Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. \ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR EDDUHUSI Llndargötu 9A. ) Síir.ar 2353 og 437C ' AFGREIÐSLA, INNHEIMT. i OG AUGLÝSINGASKT---- 3FA: í i SDÐUHUSI * indargötu 9A. > Síml 2323. __1 28. árg. Reykjavík, þriojuclaginn 21. marz 1944 30. blað Erlent yfírlit; Fínnar hafna íriðarskil- málum Seinustu vikurnar hafa heimsblöðin látið sér tíðrætt um samningaumleitanir milli Finna og Rússa. Eins og kunnugt er, hófust þessar umleitanir fyrir atbeina Finna. Hinn reyndi samningamaður þeirra, Paasi- kivi, fór til fundar við sendi- herra Rússa í Stokkhólmi, frú Kollentaj og skýrði hún honum frá friðarskilmálum Rússa. Finnska þingið ræddi síðan skil- málana og bar fram óskir um vissar breytingar, að tillögum ríkisstjórnarinnar. Rússar höfn- uðu þeim og sögðu Finna ann- aðhvort verða að samþykkja fyrstu skilmála sína eða styrj- öldin héldi áfram. Finnska þingið samþykkti,þá með 160:40 atkvæðum að taka ekki málið frekar á dagskrá, en það þýddi að friðarskilmálum Rússa yrði ekki frekara sinnt. Friðarskilmálar Rússa voru í aðalatriðum þessir: Landamæri milli ríkjanna yrðu hin sömu og umsamdist milli landanna eftir finsk-rússnesku styrjöldina 1939 —1940. Síðar yrði samið á ráS- stefnu í Moskvu um afvopnun finnska hersins og skaðabóta- greiðslur af hálfu Finna. Finnar afvopnuðu þýzka herinn, sem er í Finnlandi, en gætu þeir það ekki af eigin ramleik, skyldu Rússar veita þeim hjálp til þess. Finnum mun vafalaust hafa þótt þetta harðir kostir, því að með landamærasamningum frá 1940 urðu þeir að afhenda borgina Viborg, nokkur héruð á þremur stöðum í landinu og leigja Hangöskagann til margra ára. Þó munu Finnar ekki fyrst og fremst hafa hafnað skilmál- unum, vegna þessa ákvæðis eða vegna afvopnunar- og skaða- bótaákvæðanna, heldur vegna ákvæðisins um afvopnun þýzka hersins. Finnar munu vart hafa treyst sér til að framkvæma af- vopnunina og eins talið ósæm- andi "að snúast þannig gegn fyrri bandamönnum. Hefði komið til slikrar afvopnunar, mátti vel búast við, að þeir Finnar, sem voru óánægðastir við friðarskilmálana, myndu veita Þjóðverjum lið, og alveg víst mátti það teljast, ef rúss- neskur her hefði verið kvaddur til aðstoðar. Undir slíkum kring- umstæðum munu Finnar og hafa óttazt, að Rússar færu eigi aftur. ¦ - Þótt friðarskilmálar Rússa verði að teljast harðir, munu flestir hafa vænst harðari kosta af hálfu þeirra. Þannig settu t. d. Bandamenn ítölum miklu strangari kosti. Má telja vafa- laust, að Bandamenn hafi mjög reynt að hafa áhrif á Rússa í þessu máli, þar sem þeir hafa jafnan talið Finna hafa sér- stöðu, og hafi því friðarskilmál- arnir orðið mildari en ella. Ef til vill hafa Rússar líka talið hyggilegra að ná Finnlandi undir sig í áföngum, ef þeir hafa þau áform i huga. Óneit- anlega bendir margt til þess, að Rússar vilji ná a. m. k. öll- um þeim löndum, sem áður lutu rússneska keisaradæminu. Tor- tryggni Finna í þeim efnum hef- (Framh. á 4. síðu) Seinnstu fréttir Sókn Rússa í Suður-Úkrainu hefir aldrei verið jafnhörð og seinustu dægur. Þeir brutust yf- ir Bugfljót á 100 km. breiðu svæði í Vinnitsahéraði fyrir nokkrum dögum og 'hafa nú Ógnaröldin magn ast í Danmörku Nokkrar seínustu frétiír Jjaðan Fregnir, sem berast frá Dan- mörku, benda mjög til þess, að óöld og