Tíminn - 30.03.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.03.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOEUR: EDDUKUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4372. AFGREIÐSLA, INNHEIMT OG AUGLÝSINGASKX~r VOFA: EDDUHUSI, Undargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 30. íiiarz 1944 34. hlað Erlent yfirlit: Aístaða Fínna Sú afstaða finnsku stjórnar- innar að hafna friðarskilmálum Rússa hefir talsvert verið rædd í heimsblöðunum. Þeirrar skoð- unar hefir nokkuð gætt, að þessi synjun stjórnarinnar hafi verið óhyggileg, þar sem Finnar eigi vart annars úrkosta en freista þess að hafa góða sambúð við Rússa. Hin skoðunin virðist þó öllu almennari, að vafasamt sé að áfella finnsku stjórnina, því að tæpast hefði annað hlotizt af því, ef Finnar hefðu gengið að skilmálum Rússa, en að Finn- land hefði orðið styrjaldarvett- vangur í líkingu við ítalíu. Það er yfirleitt fullyrt, að það skilyrði Rússa, sem Finnum hafi vaxið mest í augum, hafi verið afvopnun þýzka hersins. Þjóð- verjar hafa milli 100—120 þús. manna her í landinu, sem talinn er einvalalið, vel búið hergögn- um og vistum. Einnig þykir lík- legt, að Þjóðverjar hefðu sent aukið herlið til landsins, þar sem enn sé mjög mikilvægt fyr- ir þá, að láta það ekki ganga sér úr greipum, m. a. vegna sigl- inganna um Eystrasalt, sem yrðu í mikilli hættu eftir að rússneski flotinn fengi aðsetur í Hangö. Ef Finnar hefðu því reynt til að afvopna þýzka her- inn, hefði það kostað styrjöld við Þjóðverja, — styrjöld, sem hefði verið háð í nærri hverri borg og byggð i Finnlandi og valdið hefði hinni stórfeldustu eyðileggingu. Þótt Finnar hefðu getað borið hærra hluta í þeirri styrjöld, þó vart án aðstoðar Rússa, hefði sigurinn orðið mjög dýrkeyptur. Það sann- ar reynsla ítala bezt. í finnsku blöðunum hefir þetta atriði skilmálanna eink- um verið gagnrýnt. Við viljum frið, segir í einu helzta blaði Finnlands, og þess vegna látum við ekki neyða okkur út í nýja styrjöld. Við köllum það ekki friðarskilmála, þegar okkur er boðið að hætta styrjöld upp á þær spýtur að hefja aftur aðra styrjöld, sém háð væri í landinu sjálfu og væri óbreyttum borg- urum þess miklu hættulegri en sú styrjöld, sem við heyjum nú, þar sem hún er enn háð utan landamæranna og hefir raunar ekki verið annað en kyrstæður skæruhernaður tvö seinustu árin. Sama blað bendir á, að það hefði virzt eðlilegt og drengi- legt sáttaboð að bjóða upp á landamærin frá 1939. Finnum hefði þá verið sýnt, að þeir væru álitnir jafningjar, en ekki sigr- uð og undirokuð þjóð. Eftir nýja friðarsamninga, að núverandi styrjöld lokinni, þyrftu Rússar ekki heldur að ágirnast finnskt land undir því yfirskyni, að ó- vinveitt stórveldi myndi nota (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Sókn Rússa á suðurvígstöðv- unum heldur stöðugt áfram. Þeir hafa nú tekið borgirnar Nikolajev og Podolsk. Má heita, að öll vörn Þjóðverja sé þrotin austan Bug, og á milli Bug og Dnestr versnar aðstaða þeirra óðum. Sagt er, að Þjóðverjar keppist nú við að flytja her sinn frá Krím. Róm hefir verið lýst óvíggirt borg. Birtu Þjóðverjar þessa yf- irlýsingu fyrir skömmu. Japönum verður talsvert á- gengt í sókn^sinni I Indlandi. Hafa þeir nú farið yfir landa- mæri Indlands á allmörgum stöðum. Seinustu daga hafa Banda- menn beint mestu loftárásum slnum gegn flugvöllum í Frakk- landi. Grundvöllur- ínn undir heímsveldi Frásögn Sveins Tryggvasonar rágSunauts nm smjöreklnna: Mun meíra smjðr kom í verzl anír 1943 en árin á undan Smjoreklan stafar a! aukinní