Tíminn - 04.04.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.04.1944, Blaðsíða 4
148 TlMlM, þrigjudagiim 4. apríl 1944 36. blað B a m b i barnabók WALT DISNEY, gerð eftir hinnilieimsfrægu skáldsögu Felix Salten. FÆST NC HJÁ BÓKSÖLFM ÚTI UM LA3VD. - Enski rit-snillingurinn Jolin Galsworthy sagði: „BAMBI EB DÁSAMLEG BÓK, — dásamleg ekki aðcinsfyrir hörn, heldur einnig fyrir þá, sem eiga ekki lengur |iví láni að fagna að vera hörn“,- SAILLI WALT DISNEY HEFIB HVEBGI KOMIÐ BETIR I LJÓS E3V 1 ÞESSABI BÓK,- Stcfán Júlínsson þýddi hókina. BÓKAÚTGÁFAN BJ0RK í bítlíngabrókínni Nokkrar greinar hefi ég rek- ist á í „ísafold" og Mbl. merktar Jóni Pálmasyni eða með svip- móti hans, þar sem veitzt er að mér alldólgslega, einkum síðan Spegillinn birti mynd af honum berlæruðum og heldur ótútleg- um útlits. Nú í siðustu grein Mbl. er það helzta, að ég sé kallaður af sumum „Fúsi vert“. Þar tókst þó J. Pá. að segja brot af sann- leika! Mbl. og ýmsir fylgjendur þess tóku þetta nafn upp fyrir allmörgum árum og átti það að vera hnýfill til mín fyrir and- stöðuna við verstu spillingar- öflin í þeirra herbúðum. Og aumustu sálum þess liðs hefir þótt einhver svölun í að halda þessu á lofti. Það er smátt, sem hundstungan finnur ekki! J. Pá. hefir sjálfur, líklega í virðingarskyni, kallað sig „yfir- skoðunarmann Alþingis" og „Pá“. En flestum mun hér detta fremur í .hug pá-fugl eða páfa- gaukur, heldur en hinn vísi Ól- afur í Laxdælu. Ég hefi oft heyrt mikið af þvaðri og upphrópun- um, en aldrei í jafnríkum mæli eins og í páfagaukadeild dýra- garðsins í London, sem er mesta páfagaukabúr í heimi. Þar er hrópað og þvaðrað allan daginn af hundruðum páfa- gauka. Páfagaukunum er kennt eitt og eitt orð, sem þeir kalla svo látlaust sí og æ. Alltaf þegar ég sé eitthvað eftir þennan nýja Pá hér á íslandi dettur mér í hug páfagaukasafnið þar ytra. Og þegar ég lít yfir skamma- greinar J. Pá., þá eru aðalrökin innan um alla slefuna þessi: „Fífl“, „Fúsi vert“, „sérréttinda- maður Framsóknarflokksins“; „smámenni“, „Fúsi vert“, „lítil- sigldur“, „Fúsi vert“, „smá- menni“, „fífl“, „tyrðill", „sér- réttindamaður", „smámenni", „Fúsi vert“ o. s. frv. Ýmsir ráðandi burgeisar í lakari hluta Sjálfstæðisflokksins hafa tekið eftir þessu páfa- gaukseðli J. Pá. og hafa því tekið hann á góð laun til þess að spú út um landið ýmsum þeim hrópyrðum, sem betri Sjálfstæðismenn hafa hina mestu skömm á. Þessum hús- bændum J. Pá. vildi ég ráðleggja að senda J. P. til páfagauka- garðsins í London, ef vera kynni að hann lærði þar eitthvað meira af „rökum“ í skrif sin. Ég hefi gegnt einu atriði úr skrifum J. Pá. um mig — sér- réttindaáburðinum. Það eru reyndar vanaleg brigsl til okk- ar Framsóknarmanna frá J. Pá. og hans líkum, en mér datt í hug að láta J. Pá. einu sinni standa ábyrgð á fleipri sínu. En s.trax þegar J. Pá. á að standa við slúður sitt, getur hann ekk- ert nema hrópað eins og páfa- gaukarnir, eitthvert þvaður út í loftið. Hvílíkur vesalingur og vera kallaður þingmaður og „rit- stjóri“! Loks i síðustu Mbl.grein gerir þó J. Pá eina vandræðatil- raun til þess að reyna að draga úr að hann sé slefberi af verstu tegund. Ég reisti veitingaskála fyrir 12 árum á fögrum eyðistað í samkomulagi við bóndann, sem átti landið þar, keypti veit- ingaleyfi og hefi rekið þarna veitingar, þannig, að þessi stað- ur er orðinn