Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 3
33. blað TÍ}1I\\, þriðjmlagiim 28. marz 1944 135 Sexlugur: GuðmundurVilhjálmsson bóndi á Syðra-Lóni Guðmundur Vilhjálmsson | bóndi á Syðra-Lóni á Langanesi á sextugs afmæli 29. marz. Hann er fæddur á Skálum á Langanesi 29. marz 1884. For- eldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Davíðsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson, er lengst bjuggu á Ytri-Brekkum í sörnu sveit. Afi Guðmundar, sem hann er heitinn eftir, var bóndi á Skál- um, en fluttist til Vesturheims ásamt konu sinni, Aðalbjörgu, á efri árum, en bræður Vilhjálms gerðust bændur í Dakotaríki. Á Skálum hafði ættleggur þeirra frænda búið í hundrað ár sam- fleytt, er Guðmundur eldri fór vestur. Foreldrar Sigríðar voru Þuríður Árnadóttir frá Sveins- strönd við Mývatn og Davíð Jónsson frá Lundarbrekku í Bárðardal, en þau hjón fluttust i úr Báröardal austur að Heiði á Langanesi laust eftir 1860. Vil- hjálmur og Sigríður bjuggu um tíma á Skálum, en fóru þaðan ' að Eldjárnsstöðum og loks að Ytri-Brekkum. Friðrik Guð- 1 mundsson (þessu fólki óskyld- ’ ur), sem skrifaði endurminn-1 ingar sínar vestan hafs á gam- alsaldri, telur Vilhjálm „jafn- merkastan" bænda á Langanesi um síðustu aldamót, og óhætt1 er um það, að hann var þar í J fremstu röð. Á yngri árum var, Vilhjálmur aflamaður og harð- ■ fengur til sæfara. Smiður var hann góður og búsýslumaður. Sigríður var gáfukona talin, sköruleg húsfreyja og vel met- in. Hún hafði hlotið nokkura skólamenntun, sem þá i^r ótítt um konur. Sjö börn þeirra hjóna náðu fullorðinsaldri, og er Guðmundur á Syðra-Lóni elzt- ur þeirra. Guðmundur Vilhjálmsson ólst i upp með foreldrum sínum og j mun þar hafa vanizt því I snemma að eyða ekki tímanum; að óþörfu og bjóða erfiðleikum | birginn. Átján ára gamall fór j hann í búnaðarskólann í Ólafs- , dal og útskrifaðist þaðan árið, 1904. Það þykir mér eigi ólíklegt, ef Guðmundur hefði verið ára- ; tug yngri, að hann hefði þá freistað lengra náms, því að til j þess skorti hann eigi hæfileika. j Var hann m. a. snemma reikn- ingsmaður góður og sýnt um meðferð fjármála. Frá Ólafsdal hvarf hann heim aftur að Ytri- Brekkum, en hóf síðar að reisa nýbýlið Jaðar. Voru húsakynni úr torfi og timbri og eigi mikil, enda land býlisins lítið (þess má geta, að bærinn, sem Guðmund- ur byggði á Jaðri, brann nú í vetur). Vorið 1910 kvæntist Guð- mundur Herborgu Friðriksdótt- ur, Erlendssonar i Ási i Keldu- hverfi, Gottskálkssonar, ágætri konu. (Móðir Herborgar er Guð- munda Jónsdóttir, sem enn er á lífi, rúmlega áttræð, í Sand- fellshaga í Öxarfirði). Hófu þau þá búskap á Jaðri og bjuggu þar fyrstu árin. Stundaði Guð- mundur þá sjó meðfram til að koma fótum undir búskap sinn og lagði hart að sér við það, því að hann var sjóveikur jafnan. Þá bar það við, að jörðin Syðra- Lón, eða mestur hluti hennar, var boðinn til kaups. Var verðið svo hátt, að talið var á fárra manna færi þar um slóðir. Þótti það því tíðindum sæta, er það spurðist, að Guðmundur á Jaðri hefði fest kaup á jörðinni, svo ungur maður og eigi fésterkur, en Guðmundur sá glöggt kosti jarðarinnar og eygði úrræði til að standa straum af kaupverð- inu, þótt hátt væri. Fluttust þau hjón að Syðra-Lóni árið 1913 með elztu börn sín og hafa átt þar heima síðan. Bærinn Syðra-Lón stendur við sjó skammt utan við Þórshöfn, og er þorpið byggt í landi jarð- arinnar. Kom nálægð kaup- túnsins sér vel, er Guðmundur tók að sinna þar störfum að staðaldri. Eigi voru efni til mik- illa framkvæmda á jörðinni fyrstu árin. En árið 1925 byggði Guðmundur stórt íbúðarhús úr steinsteypu. Hefir hann og slétt- að tún jarðarinnar og aukið til muna, veitt á engjar, lagt