Tíminn - 12.04.1944, Side 1

Tíminn - 12.04.1944, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Slmar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKF.:r~:.3FA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Itevkjavík, miðvikudagiim 12. apríl 1944 37. blað Erlent yiirlit: Myndu Rúss- ar víðurkenna Laval? Sá pólitískur atburður sein- asta mánaðar, sem tvímælalaust vakti mesta athygli og umtal, var stjórnmálaleg viöurkenning rússnesku stjórnarinnar á Ba- dogliostjórninni eða „stjórn hans hátignar Victors Emman- uels Ítalíukonungs". Ríkis- stj órnirBandamanna hafa ekki veitt Badogliostjórninni slíka viðurkenningu né skipzt á sendiherrum við hana. Þykir lík- legast, að þær muni ekki veita Badogliostjórninni slíka viður- kenningu né neinni annarri ít- alskri stjórn, nema til hennar hafi verið stofnað með lýð- ræðislegum hætti, en það getur naumast orðið fyrr en hætt er að berjast á Ítalíu. Þótt Banda- menn hafi falið Badogliostjórn- inni umsjón ýmsra borgaralegra mála í þeim héruðum Ítalíu, sem þeir hafa náð á vald sitt, taka þeir það fram, að slíkt beri ekki. að skoða sem stjórnmála- lega viðurkenningu, heldur sem algert bráðabirgðaástand. Viðurkenning Rússa á Bado- gliostjórninni hefir einkum vak- ið athygli á tveimur atriðum: í fyrsta lagi þykir viðurkenn- ingin sýna, .að stjórnmálaleg samvinna Bandamanna og Rússa sé ekki eins góð og skyldi, þrátt fyrir ráðstefnurnar í Te- heran og Moskvu og aörar yfir- lýsingar þar að lútandi. Það hefir verið upplýst, að Rússar hafi viðurkennt Badogliostjórn- ina, án þess að ráðfæra sig við Bandamenn. í öðru lagi þykir viðurkenn- ingin sýna, að Rússar hiki ekki við að viðurkenna stjórnmála- forustu þeirra manna, sem hafa verið nazistum og fasistum þæg- ust verkfæri, og hafa beint og óbeint hjálpað þeim til að eyði- leggja lýðfrelsi og mannréttindi í löndum sínum eða til að fara með ófrið og ofbeldi gegn frið- sömum, saklausum þjóðum. Raunverulega ber Victor Emm- anuel engu minni ábyrgð á fas- ismanum í Ítalíu eða herferð- inni gegn Abessiníumönnum en Mussolini sjáifur, því að án að- stoðar konungs hefði Mussolini aldrei komizt neitt áleiðis í þess- um efnum. Badoglio stjórnaði sókn ítala gegn Abessiníumönn- um og Grikkjum. Þeir, sem geta viðurkennt stjórnmálalega for- ustu Victors Emmanuels og Badoglios, geta alveg eins síðar viðurkennt stjórnmálaforustu Lavals, Quislings og annara slíkra manna. Meðal allra frjálshuga inanna vakti samvinna Bandamanna við Darlan mikla andúð á sín um tíma, og síðan hefir þeirri kröfu vaxið sljórum fylgi, að Bandamenn veiti ekki lepp- stjórnum kvislinganna eða ein- stökum mönnum, sem hafa til- heyrt þeim, neina stjórnmála- lega viðurkenningu. Fyrir La- val og hans nóta væri þá næsta auðvelt að fara í fótspor Victors Emmanuels, gera launsamning við Bandamenn, þegar ekki væri um aðra leið að' velja til að bjarga völdunum, og hljóta síð- an viðurkenningu þeirra og stuðning. Þegar þannig væri komið, hefði styrjöldin verið til lítils háð fyrir frelsi og mann- réttindi í heiminum. Viðurkenning Rússa á Ba dogliostjórninni