Tíminn - 14.03.1944, Side 2

Tíminn - 14.03.1944, Side 2
110 TÍMBVIV, þrigjmlagiim 14. marz 1944 43. blað ^íminn Þriðjudagur 14, marz „Fráleítt efní“ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að dýrtíðarkapphlaup- ið hefir ekki leikið neinar stétt- ir eins grálega og smáútvegs- menn og hlutarsjómenn. Aukn- ing dýrtíðarinnar hefir hingað til bitnað nær eingöngu á þeim, því að aðrar stéttir hafa fengið tekjur sínar hækkaðar í hlut- falli við dýrtíðina. Hjá smáút- vegsmönnum og hlutasjómönn- um hefir ekki verið um slíkt að ræða, því að verðlag á útflutn- ingsvörum þeirra hefir haldizt óbreytt, þótt dýrtíðin innan- lands hafi stöðugt vaxið.' Með tilliti til þessa flutti Ey- steinn Jónsson þá tillögu á sein- asta þingi og aftur nú á vetrar- þinginu, að sérstakri nefnd yrði falin rannsókn á því, „hvaða verð þurfi að vera á sjávaraf- urðum, til þess að gera megi ráð fyrir, að framleiðslan veiti þeim, sem hana stunda, lífvænlega af- komu og eigi lakari en aðrar stéttir eiga við að búa.“ Enn- fremur átti nefndin að rann- saka, hver áhrif dýrtíðaraukn- ing stríðsáranna hefði haft á af- komu þessara manna og hvern- ig lækkun dýrtíðarinnar myndi hafa áhrif á bætta afkomu þeirra. Þess hefði vissulega mátt vænta, að Alþingi tæki þessari tillögu með fullum velvilja og skilningi. Slík rannsókn hefði getað styrkt verðkröfur útvegs- og fiskimanna í milliríkjasamn- ingum og einnig getað orkað sem aukin hvatning til að hefj- ast handa um raunhæfa niður- færslu dýrtíðarinnar. Undirtektir þingsins hafa því miður ekki orðið á þessa leið. Það hefir enn einu sinni sýnt sig, að smáútvegsmenn og hlutasjó- menn eiga fáa málsvara á Al- þingi. Það hefir og sannast enn einu sinni, að Sjálfstæðisflokk- urinn, er þózt hefir bezti mál- svari sjávarútvegsins, er jafnan áhugalítill, þegar þessir aðilar eiga hlut að máli. Öðru máli gegnir, þegar stórútgerðar- mennirnar eru annars vegar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki aðeins látið sér nægja að láta þessa tillögu afskiptalausa, heldur hefir hann gert einn af þingmönnum sínum út af örk- inni til að afflytja og ófrægja hana á allan hátt. Maðurinn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn valdi til þessa starfs, er Sigurður Bjarn,ason, þing- maður Norður-ísfirðinga. Sést glöggt á því, að hann skuli hafa látið nota sig til þessa starfs, að hann þekkir harla lítið til afkomu smáútvegsmanna og sjómanna í Norður-ísafjarðar- sýslu, en þessir aðilar hafa hvergi nærri borið svipað úr býtum og sanngjarnt getur tal- izt, ef miðað er við aðrar stéttir. Þannig er það og með smáút- vegsmenn og hlutasjómenn í smærri verstöðvum landsins.Það hefði því ekki veitt af, vegna þessara aðila, að framkvæmd væri örugg rannsókn, er byggja mætti á auknar kröfur um hækkun fiskverðsins eða niður- færzlu dýrtíðarinnar til þess að fá hlut þeirra bættan. Sigurður reynir að ófrægja tillöguna með því, að hún geri ráð fyrir nefndarskipun, en nefndirnar séu þegar orðnar nógu margar. Honum fannst annað, þegar hann studdi að því á seinasta þingi, að sérstök þingnefnd yrði sett á laggirnar, ‘vegna tilhæfulauss rógburðar á hendur bændum' Ekki er heldur annað kunnugt en að hann hafi greitt atkvæði með flestum eða öllum hinum mörgu nefndarskipunum, er Alþingi hefir stofnað til í seinni tíð. Sig- urður getur því ekki afsakað sig með neinu síður en andúð gegn