Tíminn - 06.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJORI: ÞÓRARINN ÞÓEARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PP.rNTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 28. árg. Keykjavík, laugardaginn 6. maí 1944 RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EODUirÚSI, Llndargötu 9A. Síir.ar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT, OG AUGLÝSINGASKT.~::OFA: F^DUITUSI, ".Indargötu 9A. Sími 2323. 47. bla'ð Erlent yfirlit: D e w e j Fyrir réttum 20 árum kom til New York 22 ára gamall há- skólanemi frá Michigan. Erindi hans þangað var að fullkomna sig sem söngvara, en hann hafði lagt mikla rækt við þá list og hugðist að gera hana að at- vinnu sinni. Fljótlega komst m m THOMAS E. DEWEY hann þó að þeirri staðreynd, að hann myndi ekki komast í fremstu röð á því sviði og þá hafði hann ekki lengur löngun til að freista hamingjunnar þar. Hann lagði því söngnámið á hilluna, en hóf í þess stað laga- nám við Columbíaháskóla. Því lauk hann 1925 og vann ýms lögfræðistörf næstu 5 árin. Þá gerðist hann aðstoðarmaður saksóknarans í suðurhluta New York og komst þar fljótt í kast við ýmsa stórglæpamenn, auð- félög, sem sviku undan skatti, og aðra þá aðila, sem byggðu velgengni sína á hverskyns laga- brotum. í þessum hóp voru sum- ir alræmdustu glæpamenn Bandaríkjanna, t. d. Lucky Luciano, sem allir vissu að voru margbrotlegir við lögin og höfðu unnið hina verstu glæpi, en eng- inn hafði árætt að hefja bar- áttu gegn til þessa. Hinn tæp- lega þrítugi aðstoðarmaður sak- sóknarans»hóf nú þessa baráttu af fullum krafti og gekk fram af svo miklum vaskleik, að hann var stöðugt hækkaður í tign- inni. Árangurinn var líka mikill og góður, svo að vart er talið, að annar maður hafi gert meira á síðari árum til þess að uppræta glæpa- og svindlstarfsemi. Þessi barátta hans var vitanlega til- valinn blaðamatur, því að fátt þótti fréttnæmari tíðindi en að ljóstrað væri upp starfsemi hinna illræmdu glæfrakónga New York og þeir að velli lagð- ir. Það fór heldur ekki hjá því, _' (Framh. á 4. síðu) Seinnstu Íréttir Loftárásir Bandamanna á herstöðvar og samgönguleiðir Þjóðverja í Norður-Frakklandi, Belgíu og Suðvestur-Þýzkalandi hafa aldrei verið meiri en sein- ustu dægur. Einnig hafa Banda- menn gert loftárásir á einstak- ar borgir. Berlín varð fyrir hörð- ustu loftárás styrjaldarinnar síðastl. laugardagsnótt. Tjón varð gífurlegt. 750 amerískar sprengjuflugvélar réðust á borg- ina, varðar orustuflugvélum. Bandaríkjamenn misstu 63 sprengjuflugvélar og 18 orustu- flugvélar, en þjóðverjar 88 or- ustuflugvélar. Spánska stjórnin hefir gert nýjan samning við Bandamenn. Mun stjórnin draga úr wolfram- útflutningi til Þýzkalands, en Bandamenn léttu olíubanninu af Spáni. Forsætísráðherrar allra brezku samveldislandanna eru nú í London. Setja þeir ráðherra- fund með Churchill, þar sem Raíveíta Austurlands MerkiSegar tiUogur raíorkumálaneíndar um virkjun Gílsár- vatna hjá Egílsstööum í Ffjótsdal Raforkumálanefnd ríkisins hefir nú lokið bráðabirgðaáætlun um rafveitu fyrir Austurland. Byggist áætlun þessi á virkjun Gilsárvatna hjá Egilsstöðum í Fljótsdal, því að sýnt þykir, að virkjiín þar verði mun ódýrari en virkjun Lagarfoss, sem einkum hefir verið reiknað með til þessa. Frumvirkjunin, sem á að ná til 