Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 2
154 TÍMIM, laiigardagfnn 15. apríl 1944 38. blað ^immn Laugardagur 15. apríl Nýtt lýðræðí Árið 1940 skiptu Bandaríkin um sendiherra í Bretlandi. Þeg- ar hinn heimkvaddi sendiherra, Kennedy, kom til Bandaríkj- anna, átti hann tal við blaða- menn. Kennedy var kunnur að því að vera hvorki Þjóðverja- vinur eða nazistavinur. Það vakti því ekki litla athygli, þeg- ar hann hafði það fyrst og fremst að segja blaðamönnun- um, að lýðræðið hefði runnið skeið sitt á enda í Bretlandi og myndi el^ki edga afturkvæmt þar. Þeir voru ýmsir, sem tóku þessi ummæli illa upp, og töldu þau merki þess, að Kennedy væri orðinn nazisti. En margir frjálslyndir blaðamenn Breta tóku þá máli Kennedys. Þeir sögðu: Kennedy gengur ekkert illt til með þessum ummælum sínum. Hann vill aðeins segja löndum sínum það, sem hann álítur satt. Frá sjónarmiði mik- ils auðkýfings,eins og Kennedys, er lýðræðið að miklu leyti fólgið í því, að það veitir auðkýfingn- um frjálsræði til að verða enn ríkari og takmarkar starfsvið ríkisvaldsins einkum við það að vernda þetta frjálsræði hans. Vandræði millistríðsáranna og þó mést styrjöldin sjálf, hafa opnað augu brezkrar alþýðu fyr- ir því, að einmitt þessi þáttur lýðræðisins er frumorsök ógæf- unnar. Þangað má rekja skipu- lagsleysið í fjármálum og við- skiptum, er skóp hinar miklu kreppur og atvinnuieysi, hina hróplegu misskiptingu auðsins og hinar illvígu stéttarstyrjald- ir. Það er rétt hjá Kennedy, að þetta lýðræði hefir hlotið dauða- dóm sinn í Bretlandi og það verður aldrei horfið til þess aft- ur. Hins vegar fer því fjarri, að Bretar hafi sagt skilið við lýð- ræðið. Þeir munu þvert á móti endurbæta lýðræðið. Hér eftir verður hófleg jöfnun auðsins talin engu þýðingarminni und- irstaða lýðræðisins en jafn kosningaréttur. Hér eftir verður það ekki aðalhlutverk ríkis- valdsins að vernda eignarétt og athafnafrelsi auðkýfingsins, heldur að vaka yfir velferð allra þegna sinna og tryggja þeim hæfilegt afkomuöryggi og mögu- leika til bjargálna. í Englandi mun nýtt lýðræði haída innreið sína í stríðslokin. Þeir, sem hafa verið vantrú- aðir á þessa spádóma hinna frjálslyndu ensku rithöfunda, fengu lærdómsríkt svar við efa- semdum sínum í aukakosningu, sem fram fór í einu sveitakjörÁ dæmi Bretiands í vetur. íhalds- menn höfðu haldið þessu kjör- dæmi í samfleytt tvær aldir, að einu kjörtímabili undanskildu. Þeir höfðu unnið seinustu þing- kosningar þar með yfirgnæfandi meirihluta. í aukakosningunni tefldu þeir fram ungum glæsi- legum aðalsmanni, sem hafði getið sér gott orð í stríðinu. Ætt hans hafði um aldaraðir verið voldugasta og vinsælasta aðals- ættin 1 héraðinu og þingmenn þess höfðu jafnan tilheyrt henni. Churchill skrifaði kröft- ugt meðmælabréf með hinum efnilega íhaldsframbjóðanda og skoraði á kjósendur í nafni þjóðstjórnarflokkanna allra að fylkja sér um hann og sýna þannig stuðning sinn við stjórn- ina. Allt þetta hefði mátt telja íhaldsframbjóðandanum örugg- an um sigur, Jaar sem