Tíminn - 23.03.1944, Blaðsíða 4
128
TÍI»IINi\, fimmtudaginn 23. niarz 1944
31. Jilao
Biskupinn.
Alltaf öðru hverju eru að koma frétt-
ir af biskupnum vestan hafs og hinum
ágætu viðtökum, sem mæta honum þar
hvarvetna. Nú síðast er sagt frá fyrsta
deginum, sem biskup dvaldi í Kali-
forníu. Tók borgarstjórn San Pranc-
iscoborgar á móti honum með við-
höfn, en um kvöldið sat biskup veizlu
með íslendingum. Voru þar m. a. sam-
ankomnir 23 íslenzkir námsmenn og
Sturla Einarsson, sem er ráðunautur
íslenzkra námsmanna við háskólann
þarna í borg. Sturla, sem er bróður-
sonur Indriða Einarssonar, er pró-
fessor í stjörnufræði við háskólann
í Kaliforníu og er fyrir löngu síðan
kunnur menntamaður vestra.
Mjólk og mjólkurvörur. •
Nú er Hellisheiði sæmilega góð yfir-
ferðar og mjólk kemur líka frá Akra-
nesi og Borgarnesi. Er því nóg mjólk
í bænum daglega. Meðan erfiðleikam-
ir voru mestir að koma mjólkinni,
seldust til jafnaðar í bænum um 22 %
þús. lítrar á dag í jan. en 24 þús. lítr-
ar í febr. Nú í marz seljast a. m. k.
26. þús. lítrar á dag. Skyr seldist í
jan. — febr. um 1100 kg. á dag, en á
þessum mánuði nokkru meira. Rjómi
seldist allur sem til féllst. Smjör kom
örlítið á markaðinn um daginn, með-
an ekki var hægt að flytja eins mikla
mjólk og þurfti, en venjulega er mikil
smjörekla, því það sem skilið er af
mjólk í mjólkurbúunum, nægir ekki
til að fullnægja rjómaþörfinni. Ostar
voru líka algerlega þrotnir á mark-
aðnum, en eru_nú að byrja að koma
aftur. Mjólkurverðið er nú kr. 1,45 lít-
ir. rjómi kr. 9,20 lítir og skyr kr.
2,48 kg.
Vísitölur.
Vísitala framfærslukostnaðar í þess-
um mánuði hefir nú verið reiknuð
og reyndist vera 265 stig, eða tveim
stigum hærri en í febrúar. Húsaleigu-
vísitalan hefir einnig verið reiknuð
fyrir tímabilið 1. apríl til 1. júní og
verður hún 136 stig eða einu stigi
hærri en núgildandi vísitala. Hækk-
anirnar stafa aðallega af hækkuðu
kaupgjaldi.
Skíðamótið.
Skíðamót Reykjavíkur, sem áður
hefir veriö getið hér í bæjarfrétt-
unum, hélt áfram um síðustu helgi.
Björn Blöndal (K. R.) varð fystur í
göngunni, en Sveinn Sveinsson (í. R.)
í stökkinu. í bruni var ekki hægt að
keppa vegna óveðurs.
Skíðastökk.
Norðmannafélagið gengst fyrir að
Norðmenn sýna stökklistir sínar að
Kolviðarhóli kl. 12 á hádegi n. k.
mánudag. íslenzkum og norskum skíða-
mönnum er boðin þátttaka og eiga
þeir að gefa sig fram við Jón Kaldal
sem fyrst.
Strandmenn.
38 menn af hinum þrem skipum,
sem strönduðu á Fossfjöru á Síðu eru
nýkomriir til bæjarins, en þrír liggja
austur frá ennþá, vegna kals og
meiðsla. Verið er að reyna að ná hin-
um strönduðu skipum út og eru nokkr-
ar vonir um að það takist.
Tryggingar.
Borgarstjóri hefir nú undirskrifað
samningana um brunatryggingarnar
milli Reykjavíkurbæjar og Almennar
trvggingar h. f. Taka Almennar trygg-
ingar h. f. við tryggingunum 1. næsta
mánaðar.
Lokunartími.
Samkvæmt samkomulagi kaup-
manna og Verzlunarmunnafélags
Reykjavíkur, er ráðgert að loka sölu-
búðum í sumar kl. 7 á föstudögum
i stað kl. 8 undanfarin sumur og á
laugardögum kl. 12 á hádegi í stað
kl. 1 áður'.
