Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.04.1944, Blaðsíða 4
172 TÍMIW. fimmtudaginn 27. april 1944 44. Iilaft ÚR BÆNIIM Afli Reykjavíkurbáta. Aðeins þrír bátar hafa gengið írá Reykjavík í vetur með línu, þeir „Jón Þorláksson," „Ásgeir" og „Austri". Munu þeir tveir fyrrtöldu vera búnir að fá á 9. hundrað skippund af fiski, en „Austri" nokkru minna, enda varð hann fyrir áfalli i byrjun vertíðar. Sjö bátar hafa gengið með tog og eru það þeir „Ársæll" (15 smál.), „Freyja" (71 smál.), „Gestur" (34 smál.), „Hermóð- ur" (39 smál.), „Maí" (52 smál.), „Skálafell" (53 smál.) og „Þorsteinn" (61 smál.). Heldur hefir afli verið treg- ur á togbátana. Yfirleitt er nú afla- lítið víðast í verstöðvunum, en vertíð- arafli er samt orðinn góður hjá mörg- um. Oddfellowreglan. Þessi merki félagsskapur minnist nú þessa dagana 125 ára afmælis síns. Reglan er þekkt hér á landi, einkan- lega fyrir brautryðjendastarf sitt og stuðning við ýms mannúðarmál. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Margrét Kristjánsdóttir og Baldvin Pálsson, eigandi „Pennans." Benzínskammtur. í fkömmtun þeirri, sem fram fer á benzíni fyrir tímabilið 1. maí til 1. sept., á skammturinn að aukast á flestar venjulegar bifreiðir. Einnig eiga að gilda áfram þeir miðar. sem menn kunna að eiga eftir frá 1. skömmtunar- tímabilinu. , Búfé. Lögreglustjóri auglýsir aðvörun um að hross og sauðfé megi ekki ganga sjálfala innan lögsagnarumd. Reykja- víkur. Ætti þetta einkum að vera til athugunar fyrir menn, sem eiga sauð- fé, því raunalegt er t. d., þegar sauðfé kemst í garða og eyðileggur máske á skammri stund trjágróður, sem kostað hefir mikla elju og umönnun að ann- ast og er í þann veginn að verða til hinnar mestu prýði og yndis, eins og fagur trjágróður er jafnan þeim, sem fegurð unna. Elliheimilið. Á Elliheimilinu Grund eru nú um 170 vistmenn, en f jöldi manns kemst ekki þangað vegna húsnæðisleysis. í ráði er nú að bæta úr þessu með því að reisa stórhýsi í viðbót við fyrri bygg- ingar. Er vel farið, að eldra fólkið fái sín eigin heimili, því oft er eins og því sé ofaukið meðal þeirra, sem enn eru í blóma lifsins og í alls konar starfi og stríði. En væri ekki meira vit i, að reisa elliheimili í sveit Æða a. m. k. þar, sem nokkurt landrými er? Margt eldra fólk myndi hafa unun af og geta gert gagn við að hirða lítilsháttar garða eða grasbletti, og jafnvel eitthvað af skepnum, t. d. alifugla. Þetta myndi oft gera gamla fólkinu lífið ánægju- legra. „Bjallan". Blað nokkurra Samvinnuskólanem- enda, er Bjallan heitir, hefir borizt Tímanum. Er það snoturt að frágangi og skrifa í það ýmsir höfundar, þar á meðal er viðtal við Einar Árnason, form. Sambands ísl. samvinnufélaga. Landsneíad lýðveldís- kosninganna . . . (Framh. uf l.^síðu) — Hver kjörseðill er, að efni til, í tvennu lagi. Á efri hluta hans er tillaga um niðurfelling Sambandslagasamningsins, en neðri hlutinn er um lýðveldis- stjórnarskrána. Það eru því tvær tillögur, sem greiða þarf um atkvæði, en það gerist með því að merkja kross framan við þær, með venjulegum hætti. Krossarnir eiga því að verða tveir á hverjum seðli, ella er at- kvæðagreiðslunni ekki gerð full skil. Það er ástæða til að vekja athygli á þessu, þar sem kjör- seðlarnir eru nokkuð óvenju- legir