Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1944, Blaðsíða 2
Aiikablað Aukablao' Björn Pálsson, 3 Ytri-Löngumýrí: Jarðeignamálið Öðru hvoru heyrast raddir um ! að hagkvæmara væri, að bænd- ur ættu ekki bújarðir sínar. Þessar raddir geta ekki talizt háværar, enda er kenningin ekki liklég til vinsælda. Ástæða er samt til að ætla, að til séu fulltrúar á löggjafarþingi þjóð- arinnar, sem hafi samúð, með þessari skoðun. Jarðeignamálið er eitt af mestu hagsmuna- og velferðar- málum bænda. Það er því nokk- ur ástæða til þess að athuga málið frá öllum hliðum með til- liti til þeirrar reynslu, sem feng- izt hefir í jarðeignamálunum á liðnum öldum. Kenningin um að ríkið eigi allar jarðeignir er gömul og er oft kennd við Ameríkumanninn Henry George. Skoðanir hans mótuðust af þvi ástandi, sem var í Ameríku um hans daga. í Ameríku gerðist hið sama og alls staðar annars staðar hefir gerzt þar sem óbyggð lönd eru numin. Landnemarnir eignuðu sér meira land en þeir gátu ræktað og þurftu að eiga til þess að geta lifað sæmilegu lífi. Ýms- ir þessara landnema urðu stóf- auðugir á því að selja landið síðar, ef lega þess var hagkvæm eða verðmæt efni fundust í löndum þeirra. Henry George var þetta ranglæti ljóst. Hann hélt því fram, að allir hefðu jafnan rétt til landsins. Ríkin ættu því að eiga jarðeignirnar og þá mundu þau ekki þurfa aðra skatta en leiguna eftir landið. Kenning þessi fékk nokkurt fylgi i enskumælandi löndum um skeið. Síðar varð mönnum Ijósara, hve gölluð hún var. Ástandið breyttist einnig í Bandaríkjunum. Fólkinu fjölg- aði, býlin urðu fleiri og land- rými þeirra minna. Á síðari tím- um virðist jarðeignakenning Henry George ekki hafa haft mikið fylgi. íslenzkir bændur hafa fengið nokkra reynslu af því hvernig leiguábúð er. Þegar fyrstu land- nemarnir settust hér að, eign- uðu fyrirmennirnir sér miklu meira land en þeir þurftu að nota. Nokkuð af þessu landi gáfu þeir eða seldu vinum sín- um, en sumt lánuðu þeir eða leigðu. Það er . því talað um leiguliða þegar á söguóld. Deilur og mannvíg þrettándu aldarinn- ar á'ttu nokkurn þátt í að auka efnamuninn. Á miðöldum vann klerkastéttin markvisst að því að auka auð og völd kirkjunnar. Á þeim tímum lifði fólkið ein- göngu í sveitum. Tryggasta leiðin til valda og auðsöfnunar var því að eiga miklar jarðeign- ir. Með ýmiskonar ráðum eign7 uðust klaustur, kirkjur, prest- ar, biskupar, lögmenn og fáein- ir auðmenn mikinn hluta af jarðeignum landsmanna. Við siðaskiptin eignaðist konungur mikið af verðmætum jarðeign- um. Eftir það rann mikið fé úr landi árlega sem léigur og af- gjöld eftir eignir konungs. Það er fyrst á síðari hluta nítjándu aldar, sem íslendingar fá þessar jarðeignir aftur. Nokkurn hluta þeirra keyptu svo einstakir bændur smám saman. Kjör íslenzkra leiguliða hafa aldrei verið góð. Landleigan mun venjulega hafa verið það mikil, að leiguliðinn átti örðugt með að bæta efnahag sinn að mun. Auk þess yar leiguliðinn réttlaus að því leyti til, að land- eigandinn gat rekið hann af jörðinni hvenær sem var. At- vinnulíf var fábreytt hér á landi fyr á tímum. Leigulið- inn átti þvi oft örðugt með að koma sér fyrir með fjölskyldu sinni, ef hann varð að yfirgefa leigujörðina. Þessi aðstaða gerði hann háðan landeigandanum. Aðstaða leiguliðans dró því úr kjarki, framtaki og sjálfstæði hans. Vafalaust hafa lands- úrottnarnir verið misjafnlega góðir í viðskiptum, en flestir munu þó hafa viljað auðga sig sem mest, eða þær stofnanir, sem þeir voru ráðsmenn fyrir. Þ.ess er t. d. getið í frásögnum frá sautjándu öld u'm einn merkan