einn af vinsælustu sumarveitingastöðum landsins, þrátt fyrir vöntun á ýmsu til þess að reka þar þá nauðsyn- legu stofnun, sem gott gesta- heimili er. Þetta er eina dæmið um „sérréttindi“ mín, sem J. Pá. stynur loks upp! En til þess að reyna að fá eitt lítið visið hálm- strá út úr þessu til að grípa í meðan J. Pá. sekkur í slúður- fenið, sem hann hefir sjálfur myndað, skrökvar hann því upp, að ég hafi fengið að setja þetta veitingahús þarna til þess að hnekkja starfsemi Guðmundar ÉR B EIVL M Fundur. Fundur verður haldinn í Framsókn- arfélagi Reykjavíkur í Kaupþingssaln- um annað kvöld (5. apríl) og byrjar hann kl. 8,45. — Á dagskrá verður kosning á flokksþing Framsóknar- manna og framhald umræðu um at- vinnumálin eftir stríðið. Gestamót. Ungmennafélag Reykjavíkur hélt gestamót s. 1. föstudagskvöld í Góð- templarahúsinu. Mótið setti Stefán Runólfsson meö ávarpi til gestanna, en Vigfúsi Guðmundssyni var falin stjórn samkomunnar. Stuttar snjallar ræður fluttu Árni Óla, Bjarni Ásgeirs- son, Jóhannes úr Kötlum og Guðjón Baldvinsson. Magnús Jónsson söng einsöng með undirleik Eggerts Gilfers. Síðan var dansað nokkuð fram á nótt- ina, en almennur söngur inn á milli með ágætri þátttöku mótsgesta. Mót- ið fjölmennt og hið ánægjulegasta eins og f-óðar ungmennafélagssamkomur jafnan eru. Stúdentar. Félag frjálslyndra stúdenta hélt upp á 5 ára afmæli sitt með gleðisamkomu í Verzlunarmannaheimilinu í fyrra- kvöld. Voru þar ræður fluttar og frmn- ort kvæði, sungið og dansað með miklu fjöri langt fram á nótt. — Stjórn Frjálslynda félagsins skipa nú Eggert Kristjánsson (form.), Vilhjálmur Jóns- son (ritari) og Elías Jóhannesson (gjaldkeri). Félagið hefir tvo menn í stúdentaráöinu, þá Pál Pálsson for- mann stúdentaráðsins og Einar Ágústsson. Fimleikasýningar. Tíminn átti viðtal í gær við Þor- stein Einarsson íþróttafulltrúa og skýrði hann svo frá: Fimleikasýning- ar margra skóla standa nú ''fir í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Sýn- ingarnar hófust í gær og sýndu þá flokkar frá 5 barnaskólum og 2 flokk- ar frá Gagnfræðaskóla R ykjavíkinga og einn frá Menntaskólanum. Sýn- ingar verða í dag kl. 3—6 og 8,30 til 10,30. Sýna þá flokkar frá Kennara- skólanum, Samvinnuskólanum, Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur og Barnaskóla Miðbæiar. Einnig æfingabekkur úr Kennaraskólanum. Á morgun verða sýningar frá kl. 3—5 og 8,30—10,30. í fyrri tímanum verða flokkar frá Mið- bæjar- og Laugarnesskóla, en að kvöldinu 3 flokkar frá Laugarvatns- skóla. Mokafli. Mokafli hefir verið á Suðurnesjum undanfarið, mest allt á lóðir. Bátar eru búnir að fá ágætan afla. Hæsti aflabátur í Keflavík er „Guðfinnur" með 1200 skippund, skipstjóri Guð- mundur Guðfinnsson. Loftvarnamerki. Loftvarnarmerki voru tvisvar gef- in í Keflavík í gær. Leikkona. Frú Inga Laxness er nýkomin heim frá leiklistarnámi á Englandi. Lék hún þar-einnig nokkuð opinberlega og fékk góða dóma fyrir. Leiðrétting. í grein Steinþórs á Hala í Suður- sveit, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokló'u, hafði slæðst villa um.verð á dilkakjöti á Hornafirði. Er verðið tal- ið tæpar fjórar krónur, ená að vera tœpar jirrnn krónur. Sósíalistaflokkurinn. Vagn Jóhannesson (bróðir Eyjólfs í Mjólkurfélaginu) kvað nú nýskeð hafa byrjað á framleiðslu á Stalin- myndum í stórum stíl fyrir Sósía^sta- flokkinn. Myndirnar