Tíminn - 23.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1944, Blaðsíða 1
! RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4372. AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKF.—CTOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, flmmtiiilaginii 23. marz 1944 31. blað Erlent yfirlit: Hernám Ung- verjalands Það þykir nú fullvíst orðið, að Þjóðverjar hafi hernumið Ung- verjaland um seinustu helgi. Hinn áttræði ríkisstjóri, Horthy flotaforingi, ásamt yfirhers- höfðingja Ungverja, hafði áður verið kvaddur til fundar við Hitler, er fór þess á leit við þá, að þeir leyfðu Þjóðverjum að hernema landið, svo að það væri betur undir það búið að mæta innrás Rússa. Talið er, að Hort- hy og yfirhershöfðinginn hafi einum rómi neitað þessum til- mælum og Hitler hafi þá látið kyrsetja þá. Um líkt leyti byrj- uðu Þjóðverjar að hernema landið og var þeim hægt um vik, þar sem þeim hafa verið leyfðir herflutningar um landið og ung- verski' herinn mun hafa verið með öllu óviðbúinn. Hefir Hitler hér sem oft áður komið fórnar- dýrum sínum á óvart, en senni- lega verður það ekki oftar, því að allar líkur benda til, að Ung- verjaland verði seinasta landið, sem hann lætur hernema. Ekki hefir frétzt um, hvort Þjóðverjar hafi mætt verulegri mótspyrnu eða hvernig Ung- verjar hafa tekið hernáminu. Er fréttaskoðun mjög ströng í landinu. En telja má víst, að Ungverjar, sem eru yfirleitt mjög miklir þ-jóðernissinnar og lengstum hafa elt grátt silfur við Þjóðverja, uni þessu hlut- skipti illa. Þótt Ungverjar hafi verið eina þjóðin, er framundir þetta hef- ir hagnast á yfirgangi Þjóð- verja, bentu margar fregnir þaðan til þess, að þeir hefðu talsverðan hug á að losa sig úr sambúðinni við Þjóðverja í tæka tíð. Forustumenn þeirra hafa reynt að láta líta þannig út, að þeir væru alveg óháðir Þjóð- verjum og færu sínar eigin göt- ur, þótt þeir létu jafnhliða falla vinsamleg orð í garð Hitlers. Má vel vera, að það eigi nokkurn (Framh. á 4. síðu) Seinnsfu fréttir Vesuvíus byrjaði að gjósa fyr- ir nokkru og er þetta talið mesta gos hans í 70 ár. Tvö allstór þorp hafa þegar eyðilagzt í hraunflóði, sem runnið hefir niður norðurhlið fjallsins. Harffir bardagar eru nú háðir í Bessarabíu og milli fljótanna Bug og Dnestr. Rússar virðast alltaf vinna á. Borgirnar Vinn- itza og Mohilev eru nú alveg á valdi þeirra. Á Cassinovigstöðvunum geisa harðar orustur. Ósýnt er enn, hvernig orustunni um Cassino lýkur. Stórt svæffi meðfram suður- strönd Englands hafa verið lýst í umferðarbann. Þykja þetta merki þess, að innrásin sé skammt undan. MERKILEGUR FÉLAGSSKAPUR Frá aðalSundi Náttúru- lækningaf élags Islands Aðalfundur Náttúrulækninga- félags íslands var í Tjarnarcafé sunnudaginn 19. marz s. 1. Var þar birt ýtarl^g skýrsla um starf félagsins á liðna árinu. Fundir hafa verið 8 á árinu, auk eins útbreiðslufundar og eins skemmtifundar, til þess að minnast 5 ára afmælis félags- ins, sem var í jan. sl. Síðastliðið sumar var farið í grasaferð upp undir Skjald- breið. Yfir 50 manns tóku þátt í förinni og öfluðu mikilla grasa. Hagur félagsins stendur með miklum