Tíminn - 25.04.1944, Page 4

Tíminn - 25.04.1944, Page 4
168 TlMINN, þriðjutlagiim 35. aprll 1944 41. blað Ú R BÆNIIM Skemmtisamkoma. Síðasta skemmtisamkoma Framsókn- arfélaganna í Reykjavík á þessari árs- tíð verður í Listsýningarskálanum ann- að kvöld (26. apríl). Hefst hún með Framsóknarvist kl. 8,30. Að vistinni lokinni verður verölaununum til sigur- vegaranna úthlutað. Þar næst flytur hinn nýi formaður Framsóknarflokks- ins, Hermann Jónasson, stutta ræðu. Síðan verður almennur söngur og dans stiginn fram á nótt undir dynj- andi hljóðfæraslætti hljómsveitar Bjarna Böðvarssonar. Framsóknar- menn! Munið að tryggja ykkur að- göngumiða sem fyrst á afgr. Tímans og vera komnir að spilaborðunum kl. 8,30. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Stephensen og Páll S. Pálsson frá Sauðanesi, A-Hún., for- maður stúdentaráðs háskólans. Vinnuhælið. Þessar gjafir hafa m. a. borizt S.Í.B. S. síðan seinast var getið samskota í Vinnuhæli berklasjúklinga, hér í blað- inu: Egill Vilhjálmsson 25 þús. kr., Haraldur Böðvarsson 10 þús. kr., ó- nefnt firma 10 þús. kr., Slippfélagið 5 þús. kr., Daníel Ólafsson 5 þús. kr., skipshöfnin á Brúarfossi 2875 kr., skips- höfnin á Baldri 1225 kr. og skipshöfn- in á Kára 3000 kr. Peningar eru nú orðnir í sjóði um 750000 kr. og þar að auki talsvert af efni. Landsþing S.Í.B. S. verður háð í byrjun maí og upp úr því er ráðgert, að framkvæmdir hefjist að Reykjum. Verið er að gera teikn- ingarnar og eiga þær að leggjast fyrh’ landsþingið. Þótt margir séu nú þegar búnir að styðja fjársöfnunina mjög drengilega, þá mun þó mikil fjárþörf vera enn til framkvæmda þessarar góðu hugsjónar. Sundmót. Sundmeistaramót íslands hófst í Sundhöllinni i gærkvöldl og heldur á- fram annað kvöld. Þátttakendur kváðu vera um 70 úr sex-félögum: Ármanni, fC. R., í. R., U. M. F. Afturelding, U. M. F. Reykdæla og Ægi. Hætta. Allmikil brögð hafa verið að því undanfarið að sprengikúlur og fleiri skotfæri hafa fundizt á víöavangi. Stafar fólki, einkum þó börnum og unglingum, stór hætta af slíku. Ný- lega sprakk t. d. ein slík sprengikúla uppi á Sandskeiði, þegar nokkrir ung- lingar voru að handleika hana og var alveg sérstakt lán, að ekki skyldi hljót- ast stórtjón af. Fólk er aðvarað um, ef það verður vart við skotfæri á víða- vangi, að gera næstu setuliðsstöð við- vart um það eða þá lögreglunni. Flugvél ferst. S.l. laugardag vildi það slys til ,að brezk flugvél hrapaði hér í bænum rétt hjá Nýja Stúdentagarðinum. Kvikn- aði í henni um leið og hún kom til jaroar og fórust allir sem í henni voru. Fermingar. Fjölda mörg börn hafa veriö fermd undanfarið af prestunum í Reykjavík. Við að líta yfir nafnaskrá barnanna sést m. a. að í vöxt fer, að fólk skíri börnin fallegum íslenzkum nöfnum. Ó- nefnum fer auðsjáanlega fækkandi, enda er nóg til af ágætum, fögrum ís- lenzkum nöfnum, og eru fornsögurnar þar lítt numin náma ennþá. — Aftur á móti mun vera mikil afturför hvað fermingarveizlurnar áhrærir. Þar er tildrið og prjálið í hásæti. Ekki mun óalgengt, að jafnvel fremur fátækt fólk eyöi fleiri þúsund krónum í lítilsvert veizlutildur í tilefni af fermingu eins barns. Og sumt af ríkara fólkinu bók- staflega eys fjármun'unum í fermingar- veizluprjálið. Njáls saga. Útgáfa sú af Njáls sögu, sem Alþingi hlutaðist til um að prentuð yrði, er nú nýkomin fyrir almenningssjónir. Út- gáfan er prýdd mörgum myndum og uppdrætti, og til hennar vandað á margan hátt. Mikið lesin