Tíminn - 22.04.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1944, Blaðsíða 2
Aukablað TtMIIVrN. laugardagimi 22. apríl 1944 Aukablað Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Grípíð níður hér og þar Síðustu mánuði hefir margt verið ritað og rætt um það, að landbúnaður á íslandi sé aumur atvinnuvegur, sem kominn sé á fallandi fót og eigi sér enga framtíð, nema þá í mjög smáum stíl. Jafnframt hafa vörur bænda verið svívirtar og níddar gegndarlaust. Sauðfjárrækt á íslandi er sögð vera fjarstæða, — „sport fyrir idiota". Rökin, sem þessi hagfræði byggist mestmegnis á, eru þau, að bænd- um séu nú greiddar stórkostleg- ar verðuppbætur úr ríkissjóði, svo að tekjur þeirra séu tilsvar- andi yið tekjur annarra stétta. Virðast hagfræðingar þessir líta svo á, að allt þetta fé mætti spara með því einfalda ráði að leggja verulegan hluta af land- inu í auðn. Flestu því, sem fram hefir komið í daglegum umræðum um þessi mál, hefir verið svarað jafnharðan. Þó vil ég nú fara fáum orðum um nokkur atriði í þessu sambandi. Það er satt, að landbúnaður okkar býr nú ekki við svo hátt útflutningsverð, að það dugi honum. Þó er útflutningsverð- ið mjög hátt. En þetta háa verð hverfur í hít verðbólgunnar, sem búin hefir verið til hér á landi síðustu árin. Hefði dýrtið- inni verið haldið í skefjum hér á landi eins og gert hefir verið með öðrum siðuðum þjóðum, væru nú gróðatímar hjá þeim, sem landbúnað reka. Svo hátt er útflutningsverðið. En það er ekki einsdæmi með landbúnað- inn að þola ekki dýrtíðina á ís- landi. Þess er skammt að minn- ast, að síðastliðið sumar lýstu síldarsaltendur því yfir, að fyr- irsjáanlegt væri tap á því að salta síld til útflutnings fyrir það verð, sem gaf góða raun sumarið áður. Þeir sögðust þurfa verðuppbætur úr ríkissjóði ofan á útflutningsverðið, ef þeir ættu að geta saltað. Samkvæmt þeirri hagfræði, sem dæmir ís- lenzkan landbúnað til dauða hlýtur því síldarútvegur á ís- landi að orka tvímælis og salt- síldarframleiðsla er blátt á- fram og eingöngu „sport fyrir idiota". Annað dæmi má líka nefna. Fiskibátar, sem smíðaðir eru hér á landi, eru miklu dýrari en þeir, sem byggðir eru erlendis, t. d. í Svíþjóð. Hlutfóllin eru talin 2 á móti 5 á byggingarstað skipsins.!, Fimmtán smálesta bátur kostar 60 þúsund í sænskri höfn en 150 þús. hér. Flutn- ingskostnaður allur á efni báts- ins frá Ameríku og hingað að skipasmíðastöð er talinn 43 þús. kr. Hér kemur fram nokk- ur eðlilegur verðmunur á is- lenzku bátunum og þeim, sem byggðir eru í Svíþjóð úr sænsku efni. Þó er þess að gæta, að talsvert myndi það kosta nú að senda menn til Svíþjóðar og ná bátnum heim. En þó að þessum mun væri sleppt, þá eru eftir full 45 þús. og er það ærinn verðmunur á 15 smál. bát. Bæj- arstjórn fsafjarðar hefir ein- róma bent á leið, sem fara beri til að hjálpa innlenda iðnaðin- um á þessu sviði. Alla tolla á efni til báta og vélum í þá á að fella niður. Ríkissjóður á að greiða alla hækkun, sem orðið hefir á flutningskostnaði þess- ara vara á stríðstímanum, en það er vitanlega mestur hluti flutningsgjaldsins. Síðan á rík- issjóður að greiða 14 — fjórða hlutann — af verði bátanna. Hvað segja nú hagfræðing- arnir um svona atvinnuveg? Ætli það mætti ekki reikna út, að þjóðin græddi verulega á því, að skipasmíðastéttin íslenzka félli með sauðfénu? Það er áreiðanlega fleira en kúabúin, sem borgar sig bezt að hafa erlendis nú á