Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 3
44. Mað TÍMINIV, fimiaitMdagmm 27. apríl 1944 171 Sjötngar: Guðbrandur Sigurðsson á Hrafiikelsstöðiun. Hinn 20. apríl síðastliðinn átti Guðbrandur Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum í Mýrasýslu sjötugsafmæli. Er hann fæddur að Miðhúsum í Álftaneshreppi, sonur hj ónanna Sigurðar Brandssonar frá Fornaseli og Halldóru Jónsdóttur frá Kirkju- taóli í Hvítársíðu. Ólst hann upp með foreldrum sínum fyrstu æskuárin, en eftir 10 ára ald- urinn hjá þeim hjónum Pétri Sigurðssyni og Sigríði Jónsdótt- ur á Smiðjuhóli, þar sem hann var til 18 ára aldurs. Eftir það stundaði hann jöfnum höndum ýmsa vinnu á landi og sjó eins og þá var títt um allan þorra manna þar um slóðir. Um 25 ára gamall hóf hann búskap á Mið- húsum með foreldrum sínum, en árið 1901 kvæntist hann Ólöfu Gilsdóttur . frá Krossnesi, og hófu þau þá taúskap í Þverholt- um en fluttu síðan að Litlu Gröf í Mýrasýslu. Árið 1907 keypti svo Guðbrandur jörðina Hrafn- kelsstaði í Hraunhreppi og flutti þangað. Þar hefir hann búið síðan og þar hefir hann unnið aðalstörf æfinnar. Þegar hann flutti á Hrafnkelsstaði, var jörð- in í svipuðu ásigkomulagi og hún hafði verið frá ómunatíð eins og svo margar aðrar jarðir á þeim tíma. Þar var gamall og hrörlegur torftaær og útihús að sama skapi, þannig, að segja mátti, að tjaldað væri til árs og árs í senn. Túnið var stórt, en mestallt þakið kargaþýfi. Var hinum ungu hjónum því ekki vant verkefna, enda sneru þau sér viðstöðulaust, starfsglöð og stórhuga, að hinum marghátt- uðu viðfangsefnum, er hvar- vetna biðu þeirra. Bærinn var byggður upp og stækkaður, fén- aðarhús sömuleiðis, og jafn- framt var ráðizt á þúfnakarg- ann með meiri elju og aðförum en menn áttu þá almennt að venjast. Ég minnist þess frá þeim árum, að haust eitt er ég kom að Hrafnkelsstöðum á heimleið úr réttum, og varð litið yfir hinar stóru, nýju flat- ir út frá bænum, og barnahóp- inn, sem mætti mér, er inn var komið, að mér varð að orði við húsráðendur, að það færu að verða áhöld um þúfurnar á tún- inu og börnin í bænum. Þau brostu að þessu en hafa víst hugsað sitt, enda hefi ég þá máske tekið full djúpt í ár- inni. En þetta varð 'sannmæli síðar, því að börnunum fjölgaði en þúfunum fækkaði jafnt og stöðugt. Og loks fengu börnin yfirhöndina. Túnþýfið hvarf en tíu mannvænleg börn hafa þau hjón átt og alið upp; eitt misstu þau á unga aldri. En áfram hefir verið haldið með jarðyrkju og húsabætur. Eftir að túnsléttuninni lauk, tók við nýræktin, og nú gefur túniö fimmfalda uppskeru á við það sem var, er Guðbrandur tók við því. Þá hafa og fénaðarhús og hlöður verið endurbyggð og stækkuð hvert af öðru, og að síðustu stórt og vandað íbúðar- hús úr steini reist þar árið 1930. Hér hefir nú verið stiklað á stóru um annan þáttinn í at- höfnum Guðbrandar. En ekki væri öll sagan sögð ef hins væri að engu getið, en það eru hin margþættu félagsmálastörf hans í þágu sveitar sinnar. Er þar skemmst af að segja, að þar hef- ir Guðbrandur verið engu síður ötull og áhugasamur en við bú- skapinn, enda lengst af hlaðinn trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Þannig hefir hann verið deild- arstjóri kaupfélagsins í 30 ár og í stjórn Kaupfélags Borgfirð- inga um skeið. Formaður bún- aðarfélags sveitarinnar í 23 ár. Hreppsnefndarmaður um 30 ára skeið og lengst af oddviti og sýslunefndarmaður síðustu 20 árin. Eru störf þessi með hinum margvíslegu önnum, er þeim fylgja, enginn smáræðis ábætir ofan á umsjá mannmargs, um- svifamikils heimilis. En Guð- brandur er einn þeirra, er aldrei hlífir sér við auknum störfum, ef annars vegar er framfaramál, sem hann getur rétt hjálpar- hönd.Og hins verður einnig hér að gæta, að