Tíminn - 06.05.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 06.05.1944, Qupperneq 2
182 TÓ1I]\1\, laugardagiim 6. maá 1944 47. blað TÓNLISTARFÉLAGIÐ „í ÁLOGir - iyrsta íslenzka óperettan - Fyrsta al-íslenzka óperettan var frumsýnd í Iðnó fyrir fáum dögum. Hlaut hún hinar ágætustu undirtektir leik- húsgesta, og voru höfundar, leikstjóri og leikendur hylltir óspart að leikslokum. Síðan hefir óperettan verið sýnd nokkrum sinnum við húsfylli, og er sýnt, að hún muni eigi síður eiga hylli bæjarbúa en þær aðrar óperettur, sem vin- sælastar hafa orðið hér. Allar tekjur af sýningu þessarar óperettu renna í byggingarsjóð væntanlegrar Tónlistar- Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri: Ræktun lands og lýðs ^lminrt Laugurilayur 6. maí „Staldrið víð“ Það fer vart hjá því, að tals- vert margir hafi veitt forustu- greininni í seinasta fimmtudags- blaði Mbl. nokkra athygli. Hún nefnist: Staldrið við. Þar er lýst hinum geigvænlegu horfum í dýrtíðarmálunum með talsverð- um rökum og sterkum orðum. Að lokum segir: „En hve lengi verður þessum leik haldið áfram? Er ekki tími til kominn fyrir stjórnmála- mennina að staldra við og íhuga, hvar þjóðin er á vegi stödd? Á að gera að engu þá miklu mögu- leika, sem þjóðin ræður nú yfir og leggja allt í auðn?“ Þetta eru alvarlegar spurn- ingar. En það er ekki nóg að spyrja alvarlega og látast vera áhyggjufullur. Aðalatriðið er að vilja ráða fram úr erfiðleikun- um, benda á úrræði til þess og berjast fyrir framgangi þein'a. Á slíkfr er ekki minnst einu orði í Morgunblaðinu. Þess vegna er greinin athyglisverð. Hún sýnir, að stærsti flokkur landsins er enn á sama helveginum í þess- um efnum og hann hefir verið fram til þessa dags. Raunverulega segir þessi litla Morgunbl.grein harmsögu dýr- tíðarmálanna hér á landi. Hjá foringjum Sjálfstæðis- flokksins hefir aldrei vantað sterk orð um nauðsyn þess að vinna bug á dýrtíðinni, en úr- ræðin og f ramkvæmdavilj ann hefir alltaf §kort. Þess vegna er komið, sem komið er. Það vantaði t. d. ekki vorið 1941, þegar fyrstu dýrtíðarlögin voru sett að frumkvæði Fram- sóknarflokksins, að íhaldsblöðin vöruðu við dýrtíðarhættunni. Þau lög heftfu getað stöðvað dýr- tíðina, ef þau hefðu verið fram- kvæmd strax. En íhaldsmenn stöðvuðu frámkvæmd þeirra, vegna togaraeigenda, og dýr- tíðin hélt því áfram að vaxa. Það vantaði ekki heldur haustið 1941, þegar Framsókn- armenn báru fram festingartil- lögurnar, að íhaldsblöðin töluðu um nauðsyn þess að staldra við og stöðva dýrtíðina. En flokkur þeirra snerist samt gegn tillög- irfium, án þess að benda á |iokkur önnur haldnýt úrræði, og dýrtíðin hélt enn áfram að vaxa. Þá vantaði það ekki vetur- inn 1942, þegar gerðardóms- lögin voru sett, að íhalds- blöðin vöruðu kröftuglega við dýrtíöarhættunni. En það leið ekki langur tími þangað til, að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins gerðu þau að engu, án þess að gera nokkrar ráðstafanir í staðinn, og dýrtíðin óx stórkost- legar en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir þetta hafa íhalds- blöðin haldið áfram að ræða um nauðsyn þess að vinna bug á dýrtíðinni. