Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1944, Blaðsíða 1
AukablafB TÍMITViV. fimmtiidaginm 4. maí 1944 Aukablað Páll Zóphóníasson, ráðunautur: Læknamálin á Alþíngí i. Á nýafloknum þinghluta voru samþykkt lög um breytingar á læknaskipuninni. Ríkisstjórnin lagði frumvarp um þetta efni fyrir þingið. Þvi vár mikið breytt af þinginu, en að síðustu þó samþykkt sem lög. Málið snertir-mjög ibúa dreif- býlisins, en auk þess var með- ferð þess á Alþingi að ýmsu lær- dómsrík. Álít ég rétt og sjálf- sagt, að menn fái sem ýtarleg- ást að frétta af gangi málsins öllum. II. Stjórnarfrumvarpið breytti læknaskipuninni á tveim stöð- um á landinu. Annað var það, að lagt var til að Eyrarbakkalæknir yrði flutt- ur að Selfossi. Jafnframt var tekið fram í greinargerð, að ætl- azt væri til, að reistur yrði spít- ali á Selfossi, og læknir þar hefði fastan aðstoðarlæknir. Hitt var það, að gert væri eitt læknishérað úr Brekku- og Hró- ártungnalæknishéruðum — að undanskildum Borgarfirði, sem ætlað var að verða sérstakt læknishérað—og sæti læknirinn á Egilsstöðum. Hefði hann fast- an aðstoðarlæknir, enda væri þar starfræktur spítali. III. Reykjavík, en ekki sem þjónandi Ihéruðin yrðu að vera af illri læknar úti í dreifbýlinu. Jnaúðsyn, þar sem landshættir Móti þessu benda aðrir á það, | gerðu annað ókleift. Það er vafalaust öllum kunn- ugt, að um allmörg undanfarin ár hafa nokkur læknishéruð verið læknislaus, vegna þess að í þau hafa ekki fengizt læknar. Nágrannalæknar hafa verið .settir til að þjóna þeim, en sú læknisþjónusta hefir verið mis- jöfn. Mjög eru skoðanir skiptar um orsakir til þess, að héruðin eru læknislaus, og hygg ég að flest, sem þar getur komið til greina, hafi komið fram í umræðunum um málið á Alþingi, og er þetta helzt: 1. Sumir telja þetta striðs- eða dýrtíðarfyrirbrigði, sem muni lagast af sjálfu sér þegar nokk- urt jafnvægi fæst aftur í heiminum. Þeir benda á, að milli 20—30 íslenzkir læknar séu nú á Norðurlöndum og komist ekki heim vegna stríðsins, en þegar þeir komi, verði nógir læknar í öll gömlu héruðin og mörg ny, sem þá þurfi að stofna. Aðrir eru vantrúaðir á þetta. Þeir segjast ekki vita, hverjir koma heim af áðurnefndum læknum, og benda ennfremur á, að margir þeirra séu orðnir sér- fræðingar og sé því líklegra, að þeir setjist að í Reykjavík en að þeir gerist héraðslæknar. Þar að auki hafi straumur lækn- anna undanfarið legið til Reykjavíkur, og enn sé hætt við að svo veröi ef ekkert verður að gert. 2. Sumir telja, að höfuðástæð- an til þess, að læknar fáist ekki í héruðin úti á landi, sé sú, að þeim sé of.illa launað. Til að reyna að ráða bót á þessu er hætt að taka tillit til þjónustu- aldurs, heldur fá nýir læknar strax hæðstu laun og svo lög boðnar dýrtíðar- og launabæt ur, og hafa héraðslæknar í lé legustu læknahéruðunum nú 17000 kr. í árslaun frá ríkinu. Auk þess hafa þeir margir ódýrt húsnæði frá héruðunum. Enn hefir þingið heimilað ríkis- stjórninni að greiða læknum í þeim héruðum, þar sem verst gengur að fá lækna, sérstaka launauppbót, og ætlað til þess sérstakt fé. En það hefir ekki dugað, enn eru héruðin læknis- laus. Aðrir halda að launin séu ekki aðalatriðið í þessu sambandi. Þeir benda á það, að hér í Reykjavík séu margir læknar, sem hafi minni árstekjur, og sumir mikið minni, en laun lækna i þeim héruðum eru, sem alltaf eru læknislaus. 