Tíminn - 04.05.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 04.05.1944, Qupperneq 4
180 TÍMIM, flmmtndagiim 4. maí 1944 46. hlað Þjóðhátíðín í sumar (Framh. af 1. síðu) þjóðkórinn undir stjórn Páls ísólfssonar. Fjölmenn hljómsveit leikur. Loks munu skáld lesa ljóð sín og látinna forustumanna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar minnst í stuttri ræðu. Seint um kvöldið verður dans- að á pallinum um hríð, en öll- um skemmtiatriðum verður þó lokið klukkan tólf. Öllu verður þessu útvarpað, og allt kvikmyndað og tekið á hljómplötur. Ekki mun hátíðanefndin gangast fyrir sérstökum skemmtunum í Reykjavík þetta kvöld. Það mun bæjarstjórn Reykjavíkur gera, ef henni býö- ur svo við að horfa. 18. júní Hinn 18. júní eiga síðan fram að fara mikil hátíðahöld í Reykjavík. Verður miðbærinn skreyttur sem bezt og hátölur- um víða komið fyrir. Verður öllu, sem gerist, útvarpað eins og fyrri hátíðisdaginn. Þessi hátíðahöld hefjast með almennri skrúðgöngu frá Há- skólanum. Verður gengið undir íslenzkum fánum og ef til vill fánum ýmissa félaga, en fjöl- menn lúðrasveit fer fyrir. Verð- ur fyrst staðnæmst á Austur- velli og forsetinn hylltur á svöl- um alþingishússins. Síðan verð- ur haldið áfram að Stjórnar- ráðshúsinu, en þar talar forseti til þjóðarinnar. Leikur lúðra- sveitin síðan ýms ættjarðarlög, og kórar munu syngja. Að kvöldinu verða skemmtan- ir margvíslegar 1 öllum sam- komúhúsum bæjarins, er fólk getur notið að vild. Tvær sýningar verða í Reykja- vik í sambandi við hátíðahöldin. Er annað málverkasýning — samsýning íslenzkra málara, er þeir efna til að ósk hátíða- nefndarinnar. Hitt er sögusýn- ing, sem haldin verður í Menntaskólanum, og á að gefa yfirlit um menningar- og frels- isbaráttu íslendinga um liðnar aldir. * Skípulag masmSIutmng anna tíl Þlngvalla Eitt hið mesta vandamál, sem við vei’ður að etja, eru mahn- flutningarnir til Þingvalla. Heimflutningarnir verða ekki eins erfiðir viðfangs, þar eð þeir dreifast á mun lengri tíma. Er það í ráði, að gefin verði út bráðabirgðalög, sem heimili há- tíðanefndinni að setja allar leigubifreiðir í Reykjavik undir eina stjórn. Með því, að þessar bifreiðir allar fari tvær ferðir með fólk til Þingvalla að morgni hins 17. júní, er þess vænzt, að þær geti flutt um 15 þúsund manns. En það er ónóg, og er þess því vænzt, að ungt fólk fari sem mest til Þingvalla degi fyrr og liggi þar við í tjöldum og eig- endur einkabifreiða flytji kunn- ingja sína austur, eftir því sem þeir fá við komið, og fari tvær ferðir að morgni hins 17. júní eins og leigubifreiðunum er ætlað að gera. Tvísýnt er, hvort Mosfellsheiðarvegurinn verður fær, og hefir það vitaskuld mikla töf í för með sér, ef svo verður eigi. Ekki um annað að tala en einstefnuakstur, er slíkur grúi bifreiða verður á ferð, og er þá ekki annað að velja^ en fara niður með Sogi og yfir Hellis- heiði aðra leiðina. En það er hinn mesti krókur. Verður því að hafa hina öruggustu stjórn á þessum málum, ef vel á að takast. Þá er fólk áminnt um að hafa nesti með sér til Þingvalla, því að þar verður aðeins hægt að fá kaffi og öl eins og áður er tekið fram. Eins er bezt, að allir geri sér ljóst, að heimflutningur þeirra, er ríðandi verða til