Tíminn - 28.03.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 28.03.1944, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4372 AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKr.I—~'_ DFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. 28. árg'. Reykjavík, þriðjudagiun 28. marz 1944 33. blað Erleut yfirlit; Sambúð Jap- ana og Þjóð- ~ verja ÞaS vakti talsverða athygli, þegar skýrt var frá því fyrir nokkrum mánuðum síðan, að Subhas Chandra Bose væri kominn til Japans og hefði myndað þar indverska lepp- stjórn. Tiltölulega skömmu áð- ur hafði Bose ávarpað Indverja í útvarp frá Berlín, en þangað strauk hann úr fangelsi, er Bretar höfðu hneppt hann í. Þar sem allar samgönguleiðir milli Japans og Þýzkalands virtust lokaðar, kom það mörgum ein- kennilega fyrir sjónir, að Bose skyldi skömmu síðar skjóta upp í Japan. Fyrir þá, sem bezt þekktu til, kom þetta þó ekki á óvart. Þrátt fyrir hina öflugu sjó- og fluggæzlu Bandamanna hafa alltaf haldizt nokkrar siglingar milli Japans og Þýzkalands. Árið 1942 er talið, að fluttar hafi verið 300.000 smál. af ýmis- konar varningi frá Japan til Þýzkalands og álíka mikið vöru- magn frá Þýzkalandi til Japans. Á síðastl. ári mun þetta hafa orðið nokkru minna, enda sleppa ætíð færri víkingaskip möndul- veldanna gegnum gæzlu Banda- manna. Talið er að 75% þeirra þýzkra skipa, er nú reyna að brjótast ,í gegn“, séu hertekin eða sökkt. Öllu betur hefir kaf- bátunum, sem notaðir eru til þessara flutninga, gengið, þótt margir þeirra hafi lent í hönd- um Bandamanna. Þjóðverjar hafa smíðað sérstaka kafbáta í þessu skyni, sem eru um 3500 smál. að stærð. Ýmsir mikilvægir hernaðar- hlutir, sem ekki eru þungavarn- ingur, hafa verið fluttir loftleið- is milli Japans og Þýzkalands. Þykir það fullvíst, að möndul- veldin hafi haft afnot af lq^ni- legum flugvöllum á afskekktum stöðvum í Afríku, S.uður-Ame- ríku og á Kyrrahafseyjum. Vörur þær, sem Þjóðverjar hafa fengið frá Japönum, eru aðallega ýms mikilvæg hráefni til hergagnaframleiðslu (tin, gúm o. fl.), en Japanir hafa fengið ýmsar vélar frá Þýzka- landi. Þá hefir verið skipzt á sér- fræðingum, einkum hafa Jap- anir sótzt eftir þýzkum sérfræð- ingum og hafa fengið allmarga. Þannig var það nýlega upplýst, að þeir hefðu óskað eftir þýzk- um sérfræðingum til að skipu- leggja iðnað herteknu landanna. Frá Japan hafa og nýlega komið til Þýzkalands stjórnmálalegir erindrekar. Sennilegt þykir, að kafbátar annizt aðallega mann- flutninga þessa, t. d. hafi Bose ferðazt með kafbát. í þýzkum og japönskum blöð- um er mjög látið af því, að sam- búð möndulveldanna sé hin bezta. Þessu til sönnunar er m. a. bent á, að nýlega kom fram sú tillaga í japanska þiinginu, að Hitler og Tojo kæmu saman á ráðstefnu við fyrstu hentugleika til að ræða um skipun heims- málanna eftir stríðið. Mun slík ráðstefna huguð sem eins- konar samkeppni við Teheran- ráðstefnu Bandamanna. Þrátt fyrir þessa yfirborðskærleika, þykir þó margt benda til, að vin- áttan sé heldur tekin að kólna. Þjóðverjar eru taldir ásaka Japana fyrir að ráðast ekki á Rússa og Japanir ásaka Þjóð- verja aftur á móti fyrir undan- haldið í