Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
[ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR ]
> EDDUHÚSI Llndargötu 9A. S
Síirar 2353 og 437C
' AFGREIÐSLA, INNHEIMT j
> OG AUGLÝSINGASKI™:: 3FA: |
i FTíDTJIIÚSI ".indargötu 9A. <
1 Síml 2323. ';___|
28. árg.
Reykjavík, fiiimitiiclagiim 27. apríl 1944
44. blað
Erlent yfirlit:
Innrásín á
megínlandið
Einn er sá atburður, sem um
langt skeið hefir verið umræðu-
efni manna heimshornanna á
milli, og hundruð miljóna hafa
beðið með mestum spenningi,
sumir með óþreyju og eftir-
væntingu, aðrir með kvíða og
jafnvel skelfingu, en flestir með
eigi litlum hrolli og ugg, hvar
í fylking, sem þeir annars
standa. Þessi atburður er hin
marglofaða innrás herja Banda-
manna á meginland Evrópu. Við
hana hafa undirokaðar þjóðir
tengt vonir sínar um frelsi, við
hana hafa stríðandi lýðræðis-
þjóðir tengt vonir sínar um
bráðar lyktir þeirrar eldhríðar,
er þær hafa staðið í, og undan
þunga hennar hafa nazistar og
fasistar óttazt, að veldi sitt
muni hrynja til grunna.
Allir vita, að innrásarundir-
búningurinn er mikill, enda
langdrægur orðinn. Forustu-
menn lýðræðisþjóðanna hafa
ekki verið myrkir í máli um her-
styrk sinn og stórar fyrirætl-
anir, en við einni spurningu
hafa engin svör gefizt: Hvenær
verður innrásin gerð — hvar —
hvernig?
Og því lengri sem drátturinn
hefir orðið, því áleitnari hefir
önnur spurning orðið: Verður
yfirleitt nokkur innrás gerð í
bráðina?
Þessu geta að vonum fáir
svarað, og þeir, sem kynnu að
geta það, gera það ekki af mjög
svo eðlilegum ástæðum.
Nú er komið vor í þeim lönd-
um, sem einkum eru nefnd í
sambandi við væntanlega inn-
rás. Veðurskilyrði til innrásar
munu því ekki batna frá því sem
nú er, og verði hún gerð á þessu
ári, er ekki aðeins líklegt held-
ur ótrúlegt annað en að hún
verði gerð mjög bráðlega.
Ýmsar ákvarðanir, sem gerð-
ar hafa verið í Englandi síðustu
vikur, um samgöngur, póst-
sendingar og fleira, sumar
hverjar mjög óvenjulegar, benda
líka ótvírætt til þess, að þar sé
eitthvað það í bígerð, er mjög
mikils sé um vert, að eigi vitn-
ist til annarra landa. Áf þessu
tagi er bann það, sem lagt hef-
ir verið við ferðalögum manna
milli Englands og annarra landa
i þágu annarra aðila en herj-
anna og mjög strangléga er
framfylgt. Af sama toga er
einnig eftirlit það, sem sett
hefir verið á póst- og skeyta-
sendingar erlendra sendisveita
í Englandi og í rauninni er mjög
hastarlegt brot á alþjóðalögum
og venjum, og hefir enda sætt
hörðum andmælum hlutlausra
þjóða. Má glöggt af því marka,
að nú þykir mikið við liggja,
því að Englendingar hafa jafn-
an flestum fremur virt helgi
gerðra samninga og viðtekinna
venja. Loks benda í sömu átt
(Framh. á 4. síðu)
Frumsýníng á ís-
lenzku óperettunní
Óperettan íslenzka, „í álög-
um", var sýnd í fyrsta skipti í
Iðnó í fyrrakvöld við húsfylli.
Að leikslokum voru leikend-
ur hylltir á sviðinu, og sömu-
leiðis höfundarnir, Sigurður
Þórðarson og Dagfinnur Svein-
björnsson, leikstjórinn, Harald-
ur Björnsson, og hljómsveitar-
og söngstjórinn, dr. Victor von
Urbantschitsch.
Ágóði af sýningu óperettunn-
ar rennur í byggingarsjóð fyrir-
hugaðrar Tónlistarhallar.
