Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 1
\ RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ( ÚTGEFANDI: í FRAMSÓKNARFLOKKURINN. } PP.ENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓR ASKRIFSTOFDR: EDDTJHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKn:-T DFA: EDDUHUSI, t.indargötu 9A. Sími' 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. apríl 1944 38. Mað Erlent yfirlit; Stjórnardeil- an í Algíer Deilum f rönsku herf oringj - anna Giraud og de Gaulle um yfirstjórn frjálsra Frakka er nú lokið með fullum sigri hins síð- ar nefnda. De Gaulle hefir nú aftur náð þeim völdum, sem hann tapaði um skeið eftir inn- rás Bandamanna í Norður-Af- ríku, að vera bæði stjórnmála- legur og hernaðarlegur leiðtogi frjálsra Frakka. Þegar Bandamenn gerðu inn- 1942, var de Gaulle og hreyfing hans sniðgengin að mestu, en de Gaulle stofnaði hana strax eftir hrun Frakklands 1940, og tókst skjótlega að ná nokkrum frönskum nýlend- um undir stjórn sína. Banda- ríkjamenn báru þó ekki fullt traust til háns. í stað þess að leita eftir aðstoð hans, gerðu þeir erindreka á fund Giraud, er nýlega var sloppinn úr haldi hjá Þjóðverjum, og fengu hann til liðs við sig. Síðar náðu þeir samningum við Darlan og fleiri gamla Vichymenn. Var þá stofnuð ný frönsk stjórnarnefnd í Algier undir forsæti Darlans, en Giraud fékk herstjórnina. .Þegar Darlan var myrtur, varð Giraud stjórnarleiðtogi. Það var auðséð á þessum tíma, að fyrirætlun Bandaríkjamanna var að kveða niður hreyfingu de Gaulle og koma öllum frjálsum Prökkum undir stjórn Girauds. En þetta reyndist ekki eins auð- velt og ætla mátti. Meðal frjáls- lyndra manna um allan heim naut stjórn Girauds fyllstu ó- vinsælda, þar sem hún var aðal- lega skipuð gömlum Vichy- mönnum. Brezkir valdamenn, einkum þó Anthony Eden, studdu de Gaulle. Það reið þó baggamuninn, að mikill þorri óbreyttra hermanna í franska nýlenduhernum var fylgj andi de Gaulle, og öll leynileg samtök frelsisvina heima í Frakklandi studdu hann, en vildu hvorki heyra eða sjá Gir- audstjórnina. Þetta leiddi að lokum til þess, að hafnir voru samningar milli de Gaulle og Giraud um sam- vinnu og sameiginlega stjórn. Tókust samningar eftir alllang- an tíma á þeim grundvelli, að báðir skyldu vera jafn réttháir formenn nýrrar sameiginlegrar stjórnarnefndar og liðsafli allra írjálsra Prakka skyldi samein- (Framh. a 4. siðu) Seitaustu fréttir Sókn Rússa hefir verið mest á Krímskaga undanfarin dægur. Hafa þeir tekið meginhluta skagans og allar helztu borgir hans, nema Sevastopol. f Rúm- eníu hafa Rússar einnig unnið á. 3000 flugvélar Bandamanna gerðu loftárásir á meginlands- stöðvar Þjóðverja í fyrradag. Komu þær bæði frá Bretlandi og ítalíu og gerðu árásir á fjölda marga staði. Magnast nú loft- sókn Bandamanna óðum. Willkie hefir lýst yfir því, að hann muni ekki gefa kost á sér sem forsetaefni. Hafa prófkosn- ingar gengið á móti honum. Victor Emmanúel hefir lýst yfir því, að hann muni láta Um- berto krónprins taka við kon- -ungdómi, þegar Bandamenn hafi tekið Róm. Umberto hafði lengi nána samvinnu við fas- ista. Kolanámumenn í Bretlandi hafa fallizt á tillögur frá ríkis- stjórninni um fast kaupgjald næstu fjögur árin. Þar með mun kolanámudeilunum þar lokið. Bændahmdur í Aust- ur-Ska!tafellssýslu Margar samþykkíír gerðar Frá bændafundi í A.-Skaft. .. Hinn 27. óg 28. marz s. 1. var haldinn almennur bændafund- ur í Hornafirði. Voru þar mættir fulltrúar úr öllum hreppum Austur-Skaftafellssýslu. Þar voru rædd ýmis almenn mál og framfaramál héraðsins. Fund- urinn samþykkti meðal annars þessar ályktanir: I. ALMENN MÁL. S jálf stæðismálið: 1) Fundurinn skorar á Alþingi að framkvæma stofnun lýðveld- is á íslandi eigi síðar en 17. júní næstkomandi. 