Tíminn - 12.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1944, Blaðsíða 2
150 TÍMIJMV, miðvikudagiiui 12. apríl 1944 37. blað ^ímmrt Mi&v.daaur 12. ajjríl Stefnan í dreifiriti, sem velkunnur Framsóknarmaður hefir nýlega sent allvíða um land, er varpað fram þeirri fullyrðingu, að Tím- inn hafi'á örfáum vikum haldið fram þremur ólíkum kenning- um um afstöðu Framsóknar- manna til annarra flokka. í til- efni af þessari fullyrðingu eru Tímanum síðan sendar viðeig- andi kveðjur um stefnuleysi og hringlandaskap. Eins og vænta mátti, hefir heildsalablaðið Vísir gripið þessa ásökun í garð Tímans fegins hendi og notað hana til viðeig- andi svívirðinga um Framsókn- armenn. Verður því eigi hjá því komizt að svara þessu nokkrum orðum. Lesendum Tímans er það vit- anlega bezt kunnugt, að hér er farið með algerlega staðlaust fleipur. í öllum hinum tilvitn- uðu greinum kemur fram ein og sama stefna. í fyrstu grein- inni er megináherzla lögð á það, að þeir menn, sem fylgja umbót- um og heilbrigðri framþróun, skipi sér í öfluga fylkingu til að halda niðri öfgunum til beggja handa, líkt og gert var á Alþingi árið 1000, er kristnin var lög- tekin. í annarri greininni var Jóni á Reynistað skýrt frá því, að Framsóknarmenn væru fúsir til samvinnu við hann og aðra þá flokksbræður hans, er los- uðu sig undan yfirráðum öfga- mannanna í Sjálfstæðisflokkn- um og vildu vinna að umbótum og réttlátri stjórnarskipun. í þriðju greininni var loks öflug hvatning til allra þeirra, sem hvorki aðhyllast kommúnism- ann eða yfirdrottnun stríðs- gróðavaldsins, um að .fylkja sér í eitt samstætt kosningabanda- lag, þótt ekki væri þar um einn flokk að ræða. Sérstaklega voru þar tilnefndir Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn og svo þeir menn í öðrum flokkum, er heldur vildu veita lið samtök- um umbótamanna en einræðis- brölti öfgamanna. Má þar t. d. nefna Jón á Reynistað, ef um- mæli hans um samstarf borg- aralegra manna eru á heilindum byggð. Hér er því sannarlega ekki um neinar þrjár stefnur að ræða, heldur aðeins eina stefnu. Hún er í aðalatriðum sú, að allir þeir, sem aðhyllast lýðræði, um- bætur og frjálslynt stjórnarfar, taki nú höndum saman til að hefja hið unga íslenzka þjóð- veldi úr því pólitíska öngþveiti, som það hefir komizt í, tryggja þjóðinni frelsi og framfarir á komandi árum og víkja burtu þeim hættum, sem henni stafar af öfgastefnum og einræðistil- hneigingum kommúnista og stórgróðamanna. Stjórnmálaástandið hérlendis er nú ekki ólíkt því og var fyr- ir nazistabyltinguna í Þýzka- landi. Tveir flokkar þar gerðu lýðræðisskipulagið óstarfhæft, nazistar og kommúnistar. Báðir treystu því, að stjórnleysið myndi á endanum veita þeim fullnaðarsigur til að stjórna með harðræði hnefans og byssunnar. Nazistar fengu von sína uppfyllta. Með svip- uðum hætti eyðileggja nú tveir stjórnmálaflokkar allt heilbrigt samstarf í íslenzkum stjórnmálum, Sósíalistaflokkur- inn, þar sem kommúnistar ráða mestu um leiðsögnina, og Sjálf- stæðisflokkurinn, þar sem stór- gróðamennirnir ráða forustunni. Báðir vilja þeir glundroðann í þeirri von, að þeim takist að ná völdum, þegar þjóðin er orð- in nógu þreytt og vonsvikin. Kommúnista dreymir um alræði öreiganna, forkólfa Sjálfstæðis- flokksins dreymir um alræði stórgróðavaldsins. Ef umbótamennirnir í Þýzka- landi hefðu ekki verið marg- klofnir