Reykjavík- ur, hlýtur að dragast fram á nótt. Húsnæðlshörgull í Reykjavík Búast má við, að gestkvæmt verði í Reykjavík hátíðadagana, og því erfitt að fá inni fyrir þá aðkomumenn, sem ekki eiga víst húsaskjól hjá frændum eða vin- um. Samt mun verða reynt að bæta úr mestu vandræðunum ÚR BÆIVUM Norðurferðir. Birfreiðaferðir eru nú frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum þriðjudegi og föstudegi á vegum póstmálastjórnar- innar. Eru oftast fjórar langferðabif- reiðar í ferð, sem sumar eru eign B. S. A. en aðrar einstakra manna í Rvík. Venjulega eru allt að 100 manns norð- ur 1 ferðinni en talsvert færra suður. Parið er frá Akureyri einnig á þriðju- dögum og föstudögum. Vegir norður eru víðast sæmilegir. Þó er vegurinn á Öxnadalsheiði og í ofanverðum Öxnadal erfiður af snjó og for. Og fyrir Hvalfjörð er seinfarið. Gist er venjulega í norðurleið á Blönduósi og að nokkru leyti á Sauðárkróki. 1. maf. Hátíöahöld verkamanna fóru fram 1. maí. Bar þar mest á mjög fjölmenn- um útifundi við Lækjargötu og Banka- stræti. Héldu þar ýmsir forsprakkar verkalýðsins ræður, sumir kurteisar hvatningaræður til verkamanna, svo sem form. Alþýðusambandsins o. fl. Hins vegar gat Eggert Þorbjarnarson elcki á sér setið en að kyrja róginn um bændur, sem nú virðist ljúffengur ýms- um verkamannaforsprökkum. Kröfu- gangan var með fjölmennasta móti. En heldur var hún lítið myndarleg eins og venjulega. Þar sem börnum og ung- lingum er nú yfirleitt kennd leikfimi, ætti það ekki að vera ósanngjörn krafa til þessa fólks, sem er að sýna sig í fylkingu á götunum, að það gangi í nokkurnveginn snyrtilegum röðum „i takt“. Þegar þetta fólk er að gera'kröf- ur til annarra manna, ætti það einnig að gera nokkrar kröfur til sjálfs síns, a. m. k. á meðan það er í kröfugöng- unni. Það mátti t. d. sjá svo ósmekklegt í göngunni sem pilta með hendur í vösum og sigarettu í munninum. Rað- irnar voru mjög óreglulegar og mist- breiðar og hver gekk fram fyrir annan. Væri þessi 1. maíganga vel skipulögð — helzt að einhverju marki — gæti hún hjálpað til þess að setja hátíðablæ á daginn. Skemmtilegt væri t. d. að hópgöngumenn tækju lagið öðru hvoru. Verkamenn eru ekki svo þreyttir af 8 stunda vinnu á rúmhelgum dögum, að þeir gætu ekki, a. m. k. á hátíðis- degi sínum, gengið beinir, frjálsmann- legir og karlmannlegir og 1 nokkurn- veginn skipulegri fylkingu. Eins og þessi hópganga verkalaýðsins var nú, minnir hún meira á kindahóp, sem röltir undan fjárhirðum, heldur en á frjálsmannlegan og djarfan verka- lýð, sem stefnir mót bjartari degi og meiri menningu. V. Strætisvagnar. Mjög er nú þröngt yfirleitt í stæt- isvögnunum í Reykjavík, svo að oft horfir tii vandræða. Virðist nauðsyn- lega vanta fleiri strætisvagna. En mætti ekki hafa dálítið loftbetra í vögnunum heldur en nú er? Þegar búið er að troða inn í vagnana eins og mögulega getur staðið þar inni og dyr eru læstar, engan glugga hægt að opna og engin loftræsting, er loftið í vögnunum alveg drepandi vont. Sundhöllin. Sundhöllin auglýsir á öðrum stað hér í blaðinu, hvenær hún verður opin í sumar. Ættu þeir, sem hugsa sér að sækja þar sund í sumar, að klippa auglýsinguna úr blaðinu og geyma hana sér til minnis. En sem betur