Tíminn - 25.04.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.04.1944, Blaðsíða 1
S RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 1 RITSTJÓRASKRIPSTOFUR , > EDDtTKÚSI Lindargötu 9A. \ Símar 2353 og 437: | AFGREIÐSLA, INNHEIMT. j OG AUGLÝSINGASKr.:-; . 3FA: ) I EDDUIIUSI '.indargötu 9A. | 1 Síml 2323. í 28. árg. Reykjavík,, þriðjudaginn 25. apríl 1944 41. blað Erlent yfirlit: Sprengingín í Bjorgvin Nú fyrir helgina bárust þau tíðindi hingað, að skip, sem lá við bryggju í Björgvin, hlaðið tundri og skotfærum, hefði sprungið í loft upp af ókunnum orsökum. Tvö hundruð manna fórust við þessa sprengingu og tvö þúsund særðust svo, að þá varð að flytja í sjúkrahús. Flóð- bylgja gekk á land og varð mörg- um að bana, sem sloppið höfðu heilir frá sjálfri sprengingunni. Mörg hús eyðilögðust og önnur löskuðust mjög, þar á meðal hin gamla sögufræga Hákonarhöll, er flestir kannast við að nafni. Hafa þessi tíðindi að vonum vakið athygli hér umfram flesta atburði síðustu vikna. Björgvin er íslendingum hug- stæð borg og ber margt til þess. Nafn hennar er greypt í huga hvers íslendings frá barnsaldri. Við hana eru tengdir ýmsir þeir atburðir, sem minnisstæðastir eru úr fornum sögum. Öldum saman var ísland í nánari og þýðingarmeiri tengslum við þann kaupstað en nokkurn annan bæ á Norðurlöndum. Og leifar þeirra tengsla voru enn við líði, unz hin gráa loppa að sunnan lokaði þeim gagn- vegum, er lágu frænda á milli. Er margur sá íslendingurinn, sem í fyrsta skipti hefir stigið fæti á erlenda jörð, einmitt þar fæti á erlenda jörð einmitt þar, dögunum. Hákonarhöllin er upphaflega talin reist af Hákoni gamla ná- lægt 1260, og var um skeið veg- legast hús í Noregi. Þegar tím- ar liðu fram hrörnaði húsið og tók að falla, en var loks endur- reist fyrir síðustu aldamót, um það leyti, er svo margar þjóð- legar minjar voru hafnar til vegs og sæmdar þar í landi. Mörg. fleiri menningarverð- mæti en Hákonarhöll stár- skemmdust í sprengingunni miklu í Björgvin. En sú er þó bótin, að því er seinustu fregn- ir herma, að fært er talið að endurreisa hinar sögufrægustu þeirra bygginga, þar með talin Hákonarhöllin. Hákonarhöll mun því aftur rísa úr rústum, helguð mikilleik ægilegrar eld- skírnar, er lengi verður minnzt með frjálsum, norrænum þjóð- um. TónlistarfélagioV Frumsýníng á ísl. óperettu í kvöld Tónlistarfélagið hefir í kvöld frumsýningu á ópérettu, er nefnist „í álögum". Eru höfund- ar hennar Sigurður Þórðarson tónskáld og Dagfinnur Svein- björnsson, sem nokkuð erjkunn- ur undir nafninu Dagfinnur bóndi. Þetta er sjötta óperettan, sem Tónlistarfélagið sýnir hér, en hin fyrsta, sem er al-íslenzk, — lögin eftir Sigurð, en textinn eftir Dagfinn. Fimm tugir manna taka þátt í sýningunum, 32 leikendur og 18 manna hljómsveit. Er Har- aldur Björnsson leikstjóri, en dr. Victor von Urbantschitsch hljómsveitar- og söngstjóri. Meðal leikenda eru auk Harald- ar Björnssonar, Pétur Jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Bjarni Bjarnason, Ævar R. Kvaran, Valdimar Helgason, Klemens Jónsson og fleiri, sem bæjarbúum eru góð- kunnir. Allur hagnaður, sem verður af sýningum þessarar óperettu, rennur í byggingarsjóð hinnar