Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 1
Aukablað TÍMIM, langardagmn 15. aprál 1944 Ankablað ■ Jón Bjarnason, Hlemmískeiði: „Þarfasti þjónninn“ i. Þrátt fyrir margar missagnir og rangfærslur, sem birtast um íslenzkan landbúnað í ýmsum dagblöSum Reykjavíkur, þá kemur þó fyrir, aS þar er á land- búnaSarmálefni minnzt, sem ekki er hægt aS eSlilegum hætti aS ganga framhjá án þess aS vekja athygli á þeim, enda þótt framsett séu meS hinum al- þekkta „vinar- og velvildartón" i garS hinna íslenzku bænda- byggSa. Tvö af dagblöSum Reykjavíkur hafa fyrir nokkru síSan deilt á þaS ástand, sem nú ríkir í hrossaræktarmálum landsmanna, sérstaklega þó á þá hliS málsins, er aS fóSrun hrossa í stærstu hrossaræktar- héruSum landsins snýr. ÞaS verSur aS segjast eins og þaS er, aS hér er drepiS á snöggan blett í starfsemi stóShrossaeigend- anna fyrst og fremst, og svo al- varlegan aS ekki má lengur dragast aS úr verSi bætt, þegar á þessu ári, ef vansæmd á ekki af aS verSa frekar en orSiS er. í fardögum 1941 voru hross talin aS vera á öllu landinu 57968 og hafSi þá fjölgaS á ár- inu um 2092, eSa 3,7%. Þessi hrossatala er hærri en nokkru sinni áSur hafSi veriS og skipt- ist þannig á hina ýmsu lands- hluta: SuSvesturland 13064, VestfirSir 2987, NorSurland 22234. Austurland 3639 og SuS- urland 16044. ASeins í einni sýslu — Vestur-Skaftafellssýslu — hafSi hrossatalan lækkaS á árinu, Skaftfellingum til verS- ugs hróss, en í öllum öSrum sýslum hafSi hrossunum fjölgaS og þá mest í Gullbringu-_ og Kjósarsýslum, eða um 8%. Árin 1941—42 og 1942—43 fækkar hrossum nokkuS, en 1943—44 fjölgar þeim aftur upp í sem næst 60 þúsundir. Tölur þéssar tala sínu máli og má ýmsar á- lyktanir af þeim draga. II. Eftir aS „mæSiveikin“ kom til sögunnar í sauSfé landsmanna og þaS hrundi niSur án þess aS aS yrSi gert, tóku margir bænd- ur til þeirra örþrifaráSa aS fjölga hrossunum, og þá auSvit- að í þeirri von að markaðir fyr- ir þessa framleiðslu ykjust; menn álitu, eins og vonlegt var, að með einhverjum hætti yrði að hamla á móti skaðanum af völdum sauðfjársjúkdómanna og varð þá hrossafjolgunin einn þáttur þeirrar viðleitni. Hag- stætt veðurfar gaf þessari fram- kvæmd byr í seglin, þvi snjóa- lög voru lítil á vetrum svo hross gátu gengið sjálfala árið um kring án þess að falla í stórum stíl af fóðurskorti eða fylgikvill- um hans, dæmi munu þó nokk- ur til þess, þótt lítt sé um það rætt. Sum héruð, eða -réttara sagt héraðshlutar, sem ekki hafa enn orðið fyrir tjóni af völdum sauðfjársjúkdómanna, hafa fjölgað hrossum í stórum stíl, og 'einstöku bændur í Rang- árþingi munu t. d. eiga hross í hundraðatali án þess að til þess virðist vera nokkur skynsamleg ástæða eða knýjandi þörf. Og ekki sýnist mér staðhættir hér sunnanlands vera þess eðlis, hvar sem á er litið, að aðstaða til stóðeignar hér sé sambærileg við staðhætti norðanlands, svo ekki sé nú talað um, hvað stóð- eignarfyrirkomulagið í Norður- landi og víðar er langt frá að vera eftirbreytnisvert fyrir Sunnlendinga. Þær ástæður sem einar gátu réttlætt þessa miklu hrossa- fjölgun undanfarandi ára eru nú að hverfa úr sögunni af þremur meginástæðum. í fyrsta lagi að hrossafjölgunin yrði að teljast nauðsynleg vegna tekjurýrnun- ar bænda af völdum sauðfjár- sjúkdómanna, og að ætla hefði mátt að hrossakjötsmarkaðir yrðu meiri vegna