5000 manns, er áætluð 10 milj. króna, miðað við væntanlegt eftirstríðsverð. Aðalorkulínur og spennistöðvar eru þá taldar með í kostnaðinum. Síðar má auka virkjunina, svo að hún næði til 12—13 þúsund manns. Vitanlega er til þess ætl^st-, að þeim sveitum, sem aðalvirkj- uninni er ekki ætlað að ná til, verði séð fyrir rafmagni með öðrum hætti. Hér fer á eftir greinargerð frá raforkumálanefndinni um fram- angreinda bráðabirgðaáætlun hennar um rafveitu Austurlands. Mannfjöldi. Mannfjöldi sá, sem virkjunin er ætlað að ná til fyrst um sinn, er sem hér segir: í kauptúnum: Seyðisfjörður 850, Norðfjörður 1082, Eskifjörð- ur 708,- Reyðarfjörður 365, Fá- skrúðsfjörður 591. Alls 3596 manns. í sveitum: Fljótsdalshreppur 150, Skriðdalshreppur 80, Valla- hreppur 210, Eiðahreppur 180, Tungu- og Fellahreppar 100, Seyðisfjarðarhreppur 100, Norð- fjarðarhreppur 200, Helgustaða- hreppur 60, Reyðarfjarðar- hreppur 110, Fáskrúðsfjarðar- hreppur 214. Alls 1404 manns. Virkjuninni er þannig ætlað að ná til 5000 manns fyrst um sinn. Virkjanir. Hér er um minnstu áætlun að ræða: 1. Núverandi virkjanir: Seyð- isfjarðarvirkjun 200 hestöfl, Reyðarfjarðarvirkjun 300 hest- öfl, Eiðavirkjun 100 hestöfl. Alls 600 hestöfl. 2. Ný virkjun við Egilsstaði í Fljótsdal (Gilsárvatnavirkjun) 3500 hestöfl. Verður því virkjun- in 4100 hestöfl, en frá dregst afl- tap vegna flutnings raforkunn- ar, 350 hestöfl, og verður virkj- unin því raunverulega 3750 hestöfl, þ.e. 2500 kílówött eða 500 wött á mann. Kostnaður við virkjanir þess- ar er áætlaður: Eldri virkjanir kr. 450.000.00. Ný virkjun kr. 1100.00 hestaflið, kr. 3.850.000.00. Alls kr. 4.300.000.00. Aoal-orkuflutningslín- ur og spennistöovar. Aðal orkuflutningslínurnar verða: 1. Frá Gilsárvatnavirkjun við Egilsstaði í Fljótsdal að Mjóa- nesi, 30 KV loftlína, 31 km. á 35000.00, kr. 1.085.000.00. 2. Frá Mjóanesi um Þórdals- heiði að Búðareyri í Reyðarfirði, 30 KV loftlína, 31 km. á 35000.00, kr. 1.085.000.00. 3. Frá Búðareyri til Eskifjarð- ar, 30 KV loftlína, 15 km. á 35.- 000.00, kr. 525.000.00. 4. Frá Eskifirði til Norðfjarð- ar, 30 KV loftlína, 19 km. á 35.- 000.00, kr. 665.000.00. 5. Frá Reyðarfirði um Staðar- skarð að Búðum í Fáskrúðsfirði, 10 KV loftlína, 40 km. á 24000.00, kr. 960.000.00. 6. Frá Mjóanesi að Egilsstöð- um á Völlum, 30 KV loftlína, 18 km. á 35000.00, kr. 630.000.00. 7. Frá Egilsstöðum til Seyðis- fjarðar, 10 KV. loftlína, 19 km. á 24000.00, kr. 456.000.00. 8. Frá Egilsstöðum að Eiðum, 10 KV loftlína, 12 km. á 24000.00, kr. 288.000.00. Alls munu því aðal-orkuflutn- ingslínur kosta kr. 5.694.000,00. Aðalspennistöðvar verða: Reyðarfjörður, 700 KW (30 KV) kr. 170.000.00, Eskifjörður, 400 KW (30 KV), kr. 110.000.00, Norðfjörður, 700KW (30KW) kr. 170.000.00, Egilsstaðir, 800 KW (30 KV) kr. 190.000.00. Alls kr. 640.000.00. líeildarkostnaour. Heildarkostnaður virkjunar- innar verður því, sem hér seg- ir: Virkjanir kr. 4.300.000.00 Aðalorkufl.línur — 5.694.000.00 Aðalspennist. — 640.000.00 Dreif. orkunnar — 5.317.000.00 rædd eru framtíðarmál brezka heimsveldisins. Badoglio hefur nýlega endur- skipulagt stjórn sína. Kommún- istar hafa tekið sæti í henni, einnig fulltrúar ýmsra frjáls- lyndra flokka. Á austurvígstöðvunum hafa engar stórbreytingar orðið sein- ustu dagana, en Rússar eru