kom öllum frjálslyndum stjórnmálaflokk- um á Ítalíu mjög á óvart. Þeir voru nýlega búnir að halda landsfund og krefjast valdaaf sals Victors Emmanúels og krónprinsins. Kommúnistar studdu þessar kröfur. Eftir við- Þjóðverjar biðja Gústaf Svíakonung að leitast iyrir um sættir Eitt af áréiðanlegri blöff- um'Breta, „The Observer“, skýrði frá því fyrir skömmu, aff Þjóðverjar hafi nýlega fariff þess á leit viff Gústaf Svíakonung, aff hann reyndi aff koma á sættum milli þeirra og Bandamanna, en hann hafi skorazt undan því. Það var þýzki sendiherrann í París, Abetz, er fékk aðalræðis- mann Svía, þar, Gösta Nordling, til að koma þessum tilmælum til Gústafs konungs. Áður hafði Abetz ráðfært sig við Ribben- trop og Laval. Það var látið fylgja þessum tilmælum til Gustafs konungs, að Þjóðverjar væru fúsir til að fara með her sinn úr Noregi, Danmörku, Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Ennfremur buðust ieir til að veita Pólverjum tak markað sjálfsforræði, en Bæ- heimur skyldi vera áfram þýzkt verndarríki. Þjóðverjar fengju frjálsar hendur um afstöðu sina til Rússa. „The Observer" skýrir einnig frá því, að Laval hafi í viðræð- um við sænska stjórnarfulltrúa látið uppi þá skoðun, að hann væri orðinn trúlaus á sigur Þjóð- verja, en hins vegar gerði hann sér vonir um sættir milli þeirra og Bandamanna, ef Þjóðverjum tækist að afstýra innrásinni að vestan. Þá ættu Svíar að reyna að miðla málum. Vafalaust gera forráðamenn Þjóðverja sér svipaðar vonir og Laval. Þess vegna meta þeir minna að halda velli á austur- vígstöðvunum en að búa sig undir vörnina að vestan. Sjöunda Qokksþing Fram- sóknarmanna hefst í dag Þingíð verður eítt hið fjölmeuuasta, er háð hefír verið urkeninngu Rússa á Badoglio- stjórninni hafa kommúnistar mjög linazt í baráttunni gegn Victor Emmanúel, telja ekki tímabært að ræða það mál nú Það eigi aðeins að hugsa um það eitt að vinna styrjöldina. Hefir þetta enn orðið til þess að auka stjórnmálalegt ósamlyndi meðal ítala. Ýmsar getur eru leiddar að því, hvað Rússum hafi gengið til með yiðurkenningunni á Ba- dogliostjórninni. Ýmsir telja, að Rússar álíti mögulegt að fá ýms aukin hlunnindi hjá Badoglio- stjórninni eftir viðurkenning- una. Aðrir telja, að Rússar telj þetta styrkja stjórnmálaaðstöðu sína á Ítalíu, því að nú njóti þeir fylgis bæði kommúnista og hægri manna, en hins vegar hafa þeir ekki gert sér von um fylgi frjálslyndu flokkanna, því að þeir hallist meira að Banda- rpönnum. Báðar tilgáturnar geta veriö réttar og víst er það, að Rússar hafa fyrst og fremst gert þetta til að styrkja stjórnmála lega afstöðu sína á Ítalíu. Þeir setja ávinning ofar stefnumál um. Þess vegna er ekki undar legt, þótt margir spyrji: Myndu Rússar ekki alveg eins viður kenna Laval, ef þeir teldu sér hag að því? Semustu iréttir Borgin Odessa er nú gengin Þjóðverjum úr greipum. Odessa var ein af fjölmennustu borg- um Rússlands fyrir styrjöldina, íbúar 750 þús. Rússar sækja fast fram í Rú- meníu og hrökkva Þjóðverjar hvarvetna fyrir. Tékkneskar og rússneskar hersveitir hafa sótt inn í Tékkó- slóvakíu. Er