Tíminn - 30.03.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1944, Blaðsíða 4
140 TfiMEViy, fimmtudaginn 30. marz 1944 34. blað tJR BÆNBM Fundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Kaupþingssalnum í fyrrakvöld. Fundinn setti Jens Hólmgeirsson. Fundarstjóri var valinn Ólafur Jó- hannesson, en ritari Gunnlaugur Pét- ursson. Steingrimur Steinþórsson flutti ágæta inngangsræðu um landbúnaðar- málin. Urðu um þau miklar umræður er stóðu fram á nótt. Auk frummæl- anda tóku til máls þeir Eysteinn Jóns- son, Gunnar Árnason, Gunnar Bjarna- son, Runólfur Sveinsson, Kristján Frið- riksson, Jóhannes G. Helgason, Jens Hólmgeirsson, Guðbrandur Magnússon ok Sæmundur Friðriksson. Fundurinn var vel sóttur og 12 nýir félagar gengu í félagið. Gestamót. Gestamót Ungmennafélaga verður í Góðtemplarahúsinu annað kvöld kl. 9. Má þar búast við ánægjulegu kvöldi, því bar sem heilbrigður ungmenna^ félagsskapur er, þar er einhver bezti félagsskapur æskunnar — og fólksins, sem er ungt í anda, þótt það sé farið að eldast að árum. Hjónabönd. Um s. 1. helgi voru gefin saman í hjónband ungfrú Anna Steinsdóttir or Sveinbjörn Árnason, skólastjóri, Kothúsum í Garði. Ungfrú Eygerður Bjarnadóttir og Kristján Hallsson, kaupfélagsstjóri á Hofsós. Ennfremur ungfrú Magnea Aldís Davíðsdóttir (Jónssonar múrarameistara) og Jó- hannes Leifsson, gullsmíðanemi frá Galtarvík. Heimili þeirra síðasttöldu er að Grettisgötu 33 B hér í bæ. Skömmtunarseðlar. Þeir eru afhentir í dag og á morgun í Hótel Heklu kl. 10—12 og 1—6. Af- hent er aðeins gegn stofnum af nú- gildandi seðlum og þeir verða að vera með greinilegri áritun. Bílstjórakaup. Hreyfill hefir nýlega gert samninga við bifreiðaútgerðarmenn. Og samdi Steindór fyrir hönd þeirra síðarnefndu. Hækkar bifreiðastjórakaup til muna. Bifreiðastjórar, sem aka á sérleyfis- leiðum fá kr. 600 í grunnkaup og er miðað við 8% tíma vinnu, en bifreiða- stiórar á minni bifreiðum fá 550 kr. á mán. í grunnlaun. — &á hefir Vöru- bifreiðastjórafélagið „Þróttur" sagt upp gildandi samningi og gengur hann því úr gildi 28. júní n. k. — Sama sagan allstaðar. „Kauphækkun," þ. e. fleiri og smærri krónur. Allir vilja fá jleiri krónur, og virðist þegjandi samkomu- lag hjá flestum um það, þó að þær smækki að sama skapi og þær fjölga. Og þetta eru kallaðar „kjarabætur." Pétur Gautur. Frumsýning verður annað kvöld á þessu fræga of stórmerka leikriti Ibs- ens. Það er tónlistarfélagið og Leik- félag Reykjavíkur, sem sýna leikinn undir stjörn norsku leikkonunnar Gerd Grieg. Hér er á ferð merkur leikvið- burður, sem líklegt er að vandlátari o" listrænni hluti bæjarbúa meti að verðleikum. Nóg boðið. Magnús Jónsson í Borgarnesi, einn af helztu „Sjálfstæðis"-mönnum þar, skrifar í Mbl. í gær til að hnekkja rógi Jóns Pálmasonar um Laxfoss og skips- höfn hans. Klæðskerar. Klæðskerasveinafélagið „Skjaldborg" hefir nt/lega eert nýja samninga við atvinnurekendur og f engið hækkað kaup, þ. e. hækkaðan krónuf jölda. Og verkamannablöðin kalla það „kjara- bætur". En hvenær fara þau góðu blöð að flytja fréttir um það, að verka- fólk fái „kjarabætur", sem séu fólgnar í því, að krónurnar, sem það fær, hafi vaxíð 1 verði? , Ljóðasafn. Ljóðmæli Guðmundar Guðmunds- sonar eru nú auglýst á vegum ísa- foldarprentsmiðju. G. G. var eitt sinn eitthvert vinsælasta skáldið. Ljóð hans eru b«ð og falleg og sérstaklega „lyr- isk". » « Héraðssaga. Það fer nú mjög í vöxt að skrifa héraðssögur.