stjórnleysi fari þar vax- andi, einkum af völdum naz- ista. Fara' hér á eftir nokkrar slíkar fregnir, sem teknar eru úr þeim blöðum frjálsra Dana, er seinast hafa borizt hingað: Þýzku * hernaðaryfirvöldin í Danmörku hafa látið flytja 1330 danska ríkisborgara til Þýzkalands og eru þeir hafðir þar i haldi. Um 1000 þeirra eru Gyðingar. Þann 3. febr. síðastl. tókst þýzku leynilögreglunni að ná forvígismönnum félagsskapar- ins, er skipulagði flóttamanna- flutningana til Svíþjóðar. Að- stoðarforinginn, Hans J. H. Jör- gensen, féll í viðureigninni við lögregluna, en aðalforinginn, Fritz Johann Blichfeldt Möller, særðist hættulega og lézt dag- inn eftir. Blichfeldt Möller var orðinn frægur um alla Dan- mörku fyrir aðstoð sína við flóttamennina og gekk orðið undir viðurnefninu Danmarks Röde Pempernel. Á síðastl. ári voru framin 93 morð í Danmörku, en frá 33 þeirra hefir ekki verið sagt op- inberlega. Af þeim voru 20 fram- in af þyzkum hermönnum, en 11 af dönskum föðurlandsvin- um, sem höfðu líf sitt að verja. Hinn þekktí málaflutnings- maður, Holger Christensen í Aarhus, var nýlega skotinn til bana, er hann var að koma heim til sin. Hann tók ekki þátt í stjórnmálum, en hafði varið mál margra danskra föður- landsvina. Þann 1. febrúar vár skotið úr vélbyssu á Kjeld Brochenhuus- Scack liðsforingja, sem er að- stoðarmaður Friðriks krónprins. Var skotið á hann fimmtíu skot- um, en aðeins tvö hittu hann. Hann sæ'rðist þó ekki hættulega. Talið er, að nazistar hafi ætl- að að drepa liSsf oringj ann og hafi þetta verið einn þátturinn í að skapa sem mesta ógnaröld í Danmörku i þeirri von, að Þjóðverjar víki dönsku lögregl- unni alveg tll hliðar, en f eli naz- istum stjórn innanlandsmál- anna. Þjóðverjar eru farnir að stunda njósnarstarfsemi með þeim hætti, að þeir láta fallhlíf- armenn í enskum flugmanna- búningum lenda á þeim stöðum, þar sem þeir telja íbúana tor^ tryggilegasta. Flugmennirnir reyna síðan að fá íbúana sér til (Framh. a 4. siðu) Seínasta Aíþíngí afgreíddí 22 þíngsályktunartillögur - Aðalefni tillagnanna rakid - Á Alþingi því, sem nýlega var frestaff, voru samþykktar 22 þingsályktunartillögur. Merkust þeirra er vitanlega tillagan um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasáttmálans og þar næst tillagan um þátttöku íslands í norrænni samvinnu. Er óþarft að rekja efni þeirra hér, því að það hefir áður verið gert. Ýmsar aðrar tillögur, sem samþykktar voru, eru einnig hinar merkustu, og verður aðalefni þeirra rakið hér á eftir. Þingsályktun um aukna f jár- veitingu til Krýsuvíkurvegar. Samkvæmt henni er veitt 500 þús. kr. aukaframlag á þessu ári til vegarins og fæfist sú upphæð á fjárlög 1945. Þing- menn úr Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum og Sósíalista- flokknum stóðu að flutningi þessarar tillögu, en Sveinbjörn Högnason var aðalflutnings- maður hennar. Þingsályktun um nýjar hey- þurrkunaraðferðir. Samkvæmt henni er ríkisstjórninni heimil- uð fjárveiting til að láta gera tilraunir með vélþurrkun á heyi. í greinargerð tillögunnar var sérstaklega minnst á vélþurrk- un þá, er Jóhannes Bjarnason vélaverkfræðingur hefir sagt frá hér í blaðinu. Tillagan var flutt af þingmönnum úr öllum flokk- um, en Hermann Jónasson var aðalflutningsmaður. Þingsályktun um framkvæmd- ir á Rafnseyri við Arnarfjörð. Samkvæmt