Tíminn - 18.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1944, Blaðsíða 4
120 TlMlTVIV, laugardaginn 18. inarz 1944 29. Iilað • Htyrkið vinnuheiuiíli ber klas) úklinga • Nkattfrelsi a gjöfnnnm. Hver g:)öf heiisuvernd. ÚR BÆNUM Skemmtisamkoma. Skemmtun Pramsóknarmanna fór fram í Listsýningarskálanum í fyrra- kvöld. Þar var spilað, sungið og dansað. Allt með miklu fjöri. Pálmi Hannnes- son flutti ræðu, en Vigfús Guðmunds- son stjórnaði samkomunni. Um 250 manns sóttu hana. Hafði verið þröngt á síðustu samkomu, svo að nú var ekki leyft fleirum en þetta í húsið, en fjöldi manns varð frá að hverfa. Óvíst er um fleiri samkomur Framsóknarfélaganna í vetur, vegna húsleysis, en reynt verð- ur að fá húsnæði, ef kostur er, því að fjölmargar áskoranir eru nú þegar komnar um að halda fleiri af þessum einkar vinsælu skemmtunum. Sextugur. í gær varð Alexander Jóhannesson, skipstjóri 60 ára. Sagt er að hann sé m. a. búinn að sigla 46 ferðir til Eng- lands nú á styrjaldarárunum á „Hauka- nesinu", og sé það eins dæmi, að sami skipstjóri hafi siglt hverja einustu ferð á skipi sínu og þetta margar ferðir. Alexander ér Borgfirðingur að ætt og uppeldi o~ hefir jafnan verið hinn bezti og vaskasti drengur. Norðurferð. Tíminn átti stutt viðtal við Vilhjálm Heiðdal í gær. Fór hann s. 1. þriðju- dagsmorgun frá Reykjavík til Norður- lands, sem fararstjóri fyrir tveim stór- um farþegabifreiðum, er' fóru á vegum póststjórnarinnar. Á þriðjudag var komið til Blönduóss. Þaðan á miðviku- dag til Sauðárkróks og til Blönduóss aftur að kvöldi. En þaðan kl. 7 að morgni á fimmtudag og komið kl. hálf eitt 1 fyrrinótt til Reykjavíkur. Einn skafl varð að moka á Vatnsskarði, en fimm skaflar voru ófærir bifreiðum á Holtavörðuheiði, sá syðsti rétt fyrir sunnan Sæluhúsið, en sá nyrsti norð- an við Dældarlækinn. Voru sumir skaflarnir mokaðir, en öðrum tókst að koma bifreiðunum utan hjá. Að öðru leyti en þessum sköflum var veg- urinn yfirleitt sæmilegur. 28 farþegar voru með norður, en 48 suður. Vinnuheimili. Fjársöfnun til vinnuhælis berkla- siúklinga gengur mjög vel, síðast í gær höfðu borizt á 5. þús. kr. úr Hafn- arfirði, safnað af Böðvari Grímssyni. Er nú söfnunin komin fast að 200 þús. kr. síðan á nýári og gjafir berast dag- leea. Á áramótunum var sjóðurinn um 400 þús .kr. Eru margir, sem vilja styðja þetta þarfa málefni. Tekið er á móti giöfum í skrifstofu Berklasjúklinga, Lækjargötu 10B. Opin kl. 2—4, sími5535 Uppsögn samninga. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefir nvlega samhvkkt að segja upp gild- andi taxta um kaup og kjör bifreiða- stjóra, sem aka fólksflutningabifreið- um. Fellur gildandi taxti skv. því úr gildi 29. þ. m. Nefnd frá Hreyfli er svo starfandi til bess að semja um nýjan taxta við bifreiðastöðvarnar. Gefjun og Iffunn hefir nú opnað útsölu sína og s^tuma- stofu i Hafnarstræti 4, en hún var, sem kunnugt er, í sama húsi og Hótel ís- land. Rafmagnsverffiff. Bæjarstjórnin hefir nú fellt að lækka rafmagnsverðið, sem ýmsir voru þó farnir að gera sér vonir um að hún myndi gera. Hafði Jón Axel sagt á bæjarstjórnarfundinum, að rafmagns- hækkunin væri svipuð og ef Mjólkur- samsalan t. d. tæki upp á því, að vatns- blanda mjólkina og léti sér það samt ekki nægja, heldur hækkaði hún mjólk- ina fyrir það i verði líka. Óneitanlega er hart að þurfa að þola þá ráðs- mennsku íhaldsins að stórhækka raf- magnsverðið um leið og lág spenna rafmagnsins gerir fólki óhæfileg óþæg- inndi og mörgum stórtjón. Björgunarbátur. Nokkur hreyfing hefir komizt á að koma upp björgunarbát í Reykjavík. Mun það einkum vera í sambandi við Laxfossslysið. Einn farþeganna á Lax- fossi, begar hann strandaði, sendi til þessa eitt þús. krónur, það var Þormóð- ur Eyjólfsson á Siglufirði. Nú hefir bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að mæla með því, „að veitt verði úr hafn- arsjóði allt að % kostnaðarverðs nýs bíörgunarbáts í Reykjavík, þó ekki yfir kr. 20.000,00, og treystir því jafn- framt, að slysadeildin „Ingólfur“ komi upp fastri og vel æfðri og útbúinni björgunarsveit hér i bæ, svo að tryggt verði, að væntanlegur björgunarbátur komi að tilætluðum notum í framtíð- inni.