Tíminn - 22.04.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1944, Blaðsíða 1
Aukablað TÍMINN, langardaginn 32. april 1944 Aukablao' Gísli Magnússon, Eyhildar holtí: Nýt.t hcítí - nýr flokkur I. j flokkur um sig heitir hinum Stjórnmálaflokkur íslenzkra stuðningi að vissum, tilteknum bænda var í öndverðu heitinn málum. Til þess getur og komið, Pramsóknarflokkur. Og nafn gjöfin var ekki út í bláinn. Með henni var mörkuð stefna flokks- ins: frjálsleg umbótastefna. Framsóknarflokkurinn hefir aldrei þurft að breyta um nafn í blekkingarskyni, né heldur til þess að breiða yfir fortíð sína. Hann hefir alltaf verið stefnu sinni trúr. Hann var í upphafi stofnaður af bændum og unn- endum sveita. Hann hefir æ síðan látið stjórnast af sjónar- miði sveitamanna. Ekki þröng- sýnu, þrælbundnu stéttarsjón- armiði, sem opt leiðir til andlegs horfellis og ósjaldan til mann- spillingar, heldur víðfeðmu sjónarmiði þeirra manna, er horfa „of heima alla", þar sem fótum standa hagsmunir al- þýðu og alþjóðar, efnalegir og andlegir. Framsóknarflokkurinn hefir átt frumkvæði í ísl. stjórnmál- um í fimmtung aldar. Hann hef- irog löngum borið meginábyrgð á stjórn landsins síðan 1927. Á þessu tímabili hefir flokkurinn hrundið fleiri málum fram og stærri, er til umbóta horfa, en áður eru dæmi til að fram hafi gengið á eigi lengri tíma, •— ým- ist einn eða —,og að vísu opt- ast — með aðstoð annarra, sem skylt er að geta. Vilji einhver halda því fram, að hér sé hlut- dræg málfærsla, skal honum bent á að blaða í þingskjölum síðustu 25 ára. Þetta er að vísu nokkur fyrirhöfn. En þá er hitt, að minnast þess, að and- stæðingar Framsóknarflokksins hafa ósjaldan viljað marka ým- is mál, er í höfn vóru komin, undir sitt mark, enda þótt önd- verðir stæðu í upphafi. Um hvað mundi það helzt bera vott? Framsóknarflokkurinn þarf ekki að skipta um nafn. Meðan bændur og aðrir þeir, er fylkja sér undir merki flokksins, hafa manndóm og menning til að vinna í anda þjóðlegrar, víð- . sýnnar umbótastefnu á sam- vinnugrundvelli, villa þeir á sér engar heimildir, og eiga hvorki né mega leggja sitt pólitíska kenniheiti fyrir óðal. II. Framan af árum var Fram- soknarfl. eini frjálslyndi flokk- urinn á Alþingi, er nokkuð kvað að. Hægra megin við hann stóð harðsnúinn íhaldsflokkur. Vinstra megin veikur og máttlít- ill verkamannaflokkur. Höfuð- baráttan hlaut því að verða milli umbótastefnu og íhalds. Og i þeirri baráttu hlutu umbóta- flokkarnir að standa hlið við hlið. Margt er sameiginlegt með bændum og verkamönnum. Hvorir tveggja verða að vinna hörðum höndum dag hvern, ef vél á að fara. Ef annar þeirra aðilja sveltur, mun á bjáta hjá hinum. Að vísu er margt, sem skilur bændur og verkamenn. Þó er í raun og veru stórum breiðara bilið, er bændur skilur annars vegar og fjáraflamenn- ina hins vegar, þá er hingað til a. m. k. hafa haft tögl og hagld- ir í Sjálfstæðisflokknum. Samstarf bænda og verka- manna á Alþingi og í ríkis- stjórn bar um skeið mikinn ár- angur og góðan. Hins vegar var þetta samstarf hinn sárasti fleinn í holdi íhaldsins, svo sem eðlilegt var. Því var ekkert til sparað að rægja saman þær stéttir, er að samstarfinu stóðu. Var sá háttur á hafður, að mál- gögn íhaldsmanna, þau er send vóru út um sveitir, vóru látin ala á því, að þingmenn Fram- sóknarflokksins væri undirlægj- ur verkamanna. En Morgunbl. og Vísir, er naumast sjást utan Reykjavíkur og annarra kaup- staða, héldu því fram með ein- stakri kostgæfni, að Framsókn- armenn á þingi hefðu fulltrúa