Tíminn - 04.04.1944, Page 1

Tíminn - 04.04.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. IRITSTJ ÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437". IAFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKEiriTOFA: EDÐUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 4. apríl 1944 36. blali Erleut yfirlit: ---------------- ® Pucheumálíð Ekkert dómsmál hefir vakið meiri athygli í seinni tíð en mál Pucheu fyrrverandi innanríkis- ráðherra Vichystjórnarinnar. Pucheu kom til Algier í fyrra- vetur eftir að hafa fengið leyfi Girauds hershöfðingja til að ganga í franska herinn þar, en fljótlega eftir komuna þangað var hann settur í stofufangelsi og síðar, þegar völd de Gaulle og manna hans ukust, var höfð- að opinbert sakamál gegn'hon- um fyrir brot þau, er hann hefði framið gegn frönskum lögum og frönsku ( þjóðinni meðan hann var Vichyráðherra. Réttarhöldin í máli þessu fóru fram í byrjun fyrra mánaðar og vöktu alheimsathygli. Fjöldi blaðamanna fylgdust með rétt- arhöldunum og hafa vart önnur réttarhöld vakið meiri athygli síðan þýzka þinghúsbrunamálið var á ferðinni. Framkoma og vörn Pucheu var almennt róm- uð, en hann var eigi að síður dæmdur til dauða og synjað um náðun. Dómnum hefir nú ver- ið fullnægt. Sennilega hefir mál þetta vakið aukna athygli vegna þess, að það er fyrsta málið, sem er höfðað gegn ráðherra úr stjórn hernumins lands, er hefir haft nána samvinnu við Þjóðverja. Hinar landflótta ríkisstjórnir hafa nú fjölda mörg slík mál í undirbúningi og má því búast við æðimörgum slíkum málum eftir styrjöldina. í annan stað hefir það vakið aukna athygli á þessu máli, að margir telja, að Pucheu hafi ver- ið sá Vichyráðherranna, sem sízt hefði átt að sakfellast. Hann gerðist innanríkisráðh. Vichy- stjórparinnar í júlí 1941 og mun hafa tekizt starfið á hendur eft- ir eindregnum tilmælum Peta- ins. Skemmdarstarfsemi gegn Þjóðverjum fór þá mjög vax- andi og höfðu Þjóðverjar við orð að taka lögreglustjórnina í sínar hendur. Ýmsar strangar reglur til að afstýra skemmdarverka- starfsemi voru því settar, þegar Pucheu tók við ráðherrastörfum, enda sagði hann í réttarhöld- unum, að með þeim hætti hafi hann viljað afstýra afskiptum Þjóðverja, enda hafi Petain marskálkur lagt á það ríka á- herzlu, að skemmdarstarfsem- in leiddi ekki til sömu óstjórn- ar í Frakklandi og raunin hefði orðið í Póllandi. Jafnframt kvaðst hann hafa veitt ítrustu mótspyrnu ýmsum þving- unarkröfum Þjóðverja og jafn- an elt grátt silfur við Laval í þeim efnum. Varð ósamkomu^- lag þeirra Lavals að lokum svo mikið, að Pucheu fór úr stjórn- inni í apríl 1942. Nokkrum mán- uðum seinna fór hann til Spán- ar, því að hann taldi sig ekki óhultan í Frakklandi, og þaðan fór hann svo til Algier eins og áður segir. Pucheu var einkum gefið það að sök, að Vichyyfirvöldin hefðu mjög hert sóknina gegn and- stæðingum Þjóðverja, þó eink- um kommúnistum, eftir að hann varð ráðherra. Aðalvitnin gegn (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Nýr