Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1944, Blaðsíða 4
112 TÍMHVÍV, þrioiudaginn 14. marz 1944 43. hlao* UR BÆNCM Skemmtisamkoma. Næsta skemmtun (og sennilega sú síðasta á vetrinum) Framsóknarfélag- anna í Beykjavík verður á fimmtudag- inn 16. marz í Sýningarskála myndlist- armanna. Hefst hún eins og venjulega með' Framsóknarvist kl. 8%. Síðan verður verðlaunum úthlutað til sigur- vegaranna í spilunum, ein stutt ræða, söngur og dans. Nú þegar er búið að panta ¦ tæpan helming af þeim að- göngumiðum, sem afhentir verða að vistinni, en það eru ekki nema rúmlega 200 manns, sem rúmast við spilaborð- in. Þeir, sem eru í Framsóknarfélög- unum, ganga fyrir um aðgöngumiða, en þó aðeins með því, að þeir panti þá í tæka tíð. Aðgöngumiðarnir fást á af- greiðslu Tímans (sími 2323) og ér viss- ara að panta þá í dag og varla seinna en á morgun, því vinsældir Framsókn- arskemmtananna fara alltaf vaxandi. Ólafur Thorlacius fyrv. héraðslæknir 'varð 75 ára s. 1. laugardag. Ólafur er mjög ern, ungur í anda og áhugasamur um velferðar- mál almennin"-s. Hann nýtur jafnan mikilla vinsælda, en þó einkum þeirra, sem bezt þekkja hann. Barnaspítali. Ákveðið hefir verið, að barnaspítali verði reistur á Landsspítalalóðinni, eins fljótt og nægjanlegt fé er fyrir hendi. Alþingi hefir samþykkt, að gjafir til spítalans megi draga frá skattskyldum tekjum manna á þessu ári og næsta ári. Það er einkanlega Kvenfélagið Hring- urinn, sem gengst fyrir fjársöfnun til að hrinda þessu þarfa máli áleiðis. M. -a. gangast konur félagsins fyrir basar, sem haldinn verður í vor, til ágóða fyrir spítalasjóðinn. Sjálfsagt verða konurnar vel studdar af mörgum, þegar þær beita sér fyrir svona góðu málefni. Útvarp á ensku minnkar úr þessu frá stöðinni hér, því Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að leggja niður síðdegisútvarp sitt, nema á sunnudögum. Eri þeir munu halda áfram að útvarpa hljómleikum á kvöldin. Hjónaband. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband i Reykjavík ungfrú Matt- hildur Kvaran (Ragnars Kvaran) og Jón Björnsson frá Minneapolis. Hann er yngstur af f jórum sonum Gunnars Björnssonar. Hafa þeir allir verið hér á landi undanfarið og eru fjölda ís- lendinga að góðu kunnir. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Hið fjölmenna og ötula félag, sem venjulega geneur undir stöfunum K. R., er nú 45 ára og í tilefni af því aug- lýsir það afmælisfagnað að Hótel Borg n. k. laugardagskvöld. Vestfirðingamót verður haldið að Hótel Borg n. k. föstudagskvöld. Aðeang að mótinu fá aðeins félagsmenn í Vestfirðingafélag- inu með einn gest. Þetta er framför frá ýmsum „héraðsmótum", sem eru samsafn af alls konar fólki, sem varla hefir komið í það hérað, sem verið er að „heiöra". Fjársöfnun til dönsku flóttamannanna í Svíþjóð gengur vel. Eru margir, sem vilja rétta vinarhönd til þessara nauðstöddu manna, er bjargað hafa frelsi sínu og f.iöri, en yfirgefið allt annað, sem þeir éttu í heimalandi sínu. Vitað er um að nokkrir íslendinar hafa einnig slopp- ið frá Danmörku yfir til Svíþjóðar. Biskupasögurnar. Fjöldi bóka eru nú gefnar út, og innan um allt það moldviðri gnæfa upp úr vmsar af okkar merkustu eldri bókum, svo sem Flateyjarbók, Heims- kringla, Ferðabækur Eggerts Ólafsson- ar og nú síðast kemur tílkynníng um, að fara eigi að gefa út Biskupasög- urnar. Það er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, er tilkynnir útkomu þeirra. I. bindi mun koma út á þessu ári. Aðalfundur. Framhaldsaðalfundur Byggingarsam- vinnufélags Reykjavíkur verður mánu- daginn 20. marz. Rætt verður m. a. um nýbyggingar félagsins. Fjöldamarg- ir menn kváðu hafa gengið í félagið síðustu dagana. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína uncfrú Torfhildur Þorkelsdóttir, Lauf- ásvet* 45, oa: Kristinn Sigurðsson, Bjarnarstlg 12. Heilsufræði handa húsmæðrum, eftir frú Kristínu Ólafsdóttur, lækni, er nýlega komin út. Útgefandi er ísa- Aðalf undur Blaða mannafél. íslands Aðalfundur Blaðamannafé- lags íslands var haldinn sunnú- dagin síðastliðinn. Skúli Skúlason ritstjóri, sem verið hefir formaður þess um skeið, skoraðist undan endur- kosningu, og var Valtýr Stef- ánsson ritstjóri kjörinn formað- ur Blaðamannafélagsins í hans stað. Meðstjórnendur voru kjörnir Sigurður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans, Jón Magn- ússon, fréttastjóri ríkisútvarps- ins, Hersteinn Pálsson, rit- stjóri Vísis, og Jón Helgason, blaðamaður við Tímann. Að kosningunni lokinni voru Skúla þökkuð störf hans í þágu Blaðamannafélagsins. Blaðamannafélag íslands hef- ir mörgum verkefnum að sinna og ríkir innan þess hin mesta eining. Skzðamót í. S. í. Skíðamót í. S. í. fer fram á Siglufirði dagana 6., 8. og 10. apríl. Á mótinu verður keppt um eftirtalda verðlaunagripi: Skíðabikar íslands fyrir tví- keppni, göngu og stökk. — Svigmeistarabikar karla í A- flokki, Svigbikar I, bezta sveit i A-flokki, Svigbikar II, bezta sveit í B-flokki, Andvökubikar- inn fyrir bezta afrekið í sér- stakri stökkkeppni, Svigbikar Litla Skíðafélagsins fyrir beztu svigsveit í sérstakri keppni. — Verðlaunapenngar eru og veitt- ir í öllum flokkum. Væntanlegir þátttakendur eiga að gefa sig fram við Skíða- ráð Siglufjarðar fyrir 1. apríl n. k. Nokknr orð úr Holtahreppi (Framh. af 2. síðu) Geta menn af þessu ráðið að ekki muni það vera vandað mannvirki, sem gert er, þegar leggja á 14 km. langan veg með 900 kr. framlagi úr sýslusjóði, jafnvel þótt við, sem nota þurf- um þessa kerrubraut létum okk- ur nægja 55—65 aura um klst. í kaup. Þarf varla að taka það fram, að þeir einir, sem nota þyrftu braut þessa, fengjust til þess að vinna við þessa vega- gerð. Á meðan hér var sauðfjár- rækt, létu bændur sér nægja þessar samgöngur í þeirri von að betur rættist úr síðar, þegar búið væri að leysa þau verkefni, sem áður er lýst. En nú er röðin foldarprentsmiðja h.f. Bókin er hátt á þriðja hundrað blaðsíður í stóru broti, og er í henni fjöldi ágætra mynda til skýringar efninu. í formála bókarinnar segir höfundurinn m. a.: „í riti þessu er tekið saman hið helzta um heil- brigðisefni, sem ætla má, að varði sér- staklega konur í húsmæðrastétt, bæði til sjávar og sveita hér á landi. Er ætl- ast til, að hafa megi ritsins not bæði sem handbókar á heimilum og við heilbrigðisfræðslu námsmeyja í hús- mæðraskólum og __ öðrum sérskólum kvenna." Strætisvagnafélagið hefir sótt um 10 ára sérleyfi til þess að reka strætisvagna i Reykjavík, en ef það fái það ekki, þá hefir það við orð, að bærinn taki að sér rekstur strætis- vagnanna. Félagið telur sig þurfa tryggingu fyrir starfsnæði, þar sem nú liggi fyrir „margvíslegar, fjárfrekar framkvæmdir til þess að geta fullnægt eðlilegri og æskilegri þróun f sam- göngumálum bæjarins, svo sem bygg- ingu stórhýsis, f jölgun stórra og dýrra vagna, starfræksla nýrra leiða til út- hverfa