Tíminn - 22.04.1944, Qupperneq 1

Tíminn - 22.04.1944, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 og 437: AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKE— V . DFA: EDDUHUSI, ’ indargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardag'iim 22. apríl 1944 40. blað Yfirlýsíngar sjöunda ftokksþings Framsóknarmannaum stjóramálaafstöðn og atvinnumáfastefnu Framsóknarfl. Formaður FmnsrtnartlokkslDSFlokksþiniið Flokksþingið: Kosoíng trúnaðar- manna Ályktanir uni sanin- ingana við sósialista og uin Róndann. Flokksþingi Framsóknar- manna lauk síðastl. þriðjudags- kvöld. Hafði það þá verið sjö daga að störfum. Eins og frá var skýrt í sein- asta blaði, hófust framhalds- umræður um stjórnmálaviðhorf og tillögur stjórnmálanefndar á mánudagskvöldið og lauk þeim ekki fyrr en kl. 3 um nóttina. Fundur hófst aftur klukkan 10i/2 á þriðjudagsmorgun og var Bjarni Ásgeirsson þá fundar- stjóri. Var fyrst gengið til at- kvæða um tillögur stjórnmála- nefndar og þær samþykktar, án mótatkvæða. Síðan var gengið til atkvæða um svohljóðandi tillögu, er Hannes Pálsson og fleiri höfðu flutt: Flokksþing Framsóknar- manna telur að þingflokkur og miðstjórn hafi haldið rétt á málum, með því að eiga þátt í þeim samningaumleitunum um myndun þjóðstjórnar, og mynd- unar stjórnar með verkamanna- flokkunum tveimur, sem fram fóru eftir kosningarnar 1942. Álítur flokksþingið að þessar til- raunir til stjórnarmyndunar hafi verið nauðsynlegar og að samningaumleitanir þessar hafi skýrt mjög stjórnmálaviðhorfið í landinu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá var gengið til atkvæða um svohljóðandi tillögu, sem var flutt af tæplega 40 bændum og kaupfélagsstjórum víða um land: Að gefnu tilefni ályktar 7. flokksþing Framsóknarmanna að lýsa yfir því, að blaðið Bónd- inn er Framsóknarflokknum með öllu óviðkomandi. Jafnframt lítur flokksþingið svo á, að blaðið vinni gegn því markmiði flokksins að sameina vinnandi framleiðendur til lands og sjávar um umbótastefnu Framsóknarflokksins. Tillagan var samþykkt af meginþorra allra fundarmanna gegn tíu. 282 fulltrúar voru á fundi þegar þessar aðaldeilutillögur voru bornar undir atkvæði. Var atkvæðagreiðslan mjög almenn. Þá var samþykkt svohljóðandi tillaga í einu hljóði: Flokksþingið skorar á bændur landsins til sjávar og sveita að standa vel saman um félags- samtök sín, Búnaðarfélag ís- lands og Fiskifélag íslands, og fylkja sér um samvinnustefnuna og umbótastefnu Framsóknar- flokksins. Þessu næst fór fram kosning á miðstjórnarmönnum í Reykja- vík og grennd og í héröðum út um land. Kosningin féll þannig, að í Reykjavík og grennd voru kosnir: Bjarni Ásgeirsson, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Guðbrandur Magnússon, Her- mann Jónasson, Jón Árnason, Jónas Jónsson, Pálí Zóphónías- son, Pálmi Hannesson, Sigurður Kristinsson, Steingrímur Stein- þórsson, Sveinbjörn Högnason, Vigfús Guðmundsson, Vilhjálm- (Framh. á 4. síðu) Sftjórnmálayfírlýsmgiii Samkvæmt stefnuskrá sinni og starfsemi, er Framsóknarflokk- urinn fyrst og fremst flokkur land- og sjávarbænda, fiskimanna og annarra vinnandi framleiðenda til sjávar og sveita, og allra þeirra, sem viðurkenna gildi og nauðsyn samvinnunnar, en jafn- framt frjálslyndur miðflokkur, er starfar að alhliða þjóðfélags- umbótum og hvers konar framförum í menningu og lífskjörum þjóðarinnar. Flokkurinn er mótfallinn því, að auður og yfirráð atvinnufyrir- tækja