henni er lýðveldis- hátíðarnefndinni falið að gera tillögur um nauðsynlegar framkvæmdir á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta. Til- lagan var flutt af þingmönnum úr öllum flokkum, en Ásgeir Ás- geirsson var aðalflutningsmað- ur. Þingsályktun um notkun ís- lenzka fánans. Samkvæmt henni er ríkisstjórninni falið að leggja fánalög fyrir næsta þing og vinna að aukinni helgi fánans á annan hátt. Tillagan var flutt af nokkrum SjálfstæSismönn- um. Þingsályktun um sérstaka tal- símaþjónustu í verstöðvum landsins vegna slysavarna. Sam- kvæmt tillögunni skal hlust- varzla aukin við helztu tal- stöðvar í landinu og í varðskip- um og gæzlubátum. Jóhann Jósefsson og Eysteinn Jónsson fluttu tillöguna. Þingsályktun um framlag úr ríkissjóði til f járskipta í Suður- Þingeyjarsýslu. Samkvæmt til- lögunni heimilast ríkisstjórn- inni 600 þús. kr. fjárveiting í þessu skyni. Jónas Jónsson flutti tillöguna. Þingsályktun um ákvörðun og framkvæmd gagngerðra sam- göngubóta frá Reykjavik austur í Ölfus. Samkvæmt henni er fimm manna nefnd falin athug- un á því, hvernig bezt verði tryggðar góðar samgöngur á þessari leið. Eiríkur Einarsson flutti þessa tillögu upphaflega í þeim tilgangi að spilla fyrir aukafjárveitingu til Krýsuvíkúr- vegarins, en fjárveitinganefnd endurbætti hana þannig, að felldur var úr henni þessi upp- runalegi tilgangur Eiríks. Þingsályktun um endurskoð- un á lögum um eftirlit með skip- um og um athugun á fram- kvæmd skipaskoffunar. Samkv. tillögunni skal fimm manna nefnd annast þessa endurskoð- un og athugun og hefir hún þeg- ar verið skipuð. Starfi nefndar- innar skal lokið fyrir 1. sept. þessa árs. Alþýðuflokksmenn fluttu þessa tillögu. Þingsályktun um veðurfrétt- ir. Samkvæmt tillögunni er rík- isstjórninni falið að reyna að koma þvi til vegar, að lands- mönnum verði almennt birtar veSurfregnir. Pétur Ottesen flutti þessa tillögu. Þingsályktun um rannsókn á nauffsynlegri fyrirgreiðslu vegna vélskipasmíða innan lands.Sam- kvæmt tillögunni skal ríkis- stjórnin rannsaka í samráði við milliþinganefndina í sjáv- arútvegsmálum, hvers vegna skipasmíðar eru hér dýrari en (Framh. á 4. síðu) brotizt fram á allbreiðu svæði við Dnestrfljót, sem skilur Rúss- land og Bessarabíu, og tekið all- marga bæi í Bessarabíu. Þetta eru einhverjir mestu sigrar Rússa, því að búizt var við öfl- ugri mótspyrnu Þjóðv. við þessi fljót. í Suður-Póllandi hafa Rússar líka unnið. Bandamenn eru nú komnir í sókn á ítalíu og hafa nú þegar náð Cassinobæ nær öllum á vald sitt. í Algier hófust nýlega mála- ferli gegn allmörgum mönnum, sem fylgt hafa Vichystjórninni að málum. Einn þeirra, Puchieu, sem var innanríkisráðherra í Vichy um skeið, hefir verið dæmdur til dauða og dóminum framfylgt. Loftárásir Bandamanna á þýzkar borgir fara enn harðn- andi, einkum dagárásir Banda- ríkjamanna. Stórbruní í Rangárvallasýslu Frystihús og vorugeymsluhús Kaupfélags Hallgeirseyjar brenna Um tíuleytið á sunnudagsmorgun kom upp eldur í frystihúsi Kaupfélags Hallgeirseyjar á Hvolsvelli í Rangárvallasýslu, og brann það á skammri stundu, ásamt tveim vörugeymsluhúsum, sem voru áföst við það. Er tjónið mjög mikið, því að auk hús- anna ónýttust miklar kjötbirgffir í frystihúsinu og hundruð smá- lesta af matvörum og fóðurvörum, sem geymdar voru í vöru- geymsluhúsunum. Log