Rússlandi. Víst er og það, að þýzk fyrirtæki njóta litlu eða engu meiri hlunninda í hinu nýja nýlenduveldi Jap- ana en önnur fyrirtæki Evrópu- manna. Frá málverkasýn- íngn Jóns Þorleifs- sonar í Lístamanna skálanum Bændur eiga að skipuleggja fram- leiðsluna með friálsri samvinnu Mynd þessi er af málverki því, á sýningu Jóns Þorleifssonar, listmál- ara, er menntamálaráð festi kaup á. Það heitir „Kvöld við Breiðafförð." — Málverkasýningu Jóns lýkur á fimmtudagskvöldið. „Pétur Gautur“ í fyrsta sinn á leiksviði í Reykjavík Föstudaginn 31. þ. m. hefja Leikfélag Reykjavíkur og Tón- listafélag íslands i sameiningu sýningar á leikritinu Pétur Gautur eftir Hinrik Ibsen í þýðingu Einars Benediktssonar. Frú Gerd Grieg er leikstjóri. Þetta er ein umfangsmesta leiksýning, sem tekin hefir verið til meðferðar hér á landi og í fyrsta sinni, sem Pétur Gautur er sýndur hér heill. Að sýningu leiksins vinna alls um 90 manns.. Átján manna hljóm- sveit undir stjórn dr. Urbans- hitsch annast hljómleika og hlutverk leiksins eru rúmlega fimmtíu. Með aðalhlutverk leiksins fara Lárus Pálsson (Pétur Gautur), Gunnþórunn Halldórsdóttir (Ása), Brynjólf- ur Jóhannesson (Dofrinn), Alda Möller (Grænklædda konan) og Edda Bjarnadóttir (Sólveig). Auk þessara aðalhlutverka hafa svo að segja allir leikarar Leik- félagsins hlutverk á hendi. Leikurinn skiptist í ellefu sýningar. Búnað leiktjalda hef- ir Lárus Ingólfsson annazt. Lögin í leiknum eru öll svo sem kunnugt er. eftir norska tónskáldið Edvard Grieg. Seínustu erl fréttír Churchill flutti útvarpsræðu á sunnudagskvöldið, Hann sagði m. a., að gerðar myndu margar blekkingaárásir á meginlandið áður en aðalinnrásin yrði gerð, og að ameríski flugherinn væri nú orðinn stærri en brezki flug- herinn þar. Þá sagðist hann myndi leggja fram síðar fjögra ára áætlun um viðreisnina eftir stríðið og lýsti m. a. hin- um stórfelldu áætlunum stjórn- arinnar um íbúðarbyggingar. Rússar tilkynntu á sunnu- daginn, að þeir væru komnir vestur að Pruthfljóti á 80 km. svæði. Þá hafa Rússar tekið borgirnar Proskurov, Voznesensk og Balti, og umkringt Tarnopol, Podolsk og Nikolow. Berlín varð fyrir árás 1000 brezkra flugvéla aðfaranótt laugardagsins síðastl. Tjónið varð gífurlegt. Bretar segjast hafa misst 73 flugvélar og er það mesta flugvélatjón þeirra í einni árás á Berlín. Byrjað var að vinna að undir- búningi leiksins strax í haust og hófust fyrstu æfingar i nóvem- ber. En frá byrjun febrúar hefir verið æft nær því á hverj- um degi og hafa leikendur, hljómsveitarmenn og leik- stjóri lagt á sig þrotlaust starf til þess að sem bezt mætti tak- ast. Eins og gefur að skilja hefir orðið mjög kostnaðarp^mt að koma leiknum á svið eða varla innan við 30—40 þús. kr. Þá hafa átta Norðmenn æft og séð um dansana í leiknum, og eru það norskir þjóðdansar. Ýmsir aðrir menn úr norska hernum hafa og veitt margvís- lega og mikilsverða aðstoð. Sýning leiksins mun taka um þrjár klukkustundir. Leikíélagið og Tónlistarfélag- ið hafa beðið blaðið að færa öllum þeim, sem stutt hafa á einn eða annan hátt að undir- búningi þessara sýninga, góðar þakkir. Má þar sérstaklega nefna norsku