og því nokkur hætta á, að kjósendum geti sést yfir það, að greiða þarf atkvæði um tvær til- lögur á einum og sama kjör- seðli. Að lokum vil ég bæta því við, að þess á að mega vænta, að all- ir íslenzkir kjósendur fylki sér af einhug um þessa atkvæða- greiðslu. Ekkert má hindra þá frá þátttöku, nema alveg óvið- ráðanleg forföll. Verum þess minnugir, að þátttaka okkar í atkvæðagreiðslunni og úrslit hennar, verður í augum stór- þjóðanna, lóð á metaskálarnar um frelsi okkar og sjálfstæði í framtíðinni. Ef við ætlumst til þess, að þær virði og meti frelsi okkar og sjálfstæði, þá verðum við sjálfir að sýna það að þjóðin standi sem einn maður um stofnún lýðveldisins. Enginn má því skerast úr leik um að gera Danski rithöfundurinn, Peter Preuchen, slapp í vor úr greip- um Þjóðverja og komst til Sví- þjóðar.Hér á landi er hann kunn astur fyrir bók sína, „Æska mín í Grænlandi". Eftir hann er og saga Knúts Rasmussens, er nú birtist í Tímanum. Maður drukknar Er „Goðafoss" var á leið til útlánda í síðustu ferð sinni, tók út einn skipverja, Ólaf Guð- mundsson bátsmann, og drukknaði hann. Ólafur var Reykvíkingur, til heimilis að Þverveg 40 í Skerja- firði, hálf-fertugur að- aldri. Hann var kvongaður og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Helgi Elíasson skip- aður íræðslumála- stjóií Jakob Kristinsson fræðslu- málastjóri sótti nýlega um lausn frá embætti sínu, sökum heilsu- brests, og hefir kennslumálaráð- herra nú veitt honum lausn frá 1. ágúst næstkomandi að telja. Jafnframt hefir Helgi Elíasson skrifstofustjóri verið skipaður fræðslumálastjóri frá sama tíma að telja. Sigurður Einarsson dósent hefir verið skipaður skrifstofu- stjóri fræðslumála í stað Helga, en i/onum hefir að sjálfs ósk verið veitt lausn frá dósents- embætti frá 1. maí að telja. Verkamannafélagið „Dagsbrún" kaupir landsspildu í Bisk- upstungum Verkamannafélagið Dagsbrún hefir fest kaup á þrjátíu hekt- örum lands úr jörðinni Stóra- Fljót í Biskupstungum. Er spilda þessi ræktargott gróðurlendi, og mun félagsstjórnin og aðrir, sem beitt hafa sér fyrir land- kaupum þessum, hugsa sér að þarna verði, er fram líða stund- ir, reist hvíldar- og hressingar- heimili fyrir reykvíska verka- menn. Dagsbrúnarfundur lagði ný- lega samþykki sitt á kaupin og fól stjórninni að skipa nefnd manna til þess að vinna að fjár- öflun til framkvæmda eystra. Innrásín 'á megin- landið (Framh. af 1. síðu) ýmsar innanlandstilskipanir, samgöngubönn og margskonar íhlutun hernaðaryfirvaldanna á þeim svæðum, er bezt liggja við til innrásar á meginlandið. Það er því ekki að undra, þó gamla spurningin: Hvenær verður innrásin? leiti af aukn- um þunga á" hugi stríðandi og líðandi, vonandi o^ bíðandi, uggandi og kvíðandi fólks í hin- um hrjáða heimi. hlut okkar þar sem beztan. Það er þess vegna þjóðarnauðsyn að þátttakan í atkvæðagreiðslunni verði meiri og glæsilegri en nokkur dæmi eru til. Hitt dreg ég ekki í efa, að þeir, sem að kjörborðinu ganga, munu alir greiða atkvæði á þann hátt, sem til sæmdar og sigurs leiðir. Aðvörmi til sauðfjár- og hrossaeígeuda Hérmeð skal brýnt fyrir hlutaðeigendum, að sauð- kindur og hross mega ekki ganga laus á götum bæjarins né annars staðar innan lögsagnarumdæmisins, nema maður fylgi með til að gæta þeirra, eða séu í öruggri vörzlu. Brot gegn þessu varða sektum og ber eiganda auk þess að greiða allan kostnað við handsömun og varðveizlu skepnanna. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. apríl 1944. AGNAR KOFOED-HANSEN. Angiýsing' um benzínskömmtun Samkvæmt auglýsingu atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytisins frá 12. apríl 1944 skulu benzínskömmtun- armiðar, sem menn kunna að eiga ónotaða frá 1. skömmt- unartímabili þessa árs; gilda áfram á 2. skömmtunartíma- bil. Bifreiðaeigendur, sem rétt eiga á benzínskammti fyrir 1. tímabil, en hafa enn eigi sótt hann, skulu sækja hann fyrir 1. maí næstkomandi, þar eð þá hefst nýtt skömmt- unartímabil. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. apríl 1944 i, Ag-nar Kofoed-Hansen Danmörk eftlr heriiámilí Tvo fyrirlestra um þetta efni heldur OLE KIILERICH, ritstjóri í Tjarnarbíó sunnudaginn 30. apríl kl. 1,30 e. h. Öllum heimill aðgangur. Aðgöngumiðar á kr. 3 í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. NORRÆNAFÉLAGIÐ FRIE DANSKE I ÍSLAND . DET DANSKE SELSKAB FORENINGEN DANNEBROG . DANSK-ÍSLENZKA FÉLAGIÐ Á vífSavangi. (Framh. af 1. síðu) sem vonandi er senn á enda, að verkalýðsfélögin hafa meira. beitt sér í neikvæða átt en já- kvæða hér á landi, þótt að þar séu ýmsar góðar undantekning- ar, svo sem á ísafirði og víðar. Það ber að_ fagna hverri til- raun, sem verkalýðsfélögin reyna til umbóta fyrir verka- menn. Og eitt af umbótamálun- um, sem bíða þeirra, er að koma upp hressingar- og hvíldarstöð- um í sveit, þar sem verkamenn og fjölskyldur þeirra geta dval- ið um tíma að sumrinu. „Njóta sannmælis". Morgunblaðið var að kveina í gær í aðalleiðara sínuni yfir því að Framsóknarmenn vilji ekki láta andstæðingana njóta sann- mælis. Á blaðið þar við, að Ing- ólfur á Hellu, Eiríkur Einarsson, Jón á Reynistað og aðrir slíkir hafa ekki verið viðurkenndir sem jafningjar Sveinbjarnar, Hermanns og annarra, sem mest hafa unnið að því að koma afurðasölu bænda í betra horf. Ef. einhverjir Sjálfstæðismenn skyldu gera eitthvað til gagns bændastéttinni, þá er auðvitað sjálfsagt að láta þá njóta sann- mælis. Úr hréi'i. Merkur maður skrifar Tíman- um m. a.:-------„Hér á landi eiga að vera þrír flokkar. Afætu- flokkur, sem í séu gróðabralls- menn, iðjuleysingjar og eyðslu- belgir. Öreigaflokkur, sem í sé byltingasinnaður lýður og menn, sem alltaf eru óánægðir með allt og alla, og ýmsir ráð- leysingjar. Og svo í þriðja flokknum eiga að vera frjáls- lyndir umbótamenn, sem eru sjálfstæðir í hugsun og verki, en þó félagshyggjumenn — menn, sem vilja í alvöru að sem flestir séu efnalega sjálf- stæðir og sjálfbjarga. Sá flokk- ur á að vera lang fjölmennast- ur og ráða mestu í landinu. Það eiga að vera nógir menn til í slíkan flokk, og það er þjóðar- nauðsyn að þeir sameinist í eina sterka fylkingu, hvar sem þeir kunna að telja sig í flokki nú sem stendur". — — Þessi umsögn er mjög athyglisverð. Hugleiðíngar um sfjórnskipun rikisins (Framh. af 2. slðii) fyrir betri afgreiðslu málanna. Mikilvægustu málin, fjármálin, hafa þegar verið tekin til af- greiðslu í einni málstofu. Virð- ist þá ástæðulaust að ræða þau málefni, sem minna er um vert, í. tveim. Vafalaust er, ef mál- stofan væri aðeins ein, mundi það mjög greiða fyrir þingstörf- unum