minnkandi kindakjötsframleiðslu. — í öðru lagi hefir sú von manna brugð- izt að auka mætti í stórum stíl sölu á lifandi hrossum til út- landa. — Og í þriðja lagi er svo sú ástæðan, sem alltaf hlýtur að hafa verið byggð á veikustu for- sendunum, að ætla mætti að stóðhrossaframleiðsla í landinu yrði mjög ódýr, þar eð stóðið gæti gengið sjálfkrafa árið um kring, sem víða hefir líka átt sér stað undanfarin ár. Allar þessar áætlanir eru nú að falla um sjálfar sig. Bændur vita nú að sauðfé hefir ekki fallið svo í landinu, að kindakjöt vanti á markaðinn svo hrossakjöts- neyzla aukist af þeim ástæðum, bændur vita ennfremur, að markaðir erlendis fyrir íslenzk hross eru algerlega lokaðir, og litlar líkur til þess taldar, að þeir vinnist að nýju er stríði lýkur, og í þriðja lagi vita bænd- ur það nú,að ekki er hugsanlegt að hægt sé að halda sama fyrir- komulagi framvegis, sem hingað til um meðferð hrossanna yfir vetrarmánuðina. Þessi síðasta ástæða er að mínu viti mjög athyglisverð, og það svo, að ekki má neins í ófreistað látið með að bæta úr ef annars er álitið að mannúð megi sín nokkuð í okkar fénað- arhöldum og þá fóðrun hross- anna sérstaklega. III. Síðastliðið sumar var bændum óhagstætt til heyöflunar, sem kunnugt er. Stafaði það af fólksfæð, lítilli grassprettu víð- ast, og óhagstæðri veðuráttu. Heyjaforði bænda varð því stór- um hluta minni en þurft hefði að vera og litlar fyrningar frá árinu áður að styðjast við. Förg- un sauðfjár og nautgripa varð því meiri en í meðalári og því óvenjumikið af þessum neyzlu- vörum á markaðinum, en þá voru hrossin eftir. Bændur í stóðhrossahéruðunum, sem að sjálfsögðu hafa ætlað að farga verulegum hluta af stóði sínu, urðu nú að horfast í augu við þá staðreynd, að markaðir voru ekki til fyrir þeirra hross, nema að takmörkuðu leyti, og því varð fyrir þá um tvennt að velja, að fella hrossin verðlaus ofan í völlinn eða setja þau á „guð og gaddinn", sem kallað er. Hvor- ugur kosturinn var góður, en þó hafa flestir sjálfsagt tekið hinn síðari því miður, og með því sett allan annan bústofn sinn í hættu ef hörðum vetri yrði að mæta. Þetta er nokkurt vork- unnarmál að sjálfsögðu, en ráð- legt gat það ekki talizt. Gamlir menn muna vetrar- og vorhörk- unrar 1881—82 og yngri menn þekkja þær af afspurn. Auðvit- að þarf ekki að fara svona langt aftur i tímann til að sjá, að flónslega hafa sumir bændur sett á hey sín síðastliðið haust og óafsakanlega, en vonandi skrimtir það af, hendi ekkert óvænt úr þessu. En stundum er sagt, að menn verði að reka sig á „kaldan vegg“ til að læra að koma í veg fyrir að vandræði hendi. Það er skylt að líta með sanngirni á hvern hlut og leita að orsökum til allra óhappa er hent hafa í þessum efnum, en hitt ber líka að víta, ef menn taka ekki hollum ráðleggingum, sem oft kemur fyrir, ef víðsýni vantar. IV. Hrossaræktarráðanautur Bún- aðarfélags íslands hefir undan- farin ár hvatt menn til að fækka hrossunum í landinu og fara betur með þau, fyrirrenn- ari hans, Theodór heitinn Arn- björnsson, lagði einnig mikla áherzlu á þetta, sem vænta mátti af jafnmiklum hestavini og hann var. Menn sjá kannske fyrr en varir, að hollt hefði verið að taka meira tillit til þessara ráðlegginga en hingað til hefir verið gert og ættu menn ekki að bíða eftir, að sá lærdómur yrði of dýrkeyptur. Nokkur merki má nú orðið sjá um