Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1944, Blaðsíða 3
35. blað TÍMIM, laugarclagiim 1. apríl 1944 143 Dánarmmnmg Ragfnheíður Jónsdóttir frá Feigsdal í fyrradag var til moldar bor- in í.Reykjavík ein þeirra mörgu alþýðukvenna, sem eru kjarni þjóðarinnar, vegna mannkosta og andlegs og líkamlegs at- gervis. Það var Ragnheiður ÓI- afía Jensdóttir frá Feigsdal. Ragnheiður var fædd að Tjaldanesi við Arnarfjörð 20. júlí 1864, en þar áttu þá for- eldrar hennar heima, Jens Þor- valdsson og Sigríður Jónasdótt- ir. Þegar Ragnheiður var 4 ára, fluttu þau vestur yfir fjörðinn og reistu bú í Feigsdal (eða Feitsdal). Bjuggu þau þar síðan alla ævi og farnaðist vel. Þau áttu 6 börn, er til aldurs kom- ust: 1) Ragnheiður var elzt, 2) Þorvaldína, dó ógift á Þing- eyri 1923, 3) Ragnhildur, kona Gísla Árnasonar í Austmanns- dal, (hún er nú ein á lífi þess- ara systkina og dvelur ekkja hjá Jónfríði dóttur sinni á Hrafns- e/ri), 4) Ástríður, fyrri kona Davíðs Kristjánssonar trésmíða- meistara r Hafnarfirði, (d. 1925), og 5) Jón, drukknaði rúmlega tvítugur í mannskaðaveðrinu mikla í Arnarfirði haustið 1900. Það var á orði haft um þær Feigsdalssystur, að ekki yxu aðrar konur mannvænlegri upp en þær þar um slóðir. Fór þar saman fríðleikur og mannkostir. Þurftu þær og ekki að sækja góða eiginleika langt í ættir fram, þvi að Jens faðir þeirra var staðfestumaður og svo jnik- ið valmenni, að til hefir verið jafnað, og Sigriður móðir þeirra skörungur og hin gervilegasta kona. Ragnheiður giftist haustið 1883, 19 ára gömul, Guðmundi skipstjóra Jónssyni frá Bakka í Dýrafirði, Jónssonar. Þau bjuggu fyrst á Hólum í Dýra- firði. Jens í Feigsdal andaðist haustið 1886, og höfðu þau dótt- ir hans og tengdasonur flutzt þangað um vorið áður. Bjuggu þau Guðmundur og Ragnheið- ur í Feigsdal í nærri tvo ára- tugi við mikla rausn, svo að orð fór af. Mjög voru þau samhent um allan höfðingsskap. Var oft fjölmennt hjá þeim í heimili og ákaflega gestkvæmt. Komu kostir Ragnheiðar þar vel í ljós á margan hátt. Svo hefir sagt mér gamall sveitungi minn, er vinnumaður var um skeið hjá þeim hjónum, að aldrei hafi hann átt betri húsmóður en Ragnheiði. Nokkuð gengu efni þeirra hjóna úr sér í Feigsdal, þó að Guðmundur væri ötull maður og hinn duglegasti bæði til lands og sjávar, og Ragnheiður svo vel verki farin, að til var tekið, bæði vandvirk og mikilvirk. 1905 fluttust þau frá Feigsdal og reistu sér nýtt býli í Selárdal við Arnarfjörð og kölluðu Mel- stað. Þar bjuggu þau í 10 ár, og sótti Guðmundur þaðan sjó af miklu kappi og stundaði jafn- framt smíðar, því að hann var hagur maður. Ekki áttu þau hjón barnaláni að fagna. Þau eignuðust eina telpu, en misstu hana á 1. ári. Tvö fósturbörn ólu þau upp: 1) Guðmund Jens, nú bónda á Gerðhömrum í Dýrafirði, son Benónýs í Hjarðardal í Dýra- firði, Jónssonar, og 2) Jakobínu, dóttur Ásgeirs Ásgeirssonar á Álftamýri, Jónssonar prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar. Jako- bína er gift Guðmundi húsa- smíðameistara í Reykjavík, Helgasyni bónda á Hofi í Dýra- firði, Einarssonar. Guðmundur er systursonur Guðmundar Jónssonar, manns Ragnheiðar. Þau Guðmundur og Jakobína bjuggu fyrst á Söndum í Dýra- firði, og dvöldu fósturforeldrar þeirra þar hjá þeim. Þar and- aðist Guðmundur 3. des. 1924,. en Ragnheiður fluttist með þeim suður árið 1930 og dvaldi á heimili þeirra til dauðadags, 21. marz 