vatns- leiðslu langa leið til bæjar, kom- ið upp girðingu til fjárgeymslu, endurnýjað útihús o. fl. Hefir hann rekið allstórt bú á jörð- inni hin síðari ár. Árið 1911, meðan Guðmundur var enn á Jaðri, stofnaði hann, ásamt sjö mönnum öðrum, Kaupfélag Langnesinga á Þórs- höfn, og var honum þegar falin forstaða þess. Starfaði félagið sem pöntunarfélag fyrst um sinn. Þá voru tvær nokkuð stór- ar kaupmannaverzlanir á Þórs- höfn (og 1—2 minni), önnur gömul og öflug útlend verzlun. Átti því félagið við ramman reip að draga, en laust eftir heims- styrjöldina fyrri var þó meiri hluti viðskipta á verzlunarsvæði Þórshafnar kominn í hendur þess. Félaginu var breytt í venjulegt kaupfélag án pönt- unar árið 1919. Einnig setti það upp útibú á Bakkafirði. Var Guðmundur kaupfélagsstjóri til ársloka 1930, en hætti þá því starfi og sneri sér að búskap sínum, er hann hafði lítt getað stundað hin síðari ár. En auk búskaparins hefir Guðmundur haft nógu að sinna, þótt hann hætti kaupfélags- stjórn. Hann hefir verið oddviti Sauðaneshrepps síðustu 18 ár- in, skattanefndarmaður og skólanefndarformaður um hríð, formaður hafnarnefndar Þórs- hafnar síðan hafnarlög voru sett fyrir þann stað, endurskoð- andi K. L. nokkur ár eftir 1930 og fleira. Hann er áhugasamur um þjóðmál og hefir lengi verið formaður Framsóknarfélags Langnesinga, fylgist vel með því, sem fram fer, og er betur heima í landslögum en títt er um þá menn, er ólærðir kallast í þeim efnum. Heimilið á Syðra-Lóni hefir löngum verið fjölmennt og um- svifamikið. Þeim Herborgu og Guðmundi hefir orðið tólf mannvænlegra barna auðið, sjö sona og fimm dætra. Eru öll á lífi og flest uppkomin, en sum nú eigi lengur í foreldrahúsum Tvær bróðurdætur Guðmundar hafa alizt þar upp að nokkru, og sum barnabörn þeirra hjóna dvelja þar nú. Synir þeirra sum- ir leita nú út á sjóinn að hætti föðurfrænda sinna, en dvelja þó mikið heima. Svo má segja, að þau Syðra-Lóns hjón hafi byggt „skála sinn á þjóðbraut þvera“ eins og segir í Eyrbyggju, og varla líður sá dagur, að ekki beri þar gesti að garði, og oft marga, er beina þiggja og ýmsa fyrirgreiðslu. Eins og fyr var sagt, er skammt til þorpsins, og byggist það í áttina til bæjarins en þjóðvegurinn utan af Nesi liggur með túngarði. Og fleiri koma þar en leið eiga, því að „til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt sé firr of farinn“. Á Syðra Lóni þykir ýmsum fagurt að sjá niður yfir hallandi tún að lóni því, er þar verður við sjóinn og bærinn hefir nafn af, en „æðar- múganna marrandi kurr“ fyllir eyrun mjúkum klið á vorin. Guðmundur Vilhjálmsson er „þéttur á velli og þéttur í lund“, og mörgum hefir hann orðið að liði með ráðum og dáð, enda oft til hans leitað. Ég hygg það eigi fjarri, að hann hafi formanns- lund, enda af formönnum kom- inn. Hann er hreinskilinn al- vörumaður og hversdagsgæfur, en manna glaðastur og bros- hlýjastur meðal vina á góðri stund. Hann er sönghneigður maður og ann mjög ljóðum og lögum æsku sinnar — og sveit sinni með opnu hafi og bláum fjöllum. G. G. Knúfs saga Rasmussens Knútur Rasmussen var einn hinn merkasti og giftu- drýgsti landkönnuður, er uppi hefir veriff, og afbragð flestra manna marga hluti. Hann ferðaffist árum saman um byggðir Eskimóa í heimskautalöndunum og gerþekkti siði þeirra og menningu, enda sjálfur að nokkru leyti af Eskimóum kominn í móðurætt. Verður hér rakin saga hans, eins og Pétur Freuchen, danski rithöfundurinn, sem nú er nýkominn til Svíþjóðar, nánasti samverka- maður og félagi Knúts Rasmussens, segir hann í bók sinni, „Knud Rasmussen som jeg husker ham.