og sundraðir, hefði aldrei korrúzt á nazistastjórn þar. Ef þeir hefðu tekið saman höndum í tæka tíð, hefði þýzka þjóðin sloppið við allar þær hörmungar, er þjaka hana nú og bíða hennar framundan. Á sama hátt gæti sameinuð fylk- ing umbótamanna hér, sem Björn Gnðmnndsgon frá Fagradal: Vinnnheimili berklasjúklinga Eitt stærsta og veigamesta málið, sem nú er á döfinni hjá okkur, er bygging vinnuheimil- is berklasjúklinga. Ekki vegna þess, að um það hafi verið svo mikið rætt og ritað, heldur vegna þess hve marga það snertir. Þetta er mál, sem enginn má láta sig litlu skipta, hvar sem er á landinu. Það er ekki sérmál neins ákveðins landshluta, held- ur sameiginlegt menningarmál allrar þjóðarinnar. Þetta er mál heilbrigðra og sjúkra, því að það varðar afkomendur okkar engu síður en okkur sjálf, sem nú lifum. Menn eru skráðir jafn- óðum og þeir veikjast eða kom- ast undir læknishendi, en ekki fyrirfram. Við getum því ekki sagt um það fyrirfram, hvar „hvíti dauði" ber niður næst, hvort hann heggur nærri okk- ur eða fjarri. Margir eigi erfitt með að trúa því, að þeir séu orðnir berkla- veikir og þurfi að fara'á hæli, þegar þeim er sagt það í fyrsta sinn. Mörgum, sem eitthvað þekkja til sjúkdómsins, stendur líka ógn af honum og hefir það oft ekki verið að ástæðulausu, vegna slæmra lækningaskilyrða. mynduð er án tillits til hvar menn hafa verið í flokki eða eru í stétt, tryggt íslendingum frelsi og framfarir og komið þeim undan okrkommúnista og stórgróðavaldsins. Það væri ó- trúleg skammsýni, ef íslenzkir umbótamenn létu ekki reynslu þýzku þjóðarinnar verða sér víti til varnaðar. Flokksþing Framsóknar- manna, sem nú er að koma sam- an, fær það sögulega hlutverk, að það mun ráða mestu um, hvort reynt verður að mynda öflugt samstarf umbótamanna. Ef Framsóknarmenn standa fast á þeim grundvelli að vera frjáls- lyndur miðflokkur, en láta ekki leiða sig í faðm striðsgróða- valdsins, stóratvinnurekenda og kaupmanna, eins og unnið er að beint og óbeint, þá verður þeim það stórum auðveldara eftir þetta flokksþing en áður að hafa forustu um myndun þeirra samtaka umbótamanna, sem þjóðinni er óhjákvæmileg nauð- syn, ef kommúnistar og stríðs- gróðamenn eiga ekki að halda henni í kúgunarfjötrum á kom- andi árum. Þ. Þ. Við höfum nú tvö sjúkrahús, sem notuð eru handa berkla- sjúklingum. En þau fullnægja hvergi nærri þeirri þörf, sem nú er fyrir hælisvist. Á Vífilsstöð- um t. d. eru allt of margir sjúkl- ingar, ef tekið er tillit til viður- kenndrar reglu um tenings- metrafjölda á hvern sjúkling 1 hverri sjúkrastofu. Það hæfir ekki heilbrigðismálum nútím- ans að geyma þá, sem læknast eiga í E. K. „consentration camps". Heilsuhælisvist verður að vera þannig, að hún standi ekki að baki vist á góðu heimili að því er snertir skilyrði til við- halds og endurheimtar heils- unnar. Vífilsstaðahælið er orðin nokkuð gömul bygging og full- nægir hvergi nærri þeim kröf- um, sem nú eru gerðar til slíkra sjúkrahúsa. Það fullnægir ekki kröfum læknanna, sem við það starfa. Læknarnir gera vitan- lega það, sem þeir geta, fyrir. þá sjúklinga, sem eru í þeirra um- sjá. Sama er að segja um hjúkr- unarkonur og annað starfslið. En það er ekki nóg að hafa góða lækna. Við verðum líka að skapa þeim viðunandi starfsskilyrði til þess að tryggja að sem beztur árangur náist af störfum þeirra. Það er ekki nóg