3. Margir halda að aðalorsök- ina til þess, að læknar f áist ekki í héruðin, sé sú, að þau þyki of erfið. Perðalögin um víðlend héruð, illa veguð, lami menn og þreyti, og það sé þetta, sem læknarnir séu að flýja og forð- ast, þegar þelr vilja vera í að það eru sum héruð, sem læknislaus hafa verið, sem alls ekki eru erfið yfirferðar, og þó fást þangað ekki læknar (Árnes- hérað, Flateyjarhérað) meðan önnur, sem margfált erfiðari eru og telja vérður með þeim erfiðustu, eru mjög eftirsótt, og aldrei læknislaus. 4. Nokkrir halda því fram, að það hafi haft mikil áhrif til þess að menn hættu að sækja um hin „verri" héruð, að hætt var að taka tillit til embættisaldurs við veitingar læknishéraða. Áð- ur, segja þeir, átti ungi læknir- inn, er fór í hérað, sem af ein- hverjum ástæðum þótti lélegt, víst að flytja þaðan í betra hér- að síðar, en nú, síðan hætt var að taka tillit til embættisaldurs við veitingar embætta, má hann búast við að sitja ævilangt í því héraði, sem hann byrjar læknisþjónustu sína í. Því var jafnvel haldið fram af einum ræðumanni á Alþingi, að það þyrfti að búa til miklu fleiri læknishéruð en nú væru til, til þess að hafa möguleika til að flytja læknana oftar úr einu embættinu í annað, svo enginn þyrfti að vera nema stutt í „út- kjálka héraði". 5. Margir eru þeir, sem telja, að höfuð-ástæða til þess að læknar fást . ekki 1 viss hérðuð, og illa í önnur, sé sú, að þeir telji sig þar ekki fá þá aðstöðu, sem þeir þurfi til þess að geta rækt stöðu sína vel, og til þess sjálfir að geta vaxið í stöðunni, og sífellt farið fram sem lækni. Til þessa telja menn að hvorttveggja þurfi að vera til staðar: a. Það fjölmenni í héraðinu, hvort sem það er stærra eða minna að flatarmáli, að við- fangsefni læknisins fái þá fjöl- breytni og hann því þá æfingu, sem þarf til þess, að hann haldi fræðum sínum við, og fari fram í þeim. b. Aðstaða til þess á sjúkra- hUsi að geta gert allar þær lækn- isaðgerðir, ér fyrir koma, og þarf að gera, til þess að sjúkl- ingarnir læknist, og að það sé hægt að láta þeim líða sem bezt. Þessari skoðun til stuðnings er bent á það, að í sumum erfr iðustu héruðunum og stærstú að flatarmáli, eru alltaf læknar, en þar eru líka sjúkrahús. Og í öll- um þeim héruðum, sem læknis- laus hafa verið, er fátt fólk, og hæpið að æfingin sé talin nægj- anleg, enda ekki sjúkrahús, sem fullnægja þeim kröfum, sem gera þarf til slíkra stofnana, þ. e. svo hægt sér að gera þar nauðsynlegar læknisaðgerðir og láta sjúklingunum líða vel. IV. Búast hefði mátt við því, að þau sjónarmið, sem bent er á hér að framan, hefðu í aðal- atriðum skipt þingmönnum í tvo hópa. . í öðrum flokknum mátti bú- ast við þeim, sem héldu því fram, að læknar þyrftu að vera sem allra víðast, svo fólk ætti sem hægast með að vitja þeirra, og það fengust alltaf nógir læknar í héruðin, væri þeim greitt nógu mikið í laun. í hinum flokknum gat maður búist við þeim, sem héldu því fram, að það væri ekki nóg, að búa til læknishérað á pappírn- um, það yrði líka að fást í það læknir, ef fólkið ætti að hafa þess not. Launin væru læknun- um ekki höfuðatriði, heldur hitt, að fá þá aðstðu, að héruðin yrðu það mannmörg, að þau gætu staðið undir og starfrækt sjúkrahús, sem fullnægði þeim kröfum, sem bæði læknirinn og fólkið verður að gera til þess. Ef héruðin þyrftu þess vegna að verða mjög víðlend eða fólks- mörg, yrði að halda læknana tvo, aðallækni og aðstoðar- lækni, svo að læknisþjónustan gæti orðið sem bezt, og þá gæti líka verið nauðsynlegt að það opinbera ætti tæki til að flytja sjúklinga til spítalanna. Litlu Þótt það væri líklegt, að þingmenn skiptust