Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 2
178 TÍMUNTV, fimmtudaginn 4. mní 1944 46. bla-ft limtnn Fimmtudagur 4. maí Hueykslísmál við háskólann Þau tíðindi, að kennslumála- ráðherra hefir skipað Sigurð Einarsson dósent til að gegna einu þýðingarmesta embættinu i fræðslumálastjórn landsins, hafa vakið meira en litla undr- un. Má óhætt segja, að önnur stjórnarráöstöfun hafi ekki þótt furðulegri um langt skeið. Ástæðan til þessarar furðu er sú, að síðastl. haust vék kennslu- málaráðherra Sigurði Einarssyni úr dósentsembættinu við guð- fræðideild háskólans um stund- arsakir. Pyrir þessari frávikn- ingu var gerð sú grein, að ráð- herranum hefði borizt kæra frá samkennurum Sigurðar, guð- fræðiprófessorum Magnúsi Jóns- syni og Ásmundi Guðmunds- syni, þar sem bornar væru slík- ar stórsakir á Sigurð, að óhjá- kvæmilegt væri aö víkja honum úr embætti meðan mál hans væri rannsakað. Ráðherrann fól síðan Bjarna Jónssyni vígslu- biskupi og Jón Ásbjörnssyni hæstaréttarlögmanni þessa rannsókn. Það munu vafalaust allir hafa talið víst, að niðurstaða þessar- ar rannsóknar gæti ekki orðið nema á tvo vegu: Annað hvort reyndist Sigurður sekur og yrði þá að þola endanlega brottvikn- ingu og eiga ekki afturkvæmt í trúnaðarstarf hjá ríkinu ell- egar reynist hann sýkn saka og yrði þá látinn fá embætti sitt aftur og Magnús og Ásmundur væru þá látnir sæta hæfilegri hegningu fyrir tilraun sina til að ræna starfsbróður sinn emb- ætti og mannorði. Hvorugt af þessu skeður. Ráðherrann reynir að þegja rannsóknina í hel. Það fyrsta, sem fregnast af málinu, er skip- un Sigurðar í enn þýðingar- meira og launahærra embætti en dósentsembættið er. Hér getur ekki verið um ann- að en hneyksli að ræða. Hafi rannsóknin leitt í Ijós, að Sigurður væri sekur, er það full- komið hneyksli að veita honum nýtt og þýðingarmeira embætti. Hafi Sigurður hins vegar reynzt sýkn saka, væri það ekk- ert óeðlilegt, þótt honum væri launuð óþægindi og ærumeiðing með betra og launahærra starfi. En það væri aðeins önnur hlið málsins. Hlutur kærendanna værieftir. Þeir væru þá orðnir sannir að því að hafa reynt með órökstuddum ásökunum að ræna starfsbróður sinn embætti og æru. Við kirkju og kristni ís- lands væri það óverjandi yfir- hylming og glæpur af ráðherr- anum að láta slíka menn gegna áfram kennslu við guðfræði- deild Háskólans. Þjóðin verður að fá þetta mál upplýst. Eins og málið stendur nú eftir stöðuhækkun Sigurðar hefir hún helzt ástæðu til að halda, að sakirnar gegn honum hafi verið ósannar, en starfs- bræður hans hafi reynt að svipta hann æru og embætti með sví- virðilegustu rangindum. Það er óþolandi grunur fyrir kristni og kirkju landsins, að slíkir menn annist uppfræðslu hinna verð- andi kennimanna. Ráðherranum dugir ekki yfir- hylming í þessu máli fremur en Þormóðsmálinu. Hann verður að birta kæruna og álit rann- sóknarnefndarinnar í heilu lagi. Það verður að upplýsast, hverjir séu hinir raunverulegu söku- dólgar, Sigurður, ráðherrann eða guðfræðiprófessorarnir og síðan verða hin endanlegu dómsúrslit að fara eftir því. Jafnframt því, sem þessa er krafizt, verður eigi hjá því kom- izt að segja það, að hneykslis- verk umrædds ráðherra eru orð- in svo mörg, að furðulegt er, ef ríkisstjóri og forsætisráðherra vilja lengur bera ábyrgð á hon- um í ríkisstjórninni. Af fyrri af- glöpum hans má minna á mál