Landsneind lýðveldískosningaima og
héraðsneindír vínna af kappí að und-
írbúníngíþjóðaratkvæðagreíðslunnar
Viðtal við Jens Hólmgeirsson
Atkvæðagreiðsla um niðurfellingu dansk-íslenzka sam-
bandslagasáttmálans og stofnun lýðveldis á íslandi, fer
fram dagana 20.—23. maí. Er nú hafinn undirbúningur að
þessari atkvæðagreiðslu, og er mjög nauðsynlegt, að hann
gangi sem greiðlegast og þátttaka í atkvæðagreiðslunni
verði sem allra mest. Þeir, sem ekki búast við að verða
heima kjördagana, geta greitt atkvæði fyrirfram hjá hlut-
aðeigandi yfirvaldf, eins og tíðkast við venjulegar þing-
kosningar, og hófst slík utankjörfundaatkvæðagreiðsla á
laugardaginn var. Ríður mjög á að þeir, sem svo er ástatt
um, dragi ekki úr hömiu að greiða atkvæði, því að tíminn
er naumur og póstsamgóngur strjálar.
Tíminn hefur átt tal við Jens
Hólmgeirsson — en hann hefir
tekið sæti í landsnefnd lýðveld-
iskosninganna í forföllum Hilm-
ars Stefánssonar bankastjóra —
og spurt hann um störf nefnd-
arinnar og annað í sambandi
við væntanlega þjóðaratkvæð^-
greiðslu.
— Landsnefnd lýðveldiskosn-
inganna var sett á laggirnar, til
þess að vinna að undirbúningi
og greiða fyrir sem almennastri
þátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um þingsályktun
um niðurfelling dansk-íslenzka
sambandslagasamningsins frá
1918 og lýðveldisstjórnarskrá
íslands, mælti Jens. Sú at-
kvæðagreiðsla á, eins og öllum
er kunnugt, að fara fram dag-
ana 20.—23. maí í vor, að báðum
þeim dögum meðtöldum. Nefnd-
in hefir í þessu skyni opnað
skrifstofu í Alþingishúsinu, sem
er opin alla virka daga á venju-
legum skrifstofutíma. Er ætlazt
til, að skrifstofan hafi samband
við áhugamenn um land allt og
annist um og greiði fyrir ýmsu
því, sem snertu þátttöku í vænt-
anlegri atkvæðagreíðslu.
Eitt af fyrstu verkum nefnd-
arinnar var að gera ráðstafanir
til þess að skipaðar væru hér-
aðsnefndir, ein eða tvær, í
hverju kjördæmi á landinu. Við-
ast hvar hafa bæjarstjórnir og
sýslunefndir valið menn í hér-
aðsnefndirnar, en þó hefir
landsnefndin skipað menn í
nokkrar þeirrar, í samráði við
viðkomandi sýslumenn. Nú mun
vera búið að skipa héraðsnefnd-
ir í öllum kjördæmum landsins,
og er þegar hafin samvinna milli
þeirra og landsnefndarinnar um
nauðsynlegan undirbúning að
þátttöku í atkvæðagreiðslunni.
— Hvað er héraðsnefndunum
ætlað að starfa?
— Aðallega að vinna að sem
almennastri þátttöku í at-
kvæðagreiðslunni, bæði á þann
hátt að vekja, ef með þarf, á-
huga almennings á málinu
sjálfu, svo og með því, að greiða
fyrir kjörsókninni á hverjum
stað. Gert er ráð fyrir, að hér-
aðsnefndirnar velji sér til að-
stoðar undirnefndir, eina eða
fleiri, í hverjum hreppi og kaup-
stað. En starf þeirra mjög þýð-
ingarmikið. í mörgum kjördæm-
um er fjöldi kjósenda fjarver-
andi, og getur því eigi neytt'at-
kvæðisréttar á sínum kjörstað.
Þetta fólk vill að sjálfsögðu nota
atkvæðisrétt sinn á þann hátt
að greiða atkvæði utan kjör-
fundar, svo sem gert er við al-
þingiskosningar. En vegna þess,
hve stuttur tími er til stefnu og
póstferðir strjálar, er hin mesta
nauðsyn að greiða fyrir þessum
þætti atkvæðagreiðslunnar. Það
verður bezt gert með því, að hér-
aðsnefndir og undirnefndir í
kjördæmunum, athugi, hvaða
fólk er þar fjarverandi, og sendi
nöfn þess og dvalarheimilisfang
til héraðsnefndafinnar í því
kjördæmi, sem fólkið * dvelur í.