eftirsptirn, sem m. a. hlýzt ai hinu lága útsöluverði á smjörínu Um fátt er nú meira rætt hér í bænum en smjörekluna og gætir iðulega lítillar góðvildar í þeim umræðum í garð bænda og samtaka þeirra. Einkum er því haldið fram, aff smjör muni selt á „svörtum markaði" í stórum stíl og ýms annar óeðlilegur verzlunarmáti eigi sér stað. í erindi, sem Sveinn Tryggvason ráðunautur flutti á „bænda- viku" útvarpsins fyrir skömmu, rakti hann ítarlega hvernig þess- um málum er háttað. Sveinn sýndi fram á, að meira smjör hafði komið á frjálsan markað á síðastl. ári en næstu árin á undan og rekti því smjöreklan ekki rætur til þess. Hins vegar hefði eftir- spurnin eftir smjöri stórum aukizt, ýmist vegna aukins fjárráðs almennings eða hinnar óeðlilegu verðlækkunar á smjöri, sem ríkisstjórnin ákvað í fyrra í sambandi við ráðstafanir hennar í dýrtíðarmálunum. Tíminn hefir fengið leyfi Sveins til að birta umræddan kafla úr erindi hans, og fer hann hér á eftir: Hér á myndinni sést eitt af frægustu orrustuskipum Breta, Duke af York. ípróttastarfsemi Ungmemiafélags Reykjayákur Fél.stomar ípróttasjóð Ungmennafélag Reykjavíkur hefir ákveðið að hefja öflugt í- j þróttastarf í félaginu. Það ætlar að byrja með námskeiði í glímu og frjálsum íþróttum, er hefst seinni hluta apríl og stendur eitthvað fram í maí. Glímu- kennarinn verður Kjartan Berg- mann. Ráðgert er að ung- mennafélagar utan af landi geti tekið þátt í þessu námskeiði. Ungmennafélagið hefir ákveð- ið að stofna sjóð til eflingar í- þröttastarfseminni, sem efldur sé með frjálsum framlögum þeirra, er unna íþróttum og vexti ungmennafélagsskapar- ins. Hefir það nú þegar hafið fjársöfnun í þessum tilgangi og orðið vel ágengt. Nokkrir gamlir ungmennafélagar og íþrótta- frömuðir hafa rétt ' félaginu myndarlega „örvandi hönd", svo nú þegar er komin talsverð fjárhæð til styrktar fram- kvæmdum í íþróttamálum fé- lagsins. Það var gamla U. M. F. Reykjavíkur, sem fyrst kom verulegri hreyfingu á íþrótta- málin í höfuðstaðnum, skömmu eftir síðustu aldamót. Félagar úr því félagi gengust siðar fyr- ir stofnun í. S. í. og hafa marg- ir þeirra jafnan verið í hóp beztu stuðningsmanna íþrótt- anna. Það eru þessir gömlu ung- mennafélagar, sem aðallega koma nú fyrstir með myndar- legan stuðning móti æsku- mönnunum, þegar þeir vilja beita sér fyrir éflingu íþrótt- anna í U. M. F. Reykjavíkur. Fyrníng fasteígna Aukian irádráttur leyiður Samkvæmt þingsályktunartil- lögu, sem samþykkt var á sein- asta þingi, hefir fjármálaráðu- neytið ákveðið breytingu um fyrningu ti.1 frádráttar tekjum til skatts. Samkvæmt þessari breytingu hefir fyrnrhgarfrádráttur verið lækkaður á skipum, frystihús- um, mótorvélum, frystivélum, ullarverksmiðjum og landbún- aðarvélum. Verður hann sem hér segir: Verksmiðjuhús, sem notuð eru til fisk- og kjötfrystingar ein- göngu, allt að 10% (áður 4%). Frystivélar 15% (áður 8%). Hraðfrystivélar 20% (áður io%). : Landbúnaðarvélar 10—15% (áður 8—10%). Dieselmótorskip úr stáli m/ vél 12% (áður 6%). Farþegaskip úr stáli m/vél 8% (áður 4%) . Fiskiskip úr stáli m/vél 12% (áður 6%). Mótorvélar í fiskiskip 20% (áður 10%). Opnir bátar 15% (áður 7%). Seglskip 7% (áður 3%)! Skip úr eik, án vélar 12% (áður 5%). Skip úr furu, án vélar 15% (áður 8%). Tankskip með'vél 10% (áð- ur 6%). Vöruflutningaskip úr stáli m/ vél 8% (áður 4%). Ullarverksmiðjur með eim- katli 10% (áður 7%). Breyting þessi kemur til fram- kvæmda við álagning skatts ár- ið 1944. Sinjörfranileiðslan undanf arin ár. Fyrir stríð komu á markað- inn eitthvað á milli 200—300 