að lögð sé stórum aukin áherzla á að finna sýkt fólk meðan það hefir sjúk- dóminn á byrjunarstigi, hvar sem er á landinu, ef svo ér ekki unnt að útvega því sjúkrahús- vist meðan það er að ná sér aft- ur og meðan batvonin er mest — án þess að útskrifa þurfi aðra sjúklinga of snemma. En það hefir oft borið við, að menn hafi verið látnir fara of snemma af hælunum, að þeim hefir versn- að aftur og sjúkdómurinn kom- izt^á hærra stig, og jafnvel orðið ólæknandi. Mörgum mun þykja síðari hælisferðin verri en sú fyrri. Húsabyggingar eru dýrar núna. En sjúklingar þurfa ekki síður þak yfir höfuðið heldur en þeir, sem heilbrigðir teljast. Og í trausti þess að nógu margir mundu skilja þetta, var ráðizt í að byggja vinnuheimili berkla- sjúklinga. Þegar það er komið upp, verður hægt að losa mörg sjúkrarúm í hælunum, handa nýju fólki, sem bíður, því að í hælunum er nokkuð af fólki, sem er vinnufært að meira eða minna leyti, en er ekki hægt að útskrifa. Þess konar fólki er m. a. ætluð vist í hælinu og svo þeim, sem eru á góðum bata- vegi, en ekki taldir þurfa lengur sjúkrahúsvist, en er nauðsyn- legt að vera undir læknishendi meðah þeir eru að venjast vinn- unni. En það tekur oft nokkurn tíma. Nú er búið að útvega stað fyr- ir vinnuheimilið og hygg ég vel hafa tekizt til með val á hon- um. Allmikið fé hefur safnazt í byggingarsjóðinn og eru alltaf við og við að berast stórar gjafir í hann, bæði frá fyrirtækjum og einstaklirigum. Nokkuð vant- ar þó enn á, að nægilegt fé sé fyrir hendi til að ljúka fyrir- huguðum framkvæmdum. En það er von þeirra, sem að þessu mikla nauðsynjamáli standa og mest og bezt hafa barizt fyrir framkvæmd þess, að héðan af verði ekkert til að hindra að markinu verði náð. Takmark S. í. B. S. er: Útrýming berkla- veikinnar úr landinu. Það er líka takmark læknanna. Það er mik- ils vert starf að lækna sjúkt fólk, en meira er þó vert að út- rýma sjúkdómunum. Þetta er göfugt markmið. Bygging vinnuheimilisins er menning- arleg og heilsufræðileg nauðsyn, sem ekki má bíða lengur. Lát- um ekki undir höfuð leggjast að veita þessu máli það brautar- gengi, er við megum. Ungr módír Hinn 1. sept. 1940, bar ær hjá Guðmundi Einarssyni, Brekku, Ingjaldssandi. Átti hún hvítt gimbrarlamb, er hlaut nafnið Kilja. Um haustið var gimbrin tekin undan móður sinni og al- iní fjósinu. Var hún höfð laus á grind í einu horninu og fór hún sinna ferða um fjósið. Á öðrum stað í fjósinu voru þrír fullorðnir hrútar bundnir. Var gimbrinni lítt um þá gefið, og kom ekki nálægt þeim, enda létu þeir oft ófriðlega. Um miðj- an marz var Kilja látin til hinna gemlinganna og um sumarmál sleppt með þeim. 25.' maí var hún rúin með geldfénu og rekin á fjall. 31. maí sá ég Kilju á- samt fleiri gemlingum. Var hún þá búin að eignast dóttur, þá 9 mánaða gömul. Var lambið mjög lítið, en vel frískt vóg það ekki nema iyz kg. Um haustið var því slátrað og vóg það þá á fæti 36 kg. og hafði 15 kg. kroppsþunga og 3 kg. gæru. En Tín og 1 ýs Eitir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli Rauði kross íslands gefur út tímarit, sem heitir Heilbrigt líf. Margt er vel um þetta rit, en þó er eins og stundum renni út í fyrir ritstjóranum eins og t. d. þegar hann fer að tala um áfengismálin. Ritstjórinn barm- ar sér yfir því að hér á landi skuli ekki vera kostur á ódýr- um matarvínum, svo að nota megi