1944. Ragnheiður var prýðilega greind kona og skemmtileg í viðræðum. Var hið mesta yndi að tala við hana um fyrri tíma og liðna atburði, því að hún var bæði fróð og minnug. Þótti henni og gott um þau efni að ræða. Hún var ættfróð vel og fannst það stundum á, að hún minntist með ánægju sumra for- feðra sinna, enda mátti hún það vel, því að það var hvort tveggja, að þar var mætra manna að minnast, og eins hitt, að hún sýndi það með allri framkomu sinni og hátterni, að henni var ekki illa í ætt skotið, heldur mátti hver sem helzt ættar- meiður vera fullsæmdur af slíkum kvisti, sem hún var. En þáð eitt verður hér sagt af ætt hennar, að faðir Jens, föður hennar, hét Þorvaldur og bjó á Tjaldanesi, margfróður maður og vandaður, Ingimundarson á Karlsstöðum (d. 1838), Jóns- sonar. Kona Þorvalds og móðir Jens hét Ragnheiður (d. 1899), og var dóttir Jens prests á Laugabóli (hann dó 1813, 27 ára gamall, mesti efnismaður), Jónssonar sýslumanns í Reykj- arfirði, Arnórssonar. Ragn- heiður í Feigsdal bar nafn ömmu sinnar, og svo sagði hún þeim, er þetta ritar, að það Ragn- heiðarnafn væri hið sama og þær báru,móðir og dóttir Brynj- ólfs biskups Sveinssonar. Mun þetta rétt vera, því að móðir Ragnheiðar eldri Jensdóttur (ömmu Ragnheiðar í Feig^dal) var Guðrún (d. 1862) Magnús- dóttir frá Núpi í Dýrafirði, en Magnús á Núpi var kominn í beinan karllegg frá Jóni Giss- urarsyni sagnaritara á Núpi, hálfbróður Brynjólfs biskups.. Um móðurætt Ragnheiðar í Feigsdal er minna kunnugt. Móðir hennár, Sigríður ljósmóð- ir (d. 1918), var Jónsdóttir bónda í Skógum í Arnarfirði (d. 1859), Tómassonar í Botni í Geirþjófsfirði (d. 1853), Einars- sonar. Móðir Sigríðar hét Ragn- hildur Guðmundsdóttir bónda í Skógum (d. fyrir 1816), Bjarna- sonar hreppstjóra í Skógum (f. 1726), Einarssonar. Er svo að sjá af ýmsu, að talsvert hafi verið' spunnið í þetta Skógafólk, og allríkir skapsmunir komu sums staðar fram í því kyni. Um bæinn Tjaldanes, þar sem Ragnheiður fæddist, er það sagt í Landnámu, að þar gangi eigi sól af um skammdegi, en það er' fátítt vestur í fjörðum, þar sem háreistar hyrnur og nær- stæðir núpar byrgja sól frá bæjum vikum og . mánuðum saman. Mér finnst þetta tákn- rænt fyrir Ragnheiði, því að alla ævi var sólríkt umhverfis hana. Ekki ber að skilja það þannig, að hún hafi ekki hlotið að reyna harma og örðugleika líkt og aðrir menn, heldur á hinn -veginn, að svo var sem henni fylgdi jafnan birta og yl- ur sökum ljúfmennsku hennar, góðvildar og annarra mann- kosta. Þar gekk eigi sól af um skammdegi. Ólafur Þ. Kristjánsson. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. VinSr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Auglýsið í Tímannm! Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Svo sögðu þær sögur af því, er menn úr dönsku nýlendunum komust síðast í kast við þessa heiðingja. Mennirnir voru frá Úpernivík. Heiðingjarnir ginntu þá upp í fuglabjarg og tóku svo frá þeim bjargreipin. í fjóra daga sátu mennirnir grátandi á syllu í fuglabjarginu. Loks veitti örvænt- ingin þeim kjark til þess að klífa bjargið. Þeir komust allir upp á brúnina heilu og höldnu, en eftir þetta þorðu þeir aldrei að leita fanga norður á bóginn. Þarna norður frá var einnig hérað, þar sem ætíð var myrk- ur, sögðu gömlu konurnar, en drengurinn lét engan bilbug á sér finna. Hann ætlaði að aka norður eftir á sleða, þegar hann hefði aldur og