“ Eru hér á ferð heilbrigðar að- gerðir í tilefni- af Laxfossslysinu. Á víðavangi (Framh. af 1. siOu) aff sitt er hvað hjá kommúnist- um, orð og athafnir. Þegar kom- múnistum gafst þess kostur á seinasta þingi að fylgja fram frumvarpi, sem stefndi að því að koma allri heyöflun á vél- tækt land, þá beittust allir þingmenn þeirra gegn frv., og Kristinn Andrésson undirritaði nefndarálit þess efnis, að nú- gildandi jarðræktarlög væru „nægileg 10 ára áætlun.“ Merkið stemlnr þótt maðurinn falli. (Framh. af 2. síðu) tímum í sögu lands síns tókst hann á hendur þá forustu í kirkjunni, sem æ mun skrá nafn hans við hlið eftirminnilegustu mannanna í sögu kristninnar. Þessi orð hans lýsa vel huga hans: „Þú góði, heilagi andi, þerra grátinn úr augum mínum, svo að ég geti séð frelsarann, séð frelsarann nógu skýrt til þess að geta sagt þjóð minni frá hon- um nú á þessari örlagastund hennar. Þannig biðjum vér, danskir prestar, árið 1941. Pré- dikunarstóllinn er orðinn oss staður mikillar ábyrgðar, svo að vér skjálfum í svörtum hemp- unum, er vér göngum þrepin upp í hann. Því að hér, í Guðs húsi, er orðið frjálst, — og ekki frjálst á þann hátt, að vér ráð- um sjálfir yfir því, heldur þann- ig, að það ræður yfir oss. Hér inni er engin njósn viðurkennd, nema njósn heilags anda, — og sú njósn neyðir menn ekki til þess að þegja, heldur til þess að tala. Ótti vor er sá, að vér séum honum ekki hlýðnir þjónar, og þetta nýja ástand, sem yfir oss er komið, gerir svo gífurlegar kröfur til vor....Að vísu er kirkjan ekki staður til þess að bollaleggja um hagfræði og ný- skipan Evrópu og stórveldisóra, en hún er samt sá staður, þar sem ranglætið skal bannfært, lýgin afhjúpuð og varað við eitrunartilraunum, — sá staður, þar sem miskunnseminni skal lotið sem lind lífsins, sem hjartslætti mannkynsins, — og þeir, sem kenna eitthvað ann- að en þessa trú, þeir boða villi- dýrshátterni og dauða“. * Svo gekk hann fram, að hann féll. Ef til vill vissi hann sjálf- ur, að það var nauðsynlegt. Mannkynið hefir höndlað mörg dýrustu hnoss sín vegna þess, að einhver eða einhverjir fórn- færðu sjálfum sér. Sumar setn- ingarnar í „Niels Ebbesen" gefa manni hugboð um það, að Kaj Munk hafi séð það eins og í sýn, að Danmörk yrði ekki frelsuð og danska þjóðin ekki vakin, nema einhver léti lifið fyrir landið og þjóðina. En hvað sem um það er, þá er það víst, að meðan slíkir menn lifa og deyja, er mannkynið ekki vonlaust. Munk féll fyrir böðulshendi,- Rödd hans er hljóðnuð. Biblían hans, sem fannst hjá honum liðnum, liggur nú á köldu brjósti hans. En meðan nokkur maður gleðst yfir grænku danskra skóga og nærist af danskri mold, meðan nokkur mannshönd flettir blöðum biblíunnar með lotningu, lifir það málefni, sem hann lét lífið fyrir — málstaður frelsisins og friðarins, málstað- ur mannsins, málstaður Krists. Aðstoð Islendinga (Framh. af 1. síðu) Marshall Camp majór, sem lézt af svipuðum meiðslum í janúar s. 1., var ekki eins lánssamur. Camp majór lenti á landar- eign Ólafs Bjarnasonar. Ólafur heyrði í flugvélinni, en gat ekki séð hana vegna þess, hve loft var skýjað. Hann sá Camp majór svífa til jarðar í fallhlífinni og lagði þegar af stað til