Leigugarðar.
Bæjarverkfræjfingur aðvarar þá, sem
ætla að nota garða sína í sumar, en
hafa ekki enn borgað leiguna af þeim,
að koma sem fyrst á skrifstofu sína
og borga garðleiguna.
Ný bók.
„Vörðubrot" eftir Jónas Guðmunds-
son er nýkomin út. Eru það spádóm-
ar, sem stýðjast við „Pýramídann
mikla". Sagt er um bókina m. a.:
„Heimsstyrjöldin var sögð fyrir, krepp-
an mikla, yfirstandandi heimsstyrjöld
og loks hafa fjölmargir atburðir þeirr-
ar styrjaldar verið sagðir fyrir með
svo mikilli nákvæmni, að ekki hefir
skeikað um dag." — „Sagðir eru fyr-
ir örlagaríkir atburðir, er gerast munu
á þessu ári — sagðir fyrir upp á dag."
Það er Guðjón Ó. Guðjónsson, sem
gefur bessa bók út og er hún 320 bls.
og kostar 25 krónur.
Heimili og skóli,
1. hefti 3. árg. hefir borist Tímanum.
Efnið er: Áhrif kristindómsins á mót-
un skapgerðar, eftir Jón Þ. Björnsson,
Helgi Elíasson, eftir Snorra Sigfússon,
Syndir feðranna, eftir Hannes J.
Magnússon, Skriftarnám, eftir Marinó
S. Stefánsson, Unglingaregla I O. G.
T„ eftir Hannes J. Magnússon o. fl.
Óþefur.
Lögreglustjóri hefir nýlega birt að-
vörun við að bera áburð, sem leggur
megnan óþef af á tún og i garða, sem
li-"*.ja að almannafæri. Einu sinni var
kveðið í tilefni af svona áburði: „Út
við grænan Austurvöll sem angar lengi
á vorin." Þetta vaf kveðið af því að
þefmikill foraráburður var í þá daga
borinn á Austurvöll. — En hvað ætli
bæjaryfirvöldin, sem nú eru, líði lengi
allan óþefinn, sem leggur yfir Vest-
urbæinn, þegar vindur blæs frá
Eiðsgrandanum ?
Á víðavangi
(Framh. af 1. slðu)
vera. Sem slíkur verður hann að
hafa frjálsræði til beggja handa,
þó að sjálfsögðu verði að leggja
honum þá skyldu á herðar að
nota það frjálsræði þjóðinni til
farsældar."
Undir þessi ummæli Dags mun
vafalaust allir Framsóknarmenn
taka. Eins og þar kemur rétti-
lega fram eru báðir aðalflokk-
arnir, sem eru sitt til hvorrar
handar við Framsóknarmenn,
ekki samstarfshæfir fyrir um-
bótasinnaðan miðflokk, eins og
sakir standa. Hvor þeirra batn-
ar fyrr, getur enginn sagt um
fyrir fram. En meðan þetta
ástand varir verður að nota þá
eða hluta af þeim sem „eitur-
lyf" gegn skaðræðisverkum eða
til að koma fram vissum um-
bótamálum, ef unnt er. Þannig
voru Jón á Reynistað, Pétur
Ottesen og Ingólfur ' á Hellu
notaðir á síðasta þingi til
að hrinda ofsókn kommúnista
gegn bændum, eins og Dagur
bendir réttilega á. Á sama hátt
voru kommúnistar notaðir á
þingi í vetur til að fá aukna
fjárveitingu til Krýsuvíkurveg-
arins, þegar meirihluti Sjálf-
stæðisþingmanna og Morgun-
blaðið snerust gegn því máli.
1/ ö gtak
Samkvæmt kröfu útvarpsstjórans í
Beykjavík og að undaiigeiignum úr«
skurði, verða lögtök látin fara fram
fyrir ógreiddum afnotagjöldum af út-
varpi fyrir árið 1943, að 8 dögum liðn-
um frá Mrtingu þcssarar auglýsingar.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 22. marz 1944.
Kr. Kristjánsson
settur.
Pallíettur
Rauðar, grænar, bláar, hvít-
ar, svartar ,silfraðar, kopraðar
og gylltar.