vín til matreiðslu á marg- an hátt og það geti orðið fast- ur liður í daglegu fæði þjóðar- inar að mér skilst. Jafnframt harmar hann það, að sjúkra- húsin geti ekki hresst sjúklinga sína á víndropa. Það er ekki mitt að kehna Gunnlaugi Claessen heilsufræði, en allra auðmjúklegast vildi ég mega spyrja hvort hann væri nú orðinn merkari læknir og meiri vísindamaður en Mikkel Hindhede Hindhede notaöi aldrei áfengi til lækninga og sama er einmitt sagt um ýmsa þá lækna, sem mesta frægð og vinsældir hafa unnið sér á ís- landi. Og nógu fróðlegt væri það, ef Heilbrigt líf vildi fræða okkur um erlenda reynslu af áfengisnotkun í sjúkrahúsum. Hingað til hefi ég heyrt að bindindissjúkrahúsin hafi lægri dánartólu. En almenn þjóðfélagsmál má ég tala um. Ritstjórinn harmar það hversu margir íslendingar, sem ekki geti þó talizt of- drykkjumenn (kroniskir alko- holistar) noti vín sér til minnk- unar. Þetta sárnar honum eins og öllum öðrum góðum mönn- um, en fyrst svo er, þá er það átakanleg skammsýni að óska þess, að vín sé fastur liður í daglegu fæði allra. Það er sem sé staðreynd með öllum þjóð- um á öllum öldum, að af hverju þúsundi manna, sem byrjar á- fengisnautn þó í smáu sé, verða einhverjir ofdrykkju- menn. Gunnlaugur Claessen hefir á- huga fyrir útrýmingu lúsar og í því efni þekkir hann ekkert „hóf" og vill ekki af öðru vita en að lúsinni sé útrýmt með öllu. Það breytir ekkert þessari skoðun, að lúsin er jafn gömul mannkyninu og áfengisnautn- inni og að engri menningarþjóð hefir auðnast að losna við lús- ina. Mér líkar þessi áhugi dokt- Kilja vóg þá 58 kg. rúmlega árs- gömul. Haustið eftir var hún með hrútlamb, er vóg á fæti 52 kg. og hafði 21,5 kg. kropps- þunga og 4 kg. gæru. En hún vóg þá sjálf 68 kg. tveggja ára. Kilja er hraust og rösk. K. G. orsins vel, því að lúsin er ó- geðsleg, og ef við mættum ekki gera okkur vonir um að komast lengra en fyrri kynslóðir, þá er lítið eftir af heillandi fegurö lífsins fyrir framgjarna menn. Ég vil trúa því, að þeir tímar komi, að íslendingar verði laus- ir við lýs og áfengi. Ég veit að það getur ekki orðið fyrri en almenningsálitið er orðið svo breytt, að menn vilja vera hreinir af hvorutveggja. Fólkið þarf að hafa tilfinningu fyrir því, að vín og lýs er því ósam- boðið. Menn þurfa að skamm- ast sín fyrir fyrstu lúsina og fyrsta staupið. Ég veit að þessir timar eru fjarri. Það spáir t. d. engu góðu, að sprenglærðir læknar hvetja menn til að nota matarvín og borðvín jafnframt því, sem þeim ofbýður drykkju- skapurinn. Hvernig ætli gengi að útrýma lúsinni, .ef forverðir heilbrigðismálanna hvettu menn til að ganga með smálýs Ég ætla ekki að mæla lúsinni bót á nokkurn hátt, en ein- hvernveginn finnst mér þegar ég fer að hugsa um það með, kaldri skynseminni, að þær- sé'U'- miklu meinlausari en áfengið. Ilmandi vín í glæsilegum um- búðum, er auðvitað miklu fínna en gráar og umkomulausar lýs. En enginn held ég að missi vit- ið vegna lúsanna. Og þó að lús- ugur maður valdi öðrum þeim leiðindum, að óþrifin skríði á þá, eru það smámunir hjá því böli, sem sá veldur, sem kennir þeim að drekka, sem verður of- drykkjumaður. Hér þýðir ekkert að tala um það, að menn eigi að kunna „hóf" og „siðlega" meðferð víns- ins, því að það er fleira en vilja- þrek og staðfesta, sem kemur til greina. Drykkjuhneigðin verð- ur misjafnlega sterk hjá