nefndarskipunum. Þá hampar hann þeirri blekk- ingu, að milliþinganefndinni i sjávarútvegsmálum sé ætlað þetta verkefni. Þetta er alger uppspuni. Henni er ætlað að fást við skipulagsmál sjávar- útvegsins, aðallega með tilliti til löggjafarinnar, en ekki við verð- lagsmálin. Það væri líka mjög Ágúst Þorvaldsson, Brúnastöðum: Revflð að detta af ritstj. Bóndans Þegar blaðið „Bóndinn" hóf göngu s. 1. haust, til þess að hnekkja ýmsum árásum dag- blaðanna ■ í Rvík á bændastétt- ina og samvinnufélögin, fannst mér og mörgum fleirum, að það færi vel af stað, og væri góð viðbót við þann litla blaðakost, er bændastéttin hafði aðgang að sér til varnar. Þegar blaðið hætti að koma út í vetur, var ég einnig einn af þeim, er vildi láta það fara af stað aftur, til þess enn um skeið að halda uppi vörnum fyrir ýms málefni bænda, eftir því sem með þyrfti. Tók ég þátt í að samþykkja til- lögu, er gekk í þá átt. Blaðið hóf nú göngu sína að nýju eftir áramótin með sama ritstjóra og áður, Gunnari Bjarnasyni hrossaræktarráðu- naut. Það kom brátt í ljós, er blaðið fór að koma aftur, að maður þessi hafði í haust verið klædd- ur í eins konar reyfi, er huldi hann fyrir þeim, er ekki ætla öðrum að fyrra bragði annað en gott eitt. Skyndilega tók reyfið að losna og detta af rit- stjóranum. Hefir hann hirt lagðana jafnóðum, ásamt fleira af sama tagi. Ber hann þessa vöru nú fram á hinum pólit- íska markaði í „Bóndanum“ og vafasamt að fela slíkri nefnd, sem skipuð er af pólitískum að- ilum, þessa rannsókn. Það yrði til þess, að rannsóknina hefði ekki þann hlutleysisblæ, er hún þarf að hafa, ef hún ætti að koma að fullum notum. Þessar röksemdir gegn tillög- unni eru því fullkomnar tylli- ástæður. Það gloppast líka upp úr Sigurði í seinasta laugardags- blaði Mbl., að efni tillögunnar sé fráleitt, þ. e. að fráleitt sé að afla öruggrar vitneskju um hag þessara stétta, svo að hægt sé að rökstyðja betur verð- kröfurnar við erlenda aðila eða dýrtíðarráðstafanir til að bæta afkomu þeirra. Þetta er bersýnilega aðalá- stæða þess, að Sigurður og flokkur hans *berst gegn tillög- unni. Það er fráleitt að afla betri gagna til rökstuðnings fyr- ir umbótamál þessara stétta. Þessara ummæla ættu smáút- vegsmenn og hlutasjómenn að minnast betur, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn gælir við þá næsta sinn. Þ. Þ. kallar „Hagalagða og samtíning af heiðum hins ritaða orðs“. Vara þessi lítur þannig út sem hún sé aðallega af andleg- um kláðagemlingum og öðrum slíkum vanmetakindum. Rit- stjórinn er þó ekki vöruvandari en svo, að hann er hreykinn og upp með sér af þessari fram- leiðslu. í 15. tölublaði „Bóndans" 25. febrúar s. 1., er klausa í haga- lagðasamtíningi ritstjórans, er hann kallar: „Samvinnumenn í orði“. Segir þar, að nokkrir menn úr Árnessýslu hafi birt í Tímanum „hóp af árása- og sví- virðingagreinum" um Egil í Sig- túnum, fyrir það að hann hafi látið í ljós aðrar skoðanir en þeir hafi viljað aðhyllast. Segir ritstjórinn, að þessir menn hafi „aðeins verið samvinnumenn í orði“ — „aldrei gert neitt fyr- ir samvinnuhreyfinguna". Fróðlegt væri að heyra, hvað- an ritstjóranum kemur þessi : vitneskja. | Að vísu hefir enginn þessara manna, sem ritstjórinn mun !eiga við, verið kaupfélagsstjóri , né ritstjóri eða ráðunautur. En erfitt hygg ég það myndi flest- um reynast að vera foringi í samvinnuhreyfingunni, ef