safnist á hendur fárra einstaklinga, og því fylgjandi fé- lagsrekstri stóratvinnufyrirtækja á samvinnu- og hlutaskipta- grundvelli, og opinberum rekstri (t. d. stærri rafveitum, áburðar- verksmiðju og síldariðnað þar sem þörf krefur). Flokkurinn vill vinna að aukningu og skipulagningu atvinnu- veganna, með það fyrir augum, að auðlindir og framleiðslumögu- leikar landsins notist sem bezt, og bæti þannig lífskjör lands- manna. Um' þetta vill flokkurinn hafa samstarf við samtök vinn- andi framleiðenda og verkamanna. Flokkurinn telur, að haga beri fjármálastefnu ríkisins og starf- semi bankanna í samræmi við þessa stefnu í atvinnumálum. Framsóknarflokkurinn álítur þjóðarnauðsyn, að komið verði á, svo fljótt sem verða má, stjórnmálasamstarfi þeirra flokka og ein- staklinga í landinu, sem vilja vinna að alhliða þjóðfélagsumbót- um og öðrum framförum í þágu almennings. Telur flokkurinn að slíkt samstarf verði að byggjast á því, að vaxandi fjársöfnun þjóðarinnar og sérstaklega stríðsgróði sá, er ýmsum hefir fallið í skaut, verði notaður til að auka framleiðslu landsmanna og fé- lagslegt öryggi allrar þjóðarinnar. Flokkurinn telur það skyldu umbótamanna I landinu, að vinna að því með þessum hætti, að ekki skapist öngþveiti, er leitt geti til byltingar, og gegn því, að einstökum mönnum haldist uppi að standa á móti eðlilegum þjóðfélagsumbótum til verndar stríðsgróða sínum og sérhags- munaaðstöðu. Hvort tveggja myndi reynast hættulegt frelsi og lýðræði í landinu og svipta þjóðina þeim möguleikum til fram- i'ara, sem hún hefir nú i óvenjulega ríkum mæli, ef skynsam- lega og sanngjarnlega er á málum haldið. Framsóknarflokkurinn beitir sér eindregið gegn öfga- og of- beldisstefnum frá hægri og vinstri og telur það eitt höfuðverk- ' efni sitt að koma í veg fyrir, að þjóðin skiptist í tvær öfgafylk- í ingar, er beiti hvor aðra ofbeldi, er leiða myndi ófrið og ófrelsi yfir ! þjóðina.Ennfremur vill flokkurinn vinna gegn hvers konar erlendri áróðursstarfsemi, sem rekin kynni að verða hér á landi, í þeim tilgangi að hafa áhrif á íslenzk stjórnmál og atvinnulíf. Fram- sóknarflokkurinn hafnar öllu samstarfi, sem ekki er byggt á lýð- ræðis- og umbótagrundvelli, en getur sem frjálslyndur miðflokk- ur átt meira eða minna samstarf við hvern þann stjórnmála- flokk eða fulltrúa, sem þjóðin hefir falið umboð sitt á löglegan hátt, og þá einnig samstarf við alla stjórnmálaflokka og þjóðar- fulltrúa um sameiginleg áhugamál alþjóðar, en það fer eftir málefnum og framkvæmdamöguleikum, hvaða samstarf er valið i hvert sinn. Það er skoðun flokksins, að lýðræðinu stafi hætta af fjölgun stjórnmálaflokka í landinu, og vill eindregið vinna þar í gegn. Hins vegar skorar flokkurinn á vinnandi framleiðendur til sjávar og sveita, að sameinast um þjóðmálastefnu Framsóknar- flokksins og telur, að þeir hafi manna bezt skilyrði til þess að skiija af eigin reynslu, að samvinna og samhjálp verði að vera grundvöllur þeirra þjóðfélagsumbóta, sem nauðsyn ber til að koma í framkvæmd. Vill flokkurinn sérstaklega benda á, að nú sé óvenjulegt tækifæri til að setja svipmót samvinnunnar á þjóð- íélagsumbætur þær og framfarir, sem vænta má á næstu árum. Treystir flokkurinn því, að fulltrúar hans, og aðrir flokksmenn um land allt, standi fast saman um eflingu flokksins og fram- kvæmd þeirra ákvarðana, sem gerðar eru á þessu flokksþingi og af miðstjórn og þingflokki