tímum. Fisk- verðið og tekjurnar af setulið- inu eru stríðsfyrirbæri einung- is. Það eru stundarfyrirbæri, sem skapast þessi augnablik af því, að þær þjóðir, sem við skiptum við, hafa nú sem stend- ur meira aflögu af peningum en mönnum og mat. Eri það er full- kominn barnaskapur að ætla sér að miða þjóðarhagi alla við þetta augnabliksástand. Það er reginglópska að vilja hlaupa til að leggja mikið af sveitum landsins í eyði og leggja niður mestallan iðnað í landinu, þó að. fjölmennur her dvelji hér nokkra mánuði, og færi okkur inn í landið erlendan gjaldeyri, sem nemur hundruðum milljóna króna. Ég segi mestallan iðnað í landinu, því að skipasmíði er engin undantekning. Sama má segja um alla smíði úr tré og járni. Það er t. d. hægt að kaupa smíðuð hús vestur í Ameríku, og það borgar sig sjálfsagt bezt, eins og að hafa kúabúin þar. Allar saumakonur á auðvitað að senda í frystihúsin. Og svo má telja áfram. Þegar verðbólgan í landinu er orðin svo geysileg, sem hún er, eru fáir hlutir samkeppnisfær- ir við útlenda framleiðslu, og engir undir venjulegum kring- umstæðum. Þaö eru nú ekki nema sumir þættir útvegsins, sem heitið getur að beri sig og veit enginn, nær fyrir það tekur. Það liggur því við að segja megi, að það þurfi vitlausa menn til að taka landbúnaðinn út úr og gera hróp að honum. Til þess þarf a. m. k. mikla hvatvísi og grunnfærni. Það er nefnilega staðreynd, að íslendingar eru orðnir of dýrir menn til að lifa í þessum heimi. II. Vitanlega þarf stöðugt að endurskoða atvinnuhætti þjóð- arinnar og breyta til. Landbún- aður okkar þarf að breytast verulega, en það er öllum beztu mónnum Ijóst. Réttur dómur um það, hvort landbúnaður á íslandi eigi sér tilverurétt eða ekki, hlýtur að byggjast á rann- sókn náttúrugæðanna. Þar á ekki við að hlaupa eftir þjóð- sögukenndurei hugarórum um kostakjöt al miljónahjörðum, sem gangi sjálfala í fjarlægustu álfum heinxs, þar sem allur framleiðslukostnaðurinn er sláturvinnan, og við mættum taka heila skipsfarma endur- gjaldslaust a.f þessu góðmeti eins og fjörusand í Skaftafells- sýslu, bara, ef við sendum skip- in. Slíkt er jafn fjarlægt veru- leikanum og útilegubyggðirnar kostasælu í Ódáðahrauni, þar sem sauðarsíðurnar voru þver- -hönd. Þær gætu alveg eins ver- ið fræðileg undirstaða atvinnu- málanna. Það eru samkynja raunvísindi og lungnaormarnir, sem héngu á hnífnum hjá Bjartl í Sumarhúsum, þegar hann skar fé sitt. Hvað sem kann að vera hæft i því að nátt- úran og veruleiktnn séu einu ó- vinir listarinnar, þá er þetta lé- leg undirstöðumenntun til að hefja rökræður um atvinnumál. Vilji menn í alvöru skapa sér rétta skoðun um það, hvort hér sé sambærileg aðstaða við það, sem er í nálægum löndum til að reka landbúnað, þá hljóta þeir að kynna sér, hvað landið gef- ur af sér. Þá kemur það í Ijós, að hver hektari, sem ræktaður er hér á landi, getur skilað eins miklu fóðurgildi og tíðkast í ýmsum öðrum löndum og það jafnvel hjá forystuþjóðum í landbúnaði' og menningu, þar sem búiö er á ræktuðu landi eingöngu. Þetta er staðreynd eins og Iandinu er nu háttað. Hitt er svo fullvíst, að ef skóg- ræktin væri almennt tekin í þjónustu annarrar ræktunar, myndi jarðyrkjan verða bæði arðmeiri og árvissari. Slíka þýð- ingu hefir skjólið í landi mik- illa umhleiypinga og storma, þó að ekki sé reiknað með svo mikl- um skógargróðri, að hann hafi veruleg áhrif til að jafna raka og milcla loftslag. En hitt má