aðstoðar, en stormurinn feykti fallhlífinni og flugmanninum á brott áður en Ólafur gæti náð til hans.. Fyrst í stað gat Ólafur ekki komið auga á flugmanninn, en að lokum fann hann hann í djúpum skorningi við sjóinn og var ekki unnt að komast að honum nema frá sjó. Ólafur heyrði, að Camp kallaði á hjálp einu sinni, en síðan mun hann hafa misst meðvitund og heyrð- ist ekkert frá honum eftir það. Ólafur hljóp þegar til þorps, sem var í nágrenninu og þar náði Sigurður Jóhannsson í bát og nokkra menn og fóru á vett- vang. Þeir fundu Camp majór. Hann var þá meðvitundarlaus, en fékk rænu sem snöggvast. Austurstræti 10. Símar 3041 og 1258. Metravara, Smávara, Kvenundírlatuaður, Sokkar, Manchettskyrtur og margt, margt fleira. Scndum g'egn póstkröfu um land allt. Félag vorubílaeigenda, Hainariírði, opnar í dag vörubílastoð í liúsi sínu Vesturgötu 8. Fljót afgreiðsla. — Góðir bílar. Sírni 9325. Sími 9325. i sa ‘ Höfum fyrirliggjandi: Þakpappa V atnsleiðslurör Gúmmíslöng'ur *|2” Á. Einarsson & Funk Tryggvagötu 28. Sími 3982. Nítján lög . . . (Framh. af 1. síðu) ríkið veita 1 milj. kr. til hafnar- gerðar á Siglufirði, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum, og á- byrgjast tveggja milj. kr. lán fyrir Siglufjarðarkaupstað í sama skyni. Þingmaður Siglfirð- inga flutti þetta mál inn í þing- ið. Lög um breyting á hafnarlög- um fyrir ísafjörð. Er hér um að ræða aukna fjárveitingu ríkis- ins til hafnarinnar á ísafirði, þegar fé er veitt til þess í fjár- lögum, og aukna heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán fyrir ísafjarðarkaupstað í þessu skyni. Þingmaður ís- firðinga flutti þetta mál. Camp dó í bátnum áður en hann kæmist í sjúkrahús. FjársöSnun . . . (Framh. af 1. síðu) þykki þýzkra yfirvalda, en bundið því skilyrði, að styrkur- inn sé veittur ákveðnu norsku barni og sé ekki hærri en 30 krónur á mánuði. Svíar í Nor- egi munu útvega nöfn slíkra fósturbarna." Að miklu leyti verður fé því, sem safnast, varið til að kaupa vörur, til dæmis lýsi og barna- fatnaði, og þær síðan sendar börnum í nágrannalöndunum, þegar færi gefst. Allmiklar lík- ur eru til þess, að. unnt verði að senda vörur, með aðstoð sænskra og íslenzkra yfirvalda, til Noregs þegar í næsta mán- uði, þannig að tryggt sé, að þær komi réttum aðilum að notum. Vonandi verður þessari fjár- söfnun vel tekið. ZIEGFIELD STJÖRNER (Ziegfield Girl) JAMES STEWART, LANA TURNER, JUDY GARLAND, HEDY LAMARR. Sýnd kl. 6y2 og 9. ÚTLAGAR EYÐIMERKURINNAR. (Outlows of the Desert). WILLIAM BOYD. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA BÍÓ. Fréttarítari í Berlín (Berlin Correspondent) VIRGINIA GILLMORE DANA ANDREWS MONA MARIS. Aukamynd: Skemmtanir á stríffstímum (March of Time) Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lcikfélag Reykjavíknr „Eg hef komíð hér áður“ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. VEGGF0ÐUR Fjölbreytt úrval ávallt fyrirliggjandi. „Málarinn“ Tilkynniné Gefjun - Iðunn opnar aftur í dag iitsölu sína og sauina- stofu í nafnarstræti 4. — Sími 2838. Tilbod ésfeast í mótorskípið Laxfoss með öllu tilheyrandi, vél og skipi, í Jiví á- standi, sem skipið er mi í, og |iar sem það ligg- ur á fjöru við /Egisgarð í Reykjavik. Tilboðin óskasl send skrifstofu Trolle & Rothe h.f., Reykjavík, fyrir kl. 4 e. h. n. k. niiðvikudag þ. 22. marz. Réttur áskilinn til þess að taka hvaða til- boði sem er, og til að hafna þeim öllum. Reykjavík, 16. marz 1944. Trolle & Rothe h.f. Getum útvegað Steypu- hrærivélar fyrir smærri hyggingar. Einkar lientugar til sveita. Upplýsingar gefa: G. Helgason & Melsted h.f. Hafnarstræti 19. — Sími 1644.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.