liðs- mennina vantaði. Egill í Sigtún- um hefir verið góður foringi í samvinnufélögum bænda hér eystra, en við bændur þykjumst einnig hafa veitt honum trausta fylgd, eins og sjálfsagt var. Rit- stjórinn hefir sjálfsagt unnið eitthvað fyrir samvinnufélögin meira en við hinir óbreyttu liðs- menn hér í Árnessýslu, en svo fáfróðir erum við nú samt, flest- ir hér eystra, að við höfum ekki heyrt þess getið. Má vera, að sú sé orsökin, að hann af lítillæti vilji sem minnst láta á verkum sínum bera. — Mér fyndist þörf á því, ef Gunnar Bjarnason vill láta taka mark á orðum sínum, að hann birti fyrir lands- lýðnum þær „árásir" og „svívirð- ingar“, er Tíminn hefir birt héð- an úr Árnessýslu um Egil Thor- arensen, svo fólkið sjái, hversu vanþakklátir og vondir þeir menn eru, sem leyft hafa sér að láta í ljós aðrar skoðanir en þær, er hann setti fram í Bóndanum í vetur. Það þarf meira til þess að vera ritstjóri en það eitt að slá fram slagorðum og fullyrðing- um um menn og málefni. Það þarf að rökstyðja fullyrðingarn- ar og sanna þær, ef menn eiga j að taka mark á þeim. En Gunn- ar Bjarnason hefir nú sína að- ! ferð til þess að „sameina bænd- ; ur og aðra framleiðendur". Ef i Gunnar Bjarnason og aðrir ; „hagalagðarframleiðendur" eru . hinir beztu núverandi liðsmenn , samvinnuhreyfingarinnar, þá er iforingjum þeirrar ágætu hreyf- ; ingar sjálfsagt vel borgið. Hitt er : annað mál, hvort ýmsir þessir foringjar sjá sig ekki um hönd áður en þeir þiggja slíkt lið- sinni, og hvort þeir telja ekki allt eins mikið öryggi í fylgd þeirra manna, sem eru svipaðs sinnis og þeir greinahöfundar úr Árnessýslu, er ritstjóri Bóndans | stimplar „samvinnumenn í orði“. | Ég er einn þeirra mörgu manna, er þrá þá stund að sjá | alla bændur sameinaða í eina ! pólitíska heild, en ég vil ekki að sú sameining hvíli á grundvelli stéttarhroka og einhliða hags- ; munastreitu, heldur vil ég að sú ! sameining fari fram á grund- velli frjálslyndrar, lýðræðislegr- ar umbótastefnu, þar sem fullt . tillit sé tekið til réttmætra krafa annarra vinnandi stéttá í landinu. Það er sú eina leið til þess að sameining bændanna hafi ha§nýta' þýðingu fyrir þá og aðra framleiðendur til fram- búðar. ! Framleiðendastéttin þarf að haga stefnu sinni þannig, að hún geti unnið fjölda af frjáls- lyndu, mismunandi fólki til sjávar og sveita, til fylgis við sig, annars verður hún máttlítil í þjóðlífinu, þegar á reynir. Ég þykist vita, að Bóndinn sjái í þessum orðum rauða dulu. Það er nefnilega eitt af hans helztu slagorðum að kalla alla þá, sem ekki leggja blessun sína yfir allt, sem í því blaði stend- ur, kommúnista og kommúnista- vini. Þessi grýla er óspart notuð til þess að hræða fólkið, því vit- að er, að stjórnmálastefna kom- múnista er óvinsæl í sveita- byggðum landsins. Öruggasta ráðið til þess að bægja kommúnistahættunni frá er það, að efla sem mest frjáls- lynda umbóta- og framfara- stefnu með samvinnuna sem grundvallarhugsjón, eins og Framsóknarflokkurinn hefir æ- tíð barizt fyrir. Sú stefna er að sigra í sveitunum. Hún mun einnig í næstu framtíð færa út kvíarnar í bæjunum. Úr flestum Nokkur orð úr Holtahreppi Efiir Elías Þórðarson, Saurbæ Frá kaupstöðum og þá eink- um frá Reykjavík berast okkur nú margar háværar en ósam- hljóma raddir, frá þeim mönn- um, sem með bókviti sínu vilja gerast léiðarstjörnur landbún- aðarins og