bók. Alþýðublaðið segir frá því, að Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu sé að láta prenta síðara bindið af hinni eftirsóttu bók „Úr álögum" eftir Jan Valtin. Muni hún koma út í vor. Var þetta mest selda bókin í Bandaríkjun- um og Englandi á sínum tíma, og fyrra bindi hennar vakti sérstaklega mikla athygli hér á íslandi, þegar M. F. A. gaf hana út. Kommúnistum og Naz- istum' hefir verið sérstaklega illa við þessa bók Valtins, enda segir hann rækilega og skemmtilega frá starfsað- ferðum þeirra, sem hann virðist kunn- ugur af eigin reynslu. Því verður ekki neitað, að bækur Valtins eru „spenn- andi“ aflestrar, en um sannsögulegt gildi þeirra skal ekkert dæmt hér. Stýrimannafélagið. Stýrimannafélag íslands hélt aðal- fund sinn nýlega. í félaginu eru þeir stýrimenn, sem hafa réttindi til þess að vera stýrimenn á verzlunarskipum, sem eru yfir 300 smálestir. Stjórn var kosin fyrir félagið: Pétur Sigurðsson, formaður, Grímur Þorkelsson, Jón Sig- urðsson, Kristján Aðalsteinsson og Haraldur Ólafsson. Leiðréttingf í grein G. G. um Zöllner og kaupfélögin 18. þ. m., þar sem talin eru félög þau er skiptu við Zöllner, hefir fallið niður í prentun Kaupfélag Árnesinga hið eldra, en það var stofnað fyrir 1890 og starfaði í uppsveit- um Árnessýslu aðallega. Stúdentsherbergi. Gjöf til Stúdentagarðsins var frá Vestur-Barðastr.sýslu en ekki Barða- strandasýslu allri eins og fyrr var getið hér í blaðinu. En sýslunefnd V. Baröa- strandasýslu hefir samt sem áður á- kveðið, að stúdentar úr báðum Barða- strandasýslum hafi jafnan rétt til hús- næðisins. Barnaspítali. Margar fjársafnanir fara nú fram til almenningsþarfa og ganga flestar vel. Ein þessara safnana er, sem Kven- félagið Hringurinn gengst fyrir til þess að koma upp barnaspítala. Er þetta gott málefni og samboðið konunum að hrinda því í framkvæmd. Söfnunin kvað nú orðið nema um 200 þús. kr. Nauðganir. Tvær tilraunir til nauðgana voru gerðar s. 1. sunnudag. Um kl. 5 að morgni vaknaði stúlka hér í bænum í rúmi sínu við það að barið var á dyr herbergis hennar. Opnaöi hún og inn ruddist karlmaður og tókust fangbrögð með þeim, en jafnframt hljóðaði stúlk- an, svo að fólk heyröi og kom aö og lagði þá árásarmaðurinn á flótta. — Hin tilraunin var gerð af útlendingi um kl. 11 að kvöldi. Ung stúlka var að fara eftir Háteigsvegi fram hjá Vatnsgeyminum, heim til sín. Veit hún þá ekki fyrr til en ráðist er aftan að henni og tekið tveim höndum fram fyrir háls henni og henni skellt niður á veginn. Tók hún á móti og ultu þau út á vegbrúnina og hann út í forar- skurð við veginn. Ætlaði hún nú að sleppa í burtu, en þá náði hann í ann- an fót hennar, en varð eitthvað þungt um að losna úr skurðinum, svo að stúlkunni tókst að slíta sig lausa og flýja burtu. ,,IIagalagðui*“. Jón Pálmason hafði borið á mig óþróður. Ég krafðist þar á móti, að hann færði þó ekki nema örlitlar líkur fyrir því að hann segði satt. Á meðan þær kæmu ekki, lægi hann undir því ámæli að vera vísvitandi opin- ber ósannindamaður og sá versti slefberi, sem nokkurntíma hefði alið aldur sinn í Húnaþingi. Nú verkjar hrossaræktar- ráðunautinn undan þessu á- mæli, sem Jón sjálfur hefir skapað sér. Og G. B. færir ofan greind ummæli mín sem dæmi um lélega flokksblaðamennsku! í tilefni þessa vildi ég mega spyrja ráðunautinn: Hvaða nafn verðskulda þeir annað en ósannindamenn og slefberar, sem gerast leiguþjónar til þess að bera óhróður á aðra menn? Og um leið væri gaman að heyra hvað greiðasalasonurinn frá Húsavík telur bezta nafnið á þá, sem bregðast samherjum sínum og flokksbræðrum og ganga í lið með verstu andstæð- ingunum. Er hann nokkuð óánægður með það nafn, sem Norðmenn gefa slíjtum n;önn- um? V. G. h Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál Tvölaldar kápur á fullorðna og unglinga. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Ályktanír írá flokksþínginu (Framli. af 3. síöu) Páll Hallgrímsson, sýslumaður, Selfossi. Sigurður Eyvindssón, bóndi, Austurhlíð. Sigurgrímur Jónsson, bóndi, Holti. Stefán Halldórsson, vkm., Króki. Stefán Jasonarson, bóndi, Vorsabæ. Þórarinn Stefánsson, kennari, Laugarvatni. Þorlákur Sveinsson, bóndi, Sandhól. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu. Gesftir á iiokksþinginu Andrés Magnússon, bifreiðastjóri, Ásgarði, Dalasýslu. Albert Guðmundsson, bóndi, Heggstöðum, Hnappadalss. Baldur Guðmundsson, útgerðarmaður, Paterksfirði. Birgir Einarsson, Breiödalsvík, S.-Múlasýslu. Bjarni Gunnlaugsson, Hvoli, Aðaldal, Suður-Þingeyjars. Björn Sveinbjörnsson, stud. jur., Þingnesi, Borgarfjarðars. Edilon Guðmundsson, Innri-Langadal, Skógarströnd. Eyjólfur Kolbeins, Bygggarði, Seltjarnarnesi. Finnbogi Júlíusson, vkm., Bessastöðum, Álftanesi. Grímur Thorarensen, fulltrúi, Sigtúnum, Árnessýslu. Guðrún Sæmundsdóttir, frú, Króki, Árnessýslu. Gunnar Þorsteinsson, bóndi, Hofi, Öræfum. Gunnlaugur Sigurbjörnsson, Gilsárteigi, Suður-Múlas. Gunnlaugur Þorsteinsson, Gíslastöðum, Árnessýslu. Guttormur Óskarsson, Kjartansstaðakoti, Skagafjarðars. Hallgrímur Guðmundsson, Siglufirði. Helgi J. Halldórsson, stud. mag., Kjalvararstöðum, Borg.fj.s. Helgi Jóhannsson, bóndi, Núpum, Árnessýslu. Helgi Jónsson, Geitabergi, Borgarfirði. Hermann Pálsson, stud. mag., Sauðanesi, A-Húnavatnss. Hjörleifur Sturlaugsson, bóndi, Kimbastöðum, Skagafj.s. Hinrik Sigfússon, Vogum, Mývatnssveit. Jóhann Finnsson, stud. med., Hvilft, Önundarf., V.-ísafj.s. Jón Eiríksson, Vorsabæ, Skeiðum, Árnesssýslu. Jón Guðmundsson, vkm., Vífilsstöðum. Jón Gauti Pétursson'bóndi, Gautlöndum, Suöur-Þing.s. Jón Pétursson, Hofi, Skagafjarðarsýslu. Jónas Þjóðbjörnsson, Hagaseli, Staðarsveit, Snæfellss. Kjartan Bjarnason, Ásgaröi, Dalasýslu. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi, Dýrafirði. Kristinn Hóseasson, stud. theol., Höskuldsstaðaseli, S-Múl. Lárus Daníelsson, bóndi, Akureyjum, Dalasýslu. Leifur Ásgeirsson, skólastjóri, Laugum, Suður-Þingeyjars. Magnús Stefánsson, deildarstjóri, Hafnarfirði. Nanna Sigurðardóttir, ungfrú, Stafafelli, A-Skaftafellss. Ólafur Jönsson, Kaðalstöðum, Mýrasýslu. Ólafur Ketilsson, bifreiðastjóri, Laugarvatni, Árnessýslu. Ólafur Ömundsson, bóndi, Hjálmholti, Árnessýslu. Óskar Jónsson, kennari, Laugarvatni, Árnessýslu. Óttar Þorgilsson, stud. .mag., Reykholti. Páll Diðriksson, bóndi, Búrfelli, Árnessýslu. . Páll S. Pálsson, stud. jur., form. stúdentaráðs, frá Sauða- nesi, A.-Húnavatnssýslu. Ragnar Davíðsson, bóndi, Grund, Eyjafirði. Runólfur Sveinsson, skólastjóri, Hvanneyri, Borgarfirði. Sigurður Ólafsson, bóndi, Kárastöðum, Skagafjarðarsýslu. Sigurgeir Jónatansson, bóndi, Skeggjast. Miöfirði, V.-Hún. Skúli Þorleifsson, ráðsmaður, Þorlákshöfn. Stefán Friðbjarnarson, deildarstjóri, Sandgerði, Gullbr.s. Stefán Jónsson, bóndi, Eyvindarstöðum, Álftanesi. Sveinn Finnsson, stud. polyt., Hvilft, Önundarfirði, V.-ís. Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastj., Efri-Hólum, *N-Þ. Sæmundur Hermannsson, Yzta-Mói, Skagafjarðarsýslu. Unnsteinn Ólafsson, skólastjóri, Reykjum, Árnessýslu. Vernharður Jónsson, kaupm., Hveragerði, Árnessýslu. Vigfús Þorsteinsson, bóndi, Húsatóftum. Þórður Halldórsson, bóndi, Dagverðará, Snæfellssýslu. Þorsteinn Brynjólfsson, bóndi, Miðjanesi, Barðastrandas. Auk þessara gesta sat flokksþingið allmargt manna úr Reykja-1 vík, en þótt salarkynni væru rúmgóð, var eigi unnt að veita nærri öllum, er þess óskuðu, gestaréttindi. Fulltrúar voru alls 294. Allir þingfundir fóru fram að Hótel Borg, og fór þar hið bezta um menn, þótt þéttskipað væri stundum. Flytur Timinn hús- ráðanda og starfsfólki í Hótel Borg beztu þakkir þessa fjöl- mennasta flokksþings, sem háð hefir verið á íslandi. Landsspítalann vantar nokkrar starfsstúlknr 1. eða 14. maí. Upplýsin^ar hjjá forstöðukonuimi. Tímann vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. — Þeir sem vildu sinna þessu, tali hið fyrsta við afgreiðsluna Lindargötu 9A. Sími 2323. Kanpnm tuskur allar ftegnndir, hæsfta verdi. Húsgagnavínnustoiaii Baldursg. 30 Sími 2292. t ÚTBREIÐIÐ TIMANN 4 • GAMLA BÍÓ. „Billy the Kíd“ Sýnd kl. 7 og 9. ROBERT TAYLOR. BRIAN DONLEVY. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. Fálklnn og óþekkti morðinginn (The Falcon Strikes Back) TOM CONWAY. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA EÍÓ. ... Skæruhermenn (Chetniks, The Fighting Guerrillas). Kvikmynd um hetjudáðir júgóslavnesku hetjunnar DARJA MIHAILOVITCH. Aðalhlutverk: ANNA STEN og PHILIP DORN. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tónlistartélafíið Qfi LeiUfélafi Retitejjavíteur „Pétnr Crantnr^ Sýaiiig annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 i dag. Ég undirrituð hefi opnað Snyrtístofuna Perlu sem áður var á Bergstaðastræti 1, á Vífilsgötu 1. Sími 4146. Ðára Elíasdóttir. Hafnarfjördur Orðsending frá lýðveMiskosningancfndmni I Ilafnarfirði. Nefndin opnar, næstkomandi þriðjudag, kosningaskrif- stofu í Gunnarssundi 5 (gengið inn frá Austurgötu). Sísni skrifstofunnai* er 9106. Skrifstofan veitir allar upplýsingar varðandi kosning- arnar og einnig liggur þar kjörskrá frammi.^ Kosning fyrir kjördag fer fram hjá bæjarfógeta. Kosninganefndin beinir þeirri eindregnu áskorun til allra, er fara úr bænum og verða ekki heima á kjördegi, að kjósa áður en þeir fara. Sömuleiðis er skorað á alla utanbæjarmenn, er dvelja i bænum, að kjósa sem allra fyrst. Fiýðveldiskosning'anefndin í Ifafnarfirði. Amerískir kjólar teknir upp í dag. Lífsftykkjabúðíii h.L Mafnarstræti 11. Sími 4473. Skólaskyld börn, sem eiga heima í umdæmi Laugarnesskóla, en hafa ekki stundað nám í skólanum í vetur, eða öðrum barna- skólum með prófréttindum, komi til viðtals í skólann föstudaginn 28. apríl sem hér segir: Kl. 10 f. h. börn fædd 1930, 1931, 1932 og 1933. Kl. 2 e. h. komi börn fædd 1934, 1935 og 1936. — .. V Öll börn í umdæmi skólans, sem eru fædd 1937, komi til innrit- unar í skólann þriðjudaginn 2. maí kl. 2—4 e. h. Sérstök athygli skal vakin á því, að öll börn, sem fædd eru á árunum 1934, 1935, 1936 og 1937, eru skyldug að stunda nám í vorskólanum til 14. júní n. k. Vorskólinn hefst föstudaginn 5. maí kl. 9 f. h. Skólastjóriiin. Sveitavinna Stúlka og karlmaður óskast að Kollafirði á Kjalarnesi. Semja ber við Kolbein Kolbeinsson, Kollafirði (sími um Brúarland), eða Guðm. Tryggvason, Meðalholti 15 (heimasími 5564, skrifstofusími 2353).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.