eftir þessum stefnum, þá fór því fjarri, er til atkvæðagreiðslunnar kom, eins og menn munu sjá síðar, en hvað þá réði læt ég ósagt. V. Stjórnarfrv. var lagt fram í neðri deild. Nefndin þar klofn- aði í málinu. Meirihlutinn, sem í voru þeir Sig. E. Hlíðar, Gunn- ar Thoroddsen, Stefán J. Stef- ánsson og Páll Zóphóníasson, vildu samþykja frumvarpið ó- breytt að stefnu til, en minni- hlutinn, Sig. Thoroddsen, vildi ekki flytja lækninn frá Eyrar- bakka, heldur minnka umdæmi hans um Villingaholts-, Hraun- gerðis-, Sandvíkur-, Ölfus- og Grafningshrepp, en úr þeim hreppum vildi hann gera nýtt hérað, Selfosshérað, og láta lækninn búa á Selfossi. í umræðunum kom fram ótti við það, að aðstoðarlæknar þeir, sem í greinargerð stjórnar- frumvarpsins var talað um að þyrftu að vera í hinum vænt- anlegu Selfoss- og Egilsstaða- héruðum, mundu ekki verða þar stöðugt, og a. m. k. ekki, ef fylgt væri lögum frá 1942, sem gera ráð fyrir 4 aðstoðarlæknum, einum í hverjum fjórðungi, sem grípa. megi til í forföllum lækna, til að láta þjóna læknislausum héruðum, og verða því þessir læknar hálfgerðir farandlækn-' ar og héruðunum ónógir. Ósk- aði Jörundur Brynjólfsson sér- staklega eftir því að nefndin tæki þetta til athugunar. Til- lögur Sig. Thoroddsen voru felldar, og frumvarpið samþykkt óbreytt til þriðju umræðu í neðri deild. VI. Neðri deildar nefndin flutti fyrir 3. umr. tillögu um að heimila að hafa aðstoðarlækn- ana 6 í stað 4, fella lögin frá 1942 um þá inn í þessi lög, og taka fram, að Egilsstaða- og Sel- fosshérað skyldi sitja fyrir um að hafa aðstoðarlækna. Þessar tillögur nefndarinnar komu til umræðu 21. febrúar, og virtust menn fella sig vel við þær. En þá skeður það, að Ól- afur Thors biður um að mál- inu sé frestað, þvi að hann sé að hugsa um að flytja við það breytingartillögu, og við þeirri ósk varð forseti að sjálfsögðu. Á fundi 22. febr. er málið tek- ið fyrir aftur og liggur þá til- laga Ólafs fyrir, en hún var um það að skipta Keflavíkur lækn- ishéraði" í tvennt, Keflavíkur- læknishérað, er í yrðu hrepp- arnir: Keflavík, Gerða- og Mið- neshreppur, með læknissetri í Keflavík, og Grindavíkurhérað með Vatnsleysustrandar-, Njarðvíkur-, Hafna-, og Grindavíkurhreppi, með lækn- issetri í Grindavík. Rökstuðn- ingur hans var þessi: „Eins og kunnugt er, þá er þetta hérað mjög fjölmennt, og auk þess er þar ætíð að vetrinum fjöldi að- komufólks meðan á vertíð stendur. Tillagan er flutt eftir ósk almenns borgarafundar " í Keflavík og voru allir sammála um nauðsyn þess, að þetta næði fram að ganga á þennan hátt, sem tillagan greinir". Um þetta urðu nú umræður nokkrar. Var bent á, að á þessu svæði væru tveir „praktiserandi" læknar og sæti annar í Grinda- vík, vegalengdir litlar og lækn- issókn létt, og auk þess væri byrjað að tala um og undirbúa spítalabyggingu í Keflavík og hæpið væri, hvort hið nýja Keflavíkurhérað eitt gæti staðið undir stofnun og rekstri spítal- ans. Jafnframt var bent á, að skiptin milli læknishéraðanna, ef þau ættu að vera tvö, næðu engri átt, eins og það, að hafa Njarðvíkurhrepp, sem nýbUið væri að skipta úr Keflavíkur- hreppi, í Grindavíkurhéraði, en ekki Keflavíkur. Forsætisráð- herra óskaði málinu frestað, svo áð bera mætti tillögu Ól. Tli. undir álit landlæknis og heyra skoðanir hans um málið, en undir hann hafði Ól. Th. ekki borið málið. Við þessum tilmæl- um varð forseti og enn var mál- ið tekið af dagskrá og umræð- um frestað. 