þó einkum bænda og þess fólks, sem í sveitunum býr.; Jafnvel þótt okkur finnist sum- ' ar raddirnar ekki ávallt sem vingjarnlegastar og jafnframtj stundum mælt af lítilli þekk- j ingu á vandamálum landbún- ; aðarins, þá er lítið. um það að bændur kveðji sér hljóðs. Munu margar ástæður liggja til þess, meðal annars þær, að bændum ! mun þykja nægur hávaðinn yf- j ir þeirra kyrrlátu störfum og svo hitt, að flestir þeirra munu telja ' marga hluti þarfari en að eltast við hártoganir og hnífilyrði þeirra pólitísku skriffinna, sem telja bóndann ekki slá sömu nótur og þeir sjálfir. Það er ekki ætlun mín að taka þátt í umræðum um skipulags- mál landbúnaðarins, en með lín- ' um þessum vildi ég aðeins reyna að gefa stuttorða skýrslu um j nokkur þeirra vandamála, sem bíða úrlausnar í minni sveit nú á næstunni. Getur hver, sem vill litið á það sínum augum, j þótt ég ræði fyrst um það, sem j mér stendur næst og ég hefi nokkurn kunnugleika á. Flestir vita að austan Þjórs- ár, en vestan Ytri-Rangár, ligg- ur grösugt hérað, sem nefnist' Landsveit hið efra, en fyrir vest- an og sunnan Landsveitina taka Holtin við. Áður fyrr voru Holt- in einn hreppur, en nú er þeim skipt í þrjá hreppa: Djúpár- hrepp, Ásahrepp og Holtahrepp. í efri hluta Holtanna eru marg- ar hæðir, en fremur lágar, þakt- ar djúpum grjótlausum moldar- jarðvegi. Á milli þeirra eru vot- lend hallandi mýrarsund. Jafn- an hefir þessi sveit þótt ógreið yfirferðar, mýrarnar fúnar, en holtin stórþýfð með djúpum götutroðningum. Undir þessu djúpa jarðvegs- lagi, sem víða er 2—3 m. á þykkt liggur víðast hvar blágrýti, einkum hið efra og má sums staðar sjá mjög reglulegar og löndum berast nú fréttir um vaxandi frjálslyndi í stjórnmál- um. Víðast eru íhaldsöflin að láta bugast fyrir þeirri rétt- mætu kröfu fólksins, að það eigi allir dugandi menn sama rétt til gæða lífsins. Samvinnustefn- an er þar víða höfð fyrir leiðar- ljós. Eigum við íslendingar ekki að fylgja þróuninni? fagrar stuðlabergsmyndanir (t. d. hjá Akbraut, þar sem jarð- vegurinn hefir blásið upp á dá- litlu svæði). Annars staðar og þó einkum sunnan Kambsheiðar ber meir á móhellumyndunum og eru þar margir hellrar, sumir ef til vill ævaforn mannvirki, sem lítt hafa verið rannsakaðir til þessa. Möl nothæf til bygginga og vegagerða hefir óvíða fundist enn sem komið er. Þó er þetta lítt rannsakað ennþá, og má ætla að víða finnist möl undir moldarholtum, ef leitað væri djúpt. - Ef ég man rétt mun það hafa verið Sigurður heitinn Sigurðs- son búnaðarmálastjóri, sem manna fyrstur sá og skildi þá óhemju miklu og góðu ræktun- armöguleika, sem eru í þessari sveit. Hefi ég nokkra ástæðu til þess að ætla, að hann hafi haft Holtin í huga, þegar hann festi kaup á fyrsta þúfnabananum, sem kom til landsins, þótt ekki reki ég þá sögu hér. En þó mikil verkefni biðu öleyst í Holtunum, þá var mönn- um almennt ljóst (Holtamönn- um ekki síður en öðrum), að önnur verkefni voru ennþá meir aðkallandi ,hér í sýslu. Þessi verkefni vorú sandgræðsl- an í Landsveit og Rangárvöllum og brúargerðir og fyrirhleðsl- ur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Þessum sveitum varð að bjarga frá eyðingu. Það er án efa með yfirsýn yf- ir þessi verkefni, að Holtamenn hafa verið hógværir í kröfum sínum, til ríkis og sýslu, til þessa uni fjárframlög til vegagerða, þótt þeir hafi orðið að fara með kerrur