Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 4
156 TÍMIrVN, lapgardaginn 15. apríl 1944 ÚR BÆWUM Maður finnst látinn. Síðastliðið miðvikudagskvöld íannst maður nokkur, Sighvatur Jónsson að nafni, látinn í herbergi sínu í Hótel Heklu. Lá hann á hvílubekknum með jakkann breiddan yfir sig. Mannalát. Nýlega eru látnir Gunnlaugur Ein- arsson, lœknir, Magnús Kjernested, skipstjóri, báðir úr Reykjavík, og Þor- steinn Þorsteinsson, byggingameistari frá Akureyri. Allt voru þetta kunnir menn og vel metnir. Togaraafli. • Togararnir (33) seldu afla sinn í Englandi árið 1943 fyrir 97 milljónir króna samtals. Plestir fóru þeir 10 til 13 ferðir á árinu. Hæstu aflasöluna höfðu „Júpíter" 195,554 sterlingspund og „Venus" 192,827 sterlingspund. Fimmtugur er í dag Jón Sigurjónsson, bóndi, Hrappsstöðum, Bárðardal. , Leiðrétting. Helgi Elíasson, skrifstofustj. fræðslu- málaskrifstofunnar er í stjórn Barna- félagsins Sumargjafar, en ekki Helgi Tryggvason, kennari eins og misprent- azt hefir í seinasta blaði. Trúlofun sína opinberuðu laugardaginn 8. þ. m. frk. Kristín Jónsdóttir, Bjargarstíg 17 hér í bæ og Vigfús Benediktssdn frá Baufarhofn. Sírandarkirkja. Tímanum hef ir borizt áheit á Strand- arkirkju kr. 10,00 frá S. E. ¦-'. Þjóðleikhúsið. í fyrradag var hafin vinna við Þjóð- leikhúsið eftir burtflutning setuliðs- manna og varnings þeirra. Notkun setuliðsins á húsinu hefir valdið mikl- um skemmdum, og mun taka lang- an tíma að gera^við þær. Verður við- gerðinni hraðað svo sem kostur er á, og verkinu væntanlega haldið áfram sleitulaust, þar til byggingu þessa lang- þráða þjóðleikhúss okkar er að fullu lokið. Vinnuheimili berklasjúklinga. Nýlega hafa byggingarsjóðnum bor- izt þessar gjafir: Frá Daníel Ólafssyni, stórkaupmanni kr. 5000, til minningar um móður hans, frú Ólöfu Sveins- dóttur, og frá Kristvarði Þorvarðssyni í Bvík kr. 2000, til minningar um konu hans, frú Ragnheiði Gestsdóttur frá Tungu í Hörðudal, Dalasýslu. Vinargjöf. Samkvæmt tilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu hefir Gunnar Frede- riksen, Melbu, Noregi, eigandi Krossa- nesverksmiðjunnar, gefið kr. (norskar) 2000,00 til styrktar íslendingum í Noregi. Þetta er þriðja árið, sem G. Frederiksen gefur peninga til styrktar íslendingum í Noregi, sömu upphæð í hvert skipti, alls kr. 6000,00. sem verið hefir mikil hjálp mörgum ís- lendingum, sem í Noregi • dveljast. Vilh. Finsen, sendifulltrúi íslands í Stokkhólmi, sér um úthlutun styrkj- anna í samráði við Guðna Benedikts- son, formann íslendingafélagsins í Oslo. (Upplýsingaskrifst. stúdenta). 75 ára. Hjalti Jónsson er 75 ára í dag. Hjalti er einstakur maður í sinni röð og á langan og merkan starfsferil að baki sér. Meðal annars er ekki hægt að meta það til verðs, hve mikiS Reyk- víkingar eiga honum að þakka, þegar hann notaði aðstöðu sína í bæjar- stjórninni til þess að knýja fram Sogs- virkjunina móti mikilli tregðu i þeim flokki, sem hann var í þá, en þar sen; hann hefir í raun og veru aldrei átt heima. Slysavarnafélagið. Landsþing Slysavarnafélags íslands hefst í dag kl. 4 í Kaupþingssalnum. Barnasöfnun. Fjársöfnun til barnanna á Norður- löndum gengur ágætlega, kvað Ingi- mar Jóhannesson í gærkveldi. Nú er komin skilagrein fyrir 170 þús. kr., þar af rúmlega 90 þús. úr Reykjavík. En vitað er/ að talsvert er ókomið enn, einkum utan af landi. Söfnun- inni er senn lokið, kvað Ingimar. Leiðrétting. Meinleg villa hefir slæðzt undir myndina af Edvard Grieg á 2. síðu, þar sem sagt er „hið nýlátna, norska tónskáld," en átti að vera „hið mikla norska tónskáld" o. s. frv. Vínir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda a5 Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Ásks*iftar«?