H. Toft
.Skólavörðustíg. 5. Sími 1035.
Hugleíðíngar mmar
og nágrannanna
(Framh. af 2.. siðu)
því frumstæða stigi, sem hún
hefir viða staðið á, svo að land-
búnaðurinn geti staðið, jafnt að
vígi og aðrir atvinnuvegir
landsmanna um alla tækni. Þá
finnst mönnum ekki síður
nauðsynlegt að auka skipakost-
inn, jafnvel okkur sveitakörl-
unum, sem aldrei sjáum ef til
vill út á sjóinn, finnst þess full
þörf, þegar við lítum á þá hluti
frá þjóðhagslegu sjónarmiði, og
það er nú það sjónarmið, sem
við segjum að allir eigi að hafa.
Það er svo.sem margt ógert. Þótt
hér sé drepið á fá atriði, þá er
það fæst af því sem gera þarf.
Þó sumum finnist kannske að
fjármálahugsun okkar bænd-
anna sumrá sé heldur smá, þá
dylst okkur samt ekki, að allar
umbætur útheimta fjármagn, og
því meira fé, því stærri sem þær
eru. Því segjum við: Ekki dugir
fyrir þegnana að kveinka sér,
þótt seilzt sé í vasa þeirra eftir
Sendiherra hjá
norsku stjórninní
Samkvæmt frétt til norska
blaðafulltrúans hér, hefir Stef-
án Þorvarðarson sendiherra ís-
lands í London, gengið á fund
Hákonar Noregskonungs, en
sendiherra er, eins og kunnugt
er, einnig sendiherra íslands
hjá norsku stjórninni. - •
Fræðimannastyrkir
(Framh. af 1. síðu)
son, bókavörður, Geir Jónasson,
magister, Guðbrandur Jónsson,
prófessor, Indriði Indriðason,
rithöf., Lárus Blöndal, bóka-
vörður, Lúðvík Kristjánsson,
fræðimaður, Þorvaldur Þórar-
insson, lögfræðingur.
600 kr.: Einar Guðmundsson,
þjóðsa-gnaritari, Jóhann Hjalta-
son, rithöf., Jón Thorarensen,
prestur, Kristleifur Þorsteins-
son, fræðimaður, Pétur Jónsson,
fræðimaður, Stefán Jónsson,
fræðimaður, Þorsteinn Bjarna-
son, fræðimaður.
Þá hefir menntamálaráð
einnig úthlutað námsstyrkjum
og verður síðar skýrt frá þeim
úthlutunum.
Veitingastofur.
Ráðgert er að loka eitthvað af veit-
ingastofum, sem ekki hafa veitinga-
leyfi í lagi eða hafa ófullkominn húsa-
kost og útbúnað. Er minni þörf lyrir
veitingastofur síðan fækkaði nokkuð
í bænum. En þó er skortur enn á veit-
ingastöðum, sem séu heimilislegir og
vistlegir fyrir þá að dvelja á, sem eng-
in eiga hé"imili. Menn þurfa að geta
átt^kost á stöðum svipuðum og t. d.
Gimli, þar sem menn geta telft, spil-
að og rabbað saman, rétt eins og það
væri þeirra eigið heimili. En þessa
þraut geta menn bezt leyst með mætti
samvinnunnar.
tekjum í ríkissjóðinn, ef þeir sjá
að því fé er varið fyrir fólkið
og framtíðina. Hinu kunna þeir
verr, að sjá miljónirnar hverfa
án þess að skila þeim neinu.
Skipulag
framleiðslunnar.
Það hefir verið um það ritað
ög rætt, að það þyrfti að skipu-
leggja landbúnaðarframleiðsl-
una. Við spjöllum oft um þetta
grannarnir, og erum þeirrar
skoðunar, að þess sé full þörf.