Jóns ívarssonar, aðgerðaleysi hans I kosningamálinu á Snæ- fellsnesi, og þó fyrst og fremst á dómarastörf hans í hæstarétti jafnhliða því, sem hann hefir verið dómsmálaráðherra. Þ. Þ. J6n H. Þorbergsson, Laxamýris Tekið svari landbiín- aðarins ©g bænda Það vill brenna við um þessar mundir, að andi fremur kalt frá mönnum og málefnum í garð bænda og landbúnaðarins. Al- kunnugt er hvernig forvígis- menn verkalýðsins snerust gegn samkomulagi vísitölunefndar landbúnaðarins og urðu sér til skammar, samkvæmt áður gerðu samkomulagi. Mörg dagblaðanna fárast yfir þvi hvað neyzluvara landbún- aðarins sé dýr, þar á meðal er blaðið „íslendingur" á Akur- eyri. Ritstjóri þess, Jakob Ó. Pétursson, er sveitadrengur, en þó svona laus við ræktarsemi og skilning á málum sveitanna, að af rithætti hans er hægt að láta sér detta í hug að hann hafi valið sér fyrir aðalverkefni sem blaðamaður, að ala á rógi í garð bænda landsins við neytendur landbúnaðarafurða í kaupstöð- um og er það óneitanlega mjög lélegt stefnumið. Ég lít hér ofan í síðasta „íslending", sem barst mér í hendur, blaðið frá 1. fe- brúar. Þar stendur þessi klausa: ~^Ei eitthvert skipulag væri á framleiðslunni, mundi dilkakjöt framleitt í þeim héruðum sem komast af með minnst fóður handa fénu, en í hinum fóður- þyngri héruðum, sem oft er í nánd við beztu mjólkurmarkað- ina, yrði áherzla lögð á mjólk- urframleiðslu. Og það er einmitt þetta skipulag sem vantar. Ríkissjóður getur ekki til lengd- ar risið undir því að greiða miljónir króna á ári í uppbætur á sauðfjárafurðir og þvi er það óumflýjanleg nauðsyn, að breytt sé um búnaðarháttu. Það be,^ ekki vott um búhyggindi íslend- inga, að þeir skuli flytja inn smjör frá Ameríku um leið og þeir bera kjöt í hraungjótur". Þetta er augljós rógur um landbúnaðinn. Það . er gefið fyllilega í skyn að bændur hafi ekkert verksvit, hafi ekkert skipulag í framleiðsluháttum, að þeir fái miljónir króna ár- lega í uppbætur á sauðfjáraf- urðir og að þeir beri kjötið í hraungjótur. Nú er það vitað, að bændur, í heilum héruðum, hafa að undanförnu komið upp mjólkursamlögum og skipulagt í sambandi við þau mjólkur- vinnslu og mjólkursölu. Á sama tíma hafa þeir með samtökum og margskonar framtaki aukið stórum framleiðslumagnið með kynbótum búfjár og með því að slétta tún sín og nota heyvinnu- vélar. Þeir hafa komið upp slátur- og frystihúsum, komið á félagsflutningum á mjólk o. fl. Sauðfé hefir stórfækkað í hér- uðum, þar sem mjólkursalan er mest stunduð — eða í þeim hér- uðum, sem ritstjóri „íslendings" talar um að séu „fóðurþyngst". Sjálfsagt hefði sauðfé fækkað þar enn meira, ef bændur hefðu fengið arðvænlegt verð fyrir mjólkina að undanförnu, áður en verðbreytingin varð vegna stríðsins og svo þykir nú ekki þægilegt að búa alveg sauðfjár- laus. Mjólkurverðið fyrir stríð var til bændanna alloftast 15— 19 aurar lítrinn. Lítil fóðureyðsla handa sauð- fé er ekki sá eini mælikvarði fyrir æskilegri aðstöðu til sauð- fjárræktar. Landkostir sumar- hagans og það hve fljótlegt er að afla heyjanna, hefir mest að segja. Ritstj. minnir á miljónastyrk- inn í verðbætur á sauðfjáraf- urðir. Þess ber þá að geta um leið að þessi styrkur er líka neytendastyrkur til hans sjálfs og allra þeirra, sem kaupa kjöt- ið, og er veittur vegna óviðráð- anlegra atburða og svo líka til að halda niðri vísitölunni, en verður að