keppi- nautur hans var líka óháður al- þýðumaður, sem ekki naut stuðnings neins annars flokks en hins nýstofnaða Common Wealth Party. En samt þótti ekki nóg aðgert. Margir mestu mælskumenn íhaldsfiokksins voru sendir á vettvang og kom- múnistar komu einnig til skjal- anna, en þeir þykjast nú harðir stuðningsmenn Churchills. — Kosningabaráttan vakti svo mikla athygli, að öll helztu stór- blöðin höfðu sérstaklega útsenda fréttaritara í kjördæminu og birtu daglega langar frásagnir af henni. Mun það í fyrsta sinn, er aukakosning hefir vakið slíka þjóðarathygli í Bretlandi og má (Framh. á 4. síðu) Gttðmundur V, Hjálmarsson: U Litlu fyrir dymbilvikuna hófu Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið sýningu á Pétri Gaut, einu frægasta leik- riti norska skáldjöfursins, Henrik Ibsen. Leikrit þetta er í bundnu máli, og sneri Einar Benediktsson því á íslenzku ungur að aldri. Er sú þýðing snilldarverk. — Leiksýning þessi er ein hin umfangsmesta, er ráðizt hefir verið í hér á landi, og eiga hlutaðeigendur þakkir ailra, sem listum unna, fyrir stórhug sinn. Meðferð þessa leikrits hefir hlot- ið einróma lof þeirra, sem séð hafa, og er trúlegt, að engir unnendur leiklistar, er þess eiga kost, láti undir höfuð leggj- ast að koma, sjá og sannfærast. Skömmu fyrir páska gerðist merkur atburður í sögu íslenzkr- ar leiklistar á litla leiksviðinu í Iðnó. Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið efndu til frum- sýningar á Pétri Gaut eftir norska stórskáldið Henrik Ib- sen. Raunar er það furðu- legt að freistað skyldi vera að lyfta svo stóru taki við þær að- HENRIK IBSEN, norski skáldjöfurinn, höfundur „Pét- urs Gauts." stæður, sem leiklistin býr nú, en hitt er þó ennþá ævintýralegra hve viðfangsefninu eru gerð snilldarleg skil. Má það eflaust mest þakka leikstjórn frú Gerd Grieg, leik Lárusar Pálssonar í aðalhlutverkinu og meðferð hljómsveitarinnar á hinum dá- samlegu tónsmiðum Edvards Grieg undir stjórn dr. Victors von Urbantschitsch, en hljóm- listin er veigamikið atriði við þessa sýningu og prýðilega af hendi leyst. Bókelskir menn á íslandi hafa ! tekið ástfóstri við Pétur Gaut í snilldarþýðingu Einars Bene- diktssonar. í eftirmála, sem Einar Benediktsson, er þýddi „Pétur Gaut" á íslenzku. hann ritaði við þýðinguna, ger- ir hann nokkra grein fyrir leik- ritinu og hvað fyrir skáldinu hafi vakað. Þar farast honum orð á þessa leið: „Sötuhetjan er Norðmaður, sem Ibsen teiknar skarplega og skýrt, eftir eðlisfari, lundarlagi og háttum þjóðar sinnar. Svo er sagt, að æska Ibsens sjálfs hafi gefið höfundinum efnið og hvötina til þess að semja þetta merkilega skáldverk; en þegar fram í sækir, tekur hann mynd- ir og líkingar frá þjóðlífinu norska og kemur víða við. Eru skrifaðar fjölda margar bækur og ritgerðir á ýmsum tungum, til þess að skýra einstök atriði ritsins og má marka af því heimsfrægð þess og almenn á- hrif, enda mun það vera víðlesn- ast af öllum andlegum stórvirkj- um Ibsens. Meginefni sögunnar er lýsing eigingirni og sjálfbyrgings- skapar