|ald Támans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. ORÐSENBING ti! kanpenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. Ameríska lístsýníngín (Framh. af 3. síðu) her og flota Bandaríkjanna. Ræður fluttu Mr. Porter Mac Keever, forstjóri upplýsinga- deildarinnar hér á landi, Mr. Leland Morris sendiherra Bandaríkjanna, Hjörv. Árna- son, listfræðingurinn vestur- íslenzki, sem hér vinnur fyrir Bandaríkjastjórn, og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður. Þessi glæsilega sýning er að öðr.um þræði rúmar 30 vatns- litamyndir eftir ameríska nú- tímamálara, en hinum, 50 eft- irmyndir af frægum amerísk- um og evrópskum málverkum, frá 16. öld til vorra daga. — Vatnslitamyndirnar hafa verið fengnar að láni Ur söfnum vestra, en eftirmyndirnar hafa verið gerðar sérstaklega fyrir þessa sýningu. í lok ræðu sinnar tilkynnti Hjörvarður Árnason, að hinar 50 málverkaeftirmyndir mundu verða gefnar listasafni íslenzka ríkisins. Hefir Matthías Þórðar- son þjóðminjavöröur og um- sjónarmaður listasafnsins þegar aflað því visis að eftirmyndum frægra erlendra málverka, og er þeta myndarlega safn merkileg aukning við það. Þjóðminjavörður flutti gef- endum alúðarþakkir fyrir þessa glæsilegu gjöf, í nafni þjóðar- innar. Bændafundur í Austur- Skaftafellssýslu (Framh. af 1. síðu) að bændur geri meira að því her eftir en hingað til að halda bú- reikninga. II. HÉRAÐSMÁL. Samgöngumál. 1. Samgöngur á sjó. a) Fundurinn skorar á Skipa- útgerð ríkisins að bæta nú þeg- ar úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir í samgöngumálum við Hornafjórð með því, að Esja verði látin hafa viðkomu á Hornafirði alltaf þegar fært er, og auk þess sé góður og hent- ugur bátur stöðugt í ferðum milli Austfjarða og Reykjavíkur eftir fastri áætlun. b) Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim tillögum; sem fram hafa komið frá milliþinga- nefnd í samgöngumálum og skorar á ríkisstjórnina að koma þeim tillögum í framkvæmd svo fljótt sem unnt er. 2. Samgöngur í lofti. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að komið verði á föstum flugferð- um við Hornafjörð með viðkomu í Öræfum, nú þegar, með far- þega og póst eigi sjaldnar en vikulega. 3. Samgöngur á landi. Fundurinn skorar á Alþingi, ríkisstjórnina og vegamála- stjóra: Að láta hefjast handa sem fyrst um fyrirhleðslu og brú á Jökulsá í Lóni, brú á Laxá og vegagerð í sambandi við það. Að láta brúa Heinabergs-' vötnin þegar á næsta sumri og gera sem öruggastar umbætur á Suðursveitarvegi. Að vinna að því, að sem allra fyrst komi brú á Holtakíl á Mýrum. Jafnframt ,sé sendur sérfróður maður til að ákveða um framkvæmd vegamála á Mýrum að öðru leyti. Að gera <akleiðina að Jökulsá á Breiðamerkursandi örugga svo fljótt sem verða má, með brúm á Stemmu á Breiðamerk- ursandi, Smyrlabjargaá og Staðará. Að hlutast til um, að vegur- inn um Öræf in verði gerður bíl- fær sem fyrst með því að byggja brýr á Kvíá, Kotá og fleiri smá- ár í Öræfum. Rafmagnsmál. Fundurinn beinir mjög ein- dregið þeirri ósk til rafmagns- eftirlits ríkisins, að þegar á næsta sumri verði sendur kunn- áttumaður hingað í sýslu til þess að framkvæma sem ýtar- legastar athuganir á rafvirkj- unarmöguleikum héraðsins. Vinnið ötullega furir Tímann. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) aður. Giraud skyldi vera yfir- hershöfðingi áfram. Síðan þetta samkomulag náð- ist, hafa alltaf verið að gerast öðru hverju breytingar á stjórn- arnefndinni, er styrktu völd de Gaulle, en rýrðu yfirráð Giraud. Loks kom svo, að Giraud missti alveg sína pólitísku forustu og de Gaulle var einn stjórnarfor- maður. Við seinustu stjórnar- breytinguna, sem varð rétt fyr- ir páskana, var Giraud sviptur yfirherstjórninni og hún lögðí hendur de Gaulle. Giraud var boöið að vera yfireftirlitsmaður hersins, en hann hafnaöi því. Með þessari seinustu stjórnar- breytingu vann de Gaulle einn- ig annan sigur. Hann hefir eigi viljað fá fulltrúa kommúnista í stjórn sína, þar sem hún yrði þá skipuð fulltrUum allra þeirra samtaka og flokka, sem halda uppi baráttu gegn Þjóðverjum heima í Frakklandi. Til þessa hefir þetta strandað á því, að kommúnistar hafa sjálfir viljað ráða fulltrúum sínum, en de Gaulle hefir haldið fram þeim rétti sínum sem stjórnarform.,að þurfa ekki að taka aðra menn í stjórnina en honum líkaði. En þannig háttar til, að raunveru- lega eru franskir kommUnistar nú tvíklofnir. Annars vegar eru gömlu kommUnistaforingjarnir, er flúðu til Moskvu og sitja þar sumir enn. (Thorez) og senda þaðan fyrirskipanir sínar, en hins vegar eru leiðtogar leyni- samtaka kommúnista í Frakk- landi, sem eru minni bókstafs- þrælar og hafa slípazt í sam- vinnu við borgaralega menn þar í baráttunni gegn Þjóöverjum. De Gaulle yildi fá fulltrúa í stjórn sína úr hópi síðar- greindu kommúnistanna, en ekki þeirra fyrrnefndu. Þessu hefir hann nú fengið fram- gengt. Samvinnuslit de Gaulle og Girauds og þátttaka kommún- ista í stjórn de Gaulle hafa enn fært hana til vinstri. Þetta mun enn skerpa baráttuna gegn hægri mönnum, er hófst með málshöfðuninni gegn Pucheu. De Gaulle hefir í þessum efnum það sér til réttlætingar, að að- eins róttæk pólitik er líkleg 'til að bjarga Frakklandi frá bylt- ingu og verði Vichymönnum og iðjuhöldum, er unnið hafa með Þjóðverjum, ekki refsað á grundvelli laganna, er hinn hefndarfuili múgur líklegur til að taka sér dómsvaldið sjálfur. Undirbúníngur lýðveldiskosnínganna (Framh. af 1. síðu) inganna heitir á alla landsmenn, að sýna áhuga fyrir því, að þátt- takan í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um niðurfelling Dansk- íslenzka sambandslaga'samn- ingsins frá 1918 og lýðveldis- stjórnarskrá íslands verði a. m. k. jafn almenn og hjá ná- grannaþjóðum vorum, þegar þær endurheimtu sjálfstæði sitt. Landsmenn geta á margan hátt stutt að þessu. Fyrst og fremst með því að neyta at- kvæðisréttar síns, ennfremur með því að veita aðstoð hvar sem þörf er fyrir hendi. Það verður bezt gert meö því, að snúa sér til héraðsnefndanna og bjóða þeim virka aðstoð." Eins og fram kemur í þessari orðsendingu nefndarinnar, hef- ir hún beitt sér fyrir því að skipaðar verði sérstakar hér- aðsnefndir, helzt með fulltrúum allra landsmálaflokka, og mun því starfi fulllokið nú um helg- ina. Tíminn vill eindregið taka undir framangreinda eggjan landsnefndarinnar og væntir þess, að engum íslendingi finn- ist þetta stærsta mál í sögu þjóðarinnar sér óviðkomandi. 