Það er nú kannske af því, að
við erum svo smáir í fram-
leiðslunni, að við búumst ekki
við að tapa neinu við það. Líka
getur það verið af því, að skipu-
lagsleysið hefir gert okkur mik-
ið tjón, eins og t. d. 1939—1940,
þegar við urðum að henda hluta
af sölukartöflum okkar fyrir
það, að of lítið var hugsað um
að gera okkur verðmæti úr
þeim. Ég veit reyndar ekki,
hvort það var skipulagsleysi
eða eitthvað annað, sem var
þess vaídandi, að K. A. S. K. varð
að liggja uppundir ár með mik-
inn hluta af kjötinu óseldu í ó-
nýtum umbúðum, sem hafði
þær afleiðingar, að kjötið
skemmdist. Vafalaust eiga þess-
ar skemmdir svo þátt í þvi, að
við fáum ekki fullar 4 kr. fyrir
kjöt-kg. til jafnaðar á dilkakjöt
fyrir ársframleiðslu 1942. Það
er eitthvað lægra en vísitölú-
nefndin gerði tillögur um, að
við bændurnir fengjum. Var þar
ekki talað um kr. 6,82? Við segj-
um, grannarnir, að það sé til
lítils að vera að lofa okkur
bændunum miklu, þegar efndir
geta ekki orðið. Ef svo væri, að
þetta verð væri fyrir neðan það,
sem aðrir kjötframleiðendur fá
fyrir framleiðslu 1942, þá er ég
hræddur um að'hljóð komi úr
horni um það ranglæti, sem þeir
eru beittir, er verða að liggja
með kjötið fyrir það, að aðrir
ganga fyrir markaðinum. En um
það væri ekkert að^ segja, ef
kjótið allt væri verðjafnað og
það hefir kannske verið gert. Ég
er því enn ekki nógu kunnugur.
Við grannarnir teljum, að
skipulagning framleiðslunnar
mundi skapa meira öryggi um
alla framleiðslu og sölu en nú er.
Það er þetta öryggi, sem ekki
má undir höfuð leggjast. Á því
byggist framtíð landbúnaðarins,
en ekki því, að hver framleiði
í kapp við annan, án markaðs-
vona og við óheppilega stað-
hætti eins og oft vill verða.
Mig minnir, að Búnaðarþing í
fyrra teldi æskilegt, að bænd-
urnir sjálfir efndu til samtaka
um þetta. Það teldi ég líka, ef
þess væri kostur. En eftir
hverju er þá fyrir okkur að bíða
að bera okkar ráð saman? Mér
sýnist að hvert ár, sem líður,
leiði það betur í ljós, að þetta
skipulag er okkur nauðsynlegt.
Þeir tímar, sem í hönd fara, geta
þó kannske ýtt enn meir á það
en okkur grunar.
Stofnum nú til allsherjar fé-
lagsskapar, bændurnir, og lát-
um þetta mál, skipulagning
landbúnaðarframleiðslunnar,
Erlent yfirlit.
(Framh. af 1. síðu)
þátt í hernáminu, að Þjóðverj-
ar hafi verið farnir að van-
treysta Ungverjum. Nokkuð er
og það, að Ungverjar hafa í
seinni tíð ekki sent neitt her-
lið til austurvígstöðvanna, eins
og þeir gerðu um skeið.
Fyrir tilstyrk Þjóðverja hafa
Ungverjar á undanförnum ár-
um endurheimt allmikið af því
landi, sem þeir urðu að láta af
hendi við Rúmena, Jugoslava og
Tékka eftir seinustu heimsstyrj-
öld. Landið var 36 þús. fermílur
eftir styrjöldina, en er nú talið
62 þús. fermílur. Land það, sem
Ungverjar hafa endurheimt, er
byggt af mörgum þjóðflokkum
og eru ungverskt fólk ekki
nærri því alls staðar i meira
hluta. Ungverjar hafa þó hvergi
nærri fengið aftur allt það land,
sem þeir héldu fyrir fyrir heims-
styrjöldina, því að þá var flat-
armál landsins talið 109 þús.
fermílur. Ungverjar voru áður
mjög illa þokkaðir af *þjóðar-
brotum þeim, er þeir réðu yfir.
Ungverjar eru náskyldir Finn-
um að uppruna. Framan af öld-
um lifðu þeir sem hirðingjaþjóð
á sléttunummilli Don og Donár.
