Tíminn - 04.04.1944, Síða 2

Tíminn - 04.04.1944, Síða 2
146 TfollM, þrigSjndagiim 4. aprfl 1944 36. Mað 'gtininn Þriðjjuduyur 4. apríl Versta tegund Þjódnýtingar Morgunblaðið hefir stokkið upp á nef sér í tilefni af því, að hér blaðinu var nýlega bent á, að endurnýjun stórútgerðarinn- ar gæti ekki aöeins gerzt með öðrum hætti en þeim, að Kveld- úlfur og Alliance og álíka fyrir- tæki hefði hana með höndum, heldur ætti að gerast með öðr- um hætti. Telur blaðið, að rit- stjóri Tímans hafi hér gengið fullkomlega í berhögg við yfir- lýsta stefnu flokks síns. Jafn- framt hafi hann sagt einka- framtakinu stríð á hendur, og afhjúpað sig sem róttækasta þj óðnýtingarmann. Til þess að Mbl hafi engar áhyggjur út af því, að ritstj. Tímans hafi með þessum um- mælum sínum gerzt flokksníð- ingur, skal því bent á, að í öll- um stefnuyfirlýsingum seinustu flokksþinga Framsóknarmanna hefir það verið sagt skorinort, að flokkurinn væri mótfallinn stórrekstri einstaklinga, en teldi stórfyrirtæki bezt rekin á fé- lagsgrundvelli. Umrædd ummæli Tímans eru því í eins góðu sam- ræmi við stefnu Framsóknar- flokksins og framast verður á kosið. Þá er komið að þeirri „voða- legu“ ásökun, að ritstj. Tímans hafi gerzt hamramur þjóðnýt- ingarmaður, þar sem hann hafi talað um, að auk þess, er sjó- menn væru styrktir til skipa- kaupa, ætti að veita bæjar- og sveitarfélög aðstoð til að eign- ast skip og leigja þau hluta- skiptafélögum sjómanna. Áður en lengra er haldið, er vert að athuga nánara núver- andi rekstrarfyrirkomulag stór- útgerðarinnar. Raunar er það ekki annað en versta tegund þjóðnýtingar, eins og áhættu- samur stórrekstur einstaklinga yfirleitt er. Gróðabrallsmenn fara í bankana, fá þar lán til að hefja reksturinn, draga gróðann í sinn vasa, þegar vel gengur, en láta töpin lenda á bönkunum, þegar illa árar. Bankarnir eru búnir að tapa tugum milj. kr. á þessu fyrirkomulagi og hefðu tapað fleiri tugum milj. kr. til viðbótar, ef styrjöldin hefði ekki komið til sögunnar. Slíkt fyrir- lcomulag vekur ekki neina þá ábyrgðartilfinningu hjá eigend- um fyrirtækjanna, sem fylgir smærri einkarekstri t. d. smá- útgerð, því að þeir geta alltaf séð hag sínum vel borgið, hvern- ig, sem allt veltist. Hins vegar hafa bankarnir eða það opin- bera ekkert aðhald eða eftirlit með fyrirtækjunum, sem tryggi það, að þau séu rekin hagsýni- lega og með almannahag fyrir augum. Þess eru því fleiri en eitt dæmi, að á sama tíma og slík fyrirtæki söfnuðu skuldum í bönkunum, hafi eigendur þeirra dregið stórfé úr rekstrinum til óhófseyðslu og luxusfram- kvæmda (t. d. Kveldúlfur). Hér er því raunverulega um hina verstu tegund þjóðnýtingar að ræða, þar sem þjóðfélagið (bankarnir) ber áhættuna og töpin, en gróðinn lendir hjá fá- um fjárbrallsmönnum, þegar vel gengur. Þeir, sem reyna að berjast gegn breytingum á núv. rekstr- arfyrirkomulagi stórútgerðar- innar, undir því yfirskyni, að þeir séu að vinna gegn þjóðnýt- ingu, fara því algerlega viltir vegar. Þeir eru þvert á móti að vinna að því, að stórútgerðin sé rekin á grundvelli hinnar verstu tegundar af þjóðnýtingu. Það er ekki sízt vegna þess, að Framsóknarmenn eru mót- fallnir þessum þjóðnýtingar- rekstri stórútgerðarinnar, að þeir berjast fyrir breytingum á rekstrarfyrirkomulagi hennar. Þeir vilja koma henni á grund- völi, sem er hagsýnni og heppi- legri fyrir þjóðfélagið