verkamanna í vösum sínum. Nú er það að sjálfsögðu svo, að þegar er tveir stjórnmála- flokkar ganga saman til starfa, verður samstarfið að byggjast á málefnasamningi, þar sem hvor að flokkarnir heiti hvor öðrum því um viss stefnumál, að hafa fFramsóknarfl þau eigi á oddi um sinn. Geta slíkir samningar komið illa við þá, sem alls vilja krefjast en engu fórna. En þvílíkir menn eru til í öllum flokkum — .og margir í sumum. „Vasa"-pólitík íhaldsins varð ekki með öllu árangurslaus. Hinn sífelldi rógur, er borinn var milli bænda og verkamanna, hafði sín áhrif. Einkum gætti þeirra áhrifa meðal hinna þröngsýnustu manna í báðum stéttum — þeirra, sem alls vildu krefjast en engu fórna, — öfga- mannanna. Þar varð tilvalinn akur fyrir illsæði metorða- gjarnra manna. Og ekki stóð á sáðmönnum. Og þó að ólíkir væri þeir, ýmsir, um einlægni og tilgang, var sæð- ið allt sömu náttúru. Um þessar mundir var Bænda- flokkurinn stofnaður til höfuðs Framsóknarflokknum, og Kom- múnistaflokkurinn til höfuðs Alþýðuflokknum. Foringjar Bændafl. ávörpuðu bændur: Framsóknarflokkurinn hefir gengið frá stefnu sinni, svikið hana, svikið ykkur. Hann rekur erindi verkamanna, en ekki ykkar. Foringjar hans eru dul- búnir jafnaðarmenn. Fylkið ykkur því einhuga undir merki Bændaflokksins, sem er hinn eini, raunverulegi flokkur ís- lenzkra bænda! Og kommúnistar hrópuðu há- stöfum: Vinnandi menn til sjáv- ar og sveita! Hlustið ekki á Al- þýðuflokks-svikarana! Þeir eru handbendi Hrifluvaldsins og Framsóknaríhaldsins. Fylgið okkur sem fastast! Þá mun sá dagur skammt undan, að ís- lenzkir öreigar taka öll völd í sínar hendur, en auðjarlarnir setja ofan! Þetta er meginefni ræðu, sem flutt hefir verið ótal sinnum og alir íslendingar kunna utanbók- ar. — Árásir Bændaflökksins • og kommúnista hófust á þeim ár- um, er einna erfiðust hafa verið fyrir bændur og verkamenn um langt skeið. Mátti því fremur vænta árangurs. Báðir beittu þessir flokkar taumlausum yfirboðum eins og títt er um þá, sem varpa af sér allri ábyrgð. Lýðskrum og látlaust glamur stóryrða getur borið tilætlaðan árangur, þar sem eigi er fyrir hendi pólitískur þroski og fast- mótaðar, rökvísar skoðanir. Annars staðar ekki. Alþýðufl. var of veikur á svellinu. Hann stóðst ekki þessa áraun. Foringjarnir óttuðust fylgistap — og fóru í kapphlaup við kommúnista. Úrslitin vóru í upphafi auðsæ. Þegar ábyrgur stjórnmálaflokkur leggur alla á- byrgð á hilluna vegna ótta við annan flokk, ábyrgðarlausan, tapar hann trausti og virðingu. Þessi pólitíska sundrung verka- manna hefir orðið stétt þeirra, allri þjóðinni og öllu stjórn- málalífi í landinu til hins mesta tjóns. Og fer því að vísu fjarri, að enn sé fyrir endann séð. Framsóknarflokkurinn stóðst sitt próf. Eiginlega var Bændafi. andvana fæddur — eða því sem næst. Hann vár of íhaMskynj- aður, en þorri bænda hins vegar gæddur of miklum pólitískum þroska til þess að veruleg hætta væri á því, að hann fengi sundr- að Framsóknarflokknum eða unnið honum varanlegan geig. Bændafl. treindi llfið skamma hríð — og endaði sinn frægðar- snauða feril í faðmi íhaldsins, sem vænta mátti. En víst mætti tilraun hans til að sundra fylgj - endum Framsóknarflokksins verða þeim eftirminnileg að- vörún. III.