Sumar nefndirnar eru þegar
byrjaðar á þessu, og er það
gleðilegur vottur þess, hve vel
þær eru vakandi í starfi sínu.
Þá hafa þessar nefndir öðru
mjög þýðingarmiklu hlutverki
að gegna, þar sem er að greiða
Aðalfundur Mjólkurbús
Flóamanna
Mjólhurmao nið 1943 rúmlega 1 míijón kílógr.
meira en árið áðnr
Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna var haldinn að Selfossi
á laugardaginn var.
Sátu hann að lögum mjólkur-
búsins tveir fulltrúar úr hverj-
um hreppi samlagssvæðis, auk
mj ólkurbússtj óra, félagsstj órnar
og nokkurra forustumanna í
sveitum austanfjalls, þar á með-
al Sveinbjörn Högnason, Jör-
undur Brynjólfsson og Bjarni
Bjarnason á Laugarvatni.
Stefán Björnsson mjólkur-
bússtjóri skýrði frá hag og
rekstri mjólkurbúsins síðastlið-
ið ár. Var velta þess meiri en
nokkru sinni áður.
Innvegin mjólk í búið árið
1943 nam alls 10.969.364 kg.,
og er það rúmlega einni miljón
meira en árið 1942. Af þessu
mjólkurmagni voru 6.690,350 kg.
seld sem nýmjólk, og 251, 477
kg. rjóma voru seld á árinu. Af
smjöri voru alls framleidd 56
smálestir, af osti 91 smálest og
tæpar 373 smálestir af skyri.
Útborgað verð fyrir hvert kg.
mjólkur var rúmlega kr. 1.24y2,
en af því borguðu bændur
flutning mjólkurinnar til
mjólkurbúsins. Verð það, sem
bændur fá raunverulega fyrir
mjólkurafurðir sínar, er því
nokkru lægra.
fyrir þátttöku þess fólks í at-
kvæðagreiðslunni, er sakir sjúk-
dóma, ellihrörnunar eða óhjá-
kvæmilegra heimilisanna, getur
ekki mætt á kjörstað, en eins og
kunnugt er, heimila lögin þessu
fólki að greiða atkvæði á heim-
ilum sínum, í umsjá viðkom-
andi hreppstjóra. Gera má
einnig ráð fyrir að á fámennum
og afskekktum sveitaheimilum,
geti verið erfitt fyrir fólkið að
sækja kjörfund, þótt heilbrigt
sé, nema veitt sé nauðsynleg að-
stoð við óhjákvæmileg heimilis-
störf á meðan, og er ætlazt til,
að undirnefndirnar í kjördæm-
unum geri í því efni nauðSyn-
legar ráðstafanir. Hugsun lands-
nefndarinnar er sú, að í hverj-
um einasta hreppi og kaupstað
á landinu, séu starfandi fastar
nefndir áhugamanna, er greiði
fyrir þátttöku í atkvæðagreiðsl-
unni, m. a. á þann hátt, sem að
framan getur, eftir því sem þörf
er fyrir á hverjum stað.
— Hvað er að segja um til-
högun atkvæðagreiðslunnar?
— Atkvæðagreiðslan fér fram
eftir gildandi alþingiskjörskrám,
og hafa allir alþingiskjósendur
atkvæðisrétt, samkvæmt þeim
reglum, er um það gilda. Kjör-
stjórnir_verða hinar sömu og við
alþingiskosningar, og tilhögun
kosninganna með líkum hætti,
að öðru leyti en því, að kjördag-
ar mega vera fjórir.
Um atkvæðagreiðslu þeírra,
sem verða fjarverandi á kjör-
degi, gilda sömu reglur eftir því
sem við á, og um atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar til al-
þingiskosninga, að því viðbættu
að slík utankjörfundaratkvæði
skulu tekin til greina við taln-
ingu, ef þau berast til yfirkjör-
stjórnar fyrir gildistöku þings-
ályktunarinnar og stjórnar-
skrárinnar, enda hafi þá yfir-
kjörstjórn sannfært sig um
kosningarétt aðila.
