Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1944, Blaðsíða 2
122 TlMlM, þrigjmlagiim 21« marz 1944 30. blað ^ímtrtn Þri&jjudutiur 21. marz „Fríðar-^starfscmí Jóns á Reyoístað Jón Sigurðsson alþm. á Reyni- stað birti ritgerð í seinasta blaði Bóndans, þar sem hann gerir grein fyrir þátttöku sinni í út- gáfu blaðsins. Segir hann það skoðun sína, að kommúnism- inn eflist að sama skapi og deil- ur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflökksins vaxi, og þess vegna hafi hann og fleiri „velmetnir menn“ hafist handa „um útgáfu stjórnmálablaðs, er stuðli að vinsamlegu samstarfi borgaralegra manna í landinu og reyna á þann hátt að brúa djúpið milli þessara tveggja flokka". Þetta er vel mælt, en betur héfði farið, ef slíkur samstarfs- áhugi hefði komið fyrr úr þess- ari átt. Fyrir rúmum tveimur árum var komið viðunanlegt samstarf milli þessara flokka um nauðsynlegar ráðstafanir til að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Þá var ekkert óbrúanlegt „djúp“ milli þeirra um lausn mikilvæg- ustu dægurmálanna. En þetta samstarf hélzt ekki lengi. Þegar sízt gegndi, gripu forkólfar Sjálfstæðisflokksins í framrétta hönd kommúnista til að hefja illdeilur og sundrungu um það mál, er hafði verið og var við- kvæmast deilumál Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna. Þannig var „djúpið“ milli þess- ara flokka búið til. Afleiðing- arnar eru þjóðkunnar. Undir hinni máttlausu stjórn Ólafs Thors margfaldaðist dýrtíðin og kommúnistar þöndust út eins og púkinn í fjósbásnum, þegar mest var blótað. Þess varð þá ekki vart, að Jón á Reyni- stað kynni neitt illa við, að þetta „djúp“ væri búið til, dýr- tíðin látin magnast og kom- múnistar látnir fitna. Hann sótti fram gunnreifur undir því merki Jakobs Möllers, „að allt væri betra en Framsókn" og ekki aðeins tvennar, heldur þrenn- ar þingkosningar væru sjálf- sagðar til að eyðileggja Fram- sóknarflokkinn, hvað, sem liði vexti dýrtíðarinnar og kommún- ismans. Þá var ekki annað sýnilegt en að Jón tæki með óblöndnum fögnuði á móti þeim stuðningi kommúnista, er gert hefir hann að minnihlutaþing- manni Skagfirðinga, þrátt fyr- ir hinar ömurlegu afleiðingar að öðru leyti. En sleppum nú því, sem liðið er. Framsóknarmenn munu aldrei láta það standa í vegi fyrir heilbrigðu og þjóðhollu samstarfi. Það gildir jafnt Jón á Reynistað og aðra. Ef Jón vill heiðarlega og þjóðholla sam- vinnu, þá verður honum fyrir- gefið, þótt hann stæðist ekki þá freistingu kommúnista, sem minnihlutaþingsætið í Skaga- firði var, og væri því einn ákaf- asti dansmaðurinn í hrunadansi upplausnarinnar 1942. Þá er líka komið að því, sem er höfuðatriði þessa máls: Upp á hvers konar samvinnu hefir Jón á Reynistað að bjóða? Hvaða málefni vill hann láta hið fyrirhugaða samstarf Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðis- manna snúast um og hvernig vill hann standa að lausn þeirra? Hvaða umboð hefir hann frá hinum ráðandi mönn- um flokks síns? Vill Jón vinna að niðurfærslu kaupgjalds og verðlags á þeim grundvelli, að þeir ríku taki á sig hlutfallslegar byrðar við verkamenn og bændur? Og þótt Jón vildi þetta, vill þá meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins það? Vill Jón leggja þá skatta á stórgróðann, að tryggt sé, að ríkið geti lagt fram nægilegt fé til stórfelldrar ræktunar landsins og annarrar hliðstæðr- ar