gagnvart kærleika og æðri þekking, sem Norðmaður- inn öðlast gegnum miklar lífs- breytingar, víðförli og örlaga- ríka atburði. Þjóðargort, sem einangrar sig sjálft, er meist- aralega teiknað upp i sölum Dofrans, og sjálfgæði Gauts bera þessa einkun út i ævi- stríðið, langt frá ættarstöðvun- um. En þegar hann hverfur aft- ur til fósturjarðarinnar, sigrar kærleikurinn og hann öðlast hærri sjón. Rás viðburðanna er að nokkru leyti tekin úr norsk- um þjóðsögum (einkum í þrem fyrstu þáttunum) og jafnframt er, hingað og þangað, vikið að ýmsu, sem gerzt hefir meðal samtímamanna Ibsens. En aðal- þráðurinn, sem gengur gegnum ritið og bindur það saman í heild, er spunninn af innra lífi höfundarins sjálfs. Dýpsti og merkasti lærdómur- inn er falinn í áfellisdómi höf- undarins yfir þeim, sem vilja haida einkennum sínum með því að byrgja sig frá áhrifum af öðrum. Að vera „sjálfum sér Edvard Grieg, hið nýlátna norska tónskáld, er samdi tónverkin við „Pétur Gaut." líkur“ er að lifa með anda ann- arra og auðgast af honum. Hitt er dauðinn, að hrökkva frá því viðfangsefni, það er að vera „sjálfum sér nægur“. En sú ævi, sem gerir sér það að grund- vallarboðorði, á að hverfa svip- laus úr veröldinni. Ást, von og trú Sólveigar bjargaði Gauti frá þeim örlögum." Við túlkun þessa stórbrotna listaverks reynir afarmikið á að- alhlutverkið, Pétur Gaut. Því hlutverki skilar Lárus Pálsson með ágætum vel. Framsetning- in er skýr og markviss og leik- ur hans því tilþrifameiri og ör- uggarl, sem meira reynir á kraftana. Leikur hans á fjalls- tindinum, í öðrum þætti, er sér- staklega glæsilegur. Munu sjald- Leikstjórinn, Gerd Grieg, norska leikkonan nafnkunna. an hafa sézt slík tilþrif á ís- lenzku leiksviði. Viktor von Urbantschitsch, er stjórnar hljómsveitinni á leiksýningunum í Iönó. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur annað stærsta hlutverk- ið, Asu móður Péturs Gauts. Þessu erfiða hlutverki er vel borgið í höndum hennar. Lát- bragð og hreyfingar eru með ágætum, en framsetningin vart nógu skýr með köflum. Edda Bjarnadóttir leikur Sól- veigu. Hún er nýliði é leiksvið- inu. Leikur hennar er látlaus og áferðarfagur, en varla nægilega tilþrifamikill í þriðja þætti, þegar hún hefir fórnað öllu vegna Péturs Gauts. Ekki virð- ist það vera nguðsynlegt, að hún hverfi af leiksviðinu, meðan Sól- (Framh. á 3. síðu) Ása (Gunnþórunn Halldórsdóttir) og Pétur Gautur (Lárus Pálsson) í upp- hafi fyrsta þáttar, áður en hann lœtur móður sína upp á kofamœninn. Pétur Gautur (Lárus Pálsson), Sólveig (Edda Bjarnadóttir) og Helga (Helga Brynjólfsdóttir, Jóhannessonar) í brúðkaupinu á Heggstöðum i lok fyrsta þáttar. Bókabálknr RITSAFN JÓH. MAGNÚSAR BJARNASONAR. Eins og þeir, sem fylgjast eitt- hvað með bókaútgáfu hér, munu minnast, kom II. bindi hins fyr- irhugaða ritsafns Jóh. Magn- úsar Bjarnasonar, vestur-ís- lenzka rithöfundarins góð- kunna, út í tveim stórum heft- um um jólaleytið 1942. Var í því bindi skáldsagan „í Rauðár- dalnum". Útgefandinn var Árni Bjarnarson á Akureyri. Svo