Loks er þess að geta, sem er
algert nýmæli, að lögin um til-
högun atkvæðagreiðslunnar,
heimila að neytt sé atkvæðis-
réttar í heimahúsum, ef s'érstak-
ar ástæður eru fyrir hendi. Um
það segir svo í 8. gr. laganna:
„Þeim, er sakir sjúkdóms, elli-
hrörnunar eða óhjákvæmilegra
heimilisanna geta eigi sam-
kvæmt drengskaparyfirlýsingu
sinni og vottorði hreppstjóra í
sveitum og oddvita yfirkjör-
stjórnar í kaupstöðum eða full-
trúa hans, farið af heimili sínu
eða dvalarstað til atkvæða-
greiðslu, mega greiða þar at-
kvæði, enda fari sú atkvæða-
greiðsla fram síðustu viku fyrir
fyrsta kjördag eða í síðasta lagi
á kj'rdegi. Um atkvæðagreiðslu
fer samkvæmt 7. gr., svo sem við
á. Oddvitar yfirkjörstjórna sjá
um, að hver kjörstjórn fái nægi-
lega mörg eintök af eyðublöðum
undir yfirlýsingar þær, er hér
getur". Hreppstjóri stjórnar at-
kvæðagreiðslu og kemur at-
kvæðabréfum til hlutaðeigandi
kjörstjórnar."
Samkvæmt því,- er hér segir,
getur heimaatkvæðagreiðsla
hafizt laugardaginn 13. maí n.
k., og staðið y/ir þar til 23. s. m.
í síðasta lagi. Framkvæmd henn-
ar þarf að vera sú, að hrepp-
stjóri, eða ef til vill fulltrúi
hans, komi á heimilin og stjórni
atkvæðagreiðslunni.
— Hvernig er gerð kjörseðl-
anna? Frh. á 4. síðu.
Meístarí í hagfræðí
Benjamín Eiríksson M. A.
Sú fregn hefir borizt hingað,
að Benjamín Eiríksson frá
Hafnarfirði hafi um miðjan
marz síðastliðinn lokið meist-
araprófi (Master of Arts) í hag-
fræði, með miklu lofi, við há-
skóla Minnesota-fylkis í Minn-
eapolis. Prófessor' Frederic B.
Garver, einn af kunnustu hag-
fræðingum Bandaríkjanna, var
í prófnefnd, er Benjamín varði
meistaraprófritgerð sína. Sagði
hann, að vörn B. E. hefði verið
sú bezta, sem hann hefði heyrt
hjá nokkrum manni við fram-
haldsnám, síðan hann byrjaði
sjálfur að kenna fyrir fjölda
mörgum árum.
Benjamín hefir verið að fram-
haldsnámi vestan hafs um
þriggja ára skeið og var m. a.
um skeið aðstoðarkennari við
háskóla Washington-fylkis í
Seattle, jafnframt námi sínu.
Áður en hann fór til Vestur-
heims, hafði hann numið hag-
fræði í nokkur ár í Svíþjóð,
Þýzkalandi og Rússlandi. — Nú
býr hann sig undir að ljúka
doktorsprófi í fræðigrein sinni,
áður en hann snýr aftur heim.
Merki lýðveldis-
kosninganna
Landsnefnd lýðveldiskosning-
anna boðaði blaðamenn og
stjórn Skógræktarfélags íslands
á fund sinn í Alþmgishúsinu í
gær. Skýrði formaður nefndar-
innar frá því, að nefndin hefði
látið gera sérstakt merki, sem
ætlazt væri til, að menn bæru
um það leyti, er atkvæðagreiðsl-
an fer fram.
Merki þetta er þrjú birkilauf
á hvítum grunni. Verður það af-
hent hverjum manni, er hann
greiðir atkvæði. Jafnframt verða
bifreiðar þær, er notaðar verða
við kosningarnar, skreyttar
þessu merki, ásamt íslenzkum
fánum.
Þá kvað formaður landsnefnd-
ina hafa ákvarðað að gefa Skóg-
ræktarfélagi íslands merkið,
enda noti félagið það ekki fyrr
en að afstaðinni atkvæðagreiðsl-
unni í vor. Afhenti hann síðan
þeim Hákoni Bjarnasyni skóg-
ræktarstjóra og Valtý Stefáns-
syni, formanni Skógræktarfé-
lagsins, merkið, en þeir þökkuðu
gjöfina.
