Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 3
43. blað TlMlM, |>i*ið j ndaginn 14. marz 1944 111 PANARMINNING: Þórður Sæmnndsson stöðvarstjóri á Hvammstanga Þórður Sæmundsson, síma- stöðvarstjóri á Hvammstanga,- varð bráðkvaddur að heimili sínu 12. febr. s. 1., 64 ára að aldri. Þórður var fæddur að Hrafna- dal í Bæjarhreppi í Stranda- sýslu 30. marz 1879, sonur Sæ- mundar Sæmundssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þegar hann var upp kominn, var hann um tíma 1 Borgarnesi og lærði þar skósmíði. Þaðan fór hann til ísafjarðar- og bjó þar um skeið, en þrítugur að aldri fluttist hann til Hvamms- tanga og' átti þar heima alla tíð síðan, í 34 ár. Stundaði hann þar skósmíði og var það lengi aðalstarf hans. Sumarið 1917 var lögð lands- símalína til Hvammstanga. Gerðist Þórður þá .stöðvarstjóri þar, og hafði það starf með höndum til æviloka. Fyrstu ár- in var þetta fremur lítið starf, en varð með tímanum um- fangsmeira, eftir því sem síma- línum fjölgaði í nágrenninu, og á síðari árum hefir það ver- ið aðalstarf Þórðar. Stöðvarstjórastarfið annaðist Þórður með frábærri skyldu- rækni og samvizkusemi. Hann lét sér annt um hag landssím- ans, en sýndi jafnframt sér- staka lipurð og greiðvikni öll- um símanotendum í umdæminu. Þeir munu fáir, sem sýna meiri árvekni og samvizkusemi í störfum en Þórður gerði, og er hans vissulega saknað af þeim mörgu mönnum, sem áttu skipti við hann og þá stofnun, er hann veitti forstöðu. Er vand fyllt það skarð, sem orðið er í kauptúninu við burtför hans. Eins og flestir aðrir Hvamms- tangabúar átti Þórður ávallt nokkuð af skepnum, og vann hann sjálfur að hirðingu þeirra. Hann hafði sérstakt yndi af hestum, og átti venjulega reið- hross góð. Var það hans bezta skemmtun að ferðast á hestum, í góðum félagsskap. Kaus hann fremur að fara þannig, þegar hann þurfti að bregða sér bæj- arleið, heldur en með þeim vél- knúnu farartækjum, sem nú eru almennt notuð. hollt fóður. Þar sem skógviður er brenndur, ætti alltaf að taka árssprotana af eldiviðnum og gefa þá skepnum, því að þeir eru sérstaklega bætiefnaríkir. d) Þegar hætta er á, að fjör- urnar muni ekki verða til beit- ar, ætti að taka úr þeim þara og súrsa. Með því má ná í gott fóður, sem getur orðið tii mikilla drýginda síðar, þegar á þarf að halda. e) í gróðurlausum vorum get- ur verið þörf á því, sérstaklega ef heyknappt er, að nota sinuna til fyllis, og má með því að gefa nógan fóðurbæti hafa góð og á- gæt þrif í fénaði, þó að hey séu engin, ef jörð er nóg. Nautgrip- urinn þarf 4—5 kg. af mat með sinunni, kindin 500—600 grömm, og hesturinn 3 kg., til þess að lifa, en ekki þarf að vænta þess að kýrin gefi nyt. VI. Til að spara hey í harðind- um er mest notaður fóðurbætir, og þá ýmiskonar. Bændur munu nú allir eiga síldarmjöl og sum- ir mikið og er það gott til að spara hey, t. d. með beit. Aftur á móti er það mjög óhentugur fóðurbætir í innistöðu, og aldrei er mögulegt að nota nema lítið af því í einu. Með beit handa sauðfé er það bezt. Þá má nota af því 50 til 80 grömm handa kindinni, og oft má spara með því alt upp í 8 til 10-faldan þunga síldarmjölsins af útheyi. Kúm á aldrei að gefa tómt síldarmjöl. í innistöðu á helzt ekki að gefa tómt síldarmjöl, og aldrei yfir 50—60 gr. á kind, sé það gefið. Má þá reikna með því að það spari sem svarar 2— 6-faldan þunga sinn af heyi, eftir