fyrirhuguðu Tónlistarhallar, Er það mikilvægt menningarmál, að hún rísi hið fyrsta af grunni og ætti að eiga vísan stuðning allra góðra manna. Flugvélakostur lands- manna eykst Flugfélag Islands iær nýja íarþegaflugvél og Loitleiðír fa.L sendir mann vestur um hai til ilugvélakaupa Áhugi manna hér á landi fyrir flugmálum er sífellt að aukast, enda mun þess skammt að bíða að flugsamgöngur verði þýðingarmikill liður í samgöngumálum þjóðarinnar hvað snertir mannflutninga og póstflutning. Hér í Reykja- vík starfa nú tvö félög, sem eiga og reka flugvélar, Flug- félag íslands, sem haldið hefir uppi flugsamgöngum hér um allmargra ára skeið, og Loftleiðir h. f., *er ungir menn, nýkamnir heim frá Vesturheimi að loknu flugnámi, stofn- uffu í vetur. Úti um land ríkir einnig hinn mesti áhugi um þessi mál og eru víða félagssamtök, sem hafa það markmið að greiða fyrir flugsamgöngum við viss héruð eða kaup- staði. Aðalfundur Ríthöf- undafélagsíns Friðrik Ásmundsson Brekkan kjörinn f orniaðui' Aðalfundur Rithöfundafélags íslands var haldinn á sunnu- daginn. Úr stjórn félagsins gengu Magnús Ásgeirsson, er verið hefir formaður þess síð- asta ár, og Ólafur Jóhann Sig- urðsson, sem nú dvelur vestan hafs. Var Friðrik Ásmundsson Brekkan kjörinn formaður í stað Magnúsar, en Jakob Thoraren- sen var kosinn í stað Ólafs Jó- hanns. Fyrir voru í stjórn fé- lagsins Halldór Kiljan Laxness, Halldór Stefánsson og Sigurður Helgason. Á fundinum voru þrjú skáld kjörin heiðursfélagar Rithöf- undafélagsins. Voru það Theó- dóra Thoroddsen, Guðmundur Friðjónsson og Sigurjón Frið- jónsson. Samþykkt var á fundinum, að félagið skyldi taka svonefndan Hólastaf upp sem bókamerki sitt. Þriggja manna nefnd var kosin til þess að gera tillögur um notkun hans. Guðmundur Eínars- son frá Miðdal geiur menntastofnunum máiverk Flugfélag Islands hefir að undanförnu haldið uppi flug- ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur með þeirri einu flugvél, sem það hefir haft yfir að ráða, eftir því sem veður hef- ir leyft. En nú í vetur festi Örn Johnson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins, kaup á nýrri flugvél í Englandi. Er hún þegar komin hingað til lands, og er nú verið að setja hana saman, og verður hún væntanlega flug- fær áður en mjög langt um líð- ur. Flugvél þessi er af svonefndri De Haviland-gerð, búin talstöð og miðunartækjum og öllum hinum fullkomnustu áhöldum. Hún tekur 6—8 far-þega og flýg- ur 200 kílómetra á klukkustund. Hreyflar hennar eru tveir og Guðmundur Einarsson frá gnægð varahluta fylgir flugvél- Miðdal, formaður Félags, ís- ' inni. lenzkra myndlistamanna, hefir Þessi tegund flugvéla er sögð ákveðið að gefa þrem mennta- j hafa reynzt mjög vel, þar sem stofnunum, Menntaskólanum í Reykjavík, Stúdentagarðinum nýja og fyrirhuguðu listasafni í sambandi við gagnfræðaskóla- byggingu á Akureyri, stór og vönduð málverk eftir sig. Hefir hann þegar afhent Menntaskól- anum og Stúdentagarðinum málverk þau, er hann gefur þeim. Hlaut Menntaskólinn mynd, er nefnist „Úr Kverk- fjallarana", og er hún gefin til minningar um Guðmund pró- fessor Bárðarson, en Stúdenta- garðurinn mynd, sem heitir „Úr Goðalöndum". — Ekki er enn ákveðið hvaða mynd Guðmund- ur gefur til Akureyrar. 