og þá, sem við þennan atvinnuveg vinna. Félagsreksturinn er tvímæla- laust heppilegasta fyrirkomu- lagið í þessum efnum. En vafa- samt er, að honum verði al- mennt komið fram á þeim grundvelli, að sjómennirnir eigi Karl Krísijánsson, oddvíti, Hásavík: island er i imíðom Rástu, — sýndu sœmd og rögg, sól er í miðjum hlíðum! Dagsins glymja hamarshögg, — heimurinn er í smíðum. H. Sv. Það má með sanni segja, að heimurinn sé í smíðum. Ham- arshöggin glymja. Það eru að vísu mörg og þung högg greidd þessa stundina í heiminum til þess að rífa niður, en þau verða til þess að byggt verður aftur í betri stíl, — smíði hans endur- bætt. Okkar litla land og þjóðfélag er í smíðum. Það er eftir að nema landið og laga það til bú- setu á margan hátt. Og þjóðin,- sem er að rísa á fætur og heilsa nýjum degi, á eftir að laga sig eftir landinu og hinum nýja degi, og sýna í því „sæmd og rögg.“ Smíði heimsins hefir verið og verður alltaf viðfangsefni þeirra, sem lifa og starfa. En enginn mun efast um, að einmitt nú séu óvenjulega miklir smíðatím- ar komnir og að Éoma yfir mannkynið. Hins vegar virðist svo, að íslendingar geri sér það ekki ljóst sem skyldi, að þeir eru sjálfir, hver og einn, smiður með hamar í höndum, — smiður síns sjálfir skipin, þótt stefna beri í þá átt. Þess vegna er vart um annað gera en að hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélög eða jafn- vel ríkiö eignist stærri veiðiskip eftir þörfum og leigi þau hluta- skiptafélögum sjómanna. Þann- ig yrði útgerðin áhættuminnst fyrir þjóðfélagið og öruggust fyrir sjómennina. Hér væri ekki frekar um opinberan rekstur að ræða en í þeim tilfellum, þegar ríkið eða hreppsfélag á jörð og leigir hana með ákveðnum leigumála. Þvert á móti virtist eðlilegra að ríkið eigi stærri eignir, t. d. rafveitur, síldar- verksmiðjur og stærri skip, heldur en smærri eignir, t. d. jarðir. Það er þetta fyrirkomulag, sem er vafalaust álitlegast til að leysa núverandi þjóðnýtingar- rekstur stórútgerðarinnar af hólmi. Það er þetta fyrirkomu- lag, sem myndi geta gert rekstur stórútgerðarinnar öruggastan fyrir þjóðarheildina. Það er búið að reka stórútgerðina til nógu mikils tjóns á grundvelli hinn- ar verstu tegundar af þjóðnýt- ingu, þótt nú verði hafizt handa um að koma henni á öruggari grundvöll. Þ. Þ. hluta af heiminum, — smiður íslands og íslenzks þjóðlífs. íslendingar eru smiðafélag, sem er svo giftusamlega sett, að það getur að miklu leyti komizt hjá niðurrifsstarfi, en einbeitt sér að uppbyggingu. Ef hlutskipti íslendinga á líð- andi stund, er borið saman við hlutskipti nágrannaþjóðanna, þá virðist svo, að þeir hafi feng- ið framúrskarandi tækifæri til þess að geta orðið landi sínu miklir gæfusmiðir. Þeir þurfa sannarlega að gera sér grein fyrir þessu og efla viljaþrek sitt til að vinna sam- kvæmt því. Ég er gestur í Reykjavík þessa dagana. Hér er gott að gista. Hér er bjart af rafmagni, soðið við rafmagn og fjöldi apnara verka unnin með aðstoð raf- magns. Hér er hlýtt í húsum hversu sem viörar, því að jarð- hitavatn hefir verið leitt í bæ- inn. Hér eru margir skólar. Hér eru skemmtanir á hverju kvöldi fyrir þá, sem þær vilja sækja. Hér eru óteljandi bílar, til þess að létta af fólki göngu milli húsa ef óskað er. Hér er lögregla til þess að halda uppi góðum sið- um á almannafæri. Hér er bær- inn að koma upp húsum yfir þá íbúa sína, er þau