2) Ennfremur vill fundurinn beina þeirri áskorun til ung- mennafélaga, kvenfélaga og annarra félagssamtaka í sýsl- unni að vinna ötullega að því, að þátttaka í atkvæðagreiðslu um stofnun hins íslenzka lýð- veldis verði svo mikil sem unnt er. Verðlag landbúnaðarvara: Um leið og fundurinn lýsir ánægju sinni yfir samkomulagi vísitölunefndar landbúnaðarins beinir hann þeirri áskorun til Alþingis að gera öruggar ráð- stafanir til þess að verðlag landbúnaðarafurða verði fram- vegis reiknað eftir vísitölu og skapi bændum tekjur í sam- ræmi við tekjur annarra vinnu- stétta þjóðíélagsins. Ræktunarmál. 1) Fundurinn lýsir yfir fylgi sínu við þá stefnu, sem fram kom í frumvarpi til breytinga á jarðræktarlögunum og flutt var á Alþingi 1943, og leggur ríka áherzlu á, að jarðræktarfram- kvæmdum sé hraðað sem mest, svo að hvert býli eignist minnst 500 hesta véltækt land á næstu tíu árum. 2) Fundurinn skorar á Al- þingi að hækka styrk til fram- ræslu, sem framkvæmd verður samkvæmt þeim sérstöku á- kvæðum, er í frumvarpinu greinir, um helming frá þvi, sem ákveðið er í II. kafla jarðrækt- 'arlaganna. 3) Fundurinn skorar á Alþingi og rtkisstjórn að hlutast til um, að búnaðarsamböndin eigi jafn- an kost á að fá til afnota skurð- gx-öfur og aðrar stórvirkar jarð- vinnsluvélar. Skipulagsmál framleiðslunnar. Pundurinn telur stóraukið skipulag á framleiðslu landbún- aðarvara mjög aðkallandi nauð- synjamál, þannig, að hinar ein- stöku greinar landbúnaðar- vara séu framleiddar þar á landinu, sem skilyrði fyrir þær eru bezt, svo sem mjólkurafurð- ir, garðmatur og sauðfjáraf- urðir. Skorar fundurinn á stjórn Búnaðarfélags íslands og bún- aðarþing að taka þeta mál til úrlausnar hið bráðasta: Búreikningar. Fundurinn telur nauðsynlegt (Framh. á 4. síðu) 290 fulltrúar á flokksþíngí Framsóknarmanna Sjöunda flokksþing Framsóknarmanna var sett a'ð Ilótel Borg síoastl. miovikudag kl. 4 e. h. Voru þá komnir til Þingsins um 250 f ulltrú- ar, en um 40 f ulltrúar af Vesturlandi og Aust- Sjöroum voru ókomnir. Mættu þeir fyrst á fundum þingsins í gær og eru fulltrtiarnir nú rúmlega 290. Er |»etta því langf.fölinennasta flokksþing, sem haldið hefir verið. Er um 20 fulltrúum fleira nú en á flokksþinginu 1941. Auk þess saekja þingio' margir gestir utan af landi. Fyrsti fundur flokksþingsins hófst með því, að formaður, Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, flutti stutta setningar- ræðu. Bauð hann fulltrúana og gesti velkomna, en gat þes síð- j an, að yfirlitsræðum hans og rit- J ara, Eysteins Jónssonar, yrði j frestað þar til síðar á þinginu,! er allir fulltrúar væru mættir.! Einar Árnason á Eyrarlandi! var síðan skipaður fundarstjóri j þessa fundar, en fastir fundar- ritarar fyrir allt þingið voru kjörnir Baldur Baldvinsson, Ó- feigsstöðum, Emil Ásgeirsson, Gröf, Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli og Sigurður Björns- son, Grjótnesi. í dagskrárnefnd þingsins Voru kjörnir Guðbrandur Magnússon, Reykjavík, Jens Hólmgeirsson, Reykjavík og Karl Kristjánsson, Húsavík. Þá fóru fram kosningar í nefndir. Kosnar voru þessar nefndir: Stjórnmálanefnd (for- maður Jónas Jónsson), Lýðveld- isnefnd (formaður Einar Árna- son), Skipulagsnefnd (formaður Helgi Jónasson), Landbúnaðar- nefnd (formaður Bjarni Ás- geirsson), S j ávarútvegsnef nd (formaður Skúli Guðmundsson), Iðnaðarnefnd (formaður Jakob Frímansson), Menntamálanefnd (formaður Pálmi Hannesson), Fjárhags- og verzlunarmála- nefnd (formaður Bernharð Stefánsson), Allsherjarnefnd (formaður Jörundur Brynjólfs- son), Blaðnefnd (formaður Vig- Ðauskur