* Nú er m. a. í undirbún- ingi að gefa út sögu Rángæinga í 6—7 bindum. Er ráðgert að Halldór Her- mannson, prófessor riti mikinn hluta fyrsta bindisins og verði það saga Rangárþings frá byr^un landnámsald- ar og fram til 1800. Guðjón Ó. Guð- jónsson mun <"efa Rangæingasöguna út á sinn kostnað. Húsnæði. Nú hef ir húsaleigunef nd gef ið skýrslu yfir það bráðabirgðahúsnæði, sem fengist hefir hjá ameríska hernum. Búa nú þégar tæplega 400 manns í þessu húsnæði. Hefir það verið lagað svo að viðunandi má teljast. Og hafa yfirmenn ameríska hersins sýnt sér- staka lipurð og hjálpsemi i láni þessa húsnæðis, og ekki enn tekið nokkra leigu fyrir það. En hálfgert öfugstreymi virðist það, að höfuðstaðurinn skuli nú á þessum velgengnisárum þurfa að krjúpa fyrir velvild erlendra manna um lán á bröggum fyrir íbúa sína, en á meðan standa fjöldamörg sæmilega góð íbúðarhús hálftóm víðsvegar um landið, af því að fólkið er farið til Reykjavíkur. Vinnuheimilið. Gjafirnar streyma til hins fyrirhug- aða vinnuheimilis berklasjúklinga að Revkjum. í síðustu viku hafði Pípu- verksmiðjan h. f., undir stjórn Krist- jáns Guðmundssonar, gefið bvggingar- efni úr vikri í 5 einnar hæðar íbúðar- hús, 65 fermetra hvert. Skúli Pálsson hefir fyrir hönd h. f. Laxinn, heitið að gefa fisk eins og hælið þarf að nota fyrsta árið. Samband ísl. samvinnu- félaga hefir gefið 15. þús. kr. og margar fleiri myndarlégar gjafir hafa borizt til að hægt sé sem fyrst að hrinda í framkvæmd þessari fögru og þörfu hugsjón. Kjöt. Tíminn spurði Kristjón Kristjónsson hjá Samb. ísl. samvinnufélaga í gær um kjötbirgðir í landinu. Kvað hann spaðsaltað kjöt vera nærri uppselt. Freðkjöt í íshúsunum myndi duga eitt- hvað fram eftir vorinu. Kristjón kvað talsvert kjöt liggja í landinu, sem selt væri Bretum, en það hefði ekki feng- izt flutt út ennþá. Kjörskrá. Auglýst er að kjörskrá liggi frammi á skrifstofu borgarstjóra yfir kjósend- ur þá, sem hafa atkvæðisrétt í vor. Þar sem kærur eiga að vera komnar til borgarstjóra fyrir 11. apríl, (3. í pásk- um), þá er áríðandi fyrir menn að gæta að því sem fyrst, hvort þeir eru á kjörskrá, a. m. alla þá, er vilja styðja að skilnaði við Dani og stofnun lýð- veldis á íslandi. Stökkmót. Stökkmótið, sem Norðmannafélagið gekkst fyrir, fór fram að Kolviðarhóli s. 1. sunnudag. Norðmaður stökk lengst 35% meter og næst lengst stökk Sveinn Sveinsson (í. R.) 33 m. Fjöldi manna var á skíðum um helgina á Hellisheiði. Talið er að um 1000 manns hafi verið að Kolviðarhóli. Gjöf. Nýja Stúdentagarðinum hefir borizt 10 þús. kr. gjöf frá Barðastrandasýslu með ósk um, að eitt herbergi Garðs verði kallað Barðstrendingabúð, og það sé ætlað til íbúðar stúdent úr Barða- strandasýslu. Stígandi, 1. hefti 2. árg. þessa tímarits hefir borizt Tímanum. Skrifa í þetta hefti margir mætir menn, þar á meðal rit- stjórinn, Bragi Sigurjónsson, Arnór Sigurjónsson, Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Guðm. Frímann, Sverrir Ás- kelsson, Guðfinna frá Hömrum, Krist- ín Sigfúsdóttir, Guðm. Friðjónsson o. fl. Málverkasýning Benedikt Guðmundsson hefir mál- verkasýningu í Safnahúsinu þessa dag- ana. Útvarpsstöð hersins. Eins og getið var um í bæjarfréttum hér fyrir nokkru, hefir ameríski her- inn minhkað afnot sín af íslenzku út- varpsstöðinni. En nú hefir herinn aftur á móti komið sér upp útvarpsstöð sjálf- ur og varpar út á hverjum degi tón- list og öðrum skemmtiefnum. Er sagt að þessi útvarpsstöð hafi aðeins kostað um 2 þús. dollara, en heyrist þó frá henni til allra herstöðvanna hér á landi. Minkur. Eitt bæjarblaðið sagði frá því nýlega, að fólk hafi tekið eftir því að minkur væri við dyrnar á Hótel Borg, og litið út fyrir að hann