líka nef'na, að heita má nú full- sannað, að skógargróður geti vaxið eins ört hér á landi og í ýmsum löndum, þar sem skóg- arhógg er mikil atvinna. Þegar þessa er gætt, að land okkar er svo gott, að það er sambærilegt við ýmis önnur landbúnaðarlönd, þá virðist það vera fullrætt mál, að landbún- aður eigi sér tilverurétt hér. Hitt er svo annað mál, að ekki er ástæðulaust að óttast um það, að í því að láta landið bíða ó- ræktað sé stjórnarfarsleg hætta. Hingað til hefir verið sá háttur á heiminum, að nógir hafa orð- ið til að seilast til ónuminna landa og ekki orðið vandræði úr því að „sanna", að slíkt væri gert í nafni menningarinnar og í allra þágu og þá ekki sízt þeirra manna, sem fyrir væru í landinu og ekki hefðu manndóm til að hagnýta sér náttúrugæði þess. Hvað sem um það er, þá er hitt víst, að svo stendur þjóðar- búskapur íslendinga traustast, að allir atvinnuvegir séu reknir með myndarbrag og bjargræðis- vegirnir notaðir vel. Vöruskiptajöfnuður íslendinga hefir oft verið á þann veg, að ástæða er til að festa sér í minni, að nauðsynlegt er að nota auðæfi landsins. Viða hag- ar svo til um þetta land, og ekki sízt á Vestfjörðum, að þar eru landkostir, sem heppilegt er að nytja og stunda jafnframt sjó að nokkru. Fiskurinn gengur upp að landsteinum á'sumum tímum árs. Þá skjóta bændur fram bátum sínum til veiða. En þegar fisklaust er eða ógæftir, vinna þessir menn við landbún- aðinn. En þessi náttúrugæði verða ekki hagnýtt nema menn búi þarna. Og því er það þjóð- arnauðsyn, að þessir staðir séu í byggð. Og ef nokkuð borgar sig, þá er það einmitt það, að rétta örvandi hönd og styrk því fólki, sem með mikilli þraut- seigju og sjálfsafneitun hefir haldið við byggð og menningu á þessum vanræktu stöðum, sem búa þó yfir miklum möguleikum. . III. I Eitt af því, sem skiptir mönn- um í stjórnmálaflokka, er við- horf þeirra til byggðarinnar úti um land í sveitum og kauptún- um. Þetta kann að þykja ný- stárleg kenning en hún skal verða studd nokkrum dæmum. Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem ekki á sitt aðalfylgi og höfuðvígi í Reykjavík. Því hefir hann orðið flokkur landsins og oft í and- ófi við reykvísku flokkana. Vit- anlega eiga t hinir flokkarnir ýmsa ágæta menn, sem skilja þarfir landsins, en þeir eiga oft erfitt uppdráttar. Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Sigurður Krist- jánsson, hélt því fram í höfuð- blaði flokksins, að ekkert væri frelsi landsins og lýðræði jafn hættulegt og litlu kjördæmin, sem hefðu eðstöðu til þess að knýja fram fjárveitingar handa sér til eins og annars. Þetta sjónarmiðver rétt að athuga. Litlu kjördæmin fá vegi, hafnir, lendingarbætur; brýr, síma, skóla o. s. frv. Vegna þessa helzt byggðin þar við og fólkið.hefir víða allgóða og góða afkomu. Það er fyllilega eins lífsglatt og hraust og gengur og gerist og börnin, sem alast þarna upp, verða fyllilega samkeppnisfær á hvaða sviði sem er. Það er nefnilega satt, sem Hannes Magnússon kennari segir, að börnin vitkast á því að taka þátt í lífsbaráttu fólksins úti í nátt- úrunni, eins og tíðkast í sveit- um okkar. Samanber og skýrslur þær, sem berast austan úr Rússaveldi og sýna fram á, að börnin, sem upp eru alin í upp- eldisstofnunum, verða heimsk- ari en hin á heimilunum, þrátt fyrir öll vísindi. Lífið er bezti kennarinn. Ætli það væri nú ekki eins hættulegt fyrir menningu og lýðræði landsins, ef litlu kjör- dæmin