Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1944, Blaðsíða 4
136 TÍmiViV, þrigjudagiim 38. marz 1944 33. blað tR BÆXUM Fundur. Fundur í Framsóknarfélagi Reykja- víkur verður i Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8,30. Steingrímur Steinþórs- son mun hefja umræður um landbún- aðarmál, einkum þau er viðkoma bæj- um og kauptúnum. Verður þetta að- alefni fundarins, en auk þess verða félagsmál. Síðasti fundur félagsins var fjölmennur og fjörugur og er líklegt að þessi verði það einnig. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu, uppi, n. k. föstudagskvöld kl. 9 e. h. Dag- skrá: Kosning fulltrúa á flokksþing Framsóknarmanna. Gestamót Ungmennafélag Reykjavíkur gengst fyrir „Gestamóti" Ungmennafélaga í Góðtemplarhúsinu kl. 9 e. h. n. k. föstu- dagskvöld. Þar flytja þeir sína 10 mín- útna ræðuna hver: Bjarni Ásgeirsson, Árni Óla, Jóhannes úr Kötlum og Guðjón • Baldvinsson. Magnús Jónsson syngur einsöng, svo verður almennur söngur og dans. — Farfuglafundir og gestamót Ungmennafélaganna voru mjög vinsælar samkomur i bænum fýrir nokkrum árum síðan, en hafa nú legið að miklu leyti niðri um stund. En nú er hu^myndin hjá Ungmenna- félagi Reykjavikur að hefja þessar samkomur til vegs og vinsældar a'ftur. Líklegt er að margir ungmennafélag- ar utan af landi, sem staddir eru hér í bænum, sæki gestamótið. Áskriftar- listar fyrir þátttakendur liggja frammi í verzl. Gróttu, Laugaveg 19 og hjá Kristínu Jónsdóttur, Ingólfsstræti 16. Rán og þjófnaðir. Tvær stúlkur voru rændar fyrir helg- ina, önnur á föstudagskvöldið í Austur- bænum en hin í Vesturbænum á laug- ardagskvöldið. Var ráöizt að þeim á götu og þrifnar af þeim handtöskur þeirra, eins og kvenfólk gengur venju- lega með á götum úti. — Um helgina var brotizt inn í verksmiðjuhús við Barónsstíg, er Nói, Hreinn og Sírius eiga þar. Saknað er 50 páskaeggja og getur margt hafa verið tekið fleira. í Nonna, Vesturgötu 12, var einnig brotizt inn um helgina og stolið þar um 130 kr í peningum og einhverju af fatnaði. Þá rændi hermaður manni og bifreið suður í Hafnarfirði og ógn- aði íslendingnum með skammbyssu til þess að hlýða sér. Ók hann svo bifreið- inni áleiðis til Reykjavíkur, en á leið- inni ók herniaðurinn út af veginum og út í skurð, þá slapp íslendinaurinn loks í burtu, eftir að hermaðurinn hafði fest sig á gaddavírsgirðingu. Bændar eiga að sklpu- leggja framleíðsluna.. (Framli. af 1. síðu) nú geisar, verða framleiðslumál- in almennt í heiminum, að öll- um líkindum tekin allt öðrum tökum en áður. Hin skipulags- lausa framleiðsla, án samræm- ingar og áætlunar um það, hvernig eigi að hagnýta það, sem framleitt er, verður for- dæmd, en leitast við að fram- leiða eftir föstum áætlunum með það sem sjónarmið að full- nægja þörfum allra. Við verðum að vera einn lítill hlekkur i þeirri stóru keðju. Það er þess vegna ástæða til þess fyrir land- búnaðinn íslenzka að athuga þessa hlið hans. Athuga, hvort ekki þarf að skipuleggja fram- leiðslu landbúnaðarins meir en gert hefir verið með tilliti til náttúrugæðanna — með tilliti til markaðsstaða og loks að framleiða ekki annað en það, sem við vitum að þörf er fyrir innanlands eða utan. Ég veit, að bændurnir íslenzku, sem s.l. 60 ár hafa tamið sér starfshætti samvinnunnar í verzlun og við- skiptum, og á þann hátt byggt upp einhver allra traustustu og beztu félagssamtök hér á landi, eru vel færir um að leysa þenn- an vanda. Það er eitt af verk- efnum milliþinganefndarinar að benda á leiðir til þess. Það skal viðurkennt, að þeim mönnum er mikill vandi á hönd- um, sem eiga að benda á það, hvaða tökum eigi að taka þetta mál. Hvernig eigi að koma skipulagi á framleiðslu land- búnaðarafurða.. svo að því þre- falda verkefni verði þjónað: 1) Að framleiða þá hluti,' sem bezt svara til náttúiugæða landsins. 