sendisveitina, norska sendiherrann og sænska sendiherrann, sem veitt hafa margvíslega aðstoð, auk fjöl- margra annarra. Að Pétur Gautur er tekinn til sýningar hér, verður að telja hinn merkasta menningarvið- burð, og það því fremur, sem til sýninganna mun vandað eins og frekast er unnt héi’ á landi enn sem komið er. Það mun ómetanlegt happ að njóta forsagnar hinnar alkunnu og ágætu leikkonu, frú Gerd Grieg, við æfingu og sýningar leiks^ ins, því að hún er, auk sinna frábæru leikhæfileika, sérstak- lega til þess kjörin vegna þjóð- ernis síns, og kunnleika síns á norskri leiklist, en leikurinn er settur fram hér með sama sniði og tvö fyrstu skiptin, sem hann var sýndur í Osló. Hér gefst mönnum færi á að njóta eins hins mesta lista- verks, sem norrænn andi hefir skapað. Vídavangshlaup í. R. Víðavangshlaup í. R. fer fram fyrsta sumardag, eins og venjulega. Keppt verður í þriggja manna sveitum. Kepp- endur þurfa að láta stjórn í. R. vita um þátttöku sína tíu dögum áður en hlaupið fer fram. Steingrímur Steinþórsson ræðir um verk- efni millíþinganefndar Búnaðarþings Hinni árlegu „bændaviku“ útvarpsins, sem Búnaðarfélag fs- lands annast, er nýlokið að þessu sinni. Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri flutti þar erindi um ástand og horfur í málum landbúnaðarins, þar sem hann rakti afkomu hans á síð- asta ári og horfur þær, sem væru framundan. f síðara hluta er- indisins minntist hann einkum á störf milliþinganefndar Búnað- arfélagsins, er kosin var að tilhlutun hans á seinasta búnaðar- þingi. Fer sá káfli ræðunnar hér á eftir, en til skýringar skal þess getið, að ýms stórmál landbúnaðarins, sem Steingrímur minnist hér ekki á, eins og t. d. rafmagnsmálið og áburðar- verksmiðjumálið, eru til athugunar og undirbúnings hjá öðrum aðilum en milliþinganefndinni. Ég tel mér heimilt að drepa hér á nokkur verkefni, sem ég tel að nefnd þessi þurfi að kryfja til mergjar og gera til- lögur um, sumpart ein, en sum- part í samráði við milliþinga- nefnd þá, er Alþingi hefir skip- að til þess að gera áætlanir um framkvæmdir að styrjöldinni lokinni. Öll heyöflun á vél- tæku landi. Sú breyting, sem er mest að- kallandi í búnaðarháttum vor- um er það, að koma heyöflún í það horf að ekki sé nytjað til slægna annað en véltækt land. Sá tími er að baki í okkar bú- skaparsögu, að nokkurt vit sé í því að sækja heyskap á þýfð- ar og votlendar hálfgrasa mýr- ar, þar sem karlmaður losar að- eins 2—3 hesta á dag. Slíkar að- ferðir verða að leggjast niður — og hljóta að gera það hin allra næstu árin. Nú hafa verið lagð- ar fram á Alþingi tillögur um breyting á jarðræktarlögum, sem stefna að því að gera bænd- um mögulegt að slétta allt tún- þýfi og stækka túnin svo næstu 10 árin, að allan heyskap megi sækja á ræktað, véltækt land. Þessu verður að koma í fram- kvæmd. Það er eitt af hlutverk- um milliþinganefndarinnar að endurskoða þessar tillögur og vinna síðan að því, að Alþingi afgreiði þær hið bráðasta. Og síðan er það hlutverk búnaðar- samtaka landsins að hrinda þeim í framkvæmö á sem allra stytztum tíma. Ég veit að ýms- ir örðugleikar verða í vegi að framkvæma slíkt. En það verður