“ ÞAÐ VAR undradrengur, sem fæddist á prestssetrinu í Jakobs- höfn í Grænlandi 7. júnímánaðar 1879. Foreldrar hans voru einnig sjaldgæf merkishjón. Faðir hans, séra Kristján Rasmussen, átti búsetu í Grænlandi í 28 ár. Hann var ferðagarpur mikill og víðkunnur fyrir dugnað sinn. Eitt sinn þjónaði hann fimm brauðum í senn og ók þá vetrarlangt, án nokkurrar viðstöðu nema af völdum ofviðra, milli sóknanna, til þess að prédika og inna af höndum prestsverk. Hann var hverju mannsbarni kunnur um gervallt Norður-Græn- land og mjög ástsæll. Sú saga var sögð af honum í Danmörku, að hann hafði eitt sinn ætlað að róa með nokkrum félögum sínum yfir til Málmeyjar. Úti á miðju Eyrarsundi kom upp deila í bátn- um, og reiddist Rasmussen. Spratt hann þá á fætur, steypti sér í sjóinn og synti heim til Kaupmannahafnar. Þegar félagar hans komu heim, sat Kristján Rasmussen, stud. theol., í herbergi sínu i Garði og las skræður sínar eins og hversdagslega. Móðir Knúts var mjög sérkennileg kona. Faðir hennar hét Knútur Fleischer, danskur maður, fæddur í Grænlandi og lifði þar alla ævi. Þótt danskur væri, talaði hann einvörðungu norsku, því að foreldrar hans voru fæddir og uppaldir í Noregi. Hann varð nýlendustjóri í Grænlandi og maður vel efnaður. Knútur Fleischer kvæntist fátækri og umkomulausri stúlku, grænlenzkri, er hann fann aðframkomna af hungri í hreysi einu í Kristjánsvon. Hún var heiðin og hreinn Eskimói að kyni, en það sýndi sig fljótt, að hún var bæði námgjörn og vel gefin. Þau eignuðust mörg gáfuð börn, og eitt í hópi þeirra var móðir Knúts Rasmussens, eins og áður hefir verið sagt. Hús prestsins í Jakobshöfn var tvílyft, og var uppistaðan eik- arbjálkar miklir. Svo traust var þessi bygging, að hún er enn bústaður prestsins í Jakobshöfn. Þarna óx Knútur litli upp. Gerð- ist hann snemma tiltektasamur og hélt fast við skoðanir jsínar og fyrirætlanir. Þegar hann átti að fara á fætur á morgnana gekk oft í brösum að fá hann til þess að klæða sig. Það var svo ótal margt annað, sem fangaði huga hans. Það var siður prests að kveðja heimilisfólkið saman til bæna- gerðar á hverjum morgni, og var þá ekki ótítt, að Helga mág- kona hans yrði naumt fyrir með drenginn og það enda þótt barnfóstran veitti henni slíkt lið, sem hún mátti. „Farðu nú í sokkana þína,“ sagði barnfóstran bænarrómi. Helga frænka reyndi að gera sig sem myndugasta. En allt kom fyrir ekki. Hann þurfti fyrst að horfa stundarkorn á Diskóeyna, er reis sólglitrandi og brött úr sæ vestur í flóanum. Svo voru ætíð stórir ísjakar á floti úti á Jökulfirðinum. Þeir voru einkennilegir að lögun, sumir eins og tröllaborgir með gnæf- andi turna, aðrir marrandi í sjónum, og skutu upp hvelfdri kryppu. Hvaðan komu þær, þessar undarlegu jakaborgir, og hvert fóru þær? Hann heimtaði svar við spurningúm sínum, og þau svör gáfu tilefni til nýrra spurninga. Síðan vildi hann fá að heyra sögu eða ævintýr, og allt varð þetta að gerast áður en hann fór í sokkana. Ætti veiðimaður leið fram hjá, beindist öll athygli hans að því. Það var heldur skemmtilegra að sjá hann róa kajaknum yfir víkina heldur en láta þvo sig og kemba. Það var auðveldara að fást við Me systur hans og Kristján litla bróður hans. Þau voru undanlátssamari. En við Knút var að- eins eitt ráð vænlegt: að slá á strengi tilfinninga. Ef hann hélt, að hann hefði misboðið einhýerjum eða gert honum rangt til, varð hann á svipstundu ljúfur sem lamb og vildi allt gera til þess að bæta fyrir brot sitt. Fáum áttu þau systkinin jafn mikið upp að unna sem Helgu móðursystur sinni, enda elskuðu þau hana öll. En ærið voru þau samt brellin við hana. Hún bjó, ásamt móður sinni, á neðri hæðinni á prestssetrinu, og þar kenndi hún börnunum. En oft gekk kennslan skrykkjótt, þvi að uppátæki krakkanna voru mörg og ótrúleg, og þar gekk Knútur jafnan á undan og var