samþykkt á seinasta þingi í seinasta blaði var sagt frá helztu lögunum, sem afgreidd voru frá þinginu, sem nýlega var frestað. Hér á eftir er getið þeirra laga, sem ekki var sagt frá þar: Lög um breyting á lögum um dýrtiðarráðstafanir frá 1943. Lög þessi aðeins skýra eldri á- kvæði laganna, en fjalla ekki um raunverulega breytingu. Landbúnaðarnefnd neðri deild- ar flutti þetta mál inn í þingið. Lög um breyting á lögum frá 1941, um heimild fyrir ríkis- stjórnina til ráðstafana og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atyinnuveganna. Hér er aðeins að ræða um framleng- ingu lagaákvæða til að lækka toll á kornvörum en hækka á- lagningu á tóbaki og áfengi. Ríkisstjórnin flutti þetta mál. Lög um breyting á lögum um sparisjóði. Hér er um strangari reglur að ræða i sambandi við gjaldþrot eða niðurlagningu sparisjóða. Ríkisstjórnin flutti þetta mál. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að innheimta skemmtanaskatt meff viðauka áriff 1944. Hér er aðeins um framlengingu að ræða. Ríkis- stjórnin flutti málið. .Lög um breyting á lögum um vátryggingarfélög fyrir vélbáta. Hér er aðeins um framlengingu að ræða. Lög um breyting á lögum um Menntaskóla á Akureyri. Sam- kvæmt þeim skal reglugerð Menntaskola Reykjavíkur gilda við menntaskólann á Akureyri viðkomandi kennslustunda- fjölda skólameistara og kenn- ara. Lög um breyting á lögum um meffferff einkamála í héraffi. Samkvæmt þessum lögum fá fleiri lögfræðingar en áður rétt til sýslumannsembætta, ef þeir hafa gegnt tilteknum lögfræSi- störfum í þrjú ár. Lög um breyting á lögum um varnir gegn útbreiffslu næmra sjúkdóma og heimild til sam- þykkta um fjárskipti. Samkv. þeim fá peir atkvæðisrétt um samþykkt til fjárskipta, er áttu 25 kindur, þegar veikinnar varð fyrst vart, en samkvæmt eldri lagaákvæðum þurftu þeir að eiga 25 kindur, þegar atkvæða- greiðslan fór fram. Þingmaður Suður-Þingeyinga flutti þetta má'l eftir beiðni kjósenda sinna. Jafnskjótt og eldsins varð vart voru boð gerð um byggðina, og dreif þegar aö fólk til þess að berjast við eldinn. Kom með- al annars á vettvang slökkvilið úr herbúðum amerísks liðs, er hafðist við þar í námunda. En aðstaða til slökkvistarfs var hin erfiðasta, því að hvergi náðist vatn til þess að ausa eða dæla á eldinn. Kom því öll slík við- leitni fyrir ekki. Var þá bráður bugur undinn að því að bjarga vörur úr geymsluhúsunum, en svo skjótt magnaðist eldurinn, að aðeins litlu einu var varð bjargaS af kornvörum, þótt vasklega væri að því starfi gengið svo lengi sem nokkur tök voru á. Eftir tvær klukkustund- ir frá því eldsins varð fyrst vart voru húsin hálffallin. Um skeið var ekki annað sýnna en eldurinn myndi einnig læsa sig í verzlunarhús kaupfé- lagsins. Var þá byrjað að bera varning út úr búðinni. Varð hann eins og gefur að skilja fyrir ýmsu hnjaski og skemmd- ist sumt nokkuS. Vörutjónið, sem af eldinum hlauzt, er mjög tilfinnanlegt. Voru þarna geymdar allar mjöl- pg fóðurvörur þær, sem ætlaðar voru til notkunar á yerzlunar- svæði kaupfélagsins í vetur og vor.' Kemur þetta ekki sízt illa við sökum þess, að vöruflutn- ingar austur í Rangárvallasýslu eru nú mjög torveldir eða^jafn- vcl óframkvæmanlegir vegna snjóalaga á Hellisheiði. Kjötbirgðir í frystihúsinu átti Sláturfélag Suðurlands að meg- inhluta." Annað vörugeymsluhúsið, sem