framleiðsluaukningar? Þótt Jón vildi þetta, fellst þá meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins á það? Vill Jón koma landsskipulagi á rafmagnsmálin, sem tryggi raf- lýsingu sveitanna á sem allra skemmstum tíma? Og þótt Jón vildi þetta, fellst þá meirihluti Sjálfstæðisflokksins á það? Vill (Framh. á 4. síðu) Jóa Sigtryggsson. Hvers á Stokksevri að gjalda? Stokkseyri er í mikilli framför og hefir verið það síðustu árin. Það sýna t. d. myndarleg stein- hús, sem hafa risið þar upp, eitt eftir annað. Þaðan eru gerðir út sex þilfarsbátar(mótorbátar) og þar er rekið stórt frystihús. Á liðnu ári tók þar til starfa matsölu- og gistihús, sem er ó- missandi áfangastaður á leið- inni milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja, fyrir þá mörgu, sem þar eiga leið á milli, sem verða æ fleiri með ári hverju. Milli Reykjavíkur og Stokks- eyrar fara tveir stórir fólks- bílar daglega, allan ársins hring, þegar fært er. Vor, sumar og haust fara daglega margir tug- ir manna þessa leið, og um flestan helgar á annað hundrað manns og stundum fleira. Um Stokkseyri liggur því ein af að- alsamgönguleiðum landsins. En hvers krefst ferðafólk á fjölförnum leiðum? Fyrst og fremst traustra og hraðskreiðra farartækja, góðra-vega, mynd- arlegra veitingastaða og full- kominna símastöðva. Er þetta allt fyrir hendi hér? Það af þessu, sem undir einstaklinga heyrir, er í sæmilegu lagi, fremur góðir bílar og gott veit- ingahús. Það ber hins vegar annað fyrir augu, sé litið á þá hlið, sem að því opinbera veit. Vegurinn er oft slæmur og stundum illfær. Þar er síma- stöð, 1. flokks B., í myndarlegu húsi í einkaeign. Stofan er sæmilega rúmgóð. í henni er gamalt og lélegt símaborð, hengt á vegg. Á sama veggnum, nokk- uð til hliðar, er heyrnartól fyrir símanotendur. Þetta tvennt, sem þarna er talið, eru öll þau bægindi, sem landssíminn hefir að bjóða gestum sínum á þess- um stað, en þeir skipta þúsund- um á ári. Þarna er oft statt mjög margt fólk á sama tíma, bæði vegna hins mikla ferðamanna- straums um Stokkseyri, sem áð- ur getur, en ekki síður vegna hins, að næstum allt þorpið — en í því eru um 600 íbúar — svo og nágrennið, þarf að sækja inn á þessa símastöð; þar sem sími er aðeins í 5 — segi og skrifa 5 — heimilum í þorpinu öllu (og allir í einkaeign). Þarna verða menn að bíða, oft tímum saman, að- eins v«gna mikillar aðsöknar, en seinlegrar afgreiðslu. Hins veg- ar kvartar enginn undan vinnu- brögðum þeirra, sem við af- greiðsluna vinna, því þau ' eru eins góð og framast má verða, undir þeim vinnuskilyrðum, sem þar er við að búa. Þarna verður hver að tala í áheyrn allra við- staddra, hvort heldur hann tal- ar um opinber eða einkamál, því þar er enginn klefi til, fyrir þann sem talar, frekar en önn- ur nauðsynleg þægindi. Þetta ástand mundi víðast hvar þykja óþolandi á 1. flokks símastöð, þar sem jafnmargir sækja að og á Stokkseyri. En þetta hirðuleysi af hendi lands- símans er ekki það versta gagn- vart Stokkseyringum. Hitt er miklu skaðlegra, að margir þeir, er mesta þörf hafa fyrir síma, eru enn símalausir. Má þar nefna Hressingarheimilið í Kumbravogi, frystihúsið, alla útgerðarmenn staðarins, hrepps- stjórann o. fl. Menn þessir og stofnanir hafa margbeðið um síma, og það er búið að marg- gefa þeim undir fótinn um það, misserum saman, að þeir muni fá síma þetta