að gerast. Orf og hrífa sem sem aðaltæki til heyöflunar verða að þoka fyrir vélum. Ég er þess full- fullviss að á næsta áratug verð- ur verður algjörlega hætt að sækja heyskap á annað land en véltækt. Byggðahverfi. Annað aðalverkefni næstu ára í ræktunarmálum er að taka samfelldar landspildur til þurk- unar og ræktunar, sumpart með það fyrir augum að þurka land til bithaga fyrir kýr, en sumpart með það sem aðalmarkmið að rækta að fullu samfelldar land- spildur og stofna þar skipuleg þéttbýl byggðahverfi. Við PAlmi Einarsson ráðunautur höfum nýskeð afhent bráðabirgðarann- sókn og tillögur varðandi stofn- un nokkurra byggðahverfa í sveitum og við kauptún og kaup- staði. Hér er um framtíðarverk- efni komandi kynslóða að ræða, að þurka sem mest af hinum ágætu, frjóu íslenzku myrum og breyta þeim smátt og smátt í tún og akurlendi. Það má ekki bíða lengur að hafizt verði handa um stofnun þéttbýlla byggðahverfa. Margt af ungu fólki vill reyna þá búskap- arháttu, sem þar myndu uppteknir. Ég hefi áður hér í útvarpinu rætt það mál allýtar- legt og geri þvi ekki annað nú, en minna á þetta. Að hve miklu leyti hægt verður að sinna þessu veltur ekki hvað sízt á því, hvort hægt verður að fá nægilega mikið af vélum til landsins, svo að hægt verði að hefja slíkar framkvæmdir í allstórum stíl. Hin nýja deild S. í. S. — Bú- vörudeildin — hefir þar stórfellt og vandasamt verkefni að inna af höndum, sem ég veit að hún muni gera með prýði eftir því sem hægt er. Nú virðast vera óyfirstíganlegir örðugleikar á því að fá jarðvinnsluvélar til landsins. Hlýtur það að standa mjög í vegi fyrir nýyrkjufram- kvæmdum bæði í smærri og stærri stíl, meðan svo er. Skipulagning land- biinaðarfram- leiðsluunar. Á Búnaðarþingi í fyrra flutti ég erindi um nauðsyn þess að hafin væri athugun á því hvort ekki væri tímabært að taka til athugunar einhverskonar skipu- lagningu í framleiðslu landbún- aðarvara. Ég vil ekki endurtaka hér það, sem þá var sagt, enda hafa ábendingar mínar verið verið birtar á prenti. En það ár, sem liðið er síðan, hefir sann- fært mig enn betur um að að- gerða er þörf í þessu efni. Land okkar er fjölbreytt að náttúru- gæðum og breytilegt. í sumum byggðarlögum eru landkostir svo rýrir, að ekki virðist hægt að framleiða þar gott dilkakjöt. Ég sé ekki að nokkurt vit geti ver- ið í öðru, en binda aðalkinda- kjötsframleiðsluna við beztu sauðfjárhéruðin og mjólkur- framleiðslu til sölu aftur aðal- lega við viss önnur héruð. Þá er og engin skynsemi í öðru en fækka hrossum til mikilla muna. Er það eitt stærsta vandamál landbúnaðarins, að settar verði skynsamlegar, en þó nægilega strangar hömlur við áframhald- andi fjölgun hrossa. Það er margt, sem styður að slíku. Skortur á markaði, hvort sem heldur er fyrir lifandi hross eða hrossakjöt. Landi víða ofboðið með of mikilli beitarþrælkun og loks það, að hinn mikli hrossa- fjöldi í sumum héruðum getur valdið alvarlegum fóðurskorti, ef verulega ber út af um veðr- áttu. Framleiðslumálfit verða tekin nýjnm tnkum erlendis. Að styrjöld þeirri lokinni, er (Framh. á 4. slOu) Á víðavangi SÖGUFÖLSUN JÓNS PÁ. Jón Pálmason skrifar eina af langlokum