sjálfsögðu lagður nið- ur að stríðinu loknu. Og ekki hefir ríkisstyrkurinn verið veitt- ur nema 1942. Um smjörið er það að segja að eftirspurnin hefir margfaldazt nú á stuttum tíma og því ekki hægt að ætlast til að framleiðslan aukist nóg- samlega á jafnskömmum tímá. Þá finnst ritstjóranum að sjálf- sögðu nauðsynlegt að minna á hraungjótukjötið — rétt einu sinni enn —. Við, sem þekkjum til, erum ekkert undrandi, þó að eitthvaö af kjötinu verði sem úrgangsvara og ónýtt á mat- vöndu heimili, þar sem íslenzka þjóðin er, þegar neytendur flestir hafa nóga peninga. Við bændur höfum ekki við að borða allt rollukjöt og kýrkjöt.sem öll- um fjölda neytenda í bæjunum dettur ekki í hug að leggja sér til munns. Á síðasta hausti var okkur tilkynnt að lakasta ær- kjbt og kýrkjöt yrði ekki tekið í verzlanir. Ég læt nú ritstjóra íslendings eiga sig að sinni, en sný mér að ritstjóra „Preys". Er mögulegt fyrir bændur að una því að rit- stjóri bændablaðsins „Freyr", Árni G. Eylands, fylli flokk þeirra manna, sem skrifa á móti íslenzkum landbúnaði og það í bændablaðið. í síðustu ára- mótagrein sinni segir hann meðal annars: „Það var viðurkennt, og Jafn- vel að lögum gert, á árinu 1943, að bændum og öðrum, sem vinna að landbúnaðarfram- leiðslu, beri sömu laun og öðrum þegnum þjóðfélagsins, er að framleiðslu vinna. Þetta er mik- ill viðburður, og á þessu bygg- ist góð afkoma fjölda bænda á ¦ því ári og sæmileg afkoma þeirra jvelflestra/En það eru tvær hlið- , ar á þessum verðlaunapeningi ;eins og öðrum slíkum, og bak- hliðin er ill viðkomu. Það hefir komið eftirminnilega fram, að ef bændur eiga að fá „fullt kaup" fyrir vinnu sína, án af- sláttar, verður ekki hjá því komizt, að vörur þær, er þeir framleiða á búum sínum, verði svo dýrar að til vandræða horfi fyrir þjóðfélagið. Kemur þar fram sú staðreynd, að fram- leiðsluhættirnir eru yfirleitt ennþá hvergi nærri komnir í það horf að viðunandi sé." Fyrir utan það, hvað hér er klaufalega að orði komizt, t. d. þar sem ritstj. talar um sæmi- lega afkomu velflestra þeirra bænda, sem höfðu góða afkomu, þar sem hann minhist á illa við- komu á bakhlið verðlaunapen- ings, um vörur, sem bændur framleiði á búum sínum og um fullt kaup án afsláttar, kemur hér greinilega í ljós þetta: Ef bændur eiga að bera jafnmikið úr býtum og annað vinnandi fólk í landinu, horfir það til stórvandræða fyrir þjóðfélagið. Þessi kenning miðar að þvi að leggja landbúnaðinn í rústir, því fólkið situr við þann eldinn, sem bezt brennur. Sé verðlaginu hag- að þannig að óarðvænlegt sé að stunda framleiðsluna, hverfur fólkið frá henni, og þá horfir til atvinnuleysis og landauðnar. Að framleiðendur beri sem mest úr býtum er nauðsynlegt fyrir land og þjóð, en kenning Ey- lands er stórhættuleg fyrir þjóð- félagið. Ritstj. virðist vera sama Fréttaritarinn, sem ekki getur sagt satt Eitt af því, sem flest blöð leggja mikla áherzlu á, er að flytja lesendum sínum fréttir. Fréttir af mönnum, málefnum og atburðum, er gerast á hinum ýmsu stöðum. Öll stærri dagblöð leggja mikla áherzlu á að frétta- burður þeirra sé sem mestur og beztur, það er að fréttirnar séu sem áhrifamestar fyrir lesand- ann, en þó sannar. Til þess að fullnægja þessum þætti blaða- mennskunnar sem bezt, hafa dagblöð t. d. í Reykjavík, frétta- ritara á hinum ýmsu stærri stöðum úti um land og jafnvel í öðrum lóndum. Til þessa