vantar. Hér er að sögn eins og sakir standa næg atvinna, jafnvel vantar fólk til verka. Hér er óumdeilanlega mesti lífsþægindastaður landsins. Um hitt má deila, hvort öll þessi þægindi skapi betri, heil- brigðari og gæfusamari þjóð. T. d. hlýtur aö hvarfla í hugann, að bílarnir séu of margir og að sumir þeirra ættu að vera komnir á aðra staði í landinu, þár sem þeirra er mikíu meiri þörf. En í aðalatriðum eru þetta lífsþægindi og lífsskilyrði, sem menn vilja hafa, og enginn ó- vitlaus maður vill rífa niður eða taka af Reykjavík. Eigi að síður er það augljóst mál, að af því Reykjavík er mesti lífsþægindastaður landsins, þá sogar hún til sín fólkið utan af landinu, og því sterkar og ómót- stæðilegar, því meiri sem þæg- indamunurinn verður, — þar af leiðandi aldrei fyrri eins sterk- lega og nú. Þetta er háskalegt, því að ekki er lífvænlegt fyrir ótakmarkað- an mannfjölda í Reykjavík, og aðrar byggðir mega ekki við því að missa fólkið frá sér. Engar líkur eru til þess, að Reykjavík geti, þegar stríðstíma- atvinnunni lýkur, látið allt það fólk, sem þar er nú — hvað þá fleira — hafa arðvænleg og þjóðnýt störf að vinna. Hún er þegar orðin of stór miðað við höfuðborgarhlutverk sín í þessu fámenna landi, og einnig miðað við aðstöðu sína til þeirra nátt- úrugæða, sem geta verið íbúum hennar heilbrigð undirstaða fjárhagslegrar afkomu. Þrátt fyrir þetta eiga smiðir íslands alls ekki að beita hömr- um sínum til þess að brjóta Reykjavík niður, heldur eiga þeir í birtu hins nýja dags að snúa sér að því, að byggja upp aðra staði í landinu að aðstöðu til hagnýtingar á dýrmætum náttúrugæðum og raunveruleg- um lífsþægindum, svo að þæg- indamunurinn hætti að verka eins mikið og nú til fólksflutn- inga, þaöan sem búsetuskilyröi geta verið góð, til Reykjavíkur, sem ekki getur að skaðlausu veitt þeim viðtöku. Eitt af aðalerindum mínum til höfuðborgarinnar að þessu sinni, er að leitast við að koma því til leiðar við hlutaðeigandi ráðamenn landsins, að hafizt verði handa um fullgerð hafnar í Húsavík. Við erum fjórir Hús- víkingar, sem förum saman þessara erinda. Samverkamenn mínir eru: Júlíus Havsteen sýslumaður, sem er hafnarstjóri Húsavíkur. Páll Kristjánsson verkamaður og Jón Guðmunds- son sjómaðúr. Á bak við stendur einhugur allra Húsvíkinga. Aðalundirstaða atvinnulífs í Húsavík er sjávarútvegur og hlýtur alltaf að verða það, þó að fleira komi þar heppilega til stuðnings og farsældaröryggis. í nánd við Húsavík eru ein allra tryggustu og beztu síld- veiðimið hér við land. Frá Húsa- vík er sóknaraðstaða á góð línu- mið. Þar í grennd eru einnig ein hin betri dragnótamið. En Húsavíkurhöfn er ennþá opin fyrir hafróti. Á höfninni hefir hvað eftir annað orðið stórfelt tjón á bátum af völdum brims — og svo að segja árlega eitthvert tjón. Þessi áföll og yf- irvofandi áfallahætta lamar út- gerðina í kauptúninu, svo að hún nýtur sín ekki og vex ekki sem vera ber. Eftir ósk síldveiðiflota lands- manna hefir verið ákveðið að reisa þar 9 þús. mála síldarverk- Bjariii Asgeirsson alþm.i Einn hínna nýju landnema Fornsögurnar greina frá því, er forfeður okkar námu landið upphaflega og „reistu sér byggðir og bú í blómguðu dal- anna skauti“. Þúsund árum síð- ar fer svo fram nýtt landnám á 'sömu stöðvum,þannig,að órækt- uðum móum, melum og mýrum er breytt í grænar grundir. Ný bændabýli rísa upp úr auðninni, fagrar