langaði inn á Borg- ina! Lösreglan fór svo með skotvopn- um í eltingaleik við dýrið, en missti af því seinast ofan í skolpræsi. Aðalfundur. Bvqringarsamvinnufélag Reykjavík- ur hélt aðalfund sinn í s. 1. viku. í stjóm félagsins voru kosnir: Guðlaugur Rósinkranz, form., Elías Halldórsson, Vilhjálmur Björnsson, Ólafur Jóhann- esson og Guðm. Gíslason. Mikið var rætt á fundinum um nýbyggingar, en menn voru flestir á þeirri skoðun, að heppilegast væri að bíða með þær fram yfir styrjaldarlok. F. U. F. í Reykjavík heldur fund í Samvinnuskólanum á föstudagskvöldið. Kosning fulltrúa á flokksþing Framsóknarmanna fer fram á þessum fundi. Skíðadagur Stjórn í. S. í. hefir ákveðið að beita sér fyrir þvi, að haldinn verði árlega skíðadagur um land allt. Það, sem vakir fyrir íþrótta- sambandinu með þessu, er að auka skíðaferðir barna og ung- linga og efla þar með gengi þessarar ágætu íþróttar. Sambandsstjórnin vill taka upp samvinnu við öll íþróttafé- lög, einkum þau, er hafa skiða- íþróttina á stefnuskrá sinni, svo og barnakennara og skólastjóra víðsvegar um land. í fjáröflun- arskyni til skíðakaupa barna og unglinga hyggst sambandið að láta selja sérstök merki þennan ákveðna skíðadag. Aðsendar greínar berast mjög margar til Tím- ans. En vegna þess hve rúm blaðsins er takmarkað, en marg- ar greinarnar langar, þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem senda Tímanum greinar, að hafa þær eins stuttar og gagnorðar eins og menn sjá sér fært. í bítlmgabrókianí Jón Pálmason fór á stúfana í Mbl. nýlega til þess að afsaka bitlingabrókina, en lætur þó líta út, að það séu ritstjórar Mbl., sem skrifi. Auðvitað þorir hann ekki að segja frá öllum þeim tugum þúsunda króna, sem hann er búinn að fá úr ríkis- sjóði. Ekki reynir J. Pá. held- ur að skríða undan þeim ásök- unum, er ég bar á hann, vegna ályga hans á mig. Nú verður honum tíðræddast um hvert „smámenni" ég sé. En er þá ekki ennþá leiðinlegra fyrir J. Pá. að bera lægri hlut fyrir smámenni? Nú ætla ég aftur að gefa J. Pá. tilefni til þess að reyna mátt sinn, því ég býst varla við, að hann hafi dáð í sér að taka þann bezta kost, sem hann á völ á, en það er að þegja. í grein minni „Bitlingabrók- in", kvað ég nokkuð hart að orði við J. P., ef hann gæti ekki sannað áburð sinn á mig um sérréttindin. Nú ætla ég að gera honum hægara fyrir. í síðustu Mbl.-grein breytir J. Pá. sér- réttindaáburði sínum á mig í dylgjur um, að ég hafi „mænt biðjandi" eftir hverju „beini", sem til hafi fallið, eða m. ö. o. J. Pá. dróttar því að mér, að ég hafi eins og hann, verið að snapa eftir „beinum" og ætlar þannig að reyna að láta verða bræðrabyltu við „lítilsiglda smá- mennið", er hann kallar svo. Nú skora ég á J. Pá. að koma með líkur (það ætti að vera hægara en sannanir) fyrir því, að ég hafi einhverntíma á æf- inni farið fram á að fá bitling eða vegtyllur frá almenningi. Takist honum það ekki, þá'verð ég að endurtaka það, sem ég sagði síðast í tilefni af raka- lausu fleipri J. Pá. í minn garð, að hann væri vísvitandi opinber ósannindamaður og sá versti slefberi, sem nokkurntíma hefði alið aldur sinn í Húnaþingi. Á öllum öldum hafa verið til vesalmenni, sem hafa látið kaupa sig fyrir nokkra silfur- peninga eða vegtyllur til þess að svíkja „vini" sína eða stétt- arbræður. Þessum Júdösum eða Kvislingum allra alda og allra þjóða væri auðvitað ánægjuleg- ast að ganga alveg fram hjá, því oft er hið versta skítverk við þá að eiga. En stundarað- staða þeirra getur verið þannig, staða þeirra getur verið þannig, að þeir verði að fá svolitla úr- lausn