vorið eða þetta haustið, en þegar hinn ákveðni tími kemur, verður ekkert úr framkvæmdum, enda verður þess ekki vart, að nokkuð sé gert fyrir málið af hendi lands- símans. Margir þeir, er þurfa síma, skrifuðu í fyrra undir skjal til landssímans, þar sem fastlega var óskað eftir síma gegnum kauptúnið, og nauðsyn hans rökstudd rækilega. Efni var nóg fyrir hendi, það lá á Eyrarbakka og var úr loftlínu, sem þar var tekin niður, þegar jarðsími var lagður þar. Erindi þessu var aldrei svarað. Frystihúsinu hefir verið mik- ill bagi að símaleysinu, og út- gerðarmönnum hefir það bakað ósegjanleg* óþægindi. Er það ekki sambærilegt að bíða eftir símtali heima við vinnu sína, eða að verða að bíða utan heim- ilis aðgerðarlaus, ef til vill klukkustundum saman. Er þetta einkum bagalegt þeim, er þurfa að stjórna mörgu fólki við vinnu. Hressingarheimilið hefir marg- oft orðið fyrir miklum óþæg- indum af sömu ástæðum, og hefir þegar liðið sannanlegan skaða af þeim sökum. Og eng- inn er fær um að andmæla því, að símaleysið þar geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Það mun vera eina sjúkrahús- ið í landinu, sem engan síma hefir, og er í meira en kíló- meters fjarlægð frá síma. Þessi kalda krumla framtaks- leysisins hlýtur að draga veru- lega úr öllum framförum á sviði atvinnumála á Stokkseyri í framtíðinni, verði ekki um bætt, og má raunar sjá þess vott nú þegar. Landssíminn hefir, sem fyr segir, verið margbeðinn um sim- ann. Oftast nær hefir hann gef- ið 'góðar vonir um, að síminn komi innan samms, en þess á milli hefir hann talið á því öll tormerki, og þá stundum fært fram hinar ólíklegustu ástæður gegn málinu. Þessi tvískipta framkoma af hendi þess opin- bera, og hinn óskiljanlegi drátt- ur á framkvæmdum, vekur margs konar spurningar meðal fólksins. Og ekki verður talið óeðlilegt, þótt um það sé spurt, hvort ekki sé það höfuð stefnu- mál landssímans, að ná til sem flestra landsmanna, að minnsta kosti þegar saman fer hagnað- ur beggja aðila, bæði landssím- ans og notendanna, eins og verða mundi á þessum stað. Sé svo, hvers vegna gengur þá svo mjög illa að fá símann lagðan um Stokkseyri? Sú hugsun sæk- ir á, að þorpið sé einskonar oln- bogabarn landssímans. En hvers á Stokkseyri að gjalda? p. t. Stokkseyri, 10. marz 1944. Kona VUhjálms Slefiánssonar NEW YORK. Kanadiska ríkisstjórnin hefir boðið frú Evelyn Stefánsson, konu landkönnuðsins Vilhjálms Stefánssonar, að ferðast um heimskautahérað Kanada og skrifa bók um ferðir sínar. Nýlega var gefin út bók eftir frú Stefánsson. Bók þessi fjallar um Alaska og nefnist „Here is Alaska“, og í henni er fjöldi mynda. Nú þegar hafa selzt um 30 þús. eintök af bókinni. Upp- haflega var bók þessi ætluð menntaskólanemendum, en hún hefir náð miklum vinsældum meðal fullorðinna. í bókinni er landinu og fólki því, sem þar býr, lýst. Frú Stefánsson er nú að ljúka við aðra bók, er nefnist „Wither the Circle", en það er lýsing 6 Eitir Krístján Það er mörgum alvarlegt um- hugsunarefni, hve samgöngurn- ar hér í Austur-Skaptafells- sýslu eru erfiðar vegna vatna og annara farartálma. En vonir manna hníga í þá átt, að úr verði bætt í náinni framtíð eft- ir föngum. En samgöngurnar á sjó við Hornafjörð eru orðnar það vandræðalegar, að ekki verður um þagað lengur. Þó skal ekki um það sagt, nema vöru- flutningum sé nokkurnveginn fullnægt hér