Tíminn - 12.04.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1944, Blaðsíða 4
152 TÍMIrVrV, miovikuuaginn 12. apríl 1944 37. Mað ÚR BÆXBM Skemmtisamkoma. Nú hefir tekist að fá húsrúm fyrir eina skemmtisamkomu Framsóknar- félaganna í Reykjavík ennþá. Verður húnn í Listsýningarskálanum miðviku- daginn 26. þ. m^Verður það seinasta samkoma félaganna í vor. Eftirspurn eftir þessari samkoniu er mikil og skal þeim, sem ætla að sækja hana, ráð- lagt að tryggja sér aðgöngumiða sem fyrst á afgreiðslu Tímans. Þeir, sem eru í Framsóknarfélögunum ganga fyrir öðrum með aðgöngumiða, panti þeir þá í tæka'tíð. Fundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Kaupþingssalnum s. 1. miðviku- dagskvöld. Fundarstjóri var Ólafur Sveinsson, en ritari Sigurður Bald- vinsson. Rædd voru atvinnumálin í framtíðinni og kosnir 15 fulltrúar á flokksþing Framsóknarmanna. Fund- urinn var fjölsóttur, svo tæpast kom- ust fleiri 1 fundarhúsið. Frá Akureyri. Tvær stórar fólksflutningsbifreiðar frá Bifreiðastöð Akureyrar komu alla leið frá Akureyri í gasr. Bifreiðastjórar voru þeir Páll Sigurðsson og Ólafur Gislason, gamal- og góðkunnir lang- ferðabílstjórar. Færðin hafði verið sæmilega góð mest alla leiðina nema á Öxnadalsheiði, þar þurfti að moka mikið. Var lagt af stað frá Akureyri kl. 1 í fyrradag, gist á Blönduósi og komið hingað í bæinn kl. 6,30 í gær- kveldi. Um 40 farþegar voru með bif- reiðunum, mest fulltrúar á flokksþing- ið, úr Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Akureyri. Það mun vera eins dæmi að farið sé á bifreiðum frá Akureyri um þetta leyti ársins, og alla leið til Reykjavíkur. Aflabrögð. Það hefir fremui' lítið verið róið til fiskjar yfirleitt um hátíðarnar. í Vest- mannaeyjum varð vel vart í net í gær, en það var í fyrsta sinn á vetrinum. Togbátar þar í Eyjum hafa aflað mjög vel undanfarið. Yfirleitter fiskafli i verstöðvunum ágætur. Á Hornafirði hafa verið mjög slæmar gæftir en þó er góður afli kominn þar á land. Á Stokkseyri eru 'óvenjulega góð afla- föng. Fyrir Norðurlandi er byrjað að verða vel vart og er það óvenjulega snemma árs. — Frystihús á veiðistöðv- unum eru u. þ. b. öll full af fiski og sumstðar er bvrjað að salta. Gjafir. Tíminn átti stutt samtal í gærkveldi við Ingimar Jóhannesson, formann Sambands ísl. barnakennara. Kvað hann söfnun skólabarna til barna í stríðslöndunum (einnkalega Norður- löndum) hafa verið sérstaklega vin- samlega tekið. Komin væri skilagrein til fræðslumálaskrifstofunnar fyrir 130 þús. kr. ,mest úr Reykjavík og ná- grenninu. Frá Vestmannaeyjum væri t. d. komin skilagrein fyrir 14 þús. kr., Selfossi um 2 þú's. kr., Blönduósi á 3. þús. kr. o. s. frv. Aðallega væru samt skilagreinir eftir að koma utan af landinu, en þar væri söfnuninni ekki síður ágætlega tekið, kvað Ingimar. Það er Samband ísl. barnakennara, sem stendur fyrir þessari fjársöfnun. Listsýning. Amerísk listsýning hefst í dag í List- sýningarskálanum. Er það ameríska upplýsingaskrifstofan, sem stendur fyr- ir henni. í sambandi við sýninguna verða hljómleikar og fyrirlestrar. Mun hinn góðkunni Vestur-íslendingur, Hjörvarður Árnason, m. a. flytja þarna fyrirlestra. Skíðaferðir. w Skíðaferðir voru mjög miklar um páskana, enda skíðafæri gott á fjöll- um uppi. ÖU skýli á fjöllunum voru full af fólki og víða komust ekki inn nærri eins margir og vildu. Hjónabönd. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband Þórhildur B. Hallgrímsdótt- ir og Atli Þorbergsson, Bræðraborg í Garði, einnig Guðrún Guðlaugsdóttir og Björgvin Einarsson frá Kárastöðum. Pétur Gautur. Þetta fræga leikrit, undir stjórn norsku leikkonunnar frú Gerd Grieg, verður sýnt £ Iðnó í kvóld kl. 8. Jarðarför. Sigríður G. Jónsdóttir frá Fáskrúðs- bakka, móðir Einvarðs, Jónatans Hall- varðssona og þeirra systkina, verður jarðsungin í dag frá Fríkirkjunni hér í Reykjavík. Skólablaff. Menntaskólinn gaf út myndarlegt skólablað nú fyrir páskana. Er það 64 bls. með f jölda mynda. Margar greinar, kvæði og sögur eru í blaðinnu eftir nemendur skólans og 3 greinar stuttar eftir kennara. Var blaðið gefið út í 2—3000 eintökum og selt á kr. 6. og mun hafa. selst strax upp. í ritnefnd blaðsins voru Geir Hallgrímsson írit- stjóri), Friðrik Sigurbjörnsson, Sigríð- ur Ingimarsdóttir, Stefán Ólafsson og Sveinn Ásgeirsson. — Blað þetta er Menntaskólanum til sóma. Flokksþingið. Eins og sagt er frá annars staðar hér í blaðinu, hefst 7. flokksþing Fram- sóknarmanna í dag kl. 4, að Hótel Borg. Gengið er inn um suðurdyrnar og eru flokksþingsmenn beðnir að hafa það í huga. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Hugleiðingar ... (Framh. af 3. síðu) horf með alla framleiðslu, rækt- un, og afkomu fólksins. Það eru bættar samgöngur á sjó og landi, sem þetta hérað vantar. Þegar þær fást, mun reynslan sýna, að hér rís upp margþætt pg blómleg fram- leiðsla ekki síður en hjá þeim landshlutum, sem nú eru taldir standa framarlega 'í því efni. Það þarf því engan að undra, þótt við bíðum með óþolinmæði eftir þeim samgöngubótum, sem þegar eru ákveðnar og búið að leggja fé til. Við værum menn að minna, ef við gengjum þar ekki eftir okkar hlut og þeirra i þessu byggðarlagi, sem þurfa að fá hann bættan, það sýndi meira trúleysi á framtíð þessa héraðs en það á skilið. Skrifað á góuþrælinn 1944. Steinþór Þórðarson. Wellenbergsaettin. (Framh. a) 2. síðu) berganna hafi haft mikla þýð- ingu fy.rir þá á sínum tíma, þegar e'kki var um aðra aðila að gera en einstaklinga til að leysa hin stærri fjárhagsmál, munu þeir ekki láta þau ráða hinni • pólitísku trúarjátningu sinni í framtíðinni. Alþýðan hefir vaknað og þar sem sam- vinnuféLögin eru og önnur ó- opinber og opinber samtök fölksins, hefir fundizt betra form til að leysa ýms stærstu verkefnin. Með þessu er þó ekki sagt, að einstaklingum veíði ekki ætlað að hafa svigrúm til að reyna krafta sína, þótt það verði innan þrengri takmarka en áður.- Bræðurnir tveir, sem nú ráða mestu um stjórn Stockholms Enskilda Banks og nefndir voru í upphafi þessarar greinar, Ja- kob og Markús, eru synir Mark- úsar Wallenbergs eldra. Barnavínafélagið (Framh. af 1. slðu) ritari, Jónas Jósteinsson, kenn- ari, gjaldkeri, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, frú, Helgi Tryggvason, kennari, og Ragnhildur Péturs- dóttir, frú. Sumargjöf átti næsta erfitt uppdráttar hin fyrstu ár, líkt og fleiri þjóðþrifafyrirtæki á landi