strax, þótt aðallaunin bíði síðari tíma. V. G. Fylg-ist með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að íesa Tímann. Smjörframleioslan. (Framh. af 1. síðu) er ekki meira nú en það alltaf hefir verið, eins og ég hefi þeg- ar bent á. Heldur er það svo, að nú hafa menn meiri peninga- ráð en áður. Pjöldi fólks, sem aldrei sá eitt einasta smjörkorn áður, kvartar nú sárast undan smjörleysinu, og má vel vera, að þar ráði nokkru um, að nú er smjörlíkið ekki talið eins gæða- mikið og sumir álitu það fyrir stríð. Þegar þetta er haft í huga, ásamt ,því hversu lítil smjör- framleiðsla þjóðarinnar er, má ¦telja, að sú ráðstöfun núverandi ríkisstjórnar, er hún verðfeldi smjörið í byrjun síðasta árs um ca. y3 í útsölu, hafi aukið á vandræðin. Ef ein vara er rofin úr eðlilegum verðtengslum við umhverfið skapar slíkt aukna eftirspurn og þegar litlar ráð- stafanir eru gerðar til þess að mæta hinni auknu eftirspurn, er málunum vissulega stefnt í óefni. Dýrtíðin margumtalaða, með vísitölunni eins og skugga á hæl- unum, er sannarlega vand- ræðadraugur og þeim er vorkunT sem' við hann þurfa að glíma, en Tnér er nær að halda að draugsi standi jafn hnakkakert- ur yfir höfði þjóðarinnar, þótt þessum ráðstöfunum í sambandi við smjörframleiðslu hafi verið beitt í baráttunni við hann. Smjöreklan á s. 1. ári var til- finnanleg, af því að eftirspurn- in var meiri en áður hafði ver- Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) Finnland til árásar á Rússland. Sú átylla væri þá alveg fallin úr sögunni. Ef góð sambúð ætti að vera milli þjóðanna, væri bezt, að hver hefði sitt og þá væru landamærin frá 1939 sann- gjörn. Góð gæti sambúð aldrei orðið meðan annar aðilinn fyndi sig beittan ofríki. Auk þess, sem afvopnunar- skilyrðið sætti gagnrýni Finna, var krafan um áframhaldandi leigunám Rússa á Hangö þeim mikill þyrnir i augum. Það hef- ir oft verið sagt, að sá, sem réði yfir Hangö, gæti ráðið yfir Finnlandi, og getur líka hver skilið það, sem athugar legu staðarins. Talið er, að Finnar hefðu gengið að skilmálum Rússa, ef þeir hefðu slakað til á þessum tveimur atriðum og reynzt liðlegir í samningum um önnur mál, sem átti að ræðast sérstaklega á ráðstefnu í Moskvu, þ. á. m. herbúnað Finna og Petsamo. Yfirleitt virðist sú skoðun ríkjandi, þótt blöð Bandamanna ræði það lítt opinberlega vegna samvinnunnar við Rússa í styrj - öldinni, að skilmálar Rússa hafi verið tortryggilegir. Hvers vegna vilja þeir láta Finna lenda í styrjöld, sem myndi leiða eyði- leggingu yfir borgir og byggðir Finnlands? Hvers vegna kref jast þeir landaafsals af.Finnum, er gerði þeim kleift að hernema landið á skömmum tíma? Hvers vegna ræða þeir um afvopnun finnska hersins? Þessar tor- tryggnisfullu spurningar rifjast ekki sízt upp, þegar þess er gætt, að ekki eru liðin nema rúm fjögur.ár síðan, að Rússar út- nefndu Kuusinen sem einvalda Finnlands og stofnuðu til m-ik- ils herleiðangurs til að koma þvi undir yfirráð hans. Þótt friðar- skilmálar Rússa virðist á ýmsan hátt mildari en þeir, sem Bandamenn settu ítölum, virð- ist mörgum þeir vera tortryggi- legir. Kann það að stafa af því, að vitanlegt var, að Bandamenn ætluðu sér ekki yfirráð á ítalíu til frambúðar, en Rússa gruna menn um græsku. En þrátt fyrir þetta, virðist finnska stjórnin hafa fullan hug á að reyna að ná samkomu- lagi við Rússa, þótt hún gæti ekki fallizt á skilmála þeirra nú. Hún hefir tekið fram, að Finn- ar væru alltaf reiðubúnir til heiðarlegra friðarsamninga og þeir óskuðu þess eindregið, að góð sambúð ríkti milli þjóð- anna. Þess vegna hefir