- þjóðfélagsins í heild. Enda má og þetta hvort tveggja vel fara saman — og hlýtur raunar svo áð vera. Þess vegna hefir og - til skamms tíma a. m. k. — orðið að heyja sína hörðustu baráttu við Sjálf- stæðisflokkinn. Þeir flokkar eru ólíkir um margt. Annar er umbótaflokkur, hinn íhalds- flokkur. Annar stendur einhuga að samvinnustefnunni, og má með sannindum kallast bjarg- vættur samvinnufélaganna gegn látlausum, hatrömmum árásum hins. Annar hefir barizt fyrir hagsmunamálum hinna dreifðu byggða, — fyrir bættri aðstöðu manna í sveit og við sjó á svið- um efnahags og menningar; þar hefir hinn öndverður staðið, meðan stætt var. Og svona mætti lengi telja. En vonandi kunna allir þá sögu, allt frá á- rás Björns Kristjánssonar á samvinnufélögin til herferðar Gunnars Thoroddsen á hendur bændum þeim, er samtök hafa um sölu mjólkur. Og enn er þetta óbreytt. Enn verður ekki séð, að til sátta geti dregið með stefnu hins öfga- lausa, frjálshuga samvinnu- bónda og öflum þeim, er undir- tökin hafa í Sjálfstæðisflokkn- um. Ef til vill hefir aldrei verið djúptækari skoðanamunur milli þessara aðilja 'heldur en einmitt nú. Til þess bendir m. a. hin augljósa og jafnvel opinbera óá- nægja þeirra bænda sumra, og bændasinna, jafnvel á sjálfu Alþingi, er Sjálfstæðisflokknum fylgja þó að málum. Enda er meir en vafasamt, að öfgarnar til hægri hafi í annan tíma hærra risið en nú. vissum hætti, hafa verið þeim á við nokkuð mörg „ríki veraldar- inar og þeirra dýrð". Framsókn- arflokkurinn hlaut líka alltaf að setja ofan. Og víst var mest um það vert. Jafnvel þótt til þyrfti þrennar kosningar á einu ári, þá var ekki i það horfandi, eftir því sem einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sagði, ef verða mætti til þess að svín- beygja Framsóknarflokkinn. Og hann vissi víst hvað hann söng, maðurinn sá. En embættisbróð- ir hans barði sér á brjóst og fullvissaði „háttvirta kjósendur" um það, að kjördæmabreyting- in væri meðfram til þess gerð, að auka áhrif sveitanna. — Það vantaði svo sem ekki sam- kvæmnina. En kommúnistar glottu í kamp og gáfu langt nef í ýmsar áttir. Það voru þeir, sem græddu á syndafalli S j álfstæðisflokksins. Aumingja freistarinn aftur á móti ¦—, hann gekk allur í sig — og var þó ekki feitur fyrir. V. IV. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan verið víðsýnn flokkur og frjálslyndur. Og þótt hann hafi fyrst og fremst verið flokkur bænda, þá hefir hann eigi að síður jafnan miðað stefnu sína við hina heppilegustu þróun A síðustu árum hefir Sósíal- istaflokkurinn — sá með langa nafninu — stórum eflzt. Kom- múnistar eru, á sinn hátt, eigi minni öfgamenn en hinir, þeir er yzt standa til hægri, nema meiri sé. Stríðið á mikinn þátt, beinan og óbeinan, í ýmiskon- ar umróti, upplausn og öfgum. Af stjórnmálaflokkunum er Framsóknarflokkurinn sá, er minnst. hefir orðið snortinn af því fargani öllu. Og því hærra, sem öfgarnir rísa til hægri og vinstri, þeim mun ríkari nauð- syn er á því fyrir þjóðfélagið í heild, að til sé öflugur stjórn- málaflokkur, er standi bil beggja — miðflokkur. Hann verður að standa sem lýsandi viti upp úr iðu og ólgusjó annarlegra tíma og strauma. Á hönum verða hrannir öfganna frá báðum hliðum að brotna. Eins og stefnt hefir í íslenzk- um stjórnmálum að undan- förnu, hlaut afstaða Framsókn- arflokksins, sem öfgalauss mið- flokks, að koma æ skýrar í ljós. Samkvæmt uppruna sínum og öllu eðli hlaut hann að rækja þaðhlutverk og reyna af öllum mætti að varðveita jafnvægi í þjóðfélaginu. Til þess er hann borinn og honum einum til þess trúandi. Þetta var andstæðingunum til vinstri og hægri mætavel ljóst. Þegar er þeir toguðu til tveggja átta, hvorir gegn öðrum, gat það komið sér illa að hafa á miðjum velli efldan aðila, er úr drægi átökum, er kippt var hvað harkalegast í. Fyrir