eru allar úr gipsi, rauð-brúnar að lit, og fást á skrifstofu Sósíalistaflokksins á Skólavörðustíg 19. í Svignaskarði!! Hverskonar endemis slefberaslúður er þetta? Og hvílíkur áburður á heiðvirðan bónda — mág Guðm. í Svignaskarði — er lánaði mér landið, og á flokksbróður J. Pá., fyrrv. sýslumann í Borgarnesi, sem seldi mér veitingaleyfið! Já, lengi getur slúðrið versnað hjá þeim, sem sífellt hrærast í blekkingum og gróusögum. Það er oft hið versta óþrifa- verk að eiga við svona náunga. En einhverjir verða að reita ill- gresið úr görðunum, svo að held- ur sé þar næði fyrir nytjajurtir að vaxa. Ef J. Pá. kemur enn á stúfana, hefi ég í huga að sýna næst lesendunum lítilsháttar betur bitlingabrókina, sem J. Pá hefir fengið ofna úr andvirði þess, sem flestir ærlegir menn telja sitt dýrmætasta og sízt söluvarning. En til bráðabirgða minni ég J. Pá. aðeins á, að þar sem hann getur ekki einu sinni fært nokkrar líkur og því síður sannanir fyrir því, að ég hafi fengið né nokkurn tíma farið fram á að fá nokkra bitlinga eða sérréttindi frá almenningi Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) Pucheu voru líka helztu forráða- menn kommúnista í Algier. M. a. héldu þeir því fram, þótt ekki færðu þeir fram fullar sannanir fyrir því, að Þjóðverjar hefðu í samráði við Pucheu látið drepa 50 gisla í Chateaubriaud í til- efni af morði þýzks liðsforingja, Holtz að nafni. Meðal gislanna voru tveir þingmenn kommún- ista. Pucheu lýsti þetta ósann- indi. Hann kvaðst hafa reynt að afstýra gisladrápunum eftir megni, og hann og Petain og fleiri Vichyráðherrar hefðu þá boðið sig fram sem gisla, en því hefði verið hafnað. Nokkrir gamlir starfsmenn Vichystjórn- arinnar, sem seinna flýðu til Al- gier, vitnuðu þetta með honum. Tveir hershöfðingjar mættu í réttinum, Giraud, sem er yfir- hershöfðingi franska hersins, og Bethouard, sem strax veitti Bandamönnum lið, er þeir réð- ust inn í Norður-Afríku, og var þá um skeið handsamaður af Vichymönnum og ákærður fyr- ir landráð. Giraud bar það, að Pucheu hefði haldið því fram við sig sumarið 1942, að sá tími nálgaðist, að Frakkar ættu að hætta samvinnunni við Þjóð- verja. Jafnframt lýsti Giraud þeirri skoðun sinni, að slík rétt- arhöld væri óviðeigandi fyrr en Frakkland væri orðið frjálst og unnt væri að afla fullra heim- ilda. Bethouard sagði, að Pu- cheu hefði sagt það við sig vorið 1942, áður en hann lét af ráð- herrastörfum, að Frakkar í Norður-Afríku ættu að veita Bandamönnum liðveizlu, ef þeir gerðu innrás þar. Sagðist Bethouard hafa notað sér þetta til afsökunar, þegar hann var kærður fyrir landráðin haust- ið 1942. Margt athyglisvert kom fram í réttarhöldum þessum. Þannig sagði Pucheu frá því, að sum- arið 1941 hefði verið búið að undirbúa samning um að af- henda Þjóðverjum Dakar og Biserta og hefði það verið gert í samráði við Darlan. Sagðist hann hafa farið , strax á fund Darlans, er hann vissi um þetta, og fengið talið honum hughvarf. Petain hafði og tekið sömu af- stöðu. Þetta m. a. hefði bakað sér fjandskap Lavals. Pucheu sagði, að Petain hefði alltaf gert ráð fyrir sigri Bandamanna, einkum eftir að Bandaríkin fóru i striðið, en búist við langvinnri styrjöld. Hann sagði, að Darlan hefði hatað Þjóðverja, en reikn- að með sigri þeirra. Laval hefði hins vegar óskað eftir sigri Þjóð- verja og viljað allt gera þeim til