sagðir flytja lið til allra víg- stöðva. Alls kr. 15.951.00.00 Árlegur reksturskosn^ður, fyrning og stofnfjárkostnaður er áætlaður 9%%. Árskílówattið kostar þannig kr. 606.00. Kíló- wattstundin kostar þannig með 4000—5000 stunda notkun á ári 12.1—15.1 eyri (í greinargerð- hér á eftir verður alltaf átt við 4—5000 stunda notkun á ári, þegar reiknað er út hvað kíló- wattstundin kostar). . Framangreind áætlun byggist á núverandi kaupgjaldi og verð- lagi. Sé reiknað með að allt efni verði helmingi ódýrara, þegar verkið verður framkvæmt, en vinnukostnaður einum fjórða hluta minni, verður kostnaður- inn: Virkjanir kr. 2.710.000.00 Aðalorkufl.línur — 3.560.000.00 Aðalsp.stöðvar — 375.000.00 Dreif. orkunnar — 3.230.000.00 Alls kr. 9.875.000.00 Árlegur reksturskostnaður, fyrning og stofnfjárkostnaður er áætlaður 9y2%. Árskílówattið kostar kr. 375.00. Kílówatt- stundin kostar 7.5—9.4 aura. (Tíminn vill til samanburðar geta þess, að brúttótekjur Raf- magnsveitu Reykjavíkur af seldri kílówattstund voru á ár- inu 1942 rúmlega 12, aurar og var notkunartíminn að segja má hinn sami og gert er ráð fyrir í þessari áætlun). Tilbögun virkjunar- innar. Gert er ráð fyrir að virkjuð verði Gilsárvötn, með því að stífla frárennsli þeirra (Bessa- staðaá o. fl.) í rúmlega 600 metra hæð (628 m.) og leiða vatnið í pípu úr Eyrarselsvatni niður i stöð hjá Egilsstöðum í Fljótsdal (stutt utan við bæinn). Aðrennslissvæðið er talið 75— 80 ferkm. Háspennulínan ligg- ur út Fljótsdal yfir Lagarfljót (Jökulsá) á móts við Skriðu- klaustur, út með Leginum að austanverðu út undir Mjóanes. Þar greinist línan. Önnur grein- in liggur suður Skriðdal, Þóru- dal og Þórdalsheiði til Reyðar-. fjarðar. Greinist hún þar í suður-álmu, sem liggur austur með Reyðarfirði sunnanverðum, um Staðarskarð, vestur með Fáskrúðsfirði að Búðum, en norður-álman liggur út með Reyðarfirði norðanverðum fyrir Eskifjarðarbotn, um Oddsskarð til Neskaupstaðar í Norðfirði. Frá Mjóanesi liggur önnur aðal- greinin norður með Lagarfljóti að Egilsstöðum á Völlum. Það- an liggur álma yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, en önnur lína liggur frá Egilsstöðum beina leið út að Eiðum. Til þess að fyrsta framkvæmd- in gæti orðið heppilegur grund- völlur fyrir framtíðaraukningar, yrði heppilegast að Ieggja lín- urnar til Reyðarfj arðar og Eg- ilsstaða á Völlum 60 þús. volta í stað 30 þús. volta og væri þá strax hægt að flytja sem svarar 1000 wöttum á mann eftir þeim (í stað 500). Aukinn stofnkostn- aður vegna þess myndi verða um 1 miljón og 80 þús. kr., en 670 þús. kr. reiknað með lægra verð- inu. Þannig yrði lítils háttar hækkun á kílówattstundinni eða með hærra vérðinu 12.7—16.2 aurar, en reiknað með lægra verðinu 8—10 aurar kílówatt- stundin. Sé hins vegar gert ráð fyrir raforku 1000 wöttum á mann verður ný virkjun í Gilsárvötn- um, 7700 hestöfl, og kostar árs- kílówattið þá kr. 436 ."00 miðað við núverandi verðlag, en kíló- wattstundin 8.7—10.9 aura. Reiknað með lægri verðunum kostar árskílówattið samkvæmt þessari áætlun kr. 267.00 en kílówattstundin 5.4—6.7 aura. Stærri virkjjun. Sé hins vegar um stærstu virkjun og mestu fyrirhugaða dreifingu að ræða á raforku til almenningsþarfa á Austurlandi (miðað við 1000 wött á mann) verður mannfjöldinn, sem raf- orku frá virkjuninni er ætlað að ná til fyrst um sinn: í kauptúnum: Þórshöfn 313, Höfn í Bakkafirði 50, Vopna- fjörður 250, Bakkagerði 142, Seyðisfjörður 850, Norðfjörður 1082, Eskifjörður 708, Reyðar- fjörður 365, Fáskrúðsfjörður 591, Stöðvarfjörður (Stöðvar- hreppur) 188, Djúpivogur og ná- grenni 270. Alls 4809 manns. í sveitum: Svalbarðshreppur 137, Sauðaneshreppur 130, Skeggjastaðahreppur 170, Hlíð- arhreppur 100, Vopnafjarðar- hreppur 320, Tunguhreppur 110, Fellnahreppur 60, Fljótsdalshr. 