Framsóknarmanna. AftvinnumálaySírlýsingiii A. Flokksþingið telur, að landið ráði yfir nægum auðlindum til þess að veita öllum þeim, er það byggja, fullnægjandi lífsnauð- synjar og lífsþægindi, enda séu gerðar ráðstafanir til þess, að vinnufærir menn, sem ekki skapa sér sjálfir störf, vinni að þeim verkefnum, sem hagnýtust eru þjóðinni og endurgjald fyrir vinnu sé miðað við þau verðmæti, sem framleidd eru í landinu. Flokksþingið lítur svo á, að stefnunni í atvinnumálum beri að haga þannig, að atvinnuleysi verði fyrirbyggt. Flokksþingið telur, að þessu marki beri að ná m. a. með því að: 1. Styðja og skipuleggja framleiðslustarfsemi þjóðarinnar, til þess að sem allra flestir fái lífvænlega atvinnu við framleiðslu- störf og koma á eftirliti með og íhlutun um stóratvinnurekstur einstaklinga, ef þörf krefur, til tryggingar því, að hann sé rekinn í samræmi við þjóðarhag. Um framkvæmd þessarar stefnu vísast að öðru leyti til ályktana flokksþingsins um iðnaðar-, landbúnað- ar- og sjávarútvegsmál. 2. Verja fé úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar, er aflað sé xneð sköttum og innanlandslántökum, til verklegra framkvæmda og nýrra fyrirtækja. Framkvæmdir til atvinnuaukningar verði á- kveðnar með það fyrir augum, hve nauðsynlegar þær eru og lík- legar til þjóðnytja. Hermann Jónasson, liinn nýkjörni formaöur FramsoK.narji.oiiK.sins, er jæaa- ur aö Ytri-Brekkum í Skagafiröi 25. desember 1896, sonur Jónasar Jónsson- ar, bónda þar, og Pálínu Björnsdóttur, konu hans. Hann lauk stúdents- prófi vorið 1920 og embœttisprófi í lögum 1924. Fór hann á nœstu árum tvívegis utan til þess aö kynna sér meðferö sakamála og lögreglumála. — Gegndi hann um skeið fulltrúastarfi -hjá bœjarfógetanum i Reykjavík, unz hann varð lögreglustjóri í Reykjavík 1929. Vorið 1934 kusu Strandamenn hann á þing, og varö hann þá um sumarið forsœtisráöherra í samstjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Var hann síöan forsœtisráöherra óslitiö þar til voriö 1942, og hefir enginn veriö forsœtisráðherra á íslandi jafnlengi. Bœjarstjórnarfulltrúi Framsóknarmanna í Reykjavik var hann árin 1930—1938. Varaformaður Framsóknarflokksins var hann kjörinn áriö 1937, og hefir hann veriö það þar til nú aö hann er kjörinn form. flokksins. 3. Styðja ráðstafanir bæja- og sveitafélaga, til atvinnuaukn- ingar, þar sem nauðsyn ber til. 4. Koma á ákvæðisvinnu við sem flest störf í þágu þjóðfélagsins. 5. Stuðla að því með löggjöf og fjárhagslegri aðstoð, að sem flest atvinnufyrirtæki verði rekin á samvinnu- og hlutaskipta- grundvelli. 6. Vinna að því, að vísindaleg þekking og fullkomin nútíma- tækni verði notuð í þjónustu atvinnuveganna og við verklegar framkvæmdir. B. Flokksþinginu sýnist augljóst, að framleiðslustarfsemi til lands og sjávar muni eigi skapa þá eftirspurn eftir vinnu, sem verður að vera fyrir hendi, þegar verzlun dregst saman, setuliðsvinna og viðskipti hverfa og ýrtiiskonar iðnaður stöðvast vegna frjálsra viðskipta landa á milli. Meðan efling aðalatvinnuveganna er í framkvæmd og til að mæta þessum erfiðleikum, álítur flokksþingið því að halda beri uppi verklegum framkvæmdum eftir því sem vinnuafl er fyrir hendi, enda miði þær framkvæmdir fyrst og fremst að því að efla framleiðsluna. í þessu sambandi vill flokksþingið fyrst og fremst benda á eftirfarandi, um leið og það vísar til annarra samþykkta sinna um einstök mál og málaflokka: 1. Byggingu raforkuvera og lagningu rafmagnslína um sveitir og sjávarþorp landsins. 