og vandaðar byggingar fyrir menn og búfé. Á undanförnum árum hafa þannig allmörg nýbýli verið reist frá grunni viðs vegar um landið. Einn þessara nýju landnema er Jón Jónsson frá Valbjarnar- völlum í Mýrasýslu. Mig langar til að segja sögu hans hér með örfáum orðum, vegna þess, að ég tel hana mjög athyglisverða og ungum mönn- um á margan hátt til fyrir- myndar, en ungur getur Jón ekki lengur talizt, þar serh hann var sextugur síðastliðið sumar. En vel væri þjóð okkar á vegi stödd, ef allir hennar æskumenn ávöxtuðu pund sitt með sömu trúmennsku fyrir land og þjóð. Jón er fæddur að Valbjarnar- völlum 11. júlí 1883. Er hann af Mýramannakyni og voru ætt- menn hans margir annálaðir fyrir þrek, vitsmuni og búsýslu. Faðir hans var Jón hreppstjóri að Valbjarnarvöllum Guð- mundsson frá Stangarholt i og kona hans Sesselja Jónsdóttir frá Eskiholti. Var Jón elztur 10 systkina. Ólst hann upp með foreldrum sínum og vann á heimili þeirra, þar til Guðmund- ur bróðir hans, bóndi og hrepp- stjóri á Valbjarnarvöllum, tók við búi af föður þeirra, og fór þá Jón til hans og var með hon- um unz hann reisti sitt eigið býli og fluttist á það. Hefir hann þannig starfað alla æfi á æsku- stöðvunum, að undanskildum tveim árum, er hann var ráðs- maður hjá Jóni Blöndal lækni í Stafholtsey. Þó að Jón ekki væri talinn fyrir búi, þá var hann þó ætíð bóndi á þann hátt, að þann átti jafnan bústofn nokkurn, einkum sauðfé, er hann vann fyrir hjá föður sín- um og síðar bróðúr, eins og löngum hefir verið háttur margra vinnumanna í sveit, og jafnan hefir auðkennt þá, er mesta trúmennsku og staðfestu hafa sýnt í því starfi. En hugur hans stefndi ætíð til meiri at- hafna á því sviði. Svo var það árið 1917, að hann reisti sér hagahús í landi Val- bjarnarvalla, og hóf nú bráð- lega ræktun umhverfis það, sem hann síðan hefir haldið á- fram með mikilli kostgæfni. Tuttugu árum síðar, eða árið 1937, keypti hann svo land- spildu allmikla út frá beitarhús- unum, af Guðmundi bróður sín- um og réisti þar bæjarhús og önnur fénaðarhús og byrjaði nú sjálfstæðan búrekstur, þá hálf- sextugur að aldri. Nú brosir ný- býlið Birkiból við gestum og gangandi frá gamla beitarhúsa- túninu á milli fagurra skógar- ása, lítið og snoturt býli, þar sem allur trágangur og öll um- gengni utanhúss og innan er svo vönduð og fáguð, sem bezt má vera. Þetta eru i fáum orðum ytri drættirnir í sögu þessa land- nema. Þó að ýmsum þyki hún máske ekki stórbrotin, þá er hún þó einkar hugðnæmur óður til jarðarinnar, sem þessi einyrki hefir yrkt með „hörðum hönd- um“, og ber honum „steini studd“ fagurt merki um ianga framtíð. Og eins verður hér að geta, sem Jón hefir orðið að berjast við ofan á allt annað. Þegar hann var á öðru ári fékk hann svo slæma byltu, að bæði hægri hönd hans og fótur stór- löskuðust, og hefir hann aldrei gengið heill til skógar. Er því öllum, sem til ^þekkja, nokkurt undrunarefni hverju hann hefir til vegar komið, méð slíka æfi- fylgju. Sýnir þetta vel, að hon- um hefir upphaflega ekki verið fisjað saman. Þá hefir hann ekki heldur farið varhluta af ýmsum búmannsraunum þess- ara tíma frekar en aðrir búand- menn, þótt hann hafi lengst af smiðju, en það verður vitan- lega ekki gert meöan höfnin er í þessu ástandi. Árin 1934—1936 var byggð mikil og góð bryggja í Húsavík. En gildi hennar er ekki nema hálft meðan hafnargarð vantar til