þroska til. Kerlingarnar hlógu, en Knútur var þannig skapi farinn, að hann gleymdi aldrei fyrirætlunum sínum. Svo fór hér. Það varð hann,. sem dreifði myrkri þjóðsögunnar, er hvíldi yfir lífi og löndum hinna nyrztu ibúa jarðarinnar. Um þessar mundir gerðist atburður einn í Jakobshöfn, er hafði mikil áhrif á drenginn og örvaði ímyndunarafl hans. Ókabak og „Greifinn" komu heim úr furðulegri ævintýraferð til meginlands Evrópu. » Ókabak var veiðimaður úr héruðum við Diskóflóa. Hann hafði verið kjörinn til Evrópuferðar, ásamt „Greifanum". Þeir fóru fyrst til Hamborgar, þar Hagenbeck, sem frægur er fyrir dýra- garða sína, kenndi þeim æskilega framkomu, er féll í geð hinum forvitnu börnum siðmenningarinnar, er fyrst og fremst vildu skoða þá sem villidýr. Síðan voru þeir fluttir borg úr borg og sýndir. . Þýzkalandskeisari ávarpaði þá, og þeir komu á heimssýning- una í París. Þeir reru húðkeipum, köstuðu harpúnum og skutu íuglaspjótum upp í loftið, hvar sem þeir komu. Þeir bjuggu í tjöldum og voru sífellt umkringdir forvitnum áhorfendum. Þeir voru fyrstir í þeirri löngu lest fólks, er sýndi „villimenn í eðli- legu umhverfi.“ Þeir komu heim aftur gerspilltir menn, rúnir sál sinni og þrotnir að líkamsdug. Ókabak var hafður að orðtaki í sinni sveit. Fjárráð hans stigu honum til höfuðs, en er fyrsti veturinn var liðinn, var hann orðinn örsnauður. Hann gekk fyrst í stað með alla vasa fulla fjár og keypti allt, sem hann sá girnilegt í búð- inni, og leysti gesti sína út með gjöfum. Hann lét tjalda hús sitt með hvítu lérefti, og hver, sem til hans kom, mátti skera af því bút í skyrtu handa sér eða hvað annað, sem hann þarfnað- ist. Á miðju gólfi var kassi, fullur af kaffibaunum, og úr hon- um gat fólk ausið í vasa sina. Þegar vetraði, hafði hann ekkert gagn af bátnum, sem hann hafði haft heim með sér úr utanförinni. Hann hjó hann því sundur til eldsneytis. Allir horfðu undrandi á aðfarir hans. Danskur maður seldi honum eitt staup af brennivíni fyrir byssu. En það þótti samt of langt gengið, því að Dananum var vikið frá starfi sínu og Ókabak fékk byssuna sína aftur. „Greifinn“ vakti eigi síður mikla athygli í Jakobshöfn. Hann hafði ferðazt suður um lönd og séð sama furðuheiminn og Óka- bak. Um sóun fjármuna var hann tæpast jafnoki félaga síns, en það var ekki dyggð hans sjálfs að þakka, heldur séra Kristjáni, föður Knúts, sem jafnan tók í taumana, þegar eyðslusemi hans gekk mest úr hófi fram. En samt sem áður eyddist fé hans á fá- um árum, og lifðu „Greifinn" og kona hans lengi í mikilli fátækt. En hve mjög sem að þeim þrengdi, voru þau óþreytandi að segja sögur sínar af dásemdum lífsins suður í ævintýralöndunum. Kona „Greifans“ hafði reykt sígarettur með keisarafrú Þýzkalands. „Greifinn“ hafði séð morgunsólina skína yfir hin óteljandi húsa- þök Parísarborgar. Það var mesta yndi „Greifans“ að segja frá þeim hlutum, er áheyrendur hans gátu ekki gert sér neina grein fyrir. En Knútur hlustaði hugfanginn á sögur hans. Hann var draumhneigður að eðlisfari, og frásögur „Greifans“ féllu í góðan jarðveg í barnshuga hans. Skáldlegt ímyndunarafl, er blundaði í brjósti hans, var vakið. Nokkru síðar gerðist annar stórviðburður, er beindi huga hans lengra í þessa átt. Málari nokkur, Riis Carstensen, er farið hafði víða um heim, kom til Grænlands og hafði þar búsetu í eitt ár. Það var mjög sjaldgæft, að listamenn kæmu þangað, svo að koma