til Hornafjarðar með bátum þeim, sem sendir eru með vörur hingað frá Reykjavík. Þó að vörutegundir ýmsar vanti hér af og til við verzlunina, er venjulega um það kennt einu af þrennu eða öllu sameiginlegu: ónytjungshætti kaupfélags- stjórans, ófullnægjandi sam- göngum og erfiðleikum á að fá vöruna vegna stríðsástandsins. Þetta er sú þríeining, sem al- mennt er um kennt, er ýmsar vörutegundir vanta, og ætla ég ekki að gera það hér að umtals- efni. En það eru póst- og far- þegaflutningarnir, sem ég vildi segja um örlítið, og verður þá ekki hjá því komizt að minnast á v.s. „Esju“ í því sambandi. — Eins og kunnugt er, er ekki ann- að farþegaskip, er gengur milli Austfjarða og Reykjavíkur en Esjan, og þegar hún er hætt að koma hér inn, og stanzar ekki hér úti fyrir nema þegar bezt er í sjó, þá sjá allir, hvernig við erum settir hér með að komast að og frá héraðinu. Það er ekki þægilegt þegar menn ætla héð- an til Reykjavíkur, hvort heldur er að leita sér lækninga eða í öðrum erindagjörðum, og fólk er komið til kaupstaðarins eftir erfiða ferð á landi, að sjá þá Esju sigla framhjá. Farþegarnir, sem áttu að verða, verða þá að leggja af stað hina sömu leið heim til sín aftur og bíða þar til von er á Esju aftur eftir svo sem einn mánuð. Og ef það mis- tekst einnig, hvað þá? Og það er heldur ekkert sk'emmtilegt að leggja á stað frá Reykjavík til Hornafjarðar með Esju og svæða innan heimskautshrings- ins, þar á meðal er íslenzka eyjan Grímsey. Er frú Stefánsson minntist á safn sitt af bókum, er fjalla um Island, en í því safni eru um 700 bækur, komst hún svo að orði: „Það fyrsta, sem ég ætla að gera, er ófriðnum lýkur, er að heimsækja ísland“. (Frá ameríska blaðafulltrúanum). Benediktsson eiga von á því að verða fluttur til Austfjarða, ef ekki er sam- fara blíðskaparveður, ágætur sjór og sá tími sólarhrings, að bjart er af degi og birta fram- undan. Þótt ekki sé langt frá Djúpavogi til Hornafjarðar, þá eru ekki alltaf bátar við hend- ina á Djúpavogi, sem tiltæki- legir eru til að flytja fólk og far- angur til Hornafjarðar. Ég vil leyfa mér að rifja hér upp eitt dæmi, sem mér er í fersku minni, af því að það er fyrir skömmu skeð, en það er ekkert einsdæmi. Þann 22.-janúar síðastl. leggur Esja á stað frá Reykjavík aust- ur um land og lögðu á stað með henni nokkrir farþegar til Hornafjarðar. Sem venjulega fer Esja framhjá Hornafirði í þetta sinn og var póstur og far- þegar settir upp á Djúpavogi. Rifsnesið var þá á austurleið með fjörðunum og var gert ráð fyrir, að það tæki póst og far- þega á Djúpavogi til Horna- fjarðar, er það kæmi til baka aftur, en með því, að nokkra daga þurfti að bíða eftir Rifs- nesinu og með því að skip var Djúpavogi á vegum setuliðsins, sem ætlaði til Hornafjarðar, og var hvort tveggja flutt um borð í skipið. Eftir tvo sólarhringa skilaði skipið farþegunum aftur á Djúpavog og úr því biðu far- þegar eftir Rifsnesinu, sem flutti þá til Hornafjarðar, eftir sem næst vikutíma frá því lagt var af stað úr Reykjavík. En frá Reykjavík til Hornafjarðar er Esjan sólarhring þegar sæmi- lega gengur. En nú er ekki öll sagan búin. Þá er að segja frá póstinum. Hann er eftir í setuliðsskipinu, ásamt flutningi farþega. Nokkr- um dögum síðar er það aftur flutt í land á Djúpavogi. Loks 5. febrúar mun pósturinn, ásamt farþegaflutningi, vera kominn á Höfn í Hornafirði og