150, Hjaltastaðahreppur 130, Borgarfjarðarhreppur 100, Seyð- isf j arðarhreppur 100, Eiðahr. 180, Vallahreppur 210, Skrið- dalshreppur 80, Norðfjarðarhr. 200, Helgustaðahreppur 60, Reyðarfjarðarhreppur 110, Fá- skrúðsfjarðarhreppur 294, Breið- dalshreppur 250, Beruneshr. 100. Alls 2991 manns. Samtals er því í umræddum kauptúnum og sveitum 7800 manns. Er gert ráð fyrir nýrri virkjun við Egilsstaði i Fljóts- dal (Gilsárvötn) 12400 hestöfl, en að raforkan verði 1000 wött á mann eða alls 7800 kílówött. (Framh. á 4. síðu) Kristján konungur óskar að lýðveldísstofnuninní sé frestað j Yfirlýsing frá ríkisstjórninni og öllum stjórnmálaflokkunum Seint í gærdag barst Tíman- um svohljóðandi tilkynning frá f orsætisr áðherra: „í gær, "4. maí, barst forsætis- ráðherra símskeyti frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn um hendur sendiráðsins í Stokk- hólmi, með orðsendingu frá H. H. Kristjáni konungi X., er hljóðar svo í íslenzkri þýðingu: „í tilefni af þeim tilkynning- um, sem komið hafa frá íslandi um ályktanir- Alþingis og ríkis- stjórnarinnar viðvíkjandi breyt- ingu á stjórnarforminu, óskum Vér að eftirfarandi boðskapur sé birtur ríkisstjórn íslands og þjóð. Alla stjórnartíð Vora hefir það stöðugt verið viðleitni Vor að efla velgengrii hinnar íslenzku þjóðar, og á þessum árum, þeg- ar styrjaldarviðburðirnir hafa svo djúptæk áhrif á líf þjóð- anna, höfum Vér reynt að fylgj- ast með þróuninni á íslandi og nákvæmlega íhugað afstöðu Vora til íslenzku þjóðarinnar um leið og Vér jafnframt höfum einnig haft fyrir augum það, sem mætti verða til hagsmuna fyrir rikið ¦ sem norrænt 'ríki. Þeim næmleika fyrir óskum þjóðarinnar, sem æfinlega hefir komið fram hjá Oss gagnvart Alþingi íslands og stjórn, mun að sjálfsögðu svo miklu fremur mega gera ráð fyrir í úrslita- málum fyrir örlög landsins í framtíðinni. Vér hljótum samt sem áður á Vora hlið að hafa heimild til að ala þá von, að ákvarðanir um það framtíðar- stjórnarform, sem sker í sundur að fullu bandið milli íslenzku þjóðarinnar og konungs hennar, verði ekki látnar komast í fram- kvæmd á meðan bæði ísland og Danmörk eru hernumin af út- lendum veldum. Og Vér höfum þá öruggu sannfæringu, að ef þetta færi fram, myndi það vera miður' farsælt fyrir hið góða bræðralag milli þessara tveggja norrænu ríkja, sem liggur Oss svo mjög á hjarta. Vér óskum þess vegna, að áður en úrslita- ákvörðun verður tekin, verði ríkisstjórn íslands og þjóðinni tilkynnt, að Vér getum ekki á meðan núverandi ástand varir viðurkennt þá breytingu á stjórnarforminu, sem Alþingi íslands og ríkisstjórn hafa á- kveðið án samningaviðræðna við Oss. Gefið í höll Vorri Sorgenfrí, 2. maí 1944. CHRISTIAN R." . Vegna fréttarinnar um boð- skap konungs lýsa ríkisstjórn og stjórnmálaflokkarnir yfir þessu: Það er réttur íslenzku