bæjarins og fjólgun vagna á öðrum, kerfisbreytingar til óslitins aksturs í gegnum bæinn og ýmis fleiri nauðsyniaverk". Lögr eglust j órinn í Reykjavík hefir nýlega gefið út hvatningu til manna að hirða bíla af götunum, þar sem þeir eiga ekki að vera. Væri ekki vanþörf á, að gerð væri gangskór að slíku, því að bílaraðirnar standa víða á þessum mjóu götum, svo að varla er hægt að komast um þær. En hvað er um borgarstjórann, ætli hann vildi ekki gera gangskör að því, að láta þrífa betur til í bænum, svo að höfuðstaðurinn hætti að vera einhver sóðalegasti bærinn á landinu? Síldarmjölspokar. Samninganefnd utanríkisviðskipta birtir þessa dagana áminningu til manna um að halda vel saman pokum undan síldarmlöli og afhenda þá til kaupfélaga eða kaupmanna. Er að heyra, að þetta muni greiða fyrir því, að menn geti fengið síldarmjöl næsta sumar, og er því áríðandi að veita þessu eftirtekt. komin að Holtahreppi og það svo mjög, að ef ekki verður mjög bráðlega ráðin. bót á samgöngu- málum Uppholtana, þá er fyrir- sjáanlegt að mörg býli leggjast í eyði á næstunni. Ég get ekki talið hér upp öll þau rök, sem þessi fullyrðing byggist á, en drep þó lauslega á þau helztu. Eins og menn vita, er aðal- varnalína sauðfjárveikivarn- anna um Þjórsá að austan. Við hér í Hagasókn, sem höfum þennan vágest bæði fyrir norð- an okkur og vestan þurfum varla að minna á, að þessar pestir hafa tvisvar höggvið skarð í þessa varnarlínu hér um slóðir. Af þeim ástæðum hófum við t. d. orðið að hafa allt sauðfé okk- ar í afgirtum heimahögum und- anfarin ár, og enda þótt stjórn sauðfjárveikivarnana hafi ekki alltaf farið eftir tillögum okkar, þá höfum við án þess að mögla samþykkt niðurskurð á öllum fjárstofni okkar í þeirri von, að með því takist að hefta út- breiðslu sjúkdómanna hér í sýslu. Og þótt nú takist svo vel til að útbreiðsla garnaveikinn- ar verði stöðvuð eins og mæði- veikinnar, þá má þó segja, að sauðfé bænda hér um slóðir sé alltaf í fremstu víglínu. Eng- inn veit nú lengur hve lengi íriður helzt, hvenær og hvar koma nú ný tilfelli með niður- skurði á ný, eða hjá þeim næsta. Auk þess er sauðfjárrækt hér við þessi skilyrði lítt arðvænleg eins og sakir standa. Einn bóndi hér, sem farga varð öllum fjárstofni sínum í haust vegna niðurskurðar hefir fengið fyrir fé sitt sem hér segir: Fyrir dilka: kr. 72,83 meðal- verð á stk. Pyrir veturgamalt fé: kr. 99,13 meðalverð á stk. Pyrir ær tvævetur og eldri: kr. 37,97 meðalverð á stk. Af þessu fé hefir bóndinn þó ennþá aðeins fengið % greidd- an hluta verðs eða aðeins kr. 25,28 meðalverð fýrir hverja á. Ég hygg að ekki muni miklu á vænleika fjárins hjá þessum bónda og nágrönnum hans. (Ég hefi ekki, þegar þetta er ritað fengið reikninga mína). Pjárbú eru hér smá, svo auðskilið ætti að vera, að tekjur bænda eru mjög litlar. Smjörverð er nú fastákveðið með verðlagsákvæðum og fá bændur kr. 17,00 fyrir kg. Öllum þeim, sem eru þessum málum eitthvað kunnugir, mun vera ljóst, að með þessu verði fá þeir bændur, sem ekki hafa aðstöðu til þess að selja mjólk sína til mjólkurbúa að minnsta kosti % minna verða fyrir afurðir sínar, heldur en þeir, sem betur eru settir með samgöngur og geta selt mjólk. —¦ Ég verð að láta þetta nægja til þess að benda á, við hve kröpp kjör við búum hér um slóðir. Jafnvel allur fjárstofn sumra búanna hér, að viðbætt- um öðrum tekjum búsins (af smjörsölu o. fl.) er ekki- nægi- lega mikill til þess að