fer, eru það margir, sem sækja þennan bezta stað fyrir almenning ,er höfuð- staður vor hefir ennþá upp á að bjóða. Blaðadauði. Talið er, að tvö vikublöð, „Þjóðólf- ur“ og „ísland", séu um það bil að ganga til hinnstu hvíldar, en að eitt- hvaö af aðstandendum þeirra muni hefja útgáfu á nýju blaði í þeirra stað. Ferðir til Borgarness. Gufuskipið „Sigríður" annast nú ferðir milli Borgarness og Reykjavík- ur. Ferðir eru frá R.eykjavík til Borgar- ness ária á þriðjudögum og suður aftur síðdegis. Til Borgarness á mið- vikudögum en suður á fimmtudögum. Og ferðir fram og til baka á föstudög- um. Ráðgert er, að síðar hefjist ferðir á laugardögum til Borgarness og þá suður aftur síðdegis á sunnudögum. með því að útvega vegalausu fólki gistingu í barnaskólum bæjarins. En þó er hið mesta óráð fyrir fólk, sem ekki á eitt- hvert athvarf víst, að koma til bæjarins þessa daga í trausti þess ,að því leggist eitthvað til. Hátíðahöld úti um land Víðsvegar úti um land verða einnig mikil hátíðahöld þessa daga. Munu bæjarstjórnir og sýslunefndir og ef til vill ýms félög gangast fyrir þeim. Meðal annars munu Vestur-ísfirðingar halda héraðshátíð að Rafnseyri við Arnarfjörð, þar sem Jón Sigurðsson fæddist. Verður mjög til sumra þessara hátíða- halda vandað og undirbúningur þegar hafinn á nokkrum stöð- um. Samsöngurinn um eín- menningsk j ör dæmin (Framli. af 1. síðu) arnar, hafa þá annmarka, sem þau telja einmenningskjördæm- unum helzt til lasts, í enn rík- ara mæli, auk allra annarra á- galla, þá sézt það bezt, að þeim gengur ekki til umhyggja fyrir lýðræðinu í baráttunni gegn einmenningskjördæmunum. Þar er um aðrar orsakir að ræða. Komimmistar vilja sundrungu verka- lýðsius. Ástæðan til þess, að sósíalist- ar berjast gegn einmennings- kjördæmum, hefir áður verið rakin hér í blaðinu að nokkru leyti. Þeir vilja lýðræðið feigt. Þeir vilja láta vitlaust kosningafyrirkomulag liða það sundur. Þeir vita, að hlutfalls- kosningarnar, uppbótarþing- sætin og minnihlutaþingmenn í tvímenningskjördæmunum hjálpa til að auka yfirboðin, á- byrgðarleysið, glundroðann og flokkamergðina, sem eyðileggur lýðræðið. Ei*. aúk þess kemur ein veiga- mrkil ástæða enn. Kommúnist- ar vita, að einmenningskjör- dæmin eru höfuðástæða þess, að verkalýður Englanðs er í einum flokki. Einmenningskjör- dæmin hafa kennt verkamönn- um þar að standa saman, — klofnir í tvo flokka fengju þeir nær aldrei þingmann kosinn. Einmenningskjördæmin hafa tryggt sameiningu brezks verkalýðs og eyðilagt sundr- ungarstarf kommúnista meðal harre. Það sama myndu þau gera hér. Þess vegna eru kommún- istar á móti þeim. Þeir vilja ekki sámeiningu verkamanna í einn flokk. Þeir vita, að í slíkum flokki yrðu lýðræðisöflin í meirahluta. Þeir vita, að Brynj- ólfsklíkan hefir aðeins mögu- leika til að ráða klofnum verka- mannaflokki, en alls ekki sam- einuðum verkamannaflokki. Þess vegna má verkalýðurinn ekki sameinast eins og í Eng- landi. Hann verður að vera klof- inn. Og þess vegna verður að berjast gegn einmenningskjör- dæmunum, því að þau myndu meira en nokkuð annað kenna verkamönnum að sameinast. Sundrung verkalýðsins, svo að lýðræðisöfl hans njóti sín ekki, og vitlaust kosningafyrirkomu- lag — þetta eru vopnin, sem