gæðum heysins. Annars á með síldarmjöli að gefa maís eða rúgmjöl. Maís er enn til í verzlunum á Akureyri og Reyðarfirði, en annars staðar ekki. Rúgmjöl Hvar sem Þórður Sæmunds- son fór, fylgdi honum glaðværð og hressandi blær. Framkoma hans var þannig, að hún aflaði honum vinsælda, en engan ó- vildarmann mun hann hafa átt. Slíkir menn skilja eftir góðar minningar í hugum sam- ferðamannanna. Þórður var kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, ættaðri úr Borgar- firði. Er hún á lífi og fjögur börn þeirra hjóna, þrjár dætur og einn sonur, sem nú eru öll upp komin. Útför Þórðar sál. fór fram mánudaginn 28. febr. að við- stöddu fjölmenni. Skúli Guðmundsson. Fimmtngnr: Jón Jónsson á Vestri-Loltsstöðum Jón Jónsson organisti á Vestri-Loftsstöðum í Árnessýslu varð fimmtugur 7. þ. m. Jón er óvenjulegur atorku- og dugnaðarmaður og drengur hinn bezti. Á yngri árum stund- aði hann sjómennsku á togur- um, en nú um allmörg ár hefir hann staðið fyrir búi foreldra sinna á Vestri-Loftsstöðum og haldið þar uppi rausn og mynd- arbrag. verður þeim, er þurfa, leyft að nota, og þurfa þeir að fá ávís- unarseðla hjá oddvita og geta síðan fengið rúgmjölið í verzl- unum, ef þær þá hafa hirt um að_ draga nægjanlegt að sér. í síldarmjölið handa kúm ætti að blanda minnst y3 af rúg- mjöli eða maís, og þurfi að gefa mikið af mat, kannske ein 4—5 kg. á dag, þá þarf að hafa hlut- fallslega meir af rúgmjölinu eða maísnum. Hvert kg. af fóður- blöndunni spara 2—3 kg. af töðu. Sömu blöndu má hafa, ef gefa þarf sauðfé fóðurbæti í innistöðu til að spara hey, en af útheyi sparast um helmingi meira móts við þunga síldar- mjölsins en af töðu, og þó oft meira þegar um lélegt sinuborið hey er að ræða. Sé gefið ofmikið af tómu síld- armjöli, hefnir það sín grimmi- lega. Mjólkin úr kúnum verður feitilítil,og sé kúm í langan tíma gefið ofmikið af tómu síldar- mjöli veikjast þær. Það ætti því yfirleitt aldrei að gefa kúm tómt síldarmjöl, og sama má segja um fiskimjöl og beina- mjöl. Sé sauðfé gefið ofmikið af tómu síldarmjöli, þá heldur það að vísu kvið og holdum, en verð- .ur dauft og fjörlaust, og fær síð- an venjulega sótt, þegar byrj- að er að beita, og drepst. Það verður því aldrei um of brýnt fyrir mönnum að gefa lítið af því tómu, heldur blanda það rúgmjöli eða maís þegar kindin stendur inni. VII. í byrjun maí 1920 var ég staddur í Reykjavík. Landbún- aðarráðherra Pétur sál. Jóns- son var þá að strita í því að koma af stað skipum með mat. Útlit var fyrir því, að ís mundi stöðva siglingar til Norður- landsins, þar var þá allur korn- matur að verða búinn. Ég hefi Eg ábæri ■ ■ FRAMHALD Þessu næst hóf hann að skrifa sögu Rougon-Macquart-ættar- innar, þar sem hann tók til meðferðar margvísleg þjóðfélags- vandamál og ýmsa þætti úr frönsku þjóðlífi. Þetta mikla verk varð alls tuttugu bindi, og er raunar miklu fremur þjóðarsaga en ættar. Margar nýstárlegar kenningar eru þar bornar fram, og vöktu sumar þeirra fádæma styr. Emil Zóla var orðin eins konar óvættur í vitund þess fólks, sem skorti siijSferðilega einurð til þess að sjá lífið eins og það var eða taldi sér hagsmunamál að loka augunum fyrir því. Að þess dómi var það hin háskalegasta villukenning, sem gæti leitt til óæskilegra umbrota í þjóðfélaginu, að „dyggðir og lestir væru eigi síður heimagert en brennisteinssýra og sykur.