biskup, að hann hafi viljað fjölga kúgildum leigu- jarða meir en hóflegt þótti. Þá var minni útlánastarfsemi rek- in en nú og því arðvænlegt að láta leiguliðana ávaxta fjármuni á kúgildum. Ábúendur urðu þá oft að lóga sínum eigin fénaði til þess að geta ávaxtað leigu- pening landeigendanna. Hlutskipti íslenzkra og norskra leiguliða var ekki gott, en þó vorú kjör stéttarbræðra þeirra í Danmörku, Póllandi, Rússlandi og Prakklandi hálfu verri. Þar átti aðallinn mikinn hluta jarð- eignanna og kúgaði og féfletti leiguliðana miskunnarlaust. Bændurnir voru í raun og veru ófrjálsir menn, því þeir máttu eigi yfirgefa átthagana og urðu því að sætta sig við þau kjör, sem landeigendur úthlutuðu þeim. Sýndu þeir þrjózku eða óhlýðni, voru þeir barðir. Landeigendurnir seldu bænd- urna með jörðunum ein.s og skepnur. Þegar framsýnir og frjálslyndir þjóðhöfðingjar reyndu að bæta kjör bændanna, mættu þeir jafnan •andstöðu landeigehda. Kristján II varð meðal annars óvinsæll hjá danska aðlinum fyrir þaö, að hann vildi bæta kjör ánauðugra bænda og Katrín II Rússa- drottning gat ekki losað rúss- nesku bændurna- við átthaga- fjötrana vegna andstöðu aðals- ins. Ástandið var því þannig í ýmsum löndum Evrópu á sautj- ándu öld að bændurnir, sem voru langfjölmennasta stétt þjóðanna voru örsnauðir og fá- fróðir, en auðmenn og aðall úr- kynjaðist af vinnuleysi og óhófs- lifnaði. Þetta ástand skapaði kyrrstöðu eða hnignun innan þjóðfélaganna og gat ekki end- að nema með hruni. Á Norður- löndum og í Þýzkalandi breytt- ist þetta 'ástand til bóta með skynsamlegum stjórnarráðstöf- unum, en í Frakklandi og Rússlandi var endi bundinn á þetta ástand með byltingu.- Leiguliðabúskapur og bænda- ánauðin átti meiri þátt í þvi að draga úr' framförum og menn- ingu um margra alda skeið en nokkuð annað. Hið rangláta skipulag skóþ þá meinsemd, sem varð til þess að þáverandi þjóð- skipulag hrundi í rústir. Bændur hafa alltaf þráð meira en flest annað að eiga ábýlisj arðir sínar. Þetta er eðli- leg frelsisþrá en ekki löngun eftir því að Safna auði. Sjálfs- eignarbóndinn telur lífsafkomu sína tryggari. Hann er frjáls, því hann starfar á eigin jörð og þaðan getur enginn hrakið hann. Meðvitundin um þetta eykur starfsþrá hans og lífs- gleði. Vissa sjálfseignarbóndans um, að hann og afkomendur hans geti notið þeirra umbóta, sem gerðar eru, hvetur hann til framkvæmda. Því meira, sem bóndinn gerir fyrir jörðina, beim mun sterkari böndum er hann tengdur henni. Umbóta- maðurinn yfirgefur því jörð sína síður en' sá, sem litlar fram- kvæmdir gerir, þó búreksturinn beri sig illa í nokkur ár. Fram- kvæmdirnar auka starfsgleði og starfsþrött bóndans. Saga leigu- liðabúskaparins er raunaleg. Það er því furðulegt, að nokkur skuli halda því fram, að bezt væri fyrir bændur að eiga ekki ábýlisjarðir sínar. Sökum þess, hve saga leiguliðanna er skugga- leg, heldur enginn því fram, að einstakir menn eigi að eiga margar jarðir, heldur eigi ríkið eða sveitarfélögin að eiga þær og leigja bændum þær með erfðafestuábúð. Rökin fyrir slíkum kenningum eru einkum þessi. 1. Jarðir eru seldar svo háu verði, að það eykur framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara um of og lamar bændur efnalega. 2. Bændur selja jarðir sínar og flytja með andvirði þeirra til kaupstaða. Þannig færist fjár- magn frá sveitum til kaupstaða. 