þess að skýla fyrir hafátt- inni. Hafnargarðsbygging var leidd í hafnarlög fyrir Húsavík 1943. Á fjárlögum fyrir 1943 og 1944 hefir Alþingi veitt fé til byggingar hans, en með venju- legum fyrirvara. Þessi hafnar- garður þarf að vera a. m. k. 250 m. langur. Verður hann hvort- tveggja: skjólgarður og bryggja, sem skip geta legið við að innan. Nú höfum við farið þess á leit að fá samþykki ríkisstjórnar- innar til þess að hefja í sumar nokkurn undirbúning með því að leggja veg að grjótnámu, brjóta skarð í sjávarbakkann, þar sem hafnargarðurinn á að liggja frá landi, o. fl. þvílíkt, til þess að hægt sé að ganga að aðalverkinu með fullum krafti, hvenær sem hentar úr því. Vegna verðbólgu dýrtíðarinnar höfum við ekki farið fram á samþykki til meiri athafna. Ég tel að um það geti ekki verið skiptar skoðanir, að full- gerð Húsavíkurhafnar er eitt af fyrsta flokks verkefnunum í smíðum landsins. Rök mín fyrir því eru þetta: Þegar hafnar- garðurinn er upp kominn, verð- ur þar einn af beztu bólstöð- um landsins fyrir margt fólk. Auðugur sær og ágæt mold bjóða þar ákjósanleg skilyrði til fjár- hagslegrar velgengni. Nú eru þar um 800 dagsláttur í túnum, þó að ekki séu enn nema 1040 íbúar. Svo að segja takmarkalaust rafmagn verður þar fáanlegt í framtíðinni frá Laxárvirkjun- inni (25—30 km. fjarlægð). Jafðhitað vatn fæst þar senni- lega rétt við kauptúnið með bor- un, en ef það bregst, þá áreið- anlega frá hverum Reykjahverf- is (ca. 18 km. fjarlægð). Mikl- ar sveitir sækja þangað um þjóðvegu verzlun sína. í fáum orðum sagt: Húsavík hefir aðstöðu til þess að geta veitt lífsþægindi, sem hver mað- •ur hefir ástæðu til að sækjast eftir: rafmagn og jarðhitað vatn, — eins og Reykjavík. En þar að auki hefir hún til sjávar og lands náttúrugæði, sem geta gert íbúum hennar fært að standa undir lífsþægindakostn- aði. * * * Ég hefi nefnt Reykjavík hér að framan, af því að hún er til fyrirmyndar um athafnir, og þó um leið til áminningar um ó- jafpvægishættu í þjóðlífinu. Ég hefi nefnt Húsavík sem dæmi um stað, sem rétt væri að ekki borið bóndanafnið í starfi sínu. Þannig var það snjóaveturinn mikla 1920, að hann missti af óhöppum allmikinn hluta heyja sinna, og komst því í fóður- þröng. Varp hann þá að kaupa fóðurbæti fyrir fénað sinn, sem kostaði meir en allar eignir hans námu þá. Árið 1934 brann íbúðarhúsið á Valbjárnarvöll- um, og missti Jón þá allt sem hann átti innanhúss nema vinnufötin, sem hann stóð í, og vekjaraklukkuna. Þá hefir hann jafnan verið hjálpfús og greið- ugur, við náungann, og margt látið þannig af hendi rakna, sem vanheimtur hafa á orðið. Þá má og ekki leyna mæðiveik- inni, sem á undanförnum ár- um hefir herjað á bústofn hans sem annarra bænda á þeim slóðum. En hann hefir aldrei æðrazt þótt á móti hafi blásíð, en fet- að rólegur sína braut með festu og jafnaðargeði. Aldrei hefir Jón kvongazt, og lá nærri, að það yrði honum til nokkurs tálma um að fá stuðning til ný- býlastofnunarinnar, því að ný- býlanefnd hylltist til að láta þá sitja í fyrirrúmi, er höfðu sér konu festa og þprftu af þeim á- stæðum að stofna heimili. En Jón tók þeirri athuga- semd með góðlátlegri kýmni og kvað sér ekki mundi verða of gott til kvenna, þótt hann hefði eitthvað skárra en hesthúskofa að bjóða þeim inn í. Einhverj- um fleiri mun hafa þótt þetta ljóður á ráði Jóns, því að einu sinni taldi hann sig