blóma. Félagatalan hef- ir meira en þrefaldazt á tæpu ári, og telur félagið nú um 780 félaga. Á fundinum gengu milli 20 og 30 inn í félagið, og daglega bætast við nýir félagsmenn. Félagið hefir gefið út 3 bækur, sem allar mega heita uppseldar. Ákveðið hefir verið að gefa þá síðustu , „Matur og megin“, út aftur nú þegar. Á fundinum var samþykkt skipulagsskrá fyrir Hælissjóð félagsins. Söfnunarnefnd hefir verið starfandi fyrir sjóðinn, og eru komnar í hann tæpar 50 þús. krónur. í stjórn sjóðsins og til að annast fjársöfnun voru kosin: Frú Guðrún Þ. Björns- dóttir, Pétur Jakobsson fast- eignasali, frú Fanney Ásgeirs- dóttir og frú Kristjana Carlsson, en formann skipar stjórn fé- lagsins. Félagið mun gangast fyrir því, að gerð verði efnagreining á ýmsum' innlendum nytjajurtum, villtum og ræktuðum, og er lít- ilsháttar byrjað á því. Síðastliðið sumar gat stjórn félagsins útvegað félagsmönn- um ódýrt grænmeti, og væri æskilegt að geta haldið því á- fram. Ákveðið hefir verið, að mat- stofa félagsins taki til starfa í vor. Stjórn félagsins hefir von um, að geta útvegað félagsmönnum íslenzkar, þurrkaðar drykkjurt- ir næsta sumar eða haust, til notkunar í staðinn fyrir útlent te eða kaffi. Stjórn félagsins skipa nú: Jónas Kristjánsson, forseti, og meðstjórnendur Björn L. Jóns- son, Hjörtur Hansson, Sigurjón Pétursson, allir endurkosnir, og Axel Helgason lögregluþjónn, sem var kosinn í stað frú Rakel- ar P. Þorleifsson, en hún baðst undan endurkosningu. Víðgerð á Laxfossí kosfar eina mílj. kr. Nýlega var þeim Ásgeiri Sig- urðssyni forstjóra Landssmiðj- unnar og Ólafi T. Sveinssyni skipaskoðunarstjóra falið að meta m.s. Laxfoss í því ástandi, sem skipið nú er og einnig að gera áætlun um viðgerðarkostn- ar skipsins. Þessi verki er nú lokið og er niðurstaðan þessi: Skipsflakið er metið 142 þús. kr. virði. Við- gerðarkostnaður er áætlaður kr. 997.600,00. Laxfoss var ^átryggður fyrir 240 þús. kr. Niðurstaðan á mati skipsins og áætlaður kostnaður við viðgerð þess sýna, að hér er um fullkomið strand að ræða. Verður það því vátryggingarfé- lagið, Trolle & Rothe, sem yfir- tekur skipið og hefir það þegar auglýst það til sölu. Laxfoss kostaði upphaflega rúmar 300 þús. kr. Nemur við- gerðarkostnaðurinn þannig þremur kostnaðarverðum hans og má á því marka, hve gífur- lega dýrar skipaviðgerðir eru hér. Framhaldsnám íyrír búiræð ínga getur haíizt hér í haust Athugun millíþinganefndarmnar í búnaðarmálum Til þess aff unnt verði að fullnægja fyrirætlunum um stór- fellda ræktunarstarfsemi og aukna leiffbeiningastarfsemi í þágu landbúnaffarins, er þörf fleiri sérlærðra manna en nú er kostur. Hefir þetta mál oft veriff rætt á búnaffaorþingum og víffar, og þá komið til orffa að stofna framhaldsdeild viff annan hvorn bændaskólann. Á seinasta búnaffarþingi var milliþinganefndinni í búnaffarmálum falin athugun þessa máls. Fyrir tilhlutun henn- ar var þremur mönnum, Steingrími Steinþórssyni, Halldóri Páls- syni og Pétri Gunnarssyni, faliff að gera tillögur um þessi mál og hafa þeir skilaff þeim fyrir nokkru. Þar sem hér er um að ræffa merkilegt mál fyrir