“ Þetta mikla ritverk byrjaði að koma út árið 1871, og því lauk eigi fyrr en árið 1893. Úr því er „Nana“, er þýdd hefir verið á íslenzku, eins og kunnugt er, saga um vændiskonu i Parísarborg. Er í henni sem öðrum bókum Zóla víða komið óþægilega við kaun þjóðfélagsins. * Zóla var staddur í Róm, er Dreyfusmálið hófst. Fyrst í stað veitti hann því litla athygli og taldi sennilegt, að Dreyfus myndi sekur um athæfi það, sem hann var sakaður um. Svo munu fleiri hafa hugsað. Dreyfus var síðan sendur til Djöflaeyjunnar árið 1895, eins og frægt er orðið, og Zóla hvarf frá Róm til Parísar. Þau einu afskipti, er hann hafði af málinu á þessu stigi, var blaðagrein, sem hann ritaði Gyðingum til varnar. Eins og kunn- ugt er sættu þeir hroðalegum árásum í frönskum blöðum í sam- bandi við Dreyfusmálið, og klerkastéttin reri undir eins og hún bezt kunni. Það mun aldrei vitnast, hvernig Dreyfusmálið var í pottinn búið í eintökum atriðum. Sönnunargögn ýms voru fölsuð til þess að „bjarga heiðri“ franska ríkisins, skilríki voru eyðilögð og ný lögð fram í þeirra. stað, vitni hurfu, ljúgvitni voru borin og vitnisburðir voru rangfærðir á marga vegu. Fjandskapurinn gegn Gyðingum var magnaður og notfærður út í æsar. Hvar- vetna er við varð komið, voru haturseldarnir kyntir. Saga málsins er sú, að njósnari nokkur hnuplaði úr fórum þýzka sendíráðsins í París plaggi einu, sem hermálaskrifstofan ein átti að hafa ráð á. Alfreð Dreyfus yfirforingi var eini Gyð- ingurinn í hermálaráðuneytinu, og var hann þegar borinn sök- um. Talið var, að rithönd hans hefði verið á plagginu, sem njósnarinn sótti í greipar þýzka sendiráðsins. Var hann sekur fundinn fyrir dómstóli þeim, er fjallaði um mál hans, sviptur metorðum og 'tignarmerkj um og sendur í útlegð. Sjálfur tjáði hann sig algerlega saklausan af því, sem honum var borið á brýn, og hélt einarðlega á máli sínu. Ættmenn hans báru fram þau tilmæli, að mál hans yrði tekið til dóms á ný, en því var ekki sinnt. Ári síðar komst Picquart ofursti, er þá var nýorðinn skrifstofu- stjóri í hermálaráðuneytinu, yfir skjal eitt, sem benti eindregið til þess að Alfreð Dreyfus væri saklaus af þeim glæp, sem hann var sakaður um, en maður að nafni Esterhazý, ofursti að tign, myndi vera eitthvað við þetta mál riðinn á grunsamlegan hátt. Var þá Esterhazý stefnt fyrir leynilegan herrétt. En dómsniður- staðan varð á svipaða lund og áður. Esterhazý ofursti var sýkn- aður og sektardómur Dreyfusar þar með staðfestur. Mikilvægt málsskjal í þessari réttarrannsókn var skilríki eitt, mjög svo grunsamlegt, sem grímubúin kona átti að hafa selt í hendur Ezterhazý í viðurvist tveggja votta. Var í því talað um einhvern D. yfirforingja, sem setið hefði á svikráðum við Frakkland. Picquart ofursta var vikið úr embætti og kvaddur til herþjónustu í nýlendunum, og síðar var hann tekinn höndum og hnepptur í fangelsi fyrir litlar sakir. Það var staðhæft, að Picquart og mörgum öðrum, sem líklegir voru til þess að bera vitni gegn Esterhazý, hafi með hervaldi verið meinað að koma fram fyrir réttinn með það, sem þeir höfðu fram að færa. En nú var málið komið á það stig, að það varð ekki þagað í hel. Hervald, ljúgvitni, fölsk sönnunargögn og rangir dómar stoðuðu ekki lengur. Hneykslissagan flaug land úr landi, og æ fleiri urðu sannfærðir um það, að Esterhazý myndi vera sekúr, en Alfreð Dreyfus alsaklaus. Hermálaráðuneytið gerði