101 ættjarðarljóð Samkeppni þeirri um ættjarð- arljóð, sem hátíðarnefnd lýð- veldisstofnunarinnar efnir til, er nú lokið. Alls munu hafa borizt 101 ljóð, Nefnd þá, sem dæmir um á- gæti ljóðanna, skipa dr. phil. Alexander Jóhannesson pró- fessor, dr. phil. Þorkell Jóhann- esson og dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson. Dómnefndin mun að líkindum birta álit sitt í lok þessarar viku. Landsþíngi Slysavarna- félagsms Sanobykkt ályktun um bjjörgunarbáta í Grinda- vík, á Stokkseyri og Húsavík. Annað landsþing Slysavarna- þykktir voru og gerðar um félagsins var háð í Reykjavík björgunarbáta í Grihdavík, á fyrri hluta síðastliðinnar viku. \ Stokkseyri og Húsavík. Sat það margt fulltrúa víðs veg- ar að. Stjórn félagsins birti í þingbyrjun skýrslu um starfsemi þess, hag og vöxt. Eignir Slysa- varnafélagsins nema nú rúmlega 600 þúsund krónum. Björgunar- stöðvar hafa verið endurbættar og nýjum komið upp og margt annað gert til bóta á sviði björg- unarmálanna. Ýmsar ályktanir voru sam- þykktar á þinginu. Til dæmis mótmælti þingið því, að björg- unarskútan „Sæbjörg" yrði lát- in af höndum við ríkissjóð og fól stjórn félagsins að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að fjár- hagur félagsins yrði tryggður í framtíðinni, svo að ekki þurfi að draga úr björgunarstarfsem- inni vegna fjárskorts. Sam- Að þinglokum var kosin stjórn félagsins, sjö manna fram- kvæmda.ráð, auk fjögurra full- trúa fyrir landsfjórðungana. f framkvæmdaráðið voru kosnir: Guðbjartur Ólafsson hafnsögu- maður, forseti, Árni Árnason, kaupmaður, féhirðir, og með- stjórnendur frú Guðrún Jónas- son, frú Rannveig Vigfúsdóttir, Hafnarfirði, Sigurjón Á Ólafs- son fyrverandi alþingismaður, Friðrik Halldórsson loftskeyta- maður og Ólafur Þórðarson, skipstjóri, Hafnarfirði. Fyrir landsfjórðungana voru kosnir: Gísli Sveinsson alþingis- maður, Finnur Jónsson alþingis- maður, Þorvaldur Friðfinnsson, Ólafsfirði, og Óskar Hólm, Seyð- isfirði. hún hefir verið notuð til far- þegaflutninga, svo sem í Ástra- líu, Kanada, Sviss, Nýja-Sjá- landi og á Bretlandseyjum. Hef- ir Flugfélagið ákveðið að hafa þessa flugvél einkum í förum mili Akureyrar og Reykjavíkur og svo til Austurlandsins. Það má teljast hin mesta heppni, að Flugfélaginu tókst áð útvega þessa flugvél nú, þegar hernaðarþjóðirnar munu ógjarna smíða flugvélar til ann- arra þarfa en hernota, enda naut það einstakrar velvildar enskra stjórnarvalda, er greiddu í hvívetna fyrir Flugfélaginu og sendimanni þess, Erni Johnson f ramkvæmdastj óra. Loftleiðir h. f., sem þrír flug- menn, nýkomnir heim frá Vest- urheimi að loknu flugnámi þar, Sigurður Ólafsson, Kristinn Ol- sen og Alfreð Elíasson, stofnuðu í vetur, ásamt nokkrum öðrum mönnum, og þá hóf starfrækslu einnar flugvélar, sem þeir félag- ar komu með heim með sér að vestan, hefir einnig mikinn hug á að auka flugvélakost sinn. Hafa þeir fengið tilboð um nýja flugvél frá sömu verksmiðju og seldi þeim flugvél þá, er þeir höfðu heim með sér. Er Sigurð- ur Ólafsson flugmaður, einn stjórnenda Loftleiða h. f., á för- um vestur til þess að gera út um flugvélakaupin. Jafnframt er ráðið, að þetta félag