landbúnað- inn, hefir Tíminn fengiff aff sjá álit þeirra þremenninganna og verffur hér sagt frá nokkrum aðalatriffum þess. Námsstaffur. Við nánari at- ' hugun kom í ljós, að erfitt er \ að bæta slíkri framhaldsdeild við ' bændaskólana. Húsakynni vantar og ýms tæki, sem dýrt yrði að afla. Kennslukrafta þyrfti líka að auka til muna. Niðurstaðan varð því sú, að framhaldsnám þetta yrði í Reykjavík og eru taldir mögu- leikar fyrir hendi að tryggja því þar húsnæði, sumpart í háskól- anum og sumpart í Atvinnudeild háskólans. Námstími. Æskilegast væri, að framhaldsnám þetta væri samfellt þriggja missera nám. Ýmsir erfiðleikar yrðu þó sam- fara svo löngum námstíma og milliþinganefndin mun ætla að miða tillögur sínar við eitt ár. Þess vegna varð það niðurstað- an að miða aðeins við eins árs nám. Með því má ná sæmilegum árangri, ef ekki eru teknar of margar námsgreinar og miðað er við að útvega menn með sæmilega menntun til þeirra starfa, þar semj) vöntunin er mest. Má þar nefna trúnaðar- menn Búnaðarfélagsins, sem taka út jarðabætur samkv. jarðræktarlögunum og gefa leið- beiningar á því sviði. Ennfrem- ur starfsmenn fyrir ýms búfjár- ræktarfélög. Samkvæmt þessu er námstími því áætlaður eitt ár, frá 1. okt. til jafnlengdar, án sumarleyfis. Fjöldi nemenda og inntöku- skilyrffi. Nemendur ættu að vera um 20, enda leyfir .húsrúm ekki meira. Inntökuskilyröi sé bund- ið við það, að nemandi hafi lok- ið burtfararprófi frá bænda- skólunum með góðri 1. einkunn. Auk þess sé krafizt góðrar kunn- áttu í einhverju Norðurlanda- máli eða ensku. Stjórn . og kennslutilhögun. Framhaldsnámið í búfræði kem- ur vitanlega því aðeins til greina, að ríkissjóður kosti framkvæmdina. Yfirstjórnin yrði því að sjálfsögðu í höndum ríkisstjórnarinnar. Eðlilegt virt- ist að hafa þriggja manna skóla- ráð, einn frá Búnaðarfélaginu, annan frá atvinnudeildinni og formanninn stjórnskipaðan. Starfsmenn Búnaðarfélagsins og atvinnudeildarinnar ættu að geta annazt kennsluna að mestu. Þó þyrfti að ráða sér- stakan skólastjóra og þyrfti vel að vanda val hans. Kennslan. Bóklegt nám yrði frá 1. okt. til maíloka, þó með allmiklum verklegum æfingum, en verklegt nám frá 1. júní til septemberloka. Verklega námið færi fram á hinum heppileg- ustu stöðum utan Reykjavíkur og væri bezt að haga því þannig, að sumir nemendur kynntu sér vissar hliðar á búnaðarháttum og aðrir nemendur aftur aðrar hliðar. Bóklega námið ætti að fjalla um grasafræði, efnafræði, eðlisfræði, búfjárfræði, jarð- ræktarfræði, stærðfræði, land- mælingar, teikningar, búnaðar- hagfræði, búreikninga, mjólk- urfræði og gerlafræð’i. Verklega námið fjallaði um land- og hallamælingar, jarðrækt og bú- fjárrækt og kynningu á bú- skaparháttum og vinnuaðferð- um á tilraunastöðvum og ný- tízku búum. Árlegur kostnaður ríkisins við þetta framhaldsnám, er á- ætlaður 60 þús. kr. Er þar vissu- lega ekki um stóra fjárhæð að ræða, en þörf aukinnar sér- menntunar búfræðinga mjög brýn. Því meira, sem landbún- aðurinn byggist á ræktun, véla- notkun og vísindalegri búfjár- rækt, þvi meiri verður þörfin fyrir leiðbeiningastarfsemi sér- lærðra