23. febrúar var mál- ið enn til umræðu, og þá kemur Gunnar Thoroddsen, einn nefndarmaðurinn, sem aldrei hafði látið uppi ágreining í nefndinni, með tillögu um að búa til nýtt læknishérað á sunnanverðu Snæfellsnesi og hafa í því Breiðuvíkurhrepp, Staðarsveit og Miklaholtshrepp, sem þó líka var leyft að sækja Stykkishólmslæknir. Þá kemur Ól. Th. líka með breytingartil- lögu við sína fyrri tillögu, um að Njarðvíkurhreppur skuli heyra til Keflavíkurhéraði, en ekki Grindavíkur. Þegar svo til atkvæða kom, var samþykkt nýtt læknishérað á sunnanverðu Snæfellsnesi, svo og að kljúfa Kaflavíkurhérað í tvennt, en Njarðvíkurhreppi var þó lofað að vera áfram í Keflavíkurhér- aði. VII. Þessi meðferð málsins er mjög athyglisverð. Málið kemur frá nefnd 15. febr. og önnur um- ræða er 16. Þá finna engir ein- stakir þingmenn ástæðu til að koma með breytingatillögur. Til þriðju umræðu kemur málið fyrst 5 dögum síðar, og þá þarf Ól. Th. að fá frest til að hugleiða hvort hann eigi að flytja breytingartillögu, sem hann svo gerir næsta dag. En þá er málið ekki betur hugsað en það, að hann verður daginn eftir að flytja breytingartillögu við sína eigin tillögu, til að breyta takmörkum héraðanna, sem þó eftir hans eigin sögn áð- ur voru samkvæmt ósk almenns fundar í Keflavík. Og þá kem- ur einn nefndarmaðurinn með tillögu um nýtt hérað, sem al- veg braut í bág við þá stefnu, sem í stjórnarfrumvarpinu fólst, og hann og meiri hluti nefndar- innar hafði áður lýst sig fylgj- andi. VIII. Nefndin, sem fékk málið til m'eðferðar í efri deild, klofnaði. Meirihlutinn, en í honum voru Lárus Jóhannesson, Bjarni Benediktsson og Brynjólfur Bjarnason, lögðu til að sam- þykkt yrði tillaga frá Eiríki Einarssyni um að haldið yrði sérstökum lækni á Eyrarbakka og lægi Stokkseyrar- og Eyrar- bakkahreppur undir hann, en úr hinum hluta læknishéraðs- ins yrði gert nýtt læknishérað með læknissetri að Selfossi. Þá leggja þeir til að skipta á ny umdæmum hinna nýju læknishéraða á Reykjanesi, leggja þeir til að Grindavíkur- hreppur verði einn í Grindavík- urhéraði, en Vatnsleysustrand- arhreppur leggist til Hafnar- fjarðarlæknishéraðs og mun þessi skipting hafa verið gerð éftir óskum heimamanna, ef skipta ætti, og studd af Guðm. I. Guðmundssyni alþm. í minnihluta voru þeir Her- manh Jónasson og Haraldur Guðmundsson. og lögðu þeir til að breytav frumvarpinu aftur sem næst því í sama form og stjórnin flutti það, fella aftur úr því Suður-Snæfellsneshérað- ið, skiptingu Keflavíkurhéraðs o. s. frv. Atkvæðagreiðsla fór svo: Felld var tillaga minnihluta um að taka Suður-Snæfellsnes- hérað út úr frumvarpinu, með 9:7 atkv. Samþykkt tillaga Eiríks Ein- arssonar um að minnka hérað Eyrarbakkalæknis, og búa til nýtt læknishérað, með lækna- bústað að Selfossi. Samþykkt tillaga minnihlut- ans um að fella niður úr frum- varpinu að skipta Keflavíkur- héraði í tvö héruð, með 9:8 atkv. þess að geta veitt læknishjálp í fullkomnu sjúkrahúsi. Hætt er við að kljUfa Kefla- víkurhérað en Ólafsvíkurhérað og Eyrarbakkahérað eru bæði klofin og gerð það lítil, að lítil von er til þess að þar verði mögulegt að búa þannig að lækni, að hann geti gert þau læknisverk, sem þó er krafizt að hann geri. X. Ýmsir héldu nU, að það væri fyrir því meirihluti á þingi að láta það ráða mestu um breyt- ingar þær, er gerðar yrðu, að menn ættu stutt að fara eftir lækni, enda þótt þá yrði engan lækni að fá, nema á pappírnum. Fengist læknir, töldu þeir það vinning, en fengist enginn, þá væri engu sleppt, því þá væri nágrannalækni sagt að þjóna, og allt