brann, var nýbyggt og frysti- húsið nýlegt. Upptök eldsins eru eigi enn fullkunn, en þó er talið, að kviknað hafi í olíubrák út frá gaslampa, er notaður var til þess að þíða rör i frystihúsinu. Vörur kaupfélagsins voru vá- tryggðar hjá Sjövátryggingafé- lagi íslands, en húsin hjá Brunabótafélagi íslands. A viðavangi UNDIR FÖLSKU FLAGGI. í seinasta blaði Bóndans er í forustugrein ráðizt harkalega á Eystein Jónsson. M. a. segir þar, að „afstaða hans til þjóðmála hafi jafn neikvæða þýðingu og skotgrafir þessa árs", hann „skilji ekki þær þjóðlífsbreyt- ingar, sem orðið hafi seinustu árin" og hann sé orðinn „trén- aður njóli". Tilefni þessara árása er það, að Eysteinn Jónsson hefir hér í blaðinu gert manna bezt grein fyrir samvinnu- og umbóta- stefnu Framsóknarflokksins, sýnt fram á árangurinn af starfi flokksins á undanförnum árum, bent á vaxandi fylgi bænda og annara smáframleiðenda við flokkinn, og fært óhrekjanleg rök að þvi, að málum vinnandi framleiðenda verði þannig bezt skipað, að þeir sameinist enn betur undir merkjum flokksins um samvinnu og umbótastefnu hans. . * Þetta hefir farið í taugarnar á útgefendum Bóndans. Rit- stjóri blaðsins, sem kallar sig Framsóknarmann þessa stundina, þótt hann hafi ekki talið sig það áður, er því sendur út af örkinni til að svívirða Eystein Jónsson. Einlægni Bóndaritstjórans viS málstað Framsóknarflokksins, sem hann þykist nú fylgja, sést bezt á svívirðingarorðum hans um E. J., sem raunverulega bein- ast að flokksstefnunni. Og ein- lægni forráðamanna Bóndans um það að bæta sambúð borg- aralegra manna í landinu, sést bezt á hinum stöðugu svívirð- ingum blaðsins úm helztu for- ráðamenn Framsóknarflokksins og stefnu hans. Þeir, sem ekki hafa séð það áður, þurfa áreiðanlega ekki meira til að sannfærast um það, að hér er siglt undir fölsku flaggi. TVEIR STARFS- GRUNDVELLIR. í grein, sem Jón á Reynistað ^krifar nýlega, telur hann það • nóg tii að draga úr vexti komm- únista, aS borgaralegir menn vinni saman að stjórn landsins. ^etta er mesti misskilningur. Ef slíkt samstarf yrði fyrst og fremst í þágu stríðsgróðavalds- ins, myndi ekkert verða komm- nnismanum meir til eflingar. Væri hinsvegar unnið að um- bótum og framförum, væri kommúnisminn gerður hættu- laus. Þess vegna m. a. munu ¦^ramsóknarmenn ekki ganga til •samst'arfs við neinn aðila, nema 'innið sé á siðar greinda grund- vellinum. TVÆR BÖNORÐSFERÐIR. í seinasta blaði Bóndans er Jón á Reynistað látinn fara í bónorðsferð til Framsóknar- flokksins. Tveimum dögum síð- ar (19. þ. m.) er hafin önnur bónorðsferð í forustugrein Morg- unblaðsins. Þar segir svo: „Stærsta ógæfan í okkar ^tjórnmálalífi að undanförnu hefir verið það, aS skort hefir viðtækt samstarf flokka á Al- bingi. Það samstarf þyrfti, svo vel væri, einnig að ná yfir í raðir verkalýðsflokkanna". Þetta mætti Egill Thpraren- sen og aðrir þeir athuga, sem ólmastir eru í hjónasæng með Sj álf stæðismönnum. HVELLUR ÚT AF PRENTVILLU. Vísir og Morgunblaðið hafa gert ótrúlega mikinn hvell út af prentvillu, sem nýlega var í Tímanum. írafáriS i Vísismönn- um var meira aS segja svo mik- iS, aS frásögnin um prentvillu Tímans var sett efst á fyrstu síSu, þ.ar sem blaSið birtir venjulega stærstu fréttir dags- ins! Prentvilla Tímans var í grein- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.