3. Eignaréttur einstakra manna hindrar býlafjölgun og eðlilega þróun í landbúnaði. Þar sem þessar ástæður eru af vissum mönnum taldar nægilegar til þess að gerbreyta þeirri stefnu, sem verið hefir í jarðeignamálum um heim allan. í fleiri tugi ára er ástæða til að taka til athugunar, hve þær eru gersamlega vanhugsaðar og gildislausar. Jpfegar eignir eru seldar' á frjálsum markaði vill eigandinn fá sem mest fyrir það, sem hann selur. Kaupandinn vill hins veg- ar ekki greiða meir en það, að hann geti hagnazt á kaupun- um. Kaupverð miðast við, hve arð- bærar eignirnar eru, þegar þær eru seldar. Það er því gróði að eignakaupum, þ*egar verðlag er lágt, en skaði þegar það er hátt. Sé verðlag eðlilegt, er sjaldan um mikið tap eða gróða að ræða á eignakaupum. Þessi regla gildir um jarðir eins og aðra hluti. Hér á landi hafa nokkrar jarðir verið seldar fyrir of hátt verð og fáeinir bændur orðið fyrir tjóni. Slíkt er samt smá- munir miðað við það tjón, sem einstakir menn hafa orðið fyrir á öðrum sviðum viðskipta, er varðlag var hátt. Veldur þar nokkru um, að fáar jarðir eru seldar, því oftast taka börn við jörðum eftir foreldra sína. Verð- inu er þá oftast stillt í hóf, svo sá sem við jörðinni tekur á auð- velt með að greiða það án þess þó að hlutur þeirra barna, sefn burt flytjast, sé algerlega fyrir borð borinn. Jarðarverð er auk þess hlægilega lágt hér á landi og jarðir virðast hækka minna í verði en aðrar eignir á verð- bólgutímum. Orsökin til þess hlýtur að vera sú, að fólk þykist ávaxta fé sitt betur með því að leggja það í aðrar eignir. Til að kaupa eignir, þarf fjár- magn. Til þess að eigendurnir skaðist ekki á því að eiga eigns irnar þurfa þeir að fá hæfilega vexti af því fé, sem þeir hafa lagt í þær. Þá vexti verður að taka af tekjum þeim, sem eign- irnar gefa af sér. Þessi regla gildir um allar eignir, sem eitt- hvert verðmæti er í. Megi bænd- ur ekki eiga jarðirnar, sem þeir búa á, af því þeir geta selt þær, ef svo ber undir, mega verka- mennirnir heldur ekki eiga íbúðarhús eða sjómennirnir skipin, sem þeir þurfa, til þess að geta veitt. Það eru því aðeins tvær leiðir til, ef lögin eiga að ganga jafnt yfir alla. Annað hvort verður ríkið að eiga allar eignir þjóðfélagsins eða ein- staklingarnir verða að hafa leyfi til að eiga þær eignir, sem þeir þurfa til þess að geta aflað sér lífsviðurværis. Bændur hafa sama rétt til þess-að eiga hæfilega stóra jörð og nauðsynlegar skepnur og verkamaðurinn að eiga hæfilega íbúð og sjómennirnir að eiga skip og veiðarfæri. Eigi ríkið allar eignirnar verður það að lána afnotarétt þeirra, annað- hvort gegn endurgjaldi eða end- urgjaldslaust. Sé um endur- gjald að ræða,- hvílir það sem vaxtagreiðsla á þeim, sem hafa afnotarétt eignanna og fram- leiðslukostnaðurinn verður jafn- hár eins og þeir hefðu keypt þær. Lánaði ríkið nins veg- ar eignirnar endurgjaldslaust, mundu sífeldar deilur verða um það, að einstaklingunum væru sköpuö misjöfn kjör.Hlutdrægn- in og ófrelsið yrði takmarka- laust. Afnám eignarréttarins er því raunverulega óframkvæm- anlegt, þó að bæði sé gerlegt og æskilegt að setja eignaréttinum þau takmörk, að einstakir menn geti ekki keypt ótakmarkað eignir, sem aðrir þurfa að nota. Þegar fólk flytur búferlum, fer það með eignir sínar með sér. Þegar efnaðir bændur selja jarðir og flytja í kaupstað, vek- ur það oft nokkurt umtal og því er oft gert meira úr slíku en ástæða er til. Það er vitanlega tilfinnanlegt tap fyrir sveitirnar að missa efnað og vel vinnandi fólk í burt með þær eignir, sem það á, en tapið er nákvæmlega jafnmikið, hvort sem eignirnar eru andvirði jarða eða andvirði skepna og innstæður í bönkum. Bóndi sem á fimmtíu þúsund krónur, fer með jafnmikið fjármagn, hvort sem hann á tuttugu þúsundir í jarðeignum og þrjátíu þúsundir í