hjálpar. Eins og áður segir, þótti vörn Pucheu fyrir réttinum hin á- gætasta. Margir bjuggust við því, að hann yrði náðaður. Það varð þó ekki. Vel má vera, að de Gaulle hafi talið hann sekan, en eins mun hann hafa óttast en eins mun hann hafa óttazt áróður kommúnista, ef hann náðaði Pucheu, og slæm áhrif í Frakklandi, þar sem fjand- skapurinn gegn Vichystjórninni magnaðist stöðugt og kröfurnar um hefndir verða æ hávær- ari. Pucheu hefir því sennilega fallið öllu fremur á verkum fé- laga sinna, en eigin verkum. Pucheu varð vel við dauða sínum. Um leið og hermennirnir miðuðu á hann byssum sínum, hrópaði hann: Lifi Frakkland. — á meðan er hann stöðugt að festa betur á sér, að hann sé opinber vísvitandi ósanninda- maður og sá versti slefberi, sem nokkurntíma hefir alið aldur sinn í Húnaþingi. Mun ég minna J. Pá. á þetta meðan hann getur engar líkur komið með fyrir því, að hann segi satt — og meðan hann hef- ir ekki dáð í sér að taka annan hvorn þann bezta kost, sem hann á völ á í þessum málum og það er að þegja, eða að fara, þegar í óefni er komið, að dæmi læriföður síns, sem fékk 30 silf- urpeningana forðum! V. G. Bygginga- menn! Vér höfum fyrirliggjandi: INNIHURÐIR, ÚTIHURÐIR, KARMLISTA, GÓLFLISTA, DÚKLISTA, RÚÐULISTA, GLUGGAEFNI ■ GAMLA BÍÓ. Þau hittusl I Bombay (They Met in Bombay). CLARK GABLE, ROSALIND RUSSELL. Sýnd kl. 7 og 9 Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. GRÍMUMAÐURINN (Red River Robin Hood) TIM HOLT. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA BÍÓ. „Gög og Gokke“ og galdrakarlínn („A Hunting we will Go“). Fjörug mynd og spenn- andi. STAN LAUREL, OLIVER HARDY. og töframaðurinn DANTE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ... F ramsóknaríélag Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum miðvikudaginn 5. apríl kl. 8.45 Funclarefiii: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Atvinnumálin eftir styrjöldina: framhaldsumræður. Stjórnin. Tilkynniná Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til hækkaðrar vísitölu, að frá og með 1. apríl 1944 megi saumalaun ekki vera hærri en hér segir: I. Klæðskeraverkstæðl: Fyrir klæðskerasaumuð karlmannaföt mega saumalaun eigi vera hærri en kr. 323,00 fyrir einhneppt föt, en kr. 333,00 fyrir tvíhneppt föt. Fyrir klæðskerasaumaðar kvenkápur mega sauma- laun vera hæst kr. 185,00, en fyrir dragtir kr. 204,00. Fyrir algenga skinnavinnu má reikna hæst kr. 20,00, auk hinna ákveðnu saumala,una. II. Hraðsaumastofur: Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst kr. 278,00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsaumastofum skulu saumalaun fyrir aðrar tegundir fatnaðar vera í samræmi við ofangreint verð. III. Kjólasaiiina.slofur: Saumalaun á kápum mega hæst vera kr. 152,00, nema ef um algenga skinnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 172,00. Fyrir saum á drögtum má hæst taka kr. 167,00. % Reykjavík, 1. apríl 1944. YERÐLAGSSTJÓRIYN. Opið páskavikuna: o. fl. Smíðum allt til húsa með stutt- um afgreiðslufresti. S ö g i n h. í. Sími 5652. Höfðatún 2 — Reykjavík. Áttatíu og fimiu ára. (Framh. af 3. síðu) þess dvöldu á heimili þeirra um lengrf eða skemmri tíma mörg börn og unglingar, þar á meðal dvaldi skáldið, Sigurður Júl. Jóhannesson lengi hjá þeim. Heimili þeirra hjóna var við- urkennt myndar- og rausnar- heimili í hvívetna, þar sem