2) Að framleiðslan sé miðuð við það, að þeir sem að fram- leiðslunni starfa beri sem mest úr býtum. 3) Og að framleiðslan sé í sem mestu og beztu samræmi við þarfir og óskir neytendanna. Þriðji þátturmn í samvinmi bændanna. Þessa alls ber að gæta svo að vel sé. Bændurnir íslenzku hafa verið því vanir í meira en þús- Tónlistarfélafíið Qfi Leihfélaq Reykjjuvíkur B„Pétup 6antnrM eftir HENRIK IBSEN Leikstjóri: frú Gerd Grieg. Frumsýning föstudaginn 31. þ. m. kl 8. Fastir frumsýningargestir eru beðnir að sækja aðgöngumiða sína klukkan 4—7 í dag. F ramsóknariélag Reykfavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum í kvöld (þriðjudaginn 28. marz) klukkan 8,30. FUNDAREFNI: Landbúnaðurinn og bœirnir. Frummælandi: Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri. Stjórnm. Aðvörun tíl bifreiðastjóra Að gefnu tilefni eru bifreiðastjórar alverlega áminnt- ir um, að stranglega er bannað að gefa hljóðmerki á bifreiðum hér í bænum, nema umferðin gefi tilefni til þess. Lögreglan mun gangá ríkt eftir að þessu verði hlýtt, og verða þeir, sem brjóta gegn þessu, látnir sæta ábyrgð að lögum. Jafnframt eru þeir, sem kunna að verða fyrir ónæði vegna ólöglegs hávaða í bifreiðum, sérstaklega að kvöld- og næturlagi, beðnir að gera lögreglunni aðvart og láta henni í té upplýsingar um skráningarnúmer við- komandi bifreiðar, svo og aðrar uplýsingar ef unnt er. Reykjavík, 27. marz 1944 LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Á víðavangl (Framh. af 1. síðu) um að fara með stjórn í land- inu. Áður en Jón fær þjóðina til að -fallast á þessa skoðun, verð- ur hann efalaust að gera mönn- um betur grein fyrir, hvað Sjálfstæðisflokkurinn raun- verulega vill. Flokkurinn hefir um langt skeið ekki verið ó- klofinn í neinu stórmáli. Á sein- asta þingi var hann klofinn í dýrtíðarmálinu, rafmagnsmál- inu, verðlækkunarskattsmálinu, verðuppbótarmálunum og yfir- leitt öllum málum, sem ein- hverja þýðingu höfðu. Eftir framkomu Sjálfstæðismanna á undanförnum þingum, er ó- mögulegt að segja það með nokkurri vissu,- hver hin raun- verulega stefna flokksins er. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þannig’, er hann óstarfhæfur, hvort heldur hann er einsam- all eöa í samstarfi við aðra flokká. Það er einmitt þetta stefnuleysi og óstarfhæfni stærsta flokksins, sem á megin- þáttinn í hinum hörmulegu vinnubrögðum seinustu þinga. Þeir, sem ekki trúa þessu, geta prófað það með því t. d. að spyrja Jón Pálmason að því, hvað flokkurinn vildi gera í dýrtíðarmálinu. Jón myndi á- reiðanlega „standa á gati“. Eða vill Jón afsanna þetta með því að skýra frá því í ísafold, hver sé stefna Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðarmálinu ? Eitt bezta dæmið um ósam- komulagiö í Sjálfstæðisflokkn- um, er afstaða forustumann- anna til þess, hvernig eigi að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Jón segir, að það eigi að gera Sjálfstæðisflokkinn að meiri- hlutaflokki.. Jón á Reynistað segir, að það eigi að gerast með samstarfi við Framsóknarflokk- inn. Morgunblaðið segir, að verkalýðsflokkarnir eða hluti úr þeim verði einnig að taka þátt í samstarfinu. Áreiðanlega gæti enginn nema Jón Pá- látið sér detta í hug þá vitleysu, að hægt sé að telja þjóðinni trú um, að' þaö yrði bót allra mála, að fela slíkum flokki einum völdin. Arabískur koiiuiigur (Framh. af 2: siSu) hér eftir halda betur á málum sínum en seinustu aldirnar, gæta sjálfstæðis síns og sam- heldni betur. Starf Ibn Sauds á ekki sízt þátt í því og vel getur svo farið, að það sé upphaf nýs tíma í sögu hinna arabísku þjóða. und ár, að hver einstakur hagi framleiðslu sinni algerlega ein- ráður, án þess að fara 1 nokkru eftir áætlun urp heildarfram- leiðslu þjóðarinnar. Sá tími er á enda, að nokkurt vit