stæði við sama og nú væri. Um möguleika fyrir því, að á fjöldanum af læknissetr- unum kæmi sjúkrahús, og hér- uðin gæti risið undir þeim, virð- ist ekki hugsað. Vegna þessa munu þeir Hermann Jónasson og Haraldur Guðmundsson hafa komið með breytingartillögur við þriðju umræðu. Hermann lagði til að stofnað yrði Borð- eyrarlæknishérað, klofið Ur Hvammstangahéraði (Staðar- og Bæjarhrepp) og Hólmavíkur- héraði (Óspakseyrarhr.). En Haraldur lagði til að Suðureyri yrði sérstakt læknishérað, og Raufarhöfn og Austur-Slétta annað. Og tillaga Hermanns var sam- þykkt, en báðar tillögur Harald- ar felldar. XI. Málið kom svo aftur til neðri deildar og var þá aðalbreyting frá því sem nú er þessi: Nýtt læknishérað var stofnað á sunnanverðu Snæfellsnesi, klofið úr Ólafsvikur- og Stykk- ishólmshéraði. Hróarstungu- og Brekkuhér- uð voru sameinuð, nema Borg- arfjörður, sem gerður var að sérstöku læknishéraði. Nýtt læknishérað var stofnað, Borðeyrarlæknishérað, myndað úr Hólmavíkur- og Hvamms- tangahéraði. Nýtt læknishérað var mynd- að úr Eyrarbakkalæknishéraði, Selfosslæknishérað. Ásgeir Ásgeirsson og Skúli Guðmundsson tóku til flutnings tillögu Haraldar frá efri deild, um að Suðureyri væri gerð að sérstöku læknishéraði, og að Austur-Slétta væri skilin frá Kópaskerslæknishéraði, og gerð að sérstöku læknisumdæmi með læknisbústað á Raufarhöfn. Tillaga þessi var felld og frumvarpið siðan samþykkt sem lög frá n. k. áramótum að telja. IX. Ein's og málið er afgreitt til þriðju umræðu í efri deild, er ekki hægt að sjá þar, frekar en í neðri deild, hvaða stefnu er fylgt í málinu. Allir eru alltaf með því að- sameina Hróars- tungu- og Brekku-læknishéruð, að undanskildum* Borgarfirðin- um, sem vegna landshátta verð- ur að vera sér, og það virðist gert til þess að tryggja lækni eða læknum þá aðbúð, að þeir fáist til að una þar, og skapa héraðsbúum jafnframt aðstöðu til að geta búið þannig að lækn- unum, að þeir hafi aðstöðu til XII. Fleiri ástæður eru til þess, að ég hefi hér sagt all-ítarlega frá gangi þessa máls á Alþingi, án þess þó að fara Ut í tillögur um minniháttar atriði. Læknaleysið í dreifbýlinu er böl, sem úr þarf að bæta. Það er blettur á okkar þjóðlífi. En til þess að geta bætt úr því, verður að átta sig til fullnustu á því, hvaða orsakir liggi til þess, að læknar fást vart og ekki I allmörg" mismunandi læknis- héruð. Ég hefi hér bent á það, sem fram kom í umræðum á Alþingi, og talið var orsök þessa. Ég geri það til þess, að menn hugsi málið. Þingmönnum mun hafa verið ljóst, að málið þyrftt betri athugunar við en fram fór á þessu þingi, og því var ákveðið að láta þrjá menn rannsaka málið milli þinga, og mætti vera, að þeir vildu gjarnan heyra álit íbUa þeirra héraða, sem til mála getur komið að breyta lækna- skipuninni í. En jafnframt vildi ég að menn sæju, hve mál stundum, þegar umhyggjan fyrir kjósendum verðum sérstaklega mikil, koma með öllu óundirbúin inn á Al- þing, og fást jafnvel samþykkt. Dæmi um þetta er tillaga Olafs Thors og tillaga Gunnars Thor- oddsen. íbúar Miklaholtshrepps hafa mótmælt því að fara í hið nýja hérað og taka á sig hlut- deild í stofnun nýs læknisbú- staðar, þar sem þeir nú eiga að- gang að spítala í Stykkishólmi, og hafa tekið þátt í að gefa lækni sinum þar bíl til þess að læknisferðir hans yrðu ódýrari og fljótfarnari. Og allir íbúar hins nýja Grindavíkurhéraðs eins og Ólafur vildi hafa það fyrst, nema ibúar Grindavikur- hrepps, vildu heldur vera- Keflavíkurhéraði en hinu nýja