sínar og klyfjahesta um óbrúuð mýrarsund og niður- grafna troðninga, til þess að komast heim að býlum sínum með nauðsynjar sínar. Hvers. vegna leggja mennirnir ekki veg heim til býla sinna? munu menn spyrja. Til þess að svara þessari spurningu verður að gera nokkra grein fyrir því hvað slíkt kostar og hvað tekj- ur bóndans eru miklar. Hér verður lauslega drepið á fátt eitt. Ekki er til svo ég viti nein kostnaðaráætlun um það, hvað kostar að léggja vegakerfi um Holtin, svo viðunandi mætti teljast, en samkvæmt framan- sögðu er vegagerð hér kostnað- arsöm, einkum vegna þess, að flytja verður malarofaníburð langar leiðir, stundum marga kílómetra. (Framh. á 4. slðu) Páll Zóphóníassoii; Varnír gegn harðindum í grein þeirri, sem hér fer á eftir, ræðir Páil Zophon- iasson um ásetningin í haust. Telur hann, að bændur hafi nú 100 þús. kindum og 2000 nautgripum færra á fóðrum en síðastl. vetur, en hins vegar hafi hrossum fjölgað. Þrátt fyrir þetta telur hann þörf margra ráð- stafana, ef til harðinda skyldi koma, og getur hann þeirra helztu í greininni. I. Enn þá einu sinni hefir Norðri konungur teflt frám hvítingum sínum og sýnt sig líklegan til að vilja taka okkur í umsáturs- ástand. Bændurnir íslenzku og íslenzka þjóðin öll hefir á und- anförnum öldum háð marga hildi við hvítinga Norðra kon- ungs. Þeir hafa oft áður tekið þjóðina í umsátursástand, og þá hefir sagan oft orðið sú, að fóð- ur hefir þrotið, búfé fallið, og stund'um hefir verið höggvið skarð í raðir sjálfs landsfólks- ins. Það segja sumir, að sagan endurtaki sig. Ætli hún geri það í vor? Ætli hvítingum takist að hneppa okkur í umsátursá- stand? Og takist þeim það, ætli við höfum þá nægjanlegt fóður til að koma út úr umsáturs- ástandinu,án þess að missa eitt- hvað af bústofninum? Ef til vill bægja hollar vættir þeim í aðrar áttir, svo að áhrifa þeirra gæti lítt eða ekki í vor, en hitt getur líka komið fyrir, að þeir nái hér bólfestu og sitji hér fram um fardaga. Og hvernig verða þá fénaðarhöld- in í vor? II. í haust, er leið, skrifaði ég hér í blaðið um fóðurásetning- inn. Ég benti á það, að heyin væru lítil, og víða líka léleg hvað gæði snerti, að gömlu heyin væru svo til allsstaðar gefin upp, svo að ekki gætu þau orðið vara- skeifa, og að líkindi væru til þess, að erfiðlega mundi ganga fyrir mönnum að fá fóðurbæti fram yfir það, sem þeir næðu í og drægju að sér að haustinu. Menn keyptu líka í fyrra- haust þann langmesta fóður- bæti, sem nokkurntíma hefir verið keyptur á landi hér. Ríkis- stjórnin hélt eftir sem varaforða 2000 smál. af síldarmjöli, og hefir enn þurft lítið til þeirra að taka. Ríkisstjórnin lagði líka fyrir Skömmtunarskrifstofu rík- isins að leyfa oddvitum, þar sem þess þyrfti, að veita mönnum ávísun á rúgmjöl til skepnufóð- urs, og hefir þegar verið leyft að fóðra með um 500 smál. af rúg- mjöli. .Veturinn hefir verið frekar góður og hey sparast, svo nú er til tiltölulega meira hey en í haust. Auk þess fóðurbætis, sem til er á heimilinum, eru til ca. 2000 smál. af síldarmjöli og enn mun vera hægt að leyfa að nota ca. 500 smál. af rúgmjöli til skepnufóðurs, án þess að sér- staklega þurfi að ganga á þær birgðirnar, sem ætlaðar eru mannfólkinu. Útlitið með endingu fóður- fbrðans er því gott, ef veturinn sem eftir er og vorið verður ekki verra en í meðallagi, en komi, nú harðindi, blási hvítingar Norðra inn yfir landið, og taki þeir það í umsátur, þá getur orðið annað uppi á teningnum. III. Síðustu búnaðarframtöl eru frá vorinu 1941. Þá var 637.669 sauðfjár á öllu landinu. 