Um 900 settust þeir að í núver-
andi rieimkynnum sínum og má
segja, að sambúö þeirra og Þjóð-
verja hafi verið oftast hin örð-
ugasta frá þeim tíma. Á tíma-
bilinu 1000—1500 var Ungverja-
land sjálfstætt konungsríki og
átti oft frækna konunga. Um
1520 lentu Ungverjaland og
Austurríki undir sama konung,
vegna mægða. Austurríkismenn
kúguðu Ungverja smátt og
smátt undir sig og var sambúð
þeirra hin versta. Á 19. öld háðu
Ungverjar harða sjálfstæðis-
baráttu og fengu sjálfstjórn á
síðari hluta aldarinnar. Eftir
heimsstyrjöldina skyldu þeir við
Austurríki og var mesta óöld í
landinu um skeið. Um tíma var
þar kommúnistastjórn- undir
forustu<hins illræmda Bela Kun.
Rúmenskur her gerði þá inn-
rás í landið og sat um skeið í
Budapest. Að lokum tókst hægri
mönnum að brjótast til valda
undir forustu ungverska flota-
foringjans Horthys og hefir
hann verið ríkisstjóri síðan eða
í rúm 25 ár. Að nafninu til er
Horthy kallaður staðgengill kon-
ungs, því að Ungverjaland er
talið konungsdæmi, þótt engan
konung hafi það haft á þessum
tíma. Á sama hátt hefir Horthy
haldið fast við flotaforingja-
nafnið, þótt Ungverjaland hafi
hvorki haft flota eða aðgang að
sjó síðan fyrra heimsstríðinu
lauk.
Ungverjaland er fyrst og
fremst landbúnaðarland. Jarð-
eignirnar eru í höndum aðals-'
manna og stórbænda, er búið
hafa þannig um hnútana, að
hin raunverulega bændastétt
er fáfróður og kúgaður öreiga-
lýður. Það er við . aðalinn og
stórbændurna, sem Horthy og
ríkisstjórnir hans hafa einkum
stuðst, svo og iðjuhölda í borg-
unum. Löngum hefir verið ótt-
ast að hinir kúguðu smábændur
og menntunarlausi verkalýður
bæjanna gætu orðið hættulegur
efniviður í byltingu í Ungverja-
landi, ef losna tæki um völd
Horthys.
verða fyrsta mál þess félags-
skapar. Þá mun hans lengi
minnst í þessu landi.
Skrifað á þorraþrælinn 1944.
-—GAMLA BÍÓ-
ICynslóðir koma —
kynslóðir fara
(Forever And a Day)
Amerísk stórmynd, leikin
af 78 frægum leikurum.
Sýnd kl. 7 og 9.
DULCY
Gamanmynd með
ANN SOTHERN
JAN HUNTER
ROLAND YOUNG
Sýnd kl. 5.
? NÝJA BÍÓ.
Eiginkonur
liljómiistarmanna
(Orchestra Wives).
Skemmtileg „músikmynd".
Aðalhlutverk:
LYNN BARI.
ANN RUTHERFORD.
CAROL LANDIS.
VIRGINIA GILMORE.
CESAR ROMERO.
GLENN MILLER og hljóm-
sveit hans.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Skíðaleistar
^jéleisíar
í heíidsöiu
Samband ísh sam vinnttl éiaga
Sími 1080.
Ráðsmaður óskast
Ráðsmannsstaðan á biiinu Lundi í IiUndar-
reykjadal, er laus frá 10. maí n. k.
Tilboo sendist fyrir 5. apríl n. k.
Unplýsingar gefur
Herluf Clausen
Vi.Mni.-l 63, kl. 13-1 daglega.
Höium íyrírííggjandí allar teg.
ai blóma- og matjurtafræi
Utan Reykjavíkur fæst fræ frá okkur í eftirtöldum verzlunum:
Yerzlun Þuríðar Sæmnndsen, Blönduósi
Yerzlun Eysteins Bjarnasonar, Sauðárkróki
Verzlun Ingimundar Jónssonar, Keflavík
Verzlun Margrétar Johnsen, Vestmannaeyjjum
Blóin & Ávextir
Sími 2717.
Ten-Test (tré-tex)
þilplötur
Eigum von á TEN-TEX ÞILPLÖTUM á næstunni.
Þeir, sem hafa gert pantanir hjá okkur, tali við
okkur sem fyrst.
Sænsk-íslenzka verzlunariélagíð
Rauðará. — Sími 3150.
Vönduð
^mokingföt
einhneppt, ýmsiar stærðir.
Klæðagerðtn ULTIMA
Skólavörðustíg 19.
(Ath. Símanúmerið er 3321, en ekki það, sem stendur í skránni).