var þá ráð fyrir gert, að fleiri bindi ritsafnsins kæmu út mjög fljótlega, þar á meðal fyrsta bindið, er vegna óviðráð- anlegra orsaka hafði ekki verið unnt að láta koma út fyrst, eins og eðlilegast hefði verið. Þó hef- ir alllangur dráttur orðið á framhaldi útgáfunnar. En nú er prentun tveggja stórra binda, I. og III., komin það vel á veg, að þeirra má vænta á bókamark- aðinn fyrir mitt sumar. Verða í fyrsta bindinu ævintýr höfund- ar, en hin kunna saga „Brazi- líufararnir", í þriðja bindinu. Alls verður ritsafnið sex eða sjö bindi, og ætti útgáfa þess að taka tiltölulega skamman tíma héðan af, því að útgefandi mun hafa hug á að hraða henni eftir föngum. Verða hin mörgu og bráðskemmtilegu skáldverk Jóh. Magnúsar Bjarnasonar því senn varanleg eign fjölmargra heim- ila á landinu. Munu komandi kynslóðir, ekki síður en sú, er nú lifir, kunna að meta þann arf, sem skáldið aldna á sléttum Mið-Kanada sendi þjóð sinni austur um Atlantsála. Og vonandi endist Jóh. Magn- úsi Bjarnasyni aldur til þess að bæta enn við þann arf. TVÆR SÖGUR EFTIR KUNNA NORRÆNA HÖFUNDA. Pálmi H. Jónsson bókaútgef- andi á Akureyri gefur á þessu ári út tvær merkar sögur eftir norræna höfunda. Er önn- ur þeirra eftir einn af skáld- jöfrum Norðmanna á þessari öld, Jóhann Bojer, og heitir „Síðasti víkingurinn“. Hin er eftir kunnan danskan rithöfund Peter Túten, og heitir á frum- málinu „Fangstmænd". Er það selveiðasaga úr Norðurhöfum, þýdd af Hannesi Sigfússyni. „Síðasta víkinginn“ þýðir Stein- dór Sigurðsson rithöfundur. Sú bók er ein af merkustu skáld- sögum hins norska snillings. Fjallar hún um fiskimannalíf í Lófóten og kom fyrst út árið 1921; vakti hún þegar hrifn- ingu mikla í Noregi. Báðar þessar bækur eiga að koma út í haust. ÆVISAGA BJARNA PÁLSSON- AR LANDLÆKNIS. Merk • bók, ævisaga Bjarna Pálssonar, hins fyrsta landlækn- is á íslandi, eftir Svein Pálsson, lækninn og náttúrufræðinginn nafnkunna, kom nýlega út á Akureyri.' Var Sveinn Pálsson sem kunnugt er, afkastamikill, fjölhæfur og skemmtilegur rit- höfundur. Þá rýrir það ekki gildi bókarinnar, að framan við ævisöguna er langur og rækileg- ur formáli um höfundinn eft.ir Sigurð Guðmundsson skóla- meistara á Akureyri, og gagn- merkur eins og vænta mátti frá hendi þess manns. Bókin er gefin út af Árna Bjarnarsyni og kostar tuttugu krónur óbundin. Olafur Bergsteinsson, Ar»ilsstöðum: „Fögur er hlíðita“, en iegri getur hún orðíð Fáar byggðir landsins geyma jafn miklar andstæður í skauti sínu sem Rangárþing. Hin eyð- andi öfl elds, storms og strauma hafa herjað það á tveimur víg- stöðvum. Grænar lendur og blómleg býli hafa horfið í sand- hafið fyrir eyðandi tönn upp- blásturs og vikurhrönnum Heklu á aðra hlið, en ólgandi Þverá og Markarfijóti á hina. En þrátt fyrir þenna ágang sands, hrauns og brotstrengs er hér ein hin fegursta útsýn, sem getur á landi voru. Fagrar og frjósamar byggðir liggja milli straums og stranda. Þessar ríku andstæður grófsku og hrikaleiks, ljóss og skugga, gróðurs og eyðingar hafa orðið skáldum vorum