því tóku þeir höndum saman um að skerða áhrif og afl Framsóknarflokks- ins. Til þess verknaðar var að vísu í upphafi stofnað sem hvers annars skrípaleiks. Alþýðuflokk- urinn tók á sig gerfi freistar- ans í þeirri von, að Sjálfstæðis- flokkurinn stæðist freistinguna. Þá gafst tækifæri til þess á eft- ir, að skamma hann fyrir skort á „réttlæti" gagnvart háttvirt- um kjósendum — og ef til vill reyta af honum fáeinar fjaðrir. En Sjálfstæðisflokkurinn stóðst auðvitað ekki freisting- una. Forráðamenn hans tóku þann kostinn, sem öllum gegndi verr — nema kommúnistum. Þeir gengu á gerða samninga og „féllu fram" í von um að fá 6 „steiktar gæsir" að launum. Og sjálfsagt' mundi það, með '„Segjum það eins og það er — við þurfum nýjan flokk." Svo mælti Egill. Þess hefir orðið vart, að „til- laga" þessi á góðu gengi að fagna — hjá Sjálfstæðismönn- um. Vafalaust bjóða þeir aðstoð sína og opinn faðm. Þeir hafa fyrr reynzt óbágir á þess konar aðstoð. Og ef til vill er það engin tilviljurf, að um svipað leyti og grein kaupfélagsstjórans, sú er hefst á ofangreindri fyrirsögn, birtist i Bóndanum, skrifar einn af þingbændum Sjálfstæðis^ flokksins í ísafold, og gefur Framsóknarmönnum all-greini- lega undir fótinn. Svipað fyrir- brigði er eigi áður óþekkt með öllu. Hitt er annað mál, að ég býst naumast við að bændur verði al- mennt sérlega ginkeyptir fyrir tillögu um niðurskurð Fram- sóknarflokksins og stofnun nýs flokks á leiði hans. Hugmynd- ina skortir öll málefnaleg rök, og fyrir því er hún raunar and- vana fædd — eins og Bænda- flokkurinn sálaði. \ •Mér skilst á Agli Thorarensen (í 10. tbl. Bóndans) að stefna hins nýja flokks eigi raunar að vera stefna Framsóknarflokks- ins. Gallinn' sé aðeins sá, að Framsóknarflokkurinn hafi allt- of fáa þingmenn — og er það hverju orði sannara. Skipti hann um nafn, muni „þúsundir kjósenda Sjálfstæffisflokksins af bændum og bændum og smá- framleiðendum"*) fylkja sér undir merki hins nýja flokks (framleiðendaflokks). Og síðan bætir hann við: „Það er þetta fólk, sem mun mynda flokk með okkur Framsóknarmönnum, fyrr eða síðar, og ég vil bæta því við, að langt inn í raðir stóratvinnu- rekenda ogf kaupsýslumanna munu menn verða með."*) Ja — „mikil er trú þín" — maður. Menn, sem hafa ólíkar og jafnvel andstæðar stjórnmála- skoðanir og hugsjónir, geta með hægu móti gert með sér ópóli- tísk hagsmunasamtök. Eru þess og _eigi fá dæmi. Ekkert þarf heldur að vera því til fyrir- stöðu', að menn úr andstæðum stjórnmálaflokkum bindist sam- tökum, er svo ber undir, til sóknar eða varnar í einstökum málum ¦¦— líkt og „hinir tvenn- ir 14" á þingi í haust. Verður að ætla, að menn fylgi því fram, sem þeir telja rétt mál og sann- gjarnt og standi fast á rétti umbjóðenda sinna — og er sízt þakklætis vert. Hitt er fásinna, að ætla, að t. d. stóratvinnurek- endur og kaupsýslumenn gangi í flokk með þeim mönnum, sem hafa samvinnuhugsjónina að pólitísku leiðarljósi/ef þeir að^ eins skipti um flokksheiti og kalli sig eitthvað annað eh Framsoknarmenn. Mundi ekki einhver hugarfarsbreyting einn- ig þurfa til að koma hjá hinum veikari aðilanum og máttar- minni, ef friður og eining ætti að ríkja í þeirri hjónasæng? Hverir eru þeir, er löngum hafa ráðin haft í Sjálfstæðisflokkn- um? Eru það bændurnir, smá- framleiðendurnir, er fylgt hafa flokknum að málum, er þar hafa mestu ráðið? Eða eru það hinir — þeir, sem fjármagnið hafa haft, „stóratvinnurekend- ur og kaupsýslumenn"? Ég get að sjálfsögðu fallizt á, að þeim bændum og smá-fram- leiðendum, sem