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir líka haldið áfram að vera jafn úrræðalaus og fram- kvæmdalítill viðkomandi öllu því, sem laut að slíkum ráðstöf- unum. Forustugreinin í fimmtu- dagsblaði Mbl. sýnir, að þessi að- staða flokksins er enn óbreytt. Það er enn talað um að nauð- synlegt sé að staldra við, en það er ekki bent á nein úrræði til að ná markinu. Meðan stærsti flokkur lands- ins, sem á að hafa forustuna í þessum efnum, er þannig á vegi staddur, er ekki von að vel fari, þegar kommúnistarnir eru svo á aðra hönd. Þá geta afleiðing- arnar vart-orðið aðrar en þær, að enn haldi óstjórnin áfram að vaxa, nema önnur öfl verði nægilega sterk til að afstýra hættunni. Framsóknarflokkurinn er eini flokkur landsins, sem alltaf hefir haft ákveðna stefnu um viðnámið gegn dýrtiðinni. Hann beittist fyrir dýrtíðarlögunum vorið 1941,, en þegar þau voru eyðilögð og dýrtíðin hafði auk- izt svo, að þörf var enn öflugri ráðstafana, beittist hann fyrir festingunni haustið 1941. Sú til- raun var einnig eyðilögð. Loks gekkst hann fyrir gerðardóms- lögunum 1942, þótt aðstaðan væri þá orðin miklu örðugri en (Framh. á 4. >ÍOu) hallar. Leiklistin í Reykjavík hefir lengi átt við harla ömurleg starfs- og vaxtarskilyrði að búa, og á það enn, þótt vonandi verði senn hvað líður gagngerð breyt- ing í því efni. Iðnó hefir um langt skeið verið allsendis ó- fullnægjandi leikhús fyrir Reykjavíkurbæ, og jafn hvim- leitt leikurunum sem leikhús- gestunum. Það sætir hreint og beint furðu, hve miklum þroska leiklistin hefir náð, eins og að henni hefir verið búið, og mun áreiðanlega þykja í frásögur færandi þegar fram líða stundir og íslenzk leiksaga verður færð í letur. Þó er víst, að leikarar í Reykjavík hafa sjaldan eða aldrei lyft þyngra taki en nú í vor, er þrír leikir eru æfðir og sýndir samtímis, og öllum gerð góð skil. Og ekki ber að gleyma því, að einn þessara leikja er hvorki meira né minna en „Pét- ur Gautur“, einn hinn viðamesti leikur, sem hér hefir verið ráðizt í að sýna, og annar óperetta með yfir þrjátíu manns á sviði, þótt að vísu komi ekki til kasta nema svo sem helmingsins af því fólki að leika. Raunar er þessi mikla grózka Svava Einarsdóttir, í gervi dóttur álfakonungsins. i leiklistinni ekki éinstætt fyr- irbæri í íslenzku menningarlífi. Það hefir einnig verið mikill vöxtur á mörgum öörum svið- um lista á síðkastið, þótt nokk- uð sé þeim vexti misskipt. Hafa þær listgreinir, sem yngstar telj- ast með þjóðinni, málaralist og tónlist til dæmis, tekið miklum vexti. Á hinn bóginn á sér stað sýnileg stöðnun á þeim vett- ( vangi, sem íslendingurinn hefir löngum helzt kosið að hasla sér — vettvangi skáldskapar í bundnu máli — og nú eru mjög fáir í hópi þeirrar kynslóðar, sem óx úr grasi eftir fyrri heimsstyrjöldina, verulega hlut- gengin á því sviði. Það er út af fyrir sig ekki ó- merkur atburður, að Tónlistar- félagið sýnir nú um þessar mundir í Iðnó fyrstu íslenzku óperettuna,ekki sízt ef litið er til þess, hve skammt er síðan ráð- izt var í að færa þá tegund leik- listar á svið hér. Eru höfund- ar hennar, eins og flestir vita. Sigurður Þórðarson, söngstjóri og tónskáld, og Dagfinnur Sveinbjörnsson, sem nokkuð er kunnur af skemmtilegum út- varpsleikjum undir höfundar- nafninu Dagfinnur bóndi. Tón- smíðarnar eru að sjálfsögðu burðarásinn, eins og vera ber um óperettu, og er því ekki lítið sem höfundur þeirra hefir færzt í fang. En Sigurður Þórð- arson er líka maður til þess að leysa það af hendi. Eru lögin flest létt og fjörug, en þó inn á milli með þjóðlagablæ, ,eins og