verstur viðureignar. Meðal tiltækja hans var það, að liggja ævinlega á grúfu þvert yfir stól, þegar hún hlýddi honum yfir sálmana, sem hann átti að læra. Landafræði var honum snemma allhugleikin, en ekki fékkst hann samt til þess að læra hana, nema hann mætti sitja á gólfinu undir stofuborðinu meðan hann var að því. Einu sinni laumaðist hann brott, þegar hann átti að fara að læra lexíur sínar. Helga frænka leitaði hans lengi, bæði úti og inni, en fann hann hvergi. Það fannst hon- um svo gaman, að hann faldi sig eftir þetta á hverjum degi, þegar leið að kennslustundunum, ýmist úti í hundagarðinum eða í kolageymslunni, og kom alls ekki inn fyrr en hann hafði verið leitaður uppi. En nú hafði hann spennt bogann of hátt, því að Helga lýsti því yfir, að hún myndi ekki kenna börnunum lengur. Hún kvaðst ætla að leggjast út og verða að fjallavofu — og það var hið ægilegasta, sem hægt var að hugsa sér í Grænlandi. Hún gerði sig jafnvel líklega til þess að leggja af stað. Og henni var það vorkunnarmál, þótt hún hótaði hörðu. Það var nefnilega ekki aðeins, að engu tauti yrði komið við Knút, heldur ól hann líka hvers konar ósiði og óþekkt upp í systkin- um sínum, sem jafnan litu upp til hans og reyndu að tileinka sér alla hans hætti. Börnin hlupu grátandi á eftir Helgu og báðu hana að snúa við. „Nei, nei, frænka,“ sögðu þau. „Komdu heim, frænka. Við skulum alltaf vera þæg og góð.“ Og loks lét hún að orðum barnanna. Knútur minntist þess oft síðar, hve hræddur hann hefði orðið, er hann hélt, að frænka sín væri að ganga brott. Þetta var skelfilegasti dagur bernsku hans. Þannig skiptist á gleði og sorg í uppvexti barnanna. Séra Kristján var mjög oft í ferðalögum, og ekill hans, God- man að nafni, var í vitund Knúts bezti ekill í heimi. Síðar á ævinni varð honum tíðrætt um þenna mann, sem bjó til fyrstu hundasvipuna hans og lofaði honum svo oft að sitja á sleðanum, þegar hann sótti vatn til heimilisnota. Hann varð mjög hrifinn af þessum sleðaferðum, og sex ára gamall ákvað hann að verða góður sleðamaður. „Ég ætla að verða eins og „Gojmaj" þegar ég verð stór.“ En raunar var þessi Godman heldur lélegur ekill. Samband ísl. samvinnufclaga. S AMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber aff höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu okk- ur hluttekningu við andlát og jarðarför Jóns Árnasonar héraðslæknis. Sérstaklega þöltkum við héraðsbúum Öxarfjarðarhéraðs fyrir vináttu þeirra og hjálpfýsi. VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR og börn. '------—-----------------------—---—------ Alúðar pakkir til vina minna, er mundu eftir mér á fertugsafmœli mínu, 20. marz. GEIR GUÐMUNDSSON, Lundum. Mnnið að í HEIMSKRiNGLU eru 300 myndli* efitir Sræga listamesm. Má sendast ófrímerkt: Ég undirrit. gerist hér með áskrifandi að HEIMSKRIN GLU ............. / Box 2000 — Reykjavík r Arnesingasaga komía Náttúrulýsing Arnessýslu, fyrri| hluti fyrsta bindis hinnar fyrir- huguðu Árnesingasögu er kom-| in út. Ritstjóri Árnesingasögu ert Guðni Jónsson magister, en| þetta bindi hafa þeir Guðmund- ur Kjartansson jarðfræðingur^ frá Hruna og Steindór Stein- dórsson menntaskólakennari?: skrifað. Náttúrulýsing Árnessýslu er? stór og myndarleg bók, skemmti-j leg og fróðleg, prýdd fjörutíuf myndum og teikningum, vönd- uð að öllum frágangi. Látið ekki undir leggjast aðj Guðmundur Kjartansson eignast jafn merkt rit sem Ár-j jarðfræðingur frá Hruna. nesinga sögu. Bókina má panta í Víkingsprenti eða frá aðalútsölunni: Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustíg 2 54S444444444444444IÍ444444444444444444444444ÍS4444Í44444444444Í444Í4444444444443

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.