efni til einhverra fegurstu náttúru- lýsingar, sem þjóðin á í bók- menntum sínum, svo sem Gunn- arshólma Jónasar og kvæða Matthíasar, þar sem minningar fortíðarinnar verða sem lifandi myndir, er ber við bjarta tinda og skínandi austurjökla, eins og þeir geta fegurstir orðið til- sýndar frá Odda og Markar- fljótsaurum. Eitt eiga þessi fögru ljóð sameigið. Það er von- in um, að framtíðin beri það í skauti sínu, að héraðið rísi úr ösku andlegrar og efnislegrar niðurlægingar. Hinn huldi verndarkraftur, sem hlífði Gunnarshólma frá eyðingu mitt í straumiðu stór- vatnanna, hefir látið þann draum skáldanna rætast, að sandauðnir grói á ný. Sóknin er hafin, og henni verður vonandi haldið áfram. Einn veigamikill þáttur í þeirri sókn verður efl- ing trjáræktar og skóggræðslu í héraðinu. Þegar Guðbjörg í Múlakoti gróðursetti fyrstu trjáplönturnar fyrir hálfum fimmta tug ára, var hún að lyfta því grettistaki, sem núlif- andi kynslóð Rangæinga þarf að leggja styrka hönd á. Þá munu þeir, sem á eftir koma, ekki láta merkið niður falla. En þróun skógræktarmálanna er helzt til hægfara, og þau eru helzt til fá byggðu býlin í Rangárþingi og annarsstaðar á landinu, sem hafa tileinkað sér ilm bjarkar- innar og angan reynisins. í þessu sambandi vil ég taka það fram, að það er trúa mín, að efitr nokkra áratugi muni skóg- ræktin haldast í hendur við tún og garðyrkju og þá þykja jafn sjálfsögð og önnur jarð- yrkjustörf. Og vil ég beina því til réttra aðilja, þar sem endur- skoðun jarðræktarlaganna stendur nú fyrir dyrum, hvort ekki sé tímabært að taka upp í þau ákvæði um styrk til stuðn- ings því, að hugmyndin um bæj- arskóg verði að veruleika. Á síðastliðnu hausti var Skóg- ræktarfélag Rangæinga stofnað, og er það tilgangur þessara fáu lína að vekja áhuga allra góðra Rangæinga innan héraðs og ut- an á áformum og markmiði fé- lagsins til þess að hin góða gjöf Magnúsar Torfasonar, fyrrver- andi sýslumanns Rangæinga, verði svipaðrar náttúru og hringurinn Draupnir, en um þetta virðast horfur góður, og má í því efni benda á hinar góðu gjafir Rangæingafélagsins í Vestmannaeyjum og U. M. F. Baldurs. Góðir Rangæingar og aðrir ís- lendingar. Nú nálgast merk tímamót í sögu þjóðarinanr. Væri ekki viðeigandi að minn- ast þeirra á þann hátt, að á næsta mannsaldri geti hið unga ísland flutt úr skjólleysi skóg- leysis inn í framtíðarlandið, þar sem menningin mun vaxa í lundum nýrra skóga. Á síð- ustu árum hafa ástæður þjóð- arinnar breytzt til batnaðar efnalega. Og þó að sú velgengni hafi sínar dökku hliðar, efast ég ekki um, að nægilega mikill meiri hluti þjóðarinnar skilur og viðurkennir hin sönnu orð Einars Benediktssonar: Að „gullið sjálft veslast og visnar", og verður einskisvirði „sé hjartað ei með sem undir slær“. Því að ef hjarta hins starfs- fúsa og hugsjónaríka atorku- manns slær ekki undir athafna- og menningarlífi þjóðarinnar, mun hið unga þjóðveldi ekki fá uppfyllt þær björtu vonir, sem við það eru tengdar, og máttur (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.