vel fer við textann. Um textann er einnig allt gott að segja. Að vísu er hann ekki sérlega háfleygur skáldskapur, enda slíkar kröfur ekki gerðar til óperettu. Þær eiga fyrst og fremst að vera léttar og fjörug- ar. Það orkar því ef til vill helzt tvímælis, hve bakgrunnur óper- ettunnar er hátíðlegs eðlis — sjálf frelsisbarátta þjóðarinnar. En þakklæti á Dagfinnur eigi að síður skilið fyrir þann skerf, sem hann hefir lagt til þessarar fyrstu íslenzku óperettu. Það er annárra 'að koma á eftir og gera betur. Leikstjórinn er Haraldur Björnsson, og er þetta fimmta óperettan, sem hann setur á svið. Það er því enginn viðvan- ingur, sem hér er að verki. Sjálfur leikur hann álfakonung- inn af miklum myndugleik og glæsibrag, eins og vænta mátti. Áðalhlutverkin, Magnús lög- mann í Dal og Guðrúnu konu hans, leika Pétur Jónsson og Anna Guðmundsdóttir. Vakti Pétur hina mestu hrifningu með söng sínum, er hann söng einn og fékk notið sín, en leik hans var á hinn bóginn áfátt með köflum og framburðurinn óskýr. Anna’ lék hina stórlátu lög- mannsfrú, af smekkvísi og hæfi- legu rembilæti. Dóttur lögmannshjónanna, Rannveigu, lék Sigrún Magnús- dóttir. Vakti það mikla ánægju leikhúsgesta að sjá hana nú aft- ur á leiksviði eftir alllangt hlé, enda er hún ein bezta leikkona okkar og sérlega vel lagið að leika í óperettum. Var leikur hennar léttur og markviss og skemmtilegur. Stallsystur lögmannsdóttur- innar leika þær Hulda Runólfs- dóttir og Finnbjörg Örnólfsdótt- ir. Eru þær áður lítt kunnar SigurSur Þójðarson, höfundur tónsmíSanna. Dagfinnur Sveinbjörnsson, liöfundur textans. Leikstjórinn, Haraldur Björnsson. Reykvíkingum, en Hulda hefir leikið undanfarna vetur í Hafn- arfirði, þótt vel takast og vera hressileg á leiksviði. Fara þær báðar mjög sæmilega með hlut- verk sín, og þó hvor með sínum hætti. Skúla, ungt glæsimenni og kennara ungmeyjanna og boð- bera nýja tímans, leikur Bjarni Bjarnason, ástmögur reykvískra leikhúsgesta frá gömlum tíma og söngmaður góður. Leikur hann hinn djarfa og hugum- stóra svein mjög frísklega, og munu þeir, sem minnast hans úr „Alt Heidelberg" og ýmsum öðrum leikjum fyrr á árum, ’hafa yndi af aö sjá hann á ný á leiksviðinu. Ævar Kvaran leikur Jón stúd- ent, félaga Skúla, ungan og glað- an mann, sem ekki hafnar lysti- semdum lífsins og hvergi er hræddur hjörs í þrá. Er það hlutverk, sem honum hentar vel, enda gerir hann því góð skii. Dóttir álfakonungsins leikur Svava Einarsdóttir, ung og álit- leg leikkona, er lék Guðnýju í „Lénharði fógeta“ í vetur og gat sér þá sinn fyrsta hróður. Þótti hún leysa það hlutverk ágæt- lega af hendi. Nokkuð er leikur hennar í gervi álfkonunnar daufari, en mjög sléttur og felldur. Er það ekki éfamál, að Svava á sér framtíð sem leik- kona. Valdimar Helgason leikur Ara umboðsmann, samvizkulausan fant, er skákar í skjóli konungs- valdsins, nautnasjúkan, gráðug- Ari fróði segir í íslendingabók, að í þann tíð, er landnámsmenn komu hingað, hafi landið verið viði vaxið mili fjalls og fjöru. Vel má vera, að hugsanlegt sé, að hinn ágæti fræðimað- ur taki hér helzt til djúpt í ár- inni. Hitt er vitað, að víðáttu- mikil landssvæði, sem nú eru örfokaland, voru þá vaxin skógi eða háu grasi og öðrum kjarn- gróðri. Þjórsárdalurinn var þá og lengi síðan eitthvert auðugasta skógríki t>essa lands. Sagan tjá- ir svo sem kunnugt er, að