það, að ýmsir mætir menn vilji eitthvað -aðhafast til að spyrna fæti við þessari öfugu þróun í hrossarækt landsmanna, og sjái að stefna undanfarandi ára í þessu efni gæti leitt til fullkominna vandræða sé ekki að gert. Jón Sigurðsson á Reynistað, Þorbjörn Björnsson, Geita- skarði og Björn Pálsson á Ytri- Löngumýri hafa allir skrifað um þessi mál í blöð að undanförnu og reynt að benda á úrlausnir, sem sjálfsagt verða athugaðar eftir verðleikum, þegar til fram- kvæmda kemur um að kippa þessum málum i viðunanlegt horf, og sjálfsagt má ekki sitja við orðin ein um það, að fram- vegis eigi að tryggja öllum hrossum landsmanna viðhlít- andi fóður og húsnæði þegar snjóa- og ísalög byrgja alla jörð. Við Þorbjörn í Geitaskarði vil ég þá segja það, að ekki kostar hrossaeldið í Húnavatnssýslum mikið fé eða fyrirhöfn, ef það teldist arðbær atvinnugrein þar að ala upp hross til að láta síld- arverksmiðjur ríkisins vinna úr fóðurmjöl. Vafasamt hygg ég að slík atvinna eða framleiðsla gæti staðizt til lengdar. bæði hvað snerti fóðurgildi og verð í sam- anburði við það fóðurmjöl, sem nú er mest notað, og líkur benda til að enn verði um hríð. Þó gæti ég vel hugsað mér þessa leið eitt ár meðan reynt væri að fækka hrossunum það mikið, að öðrum búgreinum bænda stafaði ekki yfirvofandi hætta af þeim framvegis, ef harðindavetur gerði. Og sennilega myndi ekki ganga vel að prýða og bæta hrossin. í landinu eigendum þeirra til gangs og gleði, þótt „úrþvættisfolöldunum“ væri lógað árlega, eins og Jón á Reynistað leggur til að gert verði, ef jafnframt væri ekki séð fyrir betra uppeldi ungviðisins en á sér stað að jafnaði í hrossa- mörgu héruðunum. Ef við á að halda enn um hríð hjarðsiða- reglunni í hrossarækt lands- manna, eins og J. S. gerir ráð fyrir, þá er tvennt aðallega, sem gæta verður: Hryssurnar mega alls ekki eiga folöld yngri en 4 vetra og aldrei eiga folöld nema annað hvert ár úr því. Með því móti yrðu hryssurnar og fol- öldin feitari og fóðurléttari, sem vinna myndi upp á móti fækk- uninni, er af þessum ráðstöfun- um hlytist. Sérstaklega kæmi þessi ráð- stöfun að góðu haldi, ef tillaga J. S. um gæðamat á hrossakjöti eins og öðrum kjöttegundum, sem framleiddar eru í landinu, kæmist í framkvæmd, og mis- jafnt verð greitt eftir því. Þótt ég Setji fram þessar at- hugasemdir við tillögur þeirra J. S. og Þorbj. Björnssonar, þá er það ekkert aðalatriði fyrir mér, eða að minu áliti nein lausn á þessu vandamáli; það er aðeins leið að markinu. Mark- miðið hlýtur öllum hugsandi mönnum að vera það, að hafa ekki fleiri hross í landinu en hægt er að fara vel með, að nóg sé til af heyjum og húsum handa þeim eins og öðrum fén- aði, annað verður að teljast ó- sennilegt í jafn harðbýlu landi og við búum í. Bændur viður- kenna nú orðið að beinlínis borgi sig betur fjárhagslega að fóðra búféð vel en illa, og að fullvíst megi kallast, að ráð sé að farga það miklu af fénaði ár hvert, að ekki þurfi að óttast um fóður- birgðir handa því, sem á er sett. Fyrst þetta er viðurkennd stað- reynd og mjög mikið eftir henni orðið farið um fóðrun sauðfjár og nautgripa, því skyldi ekki hið sama eiga að gilda um hestinn, „þarfasta þjóninn“, eins og hann hefir verið talinn að vera um aldaraðir hér á landi. Á hann að líða fyrir það, að nota- gildi hans hafi að einhverju leyti rýrnað frá því, sem áður