jafnast á við sumartekjur eins unglings, sem leitar sér atvinnu á öðr- um slóðum. Nú um áramótin barst okkur sú fregn, að á síðustu fjárlög- um hafi verið gert ráð fyrir 25 þús. kr. fjárframlagi til Haga- brautar, en þessi fyrirhugaði vegur er nú fyrir nokkru kom- inn í-tölu þjóðvega, sem ríkið kostar. Þetta ber vott um auk- inn skilning fjárveitingavalds- ins á samgönguvandræðum okk- ar, en okkur er þó Ijóst, að þessi fjárveiting nær skammt. Væri óskandi, að vegamálastjóri hefði jafnframt aukizt nokkuð skilningur á þörf þessarar vega- lagningar. En við höfum ekki ennþá orðið þess varir, að neinn vegamálaverkfræðingur hafi mælt fyrir veginum, enda þótt hann hafi verið í ríkisins umsjá í sumar. Væri okkur þó ánægja að því, að vegamálastjóri heim- sækti okkur, eða starfsmenn hans. Eg hefi nú reynt að skýra nokkuð frá því, að vegagerð hér er að ýmsu leyti erfið og kostn- aðarsöm og hvers vegna sam- göngumálum okkar hefir lítið verið sinnt til þessa, þrátt fyrir landkosti þessarar sveitar, sem eru einstakir í sinni röð. Jafn- framt því, sem ég ætla góðvilj- Vinnuhæli berklasjúklinga . . . (Framh. af 1. síðu) fara berklaveiki og loks sjúkl- ingar, sem eru að meira eða minna leyti öryrkjar af völdum berklaveiki. Fyrst um sinn munu sjúkling- arnir hafa nóg að gera við smíð- ar á innanhúsmunum og ýms önnur létt störf, er vinna þarf meðan bygging stendur yfir. Síðar mun smáiðnaður verða aðalstarf stofnunarinnar: smíð- ar, bókband o. fl. mun verða iðja karla, saum, prjón o. fl. iðja kvenna. Vinnuhælið mun verða sjálfs- eignarstofnun, rekin af S. í. B. S. í samráði við ríkið, og vafa- lítið með styrk frá því. Það þarf ekki að taka fram, að þörfin fyrir slíkt hæli er mjög brýn. Margt manna bíður nú eftir því að komast að á sjúkrahúsum en kemst það ekki, því að þar er fyrir fólk, er gæti verið í vinnuhælinu. Þegar vinnuhælið kemst upp, mun því mjög rýmast í sjúkrahúsunum. Auk þess veitir það miklu meiri von um fullnaðarbata, ef sjúkl- ingar fá vinnu i slíku hæli fyrst eftir að þeir koma af sjúkra- húsum. Alþingi hefir sýnt stuðning sinn á þessu máli með því að undanþiggja ska.tti allar gjafir til hælisins. Er þess að vænta, að menn noti sér þessi hlunn- indi til að styðja gott málefni. Rreytingarnar á Þormóol . . . (Framh. af 1. slðu) ir, án þess að leyfi skipaskoð- unarinnar sé fengið. Vafalaust hefir útgerðarfélagið treyst því, að umrædd skrifstofa annaðist umbeðnar framkvæmdir á þann hátt, að fullnægt væri öllum öryggisreglum. Sök skipaskoðunarinnar er sú, að hún virðist alveg gugna fyr- ir kappi því, sem á það er lagt að koma fram breytingunum. Þess vegna lætur hún bjóða sér, að breytingarnar séu hafnar, án þess að hún hafi lagt dóm sinn á þær, og lætur það síðan gott heita, sem gert er. Ef þannig hefir gengið til oftar, sem því miður er full ástæða til að halda, er ekki að furða, þótt skipaskoðunin hafi ekki náð þeim tilgangi, sem henni er ætlaður. Loks virðist það æði mikið ásökunarefni í garð þess út- gerðarmanns, er síðast átti Þormóð, og vafalaust hefir verið kunnugt um hinn stöðuga leka hans og vissi, hvernig breytingarnar voru tilkomnar, að halda ekki skipinu í höfn, unz búið var að gera nægar end- urbætur á styrkleika þess. Þáttur dómsmálaráðherra virðist með fullkomnum end- emum. Þótt i skýrslu sjódóms- ins sé að finna veigamiklar á- sakanir á skipateiknarana og skipaskoðun ríkisins, sting- ur hann skýrslunni undir stól, hreyfir