1942 fjölgaði því nokkuð, og vorið 1943 má ætla, að það hafi verið um 650 þús. En í haust var því stórfækkað. Eftir tölu sláturfjár má ætla, að það hafi verið slátrað svo miklu, að fénu hafi fækkað um allt að 100.þús., og í vetur sé því ekki fleira fé á fóðri en um 550 þús. Þetta er mikil fækkun og óvenjuleg, og sýnir glögglega viðleitni bænda til að laga fénaðinn eftir fóður- magninu, sem til var, og kemur þetta þó enn betur í ljós, þegar þess er gætt, að keypt er um y4 meiri fóðurbætir en nokkurn- tíma hefir verið gert áður að haustinu til. Vorið 1941 voru 39,778 naut- gripir í öllu landinu. Þeim fjölg- aði einnig árið 1942, en 1943 er þeim stórfækkað. Eftir því nautakjötsmagni, sem komið hefir til sölu, má ætla að fækk- unin sé ekki undir 2000, og nautgripirnir á fóðri nú ekki yfir 38 þús. Vorið 1941 voru hrossin talin 57.968, en þau eru alltaf van- talin. Árlega fæðast milli 6000 og 8000 folöld, en síðan hætt var að selja hross úr landi, hafa sláturhrossin ein komið móti folöldunum.ogþar sem þau hafa verið milli 3000 og 5000, hefir hrossum heldur fjölgað árlega. Líkindi eru til þess, að þau hafi vorið 1943 verið orðip nokkuð yfir 60 þús., og folöldin í ár eru líklega nær 3000 fleiri en af- sláttarhrossin, svo að enn hefir. þeim fjölgað. Búféð, sem arðinn gefur — kýrnar og sauðféð — hefir fækk- að í haust, en hrossunum — þeim hefir fjölgað. Þetta er öf- ugstreymi, sem stafar af því hve lítt seljanleg hrossin voru, og hve margur maður skilur lítið hættuna, sem af hrossunum stafar. Hér þarf að verða breyt- ing á, og vildi ég biðja menn að hugsa um hvernig það má verða. IV. Þegar útlit var á því, að svo gæti farið, að hvítingar næðu að valda erfiðleikum, þá var forði verzlananna æði mis- jafn. Sumstaðar var nógur mat- ur, miðað við venjulega eyðslu, til næsta hausts, annars staðar var ekkert til, sem heitið gat. Það má undarlegt vera að nokk- ur verzlun skuli sýna það skeyt- ingarleysi að birgja sig ekki að haustinu með nægjanlegan vetrarforða, þegar vitað er að til beggja vona getur brugðizt með það hvenær skip geta komið að vetrinum. Hvað mundu þær verzlanir, sem verzla við heilar sýslur, og áttu ekki nema 100— 300 poka af rúgmjöli, geta látið til fóðurs, ef bændur þyrftu, og fengju leyfi skömmtunar- skrifstofunnar til þess? Þetta þarf að breytast. Það verður að vera skylda hverrar verzlunar, sem verzlar þar, sem siglingar geta teppst vegna tíðarfars, að eiga um hver áramót nægan kornmat til næsta hausts. Og bændurnir þurfa að sjá um, að í þeirra verzlunum sé þessu framfylgt. V. Þegar útlit er fyrir, að svo geti farið, að heyþrot verði, þá má grípa til sérstakra ráðstafana til að spara heyin. Þar til má-telja: a) Þegar sauðfé er gefið inni má spara allt að tíunda hluta af gjöfinni, með því að fara að- eins einu sinni í húsin, og gefa daggjöfina alla í einu. Þetta gildir þó því að eins, að um langan innistöðutíma sé að ræða. b) í heyleysi má draga gjöf'af kúm, þó þær geldist við það, og þó ekkert vit væri í að gera það undir venjulegum kringum- stæðum. c) Þar sem hægt er að ná í árssprotana af skógvið, má nota þá til fóðurs, og eru þeir gott og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.