var, er réttlátt að kvelja hann og kremja með hor og hungri meir en vit er í og heilbrigð mannúð getur leyft, þótt hann sé þrautseigur og harðger? Ég segi nei, og aftur nei. Það er ekki réttlátt að láta hrossin líða takmarkalítið harðrétti fyrir það eitt, að eigendurnir hafa ekki enn eygt nein úrræði til að hagnýta sér notagildi þeirra í samræmi við breytta tíma. Þessi hagnýting felst í stórkostlegri fækkun hrossanna, fullkominni fóðrun og annarri meðferð, og markvissri ræktun beztu hrossa- kynjanna. V. í upphafi þessarar greinar gat ég þess, að oft væri ósæmilega veitzt að ýmsum búnaðarháttum íslenzka sveitafólksins, og kann- ast flestir bændur eflaust við pann tón í dagblöðum Reykja- víkur. Þessi nýi blaðamannasið- ur er ekki eins hættulegur og mörgum virðist í fljótu bragði, 3Ví að hann er nær alltaf sprottinn af einhverju annar- legu ástandi þess fólks, sem við þessi blöð vinnur og fellur því fljótt um sjálfan sig, fái rök og sannleikurinn að komast að til andsvara. En sé gagnrýnin sprottin af mannúð og um- hyggju fyrir dýrunum sjálfum, horfir málið allt öðruvísi við. í þessu tilfelli verður að viður- kenna það, að stóðeignir ein- stakra manna í landinu eru komnar í það horf, að ekki er stætt með slíkt ástand, sé á það miunzt opinberlega. Þess vegna verður að taka ákveðið í taum- ana af eigendunum sjálfum, og geri þeir það ekki, verða aðrir að gera viðeigandi ráðstafanir sem að haldi mættu koma. Um það má deila hvort hest- urinn hefir nú orðið eins mikla þýðingu fyrir landsfólkið og áð- ur var, þar kemur margt til á- lita, sem hér skal ekki rætt. Þá er enginn vafi á því, að enn um langt skeið verður ís- lenzkt sveitafólk að treysta mikið á hann í líísbaráttu sinni. Og víst er um það, að svo marg- ir hestamenn og hestavinir eru enn til í þessu landi, að enda þótt fjárhagsleg nauðsyn væri orðin hverfandi til þess að við- halda hrossaræktinni, þá myndu þeir aldrei sætta sig við að missa af samfélaginu við reiðhestinn sinn, og aldrei kjósa honum annað hlutskipti en hina full- komnustu meðferð. Það er sjálf- sagt hægt að deila um það, hvort hesturinn getur nú orðið talizt „þarfasti þjónn“ lands- manna, enda skiptir það litlu máli; hitt er aðalatriðið, að hann fái meðferð, sem hann verðskuldar vissulega ekkert síð- ur en önnur hérlend húsdýr, að sæmileg geti talizt og ekki mannskemmandi að bjóða. Allir þeir, sem átt hafa því láni að fagna að kynnast beztu eigin- leikum íslenzku hestanna, kost- um þeirra að viti, fegurð og öðr- um fjölbreytileika, verða að vinna að því að allir þessir kost- ir séu glæddir með góðri með- ferð, en ekki nýddir niður af hinu gagnstæða. Frumstæðir hjarðmannasíðir hafa aldrei átt við hér á landi og eiga það ekki enn, þess vegna verður að gerbreytast það á- stand, sem nú ríkir í þessum efnum. Engin skynsamleg álykt- un getur réttlætt það háttalag að setja þúsundir hrossa á vet- ur, án þess að hafa handa þeim hús eða hey, ef jarðbönn verða, en svona er þessu þó va.rið. Verkefnið er stórt, sem hér þarf að vinna og kallar á dáðríka og dugandi menn sér til fulltingis, og er þá hollt að hugleiða um leið hvað það er, sem komið hef- ir sumum landsins beztu sonum til að yrkja ódauðleg ljóð um reiðhestinn sinn eftir gagnger kynni af honum í ferðalögum yfir vötn og vegleysur, byggðir og óbyggðir, á úndanförnum ár- um og öldum. Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Vinfir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Anglýsið f Tímannm! Slæmar póst- samgöngur Löngum hefir Borgarfjarðar- hérað verið talið í fremstu röð allra landbúnaðarhéraða, að því er samgöngur snertir. Bílfært er um nálega allar sveitir héraðsins og liggur vega- kerfið gegnum margar þeirra, enda bílferðir alla daga ársins um héraðið. Við slik samgönguskilyrði og hér er lýst, mætti ætla að póst- samgöngur væru greiðar og Borgfirðingar gætu notið svip- aðrar aðstöðu í þeim efnum og nágrenni Reykjavíkur, með því að skipaferðir milli Reykjavík- ur og Borgarness hafa verið mjög greiðar í seinni tíð, þegar frá er skilið stutt tímabil síðan „Laxfoss" „brá“ sér upp í Eff- ersey. En svo undarlega bregður við, að póstsamgöngur héraðsins eru í megnasta ólagi, svo að eigi sé fastar að orði kveðið. Frá hálfu póststjórnarinnar er ákveðin ein póstferð í viku yfir sumarmánuðina og ein ferð í hálfum mánuði vetrarmánuð- ina frá Borgarnesi upp um hér- aðið. Að jafnaði kemur skip 5 til 6 daga vikunnar að sumar- lagi, og að minnsta kosti 3 daga í viku yfir vetrarmánuðina — frá Reykjavík til Borgarness, og flytur ávallt póst í hverri ferð. Póstinum er síðan safnað saman í Borgarnesi og bíður hann lögmætra ferða póst- stjórnáfinnar að því undan- skyldu, að einstöku bílstjórar hlutaðeigandi hreppa gjöra það af góðsemi sinni að taka póst vikulega vetrarmánuðina líka, ef þeir fá hann þá afgreiddan á pósthúsinu, en það mun ekki alltaf. Sumar sveitir eru algerlega útundan með vikulegar ferðir að vetrinum og fá hlutaðeigend- ur því hálfsmánaðarforða af blöðum í einu. í ofanálag bætast vanskil á blöðum og hefir lítinn árangur borið að kyarta um slíkt, enda eigi gott að vita hver þar á hlut að máli. Hverju sætir þetta sleifarlag á póstsamgöngum ? Álítur póststjórn og aðrir ráðamenn í þessum málum, að sveitamenn eigi ekki svipaða kröfu og kaupstaðabúar um póstsendingar, en í Reykjavík þykir sjálfsagt að bera öll bréf og blöð til hlutaðeiganda dag- lega. Það ætti tæplega að vera mjög kostnaðarsamt að dreifa póstinum frá Borgarnesi tvisv- ar í viku, alla tíma árs, út um sveitirnar með mjólkurbílum, er fara daglega um nálega allar sveitir héraðsins. Að vísu hafa heyrzt raddir um það, að póstsamgöngum í hér- aðinu verði breytt í „skárra“ horf, en ekkert bólar á slíkum verklegum breytingum ennþá, enda einskis að vænta um end- urbætur meðan naumlega er hægt að fá póst afgreiddan viku- lega upp í sveitirnar, og dæmi eru til um, að ábyrgðarpósti sé hent án vitundar hlutaðeigandi póstafgreiðslustaða á gatnamót þar sem hann treðst niður í svaðið undir hunda og manna fótum. í þessum efnum þarf meira en umtal. Það er lágmarkskrafa okkar, er í dreifbýlinu búum, að við njótum sömu réttinda í dreif- ingu póstsendinga, sem kaup- staðarbúar, þar sem því verður við komið án mikils aukakostn- aðar, en hann þyrfti eigi að vera mikill hér í Borgarfirði, aðeins ákveöin fyrirmæli og umsjón með að þeim fyrirmælum sé hlýtt. Áætlunarbifreiðar geta hæg- lega flutt póstinn út um sveit- irnar tvisvar í viku alla tíma árs jafnt, því varla er ástæða til að undanskilja skammdegið. Forráðamönnum póststjórnar, sem og öðrum þeim, er fara með margvísleg skipulagsmál þjóð- félagsins, ætti að vera það ljóst, að fyrsta skilyrðið til þess að starfsemi þeirra