sýnilega allt, sem í þess valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir, að hið sanna í þessu máli yrði uppvíst. Nú var áróðurinn gegn Gyðingum hertur um allan helming. Róstur, sem yfirvöldunum voru taldar all-kærar, urðu hvað eftir annað á götum Parísarborgar, og það var látið í veðri vaka, að öryggi borgaranna og þjóðfélagsins gæti stafað af því hin mesta hætta, ef mál Dreyfusar yrði nú enn á ný tekið til rannsóknar og dóms. En ekki bætti þessi viðbára um fyrir valdstjórninni. Rétt- sýnum mönnum tók nú fyrst að blöskra réttarfarið. Samband ísl. samvinnufélaga. Munið að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir i félagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofnsjóð. Góð atvinna Dnglegur maður, vanur mjöltum og svelta- viiimi, gctur fengið ársatvinnu á búi í Reykja- vák. Árskanp 8—9 jnisund króimr, auk fæðis, þjónustu og Iiúsnæðis. Upplýsingar í afgreiðslu Tírnans, sími 3323. Vestfírðingamótið verður að Hótel Borg föstudaginn 17. marz og hefst með borð- haldi kl. 19,30. Til skemmtunar verður: . Ræður, söngur, dans. Aðgöngumiðar seldir í Hótel Borg (suðurdyr) n. k. þriðjudag og miðvikudag kl. 4—6,30, báða dagana, ef ekki verða fyrr upp- seldir. Aðgang að mótinu fá aðeins félagsmenn með einn gest hver gegn framvísun félagsskírteinis fyrir 1943. Á sama stað og tíma geta skráðir félagsmenn fengið skírteini fyrir 1943 og 1944. — Þeir, sem þess óska, geta greitt skírteini sitt áður í skrifstofu Dósaverksmiðjunnar kl. 10—12. STJÓRm Orðsending; til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir van- skilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX tO ÞÓRÐAR ÞORSTEIASSOAAR afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 fyrir hádegi, eða 3—5 e. h. Kaupnm tuskur ailar tegundir, hæsta verdi. Húsgagnavinnustofan Baldursg. 30 Sími 2292. aldrei séð mann með aðrar eins áhyggjur. Þær voru að sliga Pét- ur. En skipin komust af stað, og komust áfram ferða sinna. Nokkrum dögum eftir að ég var sjónarvottur að áhyggjum Pét- urs, var ég sjálfur kominn norður í Skagafjörð. Ég fór þangað landveg á þrem hestum. Á einum reið ég, á einum fór ég af.stað með fjóra heypoka, og á einum með kornmat í þverbaks- tösku. Á þrem stöðum á leið- inni fékk ég hey handa hestum mínum, annars gaf ég þeim af mínu heyi. Þegar í Skagafjörð kom, var ekki eitt kg. af korn- mat til í nokkurri búð, og fóður- forði bænda mjög þrotinn. En batinn kom þá mátulega. En hvernig verður það í vor? Verðqr ástandið í maí líkt og það var 1920, og kemur batinn mátulega snemma eins og hann gerði 1920? Hver veit það? En hitt vitum við nú, að Hvítingar Norðra geta verið nálægt, og vorið getur orðið hart. Og þess vegna ber okkur að gera það, SSS$S$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSSSS«SSSS5SSSSSSSSSSSSSS»SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS«*«: SSSSSSSSSSSSSSSSSSK Flateyjarbók AHir jicir, sem íuina íslenzkum fræðum, ern ámimitir um að gerast áskrifendur FLATEYJARRÓKAR, áður eu jiað verður um seinan. Mannsaldrar gefa líðið þangað tii pessi kjör- gripur verður aftur á boðstólum. Flateyjarbók verður aldrei úrelt. Með því að eignast hana fáið þér seðla yðar innleysta með gulli. Sendið pantanir til hr. yfirkennara Roga Ólafssonar, pósthólf 523, Reykjavik. FLATEYJARUTGÁFAN. (Framh. á 4. síðu) SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.