blaðamað- ur í heimsókn fús Guðmundsson), Fjárhags- nefnd flokksins (formaður Jens Hólmgeirsson). Fleira var ekki gert á þessum fundi, en siðar um kvöldið voru fundir í flestum nefndunum. Annar fundur flokksþingsins hófst á fimmtudaginn. Fundar- stjóri þess fundar var Skúli Guð- mundsson kaupfélagsstjóri. Á þessum fundi flutti Ólafur Jó- hannesson lögfræðingur ýtarlegt yfirlitserindi um lýðveldis- og stjórnarskrármálið, aðallega þó með tilliti til setningar nýrrar stjórnarskrár. Að loknu erindi hans fluttu ræður Eystein Jóns- son, Jón Árnason, framkvæmda- stjóri og Vigfús Guðmundsson gestgjafi. Fleiri flokksþingsfundir voru ekki haldnir þann d'ag, en nefndir sátu að störfum allan daginn. Þriðji fundur flokksþingsins hófst kl. 9y2 á föstudagsmorgun. Jörundur Brynjólfsson alþm. var þá fundarstjóri. Pluttu þá yfirlitsræður sínar formaður og ritari flokksins og töluðu um tvær klst. hvor. Síðan hófust almennar umræður og tók Her- mann Jónasson fyrstur til máls. Að lokinni ræðu hans var um- ræðum frestað, því að húsrúm fékkst ekkl lengur þann dag. Umræður þessar halda áfram á fundinum, sem hófst kl. 9% * morgun. í gærkvöldi héldu allmargaf nefndir fundi, en nokkrar höfðu þó lokið störfum í fyrrakvöld. Ameríska Hstsýníngin Listasaín ríkisins iær merkilega gjöí Innlán í bönkum 539,3 mllj. kr. Innlán í bankana jukust í febrúarmánuði um 2.2 milj. króna, en þau námu samtals 539.308 milj. kr. — Útlán námu 191.979 milj. króna. Höfðu þau aukizt um 1.4 milj. kr. Á sama tíma í fyrra námu innlögin 363. 806 milj. kr. og út- lánin 174.840 milj. króna. Innlán í sparisjóðum eru hér ekki meðtalin. ,,Verðirnir" eftir Alexander Brook. Upplýsingaskrifstofa Banda- ríkjastjórnar hefir efnt til list- sýningar, sem opnuð var í Listamannaskálanum í Reykja- vík á miðvikudaginn var. Var opnunarathöfnin með meiri við- hafnarbrag en hér hefir áður tíðkazt við slík tækifæri. Margt stórmenni var samankomið: ríkisstjóri íslands og frú hans ásamt ríkisstjórninni, sendi- herra Bandaríkjanna og full- trúar annarra erlendra ríkja, formenn stjórnmálaflokkanna og embættismenn ýmsir, lista- menn, fréttaritarar og fleiri. Þá var þar og Mr. William S. Key, yfirhershöfðingi, og í fylgd með honum háttsettir foringjar úr (Framh. a 4. siðu) Ole Kuler'ich. Merkur, danskur blaðamaður, Ole Kiilerich að nafni, er ný- kominn hingað til lands frá London. Hann var einn ötulasti baráttuleiðtogi þjóðar sinnar frá því að Danmörk var hernumin 9. apríl 1940 og þangað til hann varð að flýja til Svíþjóðar í febrúar 1943. Var hann fyrsti ritstjóri útbreiddasta leyni- blaðsins í Danmörku, „Prit Dan- mark" (en blað með sama nafni gefa Frjálsir Danir út í London). Munu fáir jafnkunnugir bar- áttu og þrengingum dönsku þjóðarinnar á hernámsárunum og Ole Kiilerich. Á hinn bóginn varð nazistum kunnugt um hlutdeild hans í hinni öflugu og þaulskipulögðu leynistarfsemi í Danmörku, og fór hann því huldu höfði í tvo mánuði, áður en hann fékk borgið sér úr landi. Ole Kiilerich er. 37 ára gamall. Hefir hann stundað blaða- mennsku um 20 ára skeið, lengst við stórblöðin „Berlingske Tid- -ende" og „Nationaltidende". Undírbúníngur lýð- veldískosnínganna LandsneSnd og héraðs* nefndír skípaðar Ríkisstjórnin hefir fyrir skömmu skipað 5 manna nefnd til þess að hafa með höndum yfirstjórn undirbúnings þjóðar- atkvæðagreiðslunnar, sem fram á að fara 20.