tilknúðan gera umbætur á sem allra fyrst, til þess m. a. að draga úr ójafn- . vægishættunni. Húsavík nefni ég vegna þess, að hún er ágætt skýringardæmi og mér hug- stætt. Sem betur fer, er land okkar víða góðum kostum búið, en víðast hvar er það ekki nema í smíðum. Hver íslendingur er skyldugur til að hafa áhuga fyrir endur- bótum þess — og taka sinn þátt í smíðunum. Nefndir þær, sem nú starfa fyri% ríkisheildina, að tillögum um framtíðarathafnir (svo sem: milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum og skipulagsnefnd at- vinnumála) eiga að benda á, hvar hægt er að ná þýðingar- mestum og fljótustum . árangri með uppbyggingarstarfi. Yfirsmiðirnir — ráðamenn ríkisins — eiga að sjá um, að hamarshögg dagsins glymji fyrst og fremst þar sem þau koma að fullkomnustum og skjótvirkustum notum. Verði fyrsta flokks smíðiefnin unnin, þá veita þau þjóðinni arð og orku, til þess að leysa af höndum annars flokks verkefni — og svo verk af verki. Ekki er hægt — og ekki held- ur skynsamlegt — að byrja í stórum stíl á fjárfrekum verk- um, meðan hádýrtíð stríðstím- ans stendur yfir, en sjálfsagt er að draga ekki að búa sig sem bezt undir það að geta gert á- tökin, þegar umbótarödd frið- artímans kemur með ávarpið: „Rístu, — sýndu sæmd og rögg, sól er í miðjum hlíðum!" „Iceland Legíon“ LONDON. Fyrirliðar í her Bandaríkj- anna og fréttaritarar, sem dval- izt hafa á íslandi, áður en Bandaríkin hófu þátttöku í ó- friðinum, stofnuðu nýlega með sér félag „Iceland Legion“ á fundi í samkomuhúsi liðsfor- ingja í Lundúnum. Meðlimir hins nýstofnaða fé- lags, sem margir hafa barizt á öðrum vígstöðvum síðan þeir yfirgáfu ísland, minntust „góðu gömlu daganna" í Reykjavík, á Akureyri, Seyðisfirði og Búðar- eyri. Þeir drukku skál íslenzku þjóðarinnar og sungu íslenzka söngva. Allir voru þeir á einu máli um frábæra gestrisni og vinsemd íslendinga. Einn meölimanna komst syo að orði: „Mér þótti leitt að yfir- gefa ísland, en ég vona að geta einhverntíma komið þangað aftur og heimsótt vini mína þar. Ég óska íslandi og íslenzku þjóðinni alls hins bezta í fram- tíðinni." (Frá ameríska blaða- fulltrúanum). að gefa eftirfarandi skýringu á þessari ráðabreytni sinni, í stöku, er hann orti og reit á skattskýrslu sína: Drottinn gaf mér björg í bú, bara gleymdi hinu að gefa mér aðeins eina frú I af öllu kvenfólkinu. En þessari yfirsjón skaparans hefir hann tekið með rósemi eins og öðru, sem hefir að höndum borið, enda sá forsjón- in sig um hönd og sendi honum ágæta ráðskonu eftir að ný- býlastjórn háfði tekið sig á um að veita honum stuðning til húsagerðarinnar, og unir Jón hvorutveggja hið bezta. Heitir ráðslcona hass Jórunn Jóns- dóttir, ættuð austan úr Mýrdal, og hefir hún aðstoðað Jón við að mynda þarna hið prýðileg- asta heimili, þar sem þrifnaður, smekkvísi og ráðdeild setja svip á alla hluti utan bæjar og inn- an. — Jón er greindur maður, vel glaðvær og gamansamur og vel látinn af öllum, sem hann þekkja. Hann hefir sýnt mikla trúmennsku í lífi sínu og starfi. Við hann eiga vissulega þessi orð skáldsins Einars Benedikts- sonar, þegar hann minnist hinna mörgu óþekktu manna, sem vinna að því að byggja upp framtíðarlandið: Og blessum þessi hljóðu heit, sem heill vors lands var unnin, hvert líf, er græddi einn lítinn reit og lagði stein í grunninn. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.