misstu þessa aðstöðu sína til að knýja fram fjárveitingar? Þá myndi fólkið streyma þaðan í stærstu bæina og þess er skemmst að minnast, að þeir höfðu ríflegan hluta íbúa sinna á framfæri sínu með atvinnu bóíafé 0. þ. h. Nú á gróðatíma og peningaflóðs mótast þar margt af heimskulegri og skað- legri eyðslutízku. Satt að segja held ég, að fólkið geti mótazt á þann veg við þau skilyrði, að það sé hættulegra lýðræði og menningu en litlu kjördæmin. Annað dæmi um Sjálfstæðis- menn. Nýlega sendi flokkurinn út fyrir alþingiskosningar mis- lit auglýsingablöð, þar sem m. a. var deilt á Framsóknarflokk- inn fyrir það, að ríkisstjórn hans hefði tekið ranglega milj- ónir króna frá Reykjavík í rík- issjóðinn. Þetta voru skattar ríkisstofnana m. a. Svo reykvísk var flokksforustan, að þessi mál-. flutningur var ætlaður til þess að vinna flokknum fylgi'hér í Vestur-ísafjarðarsýslu. Fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, þing- maður kjördæmisins, hélt því fram í kosningabaráttu 1942, að Reykjavík væri svo óáleitin við ríkissjóðinn, að varla gæti heit- ið, að hún borðaði með, þegar sezt væri að hinu sameiginlega borðhaldi. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir hluta Rvíkur í atvinnubótafé eða framlögum til tryggingamála og verka- mannabústaða. Þetta eru glögg dæmi um hugsunarhátt, sem er í sterkri andstöðu yið hagsmuni alls fólks, sem býr í sveitum og þorpum. Og eitt af því.sem þarf að endurskoða eru reglurnar um úthlutun fjár til verkamanna- bústaða, ellilauna o. fl.j sem líkt gildir um. Bæjarfélögin og sveitarfélögin eru misjafnlega fésterk. Sum geta leyft sér að leggja ríflegar fjárhæðir til að byggja verkamannabústaði _ og úthluta 1200—1400 krónum til jafnaðar á hvern mann, sem fær ellilaun og örorkubætur í 2. flokki. Þetta þarf engan að undra þegar þess er gætt, að útsvarsupphæðin 'í sumum bæj - arfélögum nemur nál. 400.00 kr. á hvert mannsbarn. Þeir, sem búa í sveitum og þorpum ættu að hugleiða þessi mál og reikna út tekjur sveitar sinnar til saman- burðar. í þessari úthlutunarreglu eru mikil forréttindi fyrir þá staði, sem'fjármagnið hefir safnazt á. Ef ekkert er aðhafzt, dregur þetta fjármagn meira til sín og tærir fátækari staði meira og meira án alls tillits til þess, hvað þjóðinni er fyrir beztu. Og reyk- víski hugsunarhátturinn segir, að Reykjavík neyti einskis, hún sé skattpínd og féflett og sveit- irnar fái geysilegar ölmusur. Enn má nefna raforkumálið'. Frambjóðandi Alþýðuflokksins sagði haustið 1942, að tillögur Framsóknarflokksins um raf- veitur ríkisins og dreifingu raf- orku um landið, væru ófyrir- leitnasta kosningaloforð, sem nokkru sinni hefði verið gefið á íslandi. Þó er hér um lífsnauð- syn að ræða. Menn verða að gera upp við sig, hvort byggðin á að haldast við eða ekki. Ef byggðin á að haldast, þarf að veita henni rafmagn. Komi raf- magnið ekki til fólksins, kemur fólkið til rafmagnsins. Hitt er svo annað, að athuga hversu víða hentar að leiða raforku frá stórvirkjunum og hvar smá- stöðvar eiga við og á hvern hátt ríkið styrki þær. En hitt er mergurinn málsins: að veita at- vinnu manna og íbúðum raf- magnið, kraft þess og þægindi. Nú má segja, að þessi um- mæli, sem ég hefi vitnað til, hafi ekki verið sögð á ábyrgð flokkanna. Það er satt, en ég hygg að erfitt verði að herma svona skoðanir upp á nokkurn Framsóknarmann. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn brjóst og skjöldur þeirra, sem vilja vöxt og viðgang áveita og þorpa og þola ekki yfirgang og ofríki reykvískrar þröngsýni. TV. Nú er Framsóknarflokknum brigzlað með því að þar séu „kommúnistakærir" foringjar. Þetta mun lúta að því, að flokk- urinn ræddi við Sósíalistaflokk- inn í fyrra um stjórnarsam- vinnu. Ég held að það sé ekki gáfuleg ákæra. Mér skilst, að það sé þingræðisleg skylda allra lýð- ræðisflokka að leita fyrir sér um möguleika til samstarfs. Stefán G. var mikið skáld, vitur mað- ur og göfugur. Hann gaf þetta boðorð: '¦ Með hverjum helzt vinna að velferð síns lands þar viðreisnarfæri við sjáum, þótt hann væri eiðsvarinn óvinur manns og einvíg á morgun við háum. Höfum fengið Kolaeldavélar Á. Eínarsson & Funk . Tryggvagötu 28. — Sími 3982. Nýkomið gott úrval af: / Drensiafataefnum Og Sportfiataefnum Ennfremur lopi, garn, teppi 0. fl. Verksmiðjuútsalan Gefjim - Iðunn Hafnarstræti 4. Bíireiðaskattur skoðunargjald af bifreiðum og vátryggingariðgjöld bifreSiða- stjóra fyrir tímabilið 1. júlí 1943 til 31. marz 1944 féllu í gjald- daga 1. apríl s. I. Þar til bifreiðaskoðun hefst í byrjun næsta mánaðar er gjöldum þessum veitt viðtaka hér á skrifstofunni í Hafnarstræti 5 og er skorað á alla hlutaðeigéndur að greiða gjöld þessi hingað fyrir þann tíma til þess að skoðun geti gengið greiðara og til þess að ekki þurfi til þess að koma, að bifreiðar verði stöðvaðar vegna vanskila á vátryggingariðgjöld- um bifreiðastjóra. Tollstjórinn í Reykjavík, 15. apríl. 1944. ÖPAL Rœstiduft er fyrlr nokkru komlS & markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drj-'igt, og er nothæft á allar t€gjndir búsáhalda og eld- húsáhalda. A L rœstidufí Eg held að þeir, sem deila á Framsóknarflokkinn fyrir að standa með framrétta bróður- hönd og fús til samstarfs á þeim grundvelli, sem hann trúir að sé réttur, séu minni lífsspeking- ar en Stefán G. Og það mun sýna sig að fáir flokksmann- anna munu hlusta á skrök um foringja sína af þeim sökum, enda væri það þá það, sem Jón meistari Vídalín kallar að „láta negla sig á eyrunum við port helvítanna". Þeir, sem trúa því, að sveitir og sjávarþorp á íslandi eigi að blómgvast og vaxa, meta starf Framsóknarflokksins í þjónustu þess. Þeir, sem aðhyllast þá skoðun að skipulag samvinn- unnar geti fært starfandi hönd- um sannvirði vinnunnar hljóta að fylgja Framsóknarflokknum. Vilji menn sporna við mikilli auðsöfnun einstakra manna, en hlynna að sjálfstæðum atvinnu- rekstri efnalítilla manna einna sér eða í félagi eftir því, sem við á, þá eítga þeir samleið með Framsóknairflokknum. Þeir, sem trúa á mátt arstól'pana, — einka- auðmagnið — og þeir, sem viljá láta hið opínbera vera forsjá allra, hljóta að standa á önd- verðum meic5i. Verkefnin eru mörg og stór eins og alltaf. Nú má segja, að þörfin sé brýnust að minnka verðbólguna og koma atvinnu- lífi þjóðarimiar á. traustan og jafnframt ré ttlátan grundvöll, svo að hægt verði að gera allt hitt, rækta la ndið, endurbyggja flotann, byggj a hafnir og bæta samgöngur, rei sta verksmiðjur og taka rafmagnið" í þjónustu þjóð- arinnar allrar. Að öílu þessu mun Fram söknarflokkurinn vinna með mö rmnm úr öðrum flokkum eftir ] Wí sem ástæður leyfa, án tillits ta allra fordóma. En hitt má al< irei koma fyrir, að samvinnuhi -eyf ingin á ís- landi verði kloi 5n i tvo flokka eins og verkaly ðBhi\eyfingin er nú. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.