vanda- sama starfa hygg ég að blöðin reyni að velja þá menn, sem þau geta treyst, enda bera blöðin ábyrgð á fréttum sínum, þótt nafn eða merki einstakra frétta- ritara sé sett undir fréttirnar, nema blaðið taki annað sérstak- lega fram. Ég hefi stundum orð- ið þess var, að einstakar fréttir vissra blaða eru ekki sannleik- anum samkvæmar, en ég hefi litið svo á, að um óhöpp væri að ræða, sem í hvert sinfi stöfuðu sinnis og mjög margir skrifandi menn í landinu, að bændur eigi að vera þrælar þjóðfélagsins, svo að fólkið í kaupstöðunum geti fengið ódýran þann mat, sem það getur ekki lifað án. Ritstjórinn telur það mikinn viðburð að á árinu 1943 hafi það verið viðurkennt að bændur sem kaupþegar væru jafn rétt- háir og aðrir vinnandi menn í landi hér. Ég minnist þess ekki, að sami ritstjóri teldi það mik- inn viðburð, er bændur voru kúgaðir til þess að selja dilka sína á y3 framleiðslukostnaðar- verðs; en þess er þó ekki langt að minnast. Hvernig lízt bænd- um á ritstjóra bændablaðsins? Ritstjórinn tekur í sama streng og aðrir um ástæðuna fyrir dýr- leika á vörum bænda, það er sleifarlag þeirra, sjálfra. Vel hefði hann þó mátt benda á það, að ekki hafa bændur tekið upp 8 stunda vinnudag og ekki hafa þeir unnið að því að kaup- ið yrði það hátt að það næmi 90% af framleiðslukóstnaðar- verðinu, eins og nú er. Annars má skilja orð ritstjórans á þá lund, að hann viti bókstaflega ekkert um hvar komið er bún- aðarframförum hér í landi. Nýlega hlustaði ég á útvarps- erindi forseta Fiskifélagsins, um nytsemi sjávarútvegsins fyrir þjóðfélagið. Var það að 'sjálf- (Framh. á 4. síðu) Guðmundar Davíðssoa: Eflíng Trjáræktar- og blómræktarsjóðs Minningargjafir um fæðingu barna Meðan skógarins naut við, í í hverri sveit á landinu, mátti segja, að hann væri í flestum sviðum undirstaða að velmeg- un fólksins. En hann var ekki einungis bjargvættur þess hluta landsmanna, sem bjó í sveitum landsins, heldur líka — og ekki hvað sízt, þeirri stétt manna, sem hafði fjöl undir fótum úti á hinum víða sæ. Margur sjó- maðurinn hefir átt skógartrján- um líf sitt að þakka, frá því er sögur fara af, er fyrsta fleytan var útholaður trjábolur, og til fljótandi halla nútímans. Sjómannastéttin getur því ekki, frekar en aðrir landsmenn, sneitt sig alveg hjá þátttöku í skógræktarstarfi. Á sama hátt og jarðyrkjumaðurínn, sem gróðursetur tré og fær það til að vaxa, ræktar þak yfir höfuð- ið, gæti sjómaðurinn stutt að gróðursetningu fjala í bátinn undir fætur sér. Ég minnist á þetta sökum þess, að raddir hafa heyrzt um, að skógrækt væri sjómanna- stéttinni óviðkomandi mál. Hvert sem litið er í þjóð- lífinu og hvar sem athafnir manna, á sjó eða landi, eru at- hugaðar, sér maður skógartrén, beinlínis eða óbeinlínis, grípa inn í verkahring manna, og eru nálega ekki síður lífsskilyrði fyrir fólk en matur og drykkur. Nýlega er stofnaður sjóður, er nefnist Trjáræktar- og blóm- ræktarsjóður. Hann er stofnað- ur í því skyni að styrkja tvo efnilega unglinga — dreng og stúlku, — á ári hverju, til að nema trjárækt og blómjurta- rækt, og til að verðlauna menn fyrir vel ræktaða skrautgarða við heimili sín. Þeir, sem stofn- uðu sjóðinn, voru starfsfólk Al- þingis 1943. Var það gert í minn- ingu um, að þá voru liðin rétt 100 ár frá endurreisn Alþingis. Sjóðurinn er nú um 1760 kr., og ávaxtaður í Söfnunarsjóði fs- lands. Skipulagsskráin