þar hafi Hjalti Skeggjason látið smíða skip. Eigi verður annað ráðið af frásögninni, en að það hafi ver- ið smíðað af íslenzkum skógar- viði. Svo öldum skipti sóttu bændur og búalið nálægra byggða eldivið sinn og raítvið í Þjórsárdal. — Skógurinn var höggvinn og beittur fyrir- hyggju- og miskunnarlaust. Þannig var ausið af auðlegð hans, svo sem hún væri óþrjót- andi. Engin mannleg hönd lagði skóginum lið á nokkurn hátt. Enginn hlúði að græðlingunum, sem móðir náttúra sendi fram á völlinn hvert vor og sumar til þess að berjast fyrir tilver- unni og búsæld og fegurð dals- ins, heldur einungis hið gagn- stæða. Sveitir Rangárvallasýslu hafa um langan tíma verið að blása upp. Víða eru þar örfoka land- flæmi, þar sem sem áður voru blómleg býli og birkiskógar. Lengi létu landsmenn þessa tortímingu gróðursins og gæða landsins afskiptalausa. Þeir hömuðu sig eða leituðu skjóls í sandstormunum. Þeir létu hverjum degi nægja sína þján- ing. Fátæktin, úrræðaleysið og baslið sljóvguðu hug og hjarta. Óhugsanlegt þótti, að til væru ráð eða öfl, sem hindrað gætu ofurmagn náttúruaflanna eða hamlað þeim á nokkurn hátt. Án mannlegrar hjálpar varð hver einasti græðlingur og gróðurnál að berjast hjálpar- vana öld eftir öld við stormana, hretin og sandinn. Vaglaskógur er einhver feg- ursti og yndislegasti blettur þessa lands. Gegnt honum að vestan er Vaðlaheiðin, svo sem kunnugt er. Hún er sumstaðar gróðurlítil, svo að óvíða gefur að líta meiri mismun á gróðurríki en þarna austan og vestan Fnjóskár. Menn hafa veitt því eftirtekt, að víða um Vaðlaheiðina hefir skotið upp birkigræðlingum af fræi úr skóginum. Þessir græðl- ingar hafa eigi náð að þroskast sökum skorts á aðhlynningu. Sauðféð og stormarnir hafa tor- tímt þessu ungviði jafnört og þvi hefir skotið upp. Þetta á sér víða stað um landið. Ég hefi hér drepið á nokkur dæmi frá gróðurlífi landsins, þar sem eigast við« tvö gagn- stæð öfl sí og æ, annars vegar afl tortímingarinnar — við get- um nefnt það helstefnu, svo að ég hnupli orði okkar merka heimspekings, Helga Pjeturss — hins vegar afl lífsins, lífstefnan. Við skulum ímynda okkur, að við stöndum fagran sumardag á ofurháu fjalli í góðu skyggni, og ættlandið kæra, ísland ögrum skorið, blasi allt við augum, fag- urt og tigharlegt. — Það gefur á að líta. Um láglendið eru víða „blómguð tún og grænar grund- ir“ og agnarlitlir skógarblettir á stöku stað. Víðlendastar verða þó auðnirnar, eyðiflákarnir og öræfin, berar skriðurnar og sendna ströndin. Þannig er þá an og ófrýnilegan. Biðlar hann til lögmannsdóttur en verður að iokum af kvonfanginu. Tekst Valdimar jafn vel að túlka rembilæti, flærð og grímulausan þorparaskap þessa náunga. Að vísu er leikur hans öfgafullur á stundum, en til þess er ætlazt. Enn er ógetið tveggja lítilla hlutverka, er þó vekja hvað mesta eftirtekt. Eru það Jón hómópati, sem Lárus Ingólfsson leikur, og Vala gamla, vinnukona á heimili lögmanns, er Nína (Framh. á 4. siöu) landið orðið, sem Ari segir, að hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Nú eru þessi átök helstefn- unnar og lífstefnunnar í lífi ís- lenzku náttúrunnar ekki látin afskiptalaus með öllu. Góðir ættjarðarvinir, menn og konur, ungir og gamlir, leggja nú hönd á plóginn og hreinsa og græða foldarsárin. Þó vantar þar enn að verki margar virkar hendur. Skógarleifarnar eru nú víða