38. blað Nú fást loksins allar Lilju- bækuraar innbundnar: Guð er oss hælí of* styrkur eftir sr. Friðrik Friðriksson er bókin, sem mest hefir verið spurt um. — Kr. 18.00 ób. og kr. 30.00 innb. Með tvær hendur tómar eftir Ronald Fangen, er skáldsagan, sem fjallar um mestu vandamál nútímans. — Kró 28.00 ób. og kr. 42.00 innb. Vormaður Noregrs Ævisaga Hans Nielsen Hauge eftir Jakob B. Bull; er bókin, sem er að verða upp- seld. — Kr. 21.60 ób. og kr. 34.20 innb. Þessar bækur fást í bókabúðum um land allt. Bókagerðln Lilja Sögufélagið Árbækur Sögufélagsins fyrir árið 1943 eru komnar úr. Bækurnar eru að þessu sinni: Landsyfirréttardómar, 8 arkir; Galdur og galdramál á íslandi, 5 arkir; Blanda, 7 arkir; Skýrsla félagsstjórnar, 2y4 örk. Auk þess fylgir með þess- um árgangi ritið Læknar á íslandi, sem er hið merkasta rit, vand- að svo sem kostur er á. Rit- ið er 512 blaðsíður, prent- að með smáu letri og er þar meðal annars mynd af öll- um íslenzkum, fyrr og síðar. Félagsgjaldið fyrir árið 1943 er samkvæmt sam- þvkkt félagsstjórnar 21 króna. Félagsmenn eru vinsam- lega beðnir að vitja bók- anna í skrifstofu Isafold- arprentsmiðju, Þingholts- stræti 5. ísafoldarprentsmiðja. Ef rúða broínar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja i síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Á víðavangi. (Framh. uf 1. síðu) auk eftirmatar og 2 tegundum víns. Eftir matinn var veitt af rausn en engri ofrausn eða ó- hófi___". Kaupum tuskur allar tegundir, hæsta verðí. HúsgagnavínQUstoiaii Baldursg. 30 Símí 2292. ¦ GAMLA BÍÓ« Bambí Litskreytt teiknimynd gerð af snillingnum WALT DISNEY. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. ? NÝJA BÍÓ. Vordagar wið Kiettafpil Springtime in the Rockies. Dans- og söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, JOHN PAYNE, CARMEN MIRANDA, CESAR ROMERO. Harry Jamen og hljómsveit hans. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. r-»*i Ég vil hér með þakka Búnaðarsamba?idi Suðurlands fyrir þann mikla vinar- og virðingarvott, sem það sýndi mér með þeim höfðinglegu gjöfum, sem formaður sam- oandsins, Guðmundur Þorbjarnarson, Stóra-Hofi, af- henti mér 4. þessa mánaðar. GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, frá Þjórsártúni. •f TímannHTantar í«SA unglinga;v til að bera blaðið til fastra kaupenda. — Þeir sem vildu sinna þessu, tali hið fyrsta við afgreiðsluna Lindargötu 9A. Sími 2323. Baraa¥Ínaiélagið Sumargjöí tílkynnír Þeir, sem ætla að hafa börn sín á vegum félagsins í sumar, láti innrita þau fyrir Miðbæ, Vesturbæ og Grímsstaðaholt í Tjarnarborg, sími 5798, og fyrir Austurbæinn, Höfðaborg og Kirkjusand í Suðurborg, sími 4860. Viðtalstími daglega kl. 13,30 íil 14,30. SíjÓPIlÍBl. Aðalffandar Bamavinaféiagsins „SUMARGJAFAK" verður haldinn í Tjarnarborg sunnudaginn 16. apríl kl. 3 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Húseigendur! Höfum kaupendur að húsum og einstökum íbúðum af ýmsum stærðum. Gerið svo vel að tala við okkur, sem fyrst, ef þér ætlið að selja. Sölumiðstöðin- Klapparstíg 16. — Sími 3323. ~-~~~_ ? . Rœstiduft er fyrir nukkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á aUan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti. er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drj-'igt, og er nothæft á allar tegjndir búsáhalda og eld- húsáhalda. OÉÍ9E O F A T, ræstiduft

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.