okkar. Þeir, sem réðu sjóðum bæjar og ríkis, fengust lengi vel ekki til þess að leggja starfsemi félagsins lið. Þannig neitaði bæjarstjórn Reykjavíkur styrk- beiðni félagsins tvívegis með þeim forsendum, að hún væri of seint fram komin. En þrátt fyrir erfiðan róður færðist starfsemi félagsins smámsaman í aukana, og þeg- ar félagið hafði starfað í tíu ár, fór það loks a'ð fá nokkurn fastan styrk úr bæjarsjóði, og tveim árum síðar úr ríkissjóði. En hin síðustu ár hefir það not- ið vaxandi viðurkenningar, enda sífellt verið að auka starf- semi sína, og árið 1943 fékk það 135 þúsund krónur úr bæjar- sjóði til starfrækslu sinnar og 21 þúsund krónur úr ríkissjóði. Starfsstöðvar félagsins hafa verið á þessum stöðum: í kenn- araskólanum árið 1924—1926, í Grænuborg frá 1931, í Stýri- mannaskólanum 1936, í Vestur- borg frá 1937, í Málleysingja- skólanum sumarið 1940, á Amt- mannsstíg 1 veturinn 1940— 1941, í Tjarnarborg frá haust- inu 1941 og í Suðurborg frá síð- ari hluta árs 1943. Eru nú þrjár starfsstöðvar, Grænaborg, Vest- urborg og Tjarnarborg, i eigu félagsins, og hin fjórða, Suður- borg, er lánuð því til tíu ára. í vetur hafa 260 börn verið á heimilum félagsins til jafnaðar, og má af því marka, hve um- fangsmikið starf er innt af höndum á vegum þess. Starfsemin er einnig orðin mjög fjölþætt. Vistarheimilin eru tvö, í Vesturborg og Suður- borg, dagheimilin tvö, í Tjarn- arborg og Suðurborg, leikskólar tveir, í Tjarnarborg og Suður- borg, og vöggustofa í Suðurborg. í sumar verður svo þriðjá dag- heimili rekið í Grænuborg, en þar fer fram að vetrinum æf- ingakennsla Kennaraskólans. Síðastliðin tíu ár hafa á f jórða þúsund börn notið heimila fé- lagsins og hafa dvalardagar og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- 'ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. Auglýsiiig' Árbók Ferðafélags Islands fyrir árið 1943 er komin út. Félagsmenn eru beðnir að vitja bókarinnar og greiða árgjald sitt hjá gjaldkera félagsins Kristjáni ©. Skagfjörð, Túngötu 5, Reykjavík. kyrming Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að öll iðj ufyrirtæki (verk- smiðjur), sem háð eru verðlagseftirliti samkvæmt lögum um verðlag nr. 3/1943, skuli eigi síðar en 1. maí 1944, senda verð- lagsstjóra verðreikning (kalkulation) um sérhverja afurðateg- und, sem framleidd er, þar sem sýnt sé nákvæmlega, hvernig verð hennar er ákveðið. Aðilar utan eftirlitssvæðis Reykjavíkur skulu senda verðreikninga sína til trúnaðarmanna verðlagsstjóra hvers á sínu svæði. Ef fyrirtæki er í vafa um, hvort ákvæði tilkynningar þess- arar taki til þess, skal það leita um það úrskurðar verðlagsstjóra. Verði umræddir verðreikningar ekki komnir i hendur skrif- stofunnar á tilskyldum tíma, mun dagsektum verða beitt. Reykjavík, 4. apríl 1944. Verolagsstjói*inn. • GAMLA BÍÓ- Bambí Litskreytt teiknimynd gerð af snillingnum WALT DISNEY. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. ? NÝJA BÍÓ- Vordagar vid Kiettafjöll Springtime in the Rockies. Dans- og söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, JOHN PAYNE, CARMEN MIRANDA, CESAR ROMERO. Harry Jamen og hljómsveit hans. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Móðir mín, Sigríður G. Jónsdóttir frá Fáskrúðarbakka, sem andaðist 1. þ. m., verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í dag, miðvikudaginn 12. apríl. Útförin hefst með húskveðju á heimili hennar Fram- nesveg 22 B kl. 1 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. F. h. okkar systkinanna og annarra vandamanna. Guðbjörg Hallvarðsdóttir. BREIÐFJ0RÐS BYLGJUOFNAR a u to ¦© t>e cs u -tS VI a ¦Jl Cíi A a a S •FN 13 hn a © «w O Xfl Xt >«f a CS «M fí >> o *-< a 3 X a s w s STÁLOFNAGERÐIN H. F. CíuSínft. BreiSSfjjörð, Laufásveg 4. Ódýr Blöðrur leíkföng kr. 0.50 Bygginga- Hringlur . Flugvélar — 2.00 ' — 3.00 menn! Rellur — 1.00 Púslesuil Barnaspil — 4.00 — 2.00 Vér höfum fyrirliggjandi: Orðaspil — 1.50 INNIHURÐIR, Asnaspil — 1.00 Myndabækur — 1.00 ÚTIHURÐIR, Lúðrar — 4.50 KARMLISTA, Dúkkubörn — 3.50 Armbandsúr — 3.00 GÓLFLISTA, K. EUVARSSOrV DÚKLISTA, & BJÖRIVSSOrV RÚÐULISTA, Bankastræti 11. GLUGGAEFNI þeirra þar alls verið 157.329. Fé- lagsmenn eru orðnir 800. Eins og vænta má hafa ýmsir orðið til þess að gefa félaginu gjafir og greiða götu þess á liðn- um árum. Nú á tuttugu ára af- mælinu barst félaginu ein slík gjöf, er renna skal í Vöggu- stofusjóð Ragnheiðar Sigur- bjargar ísaksdóttur, 3000 krón- ur að upphæð. Var gjöf þessi frá Bandalagi kvenna, gefin til minningar um frúrnar Kristínu Símonarson og Camillu Bjarna- son, er báðar áttu mikinn þátt í stofnun Sumargjafar. Banda- lag kvenna hefir áður lagt jafn- háa upphæð til starfsemi Sum- argjafar. Sumargjöf hefir ávallt safn- að fé til starfsemi sinnar á sum- daginn fyrsta, og verður svo enn. Er því nú fjár þörf, eigi síður en áður, því að það hefir lagt í mikinn kostnað hin síðustu misseri, auk alls hins umfangs- mikla reksturs. Er þess að vænta, að því verði vel til fjár nú sem áður. o, fl. Smíðum allt til húsa með stutt- um afgreiðslufresti. Sögin h.i. Sími 5652. Höfðatún 2 — Reykjavík. , Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. Vinir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Tílkynníng frá laodsneind lýðveldiskosninganna. Samkvæmt ákvörðun síðasta Alþingis hefir verið skipuð 5 manna nefnd til þess að annast undirbúning og greiða fyrir sem mestri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fram á að fara 20.—23. maí næstkomandi „um þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamn- ingsins frá 1918 og lýðveldisstjórnarskrá íslands." Nefndin var skipuð á þann hátt, að hver stjórn- málaflokkur tilnefndi einn mann í nefndina og ríkisstjórnin fimmta manninn. í nefndínni eiga sæti: Frá Sjálfstæðisflokknunm: Eyjólfur Jóhanns- son, framkv.stjóri. Frá Framsóknarflokknum: Hilmar Stefáns- son, bankastjóri. Frá Sósíalistaflokknum: Halldór Jakobsson, skrifstofumaður. Frá Alþýðuflokknum: Arngrímur Kristjáns- son, skólastjóri, og frá ríkisstjórninni: Sigurður Ólason, hrm. Formaður nefndarinnar er Eyjólfur Jóhanns- son. ) Ritari: Halldór Jakobsson, og gjaldkeri: Hilm- ar Stefánsson. Nefdin hefir opna skrifstofu í Alþingishúsinu og ber mönnum að snúa sér þangað til þess að fá upplýsingar og aðstoð varðandi þjóðaratkvæða- greiðsluna. . Landsnefnd lýð- veldiskosnmganna /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.