manna, jafnfi-amt því, sem slíka menn vantar til að veita forstöðu meiriháttar bún- aðarframkvæmdum, t. d. skipu- legri ræktun í heilum svéitum og byggðalögum. Það verður því að teljast sjálfsagt, að þetta framhaldsnám fyrir búfræðinga verði hafið hið allra fyrsta. Virðist ekkert því til fyrirstöðu að það geti byrjað á komanda hausti. Hæstaréttardómur í lögr egluþ j óna málí nu Brottvikmngin var réttmæt Fyrir allnokkru síðan vék lög- reglustjórinn í Reykjavík nokkr- um lögregluþjónum úr starfi og vakti það mál þá talsverða at- hygli. Einn lögregluþjónanna, Páll Guðjónsson, höfðaði skaða- bótamál í tilefni af brottvikn- ingunni og vann hann málið fyrir undirrétti. Mál þetta fór síðan til hæstaréttar og féll dómur hans nú í vikunni. Hæsti- réttur leit svo á, að brottvikn- ingin hefði verið réttmæt og sýknaði því bæjarsjóð og ríkis- sjóð af kröfu Páls. Segir svo í forsendum hæsta- réttar: „Gagnáfrýjandi (þ. e. P. G.) synjaði þess eitt sinn sumarið 1941 að rækja varðstarf, er yfir- boðari hans fól honum, og hefir gagnáfrýjandi ekki réttlætt þá synjun. Þá verður og að telja, að gagnáfrýjandi, sem áður var sæmileg skytta, hafi á þremur skotæfingum lögreglumanna sumarið og haustið 1941 haft undanbrögð í frammi, enda hef ir hann lýst því, að honum væri þessar æfingar ógeðfelldar. Svo hefir hann neitað að undirrita yfirlýsingu um ábyrgð á áhöld- um þeim, er honum voru afhent, og meðferð þeirra. Loks hefir hann og haft forgöngu um að semja og koma öðrum lögreglu- mönnum til að undirrita með sér yfirlýsingu, sem var að orða- lagi ekki viðurkvæmileg i garð lögreglustjóra. Öll þessi atriði samans þykja bera þess vott, að gagnáfrýjandi hafi ekki verið fallinn til lögreglumannsstarfa: Verða honum því ekki dæmd- ar bætur vegna vikningar hans úr starfanum. Eftir atvikum þylcir máls- kostnaður fyrir báðum dómum eiga að íalla niður“. Hermann Jónasson flutti mál ið fyrir fyrir aðaláfrýjendur, en það voru lögreglustjóri, borgar stjóri og fjármálaráðherra. Franskir flugfmenn á Korsíku Franskar liersveitir áttu einna drýgstan þáttinn í því að hrekja Þjóðverja frá Korsíku. Fjölmennur franskur her er nú kominn til eyjarinnar og fransk- ir flugmenn halda uppi flugárásum þaðan. Sjást nokkrir þeirra á myndinni. Fræðímannastyrkj- um úthlutað Menntamálaráð hefir nýlega úthlutað fræðimannastyrk þeim, sem veittur er samkvæmt 15 grein fjárlaga 1944, alls að upp- hæð 30 þús. kr. 1800 kr.: Skúli Þórðarson, mag. art., Steingrímur Þor- steinsson, mag. art., Þorkell Jó- hannesson, doktor. 1200 kr.: Árni Pálsson, fyrrv. prófessor, Guðmundur Finn- bogason, doktor, Guðni Jónsson, mag. art., Jóhann Sveinsson, mag. art., Kristján Albertsson, rithöf., Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur,)Þorleifur|Bjarna son, rithöf., Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, rithöf. 