hann hefir ekki staðið einn í lífinu. Verður hér sem oftar örðugt að meta, hve mikinn hlutá ágæt eiginkona á í unnum sigrum bónda síns. Ó- löf kona hans er framúrskarandi þróttmikil húsmóðir, lífsglöð og æðrulaus, svo að allt verður sem leikur í kringum hana, hversu mikið annríki og umsýsla sem á hana hleðst. Þannig hefir það t. d. atvikast síðan að hið stóra í- búðarhús þeirra var byggt, að flestir sveitarfundir og almenn- ar sveitarsamkomur hafa flutzt að Hrafnkelsstöðum. Hefir það því orðið hlutskipti hennar, sem búin er að bera hita og þunga á fjölmennu, gestkvæmu heimili um fjóra áratugi, og koma af höndum sér 10 börnum, að taka við húsfylli gesta oft á ári og standa þeim fyrir beina, auk daglegs erils aðkomumanna, vegna umboðs- og trúnaðar- starfa húsbóndans. En* öllum þeim átroðningi tekur hún sem sjálfsögðum hlut, og með móð- urlegri umhyggju gagnvart gest- um sínum. Þau hjón hafa þannig verið samvalin og sámhent í störfum sínum og því vel farnast. Þau hafa miklu dagsverki afkastað, hvort sem litið er til hinna miklu búnaðarumbóta heima fyrir, félagsforustu í málum sveitarinnar eða hins stóra mannvænlega barnahóps. Meðal barna þeirra er Ingólfur, sem búið hefir á móti föður sínum á tlrafnkelsstöðum um fullan áratug og verið á síðari árum önnur hönd hans um búnaðar- framkvæmdir allar, svo og Sig- urður, hinn N ötuli mj ólkurbús- stjóri þeirra Borgfirðinga og Mýramanna. Guðbrandur á Hrafnkelsstöð- um getur litið með gleði yfir farinn veg. Honum hefir auðn- ast að afkasta óvenju miklu dagsverki, fyrir sívakandi áhuga, starfsþrek og skapfestu, er aldrei lætur bugast. Vil ég um leið og ég þakka honum ánægjulegt samstarf á liðnum árum, óska honum þess, að ævihaustið verði honum sem ríkulegastur upp- skerutími alls þess, er hann helzt hefir þráð að koma til vegar fyrir jörðina sína, sveit- ina sína og landið sitt. Bjarni Ásgeirsson. Dáuarmimimg Karls Georgs Kristjánssoiiar Ungum piltum mun annað fremur í huga en hugleiðingar um dauðann og fallvaltleik þessa lífs. Þeir eru framar öðr- um börrn lífsins og gleðinnar. Hin hryggilega fregn barst því mjög óvænt að eyrum okkar, um það að Karl Georg Krist- jánsson hefði stórslasast við að leika sér á sleða skammt frá heimili sínu hér í kauptúninu og lézt hann af þeim slysförum að sólarhring liðnum. Karl Var fæddur á Suðureyri 7. okt. árið 1926, sonur hjón- anna Sveinbjargar Júlíusdóttur og Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra. Var Karl hraustur og glaðvær piltur og ötull til allra verka, en þó sérstaklega við allt, er að sjómennsku laut, enda hneigðist hugur hans strax að sjónum, um fermingaraldur, og var hann þar hinn kappsam- asti verkmaður og hinn bezti félagi. Einnig var hann efnileg- ur íþróttamaður, félagslyndur og drengur hinn bezti. Karl var jarðsunginn þann 21. febrúar síðastl. Voru þar samankomnir við kveðjuathöfn- ina allir þorpsbúar, er að heim- an komust, til að votta hinum syrgjandi forledrum og systkin- um samúð sína. K. B. E. Vmir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Þegar þrengjast tekur um hvalina í vökinni, verður þar mikill bægslagangur og sporðaköst. Þeir berjast um að komast upp á yfirborðið til þess að anda, og sá bardagi verður harður, þegar þúsund hvala þvaga brýzt um í einni þröngri vök. Rekur venju- lega að því, að þeir kafna unnvörpum — drukkna bókstaflega, þótt það orð láti einkennilega í eyrum um sjávardýr eins og hvali. Við aðrar þrengingar þessara vesalings dýra bætist svo hungrið, því að þeir geta ekki sinnt því að leita sér ætis. Allur tíminn fer til þess að berjast um það, sem er þeim enn bráðnauðsynlegra: lífsloftið. En það er jafnan draumur veiðimannsins að komast í tæri við slíka hvalaþvögu, ekki sízt, ef hungurvofan