hans vakti allmikla athygli. Knútur litli varð brátt tíður gestur hjá Carstensen listmálara. Hann hlustaði eftir hverju orði hans og skoðaði forviða myndir þær, serp hann hafði komið með sunnan úr hitabeltislöndunum. Honum fannst hann aldrei hafa staðið augliti til auglitis við annan eins mann. Eftir þetta beindist hugur hans allur til fjar- lægra landa. Um sumarið fékk Knútur að fylgja föður sínum á embættisferð hans um hið 300 mílna langa prestakall. Riis Car- stensen málari var einnig með í þeirri ferð. Enn var von á nýju stórmenni í hina afskekktu byggð við Diskóflóa þetta ár. Friðþjófur Nansen, ungur og lítt kunnur Norðmaður, hafði ráðizt í það að ganga á skíðum þvert yfir Grænlandsjökul. Þau tíðindi bárust, að hans væri senn von til Diskóflóans, ef allt væri með felldu um ferð hans, og sagan hermdi, að Lappar væru í fylgd með honum. Knútur Rasmussen og Jörgen Brönlund, æskufélagi hans og síðar förunautur í leiðangrum yfir Melvilleflóann, biðu óþreyjufullir komu Norð- mannsins og töluðu.alla daga um Lappana, er með honum voru. Jörgen Brönlund varð síðar heimsfrægur maður fyrir fylgd sína við Mylius-Erichsen, er lét lífið í rannsóknarleiðangri í Græn- landi árið 1907. Tókst Brönlund að bjarga öllum dagbókum, upp- dráttum og skilríkjum leiðangursins, en varð sjálfur úti. Riis Carstensen gerði ferð sína til móts við Nansen. Græn- landsverzlun hafði heitið tuttugu króna verðlaunum þeim manni, er fyrstur hitti Nansen eftir þessa svaðilför yfir Grænlands- jökul, og maður nokkur, Olsen að nafni, hafði heitið tvö hundr- uð krónum, og þótti það gífurleg fjárhæð í þá daga. Knútur og Jörgen heyrðu mjög um þetta talað. Eitt kvöldið lögðu þeir sjálfir af stað. Þetta var að sumri til og bjartar næt- ur. Loks voru þeir komnir svo langt í burtu, að þeir sáu ekki lengur fjallið ofan við tjaldið, er þeir höfðu laumazt frá. Þá urðu þeir hræddir. Samt héldu þeir áfram ferðinni, en nú leiddust þeir. Það jók þeim hugrekki. Þeir lögðu nú leið sína upp á háan hól, þar sem vel sást yfir óravíða sléttuna. Þá skildi Knútur, að þeím myndi ekki endast þrek til þess að ganga alla þessa leið. Þeir voru orðnir dauð- þreyttir og sársvangir og ljómi verðlaunagullsins var farinn að fölskvast í vitund þeirra. Saniband ísl. sainvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tilkynning tíl byggingameistara Ekki má setja fyllingu innan við Tungu eða neðan Borgar- túns. Bærinn tekur fyrst um sinn við fyllingu við Rauðarárstíg austan Gasstöðvar. Maður verður á staðnum að taka á móti. Þó verður öll fylling, sem óþrif eða ólykt er af, eftir sem áður að flytjast á öskuhaugana við Grandaveg. Bæjarverkfræðíngur. Anglýiing um hámarksverð N Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Viðskipta- ráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með 1. apríl: 1944: í heildsölu ..... kr. 13,40 í smásölu ....... — 16,00 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Viðskipta- ráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 24. sept. 1943. Reykjavík, 29. marz 1944. Verðlagsstjóriim. Þad tilkynníst hérmeð að leyfilegt er að framleiða til útflutnings 200 smálestir af harð- fiski, og verða þeir, sem ráðgera að herða fisk til útflutnings, að sækja um framleiðsluleyfi til nefndarinnar fyrir 4. apríl n. k. Reykjavík, 30. marz, 1944. Samninganefnd utanríkisvfðSskfpta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.