hún tek- ið sérstaklega fram, að það ætti ekki að útiloka friðarsamninga í náinni framtíð, þótt þeir mis- tækjust nú. Stefna Finna er sú, að reyna enn uni stund að bíða og sjá, hvort hentugri tækifæri bjóðast ekki, t. d. ef Þjóðverjar neyddust til að flytja her sinn frá Finnlandi. Vafalaust er það vilji finnsku stjórnarinnar og yfirgnæfandi meiri hluta þjóð- arinnar, að það komi skýrt fram, að takist ekki góð sambúð Rússa og'Finna í framtíðinni, þá sé sökin ekki Finna. ið, en þó hygg ég að smjörekl- an verði tilfinnanlegri á þessu ári, því allar líkur benda til þess að nú fari framleiðendur fyrst að dfága inn seglin, nema því aðeins að komið verði á víðtækri stefnubreytingu í framleiðslu- málum þjóðarinnar og verð- lagningu framleiðslunnar, og er það önnur saga. Menn verða að gera sér það ljóst, að ef smjörframleiðslan á að vaxa, þarf tvennt til: Það þarf að greiða framleiðendum það vel fyrir smjörið, að það verði sambærilegur hagnaður af því að framleiða smjör og aðr- ar framleiðsluvörur bænda, <g í öðru lagi þarf að koma á stór- felldri aukinni ræktun í þeim sveitum, sem bezt hafa skilyrð- in, stefna að því, að bændur geti aflað sér sem mest af kúgæfu heyi. Þegar þetta er unnið, hygg ég, að menn þurfi ekki að kvarta undan smjörleysi. ,qai\/it.4 BÍÓ« Þau hittust í Bombay (They Met in Bombay). CLARK GABLE, ROSALIND RUSSELL. Sýnd kl. 7 og 9 Börn innan 1Z ára fá ekki aðgang. STROKUFANGARNIR Sýnd kl. 3 ogr 5 Börn fá ekki aðgang. ? NÝJA BÍÓ. ..* Skugfgar for- tíðariniiar („Shadow of a Doubt"). Aðalhlutverk: TERESA WRIGHT. JOSEPH COTTEN. _______Sýnd kl. 5, 7 og 9. NJÓSNARAHVERFIÐ („Little Tokyo U.S.A."). Spennandi njósnaramynd. PRESTON FOSTER, BRENDA JOYCE. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum. TónUstarfélafjið o(f Leihfélafí Reytejjavíkur 99 Pétur Crautur" Leikstjóri: frú Gerd Grieg. Allir fráteknir aðgöngumiðar, sem ekki hafa verið sóttir að fyrstu og annarri sýningu, verða seldir frá kl. 2 í dag. reinsun oe pressun Fullkomn- ust oj» fIjÓt' ust af- greiðsla. VinSr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Sent gegn póstkröfu um lanel allt. Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: SláturfMag. fteykhús. - Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur,í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bjúgu og aUs- konar áskurö á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Egtfjasölusamlafgi aeykjavíkur. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) brot, nema í þetta sinn og þeg- ar nazistarnir voru að brölta á árunum. Flokkurinn hefir nefni- lega alltaf verið að tapa i öllum þingkosningum um skeið. Flokk- urinn er ekki heldur nein sam- stæð heild. Hann er klofinn i mörg flokksbrot, bændadeild, verkamannadeild, verzlunar- mannadeild, stórútgerðar- mannadeild, sem geta sundrazt þegar minnst vonum varir og gert hafa hann stefnulausan og óstarfhæfan um lengra skeið. Enginn flokkur getur því síður hælt sér af því, að hann sé ó- klofinn. „Gjafir eru yður gefnar". (Framh. af 2. síðu) ins. Því vil ég að lokum láta þá von í ljósi, að þetta mikilsverða mál Rangárþings verði leyst á þann hátt, að það verði öllum þeim til hagsbóta og sæmdar, sem það snertir á einn eða ann- an hátt. Getur þá hver unað vel við hlut sinn. Auglýsið í limanum! menn! Vér höfum fyrirliggjandi: INNIHURÐIR, ÚTIHURÐIR, KARMUSTA, GÓLFLISTA, DÚKLISTA, RÚÐULISTA, GLUGGAEFNI o. fl. Smíðum allt til húsa með stutt- um afgreiðslufresti. Sögin h. í. Sími 5652. Höfðatún 2 — Reykjavík. GÆFAN - fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.