eigi skipa sér í raðir Framsóknarmanna, kunni annað að vera betur gefið en pólitiskur þroski.,En hitt er þó eigi ætlanda, að margir kjós- endur — og þaðan af síður „þús- undir kjósenda Sjálfstæðis- flokksins af bændum og smá- framleiðendum" — sé svo lít- ilsigldir, að þeir láti flokksheit- ið eitt vera því til fyrirstöðu, aJð þeir gangi í Framsóknarflokk- inn eða fylgi stefnu hans. Myndi og naumast mikið leggj- andi upp úr fylgi þeirra manna, er meiri áherzlu legðu á heiti flokks en hugsjónir og stefnu. Menn geta skipt um skoðanir, og þarf ekki að vera tiltökumál. Slíkt getur auk heldur borið vott um vaxandi þroska. — Fram- sóknarflokkurinn hefir alla tíð verið vaxandi flokkur, og er það enn í dag. Hann hefir hækkað kjósendatölu sína við hverjar kosningar. Mikill fjöldi manna, sem áður fylgdu Sjálfstæðis- flokknum að málum, hefir hneigzt að stefnu Framsóknar- flokksins og horfið til hans. Þeir hafa smám saman þreytzt á hinni hugsjónasnauðu, nei- kvæðu íhalds-pólitík og fundið, að hin jákvæða stefna Fram- sóknarfl. var meir við þeirra hæfi. Og enn mun fylgi flokks- ins aukast að óbreyttri stefnu hans — og æ því meira, sem á honum mæða ósvífnari og harð- ari árásir öfgamanna til hægri og vinstri. Framsóknarflokkurinn þarf vissulega ekki að skipta um nafn. VI. Framsóknarflokkurinn verður ekki lagður niður. En segjum, að takast mætti að kljúfa utan úr honum eitthvert brot, annað brotið flaskaðist utan úr Sjálf- stæðisflokknum, og síðan gengi þessi tvö brot saman í flokk. Hvað væri unnið? Eru ekki nógu 1 verða margir flokkar fyrir? Eða hverj- ar eru líkur til þess, að sá hinn nýi flokkur yrði öflugri eða myndi hafa skilyrði til þess að halda betur á málefnum bænda og annarra hinna smærri fram- leiðenda, heldur en Framsókn- arflokkurinn hefir gert? Legðu höndina á hjartað, lesandi, — og svaraðu síðan. Eða reynum að hugsa okkur hið óhugsanlega: að allir fram- leiðendur og atvinnurekendur, smærri og stærri, gengi saman í einn stjórnmálaflokk, íhalds- sinnaðan, til þess, fyrst og fremst, að stofna til öflugs mót- vægis gegn kommúnistum. Til hvers myndi það leiða? Tví- mælalaust til þess, að allir um- bótasinnaðir verkamenn myndu verða byltingarsinnaðir. Þrýst- ingur 'frá hægri hlið myndi ýta þeim tim set — í opinn faðm kommúnista. Alþýðuflokkurinn þurrkast út. Þá yrði landslýður allur klofinn í tvær fjandsam- legar fylkingar, þar sem mestu öfgamennirnir beggja megin myndi mestu ráða, og hvorir um sig hugsa mest um það, að ná sér niðri og sigrast á hinum — og láta svo kné fylgja kviði. Og mundi þá eigi opin leið til einræðis? En þetta mun eigi þannig fara. Ég geri ráð fyrir, að tillagan um stofnun nýs framleiðenda- flokks sé í góðu skyni gerð, — en af lítilli forsjá og naumast nægilegum skilningi á mönnum og málefnum. Á engu ríður hinu unga, endurreista þjóðveldi meir, en að deyfðar sé eggjar þeirra eitur-vopna, er pólitísk- um öfgamönnum og angurgöp- um er tamast að bera — og beita. Enginn flokkur er þess betur umkominn, að spyrna við öfgum allra átta, en víðsýnn umbóta- og samvinnuflokkur. Það hefir Framsóknarflokkur- inn alla stund verið, það er hann enn og á að vera. Þess vegna er það þjóðarnauðsyn, að þroski hans megi sem mestur Vér getuin með skjétri afgreiðslu út- vegað frá Bandaríkjsiiium: Eík til skipasmíða Frá Kanada: Innanhússtímbur (1. flokks fura). Talið við oss sem fyrst G. Helgason & Melsted h.!. Sími 1644. *) Allar leturbreytingar gerð- ar af A. Th.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.