orðrómur hefir komizt á kreik um samningaviðræöur • milli Finna og Rússa og að Paasikivi hafi undanfarið verið í Rússlandi. Ennfremur er sagt, að Rússar muni veita ýmsar til- slakanir á fyrri skilmálum sín- um, m. a. afsala sér Hangöskag- anum. Hins vegar, er sagt, að þeir vilji fá Álandseyjar í stað Hangö. Rússar sækja nú hratt fram til Odessa. Þeir hafa farið yfir Pruthfljót á mörgum nýjum Sambandsslítín Ummælí Chr. Möller Christmas Möller, ■ merkasti núlifandi stjórnmálmaður Dana, birti grein um sambúð íslands og Danmerkur 18. febr. síðastl. í „Frit Danmark“, sem kemur út í London. Sýnir grein þessi, hvernig réttsýnir Danir hugsa um þetta mál. Chr. Möller segir, að samkv. sambandslögunum megi slíta sambandi landanna 1944 og jafnframt taka konungsvaldið til meðferðar. Þá segir hann, að ástæðulaust sé að vera með nokkur heilabrot • út af því, hvort sambandinu verði slitið nú .eða þegar Danmörk sé orð- in frjáls, eins og deilt sé um á íslandi um þessar mundir. Síð- an segir hann: — Hjá mér er ekki minnsti vafi um, að sambandslögunum hefði verið sagt upp, ef ekki hefði verið styrjöld, að samn- ingar samkv. þeim hefðu farið fram og að niðurstaða þeirra hefði orðið á einn veg eða þann, að sambandinu milli landanna hefði verið slitið. Ályktanir, sem voru geröar löngu áður en stríð- ið hófst, sýna þetta eins skýrt og verða má. Þegar þetta er ritað, verður ekki endanlega sagt, hvaða lausn málið fær hjá ís- lenzkum stjórnarvöldum. Málið getur verið endanlega útkljáð, þegar Danmörk verður frjáls. Verði það niðurstaðan, þá álít ég, að Danir eigi að skilja það, að íslendingar hafi gert þetta vegna þess, að þeir hafi talið sér það svo mikilvægt, að öðl- ast fullkomið sjálfstæði strax og þeir átt þess kost. Við, sem virð- um frelsið svo mikils, verðum að skilja afstöðu annara þjóða. Verði hins vegar niðurstaðan sú, að um eitthvað þurfi að semja, þá þarf ekki mörg orð til að taka það fram, að af- stáða Dana getur ekki orðið nema á eina leið. Reynsla Dana og íslendinga, reynsla Norð- manna og Svía ætti að hafa kennt okkur, að bönd geta ekki hnýtt þjóðir saman. Fyrst þeg- ar búið er að skera böndin í burtu, verða bönd gagnkvæms skilnings og samstarfs hnýtt. Aðalfundur Mjólkur- samlags K. E. A. Meðalverð til bænda kr. 1,13 fyrír hvern litra á síðastliðnu ári Aðalfundur Mjólkursamlags K. E. A. var haldinn á Akureyri 31. rnarz. 73 fulltrúar sátu fund- inn, auk framkvæmdastjóra mjólkursamlagsins og fjölda gesta. Mjólkursamlagiö tók árið 1943 á móti 3.812.307 Itr. mjólkur, og er það mun meira en árið áður. Tæpur helmingur þessa mjólk- magns vai' seldur sem geril- sneydd nýmjólk, en hitt, 57%, fór í vinnslu. Útborgað meðalverð til bænda var 84 aurar fyrir lítra, og eftir- stöðvar á rekstursreikningi námu' 29 aurum á lítra. Meðal- verð, er framleiðendur hafa fengið fyrir mjólkurlítra á þessu ári, er því kr. 1,13. Meðal-útsöluverð mjólkur- lítrans á Akureyri var kr. 1,32 y2 eyrir, reksturs- og sölukostnað- ur 18,7 aurar á lítra. stöðum í Búkóvínu. Þeir