kommúnistar treysta einna mest á að hjálpi þeim til að eyði- leggja lýðræðið. Andstaða forkólfa Sjálfstæðisflokksins. En hvers vegna eru þá for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins mótfallnir einmenningskjör- dæmunum? Það er líka augljóst. Nokkra þeirra dreymir um ein- ræði — einræði stórgróðavalds- ins. Langvarandi öngþveiti, sem hlýzt af vitlausu kosningafyrir- komulagi, getur verið einn á- kjósanlegasti vegurinn að því marki. Aðra þeirra, sem eigi gera sér slíkar vonir, dreymir fyrst og fremst um að sundra liði um- bótamannanna. Þeir vita, að í- haldsöflin halda oftast vel sam- an, en umbótamenn eru marg- lyndari. Þess vegna er um að gera að hafa kosningafyrir- komulag, sem ýtir undir, að þeii’ skiptist í sem flesta flokka. Reynslan frá seinustu bæjar- stjórnarkosningum í Reykjavík sýnir að þessi trú þeirra hefir við rök að styðjast. Hlutfalls- kosningarnar eru bezta fyrir- komulagið, sem íhaldsforingj- arnir geta hugsað sér, til að halda andstæðingum sínum sundruðum. Það er gamla regl- an, sem þeir fara eftir, að deila og drottna. Þess vegna verða þeir að berjast gegn einmenn- ingskjördæmum, sem eru líkleg til að auka sámheldni andstæð- inganna. Eina lciðin til að fojarga lýðræðinu. Það gildir þannig sama um kommúnista og íhaldsforingjana i þessum málum. Þeir telja sér báðir til hags, að lýðræðið sé sem veikast. Þeir þora þó ekki að segja þetta hreinlega, heldur látast vera mestu lýðræðisvinir og stimpla aðra andstæðinga Siinil Eiölis n opin í sumar Kl. 7.30—10 10—12.30 12.30—2.15 2.15—8 8—10 Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga Sunnudaga Bæjarb. og yfirm. Bæjarb. Karlm. ísl. og erl. Bæjarbúar Bæjarbús r Herinn Bæjarbúar 5—6 kon. Bæ j arbúar Bbjarbúar 10—12 bæjarbúar Herinn 8 —10 bæjarb. og yfirm. 2—4 herinn Ath.: Miðasalan hættir 45 mín. fyrir lokunai*tíma. Geymið auglýsinguna. SIMHIOLL REYKJAVtKUR. Tckið svari landbún- aðarins og bænda (Framh. af 2. siðu) sögðu þarflegt erindi. í sam- bandi við þessa ræðu sína minntist forsetinn á landbún- aðinn. Hann bar saman þessa tvo aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar, með því að lesa upp úr út- flutningsskýrslunum fyrir árið 1943, þar sem sjávarafurðir gerðu um 220 miljónir, en land- búnaðurinn aðeins 27 miljónir. En hann gat ekkert um það, hve mikinn innflutning hefði þurft, svo hægt hefði verið að flytja út sjávarafurðir fyrir svona mikla peninga, og því síður gat hann þess, að þótt. ekki væri flutt meira út af landbúnaðar- vörum, mundi framleiða land- búnaðarins á árinu vera, eftir núgildandi verölagi, nær 200 miljónir króna. Fyrirlesarinn talaði um iðnað, sem byggist á sjávarútvegi. Var helzt á honum að heyra, að ekki væri um ann- an iðnað að ræða hér í landi. Vildi ég því leyfa mér að benda á, að til er iðnaður byggður á landbúnaði, svo sem mjólkur- iðnaður, ullariðnaður, sútun og skógerð. Hann talaði um, að á mörgum heimilum í landinu væri fiskur á borðum 5—6 sinn- um í viku, en gat þess ekki, að fiskur telst ekki borðandi, nema hafa með honum sveitamat, sem hafður er daglega á borðum á öllum heimilum í landinu og það við allar máltíðir. Forsetinn skoraði á þjóðina að horfa út á djúpin, því að á sjónum, í úthafinu