situr við dyrnar. Eru hvalirnir þá ýmist skutlaðir eða skotnir í höfuðið. En ekki þykir það þó jafn örugg veiðiaðferð. Ef hvalaþvagan er stór, safnast að henni fólk úr mörgum byggð- arlögum. Það ríður á að ganga fljótt og vasklega til verks, því að einhverja nóttina getur skollið á stormur, hellan brotnað upp og þvagan losnað úr heljargreip íssins. Það var ein hugstæðasta bernskuminning Knúts, er veiðimenn komu heim í hungurbyggðina með sleða sína hlessta hvalspiki úr vökinni við Diskóeyju. Gleði fólksins vat takmarkalaus. Þeir, sem um langt skeið höfðu dregið fram lífið á hákarli og gjöfum þeirra, er skár voru stæðir, settust að veizlu. Og á boðstólum var sá matur, er mestur kjörréttur þykir meðal grænlenzkra Eskimóa: matak. Þeim degi gat maður með skapferli Knúts Ras- mussens ekki gleymt. * Loks rann upp sá dagur, að hin glaða bernska Knúts var liðin. Hann steig á skipsfjöl og sigldi suður með landi. Fjöll æskubyggð- arinnar hurfu og ísjakarnir á sjónum urðu æ færri. Hann var á leið til Danmerkur. Þegar hér var komið sögu, hafði Knútur stundað nám við hand- leiðslu föður síns um nokkurra ára skeið. Hann var lærdóms- maður mikill ogwel að sér í latínu og grísku og kunni auk þess talsvert í hebresku. Knútur hafði erft hæfileika föður síns til málanáms, og hann var þegar kominn ofurlítið niður í latínu og grísku. Svo var ráð fyrir gert, að hann hæfi nám í Herlufs- hólmsskóla. Þar hafði faðir hans numið, og þaðan átti hann beztu æskuminningar sínar — minningar um ryskingar, tóbaksreyk- ingar í laumi, glettur og bellibrögð. Og þegar Knútur tók að þjást af heimþrá. á skipinu, sagði presturinn honum sögur af skólalífinu í Herlufshólmi, unz tilhlökkun hans var endurvakin. Svo komust þeir til Danmerkur. Knútur var glaður í huga, er hann gekk við hlið föður Síns á leið til Herlufshólms. Föður hans var einnig létt í skapi. Hann hafði á hraðbergi ótal sögur frá æskuárunum. Það var auðheyrt, að honum þótti vænt um, að drengurinn hans skyldi nú eiga að ganga í sama skóla og hann hafði sjálfur verið í forðum. . En nú beið Knútur fyrsta ósigurinn í lífinu. Hann féll við inn- tökupróf. Heimförin leið Knúti aldrei úr minni. Þeir feðgarnir gengu þöglir gegnum skóginn. Hvorugur mælti orð frá vörum. Ósjálf- rátt seildist Knútur eftir hönd föður síns, og þeir leiddust um stund. Loks rauf faðir hans þögnina. „Láttu þetta ekki á þig fá, Knútur minn, það eru svo margir aðrir skólar til í Danmörku, og ef til vill hefðirðu alls ekki kunn- að' við þig þarna, þó að ég eigi góðar minningar þaðan..“ En hann gleymdi því, að það voru einmitt minningar og sögur hans sjálfs, er brugðið höfðu mestum Ijóma á Herlufshólms- skóla í vitund Knúts litla. „En ég hefði helzt viljað fara í þenna skóla, sem þú varst í, pabbi,“ sagði Knútur. „Og svo þykir mér svo leiðinlegt að hafa fallið á prófinu." Faðir hans svaraði: „Þú þarft ekki að taka þér það nærri; þú sérð þér farboröa. Það er mér að kenna, að þú stóðst ekki prófið. Það var ég, — ég hafði ekki kennt þér nógu vel það, sem þú þurftir að kunna, og ég ætti að vera hryggur.“ Þá fyrst skildi Knútur, hve heitt faðir hans unni honum, og þessi ferð varð honum fyrst og fremst minnisstæð vegna hins heita straums næmrar föðurástar og skilningsríkrar hlýju, en ekki vonbrigðanna og sárindanna, sem voru því samfara að vera gerður afturreka frá skólanum. Knútur Rasmussen komst í skóla, þótt honum lykjust ekki upp þær dyr, sem hann knúði fyrst á. En það er bezt að segja það strax, að hann, sem síðar varð heimsfrægur vísindamaður og dýrlingur þjóðar sinnar, var enginn námshestur. Hann var hvorki sérlega iðinn né duglegur, en hann vann sér þegar í stað ást og aðdáun allra skólafélaga sinna. Margir kennarar hans urðu lika vinir