er birt í B-deild stjórnartíðindanna. Þess er vænzt, að allir, sem unna trjárækt og blómjurtarækt í landinu, leggi af mörkum dá- litla upphæð sjóðnum til efling ar, svo að hann geti sem fyrst náð því marki, sem honum er sett. Styrkveiting úr sjóðnum getur ekki komið til greina fyr en vextir hans nema minnst 500 kr. á ári. . Varla er ástæða til að fjölyrða mikið um, að hverju gagni slík- ur sjóður gæti orðið í framtíð- inni, til eflingar trjárækt og annara fegurðarjurta í landinu. Það ætti að vera augljóst mál. En hann ætti líka að skapa sið- bætandi hugsunarhátt hjá æskufólki og koma þeim skiln- ingi inn í meðvitund manna, að gróður jarðar, hverju nafni sem nefnist, hafi rétt á að lifa og þroskast mönnum til gagns, og að hann eigi að rækta fólk- inu til framfara og menningar, en ekki spilla honum að óþörfu, eins og oft hefir átt sér stað og enn gætir óþarflega mikið. Lítið frjáfræ getur með tím- anum orðið að risavöxnu tré, ef það nýtur góðra vaxtarskilyrða og því vilja engin slys til. Svo er um þenna litla sjóð. Vöxtur hans og framför í landinu er undir því komið, að fólkið sýni honum álíka ræktarsemi og náttúran gerir, þar sem hún ræktar og elur upp hinn fegursta trjá- gróður og blómjurtasafn. Auk gjafa og áheita, sem vænta má að sjóðnum hlotnist frá fólki, sem hefir áhuga á trjárækt og blómjurtarækt, skal benda hér á aðferð, er vel mætti verða honum til skjótra framfara, og áformað er að tekin verði upp frá og með 1. júlí n. k. Hún er sú, að farið er fram á, að öll hjón á landinu greiði í sjóðinn minnst 10 kr., sem minningargjöf um fæðingu hvers barns, sem þau eignast. Fæðingardagur barns er gleði- dagur foreldranna, ef móður og barni heilsast vel.»En dánardæg- ur er sorgardagur, þó er hann oft heiðraður með minningar- gjöf um hinn dána, sem færð er einhverri stofnun. Hví skyldi þá ekki gleðidagsins vera minnst með fæðingardagagjöf, þegar ny lífvera^er i heiminn borin, ekki síður en þeirrar, sem úr hon- um hverfur. Þó að hér sé gert ráð fyrir að foreldrar barnsins gefi sjóðnum minningargjöf, er ekki síður vel við eigandi, að skyldmenni og vinafólk foreldr- anna samgleðjist þeim og heiðri minningu barna þeirra á sama hátt, með fæðingardagsgjöf. Sem kvittun, fyrir mótteknar fæðingardagsgjafir, mun stjórn sjóðsins afhenda sérstök smekk- leg kort með áletruðu nafni barnsins, fæðingardegi þess og heimilisfangi. Er því nauðsyn- legt að glöggar upplýsingar um þetta fylgi hverri gjöf. En hún gæti vitanlega ekki verið afhent fyr en eftir að barnið er skírt. Þó að minningargjöf um fæð- ingu hvers barns sé áætluð 10 kr., er þó hver sjálfráður um, hvað hann greiðir til sjóðsins fram yfir þá upphæð. Sjóðurinn þarf að vaxa svo, að hann verði að minnsta kosti jafn að krónutali og tala íslend- inga er í landinu. Hann ætti á næstu árum að vera fær um að styrkja minnst 10 unglinga á ári til að nema trjárækt og blómjurtarækt, og geta þó veitt ríflégar verðlaunagjafir handa þeim, sem fóstra við heimili sín tré og blómjurtir — þessi eftir- lætisbörn náttúrunnar. Önnur blöð eru vinsamlega beðin að birta þessa grein. annað hvort af því að frétta- ritarinn fengi rangar upplýsing- ar og sendi því óafvitandi ó- sanna frétt eða þá að fréttin brjálaðist í meðförum blaðsins og er slíkt afsakanlegt, þótt leitt sé, enda er þá venjan að blöð leiðrétti slíkt, ef þess er óskað. Tvö atvik, sem