læknishéraði. ' Og enn er mér sagt, að þeir, sem eftir verða í Hvammstangahéraði, séu farnir að hugleiða, að erf- itt muni verða að standa undir sjúkrahúsinu þar, þegar hérað- ið minnkar, og hinir, sem eiga að vera í nýja héraðinu á Borð- eyri, séu farnir að hugsa um að dýrt muni verða að koma þar upp læknisbústað og spítala, svo að læknirinn geti rækt starf sitt eins og vera þarf. Og allt kemur þetta af því, að allar þessar tillögur eru fluttar inn á Alþing af áhugasömum þingmönnum, áður en málið er rætt og ákvarðanir teknar af íbúum héraðanna, sem hlut eiga að 'máli. XIII. Þegár til kom, mun þing- mönnum ekki heldur hafa þótt afgreiðsla þessa máls, sem ákjósanlegust, því að rétt fyrir þingfrestunina var samþykkt að , fela þriggja manna milliþinga- nefnd athugun málsins. Vildi ég mjög eindregið beina þeirri ósk til manna, að þeir láti þá nefnd heyra skoðanir sínar og óskir um læknaskipunina. Það má að minnsta kosti fullyrða, að á þær óskir verður hlustað. Ó- hugsandi er ekki, enda þótt menn nú vildu ekki fallast á að geyma að samþykkja þessar breytingar þar til nefndin hefði lokið störfum sínum, að hún geti orðið búin fyrir síðasta hluta þessa þings, sem haldinn verður í haust, og að þá megi laga sumar breytingarnar, sem gerðar voru í vetur, og að öðru leyti gera bréytingar, er tryggðu líka fámennu héruðunum lækn- ir, enda þótt þau ekki hafi fjár- hagsgetu til að standa undir sjúkrahúsum. Sjálfur höfuð- staður landsins hefir ekki enn haft hugsun og vilja til að reisa sér sjUkrahús, heldur notið góðs af Landsspítalanum og einka- spítölum, og stendur þar skör lægra en mörg læknishéruð landsins. Hér þarf meira jafn- rétti, og kemur þá mjög til at- hugunar, hvort þjóðfélagið á ekki að sjá um öll sjúkrahús, og alla læknishjálp handa öllum þegnum þjóðfélagsin, eins og að nokkru leyti hefir verið gert í höfuðstaðnum, hvað sjúkrahús- vist snertir. Ennfremur hvort ekki á að létta meira en gert er á kostn- aði við læknisvitjanir, sem sums staðar á landinu hafa komizt á annað og þriðja þús- und krónur á heimili yfir árið undanfarið, þar sem veikindi hafa verið, og langt er til lækn- is, enda dæmi til þess að ein ferð eftir lækni hafi kostaö 875 krónur, auk manna og heima- hesta. Og á ekki það opinbera að létta sjúkraflutning til spít- alanna með því að eiga bæði sjúkrabíla og sjúkraflugvélar? Allt þetta og margt fleira er til athugunar í væntanlegri nefnd, og vona ég að málið verði rætt og hugsað, svo að það sem Tiæst verði gert, verði með meiri heildarsvip í ákveðna stefnu, en það sem samþykkt var á síðasta þinghluta. Bænadagana 1944. EKKI VEL VIÐ SANNLEIKAN]*. Ýmsir náungar, lítið elskir að sannleikanum, hafa verið að breiða út, síðan flokksþing Framsóknarmanna var háð, að það hafi verið röng mynd af kjósendum flokksins. Þeir, sem lengst komast í slíkum slúður- sögum, telja að þingfulltrúun- um hafi verið hóað saman af handahófi, mest úr Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Sannleikur- inn er sá, að mikill fjöldi úrvals- manna hvaðanæfa af landinu sóttu flokksþingið. % fulltrú- anna, eða tæpl". 200, áttu heima heima í sveit — í öllum sýslum landsins. Hinir, tæpl. 100 eða y3 fulltrúanna, áttu heima í kaup- stöðum eða kauptúnum, en margir þeirra voru starfsmenn bænda, svo sem kaupfélags- stjórar, o. fl. Það er ekki sízt leiðinlegt þeg- ar ungir menn byrja sinn blaða- mennskuferil einkum á því, að skrifa blekkingar og ósannindi í blöð sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.