og þá stytta þingtímann. Hins vegár virðist geta komið til mála að hafa tvær máls- stofur, en þá ætti skipun þeirra að vera raunverulega breytileg og störf hvorrar deildar afmörk- uð gagnvart hinni. Ef að slíku ráði yrði horfið, sýnist ráðlegt að viðhafa kjörmannakjör til efri deildar og láta t. d. væntan- leg fjórðungsþing velja þing- menn efri deildar. VII. Til þess að ganga frá gagn- gerðri endurskoðun hinna nýju stjórnskipunarlaga, væri æski- legt að setja á fót þjóðfund, eða sérstakt stjórnlagaþing. Það ætti að tryggja það, að mál þetta yrði rætt út af fyrir sig og án hrossakaupa út á við. Málið er svo mikilvægt, að það er þess •GAMLA BÍÓ- Vaskír drengir (Gallant Sons) JACKIE COOPER, BONTIA GRANVILLE, GENE REYNOLDS. ___________Sýnd kl. 1 og 9. Fálkinn off óþekkti morðinginn (The Falcon Strikes Back) TOM CONWAY. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ¦ NÝJA EÍÓi Skæruhermenn (Chetniks, The Fighting Guerrillas). Kvikmynd um hetjudáðir júgóslavnesku hetjunnar DARJA MIHAILOVITCH. Aðalhlutverk: ANNA STEN Og PHILIP DORN. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. M4B l Hjartans þökk fyrir hlýjar kveðjur, gjafir og aðra vinsemd, er mér var sýnd á 95 dra afmœlinu. ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Bjarnastöðum. Stúlkur vantar i eldhúsið á Kleppsspítalanum, sem fyrst. - Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna, Fiskifélagshúsinu. Starfsstúlkur starismenn vantar á Kleppsspítalann 1. maí n. k. Tilkynning til innflytjenda Ýmsar vörutegundir, sem ísland flytur inn frá Banda- ríkjum Norður Ameríku, eru nú háðar ákveðnum út- flutningskvóta þar. Kvótarnir eru ýmist bundnir við magn eða verðmæti og gilda fyrir einn ársf jórðung, hálft ár, eða eitt ár í einu. Sendiskrifstofa íslands í Washington mælir með beiðn- um um útflutningsleyfi innan þeirra takmarka, sem kvót- inn segir til um. Framvegis mun sendiráðsskrifstofan ekki geta mælt með slíkum beiðnum nema fyrir liggi jafnframt yfirlýsing um að gjaldeyris- og innflutnings- leyfi sé fyrir hendi fyrir tilsvarandi upphæð eða vöru- magni. Þegar innflytjendur gera kaup á vörum í Bandaríkj- unum þurfa þeir því að tilkynna viðskiptafirmum sínum þar leyfisnúmer og upphæð eða vörumagn, er leyfið gild- ir fyrir, til þess að viðskiptafirmun geti látið þessar upp- lýsingar fylgja umsóknum um framleiðslu- og útflutn- ingsleyfi, til skrifstofu sendiráðsins. Mun verða gengið ríkt eftir að þessum fyrirmælum verði fylgt. Ef innflyténdur flytja inn vörur á leyfi annarra aðila þarf frámsal þeirra leyfa að hafa farið fram áður en framangreindar uplýsingar eru tilkynntar hinum er- lendu aðilum, og geta þá innflyténdur, þar sem þess ger- izt þörf, fengið framseld leyfi sameinuð í eitt. 26. apríl 1944. Viðskiptaráðið* vert, að tryggt sé, að það eitt sé rætt og afgreitt án tillits til annara þjóðmála. Næsta Alþingi þarf því, að setja lög um skipun þjóðfundar. Stjórnarskrá þjóð- fundarins ætti síðan að fá stað- festingu með sérstakri þjóðarat- kvæðagreiðslu. Seyðisfirði, 8 .apríl 1944. Hjálmar Vilhjálmsson. Eí rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Htit'um rúðugler af tillum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Síml 4160.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.