mönn- um. Það, sem einum er lítil eða j^ifnvel engin löngun, verður öðrum hræðileg ástríða. Enginn getur mælt þunga ástríðunnar hjá öðrum og því veit enginn hvað þeir hafa við að berjast, sem drekka hneykslanlega. Þetta mega þeir vita, sem þykj- ast vera hófsmenn og fyrirmynd annarra að síðgæði. Það er ekki víst, að „hófleg" meðferð víns stafi af sjálfsdáðum fremur en t. d. það að sýkilberar tauga- veikinnar leggjast ekki rúm- fastir. Það væri laglegt ef þeir sýkilberar þættust vera afbragð annarra manna eíns og sumir sýkilberar áfengistízkunnar. Ef við eigum að losna við' sýkilbera þess, fínu drykkju- mennina. Erleittlír þœttir: Wallenbergsættín í fyrstu tilkynningu rússnesku stjórnarinnar um friðar- umleitanir milli Rússa og Finna var þess getið, að finnska stjórnin hefði fyrst falið sænskum fjármálamanni að hefja samningaumleitanir fyrir sína hönd við rússneska sendi- herrann í Stokkhólmi. Síðan hefir verið skýrt frá því, að þessi Svíi hafi verið Jakob Wallenberg bankastjóri. Þessi þátttaka Jakobs Wallenbergs í samningaumleit- unum Rússa og Finna, hefir orðið til þess, að ýms erlend blöð hafa rifjað upp sögu Wallenbergsættarinnar, sem er vafalaust merkasta auðmannaætt, sem uppi hefir verið á Norðurlöndum á síðari áratugum. Wallenbergarnir eru eigend- ur eins stærsta banka Svíþjóð- ar, Stockholms Enskilda Bank, en ættfaðir þeirra stofnaði hann fyrir tæpum 90 árum síðan. Tveir bræður ráða nú mestu um stjórn bankans, Jakob og Mark- ús Wallenberg. Síðan styrjöldin hófst hafa þeir skipt þannig með sér verkum, að Jakob hefir ann- ast öll viðskipti, er höfð voru við Bandamenn, en Markús hefir annazt þau viðskipti, sem höfð voru við Þjóðverja. Þannig hafa fyrirtæki þeirra átt innan- gengt hjá báðum stríðsaðiljun- um. Vafaláust er það og vegna sambanda þeirra, sem Jakob Wallenberg hefir við ýmsa áhrifamenn Bandamanna, að Finnar hafa valið hann til milli- göngunnar. Það var Andrés Óskar Wallen- berg (1816—1886), er lagði grundvöllinn að gengi ættarinn- ar. Hann fékkst allmikið við bankamál á yngri árum og ár- ið 1856 stofnaði hann einka- banka í Stokkhólmi, Stockholms Enskilda Bank. Með stofnun og starfsemi þessa banka, lagði hann raunverulega grundvöll- inn að bankastarfseminni í Sví- þjóð. Áður tíðkaðist það ekki nema í litlum stíl, að bankar tækju móti innlánsfé og notuðu það til lánastarfsemi sinnar. Wallenberg hófst handa um þetta í stórum stíl og náði mikl- um árangri. Á fleiri sviðum varð hann brautryðjandi í fjármál- um Svía, t. d. átti hann drjúgan þátt í því að skuldabréfamark- aður skapaðist þar í landi. Jafn- framt bankastarfseminni tók A. O. Wallenberg mikinn þátt í stjórnmálunum, átti lengi sæti á þingi og var einn forvígis- maður borgarastéttarinnar þar, sem oft átti þá í deilum við að- alsmenn og stærri landeigendur. Fjórir synir Wallenbergs þessa urðu frægir menn. Tveir þeirra koma þó lítt hér við sögu, en þeir gegndu mörgum virð- ingastöðum, annar var lengi sendiherra Svía í Bandaríkjun- um en hinn var um langt skeið sendiherra Svía í Japan og Tyrklandi. Tveir synir Wallen- bergs gamla héldu áfram starfi hans við Stockholms Enskilda Bank og undir stjórn þeirra óx hann ár frá ári og varð einhver voldugasta peningastofnun Svía. Annar þessara bræðra var Knut Agatan Wallenberg, en hinn Markús Wallenberg. Knut Agatan Wallenberg var eldri þeirra bræðra. Hann