kaupi emnig litla flugvél til sjúkraflutninga, ef kostur er á að fá slíka flugvél keypta. Er mjög mikil þörf á þess háttar flugvél hér, ekki sízt þegar við hættum að njóta aðstoðar hinna erlendu flugherja til sjúkra- flutninga loftleiðis. Flugvélin, sem Loftleiðir h. f. hefir haft á að skipa í vetur, hefir 'einkum haldið uppi flug- samgöngum til Vestfjarða. Hef- ir mest verið flogið með far- þega og póst, en einnig hefir flugvélin verið nokkuð notuð til sjúkraflutninga, þegar þess hef- ir þurft við. Hefir hún reynzt hið bezta. Flugvélakostur okkar íslend- inga er því nokkuð að aukast, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem við er að etja í því efni meðan styrjöldin stendur. Og strax og auðveldara verður um flugvéla- kaup hlýtur að verða hér mjög ör þróun á þessu sviði. Þá mun koma að góðu haldi það undir- búningsstarf, sem unnið hefir verið og verið er að vinna víðs vegar um land, þótt það kunni litlum arði að hafa skilað enn sem komið er, og þá mun einnig verða nóg starfssvið fyrir þá ungu menn, sem varið hafa fé og tíma til flugnáms. í landi, þar sem staðhættir og aðstæður eru slíkar sem hér, hljóta flug- samgöngur að verða veigamik- ill þáttur i lífi þjöðarinnar mjög bráðlega. Mæðrakirkja í Reykhólasveit Breiðfirðingafélagið stofnar sjóð til stuðn- ings málinu. Séra Árelíus Níelsson, sóknar- prestur á Eyrarbakka, bar fram þá tillögu í ræðu á útvarps- kvöldvoku Breiðfirðingafélags- ins í Reykjavík nú fyrir skömmu, að hafinn yrði undirbúningur að byggingu nýrrar kirkju í Reykhólasveit, fæðingarsveit Matthíasar Jochumssonar, og skyldi hún helguð Þóru Einars- dóttur, móður þjóðskáldsins, og öðrum breiðfirzkum mæðrum. Stjórn Breiðfirðingafélagsins hét þessari hugmynd séra Áre- líusar þegar liðsinni sínu og lagði fram 1000 krónur til sjóð- myndunar, málinu til styrktar. Síðan hafa sjóðnum borizt nýj- ar gjafir, 1000 krónur til minn- ingar um Júlíönu Hansdóttur í Flatey, frá börnum hennar, og 1000 krónur frá mönnum í Breiðfirðingafélaginu, er eigi vilja láta nafns síns getið. Munu væntanlega fleiri gjafir á eftir fylgja. Stjórn Breiðfirðingafélagsins mun leita samvinnu við sóknar- nefnd Reykhólahrepps um efl- ingu sjóðsins og framgang kirkjumálsins. Gullna hliðíð sýnt á Akureyrí Leikfélag Akureyrar hefir sýnt „Gullna hliðið" eftir Davíð Stef- ánsson að undanförnu við mikla aðsókn. Var frumsýning á ann- an dag páska, og las þá skáldið sjálft „prologus" leiksins. Leik- stjóri er Jón Norðfjörð, og leik- ur hann jafnframt Óvininn. En aðalhlutverkið, kerlinguna, leik- ur hin kunna reykvíska leik- kona, Arndís Björnsdóttir, er einnig fór með það hlutverk, þegar „Gullna hliðið" var sýnt hér. Jón bónda leikur Björn Sigmundsson og hefir hann hlotið mikið lof fyrir frammi- stöðu sína í norðanblöðunum. — Hljómsveitinni og kórnum stjórnar Jakob Tryggvason. Sumardvalar- nefnd barna Eins og undanfarin ár hefir nú verið skipuð nefnd manna til þess að undirbúa sumar- dvöl Reykjavíkurbarna í sveit- um landsins. Hefir ríkisstjórnin skipað Sigurð Sigurðsson yfir- berklalækni og Kristjón Krist- jónsson fulltrúa í nefndina, Rauði kross íslands Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala og bæjarstjórn Reykjavíkur Harald Árnason kaupmann og Arngrím Kristjánsson skóla- stjóra. Mun nefndin þegar taka til starfa, enda skammur tími til stefnu fyrir hana. Á víðavangi Röng ágizkun. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins á sunnudaginn stend- ur, að Samband ísl. samvinnu- félaga styrki útgáfu blaðsins „Bóndinn". Tíminn hefir leitað sér upplýsinga um hvort þetta sé rétt, og komizt að raun um það, að þetta er röng ágizkun um S. í. S. hjá Morgunblaðinu. Rógurinn heldur áfram. Vegna rógs og rangfærslna í ýmsum bæjarblöðunum viðvíkj- andi byggingu mjólkurstöðvar- innar o. fl þess háttar, skal þetta tekið fram: 1. f lögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl., frá 1935 segir: „Nú kemst á samkomu- lag milli mjólkurbúanna og fé- laga framleiðenda á þessu svæði (þ. e. verðlagssvæði Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar) um að taka stjórn samsölunnar í sínar hendur, og skal þeim það heim- ilt, ef samþykki landbúnaðar- ráðherra kemur til". Fulltrúar Reykyíkinga munu hafa greitt atkvæði með þessu í einu hljóði. Þetta eru ólögin og ofbeldið, sem blöðin tala um, þegar hið ofangreinda samkomulag er komið á. 2. Sex manna nefndar ákvæð- in komu ekki í gildi fyrr en 15. sept. s. 1. Það var því aðeins 3y2 mánuður af árinu, sem þau giltu. 3. Alls voru lagðir í bygging- arsjóð mjólkurstöðvarinnar rúmir 7 aurar af lítra, miðað við innvegið mjólkurmagn á verðj öf nunarsvæðinu. 4. Áburðinum um, að reikn- ingar samsölunnar séu falsað- ir, er vitaskuld rógur óvandaðra skúma, sem ekki tekur að svara. Annars er einkennilegur þessi stöðugi rógur í mjólkurmálun- um. Hvaðan ætli komi peningar verzlunarfyrirtækja til ýmsra framkvæmda annars staðar en með álagningu á vörurnar? Alþ.- blaðið er einna illkvittnast í á- sökunum sínum á byggingarsjóð mjólkurstöðvarinnar, m. a. í leiðaranum s. 1. laugardag. í því sambandi mætti spyrja það virðulega blað: Hvaðan kom Al- þýðubrauðgerðinni peningar til þess að reisa stórhýsið við Vatnsstíg?Hvaðan komu mili 70 og 80 þús. krónur, sem Alþýðu- brauðgerðin greiddi í skatta og útsvör fyrir árið 1942, þar af á 7. þúsund í stríðsgróðaskatt? Var þó ekki Alþýðubrauðgerðin stofnuð m. a. til þess að lækka brauðverð í bænum? Þegar bændurnir reisa mjólk- urstöð I Reykjavík, taka þeir fé til þess af fé því, sem þeir hafa ráð á og hafa handbært. Það ætti að vera fagnaðar- en ekki árásarefni Reykvíkinga, að bændurnir skuli reisa fullkomna nýtízku mjólkurstöð mitt á meðal þeirra, og sem þeir eiga allir að njóta góðs af í framtíð- inni. Vélbátur sekkur Vélbáturinn „Rafn", sem not- aður hefir verið til vöruflutn- inga í þjónustu Skipaútgerðar ríkisins, strandaði í Horna- fjarðarósi síðastliðinn föstu- dagsmorgun. Komu menn á vettvang á hafnsögubátnum og björguðu skipverjum, en litlu síðar hreif straumurinn bát- inn méð sér og bar hann að svo- nefndum Þinganesskerjum, og sökk hann. „Rafn" var hlaðinn alls konar vörum, sem fara áttu til Hafnar í Hornafirði, Djúpavogi, Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Báturinn var 87 smálestir að stærð, smíðaður árið 1919. Eig- andi hans var Jón Hjaltalín á Siglufirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.