þar barizt heiftar- lega í fjallasköröum. Tékkneski fáninn hefir verið dreginn að húni á fjallstindi vestan landa- mæranna. S j ö u n d a flokksliing Framsóknarmaima vcrður sctt að Hótel Borg klukkan 4 í dag. Mafa |»ingfulltriiar utan af landi verið að konea til bæjarins undanfarna daga, og eru nú inættir flestir fseir, sem setu eiga á þinginu, est þeii* síðustu eru væntanlegir á morguu. Flokksþing þetta verður eitt hið fjölmennasta, er Framsókn- ármenn hafa efnt til. Þingfull- trúar munu verða hátt á þriðja hundrað samtals, og hafa eigi önnur flokksþing Framsóknar- manna en þingin 1937 og 1941 verið svo fjölmenn. Eins og áð- ur er sagt, eru flestir fulltrú- anna komnir til bæjarins, en ieir, sem enn eru ókomnir, eru nær allir af Vestfjörðum og Austfjörðum. Hefir koma þeirra dregizt lítilsháttar frá því, er gert var ráð fyrir, vegna þess, að skipaferðum hefir seinkað. En þess er vænzt, að bæði skipin, sem þessir fulltrúar eru á, komi til Reykjavíkur á morgun. Verða hin helztu mál, önnur en lýð- veldismálið, eigi reifuð, fyrr en þeir eru komnir til þings.. Að lokinni þingsetningu í dag verður skipað í kjörbréfanefnd og fastanefndir þingsins. Munu fastanefndirnar verða ellefu og hafa til meðferðir og afgreiðslu margvísleg landsmál og flokks- mál. Þegar nefndaskipun er lokið flytur Ólafur Jóhannesson lög- fræðingur erindi um lýðveldis- og stjórnarskrármálið. Framhaldsdagskrá þingsins verður síðan auglýst og tilkynnt þingfulltrúum jafnóðum og hún hefir verið ákveöin, en slíkt er ekki unnt að gera fyrirfram í einstökum atriðum. Gert er ráð fyrir, að þingið stgrfi í eina viku. Verða þing- fundirnir háðir að Hótel Borg, en nefndarfundir flestir annars staðar, eftir því sem húsnæði fæst. Barnavinalélagið Sumargjöf 20 ára Einn hinn nýtasti félagsskapur hér í bænum, „Barnavinafé- lagiff Sumargjöf“, er tuttugu ára um þessar mundir. Var þessa áfanga minnzt í gær í Tjarnarborg, einu barnaheimili félagsins, þar sem ýmsir forustumenn félagsins og nokkuff af starfsliffi þess var saman komið, ásamt nokkrum gestum. Undirbúningsfundur að stofn- un Barnavinafélagsins Sumar- gjöf var haldinn 11. apríl 1924, og voru það konur úr Bandalagi kvenna, er boðuðu til hans. Hafði Bandalagið þá um þriggja ára skeið gengizt fyrir fjársöfn- un á sumardaginn, börnum til styrktar. Nokkrum dögum síðar var svo haldinn framhaldsstofn fundur og voru þá lögð fram og samþykkt „lög fyrir Barnavina- félagið Sumargjöf“ og kosin bráðabirgðastjórn. Loks var efnt til aðalfundar litlu síðar og voru þar kosin í hina fyrstu stjórn félagsins Steingrímur Arason, kennari, Aðalbjörg Sig- urðardóttir, frú, Steinunn Bjartmarsdóttir, frú, séra Magn- ús Helgason og Steindór Björns- son frá Gröf. Höfðu um áttatíu menn látið skrá sig sem stofn- endur félagsins á þessum fund- um, og eru flestir þeirra, sem eigi eru fluttir brott úr Reykja- vík eða dánir, enn í félaginu.