peningum eða aðeins 50 þús. í peningum. Þess ber og að gæta, að fyrir því eru takmörk, hve lengi fólkið heldur áfram að flytja úr sveitum til kaupstaða. Sú röksemdafærsla, að bænd- ur megi ekki eiga bújarðir sín- ar af því að örfá prósent af þeim kann að flytja til kaup- staða einhverntíman á æfinni, er því hrein vitleya. Það er nauðsyn'að hæfilega margir stundi sérhverja at- vinnugrein og til grundvallar þeirri atvinnuskiptingu þarf að leggja þarfir þjóðfélagsheildar- innar. Sé æskilegt að auka framleiðslu á landbúnaðarvör- um, verður að vinna að því með- al annars með því að láta fleiri star'fa við þá atvinnugrein. Sé hagkvæmara að framleiða sjáv- arafurðir, ber forráðamönnum þjóðarinnar að beina vinnuafl- inu í þá átt. Reynist æskilegt að fleira fólk lifi í sveitum lands- ins, þurfa býlin að fjölga. Eignarréttur bænda á ábýlis- jörðum þeirra þarf ekki að hindra það, að býlum fjölgi eins mikið og hagkvæmt er fyrir þjóðarheildina. Ríkið á stórar jarðir víðsvegar um landið. Þessum jörðum er hægt að skipta í hæfilega stór býli. Ennfr. hefir verið hægt að fá keyptar jarðir og hluta úr jörð- um fyrir mjög sanngjarnt verð. Reynist æskilegt að fjölga býl- um frekar en framkvæmanlegt er á þennan hátt, gæti komið til mála að takmarka stærð jarða. Þeir sem ættu stærstu jarðirn- ar, yrðu þá að selja nokkurn hluta lands þes er þeir ættu, fyrir það verð, sem það væri metið á. Það er ekki sjálfsábúð bænda, sem hefir hindrað býla- fjölgun að þessu, heldur hitt, að unga fólkið vill heldur flytja úr sveitinni en að leggja eignir sínar og starfskrafta í að reisa nýbýli. Það mun ef til vill eiga nokkurn þátt í að draga úr fjölgun býla, að ríkið veitir tæp- lega nægilega mikið fé til stofn- unar hvers býlis. Vera má og að ekki sé greitt nægilega rétt fyr- ir því, að ungir menn fái hent- ugt land til nýbýlamyndunar. Eniífremur ínunu fylgifjárá- kvæði nýbýlalaganna vera ýms- um þyrnir í augum. Það er mik- 111 misskilningur að halda því fram, að erfðafestuábúð sé sama og sjálfsábúð. Eignarrétturinn er einn af þeim hornsteinum, sem öryggi borgaranna hvílir á. Sé hornsteinn tekinn í burt, hrynur nokkur hluti veggsins. Það er jafn auðvelt fyrir lög- gjafarþing þjóðarinnar að breyta erfðafestulögum í erfða- leysislög og að breyta jarðrækt- arlögunum þannig, að jarðrækt- arstyrknum var breytt í vaxta- laust lán. Verðmætasta og bezta eign bóndans er jörðin, sem hann býr á. Flestír bændur eiga nú jarðir sínar skuldlausar. Ef ríkið eða sveitarfélögin ættu jarðirnar, væru bændur an,naðhvort þeim mun fátækari, sem andvirði jarðanna næmi, eða þeir ættu jarðaverðin, sem lausafé í sjóð- um. Með slíku væru bændur íieyddir til þess að eíga fjármuni sína vaxtalausa að mestu í ó- tryggum eignum, en meinað að eiga þá í sígildum eignum. Ætti ríkið jarðirnar, mundu bændur verða að greiða landskuld eftir þær. Á þann hátt væru þeir neyddir til þess að ávaxta ann- arra fé án tillits til þess, hvort þeir þyrftu á því að halda eða ekki. Hér væri því kúgildaregla sautjándu aldarinnar að endur- taka sig, en þá vóru leigulið- arnir neyddir til að ávaxta viss- an kúgildafjölda fyrir lands- drottnana. Nokkur hluti íslenzkra bænda er enn leiguliðar. Mikið af þessum leigujörðum á ríkið, en sumt eiga sveitarfélög eða ein- stakir menn. Sumar jarðirnar eru leigðar með erfðafestuábúð, en aðrar til lífstíðar. Það er yf- irleitt sameiginlegt með þessar jarðir, hver sem á þær og hvern- ig sem þær eru leigðar, að litlar umbætur eru á þeim gerðar, nema hvað íbúðarhús hafa ver- ið byggð á sumum prestssetrun- um, Það er síður en