eru komnir inn í úthverfi Tarnopol. Loftsókn Bandamanna gegn þýzkum borgum og herstöðvum víða á meginlandi Evrópu varð allra harðasta móti nú um helg- ina. Fullkomnar vinnuvélar gera einvrkjnm kleift að reka stórbú Súgþurrkun heys „merkasta nýjungiu í búnaðarmálum Banda- ríkjanna síðustu áratugi" Samtal við Jóh. Bjarnason, vélaverkfræðíng Jóhannes Bjarnason frá Reykjum, er stundað hefir véla- verkfræðinám í Vesturheimi síðustu ár, er nýkominn heim. Hefir tíðindamaður Tímans átt við hann samtal um náms- feril hans vestra og nýjungar ýmsar, sem hánn kynntist þar og líklegt er að haldi geti komið í landi með svipuðum búnaðarskilyrðum og hér. Er þó aðeins stiklað á stóru í frá- sögn þeirri, sem hér fer á eftir: Námsfertll Jóliaim- esar Bjarnasonar. Jóhannes fór utan árið 1939, og réðist hann fyrst til náms í verkfræðiháskólann í Winni- peg. Stundaði hann þar nám í tvö ár og hélt síðan áfram véla- verkfræðinámi í Mc Gill-háskól- anum í Montreal. Var hann þar tvö skólaár og lauk prófi í véla- verkfræði og iðnaðarverkfræði. Á sumrin vann hann við smíð- ar og verkfræðistörf í landbún- aðarvélasmiðjum og kynnti sér meðferð og notkun landbúnað- arvéla í kanadískum sveitum. Að loknu námi við Mc Gill- háskólann hvarf hann síðan suður til Bandaríkjanna og stundaði hálfs árs framhalds- nám í ríkisháskólanum í Iowa, og voru landbúnaðarvélar sér- grein hans þar. Lauk hann prófi í þessari sérgrein i vetur. Loks var hann um mánaðarskeið í New York- áður en hann hélt heim og kynnti sér vinnslu til- búins áburðar og rekstur áburð- arverksmiðja. Þá átti hann þess og kost að athuga áætlanir Ros- enblooms, þess sem hér var síð- astliðið sumar á vegum ríkis- stjórnarinnar og gerði tillögur um áburðarverksmiðju þá, sem fyrirhugað er að reisa hér á landi. Vélfæknl vfð búnaSS vestan Iiafs. — Er notkun véla við land- búnað. ekki komin á hátt stig vestra? spyr tíðindamaðurinn. — Jú, mjög svo, svarar Jó- hannes. í Iowa, sem er mesta landbúnaðarríki Bandaríkjanna, eiga bændur til dæmis allar nýj- ustu og fullkomnustu vinnuvél- ar, sem til eru. Kynntist ég bún- aðarháttum þar vel og sá með eigin augum hverju áorka má, ef gnægð góðra véla er á að skipa. Á þessum slóðum er að- allega stunduð jarðyrkja all- stórfelld, en jafnhliða henni nokkur kvikfjárrækt sem auka- geta. Eru víða um tuttugu kýr á býli og allmörg svín. Að þess- um búskap öllum vinnur sjald- an annað fólk en bóndinn sjálf- ur og skyldulið hans og ef til vill einn vinnumaður á stærstu býlunum. Slíkur búrekstur væri óhugsandi með öllu, ef hinar margvíslegustu vélar væru ekki til hvers konar starfa, utan húss og innan. Þessi mikla vélanotk- un grundvallast að miklu leyti á því, að mörg býli eiga kost rafmagnsnota að þörfum. Kynnti ég mér sérstaklega, hvernig rafvirkjun og dreifingu raforku og notkun er háttað vestra. Allar búvélar innan húss eru knúðar rafmagni, en akur- vélar allar eru á hinn bóginn dregnar af dráttarvélum eða knúnar orku frá þeim. IVýjimgar. — Þér skrifuðuð grein í Tím- ann í