væri fram- tíð hennar og líf. Þetta virðist mér vera ótrúlegt. Enda þótt sjórinn umhverfis landið sé fiskisæll, er hann þó ekki yfir- ráðasvæði íslendinga, nema það, sem telst til landhelgi. Allar þjóðir geta ausið af fiskimiðun- umí kringum landið, þangað til þau eru þurausin, ef ekki er að- gert. Ég tel raunar nær lagi að skora á þjóðina að horfa á jörð- ina, sem hún hefir undir fótum, hvað þar grær og bezt er látið gróa. Landið, móðurmoldin er þó umráðasvæði þjóðarinnar. Moldin geymir gróðurmáttinn og vötnin orkuna. í landinu á þjóðin enn frekar framtíð sína og líf en á hafinu. En að sjálf- sögðu eru þessir tveir atvinnu- vegir undirstaðan fyrir afkomu þjóðarinnar og hljóta jafnan að styðja hvor annan. 24. febr. 1944. Jón H. Þorbergsson. þess. Alveg sérstaklega leggja þeir áherzlu á, að stimpla þá andstæðinga þess, er berjast fyrir hyggilegustum endurbót- um á því. Þess vegna kalla þeir Framsóknarmenn einræðismenn og afturhaldsseggi. Það verður að blekkja fólkið til þess að hinn raunverulegi tilgangur sjáist ekki. Hér hefir verið lýst nokkrum þeim ástæðum, sem valda raun- verulega fjandskap kommúnista og íhaldsforingjanna gegn ein- menningskjördæmunum. Það eru ástæður, sem þeir, er lýð- ræðinu og frelsinu unna, taka ekkert mark á. Þeim er ljóst, að núverandi kosningafyrirkomu- lag stefnir því í stórfellda hættu. Gegn því verður að sporna. Og þar er eigi um aðra leið að ræða en þá að koma lýðræðinu á þann grundvöll, sem beztur hef- ir reynzt annars staðar, bezt samrýmist staðháttum og er í mestu samræmi við stjórnar- hætti þjóðarinnar frá fyrstu tíð. Einmenningskjördæmin eru eina kosningafyrirkomulagið, sem sameinar þetta allt. -GAMLA BÍÓ- Æfiatýri í herskóla (The Major and the Minor) Amerísk gamanmynd. GINGER ROGERS, RAY MILLAND. Sýnd kl. 7 og 9. TVÆR VIKUR ÓLIFAÐAR (Two Weeks To Live) LUM og ABNER. Sýnd kl. 5. *NÝJA rló. Arabískar nælur (Arabian Nights) JÓN HALL MARIA MONTES LEIF ERIKSON SABU. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngrí en 12 ára. Barnasýning kl. 3: KÁTIR VORU KARLAR með BUD ABBOTT Og LOU COSTELLO. fJtsvör i ReykJaYik Aii ufifii þessi iiiáiiaðaiuót Ciiiaífoyrjuu) foei* ölluififi íítsvarsgjaldemlHin í Reykjavík að hafa ^reitt upp í iitsvai’ið 1944, sem svarar 40% af iitsvarl foeirra árið 1943. Gei’ið foæjargjaldkera skil í focssai'i viku. Komið fyrir kl. 3 e. Ii. (Á laugardag fyrir kl. 12 á hádegi). Borgfarstjórinn. Hinn margeftirspurði Blómaábnröur L .3 Li er komlnn. Litla blómabnöin Bankastræti 14. Sími 4957. §aiimastnliinr í kápusaumastofuna og hraðsaumadeildina vantar okkur. — KlædaverzÍtsn Andrésar Andréssonar Samkeppni um lag við ættjarðarljóð Þjóðliátíðarnefud lýðveldisstofnunar á ís» laudi hefii* ákveðið að efua til sanikeppui meðal tóuskálda fojóðarinnar urn lag við há- tíðarljóð foau er verðlaun hlutu í ljóðasam- keppniiini. Heitið er 5000 króna verðlauiium fyrir lag það, er telst þess maklegt. Þeir, sefifii taka vilja foátt í samkcppniuni vitji ljóðanna á skrifstofu Alfoingis næstu daga. Frestui* til foess að skila lagi er ákvcð- inn til 1. jiiní n. k. kl. 12 á hádegi, og skal ljóðunum skilað á skrifstofu nefndarinnar í Alþingishiisinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.