nái tilskyldum árangri, er að gera eigi á vís- vitandi hátt upp á milli þegna þjóðfélagsins. Bóndi upp í Borg- arfirði á alveg sama þjóðfélags- Enn um heyþurrkun í grein sinni „Hlöður og hey- þurrkun" í Tímanum 30. marz segir Þórir Baldvinsson, húsa- meistari frá því, að Tryggvi Guðmundsson, bústjóri á Kleppi, hafi gert nokkrar tilraunir með súgþurrkun heys. í sambandi við það getur hann þess, að Tryggvi hafi snúið sér til Verk- færanefndar ríkisins viðvíkj - andi þessari hugmynd sinni, sem líklegasta aðila til þess að greiða fyrir því, að nýjung þessi væri athuguð." Þetta er misskilningur, Tryggvi hefir aldrei snúið sér til nefndarinnar viðvíkjandi þessu máli. Fyrir tveimur árum síðan sýndi hann mér í svip teikningu af hlöðu með grinda- útbúnaði til þess að hafa geil- ar í heyinu fleiri og meiri en títt er. Ekkert var þá minnst á þann möguleika, að Verkfæra- nefnd tæki þetta til athugunar og því síður kom nokkurn tíma til þess að hann afhenti nefnd- inni neina málleitun, eða gögn þar að lútandi. Mér er því ó- kunnugt með öllu um að Tryggvi hafi haft slíkt í huga, hvað þá meira, þótt ég vissi um hug- mynd hans. Um aðstöðu, eða öllu heldur aðstöðuleysi, Verkfæranefndar til þess að taka slíkar hugmynd- ir að sér til fyrirgreiðslu, mun ég ekki ræða í þetta sinn, en ekki virðist mér þessi umrædda hugmynd síður mega teljast nýjung í húsagerð, heldur en á sviði búvéla og verkfæra. Ekki mun vera ástæða til þess að ég svari grein Þóris Bald- vinssonar verulega að öðru leyti. Hann virðist ekki vera mér sam- mála um það, að þess sé mikil þörf, að svo stöddu, að rannsaka hvernig heppilegast sé að hafa hlöðurnar „til þess afi hey verk- ist vel í þeim og sem hættu- minnst sé að hirða í þær lin- þurrkað hey“. Bendir hann í því sambandi á, hve heyin séu misjöfn — „margir flokkar" og „misjöfn eftir rakainnihaldi eða þurrkun". Þannig að „mikill hluti þeirra heyja, sem sett eru í hlöður, eru ekki geymsluhæf vara“. Víkur Þ. B. því fyrst og fremst til okkar búfræðinganna að ráða bót á þessu og „stand- ardisera“ heyin sem mest. Um það segir hann að lokum: „Þegar við höfum náð því takmarki, að hægt sé að tala um heyið sem nokkurnveginn einn vöruflokk, þurfa byggingafræð- ingarnir að vera við því búnir að gefa ákveðin svör um það, hvernig heygeymslurnar eiga að vera.“ Ei skuturinn verður seinni, ef frammí róið þér. Ekki er ég bjartsýnni en svo, um afrek okkar búfræðinganna í þá átt að gera allt hey „nokk- urnveginn einn flokk“, að ég hygg að byggingafræðingarnir fái ríflegan umhugsunartíma, fyrst úr því er skorið, að ekki þurfi að koma til þeirra kasta um breytta gerð á heyhlöðum fyrri en þetta flokkunarspurs- mál er leyst. Sjálfsagt er að hafa það, er sannara reynist í þessu máli, sem öðrum, og vil ég því þakka upplýsingar Þóris Baldivinsson- ar þar að lútandi. Þær gjör- breyta öllu fyrra viðhorfi, ef réttar reynast. 1. apríl 1944. Árni G. Eylands. legan .rétt á að fá póst tvisvar í viku fyrst að um hagstæðar ferðir er að ræða, eins og borg- arar Reykjavíkur fá hvert ein- stakt bréf heimsent jafnótt og það kemur á pósthúsið þar. Vonandi sér póststjórnin sér fært að taka til yfirvegunar póstsamgöngurnar í Borgarfirði og færa þær í það horf, að sam- boðið sé vaxandi menningar- kröfum. Daníel Kristjánsson. Áskriftar£íald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.