A víðavangi
Þröngsýni. - Víðsýni.
Á flokksþinginu var landbún-
aðarráðherrann kosinn í mið-
stjórn flokksins, en hafði ekki
átt þar sæti áður. Einn vel met-
inn bóndi vék úr aðalstjórninni,
en er samt bæði með fyrstu
varamönnum miðstjórnar og al-
þingismaður, svo að hann á jafn-
an sæti á miðstjórnarfundum.
Kommúnistablaðið þykist vera
að harma það, að þessi bóndi
hafi ekki verið kosinn í mið-
stjórnina og spinnur í því sam-
bandi upp, að enginn bóndi eigi
sæ^i í henni. En sannleikurinn
er sá, að um einn þriðji hluti
miðstjórnarinnar eru bændur og
allmargir aðrir fastir starfsmenn
bænda, svo sem t. d. kaupfélags-
stjórar, búnaðarmálastjóri o. fl.
Bændur voru í yfirgnæfandi
meirihluta á flokksþinginu og
gátu því ráðið þar öllu, er þeir
vildu. En kommúnistar, sem allt
vilja þrælbinda við stéttir og
draga menn í dilka eftir þeim,
geta ekki skilið frjálslyndi
bænda, sem vilja vinna með öðr- ¦
um umbótamönnum landsins og
trúa þeim fyrir störfum, þó að
þeir séu ekki í stétt þeirra.
Frjálslyndir og víðsýnir bænd-
ur eru algerlega í andstöðu við
það, að hver stétt reyni að troða
tillitslaust skóinn niður af öðr-
um stéttum, því að framför og
vellíðan allra vinnustétta er
þeim ljóst, að er til gæfu fyrir
alla þjóðina.
Hræðist eigið
afkvæmi.
Kommúnistblaðið rak í gær
upp ramakvein yfir því, að
flokksþing Framsóknarmanna
samþykkti að við endurskoðun
stjórnarskrárinnar kæmi til sér-
stakrar athugunar: „að gefa for-
seta vald til þess að skipa ríkis-
stjórn með sérstöku valdi, ef ó-
kleift hefir reynzt að mynda
þingræðisstjórn, enda víki hún
fyrir stjórn, er styðst við meiri-
hluta Alþingis." Það voru ein-
mitt kommúnistar, sem höfðu
forgöngu þess, að ríkisstjóri
skipaði núverandi ríkisstjórn og
ætti það að vera nóg svar til,
þeirra út af þessum bægslagangi
Hitt þarf engan að undra, þó að
„kommar" vilji ekki einmenn-
ingskjördæmi og fækkun þing-
manna. Þeir vilja auðvitað halda *•
við því ófremdarástandi í kosn-
ingaskipan og glundroða á Al-
þingi, er nú ríkir, sem hlýtur að
eyðileggja þingræðið áður en
varir, ef ekki er bætt úr því
bráðlega.
Rétt stefnt.
Verkamannablöðin segja frá
því þessa dagana, að nýlega hafi
Dagsbrún fest kaup á 30 hekt-
urum lands austur í Biskups-
tungum, í þeim tilgangi að koma
þar upp hvíldarheimili fyrir
verkamenn. Svipaðri hugmynd
hefir oft verið hreyft hér í blað-
inu.
Það hefir verið ljóður á ráði
verkalýðsfélaganna, hve starf-
semi þeirra hefir oft verið nei-
kvæð. Það hefir verið meira á-
berandi, að heimta meira kaup
og meiri þægindi af öðrum, held-
ur en framkvæma umbæturnar
sjálfir. Ekki er það óalgengt t.
d., að þótt verkamaður hafi
fengið með kaupskrúfum 100
kr. hækkun á kaupi sínu, að þá
hafi hann ekkert hirt um það
að nokkur hundruð krónur af
kaupi hans færi samhliða til
kaupmannsins í álagningu á
vörur þær, er hann keypti. Og
um leið væri hann máske að
efla höfuðandstæðing sinn.
Fjöldi verkamanna hefir ekk-
ert hirt um að efla samvinnu-
félagsskapinn, sem bæði í sókn
og vörn hefir reynzt vopna bezt
meðal verkamanna í nágranna-
löndunum. Það er raunasaga,
(Framh. w 4. síðu)