þá sumt frá Reykjavík aftur, sumt eyði- lagt af bleytu, og eru þá liðnir 14 dagar frá því lagt var á stað frá Reykjavík. Svona er nú ástandið í póst- og farþegaflutningum okkar Austur-Skaftfellinga. Við getum ekki unað því lengur að slíkt endurtaki sig æ ofan í æ. Við verðum að krefjast þess, að úr verði bætt, annaðhvort á þann hátt að Esja ræki betur hér eft- ir en hingað til viðkomu á Hornafirði eða annað skip verði látið annast um fólksflutning- ana á milli Reykjavíkur' og Hornafjarðar og Austurlands. Erlciidlr þættir; Olían í Saudí-Arabíu — Nýtt stórmerkilegt læknislyf — „Segðu mér hverjir ráða yfir olíulindunum eftir styrjöldina og ég skal segja þér, hve lengi friðurinn varir“. Þessi um- mæli voru nýlega höfð eftir amerísþa innanríkisráðgjafan- um, Herold Ickes, og talin vera aðalröksemd hans fyrir auknum afskiptum Bandaríkjamanna af olíumálum utan Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa til skamms tíma verið talin svo olíuauðug, að stjórnarvöld þeirra hafa ekki látið síg olíumálin annars stað- ar miklu skipta. Amerískir olíu- hringar hafa að vísu reynt að ota sínum tota í þeim efnum, en oftast án verulegrar sam- vinnu við amerísk stjórnarvöld. Bretar og Hollendingar hafa farið öðru vísi að, enda hefir beim tekizt að koma ár sinni betur fyrir borð. Það er ekki sízt stjórnmálalegum afskiptum Breta að þakka, að þeir ráða nú mestu um olíuframleiðslu í ír- an og írak. Núverandi styrjöld hefir í bessum, eins og fleirum efnum, vakið Bandaríkin af svefni ein- angrunarinnar. Styrjöldin er olíufrek og þeir þurfa ekki að- eins að fullnægja eigin þörfum, heldur þurfa þeir að hj álpa Bandamönnum sínum um olíu í stórum stíl. Olíufræðingar Bandaríkjanna eru byrjaðir að reikna út, að olíulindir Banda- ríkjanna verði þrotnar innan ekki langs tíma, ef haldið verð- ur áfram að tæma þær jafn tak- markalítið og nú á sér stað. Með tilliti til þessara stað- reynda hefir Bandaríkjastjórn ákveðið að veita amerískum ol- *iufélögum öflugan stuðning til að hagnýta olíulindir þeirra í Saudí-Arabíu. Þar fundust olíu- lindir fyrir nokkrum árum og þykja rannsóknir benda til, að óhemjumikil olía sé þar í jörðu. Bretar, Þjóðverjar og Frakkar fóru strax í bónorðsferðir til Ibn Saud konungs og buðu hon- um stórfé fyrir olíuréttindin. Hann neitaði þeim öllum, en samdi síðan við nýstofnað ame- rískt olíufélag, „The California Arabian Standard Oil Co.“, en það er raunar sameign tveggja amerískra olíufélaga (Standard Oil of California og Standard Oil of Texas). Ameríska stjórnin hefir nú ákveðið að leggja á tveimur ár- um 1200 mílna langar olíuleiðsl- ur, sem tengja olíulindirnar í Saudi-Arabíu við útskipunar- hafnir við Miðjarðarhaf og Persaflóa. Áætlað er að mann- virki þetta kosti um 40 milj. sterlingspunda. Hinu áður- nefnda ameríska olíufélagi er ætlað að annast vinnslu og hreinsun olíunnar, en Banþa- ríkjastjórn kemur til með að njóta ýmsra fríðinda, fær t. d. umráð yfir allri framleiðslunni á styrjaldartímum. Þetta er fyrsta stóra mann- virkið, sem Bandaríkjastjórn ræðst í utan Bandaríkjanna. Einangrunarsinnar segja, að með þessu dragist Bandaríkin óþarflega inn í innanlandsmál annarra þjóða. Aðrir segja, að þetta sé glöggt dæmi um vax- andi heimsveldisstefnu Banda- ríkjanna. Þá er sagt, að Bretar séu lítið ánægðir yfir að fá Bandaríkin sem keppinaut í arabiskum löndum, ekki