—23. maí næstkom- andi, um sambandsslitin við Danmörku og hina nýju lýð- veldisst j órnarskrá. Samkvæmt tilnefningu þing- f lokkanna eiga sæti í nefndinni: Arngrímur Kristjánsson skóla- stjóri (Alþ.fl.), Eyjólfur Jó- hannsson framkv.stj. (Sjálf- st.fl.), Halldór Jakobsson skrif- stofum. (Sós.fl.), og Hilmar Stefánsson bankastjóri (Fram- s.fl.). Fimmti nefndarmaðurinn, af hálfu ríkisstjórnarinnar, er Sigurður Ólason hæstaréttar- lögmaður. — Formaður nefnd- arinnar er E. Jóh., ritari H. Jak. og gjaldkeri H. St. Nefndin er þegar tekin til starfa og hefir opnað skrifstofu í Alþingishúsinu. Símanúmer skrifstofunnar er 1130. Svohljóðandi orðsending hef- ir blaðinu borizt frá nefndinni: „Landsnefnd lýðveldiskosn- (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi ÞANGBRANDARVEIZLAN. Meöal svokallaðra heldri kvenna í Reykjavík er nú um fátt meira rætt en veizlu nokkra, sem haldin var nýlega af einum iðjuhöldi Reykjavíkurbæjar. Þykir frúnum að iðjuhöldurinn, sem síðan er almennt kallaður Þangbrandur í Fiskhöllinni, hafi sýnt mikla hugkvæmni og liggi nú mikið við að fara fram úr meti hans í eyðslusemi og i- burði. Blaðið „Þjóðviljinn" hefir ný- lega lýst veizlu Þangbrandar á þessa leið ogmun þar ekki hall- að réttu máli, samkvæmt heim- ildum, sem Tíminn hefir annars staðar frá: „Það er auðvitað óhugsandi fyrir slíkan heldri mann að hafa bara blátt áfram kaffiboð, til þess að geta spjallað við kunn- ingja sína. Nei, nú skal sýna „pakkinu" hvernig „fínt fólk" heldur veizlu. Nú skal skara fram úr öllu því, sem hinir heldri mennirnir geta gert. Samkeppnin lifi'. Kjallarinn í skrauthýsi hins heldri manns er umskapaður í viðbótarveizlusal með sérstökum hætti. Hann er útbúinn sem væri þetta neðansjávar. Æfður leiktjaldameistari er látinn vinna heila viku að því að út- búa þetta leiksvið, til þess að veita veizluþreyttu heldra fólki tilbreytingu.. Dögum saman er safnað þangi, skerjum og öðrum nauðsynlegum hlutum til þess að Ieiksviðið verði sem bezt. Nærri má geta hvort veizlan hefir ekki verið i samræmi við hið vota umhverfi, þó veizlu- gestirnir hafi að vísu ekki verið klæddir í fiska- eða hafmeyja- búninga. — Ekki er vitað hvort hófi þessu var nafn gefið, — t. d. „Allt í grænum sjó", eða eitt- hvað þess háttar. En kunnugir segja, að kostað hafi veizlan um 40,000 krónur. Hinn fíni heldri maður, er veizluna hélt, gengur síðan í bænum undir nafninu „Þang- brandur" og sumir bæta við í „Fiskhöllinni", án þess að meina samt Jón og Steingrím." Eitt leiðinlegt óhapp er sagt að hafi komið fyrir í veizlu þess- ari. Boðsgestirnir voru látnir draga um allskonar fiskanöfn og lenti það i hlut hjóna einna að nefnast marhnútur og grá- sleppa! Segir sagan, að þeim hafi líkað það svo illa, að þau hafi stórlega móðgazt! Sann- ast hér hið fomkveðna, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sagt er að þegar sé hafinn nokkur undirbúningur hjá ýms- um stórgróðamönnum bæjarins um að skáka Þangbrandarveizl- unni. Samkeppnin lifir! VÍSIR UM ÞANGBRAND. Vísir hefir talið sig ekki geta komizt h]á því að afsaka Þang- brand vin sinn, vegna framan- greindrar frásagnar Þióðviljans um veizlu hans. Fer hér á eftir ¦ sýnishorn af vörn Vísis: „Hjón héldu vinum sínum veizlu, og til hátíðabrigða efndu þau til vandaðrar skreytingu á kjallarastofu. Var stofan öll skreytt á þá leið, að á veggi var strengdur pappi, og á hann mál- aðir fiskar, hafmeyjar og sæ- skrímsli, og leit út sem á hafs- botni væri. Þarna var lagt á borð og meðal borðskrauts voru fallegar skeljar, þörungar og niarðarvettir, sem börnin höfðu tínt í fjöru. Varð af þessu hin bezta skemmtun, og þótti gest- unum skreytingin hafa vel tek- izt og smekklega, og dáðust miög af frumleik húsráðanda. En þótt skreytingin væri svona gagnger, reyndist hún furðu ó- dýr og miklu kostnaðarminni en ef keypt hefði verið útlent gling- ur og glys til að hengja upp" .. „Til matar voru tveir réttir, (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.