2. Ræktun. 3. Báta- og skipasmíðar. 4. Byggingu áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju, ef áætl- anir sýna það hagkvæmt. 5. Lagningu og fullkomnun þeirra vega, sem gagnlegastir eru framleiðslustarfsemi landsmanna og Iíklegastir til þess að auka hana eða að gera hana arðvænlegri, og byggingu flugvalla. 6. Stofnun samvinnubyggðahverfa í sveitum og félagsræktun við kauptún. 7. Hafnarbyggingar. (Aðrar ályktanir flokksþingsins um stefnumál flokksins, eru birtar annars staðar í blaðinu). Seinustu mánuðina hafa and- stæðingarnir vart rætt um ann- að meira en væntanlegt flokks- þing Framsóknarmanna. Þeir hafa sagt, að Framsóknar- flokknum væri að hnigna. Þeir hafa sagt, að flokkurinn væri að klofna. Þeir hafa sagt, að eftir þetta flokksþing myndu ekki verða til nema tvær aðalstefnur, tvær aðalfylkingar í landinu, þvi að innan Framsóknarflokksins væri um það barizt að ganga annaðhvort íhaldinu eða kom- múnismanum á hönd. Nú hefir dómurinn falliö um þessa spádóma andstæðing- anna. Flokksþinginu er lokið. Andstæðingarnir eru hnípnir og þögulir. Þeir forðast sem mest að minnast á flokksþingið. Svo fjarri fer því, að nokkuð af ill- spám þeirra hafi rætzt. Flokksþingið sýnir, að Fram- sóknarflokkurinn er sterkur og vaxandi flokkur. Aldrei hefir verið haldið jafn fjölmennt flokksþing á íslandi. Aldrei hef- ir jafn margt úrvalsmanna úr dreifðum byggðum og bæjum ís- lands komið saman til þingsetu. Fundarsókn hefir þó sjaldan verið slíkum erfiðleikum bund- in, síðan hinar bættu samgöng- ur komu til sögunnar. Má í því efni nefna fólkseklu sveitaheim- ilanna, ónógan farkost til strand ferða og þó ekki sízt „landsins forna fjanda“, er latti menn heimanferðar. Ekkert nema ó- venjulega sterkur málefnalegur áhugi gat gert 7. flokksþing Framsóknarmanna að fjölmenn- ustu og veglegustu flokkssam- komu í sögu landsins. Flokksþingið sýndi frábæran einhug og samheldni um öll stefnumál flokksins. Yfirlýsing- arnar um stjórnmálalega af- stöðu og atvinnumálastefnu flokksins voru samþykktar ein- um rómi. Sama er að segja um samþykktir þingsins í fjárhags- og viðskiptamálum, landbún- aðarmálum, sjávarútvegsmál- um og tryggingarmálum. Afgreiðsla þeirra mála, sem deilt hefir verið um að undan- förnu, sýndi þó betur en allt annað hve einhuga og sam- stilltur Framsóknarflokkurínn er. Flokksþingið gat ekki betur sýnt, en það gerði, hve gersam- lega út í bláinn var sú von and- stæðinganna, að það myndi víkja flokknum af grundvelli miðflokksstefnunnar og skipa honum í sveit annarar hvorrar öfgahreyfingarinnar til hægri eða vinstri. Ekkert flokksþing Framsóknarmanna hefir ákveð- ið jafn skýrt og afdráttarlaust, að Framsóknarflokkurinn væri frjálslyndur miðflokkur, er beittist fyrir samstarfi umbóta- aflanna í landinu og ynni þann- ig gegn því, að landsmenn skipt- ust í tvær öfgasveitir. í sam- ræmi við þessa yfirlýsingu setti þingið flokknum víðfeðma og framsækna stefnuskrá, sem ger- ir honum kleift að taka ýms við- fangsefni komandi ára öruggari tökum en áður. Margt hið nýja í stefnuskránni er í anda þeírra þjóðfélagslegu endurbóta, sem eru I sköpun víðs vegar annars staðar í heiminum. Flokksþing- ið hefir þannig unnið sam- kvæmt þeirri meginreglu Fram- sóknarflokksins frá fyrstu tíð, að vera stöðugt í fararbroddi nýrrar, djarflegrar framsóknar, (Framh. ~ 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.