þjóð- arinnar sjálfrar og hennar einnar að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt. Alþmgi og ríkisstjórn hafa lagt til við þjóð- ina, að hún ákveði, að ísland verði gert að lýðveldi, svo sem hugur íslendinga hefir um lang- an aldur staöið til. Ríkisstjórn ' og stjórnmálaflokkarnir eru j sammála um, að fregnin um , boðskap konungs geti engu breytt um afstöðu þeirra til jstofnunar lýðveldis á fslandi og {skora - á landsmenn alla að greiða atkvæði um lýðveldis- stjórnarskrána svo að eigi verði villst um vilja fslendinga. Reykjavík, 5. maí 1944. Tíminn vill aðeins bæta því við, að þessi yfirlýsing ríkis- |stjórnarinnar og flokkanna I túlkar áreiðanlega hug þjóðar- \ innar. Skeyti konungs getur ' engu breytt um þær ákvarðanir, I sem teknar hafa verið. Þegar þær ákvarðanir voru teknar, I var reiknað með öllum hugsan- , legum hindrunum, einnig and- ] stöðu konungs, þótt menn samt ] væntu þess, að hann myndi skilja sanngjarnar og eðlilegar óskir íslendinga um alinnlenda stjórn. Þess vegna hefir orð- sending konungs valdið nokkur- um vónbrigðum. Konungurinn heldur fram konungsdóminum, fslendingar réttinum til að ráða stjórnskipulagi sínu og hafa al- innlenda stjórn. Þótt íslending- ar unni Kristjáni konungi alls hins bezta, meti hans góðu störf í þágu íslands og þá miklu þýð- ingu, er hann hefir haft fyrir þjóð sína seinustu árin, geta þeir hvorki vegna hans eða ann- ara hvikað frá þessum rétti sín- um. Þess ber líka að vænta, að orðsending Kristjáns konungs marki eigi endanlega aðstöðu hans til málsins, heldur skilji hann betur framkomu íslend- inga við nánari íhugun og vitn- eskju um eindreginn vilja þeirra. Orðsending Kristjáns kon- ungs gerir það enn nauðsyn- legra, að íslendingar fylki ein- huga liði við atkvæðagreiðsluna um Sjálfstæðismálið. Heimurinn þarf að sjá, hver vilji íslend- inga er. Engina horgull á íslenzkwm fánum Forsætisráðherra birti nýlega áskorun til almennings um að kaupa íslenzka fána til notkun- ar við hátíðleg tækifæri. Hefir hingað til skort mjög á, að fán- ar væru almenningseign og not- aðir eins og ber á hátíðisstund- um. Að undanförnu hafa mjög margir fundið til þess og viljað bæta úr því. Til dæmis er það í frásögur færandi, að allir bændur í einni sveit, Skeiðum í Árnessýslu, hafa falazt eftir fánum og fánastöngum. En sá illi þröskuldur hefir til þessa verið í vegi, að fánar hafa verið ófáanlegir. Nú er að rætast úr um þetta. Þjóðhátíðarnefndin hefir beðið blöðin að skýra frá (Framh. * 4. siðu) 583 menn höfðu í gærkvöldi greitt atkvæði í Reykjavík um sam- bandsslitin og lýðveldisstjórnar- skrána. Þar af 171 úr Reykjavík, en 412 utan Reykjavíkur. Hefir þessa viku verið höfð á sú sjálfsagða skipan, að fólk geti greitt atkvæði hér í bæn- um eftir venjulegan vinnutíma og má gera ráð fyrir, að svo verði framvegis. Eru kjörstaðirnir nú tveir, í Góðtemplarahúsinu klukkan 10—12 og' 1—4 og í Arnarhváli klukkan 5—7 og 8—10. Fólk, sem dvelur í Reykjavík en er á kjörskrá annars staðar, ætti ekki undir neinum kring- um stæðum að draga það að greiða atkvæði. Sérstaklega er áríðandi að þeir kjósi, sem allra fyrst, er heima eiga langt úti á landi, þar sem samgöngur eru erfiðar. Sími kosningaskrifstofunnar á Hótel Heklu er 1521.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.