byrj- aði ungur starf sitt við bank- ann og var lengstum helzti ráða- maður hans. Ekki lét hann þó bankamálin nægja sér eingöngu, heldur átti forgöngu um fjöl- mörg stórvirki, t. d. járnbraut- arlagningar og námugröft. Það var ekki sízt fyrir forgöngu hans, að hafin var vinnsla járn- máls í Svíþjóð í stórum stíl. Hann veitti forustu mörgum fyrirtækjum, sem unnu að þess- um og hliðstæðum framkvæmd- um. Hann vann og mikið að því að efla lánstraust og fjárhags- legt álit Svía út á við og naut mikils trausts erlendra fjár- málamanna. Vegna hins mikla álits síns erlendis, var hann ut- anríkismálaráðherra Svía 1914 —1917 og þótti honum fara það vel úr hendi. Það mun þó sennilega verða öllu fremur hinar miklu gjafir Knúts Agatans Wallenbergs en störf hans, sem halda nafni hans á lofti á ókomnum árum. Hann gaf y2 milj. kr. til skreyt- ingar á ráðhúsinu í Stokkhólmi, nokkru lægri upphæð til bygg- ingar verzlunarháskóla þar og hljómlistarhúss.Hann lét byggja hina svokölluðu opinberunar- kirkju í Saltsjöstaden fyrir eig- ið fé. Stærsta gjöf hans var þó Wallenbergssjóðurinn (Wallen- bergs stiftelse), sem hann stofn- aði 1917 með 20 milj. kr. fram- lagi. Tekjum sjóðsins er varið til ýmsrar menningar- og vís- indastarfsemi. Á árunum 1917 —1933 var 16 milj. kr. af tekjum sjóðsins varið í þessu augna- miði, aðallega til að styrkja skóla, söfn og vísindastofnanir. Markús Wallenberg var engu minni atorkumaður en bróðir hans og átti einnig mikinn þátt í vaxandi gengi Stockholms Enskilda Bank. Bankastarfsem- ina eina lét hann sér heldur ekki nægja, heldur átti þátt í stofhun fjölmargra nýrra fyrir- tækja, sem beittust fyrir stórum framkvæmdum eða nýjum iðn- rekstri. Fyrir nokkrum árum var reiknað út, að hlutafjáreign þeirra fyrirtækja, þar sem Wallenbergarnir áttu sæti í stjórn og réðu að meira eða minna leyti, skipti mörgum hundruðum milj. kr. Markús Wallenberg vann einnig mikið starf á sviði alþjóðamála. Hann var um langt skeið fulltrúi Svía á flestum fjármálaráðstefnum og um tíma formaður fjármála- nefndar Þjóðabandalagsins. Nokkrum sinnum átti hann sæti' í alþjóðlegum fjármálanefnd- um, er fjölluðu um skaðabóta- greiðslur og fjárhag Þjóðverja.. Árið 1932 fengu Þjóðverjar hann til að leggja á ráðin um fjármál þýzkra banka, sem þá voru i miklu óefni. Markús Wallenberg tók nokk- urn þátt í stjórnmálum, eink- um. siðari árin, en þó aðallega bak við tjöldin. Var hann mjög íhaldssamur og lítill vinur sam- vinnufélaga og verkalýðssam- . taka. Hann benti á hin mörgu verk ættar sinnar og þótti þau sýna, að málunum yrði bezt borgið í höndum voldugra auð- manna. Hann hafði vantrú á því að alþýðan, bændurnir og verka- mennirnir, gæti stjórnað öðru- vísi en af því hlytist hrun og niðurlæging. Hann trúði á for- sjá hinna „stóru". En reynslan hefir ekki sannað trú hans. Fyrirtæki samvinnumannanna eflast óðfluga og \ leysa nú mörg þau hlutverk af höndum, sem Wallenbergarnir gerðu áð- ur, og með enn betra árangri fyrir íand og þjóð. Samtök al- þýðumanna hafa ráðið mestu um stjórn Svíþjóðar í rúmlega áratug og farizt það svo vel úr hendi, að álit Svía hefir stöð- ugt farið vaxandi, og víða um heim er nú vitnað til Sviþjóðar sem þess lands, er hafi einna beztu stjórn á málum sínum. Þótt Svlar vafalaust viður- kenni jafnan, að störf Wallen- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.