hans, sumir hverjir ævilangt. Hinu er svo heldur ekki að leyna, að þeir voru til í hópi kennara hans, er litla ást lögðu á hann. Er þar einkum að nefna stærðfræðikennara einn, er oft lék hann grátt, enda var Knútur jafnan veikastur fyrir í stærðfræðinni. Hún var sú námsgrein, sem honum veittist jafnan erfiðust viðfangs. Ef til vill hefir þess æskureynsla hans átt sinn þátt í því, að honum var a)/a ævi lítið gefið um kalda útreikn- inga. Hann kaus jafnan miklu fremur að treysta á hugboð sitt og trú á giftu sína og manndóm. Það kom honum stundum í koll, en hann tók afleiðingunum með fullri karlmennsku og réð ætíð að lokum fram úr hverjum vanda. ❖ Það er oft sagt, að frábærar próflausnir séu ekki einhlítur mælikvarði á hæfileika manna, þegar út í lífið kemur. Þetta sannaðist bezt á Knúti Rasmussen. Maðurinn, sem síðar hlaut fleiri viðurkenningar og meiri sæmdir en nokkur danskur sam- tíðarmaður hans, náði stúdentsprófi með mestu herkjum — flaut á einu stigi yfir tilskilda lágmarkseinkun. Hann fékk að vísu sitt stúdentsskírteini, en mátti áamt þakka fyrir að falla ekki. Tímann Tantar nnglln^a til að bera blaðið til fastra kaupenda. — Þeir sem vildu sinna þessu, tali hið fyrsta við afgreiðsluna Lindargötu 9A. Sími 2323. Samband ísl, satnvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Auglýsing uasi skoðun á Iiifreiðnm I lögsagnar- umdæmi Rcykjavíkur. Samkæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með bifreiða- eigendum, að skoðun fer fram frá 2. maí til 13. júní >þ. á. að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: : - ‘ ► *** 5. K ev*. nm• -w. . ' ■■*•’**' ; 'W. . ■-*- ' •**’ *' Þriðjudaginn 2. Maí R 1— 100 • Miðvikudaginn 3. — — 101— 200 Fimmtudaginn 4. — — 201— 300 Föstudaginn 5. — 301— 400 Mánudaginn 8. — — 401— 500 Þriðjudaginn 9. — — 501— 600 Miðvikudaginn 10. — — 601— 700 Fimmtudaginn 11. — — 701— 800 Föstudaginn 12. — — 801— 900 Mánudaginn 15. — — 901—1000 - Þriðjudaginn 16. — *— 1001—1100 Miðvikudaginn 17. — — 1101—1200 Föstudaginn 19. — — 1201—1300 Mánudaginn 22. — — 1301—1400 Þriðjudaginn 23. — — 1401—1500 Miðvikudaginn 24. — — 1501—1600 Fimmtudaginn 25. — — 1601—1700 Föstudaginn 26. — — 1701—1800 Þriðjudaginn 30. — — 1801—1900 Miðvikudaginn 31. — — 1901—2000 Fimmtudaginn 1. Júní — 2001—2100 Föstudaginn 2. — — 2101—2200 Mánudaginn 5. — — 2201—2300 Þriðjudaginn 6. — — 2301—2400 Miðvikudaginn 7. — — 2401—2500 Fimmtudaginn 8. — — 2501—2600 Föstudaginn 9. — — 2601—2700 Mánudaginn 12. — — 2701—2800 Þriðjudaginn 13. — — 2801 og þar yfir Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar eru annars staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1, og verður- skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar sam- kvæmt ofanrituðu., skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmannsstíg og skipað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ölcumenn bifreiðanna leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild skír- teini, verða þeir Aafarlaust látnir sæta ábyrgð og bif- reiðarnar kyrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) get- ur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma í skrif- stofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjöld og vátrygg- ingariðgjöld ökumanna fyrir tímabilið 1. júní 1943 til 31. marz 1944 verða innheimt um leið og skoðun fer fram, en til 1. maí n. k. verður gjöldum veitt viðtaka í skrifstofu tollstjóra í Hafnarstræti 5. Séu gjöldin ekki greidd við skoðun eða áður mega menn búast við því, að bifreiðarnar verði stöðvaðar. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík Reykjavík, 24. apríl 1944. Torfi Hjjtirtarson. Atgnar Kofoed-Hansen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.