haust um súgþurrkun á heyi. Hvað viljið þér segja um þá heyþurrkunaraðferð? — Já. Ég skrifaði grein um það efni í Tímann, og skal ég ekki ■ endurtaka það, sem þar var sagt. Ég gerði mér far um að kynna mér tilraunir og nýj- ar aðferðir um vélþurrkun heys og reynslu þá, sem af þeim er fengin. Þurrkunaraðferð sú, sem ég lýsti í greininni, þykir mjög merkileg. Prófessor, sem unnið hefir að tilraunum í þágu landbúnaðarins í 25 ár, kvað hana merkustu nýjung í búnað- armálum í Bandaríkjunum um áratugabil. — Hvaða nýjungum öðrum, sem að gagni gætu orðið hér- lendis, kynntuzt þér einkanlega vestan hafs? — Mörg vinnusparandi tæki, sem eru alls óþekkt hér, eru Listsýníng Guðmundar frá Míðdal Guðviundur Einarsson frá Miðdal heldur um þessar mundir listsýningu í skálanum við Kirkjustrœti. Var hún opnuð á laugardaginn var, en henni lýk- ur á mánudagskvöldið kemur — Á sýningunni eru 55 málverk, 15 höggmynd- ir 70 svartlitamyndir og 15 teikningar. Nú eru þrjú ár síðan Guðmundur efndi síðast til sýningar. Myndjn liér að ofan er af „Gömlu Iðunnarvör og vitanum". Jóhannes Bjarnason. notuð þar við heyskap og hey- hirðingu. Eru gerðir þeirra mjög margvíslegar, svo að vart mun kostur á jafnmiklu úrvali vinnu- véla á öðrum sviðum landbún- aðar, og á það rót sína að rekja til þess, við hve margvísleg og ólík skilyrði heyöflun fer fram í Vesturheimi. Er líklegt, að ýms- ar þessar vélar henti við ís- lenzka staðhætti. Þá kynnti ég mér einnig frystivélar og nýjar kæliað- ferðir til þess að geyma græn- meti, garðávexti og egg. Gætu þær aðferðir komið að góðum notum hér, til dæmis um geymslu grænmetis og aldina, sem ræktuð eru hér í gróður- húsum að sumrinu. Loks vil ég drepa á nýja gerð mjaltavéla, sem nú er farið að smíða og gefst mun betur en eldri gerðir. Eru mjaltavélar notaðar a öllum stórbúum vestra og flestum býlum, þar sem kúafjöldi er áþekkur og á meðal-kúabúi hér sunnan- lands. Vclkomiiui tll síarfa heima. — Það hefir frétzt hingað heim, að Bandaríkjamennirnir hafi ógjarnan viljað sleppa yð- ur austur um hafið að námi loknu. — Þess er ekki að dyljast, að mér buðust ýmsir starfar, þar á meðal framtíðarstarf á því sviði, er ég hefi einkum Jiug á að helga mig. En ég kaus fremur að hverfa heim og vita hvort ég gæti ekki orðið hér að einhverju liði, og auk þess hefir íslenzka ríkið veitt mér stuðning við námið. (Framh. á 4. síðu) ■ Stérbruni á Akureyri Aðfaranótt pálmasunnudags kom eldur upp í þrílyftu húsi á Akureyri, nr. 1 við Túngötu þar í bæ. Brann það til kaldra kola 'og björguðust íbúar þess nauðulega, sumir klæðlitlir eða jafnvel nær klæðlausir. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu, auk margra annarra leigenda, þar á meðal nokkrir skólapiltar. Missti þetta fólk muni sína alla og talsvert af peningum. Húsið var eign' dánarbús Sig- urðar Björnssonar útgeröar- manns, og bjó ekkja hans á- samt syni sínum á miðhæð þess. A víðavangi SANNLEIKURINN UM HITAVEITUNA. Norna-Gestur segir í bréfi til Tímans: Það er furðanlegt, hve Valtýr endist til að tönnlast á því, að Framsóknarmenn hafi verið mótfallnir hitaveitunni. Hann hefir hamrað á þessari skreytni árum saman og heldur því áfram enn. Það er kunnugt hverjum þeim, sem nokkuð hefir fylgzt meö málum, að Framsóknarmenn hafa verið brautryðjendur þess, að heita vatnið yrði notað, bæði til ræktunar og híbýlahitunar. Bjarni Ásgeirsson reið fyrstur á vaðið með vermihúsaræktina. Héraðsskólarnir voru fyrsta stóra sönnunin fyrir því, að hægt væri að nota hveravatnið til upphitunar. Flestir minnast deilunnar um það, hvort skól- arnir ættu að vera á „heitum“ eða „köldum“ stað. Valtýr þrástagast á því, að Framsóknarmenn hafi synjað um gjaldeyri fyrir jarðbor og hafi það tafið hitaveituna. Reykjavíkurbæ stóð alltaf opið að fá gjaldeyri fyrir jarðbor í Þýzkalandi, þar sem hægt var að fá þá bezta. Þetta er því upp- spuni hjá Valtý. Það vita líka allir, að hitaveit- an strandaði ekki á þessu. Hún strandaði á því, að Sjálfstæðis- menn notuðu hitaveituna til kosningaáróðurs fyrir sig. Þeir þóttust ætla að sýna, að fjárhag Reykjavíkurbæjar væri svo góð- ur, að hann þyrfti ekki ríkis- ábyrgð. Það var ekki fyrr en borgarstjórinn var búinn að þeytast land úr landi árangurs- laust, að Reykjavíkurbær bað um ríkisábyrgð. Hún var strax veitt, m. a. með tilstyrk Fram- sóknarmanna. Þá fékkst lánið fljótlega, en þó of seint til þess, að verkið lykist fyrir styrjöldina. Þannig bera Sjálfstæðismenn meginábyrgðina á töf hitaveit- unnar. Þessi töf, ásamt sam- vinnu þeirra við kommúnista um framkvæmd verksins, er m. a. hefir kostað hina miklu yfir- vinnu og eftirlitsleysi með vinnubrögðunum, er höfuðorsök þess, hve hitaveitan er orðin ó- heyrilega dýr og verður þungur baggi á bæjarmönnum. Hefðu Sjálfstæðismenn ekki tafið hitaveituna jafn lengi fyr- ið stríðið, vegna hinnar pólitísku loddaramennsku sinnar, gæti bærinn nú átt hitaveituna „kuldlausa. í þess stað verða Reykjavíkingar að sligast undir þungum hitaveitugjöldum, þeg- ar kreppan kemur. Það hefði því orðið dýrt fyrir Reykvíkinga að hafa slíka stjórn bæjarmál- efnanna og enn dýrari mun hún þó verða þeim, ef þeir hafa hana áfram. SKILNAÐARMÁLIÐ OG WENNIR FJÓRTÁN. Einn af helztu aðstandendum Bóndans hefir nýlega látið svo ummælt, að ósamkomulag milli verkalýðsflokkanna hafi næst- um verið búið að eyðileggja skilnaðarmálið á þingi* í vetur, ef „tvennir fjórtán" hefðu ekki komið til skjalanna og bjargað því. Eftir þessu að dæma til- heyra aðstandendur Bóndans -ekki „tvennum fjórtán", því að ekki er annað kunnugt en að langflestir þeirra hafi i lengstu lög reynt að blása að sundrungu í skilnaðarmálinu. Tveir þeirra höfðu samstöðu með kommún- istum við endanlega atkvæða- greiðslu um málið í þinginu. CHURCHILL, BJÖRN OG ÓLAFUR. Morgunblaðið skrifar einar 2—3 greinar um það á sunnu- daginn, að talsverður munur sé á Churchill og Birni Þórðarsyni. Churchill segi þinginu fyrir verkum og hafi stjórnina í sinni hendi, en hér geti Björn Þórð- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.