komið hafa fyrir í vetur, hafa hins vegar sannfært mig um að um áður- greind óhöpp er ekki að ræða hvað við kemur fréttaburði Al- þýðublaðsins og fréttaritara þess á Siglufirði, heldur ósann- an fréttaburð, settan fram að yfirlögðu ráði, líklega til þess að reyna að skaða pólitíska and- stæðinga. í des. s. 1. birtist í Alþýðublað- inu fréttir frá Siglufirði. Þar var sagt frá því, að búast mætti við kosningum í bæjarstjórn á Siglufirði í febrúar. Að Fram- sóknarmenn hefðu á fundi sín- um vissan dag samþykkt að segja upp stuðningi við núver- andi bæjarstjóra og það væri því enginn meirihluti til í bæj- arstjórn o. fl. þessu líkt. Þetta þóttu stórar pólitískar fréttir- hér í höfuðstaðnum og ég hefi f ulla ástæðu til að ætla að ýmsir lesendur Alþýðublaðsins hér hafi trúað þessum fréttum, enda voru fréttirnar settar fram sem bein fullyrðing frá upphafi til enda. Allar fullyrðingar fréttaritarans voru ósannar, og það sem verst er, að fréttaritarinn vissi, eða að minnsta kosti gat vitað, að frétt- irnar voru ósannar. Framsókn- armenn á Siglufirði sáu ekki ástæðu til að mótmæla þessum fréttum í blöðum hér í Reykja- vík, og Siglfirðingar, sem þekktu fréttaritarann, gerðu ekkert með slíkar fréttir frá honum. Hins vegar benti ég á það, í blaði á Siglufirði, að fréttirnar væru ó- sannar og skoraði á „Viss" að skýra frá heimildum sínum fyr- ir fréttunum, ef einhverjar væru, en það gerði hann ekki, af skiljanlegum ástæðum. Hélt hann því aftur á móti fram, að fréttirnar væru sannar og því til sönnunar væri það að Fram- sóknarmenn hefðu ekki mót- mælt þeim í blöðum í Reykja- vík. 23. marz s. 1. koma enn fréttir frá Siglufirði í Alþýðublaðinu undirritaðar „Viss". Aðalefni þeirra var: Að Framsóknarmenn á Siglufirði hefðu krafizt þess að Aage Schiöth, sem er Sjálf- stæðismaður, segði af sér for- mennsku í Rauðkustjóm. Að Ragnar Guðjónsson, frambjóð- andi Framsóknarflokksins á Siglufirði við síðustu alþingis- kosningar, hefði sagt sig úr Framsóknarfl. Að traustsyfir- lýsing til Þormóðs Eyjólfsson- ar hefði verið felld í Framsókn- arfélaginu með 23 atkvæðum gegn 6. — Hvert einasta atriði í þessum fréttum var ósatt og það vissi fréttaritarinn. Stjórn Framsóknarfélags Siglufjarðar sendi þá eftirfarandi skeyti til Alþýðublaðsins: j „Góðfúslega birtið i/blaði yðar eftirfarandi: í frétt frá Siglufirði er birtist i Aþlýðublaðinu 23. marz s. 1. und- irrituð „Viss" er ekki eitt orð satt. Aage Schiöth hefir ekki sagt af sér formennsku í Rauðkustjórn eftir kröfu Fram- sóknarmanna. Ragnar Guðjóns- son hefir ekki sagt sig úr Fram- sóknarflokknum. Traustsyfirlýs- ing til Þormóðs Eyjólfssonar hefur aldrei verið felld í Fram- sóknarfélaginu." Það einkennilega skeði, að Al- þýðublaðið hefir ekki viljað birta lesendum sínum þessa leið- réttingu. Mig furðar á því, að blað, sem ekki er sama um álit sitt, skuli ekki vilja birta lesendum sínum leiðréttingar á því, sem það hef - ir ranglega flutt þeim, ekki sízt þegar um persónuleg atriði er að ræða, sem óskað hefir verið leiðréttingar á. Að síðustu vil ég beina því til Alþýðublaðsins, hvort ekki væri full ástæða fyrir það að taka til athugunar fréttaburð frétta- ritara síns á Siglufirði og hvort það gæti ekki haft áreiðanlegri mann fyrir fréttaritara þar. Staddur í Reykjavík, 14. april. Jóhann Þorvaldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.