smálestir af smjöri árlega. Markaðurinn var þá ekki meiri en það, að smjórið gekk ekki allt út. Varð því að grípa til þess ráðs að blanda smjörinu í smjör- líkið, nema nokkurn tíma á haustin, því að allra síðustu ár- in fyrir stríð var stundum smjörvant yfir haustmánuðina. Árið 1942 komu í verzlanir og kaupfélög úti á landi um 201 smálest og er þá meðtalið smjör frá mjólkursamlögum, rjóma- búum og smjörsamlögum. Árið 1943 var sams konar smjörmagn 280 smálestir, eða um 80 smá- lestum meira en árið á undan, og er þá ekki reiknað með er- lenda smjörinu, sem var um 100 smálestir." Þótt þessar tölur séu ekki sambærilegar af því, að árið 1942 kom aðeins nokkur nokkur hluti heimasmjörsins í verzlanir, en s. 1. ár mun því nær allt heimasmjör hafa kom- ið til verzlana, þá hygg ,ég þó, að þær sýni að smjörframleiðslan 1943 hefir naumast verið minni en árið 1942. Þó var smjörekl- an mun tilfinnanlegri s. 1. ár heldur en árið á undan. Hvern- ig má nú slíkt verða, að þrátt fyrir innflutning á smjöri og engan samdrátt á innlendu framleiðslunni, skuli ekki unnt að ná sér í smáklípu ofan á brauðið, spyr allur fjöldinn. Um þetta er mikið rætt og ritað og blöðin eyða allverulegu rúmi í dálkum sínum til um- kvartana um smjörleysið. Eitt dagblaðanna sagði t. d. ekki alis fyrir löngu, að greiddar hefðu verið úr ríkissjóði 700 þús. kr. til verðuppbóta á smjör, „smjör, sem við höfum ekki fengið", bætti blaðið við. Annað blað spurði ótal spurninga um þessi mál og virtist álita, að skeð gæti, að smjörið væri geymt í einhverri skemmu og biði þar betri tíma. Ég tek þessi tvö dæmi af handahófi, en af nógu er að taka eins og hlustendum mun kunnugt. Ég get frætt þessi tvö blöð um það, að ef búið er að greiða 700 þúsund krónur í verðuppbót á smjör, þá er þegar búið að selja það, því að verð- uppbSQturnar eru ekki greiddar fyrr en framleiðandi hefir selt það og kaupandi afhent honum sölukvittun, eða viðurkenningu fyrir því að viðskiptin hafi far- ið fram. Fleiri kaupa smjör en Reykvíkingar. Morgunblaðið, sem út kom i dag, ræðir nokkuð smjörfram- leiðsluna á s. 1. ári. Telur það réttilega, að til verzlana hafi komið um 280 smálestir. Eftir upplýsingum blaðsins hefir Mjólkursamsalan og Samband ísl. samvinnufélaga selt af þessu smjöri um 100 smálestir, en „ráðgátan er", segir blaðið: „Hvað hefir orðið af þeim rúm- lega 100 smálestum, sem þeir, sem aðallega annast smjörsöl- una, hafa ekki fengið?" Þessari spurningu blaðsins er í raun og veru óþarft að svara, þvi hver meðalgreindur maður getur sagt sér það sjálfur, að fólkið, sem býr í kaupstöðun- um og kauptúnunum úti á landi, þarf líka smjör ofan á brauðið sitt. Auk þess fær Mjólkursam- salan í Reykjavík ekki smjör, nema frá þrem mjólkurbúum hér sunnanlands, en S. í. S. ekki nema lítinn hluta af snljöri kaupfélaga og kaupmanna úti á landi; hinn hlutinn fer beint til ýmsra kaupmanna hér í Reykjavík. Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að Mjólkursamlag K. E. A. á Akureyri framleiddi tæpar 40 smálestir af smjöri. Af þeirri framleiðslu komu ekki til Reykjavíkur nema um 3 smá- lestir. í Suður-Þingeyjarsýslu voru framleiddar um 20 smá- lestir, en af þeirri framleiðslu komu til Reykjavíkur um 6 smá- lestir. Þá hefir framleiðsla smjörsamlaganna við Breiða- fjörð, um 24 smálestir, ekki far- ið í gegnum S. í. S. en hins veg- ar mestöll farið beint til kaup- manna í Reykjavík. Þarna eru aðeins þrjú dæmi um 84 smá- lesta framleiðslu. Af því hefir S. í. S. ekki selt nema um 9 smál. Svona mætti lengi telja. Heimasmjörsframleiðslan