verndaðar og um þær hirt. Við gróðursetjum tré og runha í borg og við býli. Við heftum upp- blástur lándsins víða og reynum eftir megni að græða upp sand- flæmin. Margur góður íslend- ingur beitir hér afli hugar og handar og uppsker yndisarð. Hvaða afl knýr hér til starfa og atorku? Er það eigingirnin eða eitthvað annað göfugra og háleitara? Ég hygg, að meginaflið eigi rætur að rekja til þess, sem er kjarni lífsins og eilíft gildi þess, kærleikurinn, sem birtist okkur hér í sannri ættjarðarást. Það er hin virka ættjarðarást, sem þannig birtist, yljar og knýr til framtaks og dáða. Við, sem lít- ilvirkir erum um ræktun og að- hlynningu gróðursins, getum það minnst gert að láta í ljós virðingu okkar, aðdáun og þakk- læti til þeirra, sem kappkosta að rækta landið, græða það og fegra. Hver góður íslendingur ætti að leiða hugann að þessum á- tökum, þessari sífelldu baráttu gróðurs og auðnar, lífs og dauða í ríki náttúrunnar og reyna eft- ir mætti að leggja lífstefnunni lið, hvar sem hann býr og hvar sem hann fer um landið. Af mínum sjónarhól séð er þjóðlífið okkar dálítil spegil- myrid af landinu. Þar skiptast á gróðurblettir og berar skriður, grænir, þroskamiklir skógar og hrjóstugar auðnir. Þar heyja stöðugt baráttu lífstefnan og helstefnan, svo að vart verður á milli séð, hvor sigra muni. Og þar leikur stundum á tveim tungum, hvaða öfl leiði til lífs- ins, og hver til auðnar og dauða. í þjóðlífinu umlykja auðnirn- ar og eyðiflákarnir iðjagræn tún og fagra skóga. Þar leitast upp- blástursöflin sí og æ við að fella hvern stofn og slíta hverja rót. Einhverjir fegurstu gróður- reitir þjóðlífsins eru bindindis- starfsemin og ungmennafélags- skapurinn, þar sem hann hefir reynzt köllun sinni%trúr. Þær vinjar eru ávöxtur trúar á batn- andi gróandi þjóðlíf, ávöxtur vonar og fórnarvilja, sem sprottinn er af ást á íslenzku þjóðinni og íslenzku þjóðlífi. Jafnvel hinir hatrömmu and- stæðingar banns og bindindis treysta sér ekki í einlægni til þess að neita því, „Neista af himins miklu mildi myrkur- skyggna augað 1 sér,“ segir skáldið. í bindindisstarfinu er að verki hin hlúandi og græðandi hönd, sem reynir að hindra tortíming- aröflin og glæða hið fegursta og bezta eða rækta. En við ramman reip er að draga, meðan ríkið sjálft veitir tortímingaröflun- um brautargengi og leggur hel- stefnunni lið af einskærri skammsýni. Flestir skólar landsins leggja lífstefnunni lið í þessum skiln- ingi og reyna eftir megni að glæða hið bezta hjá æskunni og rækta hug og hjarta. Þó er ýmis- legt í tilhögun skólanna okkar, sem rýrir þetta uppeldisstarf og togar í aðra átt. Einnig er um- hverfi þeirra sumra slíkur jarð- vegur fyrir uppeldisstarf, að erfitt er að verja æskuna upp- blæstrinum og tortímingunni. Allt það starf með þjóðinni okkar, sem miðar að ræktun lands og lýðs, utan veggja og innan, upp til dala og fram við sjó, skapar okkur bjargfastar vonir og óbilandi trú á gróandi þjóðlíf með þverrandi auðnir, þar sem hver sannur íslending- ur gerir skyldu sína í hvívetna gagnvart landi, þjóð og þjóðerni og kostaf kapps um að leggja lífstefnunni lið, í hvaða skiln- ingi eða mynd, sem það svo er. Sigrún Magnúsdóttir í gervi Rannveigar i Dal (í miðið) og Finnbjörg Örnólfsdóttir (t. v.) og Hulda Runólfsdóttir (t. h.) í gervi stallsystra liennar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.