sínum í Morgunblað- ið á sunnudaginn. Tilgangur Jóns er að skýra tap Sjálfstæð- isflokksins í seinustu þing- kosningum. Aðalskýring hans er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað vegna samvinnu við Framsóknarflokkinn. Jón gerist hér ber að stór- felldri sögufölsun eins og af honum mátti líka vænta. Þeg- ar síöari kosningarnar, sem Jón vitnar til, fóru fram, hafði Sjálfstæðisflokkurinn haft stjórnina einsamall í næstum hálft ár og Framsóknarflokkur- inn verið raunverulega eini stjórnarandstöðuflokkurinn. — Það var vegna vaxandi ótrúar á Sjálfstæðisflokknum og hinnar stórfelldu spillingar, sem dafn- aði í hinni skammvinnu stjórn- artíð hans, sem hann fékk hinn þunga áfellisdóm í haustkosn- ingunum 1942, er sést á saman- burðinum við kosningaúrslitin 1937. Auk dýrtíðarspillingar- innar rak þá hvert hneykslið annað, bílahneykslið, síldar- mjölshneykslið, stóraukin fjár- sóun ríkissjóðs, tilraun til að flæma rektor Menntaskólans úr embætti o. s. frv. TÞetta veit hvert mannsbarn í landinu, er nokkuð fylgist með stjórnmálum. Jóni er því sú blekkingaiðja tilgangslaus að rekja ófarir Sjálfstæðisflokks- ins til samvinnu hans við Framsóknarmenn. En hins veg- ar sést það vel á þessu, að Jón vill umfram allt hindra sam- starf þessara flokka. Hann vill gera Sjálfstæðismenn sem rag- asta við samstarf við Fram- sóknárflokkinn með því að telja þeim trú um, að það hafi verið orsök til ófara Sjálfstæðis- flokksins 1942. BÓNORHI SVARAÐ. Sennilega munu framan- greind ummæli Jóns eiga að vera svar til þeirra Framsókn- armanna, sem nú sækjast á- kafast eftir samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn og hafa stofnað sérstakt blað til að komast í þá „hjónasæng“. Ritstjóri bændablaðs flokksins svarar þessu bónorði á þá leið, að hann varar flokksbræður sína við samvinnu við Framsóknarmenn. Jón lokar þó ekki alveg möguleikiunum fyrir samstarfi við þessa menn. í laugardags- blaði Morgunblaðsins segir hann, að ef þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem kynnu að óska eftir samstarfi flokkanna, „gengju í Sjálfstæð- flokkinn", þá gætu þeir „haft sín áhrif eins og aðrir flokks- menn“ þar og myndað sam- steypustjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Sést á þessu, að Jón hefir magnazt æði mikið við „bónorðið“ og þykist geta sett biðlunum hina hörðustu kosti. Vart getur annað hugsast en að jafn áhrifamikill maður í Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri bændamálgagns hans og höfuð- paur „bændadeildarinnar" tali í nafni flokksstjórnarinnar. Og hér hafa þá hinir „hjónasængs- fúsu“ Framsóknarmenn skil- málana. Meðan þeir eru í Fram- sóknarflokknum verður ekkert samstarf við þá haft, því að Sjálfstæðisflokkurinn tapar á samvinnu við Framsóknar- menn. En vilji þeir ganga í Sjálfstæðisflokkinn, fá þeir allt- af sama rétt og aðrir flokks- menn þar og geta stutt stjórn með þeim. STEFNULAUS OG ÓSTARF- HÆFUR FLOKKUR. Jón Pálmason lýkur um- ræddri grein sinni þannig, að eina leiðin úr ógöngunum sé að gera Sjálfstæðisflokkinn svo sterkan, að hann verði einn fær (Framh. u 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.