öll- um leið vel, og hverjum, sem að garði bar, var tekið með opnum örmum. Sá, sem þetta ritar minnist þess frá fyrri árum, að um helgar, þegar unga fólkið hittist sérstaklega að sumri til og ekkert var ákveðið hvert halda skyldi, þá var jafnan við- kvæðið: „Við skulum fara inn að Heggsstöðum“. Þó liggur sá bær langt frá alfaraleið, eins og kunnugt er, og ábyggilega voru þeir fáir, sem áttu leið þar nærri, sem fóru framhjá, því að glaðværðin á heimilinu og inni- leikinn í móítökunum, var alveg sérstaklegur og seiddi menn heim. Oft sagði Ingveldur, ef einhver hafði orð á því, er kom- ið var fram yfir háttatíma og nú væri mál að fara: „ykkur liggur ekkert á“. Fyrstu hjúskapar-árin voru örðug, lítil efni og harðæri, en með dugnaði og reglusemi kom- ust þau í dágóð efni. Ingveldur var kona fríð sýn- um og heldur sér mjög veL Hún hefir haft mjög gaman af bók- um og þau muhu vera fá kvöld- in, sem hún hefir ekki lesið meira eða minna, að loknu miklu dagsverki. Hún hefir verið við góða heilsu og góða sjón allt fram á þenna dag en notað gler- augu hin síðari árin, við lestur. Við samferðamenn hennar minnumst hennar í dag, á þess- um merku tímamótum ævi hennar, með virðingu og aðdá- un og þökkum henni innilega fyrir allt og ^.llt fyrr og síðar og óskum henni allra heilla í fram- tíðinni. S. G. Fullkomnar vínnuvélar (Framh. af 1. síðu) Að svo mæltu kvaddi Jóhann- es. Það er vissulega vel farið, er ungir menn taka þann kostinn að koma heim og hefja hér starf við aðkallandi umbætur, þótt betri kjör og starfsskilyrði séu í boði annars staðar. Nú er hér fyrir höndum mikil bylting í at- vinnuháttum. íslendingar verða að taka nýjustu véltækni í þjón- ustu sína, ef þeir hugsa sér að verða samkeppnisfærir vi5 aðr- ar þjóðir um framleiðslu sína. Það er ef til vill stærsta sjálf- stæðismálið um þessar mundir. Það ber því vel að fagna hverj- um ungum íslendingi, með nýja og dýrmæta þekkingu, sem kemur heim að lokinni náms- dvöl í þeim löndum, þar sem véltækni og hagnýt vinnubrögð eru komin á hæst stig. ÞRIÐJUDAGINN 4./4. MIÐVIKUDAGINN 5./4. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) arson ekki neitt. Þetta sé m. a. vegna þess, að hér séu nú önn- ur tengsli milli þings og stjórnar en í Bretlandi. Þetta er rétt hjá Mbl. að vissu leyti. En hvernig var það með fyrirrennara Björns, Ólaf Thors? Hvað gat hann meðan hann var forsætisráðherra? Hefir nokk- urn tíma verið meiri óstjórn hér á landi en í stjórnartíð hans. Er ekki stjórn Björns Þórðar- sonar stórfelld umbót frá stjórn Ólafs? Það er nefnilega ekki nóg, kl. 7,30—12 bæjarbúar. kl. 1—2 herinn. kl. 2—8 bæjarbúar kl. 8'—10 herinn. kl. 7,30—12 bæjarbúar. kl. 1—2 herinn. kl. 2—10 bæjarbúar kl. 8—12 bæjarbúar. Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugier af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. að þingið styðji stjórn að nafn- inu til. Stjórnin þarf að hafa stefnu. Meðan þingið getur ekki sameinazt um stjórn, sem er stefnufastari en stjórn Ólafs var, má þjóðin þakka fyrir að hafa stjórn dr. Björns. SKÍRDAG Föstudagiim langa lokað allan dagiim. LAUGARDAGINN 8./4. kl. 7,30 f. h. — 7,15 e. h. bæjarbúar, kl. 810 herinn. Lokað káða páskadagana. ÞRIÐJUDAGINN 11./4. Opið eins og venjulega. KENNSLA. BYRJAR. Siindliöll Reykjavíkur. Geymið auglýsinguna!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.