900 kr.: Ásgeir Hjartarson, sagnfræðingur, Arnór Sigur jónsson, fyrrv. skólastj., Björn Guðfinnsson, lektor, Björn Sig- fússon, mag. art., Björn Þórólfs- son, doktor, Finnur Sigmunds- (Framli. á 4. síðu) Á víðavangi MIÐFLOKKSAÐSTAÐA FRAMSÓKNARMANNA. Blaðið Dagur á Akureyri ræð- ir nýlega í aðalritstjórnargrein um afstööu Framsóknarflokks- ins til annarra flokka. Eftir að stefna Framsóknarflokksins hefir verið skýrð og rakin, segir svo í greininni: „Þess hefir nokkuð orðið vart, að ýmsir Framsóknarmenn eru að velta fyrir sér þeirri spurn- ingu, hvort Framsóknarflokkur- inn á Alþingi eigi að leita eftir samvinnu til „hægri“ eða „vinstri". Um þetta atriði virð- ast vera töluvert skiptar skoð- anir. í raun og veru er spurn- ingin óþörf, þegar menn hafa gert sér grein fyrir miðflokks- aðstöðu Framsóknarflokksins. Samstarf flokksins við aðra flokka hlýtur að fara eftir mál- efnaaðstöðu í það og það skipt- ið. Við athugun hlýtur mönnum að verða ljóst, að ekki er hægt að segja við miöflokk: í fram- tíðinni skalt þú skilyrðislaust hafa samstarf til „hægri“, eða þá öfugt. Slíkt boð eða bann til handa Framsóknarflokknum væri sama sem að ætla að svifta hann miðflokksaðstöðu sinni, láta hann hætta að vera mið- flokk, en tjóðra hann í þess stað við ákveðinn flokk eða flokka.“ SAMVINNA TIL HÆGRI. Þá minnist „Dagur“ á sam- vinnu til hægri. Farast honum svo orð: „Það er stundum vitnað til samstarfs Framsóknarflokksins við Sjálfstæðismenn nú fyrir skömmu, þegar þeir bundust samtökum um að hrinda árás- um kommúnista á bændur og samvinnufélögin, og þetta sam- starf talið vitni þess, að þessir tveir flokkar eigi að stofna til frekara samstarfs á nýjan leik. Hér við er þó að athuga, að það var ekki Sjálfstæðisfl., sem hér var að verki, heldur menn úr Sjálfstæffisflokknum. Þeir unnu því þetta þarfaverk ekki í nafni eða umboði flokks síns, enda talið að sumir þeirra hafi verið að hugsa um kjörfylgi sitt í sveitunum. Hér við bætist og að vitanlegt er, að svörnustu óvin- ir samvinnustefnunnar (letur- breyting Dags), eru einmitt í Sjálfstæðisflokknum og hafa að þessu ráðið þar mestu. Það væri því ekki tómt fagnaðarefni fyrir Framsóknarmenn að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn, þó að sjálfsagt sé að taka fegins hendi fáanlegan stuðning manna úr þeim flokki til að koma í framkvæmd góðum mál- um og hindra framgang skað- legra mála.“ * SAMVINNA TIL VINSTRI. Um samvinnu til vinstri far- ast Degi þannig orð: „Kommúnistar eru sannarlega ekki líklegir til happasæls sam- starfs. Þó er ekki hægt að full- yrða um það fyrirfram í eitt skipti fyrir öll, að aldrei sé hægt að nota þá til neinna góðra hluta. Formanni Framsóknarfl. verður varla brugðið um heita ást á kommúnistum. Þó datt honum eitt sinn í hug, að ef til vildi mætti í einstökum tilfell- um nota þá sem „eiturlyf" og gerði tilraun í þá átt. Kommún- istar stóðust að vísu ekki þetta próf Jónasar Jónssonar, þeir féllu á því eins og þeir féllu á hliðstæðu prófi, er allur Fram- sóknarflokkurinn á þingi lét þá ganga undir veturinn 1942—’43, til þess að knýja fram játningu þeirra um það, hvort þeir væru umbótaflokkur eða ekki. En þrátt fyrir þetta allt á ekki að banna Framsóknarflokknum að leita samstarfs til „vinstri", ef svo ber undir, svo fremi sem hann á að vera miðflokkur áfram, og það verður hann að (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.