svo, að á- búendur þessara jarða séu efn- aðri en sjálfseignabændurnir, og þarf þá eigi að efa, að leigunni sé í hóf stillt. Eigi ekki nokkur hluti þessara leigujarða að fara í eyði á næstu árum vegna lélegra húsa og lítillar ræktunar, verða eig- endur þeirra annaðhvort að selja ábúendunum þær eða leggja stórfé í umbætur á þeim. Það mun þó nokkurn veginn víst, að viðunanlegar umbætur verða aldrei gerðar á leigujörð- unum. Landsdrottnunum mun ekki þykja ábatavænlegt að leggja svo mikið fé í umbætur á þessum jörðum, sem þörf er á. Leigujarðir munu því verða ver setnar í framtíð sem í fortíð, en slíkt er menningarlegt og fjár- hagslegt tjón fyrir þjóðina. Reynslan hefir sýnt, að bezt er fyrir menningu og efnalega af- komu þjóðanna, að hver bóndi eigi þá jörð, sem hann býr á. Hins vegar er ekkert við það að athuga, þó einhver takmörk séu sett fyrir því, hve stórar jarðir megi vera, svo að bændum geti fjólgað og ræktanlegt land sé nptað sem bezt. Jafnvel Rússar viðurkenna þetta. Þeir hafa horfið frá að láta ríkið eiga landið, því að þeir sáu, að það var á allan hátt hagkvæmara fyrir þjóðarheildina, að hver bóndi hefði eigna og umráðarétt yfir það miklu landi, að hann gæti lifað á því með fjólskyldu sinni. íslendingar þurfa að vinna að því með skynsamlegri ölggjöf, að allir íslenzkir bændur eigi jarð- irnar, sem þeir búa á. íslenzku bændurnir þurfa því að standa sameinaðir "á móti öllu, sem mið- ar að því að gera þá að leigu- liðum. Leiguliðabúskap hefir alltaf fylgt og mun alltaf fylgja fátækt, framkvæmdaleysi og ófrelsi. Athugasemd Frá Breiðfirðingafélaginu hef- ir blaðinu borizt svohljóðandi athugasemd: Vegna frásagnar í Tímanum 1. þ. m. um stofnun Barðstrend- ingafélags leyfum við okkur að taka eftirfarandi fram: 1. Það eru að vísu nokkrir Barðstrendingar, sem hafa sagt sig úr Breiðfirðingafélaginu, en samkvæmt frásögn blaðsins mátti álykta, að allir Barð- strendingar hefðu farið úr því. Sumir þeirra, sem skráðir eru á úrsagnalista, hafa nú þegar afturkallað úrsagnir sínar. Þess skal einnig getið, að allmargir breiðfirzkir Barðstrendingar hafa gengið í Breiðfirðingafé- lagið undanfarið, t. d. milli 20— 30 á síðasta fundi. 2. í klausunni segir, að Barð- strendingar hafi sagt sig úr Breiðfirðingafélagfnu vegha þeíirrar „ólgu", sem þar hafi verið. Við ætlum ekki aö hefja hér deilur um þetta, en teljum þessa staðhæfingu mjög hæpna. Og yíst er það, að í Breiðfirð- ingafélaginu er nú ágætt sam- komulag og mikill áhugi um að efla félagið og vinna að fram- gangi stefnumála þess. Gildir það jafnt um félagsmenn úr öll- um þeim þremur sýslum, sem að Breiðafirði liggja. Fylgizt með Allir, sem fylgjast Vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. Rœstiduft er fyrir nokkru komið á, markaðinn og hífir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drj-'igt, og er nothæft á allar tegjndlr búsáhalda og eld- húsáhalda. . . IVotið * O P A L rœstlduft toríis Suflurlands Reykjattik. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhés. — Frystilsés. l^i^arsu^iavcrksmiðla. - BjúgnagerS. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niöur- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og aUs- konar áskurö á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreyktí, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystáhúsi, eftár fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. 'M frá E^gjasöSKsasaila^i Ueykjavikiar. Kanpum tnsknr allar íegundir, hœsta verði. Húsgagnavíiinustoian Baldursg. 30 Sími2292

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.