ekki hönd né fót til end- urbóta, og þrjózkast við að birta skýrsluna, unz Alþingi neyðir hann til þess. Hér er. um óaf- sakanlega yfirhylmingu að ræða hjá æðsta verði dóms og laga í landinu. Þrátt fyrir hina ýtarlegu vinnu sjódóms Reykjavíkur í þessu máli, hefði því ekkert verið gert til endurbóta, vegna yfirhylmingar dómsmálaráð- herra, ef Alþingi hefði ekki hafizt handa í málinu í tilefni af öðru sjóslysi. Fyrir tilhlutun Alþingis hefir nú sérstakri nefnd verið falið að taka fram- kvæmd skipaskoðunarinnar og skipaskoðunarreglurnar til ná- kvæmrar rannsóknar og ber að vænta þess, að árangurinn svari tilganginum. uðum mönnum að skilja, hvers vegna bændur hér geta ekki, án bættra samgangna og aukins fjármagns, hagnýtt þann auð, sem býr í gróðurmold Holtanna, nema að mjög litlu leyti. Og nú er svo komið, að ef ekki verður ráðin bót á samgöngumálum Uppholta mjög bráðlega, þá er ekki annað sýnilegt en að byggðin leggist í eyði nú á næst- unni hér í efsta hluta Holtanna. Saurbæ, um áramótin. Eh'as Þórðarson. ¦GAMLA BÍÓ- ZIEGFIELD STJÖRNUR (Ziegfield Girl) JAMES STEWART, LANA TURNER, JUDY GARLAND, HEDY LAMARR. Sýnd kl. 6% og 9. UTLAGAR EYÐIMERKURINNAR. (Outlows of the Desert). WILLIAM BOYD. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ? NÝJA BÍÓ „ERNIR" FLUGSVEITIN (Eagle Squadron). Mikilfeng stórmynd. ROBERT STACK, DIANA BARRYMORE, JOHN HALL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Barnasýning kl. 3: RADDIR VORSINS með Deanna Durbin. Sala hefst kl. 11 f. h. ÞAKKARÁVARP. Hjartanlega þakka ég sveitungum mínum og öllum þeim, er sýndu mér hluttekningu, með gjöfum, skeytum og minningarspjöldum, við fráfall elskú sonar míns , ISallclórs Sigurðssonar, frá Jaðarkoti, er fórst með togaranum Max Pemberton 11. janúar 1944. Bið ég ykkur öllum Guðsblessunar. HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR. Bílstjórar og bílaeígendur Erum aftur byrjaðir að sauma bílaáklæði (Cover) í allar tegundir af bílum. Mikið og gott úrval af góðum efnum. Vönduð vinna. TOLEDO Sími 4891. «Börð til sölu Góð jörð í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar í komandi far- dögum. Aðstæða til mjólkursólu er góð. Upplýsingar gefur Magnús Víglundsson Símar 3438 og 5667. Garðastrœti 37, Rcykjavík. Teggféður nýkomið. Sent um laml allt gegn póstkröfu. VcggfóðursvcrzlunÍVíctors Helgasonar Hverfisgötu 37. Sími 5949. 45 ára aímæli Knatlspyrnuíél. Reykjavíkur verður haldið hátíðlegt með samsæti og dansleik að Hó- tel Borg, laugardaginn 18. þ. m. kl. 7 síðd. — Aðgöngumið- ar fyrir félagsmenn og gesti þeirra, verða seldir á mánu- dag til fimmtudagskvölds í verzl. Hamborg, Laugaveg, Haraldarbúð h.f. og Silla og Valda, Vesturgötu 29. Tryggið yður miða í tíma. Stjórn K. R. Varnír gegn harðindum (Framh. af 3. síðu) sem í okkar valdi stendur til þess að láta skakkaföll vorsins verða sem minnst. Og því þarf að vera áverðinu í tíma, birgð- unum, sem til eru á einstöku stöðum, þarf að dreifa og alls sparnaðar að gæta um forðann, sem til er á heimilunum. Sé þess gætt, skulum við vona að skakkaföllin í vor verði lítil. í. marz 1944. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- HJoikiBF- Þeir, sem eiga mjólkurbrúsa í tinhúðun hjá okkur, sæki þá innan eins mánaðar frá birtingu þessarar auglýsingar, annars seldir fyrir kostnaði. BREIDFJ0RÐS- BLIKKSMiÐJA «íí tinhúðun. legt að lesa TÍMANN. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.