t. d. var um 91 smálest, en Samband- ið hefir þó ekki selt af henni nema tæpar 16 smálestir. Orsakir smjörekl- unnar. Nei, smjörleysið eins og það er kallað, á sínar eðlilegu orsak- ir og menn mega ekki halda, að með illkvittni og óvöldum orð- um ráði þeir bót á því. Sann- leikurinn er sá, að smjörleysið (Framh. á 4. síðu) LITIÐ I ANDLIT HINS LEIÐANDI FLOKKS. Norna-Gestur skrifar Tíman- um: Það væri fróðlegt að vita hver væri pólitík Sjálfstæðis- flokksins um þessar mundir — flokksins, sem er fjölmennastur á þingi og á því að vera „leið- andi" í stjórnmálum þjóðarinn- ar. Á honum hvílir sú skylda að hafa forustu um myndun starfshæfrar þingræöisstj órnar. Hverjar eru fyrirætlanir hans í þessum efnum? Lítið í andlit forráðamannanna. Jón á Reyni- stað og Ingólfur á Hellu brosa blítt til Framsóknarmanna og segjast vilja samstarf við Fram- sóknarflokkinn. Hins vegar bít- ur Jón Pálmason í skjaldar- rendur og æpir sig hásan, að samvinna við Framsóknarflokk- inn hafi nærri verið búinn að drepa Sjálfstæðisflokkinn og endurtekning hennar myndi enn auka Sósíalistaflokkinn. Við hliðina á Jóni birtist Gáinn í miklum vígahug og eys versta niði yfir Egil í Sigtúnum, sem verið hefir samvinnufúsastur við íhaldið af öllum Framsókn- armÖnnum. Hvaða ályktanir verða dregn- ar um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins af þessum fjórum andlitum? Botna menn nokkuð í því, hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill, ef þeir horfa í þessi andlit sam- tímans? Og glæðir það ekki skilning manna á tildrögum hins ríkjandi stjórnmálaöng- þveitis að horfa í þessi ólíku andlit hins leiðandi flokks? Hvernig ætti að vera hægt að hafa ábyrgt samstarf við flokk, sem er svona sundurleitur? NEYTENDUR FÁ STYRKINN, EN EKKI BÆNDUR. Blað kommúnista hefir jafn- an haldið því fram, að ríkis- sjóður hafi borgað 700 þús kr. i smjöruppbætur til bænda á seinasta ári. Hefir blaðið hvað eftir annað ætlað að rifna af vandlætingu út af þessum „styrk" til bænda. Síðastl. sunnudag gerir blað- ið loksins þá uppgötvun, að það hefir vaðið tóman reyk og vit- leysu í þessum málum, því að það séu neytendur • en ekki bændur, sem hafi fengið þetta fé. Segir svo í „bæjarpósti" blaðsins þennan dag: „Eins og kunnugt er voru borg- aðar 700 þús. kr. úr ríkissjóði til að lækka verð smjörs árið 1943. Fyrir okkur, sem ekki 'höfum átt bess nokkurn kost að fá smjör keypt, hefir það verið ráðgáta hverjir fengju þessar 700 þús. kr. sem við höfum borgað með sköttum og skyldum. Nú virð- ist þetta upplýst, Það er þeim fjölda bæjarbúa borgað, sem Samsalan, undir stjórn Halldórs Eiríkssonar og séra Sveinbjarn- ar, telur að ekki „megi eða geti" án smjörs verið." Það þarf ekki að taka fram, að hnútur þær, sem kommúnist- ar senda Halldóri og Sveinbirni í þéssu sambandi, eru hrein kommúnistalygi. Er það í fullu samræmi við annað hjá þessu blaði, að búa til ný ósannindi, þegar það loksins neyðist til að afhjúpa fyrri blekkingar sínar um það, að bændur fengju pen- inga, sem notaðir væru til verð- lækkunar á smjöri. KLOFINN FLOKKUR. Morgunblaðið var nýlega að hælast yfir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri eini flokkurinn, sem aldrei hefði klofnað. Það er þó ekki full tvö ár síðan ,að einn þingmaður flokksins, er jafn- framt var bæjarfulltrúi fyrir hann í Reykjavík og bezti blaða- maður hans, gekk úr honum með nokkurra hundraða manna liði. Raunverulega hefir flokkurinn líka alltaf verið að klofna, þótt ekki hafi myndazt ný flokks- (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.