- Og Aðalbjörg Sigurðardóttir, er skipaði sæti í hinni fyrstu stjórn félagsins, er enn í stjórn þess, þótt hún tæki sér hvíld frá þeim störfum um allmargra ára skeið. Þrír menn hafa lengst allra skipað stjórn félagsins. Eru það þeir kennararnir Steingrímur Arason og Arngrímur Kristjáns- son, sem átt hafa þar sæti í 16 ár, og ísak Jónsson í fimmtán ár. Hefir hinn síðasttaldi verið umsvifamesti og ótrauöasti for- Aðaihmdur Búnaðar !él. Grímsnesshrepps Aðalfundur Búnaðarfélags Grímsneshrepps var haldinn að Borg laugardaginn 25. marz. Á fundinum gerðist þetta helzt. Framkvæmdasjóður félagsins sem stofnaður var á 60 ára af- mæli þess 11. júlí síðastl. með nokkrum gjöfum til félagsins var efldur mjög mikið með frjálsum gjöfum félagsmanna. Námu framlög þessi á fundinum yfir 30.000 krónur, svo að sjóður þessi er nú um 40.000 krónur. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: 1) „Aðalfundur Búnaðarfélags Grímsneshrepps haldinn að Borg 25. marz 1944 skorar á Búnaðarfélag íslands að vinna að framgangi tillögu Ilafsteins bónda Féturssonar um skatt frjáls framlög til ræktunar framkvæmda, sbr. grein hans í Búnaðarbl. Freyr.“ 2) „Aðalfundur Búnaðarfélags Grímsneshrepps haldinn að Borg 25. marz 1944 skorar á Al- þingi að efla svo verkfæra- kaupasjóðinn, að hann geti náð þeim tiigangi, sem honum var upphaflega ætlað.“ 3) „Aðalfundur Búnaðarfélags Grímsneshrepps haldinn að Borg 25. marz fagnar samkomu- lagi Alþingis um lausn sjálf stæðismálsins og skorar á hreppsbúa að vinna að því, að allir atkvæðisbærir menn hreppnum taki þátt í atkvæða- greiðslunni um sambandsslitin og lýðveldisstofnunina.“ 4) „Fundurinn skorar .á alla bændur hreppsins að koma fyr- ir fánastöngum við bæi sína og aflað sé fána til að draga að hún daginn, sem lýðveldið verð ur endurreist á íslandi.“ Búnaðarfélag Grímsneshrepps hefir með stofnun Fram- kvæmdasjóðsins og því að efla hann svo myndarlega, að hann er nú orðinn 40 þúsund krónur, sýnt mikinn stórhug og glöggan skilning á því hvaða verkefn um búnaðarfélagssamtök bænda eiga einkum að einbeita kröft um sínum að nú. Þessi sjóður félagsins nægir til þess að kaupa samstæðu af beztu verkfærum (dráttarvél með tilheyrandi áhöldum) til jarðvinnslu. Hafa Grímsnesingar með þessu sýnt maður félagsins fjölda mörg síð- ustu ár. Nú skipa stjórn félags- að þeir skilja til fulls, að ræktun ins ísak Jónsson, kennari, for maður, séra Árni Sigurðsson (Framh. á 4. síðu) verður að aukast á næstu árum svo að hætt verði að mestu við að vinna annað land en véltækt vöggustofunni í Suðurborg. Ný búð Nú fyrir bænadagana var opnuð ný búð, sem hefir ein- göngu á boðstólum fisk og fisk- meti. Heitir hún „Síld og fiskur" og er á Bergstaðastræti 37. Reka Þorvaldur Guðmundsson, áður forstjóri niðursuðuverksmiðju S í. F., og Steingrímur Magnússon fisksali búð þessa. Húsakynni öll eru hin vönd- uðustu, björt og rúmgóð. Kæli útbúnaður er þar af nýjustu gerð, vinnutæki öll fullkomin og útstillingar smekklegar. Auk alls konar fisks, sem þar er á boðstólum, verða og seldar hvers konar iðnaðarvörur úr fiski og síld, salöt og fleira. Er þar á meðal sitthvað, sem hús mæður hafa ekki átt kost á áð ur. Á víðavangi Kári skrifar Tímanum: Laxncska. Hjartfólgnasta áhugamál eins stílfæi-asta rithöfundar lands- ins