verða þjóðinni til sóma“. Félagið er með elztu stéttar- félögum landsins og eitt af stofnendum Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og telur nú á þriðja hundrað félagsmenn. Stjórnina skipa nú: Ágúst Sæ- mundsson formaður, Maríus Helgason varaformaður, Krist- ján Snorrason gjaldkeri, Helga Finnbogadóttir ritari, Soffía Thordarson fjármálaritari. Lesendnr! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. tltbreiðlð Tímann! Hafsteinn Pétursgon; Hefiir Alþingfi gleymt verkfærakaupasjóðnum Á árunum 1937—41 var í sparnaðarskyni frestað ýmsum fjárframlögum eða dregið úr þeim. Þá varð Verkfærakaupa- sjóður alltaf fyrir barðinu á löggjöfunum þannig, að fjár- framlag hans komst niður í 25 þús. kr. á ári úr 80 þús. kr., sem er ákveðið með jarðræktarlög- unum. Undanfarin tvö ár hefir að- eins verið á fjárlögum 60 þús. kr. til hans. Sama upphæð er nú á fjárlögum. Er það auðvitað beint lagabrot og verður ugg- laust lagfært nú með því að greiða til sjóðsins þau 60 þús. kr., sem vantalin eru á fjárlög- um þessi þrjú ár. Nú eru háværar raddir um, að bændurnir þurfi að taka tækn- ina meira sér til aðstoðar en ver- ið hefir. Þó virðist ekki koma fram hjá mönnum, að þeir minnist, að Verkfærakaupa- sjóðnum var ætlað það hlutverk að vinna að aukinni tækni. Þegar framlag til sjóðsins var ákveðið 80 þús. kr., var verðlag allt annað en nú, enda er nú svo komið, að sá styrkur, sem þessi sjóður getur veitt til ein- staklinga, þrátt fyrir hömlur á innflutningi, er alveg hverfandi eða 10—15% af andvirði vél- anna, í stað 25—33% eins og hann átti að vera samkvæmt lögum. Fáir mundu taka því með þögn og þolinmæði, að ríkið greiði til þeirra um V3 þess, sem lög gera ráð fyrir að þeir. fái. Þessu er þó þannig varið með verkfærakaupastyrkinn til bænda. Þau gleðilegu tíðindi eru nú að gerast, að ríkið ætlar að að- stoða sjávarútveginn til skipa- kaupa og stofna þannig til álits- legs verkfærakaupasjóðs fyrir sjávarútvegsmenn (5 .millj. kr. 1944), en það virðist gleyma landbúnaðinum í sömu and- ránni. Rétt er að minnast þess, að Framsóknarflökkurinn bar fram frumvarp til laga, sem fól í sér verulega aðstoð til kaupa á stærri jarðvinnsluvélum, en það hefir ekki enn orðið að lögum. Þar er gert ráð fyrir y3 styrk til dráttarvélakaupa. Einnig er sýslufélögum heimilað að verja úr sýsluvegasjóði til vélakaupa og er það óbeinlínis um y2 styrk- ur frá ríkissjóði. Nú virðist mér sanngjarnt að búnaðarfélög og búnaðarsam- bönd njóti sömu kjara við véla- kaup til ræktunar og sýsluvega- sjóðirnir, því annars má búast við ósamræmi milli héraða, því ekki verður dráttarvél, sem er eign sýsluvegasjóðs, bannað að starfa að jarðrækt. Það er því tillaga min, að bún- aðarfélögum og búnaðarsam- böndum verði gefinn kostur á að fá sama styrk, og sýsluvega- sjóðir fá a. m. k. % verðs véla og geymsluhúss gegn því skil- yrði, að sömu aðilar leggi beint fram y3 verðsins og lántaka, sem hvíli á, sé ekki hærri en y3 andvirðisins. Svo væri bæði sýsluvegasjóðum, búnaðarfélög- um og búnaðarsamböndum gert að skyldu að hafa sjálfstæðan vélasjóð, sem ætti vélarnar, og rekstri þeirra væri þannig hag- að, að þær mynduðu endurnýj- unarsjóði, sem tiltækir væru, þegar nýjar vélar þyrfti að kaupa. Sjóðirnir væru háðir eft- irliti vegamálastjórnar og Bún- aðarfélags íslands. Með þessu fyrirkomulagi, ættu hinir dauðu tímar í félagsstarf- semi að hverfa, sem einatt myndast nú, þegar dráttarvél eða aðrar stærri vélar verða ónothæfar. Einnig væri þá styrkur til þessara stærri véla sérstakur liður á fjárlögum og starfssvið verkfærakaupasjóðs rýrt aö því leyti. Væru þá meiri líkur til, að hann gæti sinnt hlutverki því, sem honum er þá eftirskilið, að styrkja hin ódýrari tæki, þó að styrkurinn úr ríkissjóði væri ekki hækkaður til hans úr þeim 80 þús., sem hann á nú að vera samkvæmt lögum. Vænti ég þess, að fjárveit- inganefnd Alþingis geri ráð- stafanir til þess í samráði við samþingismenn sína og ríkis- stjórn að þessi tilhögun eða henni lík geti komið til fram- kvæmda á þessu ári og sýni með því, að aðbúð Alþingis að verk- færakaupasjóði bænda sé af vangá eins og hún er nú, en ekki af ráðnum húg. Reykjavík, 1. marz-1944. Hafsteinn Pétursson. Til skilingsauka skal þess get- ið, að ríkið styrkir tvo sjóði, er verja fé til vélakaupa landbún- arins. Öðrum sjóðnum, Véla- sjóðnum, er ætlað að kaupa stærri ræktunarvélar og starf- rækja þær og annast auk þess ýmsa tilraunastarfsemi. Véla- sjóður var stórum efldur á fyrra ári. Hinum sjóðnum, Verkfæra- kaupasjóði, er ætlað að styrkja bændur eða samtök til kaupa á minni búnaðarvélum. Ritstj. Slitirftlai SiliMs Reykjavik. Simi 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. - Frystihás. IViðarsaðnverksmiðla. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bjúgu og aXLs- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœöi. FrosiÖ kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá EgjsJasölasamlaKi Reykjavíkar. Kanpnm tnsknr ' % allar tcgundír, hœsta verði. Húsgagnavinnustoian Baldursg. 30 Sími 2292. TÍMINN cr víðlesnasta auglýsmgablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.