sé í að haga framleiðslu nokkurs þjóð- félags þannig. Eins og bænd- urnir íslenzku hafa af sjálfs- dáðum og af eigin hyggjuviti stofnað til samtaka til þess að láta sameiginlega annast verzl- un sína, sem er fyrsti þáttur í samvinnu þeirra, og eins og þeir hafa í öðrum þætti hafið iðn- rekstur á hreinum samvinnu- grundvelli til þess að vinna sölu- hæfar vörur úr framleiðsluvör- um sínum (mjólkurbú, slátur- hús, ullarverksmiðjur o. m. fl.), þá er ég sannfærður um það, að þriðji meginþáttur í samtök- um og samvinnu bændanna ís- lenzku verður sá, að koma hlið- stæðu skipulagi á sjálfa fram- leiðsluna — svo að þar sé starf- að eftir nokkurn veginn föstu „plani“, um það hversu mikið skuli árlega framleitt af helztu vörum, svo sem mjólk, kjöti, garðávöxtum o. fl. Bændurnir er hin eina stétt í okkar þjóð- félagi, sem ég tel færa um að koma slíku skipulagi á fram- leiðslu mál sín. Það stafar því, að þeir eru orðnir vel þjálfaðir að starfa saman í samvinnu- félögunum. Og mín skoðun er sú, að þeir geti auðveldlega leyst þetta verk eftir samvinnuleið- um, án þess að nokkur lög- þvingun þurfi til að koma. Það væri á allan hátt hið æskileg- asta, auk þess, sem það væri til stórsóma fyrir íslenzka bænda- stétt. Sýndi víðsýni hennar og skilning á því, að bændastéttin íslenzka er ein samvirk heild, sem verður að starfa saman að Nýkomið MATRÓSAKJÓLARNIR fallegir TELPUKJÓLAR. komnir aftur. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. framleiðslumálum sínum, en öllum er til tjóns að hver bauki í sínu horni. Prjónsílki- undirfötin eru komin. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Kvenveski og SEÐLAVESKI, margar nýjar gerðir og litir. Verzluu H. Toft Skólavörðustíg 5. Sfmi 1035. Anglýsið i Tímanuin! »»*»«wGAMLA LÍÓ—<~'i—. Kynslóðir koma — kynslóðir fara (Forever And a Day) Sýnd kl. 7 og 9. KVÆNTUR PIPARSVEINN (Married Bachelor) Rob. Young. Ruth Hussey. Sýnd kl. 7. STROKUFAN G ARNIR Sýnd kl. 3 og 5 Börn fá ekki aðgang. NÝJA BÍÓ -<v—o«~_o,a ISkuggar fior- tíðarinnur („Shadow of a Doubt"). Stórmynd gerð af mest- aranum Alfred Hitchcok. Aðalhlutverk: TERESA WRIGHT. JOSEPH COTTEN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýsing um hættu við síglíngar AÖ gefnu tilefni vill ráðuneytið vekja séstaka at- hygli sjófarenda á auglýsingu atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytisins, dags. 7. maí 1943 (birt í 32. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1943), um hættu við siglingar í námunda við skip, sem fást við tundurduflaveiðar. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 27. mars 1944. Búnaðarsamband Dala og Snæfellness vantar menn á næsta vori til jarðyrkjustarfa. Þeir, sem kunna vilja að vinna að þeim störfum, snúi sér til Magnúsar Friðrikssonar frá Staðarfelli 1 Stykkishólmi símleiðis sem fyrst, er semur um kaup og annað, ^r að þessu lýtur. Kjörskrá yfir alþingiskjósendur í Reykjavík, er gildir við atkvæðagreiðslu um þingsályktun um niðurfelling dansk-íslehzka sambanslaga- samningsins frá 1918 og lýðveldisstjórnarskrá íslands, og heldur gildi til 22. júní 1945, ligg- ur frammi í skrifstofu borgarstjóra, Austur- stræti 16, frá 1. til 10. apríl næstkomandi alla virka daga kl. 9 fyrir hádegi til kl. 6 eftir hád. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgarstjóra eigi síðar en þriðjudaginn 11. apríl næstkomandi alla virka daga kl. 9 fyrir hádegi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. marz 1944. • BJARNI BENEDIKTSSON. Ljóðasaín Guðmundar Guðmundssonar er nú komið í bókaverzlanir í Reykjavík og verður sent út um land með fyrstu ferðum. Tryggið yður ljóðasafn Guðmundar Guðmunds- sonar. Það hefir lengi verið ófáanlegt. Bókaverzlun ísafoldar r og Uftibúíð Laugaveg 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.