virðist þessi árin vera það að níða niður sveitafólkið, telja landsmönnum trú um það að leggja eigi byggð landsins niður nema kaupstaðina og kraga ein- hverja umhverfis þá. Þessi rit- höfundur er H. K. Laxness. Síð- asta greinin hans í þessum efn- um er í málgagni hans, „Þjóð- viljanum", á skírdag. Þar stendur m. a. þessi klausa: ,Við leggjum ‘ vegi, brýr, síma og kostum byggingu og land- búnaðarstarfsemi á afskekkt- um, óbyggilegum stöðum, þar sem fáeinar sálir stunda sveitabúskap sér til skemmtun- ar, án þess að starfsemi þeirra hafi nokkurt þjóðhagslegt gildi eins og hún er rekin. í þessa skemmtistarfsemi köstum við sum árin tugmiljónum króna, án þess að hugsa okkur um“. Það þarf ekki að eyða orðum að því hér, hve rangt þetta er og illkvittnislega mælt. En fólk, sem lítið sér annað en blöð, sem svona mæla, fyllist smátt og smátt hleypidómum og ofstæki. Og loks er það orðið að trú hjá mörgum, að þeir, sem rækta og byggja landið og framleiða holl- ustu og beztu fæðutegundirnar fyrir landsmenn — séu ómagar á landinu!! Þegar H. K. L. talar um tugi miljóna, getur hann ekki átt við lakari kotin, heldur sveitabúskapinn yfirleitt, enda telur hann sveitabúskap hér á íslandi lítið annað en „kjána- legt sport“. En tugir miljóna, sem Laxness talar um, er vafa- lítið það fé, sem greitt hefir verið í það m. a. að h&lda vöru- verði niðri, svo að Laxness og aðrir kaupstaðabúar fengju ó- dýrari nauðsynjar en ella. En kaupskrúfur Laxness og annarra „komma“, ásamt at- höfnum „hálfbræðra“ hans, stórgróðamannanna, hafa sogað fólkið frá landbúnaðinum á ryk- ugar götur Reykjavíkur og þar hefir tekizt að ná ábyrgðum allra landsmanna handa því fyrir margs konar lífsþægindum. Veltufé landsmanna, ábyrgðir allrar þjóðarinnar og kaup- skrúfur, sem „kommarnir“ standa fyrir, allt í augnabliks- hag Reykjavíkur, hjálpar til þess að draga vinnuaflið frá at- vinnuvegunum og gera allt at- vinnulíf í landinu óheilbrigt. En hætt er við, að þeir tímar geti komið, sem létt .verði í maga einhverra göturykið í Reykjavík, verðlausar pappírs- krónur, lífsþægindin í luxusí- búðunum og illkvittnin í Lax- ness. „Kjarabíetur“. Verkalýðsblöðin hafa öðru- hverju undanfarið verið að flytja fréttir um það, að ýms fé- lög láunþega hafi fengið „kjara- bætur“ við nýja samninga. Er þá ætíð átt við, að verkafólk fái fleiri krónur fyrir vinnu sína en áður. En aldrei fylgir þessum fréttum nokkur umsögn um það, að fólk hafi fengið „kjarabætur“ með því að krón- urnar, er það fær fyrir vinnu sína, hafi vaxið í verði, né að at- vinna þess hefði verið tryggð á nokkurn hátt í framtíðinni. Hvað skyldi vera lengi hægt að leika þennan blekkingarleik um auknar „kjarabætur“, sem séu fólgnar í því að fjölga og smækka alltaf krónurnar og safna þá um leið eignunum á hendur þeirra, sem mest eiga fyrir? Vilja ekki einhverjir vin- veittir menn verkalýðnum,-sem njóta hylli hans, reyna að opna augu hans fyrir því, að þessi skollaleikur er hættulegastur fyrir verkamenn sjálfa? Næsta blaff Tímans kemur út á laugardaginn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.