aðeins í olíumálunum, heldur einnig í stjórnmálum, en sú afleiðing muni fljótt af þessu hljótast, því að Bandaríkin hafi eftir þetta svo mikilla hagsmuna að gæta í arabisku löndunum, að þau muni láta stjórnmálaþró- unina þar skipta sig verulegu máli. Yfirlýst er, að þetta sé gert í góðu samkomulagi við Breta og verða muni samvinna milli ameríska olíufélagsins í Saudi-Arabíu og félaganna, er ráða yfir olíulindunum í Irak og Iran. * Fyrir nokkru síðan var rúss- neski vísindamaðurinn Alex- ander Alexandrovitch Bogomo- letz sæmdur æðstu heiðurs- merkjum Sovétríkjanna í við- urkenningarskyni fyrir nýtt lækrtislyf, sem hann hefir fund- ið upp. Lyf þetta, sem gengur undir skammstöfuninni ACS, er af ýmsum talin ein af þýðingar- meiri uppgötvunum læknavís- indanna. Því er sprautað í blóð- ið og hefir fljótlega hin þýð- ingarmestu áhrif. Sár og bein- brot gróa miklu fljótara en ella, sóttkveikjur verða miklu skað- minni og jafnvel hætulausar, viðnámsþróttur líkamans og hreysti eykst á margan hátt. Það er meðal annars talin hin bezta heilsubót taugaveikl- uðu fólki, læknar ýmsa súkdóma og ver menn fyrir öðrum. Þeir bjartsýnustu, sem kynnzt hafa þessu lyfi, hafa látið uppi þá skoðun, að það geti með'hæfi- legum endurbótum ilengt mannsæfina upp í 125 ár. Rússar hafa fyrst að ráði haf- ið notkun þessa lyfs í styrjöld- inni og telja árangur þess stór- glæsilegan. Utan Rússlands hef- ir það mátt heita óþekkt til þessa. í Bandaríkjunum eru rannsóknarstofur nýbyrjaðar að fást við athúganir á því, en vart mun það tekið til notkun- ar þar fyrr en þeim er lokið. Lyf þetta er aðallega búið til með þeim hætti, að teknar eru úr líkum hrausts ungs fólks (einkum þess, sem farizt hefir af slysförum) sellur þær, sem viðhalda blóðinu og auka það, og þeim er síðan sprautað í blóð hraustra hesta. Lyfið er unnið úr blóði hestanna. Venjulegur skammtur eða inngjöf af þessu lyfi er aðeins örlítill hluti af rúmsentimetra. Engum manni er talið hollt að gefa meira en tvo skammta á æfinni. Rússar telja, að fram- leiðslan á lyfi þessu sé auðveld og framleiði þeir nú þegar 3 milj. skammta árlega. Bogomoletz, sem fundið hefir upp lyf þetta^ var heimskunnur vísindamaður áður en þessi upp- götvun hans kom til sögunnar. Hann hafði stjórnað rannsókn- arstofnuninni í Kiev í allmörg ár áður en Þjóðverjar hernámu borgina. Rannsóknarstofnun þessi var talin ein hin full- komnasta í heimi, enda höfðu Rússar ekkert látið ógert til að fullkomna hana. Það eru meira en 18 ár síðan hann fór fyrst að fást við þetta lyf sitt, ACS, en það var fyrst reynt á mönn- um árið 1936 og ekki almennt tekið til notkunar fyrr en eftir að styrjöldin hófst. Bogomoletz er nú rúmlega sextugur að aldri. * Það eru ekki aðeins Rússar, sem hafa tekið til notkunar ný þýðingarmikil læknislyf í þess- ari styrjöld. Bandamenn hafa t. d. tekið til notkunar nýtt sára- meðal, Insulin, sem ýmsir telja nú orðið einn allra merkilegasta sigur læknavísindanna. Það er búið að vinna sér miklu meiri viðurkenningu en rússneska lyfið, sem hér hefir verið sagt frá, og notkun þess er orðin almenn á vígstöðvunum. í at- kvæðagreiðslu í Bretlandi í vetur um merkilegustu atburði ársins 1943, nefndu ýmsir það í fremstu röð, að almenn not- kun Insulins var hafin á árinu. Þá hafa Þjóðverjar nýlega skýrt (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.